Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.07.1945, Blaðsíða 4
4 LöGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚLÍ, 1945 ---------------------------löBtjers----------------------------------------------------------------- QefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Logberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 «■■ — --------------------------------------------------------------------------------------—4> llilllllllil!lllillllll!lllllllllllllll!IIIIUIIIIIIilllllllllllllllllllll!l!lii!lllllllllllllllllllll!l!l!llll]|||||||||||||||||||||||||l!lllllllllllllllllllllllltl!l!!llllllllllllllllll Orð að skilnaði Flutt í kveðjusamsœti undir umsjón Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, 19. júlí 1945. Eftir próf. Ásmund Guðmundsson lllllll!llllllll!llillllllllllllllll!llll[l[|IHIIIIIIIIIIIIIlll![|IIIIIIIIIIUIIIII!llllllll[lllllllllllllllllllllllUllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllli|llllllllllllllll Herra samkvæmisstjóri. Herra kirkjufélags forseti, aðrir starfsbræður og vinir. Mér er mikil sæmd og gleði að því veglega samsæti, sem þið haldið mér undir umsjón Ev. lút. kirkjufélagsins, og að þeirri fallegu gjöf, sem þið hafið gefið mér. En því meiri er sæmd- in og ánægjan, sem eg veit, að það er ekki fyrst og fremst eg sjálfur, sem þið sýnið þenn- an ástúðarvott, heldur kirkjan á íslandi, þjóðin, landið sjálft. Handtaki,ð ykkar hlýja, bæði hér og víðsvegar um bygðir Vestur-Islendinga hefir sannað mér það. Enn meiri gleði var mér þcf að fá tækifæri til að sitja ykkar kirkjuþing. Fundardagarnir í kirkjunni verða mér minnisstæðir og eg hlakka til að segja frá þeim heima. Mér er nær að halda, að það sé eitt einkenni á okkar tímum, hve lítið tillit menn taka til prédikana og eggjunarorða, sem séu óstudd af framkvæmd- um. En boðskapur í verki ér því áhrifameiri. Eg get dregið fram dæmi af ykkar kirkjuþingi, sem geta orðið þjóðkirkjunni á íslandi bæði til hvatningar og fyrirmyndar. Það var hátíðlegt að sjá mikinn hluta kirkju- fólksins við þingsetningarguðsþjónustuna rísa úr sætum og ganga til altaris. Mér fanst hrifn- ing fara um kirkjuna og eg þráði það, að sam- eiginlegir fundir presta og leikmanna á ísland' byrjuðu eins. Þessi nána samvinna leikmanna og presta á kirkjuþinginu er yfirleitt til fyrirmyndar. Hér er engin hætta á því, eins og sumstaðar, að kirkj- an verði talin stofnun ákveðinna embættis- manna, prestanna, þeir séu kirkjan. Nei, hér sést þegar, að kirkjan er lifandi samfélag, sem ætlað er að ná til allra, jafnt lærðra og leikra. Hugmyndin um prestsdóminn almenna hefir náð hér góðum þroska. Þáttur kvenna í þessu starfi virtist mér veiga- mikill. Hún var falleg skýrslan um starf Banda- lags kvenna og mjög lærdómsrík. Enginn hefir að líkindum skilið gildi þessa þáttar betur en séra Jón Bjarnason, sem spurði undrandi, hvernig mönnum gæti komið það til hugar að ætla sér að útiloka helming mannkynsins frá boðun fagnaðarerindisins. Mér sýndist þær vera margar á kirkjuþinginu. Maríur og Mörtur, og vísast oft báðar í sömu persónu. Skyldi eng- inn vanþakka né misskilja Mörtu hjutskipti. Menn töluðu um það, að gott væri að koma til hinna neðri bygða undir kirkjunni. Og það var satt. Þar var líka unnið kirkjulegt starf, sem mikils var um vert, Kristur sjálfur mett- aði einnig mannfjöldann, er hann hafði kent honum. Hugmyndinni þörfu og góðu, um stofn- un sumarheimilis barna við Winnipegvatn, hygg eg að muni vel borgið í höndum kvenna, enda veit eg ekki til annars en að konum hafi gengið hið bezta að koma þeim málum í framkvæmd, sem þær hafa tekið að sér á annað borð. Glögg- skygni þeirra á það, hvar þörfin sé brýnust, og þrautseigjan reynist hvorttveggja giftudrjúg. Af merkum nýmælum þessa afmælis þótti mér mest til koma ákvörðunarinnar um það að stofna nýtt elliheimili í Norður Dakota, svo að kirkjufélagið hafi þá á sínum vegum tvö gamai- mennahæli. Eg hefi séð það eigin augum, hver fyrirmyndarstofnun Betel er eða réttara sagt, hvert fyrirmyndarheimili; þetta er vafalaust kirkjufélaginu ómetar.lega mikils virði að það eigi sjálft sínar líknarstofnanir og starfræki þær. Þetta skortir þjóðkirkjuna heima mjög tilfinnanlega, en vonar.di verður ráðin bót á því hin næstu ár undir fcrystu biskups. Þá gladdi það mig sérstaklega, hve hlý bróð- urorð fóru á milli Lúterska kirkjufélagsins og Sameinaða kirkjufélagsins, alveg eins og vera átti. Öldurnar sem risu hátt og ógnandi fyrir 30—40 árum, hefir aftur lægt. Eg heyrði Þór- hall biskup á þeim árum segja, að sig langaði vestur um haf til að reyna að koma í veg fyrir klofning. Og ef til vill hefði hinum vitra og góðgjarna manni orðið mikið ágéngt. Síðan hefir það altaf verið löngun forystumanna kirkj- unnar á íslandi, að eining vestur-íslenzkrar kirkju verði sem mest, samstilt tök og sam- vinna'og í rauninni hlýtur það sérstaklega nú að vera áhugamál allra þeirra, sem skilja vitj- unrtíma kirkjunnar um víða veröld, að deildir hennar verði að vinna saman að kristilegri menningu og bræðralagi, ef að hvorttveggja á að haldast á jörðinni. Mér verður ljúft að lýsa fyrir biskupi okkar þessum bróðuranda, sem hverskonar áreitni á að skríða í felur fyrir. Eg veit, að' það mun gleðja hann hjartanlega, því að stefnu hans, sem £ið hafið kosið heið- ursverndara kirkjufélags ykkar, verður bezt lýst í þessum efnum með orðum Páls postula til safnaðarins, er hann unni heitast: “Ef nokk- uð má sín upphvatning vegna Krists, eg kær- leiksávarp, ef samfélag andans, ef ástúð og með- aumkun má sín nokkuð, þá gjörið gleði mína fullkomna, með því að vera samhuga, hafa sama kærleika og hafa með einni sál eitt 1 huga. Gjörið ekkert af eigingirni né hégóma- skap, heldur metið með lítillæti hver annan meira en sjálfan sig, og hver og einn líti ekki einungis til þess, sem hans er, heldur líti og sérhver til þess, sem annara er. Verið með sama hugarfari, sem Jesús Kristur var.” Eg mun aldrei gleyma þeim anda, sem þeir töluðu í, séra Haraldur Sigmar, forseti kirkjufélags ykkar, og séra Filip Pétursson fyrir hönd Sam- einaða kirkjufélagsins. Mér fanst hann vera vor- boði gróandi sumars, vaxandi samúðar og sam- starfs. En í baksýn þess, er gerðist í kirkjunni á kirkjuþinginu, sá eg mynd hans, er breiðir út hendur og segir: Komið til mín. Og eg vona, að eg hafi séð meira en altarismyndina eftir Thorvaldsen, því að enn standa orð Krists í sama gildi og forðum: “Án mín getið þér alls ekkert gjört.” Mér skilst, að einlægni og hjarta- hlýja ykkar Vestur-Islendinga muni vera góð- ur farvegur anda hané. Eg minti á Jónsmessu- kvöld hér í kirkjunni á orð séra Jóns Bjarna- sonar um hina daglegu umgengni við drottinn vorn Jesúm Krist. Það er þessi samfélagsvitund, sem þarf að vera vakandi hjá okkur — okkar rétta líf, svo að eg viðhafi orð Hallgríms Péturs- sonar. Þá er öllu borgið. En við mennirnir er- um oft svo undarlega sljóir. Þið hafið senni- lega heyrt frásöguna um það, þegar skotið var á línuveiðarann Fróða fyrir nokkrum árum. Formaðurinn særðist og bróðir hans. Þegar átti að binda um sár formannsins bað hann þess, að fyrst yrði bundið um sár bróður síns. Það voru síðustu hetjuorð þessa manns. Ef einhver hefði með slíkri fórnfýsi bjargað lífi okkar, þá myndi það trauðla ganga okkur úr hug fram í rauðan dauðann. Og þó hefði það aðeins lengt líkamslíf okkar um nokkra daga eða ár. En hver ætti þá að vera afstaða okkar til hans, sem lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir sálarheill okkar um alla eilífð? Ætti hann að hverfa okk- ur úr hug nokkuru sinni? Það er samfélagið við hann, sem er lífæð alls kristindóms eins og hver blaðsíða N. t. vottar. Eg óska kristni Vestur-íslendinga og Austur-Islendinga þess samfélags síðast og fyrst og að eining þeirra á komandi árum og öldum verði runnin af þeim djúpu rótum. Eg hefði ef til vill átt að tala persónulegar um ykkur og sjálfan mig á þessari kveðjustund, um vináttu ykkar, samstarf og góðgirni við mig, um fornvin minn forseta kirkjufélagsins og hvernig við lifum samtímis mikla merkis- atburði í okkar æfi og blessunaróskir mínar fylgja honum og fjölskyldu hans í starfinu nýja. En eg hefi alt þetta í huga. Um sjálfan mig finst mér harla lítið hjá því verkefni, sem eg á að leitast við að vinna. Og þegar eg skil við góða vini, þá finst mér svo mikið um gildi vináttunnar, að þegar eg kveð þá, ómar ein- hversstaðar í huganum eins og undiralda: Kom- ið þið blessaðir og sælir.* Eg þakka ykkur hjartanlega vináttu ykkar og vinargjöf. Og ljúft verður mér að skila kveðju ykkar heim. Guð varðveiti ykkur alla og blessi vini mína, starfsbræður, forseta kirkjufélagsins, Kirkju- félagið, kristni Vestur-íslendinga. Hann tengi sjálfur bræðraböndin yfir hafið. Meðan sumarsólir bræða svellin vetra um engi og tún, skal vor ást til íslands glæða afl og fjör und krossins rún, djúp sem bláminn himin hæða hrein sem jökultindsins brún. Lobo konungur í Currumpaw (Erenest Thompson segir frá) +++ Fyrir mörgum árum síðan átti vinur minn grípahjörð og hjarð- lendur í Currumpaw dalnum í Nýja Mexeco. Hann vissi að eg fékst við úlfaveiðar á mínum yngri árum og þótti slingur við þá veiðimensku. Einu sinni fékk eg boð frá þessum vinu mínum þess efnis, að hann bað mig að koma og ráða af dögum flokk af úlfum, sem mikinn óskunda höfðu gert í nautahjörð hans, og engum hafði tekist að yfirvinna, þó dýraveiðamenn, og hjarð- menn hefðu reynt alt sem þeir gætu. Þegar að eg fékk boðin var eg staddur í Suðvestur ríkjun- um og tók boði hans tveim hönd- um. Eg lagði strax á stað til Currumpaw á vagni með tveim- ur hestum fyrir, með tvo menn með mér, mér til aðstoðar og nokkra úlfaboga, Þegar að eg kom til Currum- paw var mér sagt að foringi úlfaflokksins væri gríðarstór úlfur, grár á lit og að Mexico menn kölluðu hann Lobo gamla úlfakonung. Allir hjarðmenn- irnir sögðust þekkja hann, þó fæstir þeirra hefðu séð hann. Að honum lægi lægra rómur, en hinum úlfunum, sem með hon um voru. Að spor hans væru stærri en vanaleg úlfaspor, sem eru 4Y2 þumlungur. Hans væru að minsta kosti 5% þumlung- ur og að það væri ómögulegt að villast á honum. Þessi gamli útlagi var eins slunginn eins og hann var stór. Margt hafði ver- ið reynt til þess að eyðileggja hann og félaga hans. Bogar höfðu verið settir fyrir þá, eytri stráð á veg þeirra, og skotmenn legið í leyni til að ná þeim, en við öllu ráðabruggi mannanna og öllum þeirra brögðum sá Lobo konungur úlfanna. Þegar að hjarðmennirnir fengu með engu móti unnið Lobo, lögðu þeir fé til höfuðs honum, að upphæð þúsund dollara, og er það víst meira fé en lagt hefir verið til höfuðs nokkrum öðrum úlfi. En það virtist ekki hafa hin minstu áhrif á Lobo, eða félaga hans, þeir héldu á- fram uppteknum hætti, og á fimm árum drápu þeir tvö þús. nautgripi flest af því ársgamlar kvígur. Lobo og þeir félagar voru mjög vandir að mat sínum. Eft- ir að þeir höfðu drepið vetrung og það gjörðu þeir nálega á hverri nóttu, átu þeir aðeins það sem þeim þótti bragðbest af kjötinu, hitt skyldu þeir eftir. Lobo var mjög hugrakkur. Hann hræddist aðeins eitt, og það var byssa, og af því að hann vissi að allir karlmennirnir í Currumpaw héraðinu báru ávalt býssur með sér, þá forðaðist hann þá og passaði að félagar sínir gjörðu það líka. Þeir földu sig því á daginn og voru aldrei á ferli fyr en, dimma tók af nóttu. Mér varð því ljóst að til lítils var að leggja bogana, sem eg hafði tekið með mér fyrir slíkann óvin, svo eg reyndi að eytra fyrir hann. Eg fékk mér nýrnamör úr nýslátruðum vetr- ung og sauð hann saman við ost. Lét samsuðuna kólna, skar hana svo í hæfilega stóra bita og lét strychnine í hvern bita og fylti svo gatið, sem eg varð að gjöra í bitana með osti. Eg passaði meg með að anda ekki á þessa beitu, á meðan að eg var að búa hana út, og á höndunum hafði eg fingravetlinga, sem eg hafði dýft ofan í volgt vetrungs- blóð svo að eg snerti hana ekki með berum höndunum, síðan fékk eg mér nýja vetrungshúð sem eg rauð í blóði, setti beit- una innan í húðina, batt hana svo saman, festi snæri í böggul- inn, fékk mér svo hest, settist á bak honum og dró böggulinn á eftir mér í hring, um tíu mílna víðann, og skildi eftir einn eytur bita á hverjum fjórða parti úr mílu og passaði mig með að snerta ekki neitt, sem eg skildi eftir, með berum höndum, og fór svo heim. Daginn eftir fór eg að vitja um hvað Lobo hefði gjört við eytr- ið. Eg sá fljótlega að hann og félagar hans höfðu veitt farinu, sem húðin er eg dró beituna í, skildi eftir; eftirtekt og fylgt slóðanum og þegar eg kom þang að, sem eg skildi fyrsta eytur- bitann eftir, var hann horfinn og hugsaði eg með mér, að nú væru dagar Lobo taldir. Eg hélt áfram slóð mína frá deginum áður og kom þangað, sem eg skildi eftir annan og þriðja bit- ann, og voru þeir líka horfnir, en engir úlfaskrokkar sáust. En þegar eg kom að staðnum, sem eg skyldi fjórða bitann eftir á, sá eg bitana fjóra þar. Lobo hafði fært þá alla saman, en engann etið, og áður en hann skildi við þá, hafði hann gjört sín stykki á þá ofan, mér til storkunar og fyrirlitningar á allri minlú^veiði- kænsku. Mér varð undir eins ljóst, að Lobo var of kænn til þess að láta ginnast á minni eyrtunar- aðferð, svo eg keypti þá beztu stálboga, sem eg gat fengið og eg ásamt hjálparmanni, sem mér var fenginn, unnum að því í heila viku að leggja bogana á brautir úlfanna, sem að vatns- bólum þeirra láfu og á aðra staði þar sem umferð þeirra þótti lík- legust. Við festum bogana við trjáboli, sem við fólum sitt hvoru megin við braut þeirra, svo gjör- samlega, að enginn maður hefði getað merkt að þar væri um nokkurn farartálma að ræða, og svo drógum við dauðann jarð- smýgil um þar sem við jörðinni var rótað og þar sem við höfð- um stígið. Þegar eg eftir nokkra daga fór að vitja um bogana, sá eg fljótt að sú aðjferð mundi að litlu haldi koma. Lobo hafði að vísu komið að bogunum, en eg sá á förum hans að hann á einhvern óskiljanlegan hátt, hafði haft grun um að alt væri ekki með feldu. Þegar hann var rétt kom- inn að fyrsta boganUm hafði hann stansað og tekið að rífa upp jörðina hér og þar og færa sig áfram smátt og smátt unz hann fann keðjuna, sem boginn var festur við trjábolinn með. Svo hafði hann haldið áfram og viðhaft’ sömu aðferð við eina ellefu boga aðra. Eg sá að hér var ekki við lambið að leika sér og fór því að athuga för og feril Lobo nákvæmlega, veitti eg því þá eftirtekt að í hvert sinn og hann varð boganna var, þá vék hann ávalt framhjá þeim undan vindstöðu. Mér datt þá í hug, að breyta til um bogalagn- inguna. I staðinn fyrir að leggja þá hvern fram af öðrum, lagði eg nú einn ofan í úlfaslóðina og svo þrjá boga sitt hvoru megin, svo að þegar frá þeim var geng- ið mynduðu þeir stafinn H, svo að boginn sem í slóðinni var, myndaði miðlegginn og þóttist eg nú vera viss um að þegar Lobo kæmi að boganum, sem í slóðinni var, þá mundi hann hljóta að lenda í einhverjum af hinum bogunum, sem utan við hana voru. En Lobo var ekkert ginningarfífl, því er hann varð boganna var, þá stansaði hann og í staðinn fyrir að sneiða fram hjá þeim, eins og hann var van- ur, þá gengur hann aftur á bak frá þeim og hæfir nákvæmlega sömu sporin og hann hafði stígið þegar að hann kom, þar til að hann var úr allri hættu, þá gekk hann í víðum hring allt í kring- um bogana og hélt svo nokkrar mílur út í hóla og drap þar vetr- ung. Eg eltist við Lobo og félaga hans í fjóra mánuði árangurs- laust og var orðinn ráðþrota, svo hann hefði að líkindum get- að útent sinn eðlilega ránsaldur af hann hefði ekki misséð sig með því, að taka að sér unga og ógætna úlfalæðu. Eg hafði ekki séð þessa nýju konu Lobo, en Mexikanar, sem fylgdu hjörðum sínum á Mesa sléttunum höfðu stundum séð Lobo og félaga hans í tungls- ljósi á kveldin, sögðu mér að hún væri hvít sem snjór og að þeir kölluðu hana Blanka. Þetta þótti mér góðar fréttii og mér fanst að þessi ráða- breytni Lobo mundi gefa méi tækifæri á honum. Eg hugsaði því ráð mín, sem voru í þvi fólgin að eg tók vetrung og slátraði honum þar sem að eg vissi að Lobo og félagar hans yrðu varir við hann, lagði svo boga meðfram skrokknum, svo að þeir voru nokkuð áberandí, svo tók eg höfuðið af og lagði það nokkra spöl frá, eins og því hefði verið hent þangað í hirðuleysi, tók tvo boga, sem eg hafði gjört lyktarlausa og faldi þá sitt hvoru megin við höfuðið og festi þá við það, gekk svo vandlega frá öllu saman og tók að síðustu úlfaskinn og nuddaði holdrosanum yfir jörðina alt í kringum höfuðið og gjörði spor með úlfafótum er fastir voru við skinnið, yfir bogana og í kringum höfuðið. Morguninn eftir að eg kom að (Framh. á bls. 5) “ESCORT” SKOR FVRIR ELDAI DR VHGRI HENN Jafn vinsælir með yngri sem eldri eru þessir fallegu “Escort” oxford-skór, sem fá má úr svörtu eða brúnu kálfsskinni og svörtu kið- lingaskinni. Balmoral og Blucher snið með Goodyear sólum. Má velja úr stærðum og vídd frá 6 til 11. $5.95 til $8.95 Karlmanna og drengja skódeildin, The Hargrave Shops íor Men, Aðalgólfi. JT. EATON C?,M,TEo

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.