Lögberg - 02.08.1945, Page 1

Lögberg - 02.08.1945, Page 1
\ Styrkjum þjóðrœknisböndin á íslendingadaginn Styrkjum þjóðræknisböndin á Islendingadaginn 58 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1945 NÚMER 31 Ingibjörg Frímannsson Fædd 26. júní 1861 Dáin 11. júní 1945 m “Þér fylgir vor blessun, þér fylgja vor tár á friðarins engilvegi.” Ingibjörg Björnsdóttir Frí- mannsson var fædd á Finns- tungu í Húnavatnssýslu á ís- landi, 26. júní 1861. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Björn Ingibjörg Frímannsson Ólafsson og Anna Lilja Jóhanns- dóttir. Hún fluttist til Ameríku árið 1891 og settist að í Winni- peg, þar giftist hún 3. maí 1$94, Benedikt Frímannssyni. Áttu þau heima í Winnipeg þar til þau fluttu til Girnli árið 1898. Þar átti Ingibjörg sál. heima þar til árið 1929 að hún fluttist til dóttur sinnar í Struthers í Ohio ríki og dvaldi þar til dánardæg- urs. — Hún misti mann sinn 1. nóv. 1917. Hún lézt 11. júní 1945. Hún lætur eftir sig einkadóttur þeirra hjóna Ósk Lovisu, gifta Ray W. Fenton, sem er mikils- metinn læknir í Struthers, Ohio. — Einnig lifir hana fósturdóttir Arnljótína (Irene) gift Humphry Smith, Charleston, Indiana. Þrír bræður lifa hana, Sigvaldi og Ólafur á íslandi og Arnljótur B. Olson til heimilis á Gimli. Þegar eg leitast við að verða við hinni síðustu bón vinkonu minnar, að skrifa nokkur orð um hana látna, sækja margar endur- minningar að huga mínum. Ekki munu þær vertða færðar í let- ur, heldúr geymast þær sem fagur sveigur í umgjörðinni um mynd þá er hugur minn mun geyma af henni til daganna enda. Ingibjörg sál. var gædd góðum gáfum, hún var sterktrúuð kona er hafði óvenjulegan áhuga fyr- ir öllu því er laut að kristin- dómsstarfi. Hún var fastheldin og ákveðin í skoðunum og var ekki gjarnt að skifta um skoðun hvorki um menn eða málefni. Hún var skapstór en þó stilt og gætin í allri framkomu, hafði óbeit á allri hræsni og tildri. Aldrei fór hún úr leið til þess eins að geðjast öðrum og aldrei gerði hún tilraun til að vera allra vinur. En hún var hinn sann- asti vinur vina sinna, en þung í skapi ef á hluta hennar var gert — rtiunu þessir eiginleikar hafa fundist í fari margra af hinum bestu konum Islands frá alda öðli. Gimli bær og umhverfi átti því láni að fagna að fá nokkra innflytjendur rétt fyrir aldamót- in, sem settu sinn svip á félags- lífið, sem höfðu djúp og varan- leg áhrif, sem urðu til hinnar mestu blessunar. í hópi þeirra voru þau Benedikt og Ingibjörg Frímannsson. Heimili þeirra var ávalt hið prýðilegasta, þau tóku þátt í félagsskap og beittu sér 'fyrir í ýmsum málum, sem til góðs mátti verða. í Gimli söfn- uði störfuðu þau af mikilli alúð og áhuga. Þar hafði hann oft forstöðu á ýmsum sviðum og hún stóð ávalt við hlið hans með árvekni og festu. Árin tólf, sem hún bjó þar eftir að hún varð ekkja var áhuginn hinn sami. Öll þau ár starfaði hún í safnað- ar eða djáknanefnd og kvenn- félagi og vakti yfir velferð starfs- ins á allan hátt. Heimilið var henni helgur staður, hún var umhyggjusöm um ástvini sína. Hún reyndist fósturdóttur sinni, sem góð móð- ir, og vildi vaka yfir velferð hennar, enda var það endur- goldið af hinni mestu ástúð. Hug- ur hennar vafði sig um dóttur- ina, sem guð hafði gefið henni, hjá henni leið henni undur vel hin síðustu ár og þar naut hún hinnar bestu aðhlynningar þeg- ar kraftar tóku að dvína á hinu síðasta æfiári hennar. Líkamsleifar hennar voru fluttar til Gimli þar sem hún hafði svo dyggilega starfað, var gott að hvílast. Þangað komu báðar dætur hennar með henni hina síðustu för. Hún var kvödd á yndislegum hásumardegi — og kirkjan hennar breiddi faðminn á móti henni. Stór hópur fornra vina og samverkafólks hafði safnast þar saman til að kveðja hina látnu merkiskonu með ein- lægri virðingu og þakklæti. ■— Fyrrverandi sóknarprestur henn ar flutti kveðjuorð með við- kvæmni og trega. — Sálmarnir íslenzku, sem hún elskaði, voru sungnir og þegar lagt var upp í síðasta áfangann var hún kvödd með óm, sem hún unni — var það hljómur klukkunnar “sem kveður guðs frið yfir kristið láð, með kirkjunnar sigurhljómi.” Klukkurnar, sem hún og vin- ir hennar höfðu gefið í minn- ingu um eiginmann hennar. — Af öllu hjarta þráði hún að sig- urhljómur kristinnar kirkju mætti ná yfir allan heim. Nú hvílir líkami hennar við hlið manns hennar í reitnum friðsæla þar sem hvílurúm eru svo mörg — hvílurúm hins þreytta samverkafólks, sem svo vel bar byrðina á fyrri árum. Þegar dætur hennar lutu þar höfði í hinni síðustu kveðju, kom aftur í huga minn erindi, sem ort var þegar faðir þeirra var þar kvaddur: “Þær biðja Guð sem gætir þín að gefa styrk og þrótt og hneygja þöglar höfuð sín og hvísla góða nótt.” Ingibjörg J Ólafsson. Eddurnar þýddar á Tékknesku af Islandsvininum Emil Walter -M-*- Fyrir rúmum tuttugu árum dvöldu hér part úr sumri tékk- nesku hjónin Emil og Annie Walter. Hann hafði þá um skeið verið sendiráðsritari Tékkóslóva kíu í Kaupmannahöfn en jafn- framt lagt stund á að stunda ís- lenzku og hlýtt á fýrirlestra Finns Jónssonar um norræn fræði, á Hafnarháskóla, en áður var hann orðinn vel fær í öðr- um tungum Norðurlanda. Hafði hann þýtt á tékknesku Lilju Eysteins munks, Gunnlaugs sögu ormstungu og fleiri íslendinga- sögur og var erindi hans hingað einkum það að kynnast sögu- stöðvum Njálu, því að um þær mundir var hann að þýða þá sögu. — Flestar þýðingar hans komu út löngu fyrir styrjöldina og sumar þeirra í skrautútgáfu, svo sem Lilja og Guðrúnarkviða. Auk Gunnlaugs sögu voru þá komnar út á tékknesku Laxdæla saga, Hrafnkells saga freysgoða og Eyrbyggja saga. Að dr. Emil Walter hafi ekki setið auðum höndum síðustu ár- in, má marka af grein, sem Fálk- anum hefir nýlega borist í hend- ur. Birtist hún í Svenska Dag- bladet nú í haust, og fer sá hluti hennar, sem veit að þýðingar- starfsemi Walters, hér á eftir. “Fyrsta heildarþýðing á Edd- unum á slavneskt mál er nýlega lokið í Svíþjóð af dr. Emil Walter sem snúið hefir Eddukvæðunum á tékknesku. Kafli úr þýðingum þessum birtist í bókmentatíma- ritinu Listy ze Severu — Blöð úr norðri —, sem II. heftið af kom út nýlega. Eddurnar eru ekki fyrsta þýð- ing norðurlandabókmenhta, sem dr. Walter gerir á tékknesku. Á námsárum sínum fór hann að leggja stund á sænskar bókmennt ir og tók til við fyrstu þýðingu sína. Það var “Herragarðssaga” eftir Selmu Lagerlöf, og síðan komu fleiri eftir sömu skáld- konu: “Gösta Berlings saga”, '‘Kejsaren av Portugallien”, “Körkarlen”, “Nils Holgersson underbara resa” o. fl. Einnig hafði dr. Walter þýtt ýmislegt úr norsku og dönsku á tékk- nesku, áður en hann fór að leggja stund á norrænar bókmenntir. Og eftir að hann hafði þýtt Gunn laugs sögu og fleiri Islendinga- sögur lagði hann í Snorra Eddu og síðan Sæmundar Eddu. — Það eru allmörg ár síðan eg byrjaði að þýða Eddukvæð- in, segir dr. Walter í viðtali við Svenska Dagbladet. En það er ekki fyrr en nú á stríðsárunum að mér hefir unnist tími til að ljúka þessu verkfefni, og eg von- ast til að Eddurnar komi út í heilu lagi á tékknesku undir eins og styrjöldinni slotar. Fyrri hlut- inn kom út 1942; var hann gef- inn út af bókmenntaklúbb ein- um og var notaður til verðlauna félags þessa, sem dreifði út eigi minna en 5000 eintökum af bók- inni. Eg get státað af því, að þetta verður fyrsta heildarútgáf- an af Eddu, sem þýdd hefir ver- ið á nokkurt slafneskt mál. Áður hafa kaflar úr Eddu komið út á slafneskum tungum, til dæmis pólsk þýðing til, en hún er stytt. Áður en fyrri hlutinn kom út hafði eg birt kafla úr Eddunum í sérstakri bók, sem prýdd var myndum eftir tékkneska lista- menn. Þetta gekk betur en búast hefði mátt við, áhuginn fyrir ritinu varð gleðilega mikill. — — Leiti maður að nafni Walters í símaskránni, finnur maður heimilisfangið Freyja- vagen í Djursholm, en þaðan hefir hann nýlega flutt á Skirn- ervagen — það hefir viljað svo til að kvæðið um ástir Freys til Gerðar og erindrekstur Skírn- is hefir gerst í umhverfi, sem á skylt við heimilisfang þýð- andans, hvað nofnið snertir. En í símaskránni stendur líka “lega- tionsrad”, og það væri ekki úr vegi að minnast ,þess, að hinn afkastamikli þýðandi og mál- fræðingur er stjórnarerindreki að lífsstarfi og telst því til þeirra stéttarbræðra sinna, ófárra, sem einnig starfa að bókmenntum. Eftir að hann gekk í þjónustu utanríkisráðuneytisins í Prag 1920, var hann sendur til Dan- merkur og skömmu síðar til Sví- þjóðar og starfaði þar sjö ár í sendisveit Tékkóslóvakíu. Var því næst fimm ár í utanríkisráðu- neytinu í Prag og kom aftur til Stokkhólms 1933. Meðan hann dvaldi í Prag stofnaði hann Tjeckoslovakisk-svenska sall- skapet og varð fyrsti formaður þess; um líkt leyti varð hann fyrsti kennari í sænsku við há- skólann í Prag. Eg byrjaði með sextán nemendum, en þeir voru orðnir fimmtíu þegar eftirmað- ur minn dr. Erik Frisk hætti fyrirlestrum”. En síðan 1930 hefir hr. Walter verið kennari í tékknesku við háskólann í Upp- sölum, og segir aðsóknina að þeim fyrirlestrum góða, þegar þess sé gætt að tékkneska sé fárra mál en mjög erfitt. Það léttir þó fyrir náminu að flestir stúdentarnir hafa áður fengið nokkra þekkingu á öðrum slafn- eskum málum.” I viðtalinu segir dr. Walter enn fremur af Tékkóslóvökum í Svíþjóð en þeir munu vera um 600 alls og margt þeirra lista- menn og mentamenn, sem leit- uðu þar hælis eftir að styrjöld- in varð yfirvofandi. Hann segir frá málgagni þeirra áðurnefndu, Listy ze Severu, sem skáldkon- an Maren Jakerlová gefur út, og frá skáldum Tékka lífs og liðp- um og talar um framtíð tékkn- esku þjóðarinnar eftir stríðið. íslendingar standa í þakklætis- skuld við dr. Walter. Auk þess að hann hefir þýtt ýms bestu fornritin á móðurmál sitt hefir hann ritað fjölda greina um ís- land í tékkóslóvakisk tímarit, meðan ættjörð hans var frjáls, og haldið fyrirlestra um ísland. Munu fáir eða engir menn er- lendir hafa unnið jafn ötullega að því að kynna ísland erlendis, síðustu tuttugu árin og dr. Walter hefir gert. Og að þeirri landkynningu hefir hann eigi aðeins starfað í Tékkóslóvakíu heldur og í Sviþjóð. Til dæmis var hann einn af stofnendum félagsins Sverge-ísland og hefir unnið mikið starf þar. LAKESIDE TRADING CO. GIMLI, MAN. Th. Thordarson Hannes Krisljánson Vér biðjum íslendingum allra heilla á þessum Þjóðminningardegi þeirra, hvar sem þeir dvelja, og á öllum öðrum dögum. Fálkinn. Megi Þjóðminningardagur íslendinga á Gimli 1945 verða farsæll bjartur og glaður D0UG G0RD0N Bílaviðgerða- og olíustöð SELKIRK MANITOBA TELEPHONE 149 rp oc U >ocr-=r>ocm>oc=>o<Trr>o<m30c=^>oc >o<-->o<------vrw--vrw-->»<—>»<--->r><----------------------->n<-->q<— ,c:v) IVith the Compliments of SOUDACK FUR AUCTION SALES LIMITED 294 William Avenue Winnipeg - Man. Phone 22 894 toc ->o<-rr>o<-r-^>o«->o<->n<—->o<—T>or—>q<----->n<---->o<--->n<--->o< ->o<—r>o<—>r><——>r><—^->nr-—■>n<---->f><-->o<-—>o<---->n<--->n, o J

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.