Lögberg - 16.08.1945, Side 3

Lögberg - 16.08.1945, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST, 1945 3 Ár$æll Árnason: Jón Sveinsson Jón Sveinsson var einn hinn víðförlasti íslendingur á þess- ari öld, og jafnframt var hann einn víðkunnasti rithöfundur Islendinga. Hér á œttjörð sinni hefir hann orðið mjög hjart- fólginn ungu kynslóðinni fyr- ir “Nonndbækurnar”. Ársæll Árnason minnist hér hins látna rithöfundar og göfug- mennis. Innan um allan hergnýinn, nokkru áður en honum lauk, barst hingað sú fregn, að Jón Sveinsson, “Nonni”, hefði látizt í nóvember síðastliðnum í Köln á Þýzkalandi. Fregnin var að vísu Jón Sveinsson enginn herbrestur, en mun þó hafa snortið íslendinga meira en mörg stórfréttin úr stríðinu. Nonni — við skulum kalla hann því nafni — var fæddur 16. nóvember 1857 og hefir því verið um 87 ára, er hann lézt. Eg veit ekki sjálfan dánardag- inn, né með hverjum hætti Nonni hefir látizt. Aldurinn var orðinn hár og mátt.i því vænta þess, að hann hyrfi af sjónar- sviðinu, en einmitt um þessar mundir hófust hinar miklu loft- árásir á Köln. Hver veit nema að þær hafi átt sinn þátt í dauða hans. Nonni er þekktastur af bók- um sínum, og segir hann þar á sinn óbrotna og elskulega hátt frá nokkrum þætti úr ævi sinni, unglingsárunum. Þær eru að vísu ekki sjálfsævisaga í eigin- legum skilningi, heldur eru end- urminningar unglingsáranna notaðar sem uppistaða. Þar fléttast svo ýmislegt inn í og allt verður “sögulegt” í frásögn Nonna. Um ævi hans má geta þess, að hann er fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal, en þar var faðir hans, Sveinn Þórarinsson,' skrif- ari hjá Pétri Havsteen amt- manni í 19 ár samfleytt. Seinna fluttist hann til Akureyrar og lézt þar í júlí 1869, og hefir Nonni þá verið ellefu ára gam- all. Móðir Nonna hét Sigríður Jónsdóttir. Bæði voru þau hjón- in þingeysk. Nokkru eftir burt- för Nonna af íslandi fluttist hún til Ameríku og dó þar. Franskur auðmaður hafðf'boð- izt til þess að kosta tvu íslenzka drengi til mennta í Frakklandi. Var annar kjörinn Þórhallur Bjarnason, prests í Laufási Halldórssonar, síðar biskups, en hvarf þó frá því, sennilega af trúarlegum ástæðum. Að hon- um frágengnum varð Nonni fyr- ir valinu. Hinn var Gunnar Ein- arsson, Ásmundssonar í Nesi, síðar kaupmaður í Reykjavík. Nonni sigldi 1870, þá tólf ára gamall, en er til Kaupmanna- hafnar kom, var skollinn á ó- friðurinn milli Frakka og Þjóð- verja, og komst hann því ekki lengra. Hóf hann þess vegna nám sitt í Danmörku, stundaði annars nám við háskóla í ýms- um löndum Evrópu og varð hinn lærðasti maður, eins og títt er um kaþólska menntamenn. Að námi loknu varð hann kennari við kaþólskan menntaskóla í Olderup í Danmörku, í tuttugu ár samfleytt, frá 1892 til 1912. Hann hafði verið sérstaklega vel látinn sem kennafi, hafði sér- stakt lag á að vinna piltana, gera þeim hið erfiða nám skemmtilegt. Auk kennslunnar varð hann að sinna ýmsum öðrum störfum, m. a. kaþólsku trúboði í Danmörku En svo var starfið erfitt, að hann varð að fá lausn frá því og taka sér hvíld. En þá fer hann að stunda ritstörf fyrir alvöru. Hann vek- ur strax aðdáun með “Nonna”- bókum sínum, er hann skrifaði á þýzku, og nú rennur upp nýtt tímabil fyrir honum. Hann verður eftirsóttur fyrirlesari við skóla og ýmsar aðrar stofnan- ir, ekki aðeins innan Evrópu — hann virðist hafa verið jafn- leikinn í helztu tungum álf- unnar, a. m. k. þýzku, frönsku, ensku og dönsku — heldur er hann sendur, áttræður öldung- urinn, umhverfis jörðina, um Ameríku austur til Japan. Mun hann hafa átt að fara um Kína og víðar um Austurálfu, en vegna ófriðarins, sem brauzt út milli Japan og Kína, varð hann að hraða för sinni heim til Ev- rópu. Sem rithöfund þekkjum við Nonna yfirleitt ekki nema af “Nonna”-bókunum. En meðan hann stóð í hinu stranga starfi með menntaskólakennari í Dan- mörku, gaf hann út bók, sem heitir “Islandsblomster”. Hann hafði með höndum tímarit, sem hét “Varden”, og birti þar greinar um íslenzkar fornbók- menntir, ekki í “Nonna”-stíl, heldur sem vísindamaður, bók- menntafræðingur. Þó kennir þar strax hins sama yls og allt- af síðar, sem kemur strax fram í heiti bókarinnar. Hann lýsir gildi fornbókmennta vorra, vís- ar óspart til erlendra höfunda, er hafi sérþekkingu á þeim, og til staðfestingar máli sínu þýð- ir hann Gunnlaugs sögu orms- tungu og er hún prentuð með í bókinni. Bókin er prentuð 1906. Meðan Nonni starfaði við áð- urnefndan menntaskóla, fékk hann einn góðan veðurdag fyr- irmæli um það, að hann skyldi fara til íslands og nota tveggja mánaða sumarleyfi sitt til þess að ferðast um landið. (Þess má geta, að menn í hans stöðu urðu í hvívetna að fara eftir fyrirmælum yfirmanna sinna). Þetta var árið 1895. 1 för með honum slæst einn af nemend- um hans, tólf ára drengur, Frederik að nafni. Um ferð þessa ritaði hann bók “Et Ridt gennem Island”, sem kom þó ekki út fyrr en 1908, en í prýði- legri útgáfu með þrem litmynd- um eftir enska málarann Col- lingwood. Þar kemur “Nonna”- stíllinn fyrst fram, sérstaklega í innganginum. Nemendur hans höfðu frétt af þessu og tala við hann í frímínútunum. Það er of rúmfrekt að taka það upp hér. 1 þessari ferðasögu lætur hann yfirleitt ekki á því bera að hann sé íslendingur, fyrr en hann hittir Sigurð bónda á Laug í Biskupstungum, er þá er um áttrætt og orðinn heyrnarsljór. Nonni vildi leita hófanna um það, hvort hann fengist ekki sem fylgdarmaður upp að Kal- manstungu. Gamli maðurinn hvessir á hann augun og spyr: “Eruð þér íslendingur?” “Já”. “Með leyfi að spýrja, hvað heitið þér?” “Eg heiti Jón Stefán Sveins- son, frá Möðruvöllum í Hörgár- dal.” “Þér hafið þá ekki dvalið á íslandi síðustu tuttugu árin?” “Alveg rétt. Eg fór ungur drengur af landi burt fyrir 25 árum og hefi dvalið erlendis alla tíð síðan.” “Já, nú man eg eftir því. Eg hefi heyrt um það. Faðir yðar hét Sveinn, sonur Þórarins Þór- arinssonar úr Kelduhverfi. Móð- ir yðar var Sigríður, ættuð úr Mývatnssveit. Hún fluttist með systkinum yðar til Canada.” Fleira fór þeim á milli, en eg set þetta hér sem dæmi þess, hve Nonni, er sjálfur læzt vera hlutlaus ferðalangur, lætur hér koma fram hin fegurstu ein- kenni íslendinga, gáfurnar, minnið. Úr þessum jarðvegi spruttu íslendingasögurnar, “Is- landsblomster”. Nonni heldur áfram norður á hestbaki, að þeirra tíma sið, og fer svo á skipi frá Akureyri aft- ur til Kaupmannahafnar. En í leiðinni kom hann við á Möðru- völlum í Hörgárdal og gisti þar eina nótt. Honum varð að vísu ekki svefnsamt, því svo hlóðust bernskuminningarnar að hon- um, að um háttamál varð hann að rölta út, út fyrir túngarðinn, og njóta endurminninga- æsk- unnar í bjartri vornóttinni. Ein- lægri hrifni af fögrum æsku- stöðvum getur ekki. Á íslenzku hafa þessar bækur komið út eftir Jón Sveinsson: Nonni 1922, Borgin við sund- ið 1923, Sólskinsdagar 1924, Nonni og Manni 1925, Ævin- týri úr Eyjum 1927. Á Skipalóni 1928. Útgefandi var undirritað- ur, þýðandi Freysteinn Gunn- arsson, að undanskildu því, að Magnús Jónsson, nú prófessor, þýddi hinn eiginlega Nonna og Manna og einn kaflann úr Sól- skinsdögum (Ævintýri á sjó). Eg segi “hinn eiginlega Nonna og Manna” vegna þess, að í þeirri bók var bætt við annarri frásögn, “Nonni og Manni fara á fjöll”, sem var ekki með í þýzku útgáfunni, en var sameinuð í íslenzku útgáfunni að ráði höf- undarins. Eiiís og áður er getið kom Nonni heim til íslands 1895, eft- ir 25 ára fjarveru. Aftur kom hann hingað heim 1930, að mestu á vegum ríkisstjórnarinn- ar, en fyrir atbeina útgefanda bóka hans hér. Eítir þá ferð skrifaði hann bók, Die Feuer- insel im Nordmeer (Eldeyjan í norðurhöfum) og hefir hún ekki komið út á íslenzku. Enn er ein bók eftir hann, Die Geschichte des kleinen Guido (Saga Guidos litla), kom út 1930, “frásögn handa kaþólskri æsku” eins og á titilblaðinu stendur, um franskan dreng af háum stigum, sem dó ungur, en þótti undra- barn á kaþólska vísu. Um aðrar bækur eftir Nonna er mér ekki kunnugt. Þess má •geta, að kaflar úr bókum hans hafa verið gefnir út sérstaklega, stundum með öðrum titli en hin- um upprunalega. Bæklingur kom út eftir hann, nokkru eftir styrjöldina fyrri, sérprentuð grein um heimsókn í barnahæli. Þó að, eða öllu heldur af því að hún var skrifuð af hinni lát- lausu einlægni að hætti Nonna, var hún gefin út í tugþúsunda- tali, sem áróðursrit til hjálpar slíkum stofnunum. Það er einkennandi fyrir Nonna sem rithöfund, að svo innilega sem hann var tengdur kaþólskri kirkju, jafnvel trú- boðsstarfsemi hennar, kemur það hvergi fram í sögum hans. Sag- an “Nonni og Manni” er að vísu undantekning, en hún var skrif- uð handa kaþólskri árbók. 1 sög- um sínum er hann aðeins Nonni, litli íslenzki drengurinn, sem kvaddi móður sína tólf árá gam- all og fór á lítilli skútu út í ó- þekkta heiminn. Hann var ekki “stórmenni” í venjulegum skiln- ingi, hann vann ekki heiminn með ofbeldi eða orrustugný, til þess að undirbúa hrun sjálfs sín, en hann vann hjörtu í miljónatali. Og líklega hefir enginn Islendingur orðið eins víða frægur, unnið íslandi meira gagn með sínum látlausu, ástúðlegu frásögnum og fyrir- lestrum um land og þjóð en Nonni, séra Jón Sveinsson. Tíminn. Kriálján E. Fjeldsted Áttatíu ára 30. mat 1944. Man eg okkar fyrstu fundi, fögur sól í heiði skein, ungir sveinar I5ku í lundi, lífið brosti af hverri grein. Nú er fent í flestra sporin, frá þeim tíma, vinur minn, en mér finst æskan endurborin, og alt svo bjart við svipinn þinn. Þó þú sért með silfruð hárin, sálin vakir frjáls og hrein og horfir niður á elli árin, eins og vorsins fugl af grein. Samtíð fann þig heiðri hæfan, hér um langan vöku dag megi að lokum Guð og gæfan gefa þér fagurt sólarlag. H. E. Magnússon. Lieut. W. W. Matthews og Lieut. A. G. Harris, sem getið hafa sér mikið frægðarorð í Burma-leiðangrinum gegn Japönum. Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann«Mon Physician & Burgeon 215 RUBT STRHSJDT 662 MEDICAL ARTS BLDG (Boint suflur af B&nnlnff) Tahífmi S0 177 Sími 93 996 Heimili: 108 Chataway • Slmi 61 023 VlOtaUtimi 2—6 e. h DR. A. V. JOHNSON DentUt • 106 SOMERSKT BLDQ. Thelephone 97 93 2 Home Telephone 202 398 Dr. E. JOHNSON 306 Eveltne St. Selklrk Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Re«. 130 Frá vini Office Phone Res. Phon* 94 762 72 408 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDO. Offtce Houra: 4 p.m.—6 p m. and by appolntment DR. ROBERT BLACK Sérfr«tBin*ur I Augna, Eyrna, nef og haiasjdkdómum 416 Medical Arta Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofuslml 9 3 861 Helmasiml 42 164 DR8. H. R. and H. W. TWEED Tannlahnar • M< TORONTO GEN. TR06T6 BtJlLDIffG Sy, Portafre Ave. o* Bmith » PHONÉ 96 952 WINNIPEG KYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. filenchur lyftali Eólk getur pantaB meBul e« annal með pðsti. Fljót afgrelBsia. A. S. BARDAL 141 SHBRBROOK ST Selur Ukkiatur of annaat um #t- farir. Aliur tttbdnaftur »4 beati finnfrunur selur hann allakonar mlnntevartta o* legstoina Skrlfstofu talslmi 27 324 Heimilis talMml 26 444 •HONt: 06 647 Lttgatttln&r sem skara framðr OrvaU blttsrýU o« Manltoba marœarl BhrlfiO eftir verOthrd GILLIS QUARRIES. LTD. 14 00 Spruce St. Slmi 28 *»» HALDOR HALDORSON J. J. SWANSON A CO. LIMITED b vogi n pameis tari 10» AVENÓE BLDG., WPO 23 Mustc and Art Building; • Broadway and Hargrave Fastelgnasalar. Lelgja htts. Ot- Winnipegr, Canada rin peningalán og eldsábyrgfl. blfrelöaAbyrgC. o. «. frv. Phone 9 3 055 Phone 97 5»8 INSURE your property wlth ANDREW8. ANDREWS THORVALDSON AND HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON 468 MAIN ST. LSofraðinpar »0» Bank of Nova Sootla Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Portage og Garry 8t- Phones Bus. 23 377 Res 39 433 ftiml 98 1*1 TBLEPHONE 96 010 Blóm stundvíslega afgxttldd H. J. PALMASON & CO. HIROSERY ii». BtofnaB 1*05 427 Portage Ave. Slmi 97 466 Winnlpeg. Chartered Accountantt 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Phone 49 469 lladio Service Speclalista ELECTRONIG LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEQ GliNDRY PYMORE LTD. Brltteh Quality — Fl«h Nettías 6« VICTORIA STRŒBT Phone 98 211 Vinnipe* Manaoor, T. R. THORTALDMOX íour patronage wlll b* tppreciated Q. F. Jonaason, Prea. Ar Man. Dtr. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Simi 95 2»7 Wholetale Dietributori •/ TRBBH AVD FROZBN FIBR CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. I. M. Paoe, Manapinp Direotev Wholesale Distributors ef Fresh and Froxen Fteh. 811 Chambers St. Office Phone 26 328 Ree Phone 7» 917. j MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovttch, fraim.lev.itl. Verala t heildeölu meB n/jan oc froalnn flak. »0» OWKNA ST. Skrtfstofusiml 26 »6» Haimaaiml 66 461 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 1939. PEOPLES FINANCE OORP. I/I'D. Licensed Lend-rs Eetablished 1929 408 Time Bldg. Phtme 21 48» Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financial — and Insurance Lombard Building, Wlnnipeg II HAGBORG II n FUEL CO. n • J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 i Dial 21331 í£ F,þ 21331

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.