Lögberg - 16.08.1945, Side 4

Lögberg - 16.08.1945, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST, 1945 ---------------Xögberg-------------------------------------j QeflQ út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED j 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba j Utanáskrift ritstjórans: j EDlTOR LÖGBERG, #96 Sar^ent Avé., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram j The "Lk'igberg” is printed and published by '• The Columbia Press, Limited, 6íé Sargent Avenue j Wínnipeg, Manitooa , PHONE 21 8ö4 J i--------------—-------------------------------------—— Forseti íslands settur inn í embætti HlllllllHIHHIIIIHillliHllllllllllHliilllllllllliillliilllllllllllUllllllil'iltDliliiiliiiiHlllliillliiiliíiiiluíiiiilliiiilllilllilllililliiiiillklliliiiiliiiiililliiii'iiiilil Margir hlutir á þessari öld tækninnar og hrað- ans, gerast með skjótum atburðum; má í þessu sambandi meðal annars, leiða athygli að því, að þann 1. yfirstandandi mánaðar. var forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, settur inn í embætti; daginn eftir var innsetningarræða hans komin í hendur íslenzka sendiráðsins í Washington, og þaðan barst hún Lögbergi tveim ur dögum síðar; ræðan kom til vor 1 enskum búningi, þótt hún vitanlega væri flutt á ís- lenzku heima, en nú birtist hún hér í íslenzkri þýðingu. Sendiráðinu segist þannig frá: Herra Sveinn, sem var endurkosinn forseti íslands 17. júní 1945, var settur inn í embætti í gærkveldi þann 1. ágúst, og fór athöfnin fram í Alþingishúsinu; embættiseiðtökunni stýrð' dómsforseti Hæztaréttar, herra Þórður Eyjólfs- son. í innsetningarræðu sinni komst Sveinn for- seti þannig að orði: “Þegar íslenzka lýðveldið var stofnsett 17. júní 1944, hlaut það þegar viðurkenningu margra vinveittra þjóða með Bandaríkin og Bretland hið mikla í fararbroddi. Þessi tvö stórveldi höfðu lýst yfir því í Atlantshafssáttmálanum, að sérhver þjóð hefði til þess ótakmarkaðan rétt, að velja sitt eigið stjórnarfar; þau hikuðu ekki við, að láta þessa grundvallarreglu gilda um Island; vegna þess- arar afstöðu eru hjörtu vor full af þakklæti í garð áminstra stórvelda, sem og til þeirra ann- ara þjóða, er síðar veittu íslandi hliðstæða viðurkenningu; þessar viðurkenningar fela í sér traustan grundvöll að framtíð íslenzka lýð- veldisins. Um það leyti, er eg fyrir fjórum árum, tókst á hendur ríkisstjóraembættið, lét eg þess getið, að það væri einhuga áform íslenzku þjóðarinn- ar, að teljast eigi aðeins til norrænna þjóða í framtíðinni, heldur einnig að skipa sér í fylk- ingu þeirra annara lýðræðisþjóða, er grund- valla líf sitt og alþjóðamök á réttvísi og gagn- kvæmri virðingu fyrir tilverurétti og sæmd hvers aðilja um sig; þessi yfirlýsing var í beinu samræmi við stefnu þáverandi stjórnar, og hafa atburðir síðari tíma leitt í ljós iaunverulegt gildi hennar. Sem sönnun hinna nánu tengsla íslenzku þjóðarinnar við hinar Norðurlandaþjóðirnar, má nefna bylgju þess hjartanlega fágnaðar, er í ljós kom hjá íslenzku þjóðinni við fregnina um það, að Danmörk og Noregur hefði endur- heimt frelsi sitt. Og nú er það þegar komið á daginn, að vinsamlegt samstarf milli allra Norð- urlandþjóðanna, hefir fengið byr í segl á ný. Sex mánuðum áður en Norðurálfustyrjöldin braust út, synjaði ísland málaleitun Þjóðverja um byggingu flugvalla á íslandi, þrátt fyrir lokkandi hylliboð, og friðarfálmið, er á þeirri tíð sýndist hafa skotið rótum hjá svo mörg- um þjóðum. Það er haft eftir háttsettum þýzk- um embættismanni, að Þjóðverjar hefðu ætlað í öndverðri styrjöld að hernema Island, en hefðu horfið frá því ráði vegna þess að flugvellir vöru eigi við hendi í landinu. Þrátt fyrir yfirlýst hlutleysi, sem ísland hefir ekki hvikað frá, héld- um vér uppi yfir stríðsárin sex, svo náinni samvinnu við lýðræðisþjóðirnar, að engum blandast hugur um hvar samúð ríkisstjórnar- innar og íslenzku þjóðarinnar átti dýpstar ræt- ur. Það nægir, að á það sé bent, hve lítið varð um árekstra við brezka herinn, sem til lands- ins kom, þrátt fyrir mótmæli íslenzku ríkis- stjórnarinnar, og hve óhikandi vér gerðum samning við Bandaríkin um hervernd lands vors, og hve sambúð ameríská setuliðsins og íslenzku þjóðarinnar var góð og batnandi, ekki sízt er tekið er tillit til þess, hve setuliðið var fjöl- mennt, borið saman við íbúatölu hinnar ís- lenzku þjóðar. Ótrauðir héldum vér uppi flutn- ingi matvæla til sameinuðu þjóðanna, þrátt fyrir hlutfallslega mikið tjón mannslífa og skipa- kosts. Gat óvopnuð þjóð látið skýrar í ljós sam- úð sína með málstað sameinuðu þjóðanna? Sameinuðu þjóðirnar skoða Island sem félags- þjóð. Vér höfum tekið þátt í mörgum greinum alþjóðasamvinnunnar, og vér vonumst til að eiga framhaldssamstarf á vettvangi alþjóða- mála; afstaða vor til annara þjóða, stjórnast af fylgi voru við grundvallarhugsjónir lýðræðis- ins; vér trúum því, eins og Lincoln komst að orði, að fólksstjórn, valin af fólkinu, vegna fólks- ins, skapi hina mestu hamingju. Eg vona, að íslendingar héðan í frá, eins og hingað til, reynist þessum hugsjónum trúir.” “C • *-V* ” £* * tlimreiom hmmtiu ara Eftir prófessor Richard. Beck llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Tímaritið “Eimreiðin”, sem að verðleikum nýtur mikilla vinsælda íslenzkra lesenda beggja megin hafsins, lauk fimmtíu ára ferli sínum við síðustu áramót. Er þar um að ræða merkisvið- buVð í sögu íslenzkra tímarita, eigi aðeins vegna þess, að hún hefir orðið óvenjulega langlíf í hópi þeirra, heldur sérstaklega fyrir það, hve “hátt hefir verið til lofts og vítt til veggja” í húsi hennar, hve mikið frjálslyndi og víðsýni hefir ráðið þar ríkjum, og fyrir það, hve vand- að, fjölbreytt og tímabært lesmál hún hefir kappkostað að bera á borð fyrir lesendur sína. Aldarhelmings-afmæli hennar ber því einnig gott vitni, hve vel hún hefir reynst vaxin hlut- verki sínu, því að í heimi tímaritanna á það við, eigi síður en annarsstaðar, að það eitt lifir til lerígdar, sem er lífræns eðlis og á skilið að lifa. “Eimreiðin” hefir einnig orðið samferða marghliða þróun og miklum framförum í lífi hinnar íslenzku þjóðar, og með ýmsum hætti lagt sinn skerf til þeirrar þróunar og fram- faraviðleitninnar. Ýkjulaust er því óhætt að segja, að hún skipar heiðursess meðal íslenzéra timarita. Hún fór einnig ágætlega úr hlaði, eins og kunnugt er. Stofnandi.hennar og útgefandi og ritstjóri um langt skeið var hinn þjóðkunni fræði- og stjórnmálamaður, dr. Valtýr Guð- mundsson prófessor, og naut hún þegar í fyrstu stuðnings hinna fremstu og ágætustu skálda og rithöfunda. Meðal þeirra höfunda, sem rituðu í fyrsta hefti hennar, voru Þorsteinn Erlings- son, Steingrímur Thorsteinsson, Bjarni Jóns- son frá Vogi og dr. Helgi Péturss. Var stefna hennar mörkuð með hinum snildarlega og mark- vissa vakningarkvæði Þorsteins, “Brautin”, sem enn stendur í fullu gildi og varðar ritinu veg; og það er útgefendum þess og ritstjórum mjög til sæmdar, hve vel þeim hefir tekist að sam- ræma efni og anda ritsins þeirri stefnuskrá á farinni hálfrar aldar leið. En auk dr. Valtýs hafa þessir verið útgefendur og ritstjórar “Eimreiðarinnar”: Ársæll Árna- son bóksali, er flutti hana heim til Reykjavík- ur frá Kaupmannahöfn, 1918—1923; dr. Magnús Jónsson prófessor, er var ritstjóri hennar frá 1918 til 1. september 1923, og Sveinn Sigurðs- son, er verið hefir ritstjóri og útgefandi sam- fleytt síðan. Miklir hæfileikamenn og ritfær- ir að sama skapi hafa því jafnan skipað rit- stjórasess hennar. Og ekki þarf lengi að blaða i hinu mikla bókasafni, sem fimmtíu árgangar hennar eru orðnir, til þess að sannfærast um, að kunnustu skáld, rithöfundar og fræðimenn þjóðar vorrar hafa talið sér sæmd að því að birta þar ljóð sín, sögur og ritgerðir. Enda er það mála sannast, að hún hefir, innan þeirra takmarka, sem tímariti eru sett, flutt hreint eigi lítinn hluta þess fegursta, snjallasta og markveðasta, sem ritað hefir verið á íslenzku í bundnu og óbundnu máli síðastliðinn aldar- helming. Fyrsta heftí hennar í ár er, eins og ágætlega sæmdi, að nokkru helgað fimmtíu ára afmæl- inu. Minnist ritstjórinn, Sveinn Sigurðsson, þess í gagrjorðri, drengilegri og mjög athyglisverðri inngangsgrein, “Eftir hálfa öld”, og farast hon- um þar meðal annars þannig orð: “Eimreiðin hefir jafnan barist gegn múg- mennskunni, þessari ófreskju hinnar blekkjandi hópsefjunar, sem hvílir á þjóðlífinu og gerir það í ýmsum greinum andlega fátækt, dregur úr manngildinu og hneppir sjálfstæða hugsun í fjötra. Eitt ömurlegasta þjóðfélagsfyrirbrigði þessarar tegundar er hið blinda flokksræði, sem endar oftast í algerðu einræði, svo sem nazism- inn þýzki, og lamar þá alla frjálsa hugsun. Við hættum flokksræðisins hefir hvað eftir annað verið varað hér í ritinu.” Þá víkur greinarhöfundur að stefnum þeim og straumum, sem flæða yfir þjóðlífið og segir: “Vandinn er að láta ekki blekkjast af fánýtinu, sem allt of oft er haldið að fólki með enn meiri ágengni og ofsa en hinu er haldið að því, sem varanlegt gildi hefur. Aldrei hefir íslenzka þjóðin, síðan hún fékk aftur stjórnmálalegt frelsi sitt viðurkennt; legið undir öðrum eins áföllum alls konar áróðurs eins og nú. Sem betur fer er íslenzki stofninn sterkur, sem standast á öll hin mörgu áföll áróðurs í nútíð og framtíð. Stjórnarfarslegt og andlegt frelsi þjóðarinnar er undir því komið, að henni takist að varðveita sjálf stæða hugsun, byggja á heil- brigðum, dýrmætum þjóðararfi nýtt, traust þjóðfélag.” Að sögu “Eimreiðarinnar” og áhrifum er nánar vikið í glöggri og all-ítarlegri yfirlitsgrein, “Bókmenntaferill fimmtíu ára”, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason skóla- stjóra, sem rekur íslenzka bók- mennta- og menningarstrauma á umræddu tímabili og bregður ljósi á margt í þeim efnum. Fylgja ritgerð þessari myndir af öllum ritstjórum og útgefendum “Eimreiðarinnar” og af mörgum þeim höfundum, sem ritað hafa í hana á liðinni hálfri öld. Af öðrum greinum í þessu hefti má sérstaklega nefna hina prýðilegu minningargrein Gunn- arssönar rithöfundar um Sig- rúnu Pálsdóttur Blöndal, hina gáfuðu og mikilhæfu bústýru og skólastýru að Hallormsstað, og grein Huldu skáldkonu, “Fjalla- skáldið”, þar sem farið er mjúk- um höndum djúpstæðrar rækt- arsemi og samúðar um æviferil og snilldargáfu Kristjáns Jóns- sonar skálds. Með Sigrúnu Blöndal átti Austurland og íslenzka þjóðin á bak að sjá stórbrotinni konu og fágætri að skapgerð, menningar- legum áhuga og athöfnum. Varð eg þess fljótt var í samtölum við hana að Hallormsstað síðast- liðið sumar, er verða mér minnis stæð mjög, eigi síður en hin að- sópsmikla höfðingskona sjálf. Er Gunnar skáld því mikilla þakka verður fyrir að hafa minnst hennar, og jafnhliða hins ágæta manns hennar, Benedikts Blön- dal, jafn fagurlega og hann gerir í grein sinni. Hitt er hverju orði sannara, sem hann segir í grein- arlok: “En minning Sigrúnar verður bezt heiðruð með því að styrkja af einlægni og örlæti skóla þann, er hún bar svo mjög fyrir brjósti og hlakkaði svo mjög til, að ykist ásmegin. Þá væri e. t. v. ekki illa til fallið að láta draum hennar um kap- elluna litlu rætast á þann hátt, að hún yrði reist til sámeigin- legrar minningar þeirra öndvegis hjóna, sem nú aftur og endan lega byggja eina sæng, angur- lausa, friðarhvíluna í faðmi moldar.” Og Gunnar gerir ekki enda- sleppt við minningu hinnar sárt syrgðu skörungskonu; greininni fylgir faguryrt minningarkvæði, og tala þessar ljóðlínur þess eigi aðeins til yngri kynslóðar Is- lands, sem þær eru stílaðar til, heldur eirinig til allra, sem þeim vilja gaum gefa: “Fleygið ei fjársjóði fyrirmyndar í hafdjúp gleymsku og glaums; látið ei líf lífi dýrra eyðast sem ólifað.” 1 grein sinni “Nýsköpun stjórn farsins” kemur Halldór Jónas- son, sem áður hefir ritað margt eftirtektarvert um stjórnarfars- leg efni, fram með ýms nýmæli varðandi stórnarskipun hins ís- lenzka lýðveldis. Fróðleg að vanda er yfirlitsgrein Sveins rit- stjóra, “Island 1944”, og skemmti leg ferðasaga, “Ævintýri í Warnemunde” eftir Þorstein Jónsson. Auk þess flytur þetta hefti merkilega dulræna frásögn eftir Kristján Linnet, greinar- gott yfirlit um íslenzka leiklist síðastliðið ár eftir Lárus Sigur- björnsson, “Raddir” og ritdóma eftir ýmsa. Tvö góð kvæði eru einnig i heftinu, þó ólík séu,að efni og anda, “Skáldið” eftir Heiðrek Guðmundsson og “Milli vita . kennslustund” eftir Þráin. Þar eru ennfremur tvær smásögur, “Illum hinn illi”, mjög vel sögð, eftir Kristmann Guðmundsson rithöfund, sem áður hefir ritað margar ágætar sögur af því tagi, og “Litli og stóri”, sniðug saga, eftir An bogsveigi. Sveinn Sigurðsson er í hópi þeirra mörgu heima á ættjörð- inni, sem láta sér annt um fram- haldandi menningarsamband og samskifti milli Islendinga austan hafs og vestan, og hefir með ýms- um hætti sýnt það í “Eimreið- inni”. Ekki verða Islendingar vestan hafs heldur útundan í þessu hefti hennar; myndir nokkurra þeirra eru í mynda safni þeirra höfunda, sem skrif- að hafa í hana liðinn aldarhelm- ing, og í “Röddum” er birt af- mæliskveðja til hennar frá hin- um gjörhugula fróðleiksmanni Árna S. Mýrdal. í ritsjánni birt- ist einkar lofsamlegur og mak- legur ritdómur um hina nýju ljóðabók Einars P. Jónssonar rit- stjóra, Sólheirriar, þar sem vikið er einnig að menningarlegu gildi margra ára ritstjórnar-starfsemi hans. Einnig er þar að finna mjög vingjarnlega umsögn um hinar fróðlegu og skemmtilegu Ferða- hugleiðingar Soffoníasar Thor- kelssonar verksmiðjustjóra, und- ir fyrirsögninni “Glöggt er gests auga”, sem og um tímaritið “The Icelandic Canadian”. í nefndum umsögnum um rit héðan að vest- an lýsir sér vel samúðarríkur skilningur Sveins ritstjóra á ís- lenzkri bókmennta- og menning- arviðleitni vestur hér,.sem meta ber að verðugu. Eg veit, að eg mæli fyrir munn margra velunnara “Eimreiðar- innar” vestan hafs og fróðleiks- unnandi íslendinga, er eg færi ritstjóra og útgefanda hennar innilegar þakkir í tilefni af fimm tíu ára afmæli hennar og óska honum og ritinu framhaldandi brautargengis í “frelsandi fram tíðarnafni”, eins og skáldið kvað, sem söng hana svo vel úr garði í byrjun vegferðar hennar. Veizla í Riverton Á sunnudagskvöidið þann 5. þ. m., var haldin vegleg veizla í samkomuhúsinu í Riverton til heiðurs við Flight Lieutenant Friðrik Stefán Thorvaldson og frú hans, sem ættuð er austan frá Ontario. Friðrik er sonur þeirra Mr. og Mrs. Sveinn Thor- valdson í Riverton; hann gekk kornungur í flugherinn, og er nýlega kominn heim eftir 5 ára herþjónustu; er Friðrik hinn mesti efnismaður. Veizlustjórn hafði með hönd- um Mr. Percy Wood bókhaldari, og fórst honum sá starfi lipur- lega úr hendi; stuttar ræður fluttu þeir S. V. Sigurðson, G. S. Thorvaldson, M. L. A. og Ein- ar P. Jónsson. Frú Lilja Thorvaldson skemti með yndislegum söng, en við hljóðfærið var Daisy Jonasson. Ýmissar góðar gjafir voru heiðursgestunum afhentar, og veitingar bornar fram af mikilli risnu. Flight Lieutenant Thorvald- son þakkaði með hlýjum og fögr- um orðum gjafirnar og þá sæmd, er þeim hjónum veittist með þessum fjölmenna mannfagnaði. Um kvöldið var næsta gest- kvæmt á hinu glaðværa og glæsilega heimili þeirra Mr. og Mrs. Sveinn Thorvaldson. POSTPANTANA ÞJÓNUSTU DEILDIN • • • Vitið þér að EATON’S Mail Order starfrækir sérstaka þjón- ustudeild fyrir viðskiptavini sína? Þar má fá upplýsingar um vörur, hvort sem þær standa í verðskránni eða ekki. J>essi þjónusta kemur sér vel, ef þér þarfnist kostnaðaráætl- unar fyrir bygglngar, véla að- gerðir eða nýja parta. og margt annað, sem kallar að. Notfærið yður þessa þjónustu, hún er gerð yðar vegna. Sendið fyrir- spurnir yðar til Mail Order Service Department t Winnipeg, og verða yður þá fúslega látn- ar nauðsynlegar upplýsingar í té. <*T. EATON C WINNIPEQ CANADA EATON'S MENNT ASKÓLI Sameinuðu kirkjunnar í Canada Er í nánu nienta- og menningarsambandi við Manitobaháskólann. Námsgreinar, sem kensla er veitt í: Arts og Science deildum til fullnaöarprófs B.A. I lægri deildum eru menn búnir undir laegri próf, svo sem B.Sc. og undirbúnings próf undir inritöku í verzlunarfræði, mæl- ingafræCi, lögfræði og iæknisfræði deildir háskólans. Gagnfræðiskóladeild XI. bekkur, láskóla inntökuoróf og tólfti bekkur, sem flytur nemendurna upp i atnnan bekk háskólans og kennaraskóla fylkisins. Kensla í guðfræði, lokapróf og áframhaldskensla fyrir þá, sem vilja ná hærra mentastigi í guðfræði B.D. Heimavist fyrir meyjar og menn. United College er mjög vel settur i bænum. Hefir ágætt leik- svæði og skautasvell að vetrinum. Kensla byrjar nú í ár 1945—1946, sem hér segir: Gagnfræðadeildin (Collegiate) 11. sept. Lægri háskóladeildin (Junior Div.) Aarts og Sceience 19. sept. Eldri, eða hærri háskóladeildin (Arts) 26. sept. Guðfræðideildinni 2. okt. Þeir, sem frekari upplýsinga óska, gjöri svo vel að skrifa til Registrar United Collage, Portage al Balmoral, Winnipeg, Man. eða tala við hann í sttna 30 476 eða 72 291.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.