Lögberg - 16.08.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.08.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST, 1945 5 ÁHIjeAM/ÍL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Merk vestur-íslenzk kona Ein þeirra kvenna er staðið hafa framarlega í menningar og framsóknarbaráttu Islendinga vestan hafs, er frú Andrea John- son (Mrs. Eddie Johnson), sem búsett er í grend við Árborg, Manitoba. Hún hefir sýnt kvennadálkum Lögbergs þá vel- vild að senda þeim til birtingar fyrsta kafla af íhugunarverðri ritgerð um heilsufar, sem allan almenning varðar. Ritgerð þessí hefir víðtækan fróðleik til brunns að bera og hvetur til umhugsunar og framtaks á vett- vangi heilbrigðismálanna. Andrea Johnson er dóttir Tryggva heitins Ir.gjaldssonar, sem um langt skeið var braut- ryðjandi í Árborg og umhverfi, en systir Inga heitins fylkisþing- manns, sem stóð í fremstu röð samvinnumanna sinnar tíðar og naut almennra vinsælda; hún hefir verið virkur þátttakandi bændasamtakanna í Manitoba í 24 ár; hún var forseti United Farm Women of Manitoba í sex ár og þegar sá félagsskapur leyst ist upp og sameinaðist Manitoba Federation of Agriculture var hún kjörin vara-forseti þess félagsskapa'r, sem er jafnt fyrir konur og menn. Andrea Johnson var í nokkur ár meðlimur í “Advisory Board of Education” í Manitoba, en nú er hún forseti heilsufars nefnd- arinnar í Bifröst sveit. Hún hef- ir ferðast víðsvegar um fylkið og unnið að skipulagningu sam- vinnumálanna á mörgum svið- um; hún hefir jafnan verið í fararbroddi þar sem um var að ræða aukna alþýðumentun og endurbóta ráðstafanir varðandi heilsufar almennings. Áður en Andrea Johnson gift- ist, gaf hún sig að kennslustörf- um og ávánn sér þar sem annar staðar hinn ágætasta orðstýr. Forustu starf hennar í þágu mannfélagsmálanna er þegar orð ið næsta merkilegt, og er von- andi að henni endist heilsa og líf til þess að halda því áfram um langt skeið enn. Heilsufar Eftir Andreu Johnson Er hættulegt að fæðast í Can- ada? Þetta virðist e. t. v. einkenni- leg spurning. En ef við athugum skýrslur landsins þá sjáum við að árið 1937 dóu 76 börn af hverjum 1000 börnum áður en þau náðu 1 árs aldri; þetta ár voru barnadauðsföll í Canada hærri en í nokkru öðru landi brezka veldisins, sem byggt er hvítu fólki. Ef betri heilsutæki hefðu verið við hendi, hefði sennilega mátt bjarga 10.000 barnslífum á einu ári. Ástandið er ekki eins í öllum fylkjunum; í British Columbia, dóu aðeins 46 börn af hverju þúsundi; í sléttufylkjunum 61 og í strandfylkjunum 80. I Quebec var dánartalan hæzt, eða 98 af þúsundi. Árið 1943 dóu 717 ungbörn innan árs aldurs í Manitoba; 150 fæddust fyrir tímann; 131 dóu úr bronchitis, lungnabólgu og inflúenzu, en 72 af meiðslum við fæðingu. 1 Brandon var minst um barna- dauða; þar dóu 30 af þúsundi. Winnipegborg var sjöunda í röð- inni með 41 ungbarna dauðsfall af þúsundi, en í Quebec komst dánartalan upp í 297 af þúsundi. Út um landsbyggðirnar voru á einu ári 33 af þúsundi fleiri barnadauðsföll en í bæjum og þorpum. Árið 1936 voru dauðsföll mæðra mjög há, af 26 löndum var Canada 21. í röðinni. Meðal aldur mæðranna var 31 ár; þær voru á því skeiði, sem lífsánægj- an venjulega blasir við konunni. Að jafnaði deyja í Canada dag- lega 3 mæður, 24 hvítvoðungar, 42 börn innan árs aldurs, og 54 börn áður en þau ná 5 ára aldri. Þetta er átakanlegt, daglegt tap. Vafalaust hefði mátt koma í veg fyrir mikið af þessum dauðs- föllum ef nauðsynleg heilsu- verndartæki hefðu verið við hendi á heimilum, í skólum og upp til sveita. Við læknaskoðun í skólum, kemur það brátt í ljós hvemig heilsufari barnanna er háttað og sé um að ræða augnaveiklun, sýkta hálseitla, tannskemdir eða jafnvel beinkröm, má fljótt fá bót við slíku ef að því er gert í tæka tíð, það er því áríðahdi að reglubundin læknisskoðun barna fari fram engu síður í af- skektum sveita skólum en í borg- um og bæjum, og ráðstafanir séu gerðar til þess bæta heilsufar þeirra. Við eyðum miklum peningum fyrri mentun og ber slíkt sízt að lasta, þó á hinn bóginn sé það varhugavert að láta heil- brigðismálin sitja á hakanum. Heilsan er dýrmæt og það fólk, sem stríðir við heilsuleysi getur ekki notfært sér tækifærin til mentunar. Spurning, sem fólk almennt spyr er sú: Hver borgar lækn- inum og hver greiðir spítala- kostnaðinn? Vafinn um þetta hvorttveggja hefir oft verið or- sök þess að hjálp hefir ekki ver- ið fengin í tíma, með því að stór hluti af þegnum landsins er ekki aflögufærir um fram það, að fullnægja brýnustu lífsnauð- synjum. önnur orsökin er vönt- un á læknum og hj úkrunarkon- um. Fyrir stríðið var aðeins einn læknir fyrir þúsund manns, en þurfti að vera fyrir 700. Og ejnn tannlæknir fyrir 2,500 manns en ætti að vera einn fyrir þúsund. Með þetta fyrir augum er ljóst hve brýn þörf er á því að fjölga læknum. Fólkið í bæjunum hefir mikið betri aðstöðu varðandi læknis- hjálp en fólk til sveita. Hér um bil Y\ hluti af íbúum Canada dvelja í borgunum, og þar er helmingur lækna, tannlækna og hjúkrunarkvenna; verður svo hinn helmingurinn að hlynna að % af íbúum landsins. Frá Seattle, Wash. Dánardœgur. Jón A. Sigurðsson var meðal þeirra fjögurra manna, sem fór- ust með vofveiflegum hætti 22. maí, er vélskip þeirra sprakk í loft upp nálægt Vancouver eyju. Þeir voru á heimleið til Seattle. Útför Jóns fór fram 7. júlí, en séra Kolbeinn Sæmundsson jarð- söng. Jón dó frá eiginkonu, Olgu, af norskum ættum. og þrem börnum í æsku, syni og tveim dætrum. Hann fæddist að Svelgsá í Helgafellssveit, Snæ- fellsnesi, 1882 og ólst þar upp. Fór vestur til Canada 1911 og var þar í landi þangað til 1932, að hann fluttist til Seattle. Stund aði hann ýmsa vinnu, eftir því sem til féll. Systkini Jóns eru fjögur á lífi, Halldór trésmíða- meistari í Seattle, Sigurður hús- gagnakaupmaður í Calgary, Al- berta, Guðmundur bóndi að Svelgsá, Helgafellssveit, og Hólmfríður í Stykkishólmi. * * * Eybjörn Eyjólfsson lézt, 72 ára að aldri, 13. júní og var jarðsung- inn 16. júní af séra Kolbeini Sæmundssyni. Hann hafði verið ekkjumaður um nokkur ár, lét eftir sig fimm börn uppkomin. Eybjörn var ættaður úr Staf- holtstungum, Mýrasýslu. Fluttist hann vestur um haf fyrir rúmum fjörutíu árum og hafði lengst af verið búsettur í Seattle. * * * Brúðkaup. Mánudaginn 25. júní voru gef- in saipan Elaine Margaret Frede- rick og Louis Jack Vorhaus Jr., bandaríkjahermaður, að heimili foreldra brúðarinnar, Karls for- stjóra Frederick (Fridrikssson- ar) og Maríu konu hans. Rev. L. H. Steinhoff framkvæmdi vígsluna. Föstudaginn 13. júlí, giftu þau Kristinn trésmíðameistari Þor- steinsson og Elín kona hans einka dóttur sína, Elísabet, Novil Leo Warley, bandaríkja sjóliða. Séra Kolbeinn sæmundsson gaf sam- an. * * * Námsfólk frá íslandi heldur heim. Ung hjón frá Revkjavík, Þór og Elsa Guðjónsson, luku námi við University of Washington i júní-lok og eru lögð af stað heim- leiðis. Þór, sem tók B.A.-próf i vatnafiskafræði fyrir ári, varði nú meistararitgerð (M.A.) sína í sömu grein. Elsa skrifaði B.A.- ritgerð um fatnað Norðurlanda- þjóða fyr á öldum. Fengu bæði ágætan vitnisburð. Á heimleið- inni ferðast þau víðsvegar um Bandaríkin, og mun Þór heim- sækja allar helztu fiskirannsókn arstöðvar á þeirri leið. Áður var farinn heim, Styrmir Proppé sem lokið hafði B.A.- prófi í utanríkisverzlun við University of Washington. 1 júní-lok lauk einnig Þor- björg Árnadóttir frá Skútustöð- um meistaraprófi í hjúkrun við sama skóla. Hún vinnur nú við Heilsuvernd Washington-ríkis. Gunnar Bergmann. Þar sem svo fá góð sjúkrahús eru út um landið, hlýtur fólkið að þyrpast til bæjanna til þess að leita sér lækninga. Árið 1941 voru skoðuð af heil- brigðisráði 31 sjúkrahús í sveit- um Manitoba fylkis; niðurstaðan var sú; að 9 voru talin góð, 15 í meðallagi en 7 mjög léleg. Eg hefi leitast við að sýna fram á með rökum, hve nauðsynlegt það sé að koma á fót bættum heilsutækjum upp til sveita, og eg veit að þetta er hægt ef við tökum höndum saman og stefn- um að því marki af alhug að byggja upp í landinu andlega og líkamlega heilbrigða þjóð. Frh. DÁNARFREGN Aðfaranótt sunnudagsins 29. júlí andaðist Margrét Thorláks- dóttir Laxdal á heimili sínu j Milwaukee, Oregon, eftir stutta legu. En lengi undanfarið hafði hún þó verið mikið lasin. Fullu nafni hét hún Margrét Steinunn. Foreldrar hennar voru Þorlákur og Anna Björnson frá Fornhaga í Eyjafirði á Islandi. Og þar fædd ist Margrét sál., 5. aktóber 1872. Margrét sál. fluttist með for,- eldrum sínum til Ameríku mjög snemma á árum, dvöldu þau um skeið í Nýja Islandi, en fluttu þaðan til Mountain, North Dak- ota um eða fyrir 1880. Margrét giftist eftirlifándi eiginmanni sínum Ludvig Her- mann Jóni Laxdal, sem fæddur var á Húsavík á íslandi, 7. marz 1867. Þau giftust í Winnipeg, Man., 23. maí 1897. Bjuggu þau því saman í ástríku hjónabandi í 48 ár. Er nú heilsa Ludvigs Laxdal mjög biluð og hefir svo verið síðustu 6 árin. Þau Ludvig og Margrét eign- uðust 3. syni, og heita þeir: Árni Björn; Eggert Albert Sig- urður og Thorlákur Ludvig Guð- brandur. Eiga þeir allir heima í grend við föður sinn í Milwaukee Oregon. Margrét sál. Laxdal, var mesta ágætiskona, vel gefin og vel að sér. Hún vildi ávalt koma fram öllurp til aðstoðar og hjálpar og leggja fram krafta sína til vernd- ar og blessunar sínum nánustu ástmennum og öðrum. Er það af öllum, sem til þekktu dáð hve vel og ástúðlega hún annaðist eigin- mann sinn og hjúkraði honum öll árin síðustu, sem hún lifði og heilsa hans.var svo biluð. Hin látna var lögð til hvíldar í fögru steinhúsi, sem til þess er bygt, þar í grend vði Milwauk^e. Útfararathöfninni stjórnaði séra Haraldur Sigmar, sem fyrr á árum var til heimilis hjá þess- um merkishjónum í Kandahar, Sask. Flutti hann þar stutta út- fararræðu. Mrs. Lilja Hammer- sted, sem heima á í Milwaukee söng tvo einsöngva, annan á ís- lenzku, hinn á enskj. Islending- ar þar í grendinni vcru viðstadd- ir útfararathöfnina. Blessuð sé minning hinnar látnu. H. Sigmar. Ferðamaður, sem lagði leið sína um afskekkt hérað, hitti einn af íbúunum, tók hann tali og spurði m. a.: — Er ekki erfitt fyrir ykkur hérna uppi í afdölum að ná í lífsnauðsynjar? — Jú, blessaðir verið þér, og þegar maður loksins nær í þær, þá eru þær oft ekki drekkandi. • — Hvað hétu hinir 12 synir Jakobs? — Bræðurnir Jakobsen. Canada og Bandaríkja menn af íslenzkum átofni, er fórnuðu lífi í heimsátyrjöldinni frá 1 939 yaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Þesi gjörvulegi og prúði piltur lét líf sitt fyrir frelsi og föður- land, þann 16. nóvember, 1943, aðeins 23. ára að aldri; hann var sæmdur Distinguished Flying Cross vegna hugprýði og fræki- Iegrar framgöngu; foreldrar hans eiga heima að 151 Ferndale Ave. í Norwood hér í fylkinu. Móðir hinnar látnu flughetju, er Jóhanna, dóttir Finns heitins Stefánssonar, sem bjó hin síðari ár ævinnar að 544 Toronto St. Pilot Officer Eager stjórnaði um hríð sprengjuflugvél, sem á 600 flugklukkustundum gerði 72 árásir á varnarvirki óvinanna; hann innritaðist í canadiska flug- herinn í ágústmánuði 1941, en fór austur um haf í september árið eftir. Pilot Officer W. H. Eager Þessi fallni, prúði sveinn, var útskrifaður af Norwood Collegi- ate, og stundaði um hríð nám við Manitoba háskólann; hann var í þjónustu Sherwin Williams félagsins áður en hann gekk í flugherinn; ævi hans var stutt, en hún var fögur og lærdóms- rík. "Learn More and You’ll Gel More” “I’ve been here two years now, Mr. Smith, and I think I should have more money.” “What makes you think you’re worth more? You’re still doing the same work you started on two years ago, aren’t you Miss Brown?” “Yes, but—” “Then my advice to you is: ‘Learn more and you’ll get more’.” The above conversation is a reality. If happens every day to someone in business. IT DOES NOT NEED TO HAPPEN TO YOU. If you are now employed—train anyway. A busi- ness course at Day School if you are free during the day—or at Night School if you are employed during the day, is AN INVESTMENT in yourself WHICH WILL PAY STEADY DIVIDENDS every year of your life. Classes in all business subjects are now being organizer for the new term. Experienced, individual guidance will be given you in selecting your course. For information telephone 97 002 or write to: The Manitoba Commercial College 300 ENDERTON BUILDING, WINNIPEG (4 doors west of Eaton’s) “T/ie Businss College oi Tomorrow -- Today!” ST. JOHN’S COLLEGE BROADWAY AND HARGRAYE Hinn sameiginlegi mentaskóli enskn kirkjunnar Ein af samhands mentastofnunum Manitobaháskólans Tólfti bekkur — Arts og Science Verðmæt námsverðlaun. Þægileq heimavist. Leitið frekari upplýsinga með því að skrifa til The Warden, St. John’s College, BROADWAY AND HARGRAVE, WINNIPEG, eða tálið við hann í síma 97 639

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.