Lögberg - 16.08.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.08.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST, 1945 7 Konan grátandi Ejtir Bruce Hutchinson Konan kom inn í eimlestina í Oakland, tók sér sæti í járnbraut arvagninum og fór að gráta, og hún hélt áfram að gráta, sárt með þungum ekka. Lestarstjór- inn gat ekki huggað hana og hann reyndi ekki til að biðja hana að sýna farseðil sinn. Við vorum komin miðja vegu til landamæra Oregon ríkis, þegar hún hætti að gráta og tók vasa- klútinn frá tárvotum augunum, sem hún hafði haldið að þeim alla þessa leið, eða um hundr- að mílur vegar, þá sást að kon- an var fríð sýnum, nálægt sjö- tíu ára aldri. Hárið var fíngert og snjóhvítt og frá andliti henn- ar stafaði móðurleg tign. Við vissum aldrei af hverju þessi kona var að gráta, því flest- ir okkar höfðu farið inn í reyk- ingar stofuna til að komst hjá að horfa upp á sálarstríð og tár hennar. Þegar sorgarþimga hennar létti, fór hún óðara að tala um almennar þjóðmálastefnur og eg held að það sem hún sagði megi teljast brot af vitnisburði í sam- bandi við hinn mikla leyndar- dóm Bandaríkjanna og að það sé þess vegna verðugt að það komi fyrir sjónir almennings og líka sökum þess, að það var ekki laust við, að af orðum hennar stæði ótti, því konan var auðug af fé, vel mentuð og tilheyrði þeirri stétt mannfélagsins, sem við í glettni og alvöru köllum valda- stéttina. “San Francisco fundurinn,” sagði hún, eftir að gefa til kynna að hún hefði verið þar. “Hvað meinar hann'eiginlega? Pólitík og ekkert nema pólitík. Það er ekkert annað en pólitík í þessu landi nú. Stríðið, það er pólitík. Nýja fyrirkomulagið (The new deal) pólitík og ekkert meira. Já, stjórnarfyrirkomulagið allt er pólitík. Landið allt, er umvafið pólitík. Eg gæti sagt ykkur margt. Hvers vegna seldum við stál og járnarusl til Japan, sem þeir not- uðu til vopnagerðar og beindu þeim svo aftur á móti okkar eig- in hermönnum? Pólitík, og svo Pearl Harbor, auðvitað pólitík, en þeir þögguðu það niður. Hvernig stóð á því að allur flot-. inn okkar var það í bendu til þess að vera sprengdur í loft upp? Það var pólitík, og póli- tískusarnir eru að þagga allt sam- an niður. Eg hefi alltaf átt heima í San Francisco. Þar var gott að búa fyrir stríðið. En lítið á bæinn nú. Hann er fullur af Negrum — hnudruð þúsunda af þeim og þeir ætla allir að greiða atkvæði! ímyndaðu þér bara> Negrarnir hafa atkvæðisrétt alveg eins og eg. Allir hafa sama atkvæðisrétt og eg. Sjáið, menn, sem varla kunna að draga til stafs, hafa atkvæði í Bandaríkjunum og þeir greiddu allir atkvæði með Roose- velt. Allir hafa sama atkvæðis- réttinn, hvað illa sem þeir eru að sér, og þetta kalla þeir lýð- ræði. Veistu hvað eg ætla að gjöra,” spurði hún með allmikl- um þótta, eins og henni byggi eitthvað ógurlegt í huga: “Eg ætla aldrei að greiða atkvæði framar.” Hún þagnaði til þeás að þessi áhugamál hennar gætu læst sig í huga minn. Svo tók hún til máls aftur: “Eg vil ekki að þú haldir að eg sé hlutdræg í þess- um málum, því eg er það ekki, eg hefði meira að segja ekki haft neitt á móti nýja fyrirkomu- laginu, ef pólitíkinni hefði ekki verið blandað inn í það. Eg hefði verið með því ef þeir hefou hald- ið því út úr pólitíkinni. Nei, þeim þóknaðist ekki að gjöra það — þeir flæktu nýja fyrirkomulagið inn í pólitíkina og hvers vegna? spurði hún og var sem neistar hrytu frá augum hennar, “þeir hafa flækt öll stjórnmál lands- inn í pólitíkina. Roosevelt var ekkert annað en pólitíkus og Truman er ekkert annað heldur. Nú ætla þeir að fara að fæða allt mannfólkið í heiminum og láta okkur borga fyrir það. Þeir ætla að mynda alheimsfélag og þeir ætla að lækka tollana og setja allar iðnstofnanir okkar á höfuðið og í hvers þágu er allt þetta gert? Pólitíkinnar auðvit- að, og þú munt sjá að fólkið fylg- ir þeim að þessum málum. Það er of illa að sér, og of heimskt til að gjora nokkuð annað — Negrarnir, Italarnir, Japanarnir og allir hinir, sem aðeins geta krotað kross á atkvæða seðil og þetta kalla þeir svo 'lýðræði! Svo kemur Mrs. Roosevelt og þenur negrana út með það, að þeir séu ekki eftirbátar annara í neinu, þar til belgingurinn í þeim verður svo mikill að hvergi nokk urstaðar er hægt að fá vinnu- konu fyrir minna en $150.00 um mánuðinn. Eg skal segja þér drengur minn, að eftir að pólitíkusarnir náðu haldi á landinu, þá var úti um það, og það er úti um það, um það er ekki að villast. Banda- ríkin voru gæðanna land, á með- an að iðnhöldarnir réðu málun- um. Það sem við þurfum nú, eru iðnhöldar til þess að veita stjórn- málunum forstöðu. eins og hverju öðru iðnaðarfyrirtæki — en því er ekki að fagna, pólitík- in ræður lögum og lofum og líttu á ástandið! Líttu á skattana. Líttu á matar skamtana. Líttu á svarta markaðinn. Eg segi þér alveg satt að eg hefi ekki smakk- að ærlegan bita af kjöti í sex mánuði. Veistu hvað eg ætla að gjöra?” spurði hún aftur. “Eg ætla að flytja til Canada, því það land hefir ekki enn gengið alveg af vitinu. Eg ætla að selja allar eigur mínar og flytja mig til Vancouver eyjunnar. Eg hefi verið þar í sumarfríi mínu og eg þekki þar dálítið til og veit að pólitíkin hefir ekki gegnsýrt allt þar og svo getur maður losnað frá Negrunum og pólitíkusunum þar. Konan fór aftur að gráta, svo eg hafði mig inn í reykinga stof- una. Maður, sem leit út fyrir að ver vel megandi og átti mat- söluhús á Market stræti, lét í ljósi þá skoðun sína, að konan mundi ekki vera andlega heil- brigð. En að því er Roosevelt, pólitíkusana og Negrana snerti, þá sagði hann að hún hefði ekki farið með neitt rugl, því slíkt væri álit almennings, að undan- teknum meiri hluta Demokrat- iskra kjósenda. J. J. B., þýddi. Um þetta leyti jyrir 32 árum: Fánatakan á Reykjavíkurhöfn Fáninn okkar á sér ekki langa sögu, enda er það sannast sagna, að talsvert skortir á tilhlýðilega ást og virðingu þorra lands- manna á honum og kunnáttu um viðeigandi nctkun hans. Samt hefir það komið fyrir, að hið sameiginlega tákn þjóðar- innar hefir vakið heitar tilfinn- ingar í brjóstum íslendinga. Hér verður í stórum dráttum rakinn slíkur atburður — fánatakan á Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913. Að vísu var fánagerðin önnur þá en síðar varð, en það skiptir ekki máli í þessu sambandi. Það var fegursta veður í Reykjavík að morgni þessa dags, logn og sólskin. Á Reykjavíkur- höfn lágu venju fremur mörg skip, þar á meðal strandferða- skipin Skálholt, Botnía, Hólar og Sterling og danska varðskipið Islands Falk. I landi blöktu hér og þar allmargir danskir fánar. í grennd við Skálholt er mað- ur á árabáti, einn síns liðs. Hann er að róa séi til gamans í veðurblíðunni, og í stafni báts- ins er lítill fáni á stöng. Hvít- bláinn. Eigandinn heitir Einar Pétursson, og er 'verzlunarmaður í Liverpool, “bróðir Sigurjóns sterka”, var sagt í einu blaðinu, þegar skýrt var frá atburðum þessa dags. Þegar Einar hefir damlað þarna nokkra stund, fer að koma hreyfing á menn á Islands Falk. Sjóliðarnir hafa komið auga á fána Einars, og skipsfor- inginn — Rathe hét hann — lætur manna bát og senda á vettvang. Hrópa bátverjar til Einars, er þeir komast í kallfæri, og skipa honum að nema stað- ar. Gerir Einar svo. Segja báts- menn þá, að yfirboðari sinn hafi skipað svo fyrir, að hann skuli færður á sinn fund, og biðja hann að róa að varðskipinu. Hlýðnast Einar því einnig, og er hann síðan leiddur fyrir for- ingjann. Lauk svo þeirra við- skiptum, að foringinn tók fán- ann og kvaðst afhenda hann yf- irvöldum bæjarins, en lét Einar lausan, er fór við svo búið á land og kærði þegar fánatökuna og heimtaði aftur fána sinn, sem nú er geymdur í þjóðminja- safninu. Nú varð uppi fótur og fit. Allar vinnustöðvar tæmdust. Fregnin um þennan nýstárlega atburð flaug þegar eins og eldur í sinu um bæinn allan, fregn- miíar voru gefnir út og festir upp á fjölförnum stöðum, og ungir menn fóru um bæinn til þess að heita á þá, er áttu ís- lenzka 'fána í fórum sínum, að draga þá þegar að húni. Aðrir ruku til og keyptu fána. Er nú skemmst af því að segja, að á skammri stundu urðu snögg umskipti. Dönsku fánarnir voru flestir dregnir niður, ef til vill ekki ævinlega með fyllsta leyfi eigendanna, en íslenzkur fáni hafinn á hverja stöng. Einnig var hann víða hengdur út í gluggana, ef fánastöng var ekki til. Sums staðar úti á landi, þar sem menn höfðu spurnir af atburði þessum, voru einnig dregnir fánar á stöng. Meðlan þessu fór fram tók i aðrir báta og reru út að varð- skipinu og veifuðu þar íslenzk- um fánum í mótmælaskyni og sjóliðunum til ögrunar. Næst gerðist það, að foringi varðskipsins kom í land og hélt upp í stjórnarráðshús. Urðu menn þess þegar varir, og safn- aðist mannfjöldi saman á stjórnarráðsblettinum við styttu Jóns Sigurðssonar, sem þá var þar. Var stór fáni breiddur á fótstallinn, en fánaborg reist umhverfis hana og sungnir ætt- jarðarsöngvar. Þegar foringinn kom aftur úr stjórnarráðshúsinu, elti mann- fjöldinn hann niður á bryggju syngjandi og með fána á lofti. En á bryggjunni skipuðu fána- berarnir sér í tvær raðir, ásamt þeim, sem róið höfðu út að varðskipinu, og varð foringinn að ganga fram kvína milli drúp- andi fánanna og beygja sig undir þá til þess að komast leið- ar sinnar að bátnum, er beið hans. Um kvöldið boðuðu þingmenn bæjarins, Lárus H. Bjarnason og Jón Jónsson, til almenns fundar í barnaskólagarðinum. Komu 4—5 þúsundir manna, er þótti þá mikið fjölmenni. Voru þar samþykkt mótmæli gegn fána- tökunni og áskorun til bæjar- búa um að nota aðeins íslenzk- an fána á hátíðisdögum fram- vegis. Að loknum fundi var geng ið að minnismerki Jóns Sigurðs- sonar, þar sem ættjarðarlög voru leikin á lúðra. Lauk svo þessum minnisverða degi. Flugferðir til Svíþjóðar að hefjast Eftir fregnum, sem borist hafa frá sendiráði íslands í Stokk- hólmi, eru fastar flugferðir milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna með viðkomu á íslandi um það bil að hefjast. Hafa Bandaríkiamenn iegar farið tvær reynsluferðir, en reynsluferðir Svía hefjast inn an skamms. Að þeim loknum, er búist við því að fastar flugferðir verði af hálfu hins ameríska fél- ags frá Bandaríkjunum á hverj- um laugardegi og frá Svíþjóð á hverjum sunnudegi, en ferðir sænska félagsins Aerotransport munu fara fram um miðja vik- una, þannig, að farnar verði alls t.vær ferðir á viku, báðar leið- ir. Mcl. 13. júní. Guðm. Jónssyoi söngv- ara boðin skólavist í Ameríku Guðmundi Jónssyni söngvara hefur nýlega borizt bréf frá Miss Samoiloff; dóttur Lazar Samoil- off söngkennara, sem er látinn fyrir skömmu, en hann var kenn ari Guðmundar, er hann dvaldi í Ameríku í fyrra. í bréfi þessu er Guðmundi boðin ókeypis kennsla við söngskólann. Miss Samoiloff hefur nú tekið við rekstri söngskóla föður síns og hefur hún ráðið nokkra nýja kennara að honum til viðbótar þeim, sem fjrrir voru. Guðmundur hefur ákveðið að taka boðinu og fer hann vænt- anlega utan í haust. Auk söngnámsins mun Guð- mundur stunda tungumálanám og einnig kynna sér leiklist. • Fyrir hundrað árum voru aðeins 4000 dagblöð til í heiminum. Nú eru þau 25 sinn- um fleiri. • stýrði prógraminu og kallaði fyrst á Mrs. Olive Craine að tala til brúðarinnar. Svo talaði Mr. Gíslason til brúðgumans. Á eftir var sungið “Hve gott og fagurt og indælt er”. Því næst héldu ræð- ur Halldór Friðleifson, Einar Simonarson, frá Linden, Wash., Karl Frederickson, Valdi Svein- son, Einar Einarson og Jón Ví- um frá Blaine. Jón Thorsteinson frá White Rock talaði fáein orð. Páll Bjarnason las upp frumort kvæði, sem hér fylgir með. Það voru sungin nokkur falleg ís- lenzk lög á milli ræðanna, stýrði Karl Frederickson söngnum og fórst honum vel að vanda. Næst hélt Magnús Eliason ræðu og af- henti brúðhjónunum fallega blómaskg} með peningum í frá skyldfólki og kunningjum. Stóð þá brúðguminn upp og hélt við- eigandi ræðu bæði á íslenzku og ensku, þakkaði hann fyrir hönd þeirra hjóna fyrir þá vel- vild, sem þeim hafði verið sýnd. Þar næst var sungið bæði á ensku og íslenzku og giftingar- kakan borin í kring. Þá las Guð- mundur Gíslason upp skeyti og bréf frá skyldfólki og kunningj- um, þar á meðal þessar eftirfar- andi vísur frá gömlum Dakota- búa. Giftinguna Guð til bjó Greinir svo fræða minni Ekki nærri allra þó Annað eða þriðja sinni. Upp að fylla allra þrár Aldrei þótti hlýða, Eða á ferð um fimtíu ár Findist eintóm blíða. Hlýnar lundin mæla mál Mæt gull fundin kögur Ennþá bundin sál við sál Sannlega er stundin fögur. Fyrir alvalds ástar mátt Og hans blessun kenda Lifið glöð við sælu og sátt Saman lífs til enda. Halldór og Sesselja byrjuðu sinn búskap nálægt Hallson, N. D. Árið 1905 fluttu þau þaðan og settust að á heimilisréttarlandi í grend við Wynyard, Sask. Þar byggði Halldór búð og pósthús, sem var kallað “Sleypnir” þrjár mílur frá Wynyard. Árið 1908 flutti hann búðina til Wynyard, sem þá var að byrja að byggj- ast. Um 1915 fór hann að selja akuryrkjuverkfæri og hafa alls- konar vátryggingu með höndum. 1935 fluttu þau vestur að hafi og hafa nú indælt heimili í Burnaby, B.C. Eignuðust þau sex börn: Friðrik, féll í fyrra stríð- inu í ágúst 1917, Jóantan, er í heimahernum í Sask., Mrs. R. M. Bjarnason í Vancouver, B.C. Odd ur tannlæknir í Toronto, Mrs. R. W. Cray í Nokomos, Sask. og Mrs. H. J. Moore í Wynyard. Þar að auki eru fjögur barnabörn. Magnús Elíason. í gullbrúðkaupi H. J. Halldórssonar og Sesselju konu hans, 7. apríl I 945 Eins og forðum fræðin tjá Þá festing komst í standið, en vötnin urðu að söltum sjá Og sólin gyllti landið, Hið fyrsta boðorð foldu á Til fólks var hjónabandið. Síðan ávalt allir menn Og einnig konur þráðu Að smelta eigin ókjör tvenn I æðstu sigur gráðu, Því þannig ást og eining senn Að óskum fylling náðu. Spilin. Því er ekki auðsvarað hve margar spilategundir eða hve margskonar spil séu til í heim- inum. í flestum löndum kannast menn aðeins við venjuleg wist- spil. En með þeim má spila um 700 mismunandi spil. Gullbrúðkaup Halldórs J. Halldórssonar og konu hans Sesselju Oddsdóttur, haldið 7. aprtl 1945 í Vancouver, B.C. isisa Þann 7. apríl síðastliðinn, að kveldinu, komu saman í Coling- wood Memorial Hall í Vancouver B.C., um hundrað og tuttugu manns til að samgleðjast með þeim hjónum Halldóri J. Hall- dórssyni og konu hans Sesselju Oddson, sem þennan dag áttu fimmtíu ára giftingarafmæli. Samkomusalurinn var prýdduv fjólubláum og gulllituðum borð- um og voru gul ljós á öllum fjór- um borðunum, og á aðal borði giftingarkaka. Gestirnir settust við borðin, sem voru hlaðin með allskonar vistum. Komu svo brúð hjónin og brúðarmeyjan, Miss H. O. Magnússon frá White Rock og aðstoðarmaður J. O. Magnús- son frá Blaine. Var það mikið gleðiefni að þau sömu gátu ver- ið saman við þetta tækifæri eins og fyrir fimtíu árum síðan. Mikill hátíðarbragur var á öllu og spilaði Miss Dora Sigurðson á píanó, giftingarlag af mikilli list. Þar næst var borið í kring kaffi og súkkulaði og nutu menn þess í einingu við glaðar sam- ræður. Dóri og Setta samkvæmt því Samning með sér bundu Fimtíu sólár sæl og hlý Saman glöð þau undu Ekkert hreldi æðru ský Upp frá þeirri stundu. Trautt er hrós við hálfa leið Heilt þótt verk sé unnið Aftur lofin gild ðg greið Getur heimur spunnið Þegar einhvérs ævi skeið Er að fullu runnið Eftir landnám þeirra þrenn Þætti súrt í brotið Þeir ef allir þegðu enn Þess er hafa notið Ekkert hæli eiga menn Á við landnáms kotið. Frá því stafa straumar út Stéttalífs á sviðið Þar sem oft í lasta lút Lýðir hafa skriðið Af þeim leysa lyga hnút Og lýsa sannleiks miðið. Sá sem hvergi hyggur flátt Hrygð og ríg ei veldur, Lífs á vegi Setta sátt Sveigði á bug við keldur Gat því trauðla óvin átt Og ekki Dóra heldur. Þó að margt í minni sveit Miður tíðum færi Keppinautur láns í leit Lengst þótt Dóri væri Innri vinskap okkar sleit Engin lykkja á snæri. Gullbrúðhjónum þessum því Það eg glaður tala Að þau lifi lengi hlý Lífs við aftan svala Ung þau landnáms leita á ný Loks til æðri sala. Tíminn. Mr. Guðmundur Gíslason Páll Bjarnason.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.