Lögberg - 06.09.1945, Page 6

Lögberg - 06.09.1945, Page 6
6 Dulin fortíð Nú varð sú dauðaþögn, að hann heyrði sín eigin hjartaslög; hún féll á kné við fætur hans, og þrýsti andlitinu að höndum hans. “Það er satt, Karl — Guð hjálpi mér! — Eg er móðir Verners; hann er ekki sonur Hope, eins og þér hefur verið sagt!” 73. KAFLI. Hún sagði þetta hátt og greinilega. Það kom eins og reiðarslag á lávarðinn. Til síðasta augna- bliks hafði hann haft fullt traust á henni. Hann vildi ekki taka neins annars vitnisburð gildan — aðeins hennar. Nú var öll von hans að engu orðin; hann horði á hana krjúpa fyrir framan sig. Nú sá Jane Elster hve illu hún hafði valdið, í sorg sinni og löngun til að hefna sín, hún hafði ekki hugsað hið minsta út í það. Hin krjúpandi kona, og hinn sundurmarði maður hennar, sú sjón virtist að sefa geðofsa Jane Elster, og vekja hana til heilbrigðari hugsunar. “Æ, kæra lafði!” hljóðaði hún upp, “hvað hefi eg gert!” “Nókkuð, sem þú getur aldrei bætt fyrir, hve lengi sem þú lifir,” sagði Miss Hope. “Eg hefi hluttekningu með þér í sorg þinni, en þú hefur svikið okkur, og þú verður að mæta þínum forlögum hver svo sem þau Verða. Æ, Florence, elsku systir mín, sem eg hefi lifað fyrir, sem eg hefi fórnfært fyrir minni heitustu ósk og þrá, sem eg hefi nokkurntíma fundið til, líttu á mig, eg $r hérna hjá þér.” Hún sá, að hið gull-lokkaða höfuð systur sinnar laut dýpra og dýpra, svo hún flýtti sér til hennar, og tók hana í faðm sér. “Sama sem eg gerði fyrir löngu síðan,” hugs- aði hún, “elsku Florence mín, þegar þú varst fengin mér til umsjónar, þá kornung að aldri — þá varstu mér eins og lítill élskulegur engill.” Það gat engin móðir, sem reynir að hugga barn sitt, verið innilegri og blíðari, en Hope var við systur sína. Damer lávarður stóð þar svo breyttur í útliti, sem enginn maður hafði áður séð þennan göfuga mann. “Eg er karlmaður,” sagði hann, “og karlmað- ur hefur ekki leyfi til að barma sér, en hjarta mitt er alveg sundur marið.” “Karl”, sagði Florence í veikum róm, “láttu hana fara í burtu — þessa konu sem hefur svikið okkur — láttu hana fara héðan, og eg skal segja þér allt. Þú vilt líklega ekki hafa mig framar, þegar eg er búin að segja þér allt eins og er, en eg hefi ekkert rangt gert gagnvart þér. Eg hefi aldrei elskað neinn, eins og eg hefi elskað þig, Karl — eg veit að þú trúir því.” “Eg vil trúa öllu, sem þú segir mér, Florence,” það var eitthvað í andliti hans, sem hún hafði altaf veitt eftirtekt, með unaði og aðdáun — eins og sólgeisla hlýja — en hún sá það nú ekki framar; það sló hana eins og rothögg. Hún sneri sér að Hope, og hélt höndunum fyrir and- liti sér, eins og óttaslegið barn. “Æ, Hope, beiddu hann að láta þessa konu fara. Eg get ekki sagt honum neitt, meðan hún er hér og hlustar á mig — og fagnar yfir þeirri óhamingju', sem hún hefur steypt yfir þetta heimili. Hún verður að fara.” Damer lávarður hafði heyrt það sem hún sagði hvíslandi við Hope. “Þú hefur gjört þitt besta, og það sem þú meintir var rétt; þetta er afleiðingin af því. Nú hefur þú svalað hefndarhug þínum og þar með er þínu erindi hér lokið. Það getur vel verið að konan mín hafi átt sér eitthvert leynd- armál, sem hún hefur ekki sagt mér, það segirðu líklega satt, en hún hefur aldrei gert syni þín- um nokkurt mein — í því hefurðu algjörlega rangt fyrir þér. Tíminn leiðir það í ljós. Eg vil en minna þig á að hætta þessari hefndar eft- irsókn. Gerðu ekki þessar konur vansælli en þær eru. Minstu ekki við neinn á þá sorg, sem þú hefur valdið þeim. Viltu nú fara, og gleyma ekki því, sem eg hefi sagt.” Þegar hún fór út úr stofunni, var eitthvað það í andlitssvip hennar, sem benti til þess, að hún var hrygg yfir því, sem hún hafði komið til leiðar. Hún vildi gjarnan snúa aftur, og fara til systranna og biðja þær að fyrirgefa sér, að hún hafði svikið þær — fyrirgefa sér hina frekjulegu framkomu sína og staðlausu ákæru. En það leit út eins og þær hefðu gleymt henni. “Nú er hún, guði sé lof, farin,” sagði Hope. “Og nú, Florence, erum við ein, og þú segir mér alla söguna,” sagði lávarðurinn. Lafði Damer flaut í tárum; þannig hafði hann aldrei séð hana áður. í andliti hennar var ekki hinn minsti vonarbjarmi, en krampakent táraflóð, streymdi úr hennar fallegu augum. “Reyndu að herða upp hugann, elsku Flor- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1945 ence, það dugar ekki annað,” sagði systir henn- ar. En við að heyra hvað systir hennar sagði, grét hún, ennþá meira. “Florence,” sagði lávarðurinn í alvarlegum en mildum og viðkvæmum málróm. “Eg vil ekki neyða þig til að segja mér það nú strax — en tíminn er naumur — viltu segja mér núna, það sem þú getur?” Lafði Damer lagði hendurnar um háls systur sinnar. “Kystu mig Hope,” sagði hún svo^ lágt að varla heyrðist, “það verður þín síðasta kveðja til mín. Þú hefur verið mér móðir og vinur — þú hefur verið allt fyrir mig. Þegar eg hefi sagt allt, sem eg verð að segja, getur þú ekki látið þér þykja vænt um mig framar.” Meðan hún sagði frá því hvað á daga sína hafði drifið, hélt Hope henni í faðmi sínum, þrátt fyrir það, að sagan kramdi og marði hjarta hennar. “Hvar á eg að byrja?” sagði hún hikandi, og leit á manninn sinn, og systur sína. “Hvað á ■eg að segja? Með hvaða orðum get eg látið í ljósi hugleysi mitt — veikleika? Eg get bara barið mér á brjóst og beðið þig að vera vægan við mig; eg var svo ung og veik fyrir áhrifum og honum þótti svo vænt um mig. Karl getur kannske fyrirgefið mér, en þú aldrei Hope. Engin systir hefur nokkurntíma verið svo fórn- fús, eins og þú hefur verið við mig, og aldrei hefur slík ást og umhyggja, eins og þú hefur sýnt mér, verið endurgoldin með hræðllegra vanþakklæti. Fyrir mörgum árum, systir mín, þegar þú tókst mig að þér, sem ungbarn, áttir þú kær- asta —eina manninn sem þú hefur nokkurntíma elskað — undurfallegan mann, sem seinna varð einn af Englands áhrifamestu stjórnmálamönn- um. Mín vegna hættir þú við að giftast honum, sem þú elskaðir af öllu þínu hjarta, Hope, þú lagðir í sölurnar fyrir mig, alla framtíð þína, hamingju og gleði, til þess að annast mig, unga og móðurlausa. Var það ekki eins og eg segi, Hope?” “Jú,” svaraði Hope ofur rólega. “Eg elskaði hann, Florence, já, af öllum mætti hjarta míns, en mér fanst að þú þyrftir mím svo mjög með, að jafnvel svo sterkt band yrði að slitna.” “Hlustaðu nú á, Hope, hyernig eg endur- galt þér,” hélt lafði Damer áfram, “þegar þú og Thorton Marchmount voruð trúlofuð, var hann rétt að leggja út á sína pólitísku braut, þar sem hann síðar vann sér frægð og álit. Hann unni þér hugástum, og í sorg sinni og örvinglun yfir því, að þú yfirgafst hann, kast- aði hann sér af alefli út í hina pólitísku hring- iðu.” “Já,” svaraði Hope ofur rólega, “og eg var stolt af honum; eg las ræðurnar hans og fylgd- ist með upphefð hans, með innilegum fögnuði en eg reyndi aldrei til að mæta honum aftur; eg treysti mér ekki til þess, eg var hrædd um að eg mætti ekki treysta mór til að halda á- kvörðun minni, ef eg sæi hann. Eg var hrædd um, að mín fyrri ást á honum mundi þá blossa upp aftur. Þegar hann skrifaði mér, eftir að við höfðum sagt sundur með okkur og spurði mig hvort við gætum ekki, að minsta kosti, verið góðir vinir, þá skrifaði eg honum aftur, og sagði honum að það. væri betra fyrir vellíðan mína, að við sæjumst ekki framar.” Andlit hennar varð svo milt og blítt, er hún sagði þetta — það brá einhverjum dýrðar- bjarma yfir andlit hennar, að þau, sem voru hjá henni, höfðu aldrei áður séð hana þannig. “Hann var hetjan mín, hugsjónamðaurinn minn, Florence,” hvíslaði hún — “já, nú get eg viðurkent að eg tilbað hann.” “Þegar eg var nærri því 16 ára, dró eg út skúffu, sem þú hafðir einkabréf þín í Hope. Þar sá eg mynd af manni, með slíkt andlit, eins og hann. væri skapaður til að vera elsk- aður. Það var eins og hann brosti til mín, eins og við værum aldavinir, og varirnar voru, eins og hann vildi segja eitthvað við mig. Eg leit á baksíðu myndarinnar; og þar stóð nafnið, Thorton Marchmount. Eg fór til þín og spurði þig af hverjum myndin væri. Þú snerir þér strax frá mér, hrygg í huga, og sagðir, að það væri mynd af vini þínum, vini, sem þú sæir aldrei framar. Seinna sá eg nafn hans í dagblöðunum, las ræður hans og skildi strax, að hann hlyti að vera einn gáfaðasti maðurinn, sem til væri á Englandi. Æ, systir mín, eg veit þú -getur ekki fyrirgefið mér, það sem eg ætla nú að segja.” Hope, sem hélt systur sinni í faðmi sér, tók ofurlítið viðbragð, og sorgar blær kom á andlit hennar. “Florence,” sagði hún með skjálfandi rödd, “frásögn þín stendur þó vona eg ekki í neinu sambandi við hann. Ó, segðu það ekki.” Lafði Damer þrýsti sér enn fastar að henni. “Eg veit, að þú getur ekki elskað mig framar,” sagði hún, “en öll saga mín stendur í sambandi við hann. Já, Hope, hvað eg hefi dregið þig á. tálar. Þegar eg hugsa til baka, finst mér, eins og eg hafi verið, viti mínu fjær!” Þau tögðu öll ofurlitla stund. Hope var ná- bleik í andliti, þrýsti sinni sorgbitnu systur að hjarta sér. Damer lávarður leit á þær á víxl; hann vissi ekki hvað hann átti að hugsa eða segja. “Manstu eftir því, Hope”, hélt lafði Damer áfram, “að eg fór einu sinni til Brighton, með Mrs. Standish? Við vorum þar í mánuð, og ástæðan til þess var, að eg kyntist honum þar. Fyrirgefðu mér Hope, þó hvert orð sem eg segi, verði eins og hnífstunga í þitt viðkvæma og trúfasta hjarta. Eg vildi óska að eg hefði fengið að deyja, án þess að þurfa að segja alla æfi- sögu mín, en vegna mannsins míns, verð eg að segja allt, eins og það er.” “Eg mætti Thorton Marchmount eitt kvöld, er eg og fjöldi boðsgesta gengum ofan að höfn- inni. Eg kannaðist ekki strax við hann, þó mér findist að eg hefði einhverntíma áður séð hans fallega og karlmannlega andlit. Hann hélt sig allt kvöldið hjá mér, og talaði ekki við aðra en mig.” 74. KAFLI. “Ó, Hope”, hélt lafði Damer áfram, “eg var þá bara barn, hann var glæsilegur maður, sem hlaut að hrífa hverja stúlku. Hann sjálfsagt verið 15 til 20 árum eldri en eg. Fyrst er við kynntumst, veitti eg honum meiri athygli fyrir það, að hann hafði elskað þig, og eg spurði hann einu sinni hvort eg ætti ekki að segja þér, að hann ætti heima í Brighton, en þá leit hann svo kynlega til mín, og sagði að eg skyldi ekki gera það; þess vegna sagði eg þér aldrei neitt um það. Fyrst töluðum við ekki um annað en þig — hve göfug og mikið afbragð annara kvenna þú værir, en eitt kvöld, er við vorum dálítið á eftir hinu fólkinu, er við gengum heim frá baðströndinni, sagði hann mér, að hann elskaði mig. Ó, Hope, méj: hafði aldrei komið til hugar, að neinn væri svo hrifinn af mér. Eg man ennþá hvernig ástin skein úr hans fögru augum, eg var svo ung, og hann gerði mig alveg hug- fangna. Eg man ekki allt, eg skildi mig ekki sjálf — eg var svo ung, en eg man að hann sagði, að hann hefði aldrei elskað neina svo heitt eins og mig; hann tilbað mig; hann lifði einungis þegar hann var hjá mér; dag og nótt hugsaði hann um mig. Hann var frægur stjórnmálamaður, eg sem barn hjá honum — barn, sem dreymdi og ein-, ungis lifði í heimi ímyndunarinnar. Eg hélt eg elskaði hann — já, eg elskaði hann með til- beiðslu og lotningu. En Hope, þó eg lifði í þessum draumi, og and- aði að mér hinum brennandi ástarhita frá hon- um, hafði eg enga hugmynd um að eg væri að svíkja þig. í fyrsta sinn er hann sagði mér að hann elskaði mig af öllu sínu hjarta, sagði eg: Lofaðu mér að skrifa Hope, og segja henni frá því. En hann hrökk svo við, eins og kaldur gustur hefði farið í gegnum hann, og sagði að hann gæti ekki leyft mér það, að minsta kosti ekki þá., “Þú sérð, elsku Florence mín, að fyrir mörg- um árum, þegar eg var ungur, elskaði eg Hope systur þína, og hún elskaði mig engu síður. Eg bað hana að giftast mér, en þá neitaði hún mér, og sagðist hafa lofað sinni deyjandi móður, að fórna sér fyrir umsjá og uppeldi sinnar litlu og ósjálfbjarga systur, Florence; og þetta loforð yrði hún að efna; hún gat ekki yfirgefið þig.” Við að heyra þetta, dró Hope þungt andann og stundi við. Lafði Damer hélt áfram sögu sinni: “Hann sagðist halda, að þú hefðir alíaf elskað sig, og hann gæti ekki sagt þér, að þetta barn, sem þú hefðir fórnfært ást þinni fyrir, væri nú konuefnið sitt. Hann sagði, að síðar gæti hann gert það, en ekki þá.” “Eg var eins og barn í höndum hans, mér datt ekki í hug að mótmæla því sem hann sagði, en mig langaði svo mikið til að segja þér það, þá strax, Hope. “Já, en af hverju gerðir þú það ekki, Flor- enoe? Það hefði komið í veg fyrir alla þessa hræðilegu óhamingju, sem nú dynur yfir okkur, og þetta ömurlega leyndarmál hefði þá aldrei átt sér stað. Æ, því trúðir þú mér ekki fyrir því?” “Af því hann sagði, að það mundi sundur- kremja hjarta þitt — það væri svo hræðilega grimt endurgjald fyrir allt, sem þú hefðir lagt í sölurnar fyrir mig. Ó, Hope, nú skil eg og sé, í hvaða stríði hann átti, milli ástarinnar til mín og þeirrar sorgar, sem slík frétt mundi valda þér. Stundum sá eg hann ekki dag eftir dag, en þegar hann kom var hann eins og utan við sig. Hann tók mig í faðm sérf og grét yfir mér — eg man enn hvernig tár hans runnu ofan kinnar hans. Hann þysti augu mín, hár mitt og hend- ur; hann kraup fyrir framan mig, og bað mig fyrirgefa, að hann hefði reynt að sanna mér hversu heitt hann elskaði mig. Svo sagði hann, að við mættum ekki hryggja Hope — hún væri svo göfug og sönn — nei, við yrðum að bíða með að láta hana vita um ást okkar. Eg get með sanni sagt, að hann gerði mig alveg dáleidda með sinni brennandi ást, með fríðleik sínum, gáfum og góðleik, að eg gat ekki lengur gert greinarmun á réttu og röngu. Einn morgun kom hann snemma þangað sem eg var. Mrs. Standish var farin út, svo eg var * ein. Hann hélt á opnu bréfi í hendinni, og hann var náfölur í andliti. “Florence,” sagði hann, “nú hefur þú líf mitt í þinni hendi. Eg elska þig svo heitt, að eg get ekki lengur strítt á móti ást minni á þér. Sjáðu til, þetta bréf er konungleg skipun, að eg fari innan 10 daga héðan til Indlands. Eg get ekki farið héðan frá þér, þú ert svo ung og elskuleg, því eg er viss um að einn eða annar rænir þér frá mér meðan eg er í burtu.” “Eg leit á hann; það voru vonleysismerki á andliti hans, og varirnar titruðu, eg sá að hann leið sára sálarkvöl. “Eg get ekki tekið þig með mér, sagði hann hnugginn. “Eg fer sem yfirforingi hersins á Indlandi, og eg þori ekki að hafna slíku em- bætti, sem er hin stærsta heiðurs viðurkenn- ing, sem hægt er að veita nokkrum manni á Englandi. Florence, þú hefur líf mitt í þinni hendi.” “Eg man svo glögt, að eg þrýsti mér grátandi að honum, og bað hann um að lofa mér að skrifa eftir Hope, en hann vildi ekki, gat ekki sagt henni neitt ennþá. “Eg vil gera allt sem þú biður mig um,” sagði eg. “Allt, sem gerir þig rólegan.” “Eg óska bara, Florence, að þú verðir konan mín, svo enginn geti tekið þig frá mér, með- an eg vérð burtu frá þér, sem eg vona að verði ekki lengi.” “Núna strax,” spurði eg. “Já, við skulum gifta okkur, og það þarf eng- inn að vita neitt um það, fyr en eg kem aft- ur. Gifstu mér, þá verð eg hamingjusamur og rólegur. Eg gæti ekki verið það meðan eg er í burtu, án þess að vita, að þú værir konan mín — mín elskulega kona.” / “Eg hugsaði ekki út í hversu sjálfselskuleg bón hans var, og ekki heldur að það væri ekki rétt af honum, að freista mín þannig. Eg vissi bara að hann, sem kraup grátandi fyrir framan mig, var hugsjóna maðurinn minn, einn hinna nafnkendustu manna á Englandi, og að hann elskaði mig af öllu sínu hjarta. Hugsaðu hvað óráðinn unglingur eg var, Hope. Eg man að eg sagði við hann: En eg er'ekki fullra 17 ára; eg er of ung til að gift- ast; eg er bara barn ennþá. En hann sagði, að eg væri sú indælasta kona, sem hann vildi gera allt fyrir, og sem hann skyldi gera svo hamingjusama, að mig skyldi aldrei yðra þess, að eg giftist sér. Eg bað hann að bíða með giftinguna þar til . hann kæmi til baka, en hann vildi það ekki. Ef eg hefði viljað vera orsök í dauða hans, þá gat eg það; hann gat ekki farið frá mér, og lifað í stöðugum ótta um, að missa mig; ef eg vildi ekki giftast honum nú strax, þá mundi hann, hafna þeirri virðingu sem honum var sýnd, með sendiferðinni til Indlands. Það gat eg ekki þolað. En hvernig eigum við að láta gifta okkur?” spurði eg, “það finnur það einhver bráðlega út. Góði minn, við skulum segja Hope frá því, skrifa henni og biðja hana að koma.” En því meir sem eg bað hann um það, þeim mun fjarlægari var hann að samþykkja það. Eg veit ekki hvernig það var, að eg, að síð- ustu samþykkti að giftast honum, án þess að neinn vissi um það. Hope, hvað hann var glaður þegar eg sam- þykkti þetta. Hann þakkaði mér, hann blessaði mig! Og eg fann til stolts yfir því, að eg, svona ung stúlka, hafði svona mikið vald yfir jafn frægum og mikilsmetnum manni. Það var eins og forlögin og hamingjan væri með honum. Mrs. Standish fékk bréf um, að hún yrði strax að fara til Parísar, og þá yrði eg ein eftir. Hún skrifaði þér, Hope, um það að hún þyrfti að fara til Parísar, en eg er hrædd um að hann hafi eyðilagt bréfið, en aldrei sent það, eins og hún bað hann um.” i 75. KAFLI. Lafði Damer tók sér ofurlitla hvíld, til að safna kröftum til að geta haldið áfram sög- unni. “Karl,” byrjaði hún aftur, “það er hræðilegur talsháttur, en hvenær og heyrði hann fyrst man eg ekki, sem segir, — þá sem guð vill eyðileggja gerir hann fyrst blinda — eg var blind; það er ekkert annað, sem gæti afsakað mig fyrir það sem eg gerði. Eg var blinduð af hinni einlægu og áköfu ást þessa manns, af því æfintýralega sem stóð í sambandi við það, sem eg í æsku- draumum mínum skoðaði sem skáldlegt æfin- týri. Það er ekki neitt annað sem getur rétt- lætt mig af, að hafa látið tilleiðast.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.