Lögberg - 27.09.1945, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER, 1945.
Þessi mynd er af sprengjuvarnarskipinu
Abervilli í flotastöð Breta við Scapa Flow.
Sára Egill H. Fáfnis
kvaddur
Séra Egill H. Fáfnis
Á sunnudaginn 19. ágúst flutti
séra E. H. Fáfnis sína síðustu
guðsþjónustu í þessu prestakalli;
var það í kirkju Frelsissafnaðar
og var sameiginleg fyrir alla
söfnuðina og alt bygðarfólk. Var
aðalræðan helguð því sem þá
dagana var efst á baugi í heim-
inum, endir stríðsins mikla og
hinum langþráða frið, sem allir
hafa lengi beðið eftir og sem
.allir vona og biðjá um að verði
tryggur og varanlegur. Leysti
hann það vel af hendi.
Á eftir messunni var sameig-
inlegt kveðjusamsæti fyrir prests
hjónin; var ofurlítil skemtiskrá
í kirkjunni, stuttar ræður voru
fluttar og söngVar sungnir á
milli. Þeir, sem til máls tóku,
voru fjórir safnaðarforsetar í
prestakallinu og þeir Th. Swain-
son, Baldur og P. S. Johnson frá
Grundarbygð. Forseti Glenboro-
safnaðar flutti prestshjónunum á-
varp fyrir hönd allra safnaðanna.
Óli Stefánsson afhenti prestinum
“Pen and Pencil Set” og Tryggvi
Johnson preningagjöf, hvoru-
tveggja sameiginlega frá presta-
kallinu. Mrs. Tryggvi Johnson
flutti prestskonunni ávarp fyrir
hönd kvenfélaganna í bygðinni,
og gaf það henni vandaða gjöf
að skilnaði. Séra E. H. Fáfnis
flutti ræðu að lokinni skemtiskrá
og þakkaði fyrir sig og konu sína.
Var þetta afar fjölment mót og
skemtilegt. Veitingar voru fyr-
ir alla á eftir í Argyle Hall, og
stóðu fyrir þeim konur í öllum
söfnuðunum sameiginlega.
Foreldrum prestskonunnar og
systrum hennar og sifjaliði frá
N. Dakota var boðið að vera með
við þessa kveðjuathöfn, en því
miður gátu þau ekki komið því
við að koma. Hiti var mikill þessa
daga og löng leið að fara. Sendu
þau kveðju og báðu afsökunar.
Auk þess sem hér hefir verið
nefnt, hafa söfnuðirnir hver út
af fyrir sig og einstaklingar,
kvatt prestshjónin á viðeigandi
hátt og þakkað þeim samstarfið
og samleiðina í 15 ár. Hingað í
bygðina komu þau í byrjun
október 1930.
Séra Egill er upprunninn í
Þingeyjarsýslu; ólst hann þar
upp við fremur þröngan kost.
Vestur kom hann með móður
sinni og systur um 1922. Hann
var félaus og átti undir högg að
sækja, en hann misti ekki sjónar
á því takmarki, sem hann stefndi
að hann sótti fram mentabraut-
ina og tók prestsvígslu 1930.
Hann hefir haft stóran akur að
yrkja þessi 15 ár sem hann hefir
þjónað hér, því lengst af, sér-
staklega síðustu árin, hefir hann
að jöfnum hlutföllum þjónað ís-
lenzka söfnuðinum í Upham, N.
Dak.; hefir hann því oft þurft
að vera í löngum ferðalögum í
sambandi við safnaðarstarfið og
kirkjufélagsmál, þar sem hann
um mörg ár hefir verið skrifari
og gegnt öðrum skyldustörfum,
og hann er með afbrigðum dug-
legur við ferðalög; hann hefir
ætíð verið hjálpsamur og ljúfur
við hjálparþurfa, og fljótur til er
til hans var leitað, og ætíð jafn
við alla.
íslenzkri félagsstarfsemi var
hann velviljaður og í öllu því
starfi samvinnuþýður, og í hér-
lendu samvinnustarfi tók hann
þó nokkurn þátt; hann á þann
góða kost að geta litið einstakl-
inga og félagsheildir réttu auga
þó af öðru sauðahúsi sé en hans
eigið. Verður hans þó sennilega
lengst minst hér fyrir hans á-
gætu söngrödd, og þjónustu hans
á því sviði; hefir hann oft skemt
með söng við guðsþjónustur og
á samkomum. Mrs. Fáfnis, sem
er dóttir þeirra ágætu hjóna Mr.
og Mrs. Guðm. Freeman í Bot-
teau, N. Dak., verður einnig al-
ment saknað hér; hún er ímync
prúðmensku og yfirlætislaus. I
Glenboro, þar sem heimili þeirra
var hefir hún í mörg ár starfað
við sunnudagaskólann, sem
organisti og kennari, og um það
er skólanum var sagt upp í júlí,
hafði skólinn ofurlítið samsæti
fyrir hana og drengina hennar
þrjá, sem allir hafa fæðst á s.l.
15 árum og sem eru frábærlega
efnilegir. Var henni þar flutt
stutt ávarp frá skólanum, og
henni og drengjunum gefnar litl-
ar minningargjafir með þakk-
læti fyrir hugljúfa samvinnu og
samstarf.
Hinir mörgu vinir prestshjón-
anna hér árna þeim allrar ham-
ingju á þeirra ennþá umfangs-
meira starfssviði meðal hinna
mörgu ísl. safnaða í N. Dakota,
óska þeim og drengjum þeirra
allrar farsældar og blessunar um
öll ókomin ár.
Séra Egill var settur inn í em-
bættið syðra af forseta kirkju-
félagsins snemma í júlí; hann
prédikaði þar syðra sunnudag-
inn 2. september, en alfarin fóru
þau héðan í góðu veðri og góðu
leiði laugardaginn 15 .september.
G. J. Oleson.
Raforkuver í Campbell
River
Nú er Campbell River komin
með stórum stöfum á landabréf-
ið í British Columbia; orsökin til
þess er sú, að fylkis stjórnin
hefir ákveðið að koma þar upp
miklu orkuveri, og nota til fram-
leiðslunnar vatnsmagn Campbell
árinnar; sérfræðingum telst svo
til, að beisla megi þarna um 200
þúsund hestöfl og nú er nýlega
byrjað á verkinu; þriggja manna
nefnd (Power Commission) hef-
ir öll umráð um framkvæmdir
varðandi þetta nýja orkuver, sem
á að vera nægilega stórt til þess
að geta fullnægt öllum þörfum
fyrir raforku á Vancouverey;
álíta verkfræðingar, sem gert
hafa teikningar af orkuverum,
að það muni kosta um 7 miljónir
dollara; ráðgert er að byggja það
í fjórum deildum, og á sú, sem
nú er byrjað á, að framleiða 50
þúsund hestöfl, en slíkt magn er
talið fullnægjandi til þess að
raflýsa öll heimili á eynni; ráð-
gert er að hin fyrsta deild verði
starfhæf þann 1. apríl 1947. Lík-
legt þykip, að þessi deild orku-
versins kosti eitthvað á fjórðu
miljón dollara; verður svo
seinna bætt við hana eftir því,
sem þörf og eftirspurn krefur.
Nú þegar hafa ýmis iðnfélög
pantað raforku til reksturs fyrir-
tækjum sínum eins fljótt og hún
verði fáanleg; þá er og í ráði, að
komið verði upp pappírsgerð í
Port Alberni, sem liggur á vest-
urströnd Vancouver eyjar, um
100 mílur frá Campbell River;
ennfremur er fyrirhugað, að
reisa nýja verksmiðju í Comox,
sem er um 28 mílur frá Camp-
bell River, er framleiða skal
sement; hvort þessara fyrirtækja
um sig, mun þarfnast nálægt 20
þúsundum hestafla af raforku;
e,innig koma til greina mörg
smærri verksmðijufyrirtæki víðs
vegar um eyna, er lagt hafa drög
að orkunotkun jafnskjótt og
stjórnarvöldin sjá sér fært, að
sinna beiðni þeirra. .
Holskeflan
Eftir K. Ólafsson
Faðir minn, Ólafur Jónsson í
Búð, fékk að fara á sjó er hann
var tólf ára gamall. Veður var
gott en mikil alda á sjónum, er
út á sjóinn kom, og féll aldan ó-
hindruð af Atlantshafinu, upp
að sléttum sandinum, þar var
hvergi afdrep til að hindra hana,
þessvegna var þar brimlending.
Þegar að formaðurinn sá öld-
una aukast, fór hann í land, og
landmaður var í sandinum til
að kalla lagið. Þegar hann hafði
kallað lagið, var róið af alefli í
herrans nafni. En skipið lenti í
holskeflunni og hvolfdi. Menn
voru í landi og björguðu skipinu
og mönnunufti, en þegar skipið
var sett upp frá sjónum, vantaði
drenginn, hann Ólaf ]itla. Færin
voru vanalega bundin við borð-
stokkinn, og svo var nú. Eitt
færið lá út í sjó, sem ekki hafði
verið leyst frá borðstokknum.
Var færið nú dregið að landi, og
þá fundu menn að eitthvað var
á önglinum. Kom það brátt í
ljós, að Ólafur litli hafði krækst
á öngulinn, í gegnum kálfann.
í sandinum voru engar tilfæring-
ar til að ná önglinum af fætin-
um, netna skera á sin, sem hélt
önglinum, og var það gert í herr-
ans nafni. Ólafur litli raknaði
við eftir að þetta var gert, og
hann lifði þar til hann varð 92
ára að aldri. Og hann bar þetta
stóra ör á fætinum til merkis um'
að þetta átti sér stað.
Slægviska
Eftir K. Ólafsson
Það var árið 1894, að eg átti
heima á Fishtrap, N. Dak., ný-
kominn af íslandi. Landar köll-
uðu það Sveinbjarnardal. Þar í
dalnum bjó þá Sveinbjörn
Björnsson, sá er nýdáinn er á
Betel, og margir kannast við.
Þar í dalnum bjó faðir minn líka,
og voru þeir þeir einu landar,
eða landtakendur í dalnum.
Pembina-áin rann eftir dalnum;
upp frá ánni voru mörg gil, og í
einu gilinu bjó norskur maður,
er kallaður var svarti Oleson;
hann var þá nýkominn úr betr-
unarhúsi og hafði bygt sér
bjálkakofa þar í gilinu. Hann
hafði hestapar og haglabyssu er
hann fór frá kofa sínum, og með
byssunni hræddi hann suma ó-
sleitilega. Sveinbjörn og hann
höfðu skuldaskifti þetta áminsta
ár, og átti Sveinki að greiða Ole-
son nokkurt kjöt í þessum við-
skiftum. Greiðslan hjá Sveinka
gekk seinna en lofað var í fyrstu,
og kom því að krefja Sveinka
um kjötið, síðla dags, eða í ljósa-
skiftunum. Oleson heimtar nú
kjötið af Sveinka.
“Já, karl minn!” var orðtak
Sveinka. “Kjöt hefi eg lítið.”
Oleson upp með byssuna og segir
“Þessi skal senda kúlu í gegnum
hausinn á þér, ef þú kemur ekki
með kjötið.”
Það, sem spáir bestu um fram-
tíð byggðarlagsins við Campbell
River er, að þar verða reistar
jafnt og þétt margar og mis-
munandi verksmiðjur, svo sem
pappírsverksmiðjur, smíðaverk-
smiðjur, sögunarmylla og rayon-
verksmiðja eða smiðja; við þetta
skapast stöðug atvinna fyrir
mörg þúsund manns allan ársins
hring.
Allmikið hefir verið um inn-
flutning fólks til þessara stöðva,
eftir að víst var, að orkuverinu
yrði komið upp, og fer það að
vonum.
Nú hefir verið opinberlega frá
því skýrt, að 2,000 manns þurfi
þegar í vinnu þar sem verið er
að koma fyrir stíflunum í Camp-
bell ánni; er slíkt sízt að furða
þar sem um jafnmikið mann-
virki er að ræða, og hér er raun
á.
S. Guðmundson.
Dánarminning
Sigurður Kjarlansson
Þann 13. ágúst síðastliðinn lézt
á heimili systur sinnar, Martha
Sund, við Woodlands, Man., Sig-
urður Kjartansson, bóndi frá
Reykjavík, Man., eftir nærri
þriggja mánaða sjúkdómslegu.
Þrátt fyrir þó lát hans kæmi
engum óvænt, því um lengri
tíma höfðu menn vitað að bata-
von var engin, setti menn hljóða
þegar fregnin kom, að Siggi væri
dáinn. (En með því nafni þekt-
úm við hann bezt).
Það var svo tiltölulega stutt
síðan að við höfðum séð hann
fullhraustan, eða hann hafði
sýnst vera það, og gengið að
störfum sínufti sem hver annar
með heilli heilsu, en var nú liðið
lík. Það var erfitt að sætta ,sig
við þá breytingu og hugurinn
flaug fyrst til ekkjunnar, sem
hafði mist svo mikið, en sem
hafði svo djarflega og trúlega
verið með honum gegnum alt
sjúkdómsstríðið til síðustu stund-
ar, til barnanna, sem mist höfðu
góðan föður, til hinnar aldur-
hnignu móður, sem nú átti á bak
að sjá efnissyni á bezta aldri, til
systkinanna, sem mist höfðu
kæran bróður, og menn fundu
svo glöggt að þeir höfðu mist
kæran vin, góðan nágranna og að
autt var sæti í okkar fámenna
hóp, sem fáir fyltu betur en hann
sem farinn er.
Sigurður Kjartansson var
fæddur við The Narrows, Man.
22. janúar, 1904, þar sem for-
eldrar hans þá bjuggu. Faðir
hans var Guðmundur Kjartans-
son frá Dýrastðum í Mýrasýslu,
en móðir Petrína Sigríður Ingi-
marsdóttir frá Hvammi í Norð-
urárdal í Mýrasýslu.
Árið 1909 fluttust þau hjón
vestur yfir Manitobavatn og sett-
ust að í Reykjavíkurbygðinni og
dvaldi Sigurður þar ávalt síðan.
Hann giftist árið 1932 eftirlifandi
konu sinni Margréti, dóttur
þeirra merkishjónanna Guðjóns
heitins og Valgerðar Erlendson,
sem voru ein af frumbyggjum
Reykj avíkurbygðar.
Þau Margrét og Sigurður eign-
uðust þrjú efnileg börn, sem öll
eru á lífi: Norman, Guðmund
(Jimmie) og Joanne.
Fimm systkini lifa Sigurð heit-
inn: Ingvar og Thorsteinn, báðir
við Reykjavík; Martha (Mrs.
Sund) við Woodlands, Man.;
Ragnheiður (Mrs. Ólafsson)
Reykjavík, og Margrét (Mrs.
Larson) í Svíþjóð.
Árið sem þau giftust, settu
þau hjón upp bú á syðsta bæ
bygðarinnar og bjuggu þar ávalt
síðan. Atvinnuvegirnir voru
jöfnum höndum fiskiveiðar á
vetrum og griparækt. Stundaði
hann hvorutveggja með dugn-
aði og ekki margir sem afköst-
uðu meira verki en hann, enda
var hann, ifteð hjálp konu sinn-
ar, sem var honum mjög sam-
hent, búinn að koma sér upp
góðu heimili og stóru búi á þess-
um 13 árum sem þau bjuggu, en
einmitt nú þegar hann hefði get-
að farið að nokkru að geta notið
ávaxtanna af elju sinni, var
hann kallaður burt.
Sigurður heit. naut vanalegr-
ar barnaskólamentunar, en
lengra fór hann ekki á men'ta-
brautinni; hafði þó bæði hæfi-
leika og löngun til fróðleiks;
mun hann hafa lesið töluvert
meðan hann var í foreldrahúsum
og fremur til fróðleiks og upp-
byggingar en skemtunar. Ein-
yrkjar hafa mörgu að sinna og
veitist lítill tími frá nauðsyn-
legum störfum, þó mun hann
hafa lesið meir en alment gerist
og fylgdist ætíð vel með öllu,
sem var að gerast.
Þótt hann væri hér borinn og
uppalinn, og hefði fengið skóla-
mentun sína á ensku, var íslenzk-
an honum tamari og kærari, enda
sannur íslendingur að upplagi,
fastur fyrir og hefði lítt þolað
ósanngjarnan yfirgang, ákveð-
inn í skoðunum, en gat vel rætt
málin við aðra sem öðru vísi litu
á þau.
Hann var greindur vel, dag-
farsgóður og hvers manns hug-
ljúfi sem kyntust honum til hlýt-
ar.
Jarðarför hans fór fram frá
heimilinu þar sem þau hjónin
höfðu lifað saman allan sinn bú-
skap, og sem var honum svo
kært, en nú hafði staðið í eyði að
heita mátti síðan hann fór að
leita sér læknishjálpar og síðan
að stríða hinu síðasta stríði.
Séra Philip M. Pétursson jarð-
söng og voru viðstaddir allir úr
nærliggjandi bygðum, auk þó
nokkuð margra lengra aðkom-
inna.
Flaug mér í hug við það tæki-
færi erindi kveðið fyrir löngu
af Þorsteini Erlingssyni, sem mér
fanst eiga hér svo vel við:
Sárt er nú hjartað og sólin hans
er
Sígin 1 hafdjúpið alda,
Þar var að leita ef þér eða vér
Þurftum á drenglund að halda
Því hneygir lotning vor líkinu
hans hér,
Hinu kalda.
En hver, sem unnið hefir sér
þá virðing og vinarhug í hjörtum
samferðamanna eins og hann
hafði gjört, heldur áfram að lifa
í hlýjum endurminningum, þó
hann sé burtu kallaður.
Blessuð sé minning hans.
Vinur.
— Hefi eg sagt þér skemmti-
legu söguna, sem eg heyrði í
gær?
— Var hún skemmtileg?
— Já, reglulega.
— Þá hefurðu ekki sagt mér
hana.
•
í kirkjugarði einum í Middle-
bury er legsteinn, sem ekkja hef-
ir sett elskuðum eiginmanni sín-
um. Á steininn er þetta letrað:
“Hvíl í friði — þangað til við
hittumst aftur.”
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man.............. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak. B. S. Thorvarðson
Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man..................... M. Einarsson
Baldur, Man................... O. Anderson
Bantry, N. Dak........... Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...........Árni Símonarson
Blaine, Wash............... Árni Símonarson
Cavalier, N. Dak.......... B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man............ O. Anderson
Churchbridge, Sask...... S. S. Christopherson
Dafoe, Sask.................
Edinburg, N. Dak.............Páll B. Olafson
Elfros, Sask. .......... Mrs. J. H. Goodman
Garðar, N. Dak.............. Páll B. Olafson
Gerald, Sask................... C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man..................... O. N. Kárdal
Glenboro, Man ................ O. Anderson
Hallson, N. Dak............. Páll B. Olafson
Hnausa, Man............. K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man.................. O. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn^................Miss P. Bárdal
Langruth, Man.............. John Valdimarson
Leslie, Sask. ............... Jón Ólafsson
Kandahar, Sask. ..........
Lundar, Man................ Dan. Lindal
Minneota, Minn. ..............Miss P. Bárdal
Mountain, N. Dak. ............ Páll B. Olafson
Mozart, Sask................
Otto, Man. Dan. Lindal
Point Roberts, Wash........... S. J. Mýrdal
Reykjavík, Man................ Árni Paulson
Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. J. J. Middal
Selkirk, Man. ............. S. W. Nordal
Tantallon, Sask............ J. Kr. Johnson
Upham, N. Dak............ Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man. . K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man............. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. ......... O. N. Kárdal
Wynyard, Sask. .............