Lögberg - 27.09.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 27.09.1945, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER, 1945 Or borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • Starfsfundur verður haldinn í Esjunni í Ár- borg, sunnudaginn þ. 30. sept. kl. 2 e. h., á heimili Mr. og Mrs. B. J. Lifman. Mörg áríðandi mál- efni liggja fyrir þessum fundi og er því áríðandi að sem flestir mæti. Nefndin. • Hið eldra kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar, er nú í óða önn að und- irbúa hina árlegu þakkargerðar- samkomu, sem haldin verður í kirkjunni á mánudagskvöldið þ. 8. okt., n. k.; verður venju sam- kvæmt hið bezta til samkomu þessarar vandað; eru slíkar sam- komur jafnan skemtilegar og fjölsóttar. Skemtiskráin verður auglýst í næstu viku. ' • Stúkan Skuld hefur ákveðið að hafa sína árlegu Tombólu 22. okt. Þetta er eina arðberandi samkoma, sem höfð er til að hjálpa bágstöddum og er óskað að önnur félög setji ekki sam- komu á það kvöld. Nefndin. • Leiðrétting. Eg vil biðja Lögberg að gera svo vel að laga eina setningu, sem villa hefir slæðst inn í, í greininni: “Beztu þakkir fyrir komuna”. Setningin er þessi: “Prófessor Ásmundur hafði áður verið hér þjónandi prestur og átti hér því sameiginlegar guðs- þjónustur og vin að mæta.” Setn- ingin á að vera svona: Prófessor Ásmundur hafði áður verið hér þjónandi prestur og átti hér því vinum að mæta. Prestarnir höfðu sameiginlegar guðsþjónustur og samkomur, þá einu viku, sem séra Ásmundur stóð við. Rannveig K. G. Sigurbjömsson. • Thanksgiving Tea. Jón Sigurðsson félagið heldur Thanksgiving Tea í T. Eoton Assembly Hall, laugardaginn 6. október frá kl. 2.30 til 5 e. h. Stjórnarnefnd félagsins hefir aðalumsjón með sölunni, en þess ar konur veita forstöðu við hin- Ar ýmsu deildir: Home cooking: Mrs. J. S. Gillies, Mrs. P. S. Páls- son; Tea Table: Mrs. K. J. Aust- man, Mrs. A. G. Eggertson, Mrs. B. Thorpe, Mrs. F. W. Wright, Mrs. L. E. Summers og Mrs. P. J. Sivertson; Novelty Booth: Mrs. G. F. Jonasson og Mrs. E. W. Perry. Forseti félagsins, Mrs. J. B. Skaptason, ásamt heiðurs- forsetum, tekur á móti gestum. Um leið og félagið býður öllum hinum mörgu og ágætu vinum sínum að taka þátt í þessari þakklætis samkomu vill það þakka alúðlega þann mikla styrk og þá vinsamlegu samvinnu sem þeir hafa látið því í té þessi erf- iðu ár á meðan stríðið stóð yfir. Meðlimir félagsins vilja af hrærðu hjarta láta í ljósi þakk- læti sitt sökum þess að nú eru allir liðsmenn okkar, sem til fanga voru teknir að lokum komn ir úr óvina höndum. Félagið er nú að búa sig undir að taka á- móti öllum þeim sem eru að koma heim úr herþjón- ustu, og vill gera sitt ýtrasta til þess að gera þeim heimkomuna eins ánægjulega og unt er. • Jón Sigurðsson félagið heldur næsta fund í Free Press Board room númer 2, fimtudaginn 4. október kl. 8 e. h. Hver meðlim- ur er vinsamlega beðinn að hafa með sér einn kaffi-bolla, svo hægt sé að gefa öllum kaffi. Samskot í byggingarsjóð Bdndalags Lúterskra Kvenna. Frá Mr. H. Bjarnason og börn- um hans, Davidson, Sask. $25.00, gefið í minningu um ástkæra eiginkonu og móðir. Meðtekið með samúð og þakk- læti. Hólmfríður Danielson, 869 Garfield St., Wpg. • Mr. Jens Gíslason Gillis, raf- virki frá Seattle, Wash., var staddur hér um slóðir ásamt frú sinni og dóttur, í vikunni, sem leið. Mr. Gíslason er fæddur í Lundarbyggðinni við Manitoba- vatn, en hefir dvalið í aldarfjórð- ung á Kyrráhafsströndinni, mest an tímann í Seattle. • Mr. Jón Hillmann frá Evarts, Alta, var staddur í borginni í fyrri viku; kom hann hingað með aldraðan íslending, sem ætlaði að setjast að á elliheimilinu Betel á Gimli. • Laugardaginn þann 15. þ. m., lézt á sjúkrahúsi í Dauphin, Man., Kjartan Goodman frá Winnipegosis. Foareldrar hans voru þau hjónin Methusalem Guðmundsson og Jakobina Jóns- dóttir, ættuð frá Kálfaströnd við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Kjartan lætur eftir sig ekkju sína, Þórunni, ásamt fjórum börnum, Njáli, Guðlaugi, Kjart- ani og Sigurborgu; ennfremur eitt barnabarn. Útför Kjartans fór fram að Bay End, Man., þann 19. þ. m., að viðstöddu fjölmenni. Séra S. S. Christopherson, jarðsöng. Hann var á leið heim til sín og hafði ekkert veitt. Kom við hjá fisksala á leiðinni og sagði við hann: “Hendið þér í mig 5 stærstu silungunum, sem þér haf ið.” — Hversvegna á eg að henda þeim? sagði fisksalinn undrandi. — Til þess að eg geti gripið þá á lofti. Þá get eg sagt heima að eg hafi veitt þá. Það getur verið að eg sé ónýtur veiðimaður — en lýginn er eg ekki. • í Lumberton við Missisippi dó fyrir nokkrum árum maður að nafni Purvis, sem átti merkileg- an æfiferil. Árið 1894 var hann dæmdur til dauða og átti að hengjast, þó hann neitaði sig sek- an. Hann var hengdur en snaran slitnaði, og síðar var Purvis náð- aður. 26 árum síðar játaði annar maður á sig glæpinn á banastund inn: að hann hefði drepið mann- inn, sem Purvis hafði verið grun aður um morðið á. En Purvis fékk $5000 bætur, fyrir “greiða, sem hann hafði gert Bandaríkj- unum.” Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur. Guðsþjónustur: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. • Guðsþjónustur við Church- teridge o. v. í sept.: Þann 9. Þingvallakirkju kl. 1 e. h. 1 Winnipegosis þ. 16. kl. 3 e. h. í Concordiakirkju þann 30. á vanalegum tíma. S. S. C. • Gimli prestakall. 30. sept. — Messa að Húsavík, kl. 2 e. h., að Gimli kl. 7 e. h. 7. október —íslenzk messa að Langruth, kl. 2 e. h., og ensk messa kl. 7.30 e. h. Skúli Sigurgeirson. • Árborg—Riverton prestakall. 30. sept. — Hnausa, messa kl. 2 e. h. Árborg, íslenzk messa kl. 8 e. h. 7. okt. — Geysir, rriessa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. (Dedication of Honor Roll). B. A. Bjarnason. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Séra Rúnólfur Marteinsson flytur þar íslenzka guðsþjónustu kl. 7 næsta sunnudagskvöld. í lífshællu. Sveinki átti um þetta leyti uxa- par, og hétu þeir Rock og Bill. 1 eitt skifti er Sveinki var við vinnu sína, með uxana, fór hann heim síðar en vant var, og þetta var á heitum júlí-degi. Þegar Sveinki er kominn miðja vegu heim á leið, lá gatan fast hjá ánni, og uxarnir taka stökk út að ánni, og'Sveinki hrópar: “Gee Rock!” En uxinn var þyrstur og heldur strykið ofan í ána, og á kaf af ferðinni sem á þeim var. Er nú ekki að orðlengja það, að Sveinki losnar við vagninn, og sund kunni hann ekki, en dag- arnir voru ekki uppi. Hann bar upp að bakkanum á ánni nálægt heimilinu sínu, og náði í víði- hríslu. Meiri lífshættu hafði hann aldrei komist í, jafnvel ekki í Svefneyjum hjá Hafliða. RE-ELECT PAUL BARDAL COALITION CANDIDATE City Council, 1931-41 Legislature, 1941-45 Merits Your Continued Support Experienced Fairminded BARDAL 1 CKRC — THURSDAY, 8 P.M. CKRC — MONDAY, 1.35 P.M. Committee Room—674 SARGENT AVE. PHONE 31107 Matvælabirgðir og bændur Sléttufylkjanna Mjólkurafurðir og kjötframleiðsla Eftir Dean R. D. Sinclair Allar þær tilraunir til ný- sköpunar, eða endurskipulagn- ingar, sem að því miða, að bæta úr bjargarskortinum í heiminum, verða að leggja aukna áherzlu á framleiðslu mjólkur og mjólk- urafurða. Mjólkurkýrin hefir oft og einatt verið kölluð “hin lif- andi mjólkurverksmiðja”,^og er það vitaskuld. í eðli"sínu rétt, hvort sem slíkt nafn þykir 'að- laðandi eða ekki. Mjólk, smjör, ostur, og margt annað, sem búa má til úr mjólk, hefir vitanlega á öllum tímum djúptæka þýð- ingu fyrir heilsu og velfamað mannkynsins; kom þetta þó ekki hvað sízt skýrt í ljós á tímum hins nýafstaðna veraldarstríðs, og verður seint þakkað sem skyldi. % & \f & Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á íslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavik. Hann er gjald- keri í Grœnmetisverzlun ríkisins. Minniál BETEL í erfðaskrám yðar NÚ ERU ENDURNAR í HÆTTU ef skyttan kaupir veiðileyfi hjá okkur; við höfum allar tegundir skotfæra. Asgeirson’s Paints and Hardware 698 Sargent Ave. Sími 34 322 r Beauty Sakin Nýtízku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents tslenzka töluB á st. 257 Kennedy St. sunnan Portage Slmi 92-716 IS0N, eigandi Tbe Sw.an Manufacturffig C«. Manuíacturers of SWAN WEATHEK-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 261 Jamee Street Phone 22 64) MOST SUITS - COATS DRESSES "CBLLOTONE” CLEANED 72c - CASH AND CARRY FOR DRIVER PHONE 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. Sléttufylkin hafa fyrir löngu fengið á sig orð vegna hinnar umfangsmiklu komræktar, og hafa réttilega verið kölluð korrt- forðabúr heimsins. En nú er svo komið, að þau hafa einnig geisi- mikla þýðingu fyrir þjóðarbú- skapinn í heild á sviði hins bland aða landbúnaðar vegan aukinnar og bættrar mjólkur- og kjötfram leiðslu. Smjör það, sem framleitt er í Vestur-Canada, þolir að öllu sam anburð við hliðstæða framleiðslu annars staðar í landinu. Hér og þar um alt Vestur- landið er að finna víðtæk land- flæmi, sem sérstaklega eru vel fallin til búpeningsræktar, þar sem allar þær fóðurtegundir vaxa í stórum stíl, sem nauðsyn- legar em til fóðrunar mjólkur- kúm og aukinnar framleiðslu mjólkurafurða; þessu til sönnun- ar nægir að vitna í hin mörgu smjörgerðarfyrirtæki, sem kom- ist hafa á fót og dafnað vel, víðs- vegar um fylkið. Griparækt Vesturlandsins er víða komin á hátt stig, þótt enn standi hún vissulega til bóta; nautakjöt úr Vesturfylkjunum, þar sem það er bezt, þykir ein hin ágætasta markaðsvara slíkr- ar tegundar, hvar í heimi, sem er, þó þörf sé á, að hún jafnist betur að* gæðum í framtíðinni. Þó ekki verði annað með sönnu sagt, en landbúnaður vestanlands, sé í sæmilegu horfi * eins og nú hagar til, þá er þo engu að síður margháttaðra um- bóta þörf í því efni; í mörgum tilfellum hafa bændur ekki haft nægileg peningaráð til þess að bæta bústofn sinn né heldur til þess að afla sér ýmissa þeirra nýtýzku véla, sem spara bæði tíma og létta betur undir við störfin; það fé, sem þeir á liðn- um árum- hafa lagt í kaup Sig- urláns veðbréfa, kemur þeim nú að góðu haldi við öflun nýrra verkfæra og þess annars, sem orðið hefir að sitja á hakanum meðan á stríðinu stóð. Þörfin á auknum vistum hefir aldrei verið brýnni en einmitt nú; og eins og nú horfir við, er ekki annað fyrirsjáanlegt, en framleiðsla kjöts og mjólkuraf- urða seljist við góðu verði, því eftirspurnin fer dagvaxandi. — ATTENTION — Now is the time to place your order for a new Chevrolet, Olds- mobile car, or Chevrolet truck. Permits for new trucks are now granted to farmers, fishermen, lumbering, freighting and many other occupations. Place your order now with E. BRECKMANi Direct General Motors Dealer Phone 28 862 646 Beverley Sl., Winnipeg NET TIL FELLINGAR Það fólk, sem kynni að vilja taka að sér net til fellingar, er vinsamlega beðið að snúa sér til KEYSTONE FISHERIES LIMITED SCOTT BLDG., WINNIPEG SÍMI 95 227 This series of advertisements is taken frora the booklet "Back to Civil Life,*’ published by and available on request to the Department of Veterans' Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. No. 9 — RE-ESTABLISHMENT CREDIT The re-establishment credit is primarily for those members of the Forces who do not elect to take educational, vocational or technical training or benefits under the Veterans’ Land Act. This credit is the equivalent of the basic gratuity which is cal- culated on the basis of $7.50 for each 30 days service in the Western Hemisphere and $15.00 for each 30 days service overseas or in the Aleutian Islands. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD132 NÚ FARA MENN AÐ SKYGNAST EFTIR Vetrarfrökkum! Hjá EATON’S eru nú miklax birgðir fyrirliggjandi af vetr- arfrökkum af mismunandi gerðum og iitum, svo sem Herringbones, Donegal tegund- ir, gulbrúnar, bláar og gráar að lit. Balmaccan, set-in ermar, slip-on og raglans. Stærðir 35--44. verð . . Men’s Clothing Section, The Hargrave Shops for Men, Main Floor. ST. EATON WINNIPEG CANAD /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.