Lögberg - 27.09.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.09.1945, Blaðsíða 6
6 í — -----------------1— Dulin fortíð Aldrei hafði Isabel Damer fengið meira slúð- urefni á tungu sína en nú; nú mundi það sann- ast, að það hefði ekki verið að ástæðulausu að hún hefði haft misgrun á lafði Damer. Samt sem áður gat hún ekkert neitt með neinni vissu, sem öllum er þekktu hana, og illvilja hennar til lafði Damer, þótti býsna undarlegt, en hún vissi ekkert um það sem gerst hafði, svo hún gat ekki frætt aðra um annað en það, að Damers hjónin hefðu farið til London, og hún vissi einu sinni ekki hve lengi þau yrðu í burtu. Daginn eftir að hjónin fóru, var Robert Elster jarðaður, og lengi eftir það talaði fólk um hv'e móðir hans var sorgbitin og örvæntingarfull. Hún hafði reynt til að fleyja sér ofan í gröfina. Hún hrópaði til Guðs, að hann léti hefndina falla þungt og miskunarlaust á þann sem hefði rænt lífi einkasonar síns. En nú þóttust allir hafa komist að sannleik- anum, en hvernig, það vissi enginn; nú varð það á allra vörum, að lafði Damer væri sökuð um að hafa myrt Robert Elster. Aldrei hafði neitt skeð, sem hafði vakið eins mikinn ugg og undrun þar umhverfis. Þessi elskulega, og af öllum dáða kona, sem í svo mörg ár hafði verið sem skínandi sumarsól í öllu nágrenninu — hún að geta framið svona hræðilegan glæp. Nei, það virtist ekki trúlegt. “Hver var þessi maður, sem var myrtur?” spurði einhver, og svarið var, að hann væri bróðir skrifara lávarðar Dysarts, en það gaf enga upplýsingu. Hvað gat hafa verið á milli þeirra? Því fór hún að skjóta hann? Þekkti hún hann? —Þannig gengu samræður fólks um stund, þar til að hvíslingar um að hún hefði áður verið gift, fóru að berast mann frá manni, og hefði nú fyrst verið að komast upp, og að myrti mað- urinn hefði staðið í einhverju sambandi við það. Hertogafrúin af Redfern hrósaði nú sigri, því nú mundi hún aftur verða drottning umhverfis- ins, og verða nú fastari í sessi en þegar lafði Damer steypti henni úr völdum. “Eg hefi aldrei látið villa mér sýn,” sagði hún hreykin. “Frá því eg fyrst sá andlit lafði Damers í danssalnum heima hjá mér, hefi eg haft illan grun á henni. Nú sýnir það sig, að eg hefi ekki að ástæðulausu tortryggt hana.” Hope lá veik í rúmi sínu á Avonwold; hún var of veik til að geta fylgt systur sinni til London, sem hún umfram allt vildi hafa getað gert. Vonbrigðin, sem hún varð fyrir höfðu heltekið líkama hennar og sál. Hún hafði fórn- fært sér og öllu lífi sínu til að halda leyndum ósannindum, en nú alla komið upp. Þetta lagð- ist á hana sem lamandi sjúkdómur. Dysart lávarður var fyrsti maðurinn, sem fékk að heyra allan sannleikann; en hann hafði ekki fengið neitt bréf frá London. Damer lávarð- ur eyddi öllum sínum tíma í London. til að út- vega sér hjálp, hann fór frá einum nafnkend- asta lögmanninum til annars, en þeir gáfu hon- um ekki mikla von; þeir sögðu allir það sama, að allt mælti á móti lafði Damer í þessu máli. Frá því fyrsta hafði hann staðið í þeirri mein- ingu, að engin heilvita maður mundi trúa því, að svo góð og háttstandandi kona væri sökuð um morð. Hann heyrði umtal fólks, sem laut mest að því, að hver og einn var að gera sér tilgátur um orsökina til morðsins og flestir giskuðu á, að orsökin mundi vera leyndarmál frá æskuárum lafði Damer. Damer lávarður gat fengið hina slyngustu og duglegustu málafærslumenn á Englandi til að verja lafði Damer, já, alla þá nafnfrægustu, en hann fann, að einungis fáir af þeim vildu hlusta á, að hún hefði ekki framið morðið. Hann gleymdi, vegna þess, alveg að skrifa lávarði Dysart, því þeirra áhugamál var, að láta engan orðróm berast til Rose Damer, en þeir gátu ekki gert það sama, að því er áhrærði lávarð St. Albans. Hann kom eirtn daginn heim, eldrauður í andliti, með skjálfandi hend- ur, hann sagði að hann hefði barið Dynover þjón sinn með svipunni, því hann hefði sagt, að lafði Damer lægi undir kæru fyrir hræðilegt morð. Jarlinn sagði, mjög alvarlega við son sinn, að hann hefði ástæðu til að ímynda sér, að það væri satt. Hann sneri sér frá föður sínum og sagði, með sárum harmi. “Sá sem leggur trúnað í slíkt, hefur mist vitið; lafði Damer mundi aldrei láta sér til hug- ar koma að drepa hinn minsta fugl, hvað þá mann.” Faðir hans bað hann að stilla sig, og láta Rose ekki verða vara við þetta. Einn daginn kom Rose grátandi og náföl í andliti til unn- usta síns og bað hann segja sér hvað væri um að vera. “Það er eitthvað viðvíkjandi mömmu, Archie, því þegar eg nefni hana, horfir fólk svo und- arlega á mig. Hvað er það? Þó allir forðist að LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1945. segja mér sannleikann í því, þá að minsta kosti gerir þú það ekki. Hann vissi að fyr eða síðar fengi hún að heyra það, svo hann sagði henni alla söguna, en eins varfærnislega og mögulegt var. Hann sagði að nokkrir heimskir lögreglumenn hefðu grafið sig inn í morðsöguna á Avonwold, og fest grun á lafði Damer, því hún hafði talað við myrta manninn. Þrátt fyrir það þó hann gerði söguna mikið mildari og drægi úr henni, varð Rose svo mikið um, að hún fölnaði sem laúfblað fyrir haust- frosti, er hún heyrði þetta. “Vesalings mamma,” stundi hún upp. “Ó, Archie, það gleður mig, að Charlis og Alwin, eru á Þýzkalandi. Heldurðu að pabbi sé mjög bágur út úr þessu?” “Damer lávarður getur víst bráðlega sýnt og sannað, að þetta er eitt hræðilegt misgrip frá upphafi, og svo fá þeir sem hafa komið slíkum grun á stað að skammast sín fyrir það.” Hún leit á hann með svo vonleysislegu augna- ráði, sem hann gleymdi aldrei. “Archie, vita ekki allir að elsku mamma mín er saklaus, þó hún sé sökuð um svona viður- styggilegan glæp?” Hann svaraði engu þessari spurningu, en tók hana í fang sér og kysti hana og sagði, að það stæði alveg á sama, því allir sem þekktu móðir hennar vissu hve saklaus hún er, og þætti ennþá vænna um hana, fyrir þá sorg og mæðu, sem hún saklaus verður að líða, fyrir ranglæti annara. “Það aðskilur okkur ekki, Arshie?” sagði hún og hjúfraði sig innilega að honum. “Þú skamm- . ast þín ekki fyrir mig, þó þessi skuggi hafi fallið yfir okkur?” “'Nei, sjálfur dauðinn skal ekki aðskilja okk- ur, Rose,” svaraði hann, en á sama augnabliki greip hann hræðilegur ótti yfir því, að for- eldrar hans mundu líta á þetta, sem vanheiður, sem þau vildu ekki eða gætu ekki þolað. “Eg skal vera þér trúr, elsku Rose mín, þó eg vegna þess yrði gerður arflaus.” Hann sagði henni ekkert um fyrra hjónaband móður hennar — það ætlaði hann lávarði Dam- er að gera. Honum þótti innilega vænt um lafði Damer; ef hún hafði verið gift áður og viljað halda þeirri giftingu leyndri, þá vaj það eng- um viðkomandi nema henni. Þannig hlífði hann Rose við mörgu, sem annars hefði valdið henni meiri harms og kvíða. Archie fórnaði sér alveg fyrir hana, og var með henni öllum stundum. 80. KAFLI. Robert Elster lá nú í gröf sinni, og móðir hans hélt áfram að búa í litla húsinu sínu í Croston, eftir að hún komst til fullrar rænu aftur. Eftir dauða Roberts var Mrs. Elster alveg breytt frá því sem hún áður var, sorgin hafði lamða hana, og breytt henni svo hún var vart þekkjanleg fyrir sömu manneskju. Hún var að upplagi vingjarnleg og lagleg kona; nú var hún grett og lundvond. Læknirinn sem vitjaði hennar sagði að ástand hennar væri all-alvar- legt og talaði um að hún væri ekki laus við brjálsemi. Verner hafði tekist á hendur hið óvissa verk, að fá móður sína fríjaða af öllum grun um morðið. Orðin hennar: “Frelsaðu mig sonur minn!” hljómuðu stöðugt í eyrum hans, og hann ásetti sér að annað hvort skyldi hann bjarga henni, eða deyja með henni. Hann fór til Croston í þeirri von, að úr því Robert hefði verið þar, væri hugsanlegt að þar væri að finna tildrögin að morðinu. Er hann kom til Croston fór hann strax til litla hússins þar sem hann hafði dvalið svo mörg úr. Honum rann til rifja að sjá húsið í slíkri niðurníðslu og minntist þess, að hann hafði þó notið þar margra sælla stunda. Þar sem hann hafði skrifað, fyrsta kvæðið sitt, og hann minntist undrunar svipsins á andliti Jane, þegar hann var búinn að lesa það fyrir hana. Nú átti hún ekki neina gleði framar í lífi sínu. Hann stóð, og hugsaði' um, hve mikil eyði- legging, hve mikil sorg, getur breiðst út til svo margra, fyrir eina einustu óaðgætis yfirsjón, eins og henti móður hans. Hann bað guð að vernda sig frá allri synd, og öllu illu. Fólkið úr nágrenninu kom og flykktist í kring- um hann; hann hafði altaf verið í meira uppá haldi þar í nágrenninu en Robert. Hann var spurður allra mögulegra spurninga Það var búið að fréttast þangað, að Robert hafði verið drepinn, en ekki hvernig. Hann varð að segja því þá sorglegu sögu, og að móðir hans væri næstum brjáluð af sorg út af því að hafa msit hann. Fólkið sem hlustaði á hann lét samhygðar merki í Ijósi; þó að þeir sem þektu Robert, hefðu aldrei haldið mikið upp á hann, en það var þó leiðinlegt að heyra, að hann var skot- inn niður eins og hundur, án þess að koma nokkurri vörn fyrir sig. “Það er ekki að furða þá Kata Repton líti ekki vel út,” sögðu konurnar sín á milli, “eg gat ekki skilið hvað gnegur að henni.” Verner heyrði þetta, og sneri sér að þeirri sem sagði það. “Hver er Kata Repton?” sagði hann, “og í hvað sambandi er hún við bróður minn?” Það svöruðu svo margar konur undir eins, að honum var næstum ómögulegt að skilja hvað þær sögðu. “Vissi hann ekki hver Kata Repton var — vissi hann það ekki? — Hafði hann aldrei heyrt talað um hana? Kata var dóttir Reptons bónda, sem bjó skamt frá þorpinu; hún. var fallegasta stúlkan í Cros- ton, og ætlaði að giftast manninum, sem var myrtur.” Nú mundi Verner, að Robert hafði einu sinni sagt honum, að hann ætlaði að giftast svo ljóm- andi fallegri stúlku, sem ætti heima í nágrenni við Croston. Hann hafði þá ekki veitt því neina sérstaka eftirtekt, hann leit á það sem vanalegt ' mikilmensku tal bróður síns, en nú varð það honum meira umhugsunarefni. Lafði Damer hafði ekki dregið neitt undan af sögu sinni við hann; hún hafði sagt honum, að Robert hefði krafist að fá Rose fyrir konu, sem borgun fyrir að þegja um leyndarmálið. . Hvernig gat hann. talað um slíkt, ef hann var trúlofaður Kötu Repton? “Var ekki sú trúlofun farin út um þúfur?” spurði hann konuna, sem fyrst hafði talað. Það vissi enginn til þess að svo væri; en það voru allir sammála um, að það væri hættu- legt að táldraga Kötu Repton. Fólkið sagði að Robert Elster hefði upp á síðkastið borið sig mikilmannlega, og altaf haft fulla vasa af peningum; en enginn hafði heyrt að trúlofunin milli hans og Kötu væri upp- hafin. Verner yfirvegaði þetta, sem hann heyrði, í huga sér. Ef Robert virkilega var trúlofaður þessari fríðu bóndadóttur, hvernig gat honum þá komið til hugar að krefjast Rose Damer fyrir konu? Var þarna ráðninguna á gátunni að finna? Hann ákvað að fara út á búgarð Reptons, og tala sjálfur við Kötu. Það var á fögrum júlí morgni, og sólargeisl- arnir stöfuðu á smáraengin; hveitið stóð þrosk- að, hinar ýmsu tegundir smárra trjáa á milli akurreinanna stóðu í blóma, og fuglarnir flugu syngjandi, grein af grein. Hann hafði aldrei svo hann vissi til séð Kötu Repton, og hann var að hugsa um hvernig hún liti út. Mun Robert virkilega hafa elskað hana? Mun hún hafa elskað hann? Skamt fyrir framan sig sá hann nokkuð sem vakti eftirtekt hans. Það var hlið á gyrðingu, þar sem gengið var heim að húsinu; yfir því var stór bogi, alskrýddur hinum fegurstu skraut blómum, og til hvorrar handar við innganginn stóðu voldug tré í fullum blóma. Við hliðið stóð ung stúlka; hún hreifði sig ekki, og lét ekkert til sín heyra. Hún hallaði sér fram á gyrð- inguna, og starði með æðislegu augnaráði út yfir akurinn. Slíkt andlit hafði Verner aldrei séð áður — svo æðislegt, svo hvítt, svo lamað af sorg; ungt, en þó án æskublóma; frítt, en þó svo hræðilega hnuggið, nærri því vofu- legt. Hann stóð þegjandi í nokkrar mínútur og virti hana fyrir sér, eins og hún væri málverk; hann dáðist að fríðleik hennar, hinum tinnu- svörtu augum, þykka brúsandi hári. Var þetta Kata Repton, bóndadóttirin? Ef svo er, hvaða hræðilegri óhamingju hefur hún þá orðið fyrir? Var það sorg út af að hafa mist Robert, sem hafði sett þennan merjandi þjáningarsvip á andlit hennar? Hann gekk að hliðinu þar sem hún stóð, en hún breytti ekki þessu starandi augnaráði — hún sá hann ekki. En er hann talaði til hennar, rak hún upp hræðilegt hljóð. Hún hörfaði til baka, og and- litið varð enn hvítara en áður. “Eg þekki þig,” sagði hún; þú ert bróðir Roberts Elster. Hvað vilt þú mér?” Verner lyfti hattinum og horfði ákveðið í andlit hennar. “Eg hefi fengið að vita í dag, Miss Repton, í hvaða sambandi þú varst við minn óham- ingjusama bróðir. Þess vegna vildi eg sjá þig, því eg get ekki skilið hvernig dauða hans bar að.” “Þú ert ekki að segja sannleika,” sagði'hún höst; “þu kemur í öðrum erindagerðum; láttu . mig heyra hvert erindi þitt er.” Það var sjáanlegur ótti og kvíði í andliti hennar. Frá því augnabliki að hann sá hið náföla and- lit og hin viltu, ótta fyltu augu hennar, var hann, án þess að hann gæti gert sér skýra grein fyrir því, sannfærður um, að það var hún, — Kata Repton—, sem hafði drepið Robert. En hvernig átti hann að geta sannað það? “Við höfum orðið fyrir hræðilegri sorg, — hefurðu heyrt, að vesalings móðir Roberts hef- ur tekið sér svo nærri missir hans, að_ hún liggur nú hræðilega veik?” “Nei,” sagði hún. “Það var óttalegt tilfelli fyrir okkur öll. Hver mundi hafa látið sér til hugar koma, að svo guðdómlega góður drengur, éins og Robert, ætti sér slíkan óvin, sem vildi drepa hann?” “Hann var ekki guðdómlegur,” sagði hún. “Hann var staðfestulaus, undirförull, faiskur fantur.” “Sei, sei! talaðu ekki svona, Miss Repton; minnstu þess að hann er nú dauður. Eg — eg hélt að ykkur hefði þótt vænt hvort um annað.” “Eg hataði hann,” sagði hún. “Hann var falsk- ur og svikari. Hann hugsaði aldrei um neitt nema sjálfan sig.” “Hann er nú dáinn, og láttu vera að úthúða honum, hlífðu honum.” “Það stendur ekki í mínu valdi að hlífa hon- um, og þó eg gæti, vildi eg ekki gera það.” “En hann elskaði þig, var ekki svo?” “Nei, hann bara dró mig á tálar,” svaraði hún, og eldur brann úr augum hennar. “Hann táldró mig. í æðum mínum rennur Zigoiner blóð; móðgun og svik eru ekki fyrir- gefanleg, Zigoiner fyrirgefur aldrei óvin sín- um.” “Viltu segja mér á hvaða hátt Robert tál- dró þig.” Það brá fyrir grunsemis blæ á andliti hennar. “Nei, sagði eg að hann hefði táldregið mig? Eg segi engum mín leyndarmál, þau eru mín eigin og vel gætt. Ef hann táldró mig, þá er það bara milli mín og hans.” “Mér er alveg óskiljanlegt hvernig vildi til með dauða hans,” sagði Verner. “Má eg tylla mér hérna niður, sem snöggvast, Miss Repton, og segja þér frá allri þeirri sorg, sem stafar af dauða hans.” Hún hafði ekkert á móti því, og þau settust bæði á grasbekk, sem var þar. “Eg hefi lesið margar frásagnir um sorg og hörmungar,” sagði hann, “en engin þeirra er neitt á borð við þær hörmungar, sem hafa yfir- fallið fjölskylduna á Avonwold.” Það brá fyrir leiftri í augum hennar, er hann nefndi Avonwold, hún hló kalt og biturlega. “Bróðir þinn var orðinn svo aristokratiskur, og hann var skotinn í einni af fínu stúlkunum á Avonwold. Ein þeirra — ung með gull-fallegt hár— elskaði hann, að eg held.” “Nei,” sagði Verner alvarlega, “það var engin stúlka á Avonwold, sem leit við honum; það er áreiðanlega víst. Á eg að segja þér frá því sem skeð hefur á Avonwold?” “Já,” svaraði hún dræmt. “Ef það er sann- leikur sem þú vilt segja mér, þá vil eg gjarnan heyra það.” “Á Avonwold býr göfug og mikilsvirt hefðar- frú. Á æskuárum sínum varð hún fyrir miklu mótlæti — ógæfu — að ef þér væri kunnug saga hennar, mundir þú hafa samhygð með henni. Hújn giftist heimulegri giftingu, án þess að neinn vissi um það. Hún leið óhugsanlega mik- ið fyrir það. Robert Elster var að upplagi slæg- ur, og á lymskulegan hátt njósnaði hann um sögu hennar, og komst að leyndarmáli hennar.” “Eg man,” sagði hún, “að hann sagði mér, að leyndarmál, sem hann þóttist vita um, gerði hann stórríkan.” “Og það gerði hann ríkan, en hann var ekki ánægður með það. Hann var búinn að fá, og átti að fá framvegis, eins lengi og hann lifði, þúsund sterlingspund á ári, fyrir að þegja um leyndarmálið.” Kata roðnaði í andliti, og leiftri brá fyrir í augum hennar. “Hann sagði mér aldrei frá því. Hann lof- aðist til að giftast mér, þegar hann fengi þessa peninga, og að eg skyldi fá allt sem fullkomn- ast — Dýran klæðnað, gimsteina, skrautvagn, og hvað helst sem eg vildi. En hann sagði mér aldrei frá því að hann væri orðinn ríkur.” “Honum þótti þetta ekki nóg. Önnur systr- anna lofaði honum þúsund pundum á ári, en af hinni krafðist hann þess, sem var ennþá meira virði — einkadóttur hennar, umgrar, fríðrar stúlku, sem er trúlofuð, og elskar kærstann 'sinn af öllu sínu hjarta.” “Og vildi hún hann ekki? Eg hélt að hún hefði viljað hann.” “Nei, hún vildi ekki líta á hann. Nú sérðu hve grimm óhamingja hefur yfirfallið lafði Damer. Robert skrifaði henni og sagði að hann vissi um leyndarmálið; ef hún vildi að hann skyldi þegja um það, þá yrði hún að mæta sér á tilteknum stað klukkan 10 tiltekið kvöld. Þú getur vel skilið hversu þetta var pínandi fyrir lafði Damer. En hún fór þangað og mætti hon- um. Hann óttaði henni með því: að hann skyldi opinbera leyndarmálið, ef hún lofaði því ekki undir eins, að gifta honum einkadóttur sína.” Kata hló bitrum heiftarhlátri, og sagði: “Fínar frúr eiga ekki að hafa leyndarmál, það er hættulegt fyrir þær.” “Hlustaðu á það sem eg segi; hún gaf honum ákveðið afsvar; og á sama augnabliki reið af skot, og hann féll dauður að fótum hennar. Þú getur vel skilið hve hræðilegt þetta var —skot- inn til dauðs án aðvörunar, eins og villidýr.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.