Lögberg - 27.09.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER, 1945.
7
Bifreiðaframleiðsla Svía
I Svíþjóð eru tvær merkar
bifreiðasmiðjur og héldu þær sýn
ingar á nýjustu bílagerðum sín-
um í haust, í þeim tilgangi að
sýna hverju mætti búast við af
sænskum bifreiðaiðnaði eftir
stríðið. Svíar eru orðnir mikil
bílaþjóð, þó að vitanlega hafi
dregið stórkostlega úr bílanotk-
un á stríðsárunum. Var aðsókn
að báðum sýningunum afar mikil
enda voru þær stærri en sýning-
ar þær, sem haldnar hafa verið
síðan stríðið hófst. Aðrar sýn-
ingar í þessari grein hafa eink-
um snúist um það, að sýna notk-
un viðargass í þágu bifreiðanna.
Annar sýnandinn, Slania
Vabis, er yfir 50 ára gömul bíla-
verksmiðja, og var sýning henn-
ar í Kungstradgarden. Þessi
smiðja framleiðir almennings-
vagna og stórar vörubifreiðir.
Voru ýmsar nýjar tegundir þess-
ara vagna á sýningunni. Allar
voru þær með diesel-hreyflum,
en smiðjan smíðar sjálf ágætar
tegundir af þeim. Eru hreyflar
þessir líka notaðir í skriðdreka
og brynvarðar herbifreiðir sæn-
ska hersins og hafa reynst gang-
vissir og afkastamiklir. Auðvelt
er að setja þá í gang og eigi
þarf að hita þær upp, jafnvel í
miklum vetrarkuldum. Olíu-
eyðsla þeirra er talin 40% minni
en algengra hreyfla.
Einn af nýju bílunum vakti
sérstaka athygli. Er það 4V2 smá-
lesta vörubíll með drifi á fjór-
um hjólum. Þessi vagn getur
ekið á lélegum skógarvegum og
jafnvel óruddu landi; ennfremur
kemst hann mjög brattar brekk-
ur. Á góðum vegum eru drifin
á framhjólunum tekin úr sam-
bandi og gengur vagninn þá eins
og venjuleg bifreið, með aftur-
hjóladrifinu eingöngu.
Scania Vabis sýndi margar aðr
ar tegundir ökutækja. Undan-
farin ár hefir smiðjan mestmegn
is framleitt handa hernum, með-
al annars skriðdreka af ýmsum
stærðum. — Stærsta tegundin er
22 smálesta, vopnuð 75 milli-
metra fallbyssu og fjórum vél-
byssum.
Á Volvo-sýningunni beinist at-
hyglin einkum að litlum 4ra-
manna bifreiðum. Var sýning
þessi haldin á tennis-leikvang-
inum í Stockholm. Þessi nýi smá
bíll er talinn einkar hentugur.
Hann er minna en 1000 kg. á
þyngd, en getur þó ekki talist
í flokki með venjulegum “baby-
bílum”, heldur miklu fremur
sem meðalstór vagn. Breiður að
framan með innbygðum ljósum,
straumlínumyndaður og mjög
fallegur og sterklegur. Flestir
smávagnar hafa um eins lítra
sylinder-rúmtak, en þessi nýi
Volvo 1.410 lítra, og vélin 42
hestöfl. Þessi orka og hin litla
þyngd bílsins gefur honum ágæt-
an hraða. Olíueyðslan er undir
einum lítra á 10 km. Grindin er
öll logsoðin.
Með smíði þessarar gerðar hef-
ir eigi verið lögð stund á það
fyrst og fremst að smíða ódýran
vagn heldur sterkan vagn, sem
hæfði vel sænskum staðháttum.
Gert er ráð fyrir, að eigi verði
hægt að framleiða þessa tegund,
“Litla Volvo” fyrr en eftir eitt
ár. Talið er að hann muni kosta
um 5000 sænskar krónur.
Volvo verksmiðjurnar, sem í
mörg ár hafa verið stærstu bif-
reiðasmiðjur Norðurlanda, sýndu
einnig nýja 5-manna bifreið,
einnig vörubifreiðar, dráttarvél-
ar og almenningsbifreiðar. Und-
anfarin ár hafa þær einkum unn-
ið að hergagnaframleiðslu, eins
og flestar vélsmiðjur í Svíþjóð.
Á sýningunni mátti sjá ýmis-
konar skriðdreka, brynreiðar,
langleiðabifreiðir og svonefnda
“hálf-traktora”, sem ætlaðir eru
til að flytja stórskotaliðsgögn og
hermenn. Ýms önnur firmu tóku
þátt í Volvo-sýningunni, svo sem
Penta-hreyfilsmiðjurnar, sem
kunnar eru fyrir skipahreyfla
sína, Svenska Flygmotorakie-
bolaget, sem býr til flugvéla-
hreyfla. og ýms önnur. Volvo-
smiðjurnar eru orðnar með
stærstu iðnfyrirtækjum í Sví-
þjóð. Á síðasta ári seldi félagið
vörur fyrir 80 miljón sænskra
króna, en starfsliðið er um 5000
manns.
Báðar sýningarnar vöktu
mikla athygli og kom fólk víðs-
vegar að úr Svíaríki til að sjá
þær. Volvo-sýningin stóð tíu
daga, og á hverjum degi var
happdrætti um einn af litlu bíl-
unum, þannig að aðgöngumið-
inn var um leið happadrættis-
miði. Svo að nú eru tíu glaðir
bílaeigendur til í Svíþjóð, sem
lifa í voninni um, að bensín og
barðar verði bráðlega fáanlegt í
landinu, svo að þeir fái tækifæri
til að reyna nýju bílana sína.
Fálkinn, júlí 1945.
Ríkur maður sendi eitt sinn
eftir hinum kunna þýzka lækni,
próf. Virchow. En sá varð ekki
blíður á svipinn þegar hann sá,
að ekki var annað að mannin-
um en að hann hafði skorið sig
í fingur.
Læknirinn tók upp blaðablokk
ina sína, skrifaði seðil upp á
heftiplástur og fékk þjóninum.
— Flýtið þér yður í lyfjabúð-
ina eftir þessu, sagði hann —
en verið þér nú fljótur, því að
annars getur það orðið of seint!
Sjúklingurinn varð hræddur.
— Er það svona alvarlegt?
— Jæja, sagði Virchow. — Ef
hann flýtir sér ekki þá getur vel
farið svo, að skeinan verði gró-
in áður en plásturinn kemur.
•
— Merkilegt var það hve hann
Brown var heppinn til síðustu
stundar.
— Hvernig þá það?
— Hann var skorinn til þess
að ná úr honum perlu, sem hann
hafði gleypt í ostru, sem hann át.
Og þegar perlan var rannsökuð,
kom á daginn, að hún var svo
verðmæt, að hún borgaði bæði
uppskurðinn og útförina hans.
•
— Nú skal eg sýna ykkur,
hvað eg meina, sagði prófessor-
inn og þurrkaði af töflunni.
Séra Jón . .
(Frh. af hls. 3)
í heiminum og gagnvart guð-
dóminum.
Paradísarmissir var ekki gef-
inn út fyr en að séra Jóni látn-
um. Var það kvæði prentað í
Kaupmannahöfn 1828, og lagði
enskur maður fram fé til útgáf-
unnar. •
Langstærsta þýðing Jóns Þor-
lákssonar var þó Messíasardrápa
eftir þýzka skáldið Klopstokk.
Bókmentafélagið gaf það ljóða-
bákn út á fjórum árum 1834—
1838. Er kvæðið þéttprentuð 900
blaðsíðna bók, eins konar kristi-
legt hetjukvæði.
Ensku kvæðin þýddi séra Jón
eftir dönskum og þýzkum þýð-
ingum, því að hann kunni ensku
lítt eða ekki, og verk þeirra Mil-
tons og Klopstokks þýddi hann
öll með fornyrðislagi og víða með
miklum ágætum. Mun meðferð
hans á hornháttunum hafa haft
mikil áhrif síðar, og má minnast
þess, að á ellidögum Jóns ólst
upp í nágrenni hans ungur
sveinn, sem var raunar lítt vax-
inn úr grasi, er séra Jón andaðist,
en orti seinna svo undir þessum
fornháttum, að mjög líktist því,
er séra Jón þýddi bezt. Þetta var
Jónas Hallgrímsson.
Auk þess, sem nefnt hefir ver-
ið, þýddi séra Jón fjölda smærri
kvæða úr dönsku og þýzku t. d.
eftir danska skáldið Baggesen
og þýzka skáldið Gellert. Eru
sumar hinna smærri kvæðaþýð-
inga hans ennþá þektar svo sem
kvæðið til Appolons, sem þýtt er
úr Hórasi og byrjar svona:
Y ngstu
lesendurnir
Um hvað biður óðarsmiður
Appolín —
Kvæðið endar á þessari vísu:
Enginn falli ærugalli á aldinn
mig!
Gamli kallinn gleðji sig!
Hjá mér gjalli hljómurinn snjalli,
harpan iðulig
alt á efsta stig.
Yngri skáld hafa haft þetta
kvæði í huga, t. d. Grímur Thom-
sen, er hann orti kvæði sitt, ís-
land.
Af frumsömdum ljóðum séra
Jóns Þorlákssonar ber mest á
erfiljóðum. Skal ekki fjölyrt um
þau, því að ekki eru þau að öðru
frábrugðin þessari • kvæðagrein
síns tíma en því, sem rímsnild
séra Jóns var meiri og mál hans
liprara en annara samtíma skálda
hans. Mun þeim varla lífvænt
nema ef vera skyldi vísunni, sem
hann orti eftir séra Magnús á
Tjörn í Svarfaðardal, en ' hún
verndast af gullfallegu þjóðlagi,
sem hún er sungin við:
i
Nú grætur mikinn mög
Mínerva táragjörn.
Nú kætist Móría mjög,
mÖrg sem á dárabörn.
Nú er skarð fyrir skildi.
Nú er svanurinn nár á Tjörn.
Önnur tækifæriskvæði og vís-
ur séra Jóns munu lengst halda
nafni hans á lofti hjá íslenzkri
alþýðu. Þau lýsa manninum
sjálfum ágætlega mörg hver,
kímni hans og glettni og létt-
lyndi því, sem ávalt fylgdi hon-
um, þrátt fyrir margs konar böl,
sem stríddi á hann um æfina. í
kvæðum sínum glettist hann
jafnt við sjálfan sig og aðra.
Einkum hefir hann gaman af að
spreka til stúlkum, en þó bregð-
ur út af þessu, og alvara lætur á
sér bæra harmþrungin eða heift-
úðug. Þessa vísu orti Jón til Jór-
unnar Brynjólfsdóttur:
Við erum, stúlka, bæði börn,
bý eg loks hjá vífi,
þegar eg varð eins og örn
ungur í hinu lífi.
Kulda kennir hins vegar í vísu
þeirri, er séra Jón orti um kaup-
manninn, sem ætlaði að taka
hryssu hans upp í skuld, þó að
glettniorð fylgdu vísunni, er séra
Jón sagði frá síðar:
i
Varla má þér vesalt hross
veitast heiður meiri
en að þiggja kaupmanns koss
og kærleiksatlot fleiri.
Orðin húsfrú hans,
þegar þú leggur harðan hóf
háls um ektamanns,
kreistu fast og kyrktu þjóf
kúgun Norðurlands.
Af gamankvæðum prests skal
nefna Vakra Skjóna, sem alkunn-
ugt er, en kannske bera fáar vísur
jafn glögg merki skaphafnar hans
sem þessi:
Hryssutjón ei hrellir oss,
hress er eg þó dræpist ess,
missa gjörði margur hross,
messað get eg vegna þess.
Hvenær fanst ísland?
Eins og eg hefi áður skýrt ykk-
ur frá liggur ísland langt frá
öðrum löndum. Það liggur svo
norðarlega í Atlantshafinu að
nyrsti tangi þess nær norður í
Norðuríshafið. Vegalengdin frá
Islandi til Skotlands ér um 600
mílur, en til Noregs 630 mílur.
Fyrir þessa ástæðu hefir Island
verið mjög einangrað fram að
síðustu árum. En hin fljótu far-
artæki nútímans, flugvélarnar og
hraðskreiðu skipin hafa rofið
hina aldagömlu einangrun lands-
ins.
ísland fanst og var bygt á þeim
tíma, sem menn höfðu aðeins
árabáta og seglbáta til þess að
ferðast á um höfin. Þið getið
ímyndað ykkur, hvað þessir
menn hafa verið miklar sjóhetj-
ur, að ferðast svona langt á litl-
um opnum bátum.
Sum ykkar hafið lesið í skóla-
aókunum um forn-Grikki, þeir
voru mikil menningarþjóð, þeir
áttu marga mikla heimsspekinga
og listamenn. Einn þessara
Grísku heimsspekinga hét Pyth-
eas, hann var stórlærður maður
í landafræði, stjörnufræði og
stærðfræði.
Pytheas átti heima í hafnar-
borginni Marseilles. 1 þá daga
trúði fólk því að ólíft væri norð-
ur við íshafið; þar væri sjórinn
frosinn í botn og þar væri svo
kalt að enginn skepna gæti lif-
að þar hvorki í sjó eða á landi.
Pytheas trúði ekki öllu, sem
hounm var sagt. Hann útbjó skip
og sigldi á stað í rannsóknarferð
til norðursins, sumarið 325 árum
fyrir Krists burð. Þegar hann
kom til baka skrifaði hann bók
um ferð sína. Hann sagðist hafa
siglt frá Skotlandi í norðurátt.
Dagarnir urðu lengri eftir því
sem norðar dróg en ekki kaldir
að sama skapi. Eftir 6 daga kom
hann að ókunnu landi; hann
sigldi norður fyrir landið og þar
sá hann einkennilega sjón, sólin
settist ekki; hún snerti næstum
hafið og hóf sig svo hægt upp
aftur.
Pytheas nefndi þetta ókunna
land, Ultima Thule. Flestir héldu
að hann væri að skrökva, og
menn hlógu að honum.
Nú halda sumir landafræðing-
ar að Pytheas hafi fundið ísland;
að Ultima Thule sé ísland. Ekki
eru samt allir þeirrar skoðunar.
Orðasafn.
nyrsti —most northerly
ástæða — reason
einangrun — isolation
hraðskreiður — speedy
farartæki — transport
rjúfa, rofið — break, broken
forn Grikkir — the ancient
Greeks
menning — culture
heimspekingur — philosopher
listamenn — artists
stórlærður — very learned
landafræði — geography
stjörnufræði — astronomy
stærðfræði — mathematics
rannsóknarferð — voyage of
exploration
að sama skapi — correspondingly
einkennileg sjón — strange sight
að skrökva — to tell a lie
— Er Glæsir búinn að búa sig
út í veiðiferðina?
— Það er víst. Eg sá að hann
var búinn að kaupa stækkunar-
tæki fyrir myndavélina sína.
•
Lögfræðingurinn: — Eftir því,
sem inér skilst á yður, er mað-
urinn yðar allra mesti bannsett-
ur óþokki.
Eiginkonan: — Hvernig dirfizt
þér að segja þetta! Eg kom hér
til þess að ráðgast við yður um
hjónaskilnað, en ekki til þess að
hlusta á neitt misjafnt um bless-
aðan manninn minn.
Vinnur fyrir yður? Vitaskuld!
Gert eftir liósmynd af O-I-L rannsóknarstofu aS Beloeil, Qoe.
ÞESSI efnafræðingur er við vinnu í C-I-L efnarann-
sóknarstofunni að Beloeil, Quebec — í leit eftir
því, að finna nýja eða endurbætta framleiðslu almenn-
Séra Jón var enn spaugsamur,
þegar hann var mjög hniginn að
aldri og fast sótti á hann gigt og
hrörnun. Þá kallar hann sig í
kvæðum sínum Bægisárskalla,
en gigtarfót sinn nefnir hann Lat,
og kveður hann Milton hinn
enska hafa leikið sig þannig, er
hann hafi þeyst á sér um ókynnið
mikla og Paradís, svo að ekki sé
að undra, þótt hann sé illa kom-
inn.
Þetta var víst í gamni sagt, en
þó fylgir nokkur alvara. Séra
Jóni var sjálfum fullljóst, hvar
Efnarannsóknir
nýskapa
aukin þœgindi!
ingi til hgasbóta. Fáir skilja hin margþættu atriði hinna
daglegu starfa hans, þó öllum komi verk hann að notum.
Vegna hvers? Ástæðan er sú, að hin nýja, vísindalega
framleiðsla, svo sem “Cellophane”, eða nylon eða
plastics, veita straumum lífsþæginda inn í verkahring
hvers manns, hverrar konu og hvers barns ... og
þessar nýju tegundir skapa atvinnu. Vegna athafna
þessa og annara C-I-L efnafræðinga, uppgötvast ný
forskrift, er ýmist gerbyltir, eða skapar nýjan iðnað.
Efnafræðin situr aldrei auðum höndum.
hann hafði unnið stórvirki. Hann
hafði kafað hugarhaf stórskálda
og lagt dýrgrip í hendur lönd-
um sínum.
(Grein þessi er samin upp úr
erindi, sem höfundur hennar
flutti í útvarp á 200. afmælisdegi
Jóns á Bægisá).
—Samvinnan.
IN/45-8
CANADIAN IN DUSTRIES LIMITED
Þjóna Canada
með efnavísindum