Lögberg - 27.09.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.09.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER, 1945 3 Andrés Björnsson Cand. Mag.: Séra Jón Þorláksson á Bægisá Tveggja alda minning 1744 — 13 desember — 1944 Á minningardögum er leitast við að skipa mönnum í þann sess, er þeim ber í sögu þjóðarinnar. Þess er ekki að vænta, að sam- tíðarmönnum séra Jóns Þorláks- sonar hafi verið fyllilega ljóst, hvílíkur maður hann var.. Ham- ingja heimsins var honum hverf- ul. Ytra borð lífskjara hans gat auðveldlega vilt mönnum sýn, eins og oft vill verða. Eg dreg ekki í efa, að flestir íslendingar kunni ennþá ein- hverjar vísur eftir Jón Þorláks- son, jafnvel þótt þeir viti ekki altaf, hver höfundurinn er. Marg- ir munu einnig hafa heyrt eitt- hvað um manninn sjálfan, en lík- lega eru þeir þó fleiri, sem kann- ast við, að hann var búskussi og misti hempuna tvisvar fyrir barneignir í lausaleik. Hinir munu vera færri, sem vita eða gera sér það ljóst, að hann vann íslenzkri menningu ómetanlegt gagn, og fyrir það hlýtur hans að verða minst um mörg ókomin ár. Afrek þau, er hann vann með þýðingum sínum á stórverkum erlendra höfunda, og mynd sú af sjálfum honum, sem greina má af frumortum stefjum hans, ættu ekki að fyrnast um sinn. Það er óneitanlegt, að til rit- starfa þurfti mikla dirfsku og bjartsýni á tímum Jóns Þorláks- sonar. Þýðingar á verkum Mil- tons og Klopstokks urðu ekki hristar fram úr erminni, og ekki glóði gjaldið við fætur skáldsins að verki loknu. Útgáfustarf var miður arðvænlegt á íslandi um daga Jóns, og listasmekk lands- manna var ábótavant um margt. Guðsorðalestur og rímnakveð- skapur hafði náð slíkri hefð, að varla nokkurn tíma orðið slík sem um daga hans. íslendingar höfðu týnt allri lífsgleði. Þeir kunnu ekki leng- ur að brosa. Þeir sáu enga feg- urð í landi sínu, sem gæti hrifið þá. Heilbrigð gleði og lífsnautn, sem ávalt finst í ríkum mæli hjá velmegandi þjóðum, var gengin til þurrðar og útlæg. Svo virtist sem ill öfl hefðu tek ið höndum saman til að tortíma þeim hræðum, sem enn tórðu hér norður á hala veraldar. — En í þessari dauðans fátækt varð þó sáð því sæði, er síðan skyldi bera ríkulegan ávöxt á næstu manns- öldrum, og verk voru unnin, sem voru vel samboðin sjálfstæðum menningarþjóðum, en ótrúleg í landi, þar sem fólkið var kúgað og soltið. Séra Jón Þorláksson var fædd- ur í Selárdal í Arnarfirði 13. des- ember 1744. Hann var af góðum' ættum, og var faðir hans prestur þar vestra, þegar Jón fæddist. Þorlákur hrökklaðist þó síðar frá prestskapnum og tók að fást við málarekstur og sinna veraldar- vafstri og varð sýslumaður í Vestmannaeyjum og víðar. Til þessara atvinnubreytinga Þor- láks bendir vísa Jóns sonar hans: Minn var faðir monsíur,— með það varð hann síra, síðan varð hann sinníur og seinast tómur Þorlákur. Jón gekk í Skálholtsskóla og út skrifaðist þaðan 1763. Hann var þá á 19. ári. Árið eftir gerðist hann skrifari Magnúsar Gísla- sonar amtmanns og dvaldi hjá honum það, sem Magnús átti ó- lifað, en var eftir það um stund með Ólafi Stefánssyni (Stephen- sen) amtmanni. 1768 vígðist Jón aðstoðarprestur til Saurbæjar- þings, en tók við prestsembætti þar, þegar prestur sá, er hann þjónaði, lézt skömmu síðar. Víst má telja, að Jón hafi lært margt af dvöl sinni hjá þeim Magnúsi og Ólafi amtmanni. Ólafur og Magnús sonur hans urðu voldugastir menn á íslandi, er fram liðu stundir, og lét Magnús sig miklu skifta andlegan hag landslýðsins. Áttu þeir séra Jón sitthvað saman að sælda síð- ar. Þess má geta til gamans, að hjá Ólafi Stephensen ólst upp annar maður, sem seinna varð mikill velgjörða maður íslenzkr- ar menningar. Það Var Svein- björn Egilsson. Þegar Jón Þorláksson hafði tekið við prestsembætti byrjuðu raunir hans. Brynjólfur nefndist ríkisbóndi þar vestra. Hann bjó í Fagradal á Skarðsströnd. Átti hann dótt- ur dáfríða, er Jórunn hét. Feldu þau Jón hugi saman og vildu giftast, en Brynjólfur karl stóð í gegn því. Þótti honum séra Jón ekki búmannlegur, en Jón átti barn með Jórunni og misti hemp- una af þeim sökum. Var hann þá um stund skrifari hjá Bjarna Pálssyni landlækni, er fékk bráð- lega uppreist fyrir brot sitt og veittur Staður í Grunnavík. Fór hann norður þangað 1772. Þegar til Staðar kom, þótti Jóni frá- farandi prestur hafa rúið siað- inn vandlega, er hann flutti burt, og séð vel um, að ekkert nýtilegt yrði þar eftir skilið. Söng séra Jón þá klerkinn úr garði með þessari vísu. Hvar sem þú rólar heims um hjall hverskyns farsældar njóttu. Prýðilegt dýrðar prestakall í Paradís síðan hl'jóttu. En þegar skilar aftur því öll séu í standi gildu þau föng, sem fylgdu. Himnaskálanum eftir í alnegldar sperrur skildu. I Ekki varð Jón lengi prestur i Grunnavík, því að Jórunn Brynj- ólfsdóttir ól ennþá barn, er hún kendi honum. Var þá ekki að sökum að spyrja, að hempan flaug enn á ný. í þann mund, sem Jón Þorláks- son var sviftur embætti í annað sinn, var prentsmiðja sett niður í Hrappsey á Breiðafirði. Fyrir útvegun hennar gekkst einkum Ólafur Ólafsson, sem nefndi sig upp á latínu Ólavius að sið lærðra manna, sem framast höfðu erlendis. Jón vann fyrsta bókmentaafrek sitt fyrir eigend- ur Hrappseyjarprentsmiðju, Óla- vius og Boga Benediktsson, og hefir sjálfsagt verið til þess hvattur af þeim. Þýddi hann fyrir þá kvæði norska skáldsins Kristions Tullin, og komu þau út í Hrappsey árið 1774. Meðan Jón dvaldi í Hrappsey felldu þau hugi saman hann og Margrét, dóttir Boga Benedikts- sonar. Þau giftust og settu sam- an bú í Galtardal. Kom brátt í ljós það, sem Brynjólfur í Fagra- dal hafði áður spáð, að Jón myndi enginn atkvæðamaður í búskapn- um. Ósamlyndi var með þeim hjónum, og munu þessi ár hafa verið einna erfiðust í æfi Jóns. Sennilega hefir það ekki bætt úr skák, að hann kvæntist inn í mik- ið ríkidæmi, því að Margrét kona hans var auðug. Allmörg ár liðu svo, að Jón fékk ekki uppreist, en að lokum varð þó úr, að honum skyldi leyft að talca vígslu í Hólabiskups- dæmi. Var það fyrir atbeina vin- ar hans, Árna Þórarinssonar biskups. Fékk hann Bægisá í Öxnadal, þegar það brauð losn- aði árið 1788 og fór norður þang- að. Var til þess tekið, hve fátæk- legur hann var og illa til reika, er hann kom norður. Margrét Bogadóttir varð eftir fyrir vest- an, er Jón vígðist til Bægisár, og fékkst hún ekki til að flytja norður til hans, en Jón var prest- ur á Bægisá til æfiloka og virðist hafa unað þar vel hag sínum. Bjó hann jafnan með ráðskonu, en tók börn til fósturs og ól upp. Hétu böm þessi Jón og Margrét. Virðist Jón hafa unnað fóstur- börnum sínum, mjög og orti hann um þau skemtilegar vísur. Þessa vísu orti hann, er Jón Sigurðs- son, fóstri hans, fæddist: Á Bæglsá ytri borinn er býsna valinn kálfur, vænt um þykja mundi mér mætti eg eiga hann sjálfur. Ymsir hafa skilið vísuna svo, að séra Jón léti í raun og veru í ljós með henni, að hann væri faðir sveinsins, en hvað sem um það er, sézt að séra Jón hefir oft gletzt um sjálfan sig og kven- hylli sína og hefir þá sjálfsagt haft í huga fyrri óhöpp sín. Enn orti prestur þessa barna- gælu við fóstra sinn: Hver er sá við stokkinn stendur stuttur maður, gildur þó, með þykkan búk og þrifnar hendur það mun vera Nabagó. Dinglar við hann duluskegg, dávænt þykir Helgu um segg. Nennir hann ei neitt að skrifa.— Nafni verður þó að lifa. Svo lítur út sem séra Jóni hafi farnast því betur sem lengra leið á æfina, óg stærstu afrek sín í Ijóðaþýðingum vann hann á Bægisá, enda var honum veitt ýmis viðurkenning fyrir verk sín, er fram liðu stundir. Var hann gerður heiðursfélagi Lær- dómslistafélagsins, og þar kom upphaf þýðingar hans á Para- dísarmissi Miltons. Félag þetta dó út af áður en meira varð úr prentun þeirrar þýðingar, en við tók af. Lærdómslistafélaginu Landsuppfræðingarfélagið, sem Magnús Stephensen stjórnaði. Ekki voru allir ánægðir með út- gáfustarfsemi Magnúsar. Hann var lítill smekkmaður á íslenzkt mál, og í ^nnan stað hafði hann mestu andúð á rímum, sem þá og lengi síðan áttu miklum vin sældum að fagna. Stefna sú, er hann boðaði, Upplýsingin svo- nefnda, var ekki reist á þjóðleg- um merg. — Vel virðist hafa fall- ið á með þeim Jóni og Magnúsi framan af, enda fékkst Jón við að kynna Íslendingum erlendan skáldskap, orti ekki rímur né notaði edduborið mál í ljóðum sínum svo teljandi væri, en að öðru leyti var hann óralangt yfir Magnús hafinn í meðferð máls og stíl. Þegar Magnús gaf út sálma- bókina frægu í Leirárgörðum ár- ið 1801, slettist heldur en ekki upp á vinskapinn. Séra Jóni þótti sálmum sínum hafa verið breytt til hins verra í sálmabók- inni og rann mjög í skap. Orti hann þá um sálmabókina Rusta- sneið, og er það kvæði alkunn- ugt. Þar var sums staðar kveðið mjög fast að orði og jafnvel svo óþrifalega, að ekki er yfir haf- andi. Þetta er brot úr Rusta- sneið: Skáldskapur þinn er skothent klúður skakt settum höfuðstöfum með, víðast hvar stendur vættar- hnúður, valinn í fleyg, sem rífur tréð, eitt rekur sig á annars^hom, eins og graðpening hendir vom. Magnús Stephensen var ekki sá maður, sem léti bjóða sér eða sálmabók sinni. flimtan sem Iþessa. Fékk hann séra Arnór Jónsson prest í Vatnsfirði til að svara séra Jóni. Hófst með því kvæðasenna mikil. Séra Jón vissi ógjörla, hvert hann átti að beina skeytum sínum, er hann vissi eigi, hver ort hafði. Grun- aði hann saklausan mann og orti af móði. Tóku margir þátt í þessari deilu, og var mikið af kveðskapnum hið versta níð. Að lokum hótaði Magnús Stephensen Jóni saksóknum og embættismissi. Varð hann þá að beygja sig og orti iðrunar- og yfirbótarkvæði, en það lét Magn- úr sér vel líka. Orti hann um séra Jón látinn, og var það sæmi- legt minningarkvæði. Lét þó Magnúsi* margt betur en skáld- skapurinn. Eftir aldamótin 1800 varð nokkurt samband milli Englands og íslands. Tveir kunnir Eng- lendingar ferðuðust þá hér um land. Það voru þeir Mackenzie og Henderson. Fannst þeim mikið til um þýðingar séra Jóns úr enskum bókmentum, og birtu þeir báðir kafla úr þýðingunum í ferðabókum sínum.—Einn gest- ur heimsótti séra Jón að Bægisá, er honum mun hafa fundfpt mik- ið um, en það var Rask. Ðáðist hann og mjög að verkum prests, en Bókmentafélagið, sem í raun og veru var afsprengi Rasks, sá síðar um útgáfu á verkum séra Jóns, en ekki varð það fyr en eftir hans dag. Séra Jón auðgaðist lítt á þýð- ingum sínum eða öðrum skáld- skap, þó að hann legði við þær mikla ástundun. Því var þó til l^iðar komið, að hann fékk nokkurn styrk frá Englandi og frá Danakonungi, en þessa naut hann skamma stund. Hann and- aðist nokkrum mánuðum eftir að honum var veitt þetta fé, árið 1819. Alla æfi mun hann hafa verið fremur fátækur maður eins og hann sagði sjálfur á efri árum sínum í þessari vísu: Fátæktin var mín fylgikona frá því eg kom í þennan heim, við höfum lafað saman svona sjötigi vetur — fátt í tveim, hvort við skiljum nú héðan af hann veit, er okkur saman gaf. Business and Professional Cards Ritverkum séra Jóns Þorláks- sonar má skifta í þýðingar, sem eru bæði margar og merkilegar, og frumsamin ljóð. Áður hefir verið minst nokkuð á Túllíns- kvæði. er hann þýddi ungur að aldri á niðurlægingarskeiði sínu. Kvæði þessi voru endurprentuð ó^amt fleiri ljóðum og þýðingum séra Jóns, í Hrappsey 1783. Kristian Túllín var Norðmað- ur og að nokkru samtímamaður Jóns Þorlákssonar. Hann fædd- ist 1728, en dó á bezta aldri árið 1765. Túllín þótti ágætt skáld, og kvæði hans voru talin mikið nýnæmi erlendis, hvað þá sér á landi. Frægast kvæða hans er 6 maídagur. Það er brúðkaups- kvæði, en efni þess er um brott- hvarf frá glaumi heimsins til náttúrunnar, en sá andi var um þetta leyti nýkominn til sögunn- ar í skáldskap Evrópu. Sitthvað svipað má greina í ýmsum kvæð- um Eggerts Ólafssonar. i í kvæði eftir séra Jón, er nefn- ist Túllíns minning, gerir hann sjálfur grein fyrir ljóðum hans: Hans í bréfum lesari ljúfur ljóðanorn er klædd af fornum fúaserk í fati nýju fegurð sýnir eiginlega. Ei nam lognum Eddusögum efnið villa skáldspillir; hans eru fullir óðar allir yndislegra guðssanninda. Framsetning þessara guðs- sanninda mundi mönnum nú lík- lega þykja fremur barnaleg. í Túllínskvæðum nær Jón sér einna bezt á strik í þýðingu á Sæför, en það er lofdrápa til Danakonungs og þýðir Jón kvæðið með hrynhendum hætti. Meira átak en þýðing Túllíns- kvæða hafði ekki verið gert á þessum tímum til að kynna ís- lendingum erlendan samtíðar- skáldskap og skoðanir. Sjálfur tileinkaði séra Jón sér ekki mik- ið af þessum skoðunum í eigin skáldskap, en hann hafði áhrif á smekk þjóðarinnar og vann gagn skáldum þeim, er síðar komu. Eftir að séra Jón fluttist norð- ur til Bægisár þýddi hann tvö mikil skáldverk í bundnu máli eftir enska höfunda, Tilraun um manríinn (Essay on man) eftir Alexander Pope og Paradísar- missi eftir Milton. Tilraun um manninn var prentuð í Leirár- görðum 1798 og tileinkuð vini Jóns, Stefáni Thorarensen amt- manni. Kvæði þetta er í fjórum flokkum, kristileg heimspeki og hugleiðingar um stöðu mannsins (Frh. á bls. 7) DR. A. BLONDAL Phj/sician * Surpeon ««S MBDICAL ARTS BLDO Slmi 93 996 Heiinili: 108 Chatavvay Slml 61 023 DR. A. V. JOHNSON Dentist • l«( SOMER8ET BLDQ. . Thelephone 97 932 Home Telephone 202 386 Frá vini DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur I Augna, Eyrna, nef og híUsajúkdðmum 416 Medical Arts Buildlng, Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 861 Helmaslml 42 164 EYOi FSON’S DRUG PARK RIVER, N.D talenzkur lyfaali Fólk getur pantaö meöul 01 annaö meö pósti. Fljót afgreiöflla A. S. BARDAL 848 SHERBROOK 9T. Selur Ukkistur og annaet um öí farlr. Allur útbúnaOur »á beati Ennfreinur aetur hann allakonar itilnnlsvarCa og lefrateina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talsfml 26 444 HALDOR HALDORSON 6lwoinoameistari 23 Music and Art Building Broadway and Harprrave Winnlpeg, Canada Phone 9 3 066 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. L.eo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res 39 433 TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON 8t CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDÍNQ WINNIPEG, CANADA Pbone 49 469 Radío Servtce SpeciallsU ELEGTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop The most up-to-date Sound Equlpment Syitem. 13« OSBORNE ST., WINNIPEO G. F. Jona»son, Pree. A Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block. Siml 95 227 Wholesale Distributors of FRE8H AND FROZEN FI8R MANITOBA FISHERIES WINNTPKO, MAN. T. Bercovitch, framhv.stf. Verzla I heildsölu meO nýjan o* froslnn fisk. 802 OWENA ST. Skrlfstofuslml 25 355 Helmaslml 65 463 Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financlal — and Insurance Lombard Building, Wlnnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 Dr. S. J. Johannetson 215 RUBT STREB5T (Bs-lnt fluöur af Banningr) Talwfmi 3 0 877 Vlðtalatlml I—I •. U Dr. E. JOHNSON 304 Evellne St. Selklrk Offica hrs. 2.30—6 P.M. Phone offico 26. Raa. 330 Öífice Phone 94 762 Res. Phona 72 40» Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Houra: 4 p.m.—6 p.m. end by appotntmant DRS. H. R. and H. W. TWEED Tonnlœknar • 406 TORONTO GEN. TROSTI* TOlLDINO Qpt. Portage Ava. o* Boiltb 84 PHONE 96 9 52 WINNIPBG i í>hon e 96 647 Legsteinar eem skara framflr Úrvals blÉLgrýti o* Manitoba marmarí BkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD 1400 Spruce St. Slml 28 868 Wlnnlpeg, Man. J. J. SWANSON £ CO. LIMITED 301 AVENÚE bldg.. wpg e Fastelgnasalar. Letgja hús. Ot vega penlngalán og eldsÁbyrgC bifreiOaAbyrgC, o. s frv. Phone 97 5 38 ANDREWS. ANDREWS THOR V ALDSON AlíD EGGERTSON Löfffrœðingar 809 Bank of Nova Scotip. Portage og Slmi Garry 98 391 8t. Blóm stundvíslega afgreldd TH£ ROSERY LTD. StofnaO 1905 4 27 Portage Ave. Slml 97 466 Wlnnipeg. GUNDRY PYMORE LTD. Brltlah Quality — Fish Nattlng 60 VICTORIA STREHJT Phone 98 211 v'lnnipeg tíanager. T. R. TÍJORFAI^DMQX Tour patronage wlil ba ippreclíitftd CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. . S. NaffS, Uanaplng Dlracto* Wholesale Distributora ot íVeah and Frozen Flah. U1 Cbamberi St. Otfice Phone 26 328 Rea Phone 73 »17. i — LOANS — At Rates Authorized by Small Loane Act, 1939. PEOPLES FINANCE CORP. LTD. Licensed Lend-rs Established 1929 403 Time Rldg. phonc 21 48*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.