Lögberg - 25.10.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.10.1945, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER, 1945. 4 • I-----------Xögberg ---------------------- j Qeflö út hvern fimtudag af j TílE COLUMBIA PRESS. LIMITED | 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba I Utanáskrift ritstjórans: | EDITOR LÖGBERG, 6‘Jö Sargent ■ Ave., Winnipeg, Man Editor: EINAR P. JÓNSSON j Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram The "Ivfigberg” is printed and published b» í The Coiumbia Press, Limited, 695 Sargeht Avenue , Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 ■IIUIMIII!ll!IIIUIIÍ!llilllllllll!!UI! iilltllllllllllliilllillllllllllllllllllllilliIlllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllilllllllllillJillltliiillll Enn er fylztu átaka þörf í nýlegu hefti kemst Maclean’s Magazine með- al annars þannig að orði, varðandi hið 9. sigur- lán canadisku þjóðarinnar, sem nú er komið til útboðs á peningamarkaðinn: Canadiska þjóðin greiðir aldrei allar stríðs- skuldir sínar; hún greiðir aldrei fyrir það, sem viðarkrossamir tákna, er auðkenna grafir hinna föllnu sqna hennar í órafjarlægð frá heimaland- inu; skuldin, sem hún stendur í við hina löm- uðu, sorgbitnu og blindu, verður heldur aldrei greidd. En ýmissar kvaðir, sem á þjóðinni hvíla og metnar eru til peninga, eru greiðanlegar og þurfa að greiðast í peningum. Hinir særðu og sjúku eiga heimting á því af vorri hálfu, að ekkert sé ógert látið, er koma megi þeim til heilsu á ný. Þúsundir hermanna vorra bíða enn handan hafs vegna ónógs skipakosts til þess að flytja þá heim; þessa menn verður að fæða og klæða tryggja þeim húsnæði og greiða þeim nokkurn lífeyri; og þegar þeir að lokum koma heim, verður stjórnin, röda fólksins, að greiða þeim nokkura uppbótarþóknun, veita þeim tilsögn í ýmissum sérfræðigreinum, §ða réttara sagt, hlut ast til um að svo verði gert, með það fyrir augum, að þeim megi auðnast að koma fyrir sig fótum á vettvangi strangrar samkeppni atvinnu- og viðskiptalífs. Hjá því verður undir engum kringumstæð- um komist, að verja þurfi til þess miklu fé, að breyta stríðsiðjunni til friðariðju, jafnframt því sem það liggur í augum uppi, hve hart vér verðum að Jeggja að oss við að rétta hag þeirra þjóða, sem sárast urðú leiknar af völdum hern- eskjunnar þýzku og hliðstæðra skaðsemdarafla annars staðar frá. Og nú hefir stjórnin í Canada ákveðið að bjóða út hið 9. Sigurlán sitt, og er upphæðin fastbundin við hálfa aðra biljón dollara; þetta er langhæsta upphæðin, sem enn hefir verið farið fram á, og er það engan veginn ólíklegt, að ýmissum kunni að hrjósa hugur við henni; á hinn bóginn ber þess að gæta, að annað slíkt lán verður eigi tekið í heilt ár; peningarnir verða að fást, og komi þeir ekki inn með fúsum og frjálsum vilja borgaranna á stjórnin ekki annars úrkosta, en innheimta þá í skattaformi; að hvorugu þessu verður auðhlaupið, þótt sýnt sé, að staðreyndir í þessu efni verði eigi auð- veldlega umflúnar. Þúsundir þeirra manna, sem leystir hafa verið úr herþjónustu, eru enn eigi búnir að koma sér fyrir á ný í atvinnulífi þjóðarinnar, og hið sama er að segja um þann mikla mannfjölda, sem ókominn er heim; þessir menn hafa ekki af miklu að taka, og þess vegna þarf ekki að gera því skóna, að þeir skrifi sig fyrir neinum stór- um fjárhæðum; peningarnir verða þar af leið- andi að miklu leyti að koma annars staðar frá. Það væri allsendis rangt, að staðhæfa, að þjóð, sem enn telur innan við tólf miljónir íbúa, en hefir engu að síður í sex ár afgreitt fimm biljóna fjárlög, væri skildingalaus, enda næði slíkt vitanlega ekki nokkurri átt; í land- inu er gnótt reiðupeninga, sem þurfa að vera, og mega til með að vera í veltu, ef tryggt á að verða um atvinnumál þjóðarinnar; og eins og nú hagar til, nemur spariinnstæða canadiskra einstaklinga í bönkum margfalt stærri upphæð, en nokkru sinni áður; það ætti þess vegna ekkert að verða því til fyrirstöðu, að 9. sigur- lánið nái öruggri höfn, áður en sá tími rennur út, sem söfnuninni er ætlaður. Fjármálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Mr. Ilsley, vék nýlega að því í ræðu, að nú, um þær mundir, sem hinni risafengnu stríðsiðju væri í þann veginn að verða lokið, og friðar- iðjan byrjaði fyrir alvöru á ný, hagaði þannig til, að nýjar framleiðsluvörur, sem fólk van- hagaði um og vildi kaupa, væri enn eigi við hendi, þótt enginn hörgull væri á peningum manna á meðal til þess að greiða fyrir þær jafn skjótt og þær yrði fáanlegar; en meðan þannig væri ástatt, taldi Mr. Ilsley nokkura hættu á því, að tilraunir jrrðu gerðar til þess að sprengja upp ýmislegar framleiðsluvörur, og að slíkt gæti fyr en varði, leitt til almennrar verð- þenslu og víðtæks atvinnuhruns; “eyðslan eyk- ur þá hættu”, bætir Mr. Ilsley við, “en sparsemin dregur úr henni; og með því að halda áfram að spara, eins og íbúar landsins undanfarin ár hafa gert með kaupum sigurláns veðbréfa, er nokkur trygging fengin fyrir því, að lánast megi á friðartímanum að viðhalda hliðstæðu jafnvægi innan vébanda viðskiptalífsins við það, sem fleytti þjóðinni árekstralítið, eða jafnvel á- rekstralaust, yfir brim og boða hinna þung- bæru stríðsára; og með viðhaldi slíks jafnvægis, reynist oss það mun auðveldara, en ella myndi orðið hafa, að vinna friðinn; frið hinnar sönnu og raunhæfu nýsköpunar á öllum sviðum þjóð- félagsins, þjóðarheildinni til trausts og halds í framtíð allri.” Islendingar hafa aldrei látið sinn hlut eftir liggja, er til þess kom, þjóðarheildarinnar vegna, að kaupa sigurlánsveðbréf, og þeir gera heldur ekki í þetta sinn. .......................... Dr. Helgi P. Briem aðalrœðis- maður í heimsókn til Winnipeg Eins og vitað er, var Dr. Helgi P. Briem, aðal- ræðismaður Islands í New York, fyrir nokkru staddur hér í borginni ásamt frú sinni og dóttur; áttu þau hér nokkura viðdvöl, fjölda íslendinga hér í borg til ógleymanlegrar ánægju, og þeim sjálfum vonandi einnig að einhverju leyti til hressingar og endurnýjunar á vinskap við fólk, sem Dr. Helgi hitti hér, er hann var aðalræðu- maður á Frónsmótinu í vetur, sem leið; þau Dr. Helgi og frú, eru víðkunn að gestrisni, er hreint ekki svo fáir Íslendingar hér um slóðir fengu að kynnast nú, en sumir e. t. v. í fyrsta sinn; í samvist með þeim hjónum eru allir eins og heima hjá sér, en þar sem þannig hagar til, er tilgangi gestrisninnar fagurlega náð. Það liggur í augum uppi, að menn eins og Dr. Helgi, sem hlaðnir eru embættisönnum, leika sér ekki með tímann, og svo var heldur ekki í þetta sinn; hann átti hingað mikilvægt og ánægjulegt erindi, sem hann góðfúslega skýrði Lögbergi frá, og bezt verður lýst með hans eigin orðum; um leið og blaðið þakkar Dr. Helga og fjölskyldu hans komuna, lætur það hann hafa orðið: “Það stendur svo á ferðalagi mínu, að þegar eg var hér á Þjóðræknisþinginu í vetur, minnt- ist Mrs. Hólmfríður Pétursson á það að þau Dr. Rögnvaldur hefðu sitt hvað af handritum og bókum, sem þau hefðu ætíð hugsað sér að Island nyti góðs af. Eg skrifaði Finni Sigmundssyni, landsbóka- verði, sem er góður vinur minn, um þetta og varð hann mjög glaður, því safnið vantar mikið af bókum sem út hafa verið gefnar hér vestra. Bað hann mig að fara sem bráðast hingað til Winnipeg til að reyna að festa kaup á sem allra rnestu af því ágæta bókasafni, sem Dr. Rögnvaldur hafði komið sér upp, því það mundi fylla upp í mikið af skörðunum. Eg færðist heldur undan því, vegna þess að eg taldi annan mann heppilegri, sem þekkti Landsbókasafnið miklu betur en eg og hvað það vantaði. Það varð þó úr að eg skrapp hingað, en samningar urðu ekki miklir, því strax og eg bar upp erind- ið, sagði Mrs. Pétursson, að það hefði altaf verið ætlun þeirra hjóna að gefa Landsbóka- safninu öll handrit sín og gamlar bækur, sem safnið vildi eignast. Er þetta stórmerkilegt safn og hinn mesti fengur því þar til t. d. bæði Lögberg og Heimskringla frá byrjun, en safnið vantar eldri árganga af hvorutveggja, en auk þess eru þar yfir 70 handrit frá Islandi, sem með þeirri snildarskrift að þau má telja mikil listaverk. Nokkur eru einnig í gömlu íslenzku bandi með kopar spenslum og hornum, er kost- að hafa mikla vinnu og sýna hve eigendum þessara handrita hefir þótt vænt um þau, og viljað gera þau veglega úr garði. Veit eg að þeir, sem síðar nota þessar bækur muni hugsa með hlýjum hug til þeirra er gáfu þær til Landsbókasafnsins og hefi því látið útbúa miða, sem segir hvaðan þær eru komnar, og verður límdur í hverja bók. En í þessu sambandi langaði mig til að minn- ast á annað. Hér vestra mun vera allmikið til af ýmsum handritum og bréfum, því altaf eru Islendingar geymnir á slíkar minjar. Það væri mikill skaði ef slíkt tapaðist, og væri það ákaf- lega æskilegt ef þeir, sem ættu eitthvað af slíku, vildu gefa það á Landsbókasafnið, og forða því frá glötun. Eg segi viljandi gefa það, því hand- rit hafa altaf verið taldar gersemar, sem menn gáfu þeim, er þeir vissu að kunnu að meta góða gripi, en möttu ekki til fjár. Þar fyrir vil eg þó ekki segja að Landsbókasafnið mundi ekki vilja greiða verð fyrir einstök merkis handrit. En yfirleitt eru íslenk handrit ekki seld. Hall- dór prófessor Hermannsson hefir sagt mér að er prófessor Fiske voru boðin handrit til kaups í hið merkilega safn sitt, neitaði hann að kaupa þau, því hann sagði að handrit ættu að geym- ast á íslandi, en hins vegar sagðist hann gjarna vilja kaupa bækur, sem íslend- ingar ættu fleiri en eitt eintak af. Því er ekki neinn markaður til fyrir handrit. Þetta er hárrétt aðstaða, því yfirleitt notast handrit ekki nema á söfnum eða þar sem aðgangur er að þeim fyrir fræðimenn, því aðrir lesa þau varla. Hinsvegar er hætt við að þeir sem eru ó- kunnugir handritum fleygi þeim, þegar þau eru lúin og óhrein, en slík handrit geta oft verið stór- merkileg, enda bera þau þá þess merki að menn hafi lesið þau. í bréfum eru oft mjög merki- legar heimildir um menningar- sögu okkar. Væri það mjög æski- legt að slík bréf að heiman rynnu til Landsbókasafnsins til að vera viss um að þau glatist ekki. Má vel setja reglur um það að ekki megi opna pakkann fyrr en eft- ir nökkra áratugi, ef í þeim væri eitthvað er snerti núlifandi menn illa. Auðvitað er ekki tilætlunin að hlaupa í kapp við minjanefnd Þjóðræknisfélagsins, sem mér skilst að hafi unnið gott starf til að bjarga ýmsum minjum frá glötun. Aðalatriðið er að minjar tapist ekki. Mér virðist þó sem verkaskipt- ing gæti átt sér stað þannig að Þjóðræknisfélagið geymdi það, sem snerti líf manna hér, en t. d. bréf frá íslandi og handrit það- an rynnu til Landsbókasafnsins. Heima vantar einnig nokkuð af bókum og blöðum, sem prentuð hafa verið hér vestra. Þar bætir safn Dr. Rögnvaldar úr, en helst vildi landsbókavörður hafa fleiri Valgerður Eiríksdóttir Bíldfell Valgerður Eiríksdóttir Bíldfell Því miður hefir það dregist um skör fram að minnast merkis- konu þeirrar, sem hér um ræðir. Einnar af landnámskonum Foam Lake bygðar er lézt að heimili sínu í Foam Lake bæ, 18. maí s.l. sú síðasta af fjórum systrum, sem ásamt mönnum sínum hófu bygð á sléttunum við Foam Lake í Saskatchewan fylki ásamt bróð- ur þeirra Ingimundi, og var móð- ir þessara systkina Gróa Ás- bjarnardóttir, fyrsti Islending- urinn, sem löghelgaði sér heim- ilisréttarland á hinum óbygðu Foam Lake sléttum. Nú eru þess- ar systur fjórar allar horfnar af sjónarsviði lífsins, eftir langt og nytsamt æfistarf. Bróðir þeirra Ingimundur og eiginmenn þeirra, að Gísla J. Bíldfell einum und- anskildum. Um þetta fyrsta landnámsfólk Foam Lake bygð- arinnar má með sanni heimfæra hin spöku orð Hávamála: “Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur et sama, en orðstír deyr aldrigi hveim sér góðan getr.” Orð- stír þessa fyrsta landnámshóps á Foam Lake sléttunum deyr aldrei á meðan að nokkur man það, og íslenzkt blóð rennur í æðum nokkurs manns á þeim slóðum er það reisti bygð og bú á. Valgerður Eiríksdóttir var fædd í Hrosshaga í Biskupstung- um á íslandi 14. október 1863. Foreldrar hennar voru Eiríkur Ingimundarson frá Efstadal í Laugardal, og kona hans Gróa Ásbjarnardóttir. Á imga aldri fluttist hún með foreldrum sínum frá Hrosshaga og að Árhrauni á Skeiðum, þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sínum til fulltíða aldurs. Vaxtarár flestra meyja og manna af alþýðufólki komin var hinn harði skóli lífsreynsl- unnar, á tímabili því, sem hér um ræðir, að læra til allra verka, sem skyldur lífsins voru líkleg- ar til að krefjast af þeim í hinni harðsóttu baráttu fyrir lífstil- verunni, eins og hún þá blasti við flestu alþýðufólki í landi feðra iess. En reynsluskóli sá, var ekki eintómt strit og erfiði, hann hafði líka sínar björtu hliðar, þegar lugur æskumeyja og manna lyfti sér yfir alt erfiði, alla þreytu og örðugleika upp í sólbjartan reim vongnna, þegar augu þeirra hvíldust við tign og fegurð hinn- ar íslenzku náttúrufegurð, sem mótað hefir að meiru og minna leyti alla þá, sem við brjóst henn- ar hafa vaxið og þroskast. Slík voru uppvaxtarár okkar eldri Is- lendinga, sem til Vesturheims fluttum á öndverðu tímabili út- flutningsáranna og slík voru æsku- og þroskaár Valgerðar Eiríksdóttur frá Árhrauni, að viðbættri djúpri og einlægri lotn- ing fyrir guðsótta og góðum sið- um, sem. hin íslenzku heimili þeirra tíma lögðu alla stund á að innræta börnum sínum. Þessi reynslu og lífsskóli reyndist ís- lenzku innflytjendunum hollur og haldgóður á landnámsárum þeirra í Ameríku. Árið 1887 fluttist Valgerður til Canada ásamt foreldrum sínum, þremur systrum og einum bróð- ur, Ingimundi, sem þó mun hafa farið vestur árið áður. Þegar til Winnipeg kom, sem var aðal- lendingarstaður útflytjenda frá íslandi á þeim árum, skiftust fjölskyldurnar oftast upp. For- eldrar ásamt yngri börnum héldu vanalegast burt úr bænum og tóku sér bólfestu í einhverri af hinum íslenzku bygðum, sem þá voru nýmyndaðar, eða í myndun, en vinnufær börn þeirra leituðu sér atvinnu í Winnipeg, eða þá í grendinni, þar sem vinna var fáanleg, en unnu nálega undan- tekningarlaust foreldrum sínum þar til að lífvænlegur stofn var fenginn, og þau orðin sjálfbjarga, hvort heldur þau reistu bú í sveit eða í bæjum og tel eg það eitt hið lofsverðara í fari æsku- fólksins íslenzka á landnámstíð Islendinga hér, eða hvenær sem slíkt er hægt að segja með sanni um æskulýð vorn. Foreldrar Valgerðar héldu til Þingvallanýlendunnar þegar þau komu vestur, en Valgerður varð eftir í Winnipeg og stundaði þar atvinnu um þriggja ára skeið, en árið 1891 gekk hún að eiga eftir- lifandi mann sinn Gísla J. Bíld- fell, og settist þá að í Þingvalla- nýlendunni, þar sem Gísli var búsettur. Tveimur árum eftir að þau Gísli og Valgerður giftust, fluttu þau burt úr Þingvallanýlendunni og vestur í Saskatchewanfylki. Dvöldu um árlangt í námunda við White Sand River en fluttu til Foam Lake í því sama fylki árið 1894 og reistu þar bú á heimilisréttarlandi, sem liggur lítinn spöl fyrir norðan þar sem bærinn Foam Lake stendur nú, og þar bjuggu þau rausnarbúi í meira en 30 ár. S Aðdáanlegt er margt í fari igndnámskvennanna íslenzku í þessu landi, ekki síður en í fari sumra systra þeirra á íslandi til forna, þó þar sé ólíku saman að jafna. Ósegjanlega mikið hug- rekki, viljaþrek og ósíngirni þurfti til þess að fara tugu mílna út frá mannabygðum út á slétt- una auða og fyrir auga innflytj- endans endalausa. Þau Gísli og Valgerður, þegar þau voru sest að á heimilisréttarlandi sínu í Foam Lake áttu 75 mílur vegar en eitt eintak af hverju, að minsta kosti eitt eintak til notk- unar og annað til geymslu. Er eg minntist á það við Mrs. Brand- son að safnið vantaði mikið af slíku, kvaðst hún eiga ágætt ein- tak af blaðinu Vínland, sem er eina íslenka blaðið, sem gefið hefir verið út í Bandaríkjunum, árin 1902—1907, og gaf það til Landsbókasafnsins. Annað dæmi um hug landa hér get eg nefnt. Dr. Austmann sagði mér að J. Magnús Bjarnason hafi ánafnað Landsbókasafninu öll handrit sín. Veit eg að þau þykja því verðmeiri, sem lengra líður og við lærum betur að meta þann yndæla mann. Okkur heima þætti ákaflega vænt um ef við mættum eiga (Frh. á bls. 5) að sækja í kaupstað eftir nauð- synjavörum sínum. Læknishjálp og öllu því, sem þau þurftu til umheimsins að sækja, og var það stundum harðsótt í vetrarhörk- unum. En erfiðleikarnir hurfu smátt og smátt; járnbrautin kom, landið bygðist. Skólar voru reistir. Félagsbönd trygð og á landsvæðinu sem frumbyggjarn- ir völdu sér, reis blómleg bygð. Foam Lake bygðin í Saskatche- wan. í þróum þessarar bygðar átti Valgerður ógleymanlegan þátt, en þó einkum á landnámstíma- bili bygðarfólksins, fyrir og eftir aldamótin. Umhyggjusemi henn- ar og hjálpsemi í þess garð er við brugðið og var oft til henn- ar leitað í erfiðum kringumstæð- um manna og stóð þá aldrei á fyrirgreiðslu frá hennar hendi, ef kostur var á. Hennar var og oft leitað í veikinda tilfellum, því henni var mjög sýnt um að Jíkna lúnum og veikum, og sjaldan mun hafa verið svo dimt yfir í neinu bjálkahúsi, að ekki birti þegar að Valgerður kom þar inn. » Valgerður var mikið vel gefin kona. Ákveðin og einlæg, skap- stilt og dagfarsgóð. Hún var fríð kona, andlitssvipurinn hreinn og svo góðmannlegur að maður sannfærðist undir eins um að hún ætti heima í þeim hópi kvenna er Einar skáld Kvaran nefnir vorsálir, og þannig munu flestir er Valgerði þektu, minn- ast hennar. Þeim Gísla og Valgerði varð tólf barna auðið, níu þeirra eru á lífi: Jón í Foam Lake; Ólafur í Kelvington, Sask. og sjö systur, Mrs. V. Anderson, Mrs. D. V. Linden og Mrs. Hagen, sem allar eiga heima í Foam Lake, Miss Ella Bíldfell í Flin Flon, Mrs. L. K. Howe í Colonsay, Sask., Mrs. Ó. Hrappsted í Leslie og Miss Alice Bíldfell hjúkrunarkona, til skamms tíma í Yorkton, Sask., nú í Foam Lake. Þrjú börn dóu í æsku, tveir drengir, sem báðir hétu Eiríkur, og ein stúlka, sem Ástríður hét. 32 barnabörn áttu þau Gísli og Valgerður, er hún lézt og 8 barna- barnaböm. Valgerður átti sjö systkini; komu fjögur þeirra til Ameríku, þau Ingimundur Eiríksson bóndi í Foam Lake; Guðrún, gift Bjarna Jasonssyni bónda í Foam Lake; Ánna Margrét, gift Guðbrandi Narfasyni, Foam Lake og Guð- finna, gift Sveini Halldórssyni, Foam Lake. Alt var þetta land- námsfólk í Foam Lake og alt er það nú dáið. Þrjú systkini henn- ar komu ekki vfestur, heldur ólu aldur sinn á íslandi, en eru nú einnig dáin. Þau Ólafur Eiríks- son söðlasmiður í Reykjavík; Margrét gift Jóni frá Sandlækj- arkoti og Stefán. Valðgerður lézt að heimili sínu í Foam Lake 18. maí s.l. og var jarðsungin af séra Theodore B. Sigurðssyni þann 24. s.m. að mesta fjölda fólks viðstöddum. Til grafjjr var hún borin í reit bygðarinnar af fimm tengdason- um sínum og einum sonarsyni. J. J. B.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.