Lögberg - 22.11.1945, Qupperneq 1
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Avenue, Mrs. F.
Thordarson, 996 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
•
Þessi ungmenni voru fermd að
Húsavick, 11. nóv. s. 1.
Anna Stefania Guttormson.
Helga Louise Isfeld
Elin Lilja Grace Sigurdson
Joycelyn Florence Christine
Thorsteinson
Hinrik Aðalsteinn Bessason
Baldur Helgison Johnson
Gordon Arthur Kernested
Skúli Sigurgeirsson.
•
Dánarjregn.
Guðrún Þorvarðardóttir, kona
Jóns Guðjónssonar, andaðist að
heimili sínu í Mikley, 2. nóv. Hún
var fædd 10. nóv. 1878 að Hofs-
stöðum í Borgarfjarðarsýslu; for
eldrar hennar voru Þorvaldur
Erlendson og Sesilia Einarsdótt-
ir. Hún skilur eftir sig 6 börn.
Hún var jarðsungin frá Lút-
ersku kirkjunni í Mikley, 16. þ.
m., af séra Skúla Sigurgeirssyni.
•
HOUSE FOR SALE
Possession any time.
Gimli fully furnished winter
and summer home of 9 rooms
and screened in balcony, extra
large living room, electric
lights, sink in kitchen to a septic
tank. Lovely grounds, near the
lake. All in fhe very best of
condition. Special price $1.500.00.
Call Sigmar of J. J. SWANSON
& CO- LTD., phone 97 538 or
evgs. 21 418.
•
lcelandic Canadian
Evening School
Um hundrað manns hlýddu á
fyrirlestur Dr. S. J. Johannesson-
ar “Take a Trip to Iceland”, þ.
13. nóv.; og 35 ungmenni hafa
innritast í skólann.
Séra R. Marteinsson flytur
erindi um Jón Sigurðsson, 27.
nóv., í neðri sal Lútersku kirkju,
sem byrjar stundvíslega kl. 8 e.
h. Islenzku kenslan hefst kl. 9.
Aðgangur fyrir þá sem ekki
eru innritaðir 25 cent.
•
Gefið í byggingarsjóð
Bandalags Lúterskra Kvenna
Frá Mr- og Mrs. J. G. Stephen-
son, Selkirk, Man. $5.00, í minn-
ingu um J. B. Jónson, frumherja
í Kandahar, Sask., dáinn 12. júlí
1945.
Meðtekið með þakklæti og
samúð.
Hólmfríður Danielson,
869 Garfield St., Wpg.
HOUSE FOR SALE
Double House 20 rooms
Maryland St., near Sargent
Ave., an extra good double
house, 10 rooms each. Brick
construction. Hardwood floors,
exceptionally good basement.
full plumbing in eaoh house,
separate furnace in each. 50 ft.
lot- All in good condition. Price
$7.500.00. Call Sigmar of J. J.
SWANSON & CO., LTD., Phone
97 538 or Evgs. 21 418.
•
Einhleypur íslendingur óskar
eftir herbergi, með eða án hús-
gagna, hjá íslenzku fólki í Vest-
urbænum. Upplýsingar á skrif-
stofu Lögbergs.
•
Um oddvitasýslanina í Bifröst
keppa að þessu sinni tveir póli-
tískir vígagarpar, þeir núver-
andi oddviti Snæbjörn S. John-
son og B. J. Lifman, fyrverandi
oddviti áminsts sveitarhéraðs.
•
Mr. Jónas Anderson frá Cyp-
ress River, var staddur í borg-
inni í vikunni, sem leið.
•
Þeir Mr- G. J. Oleson og Mr.
Thomas Oleson frá Glenboro,
voru í borginni seinni part fyrri
viku.
The Icelandic Canadian Club
will hold a Social Evening on
Sat. Nov. 24th in the First
Federated Church Parlors,
Sargent and Banning.
A great deal of interest has
been shown and several requests
have been made to have regular
social evenings in the future. A
hearty invitation is extended to
come and meet old friends.
Refreshments will be served.
•
Ársfundur þjóðræknisdeildar-
innar “Brúin” í Selkirk, verður
haldinn á heimili Mrs. Ástu
Johnson, Dufferin Ave. þar í
bænum, á fimtudagskvöldið þ.
22. þ. m. kl. 8.
•
Mr. Einar Magnússon, mjólk-
urbúsmaður frá Selkirk, var
staddur í borginni á mánudag-
inn.
Mr- Jónas Oliver frá Baldur,
Man., var staddur í borginni í
byrjun vikunnar.
Haust Bazar.
Kvenfélag íslenzka Lúterska
safnaðarins í Vancouver efnir
til Haust bazars, sem haldinn
verður í neðri sal dönsku kirkj-
unnar, 19th og Burns St., þann
28. nóvember.
Þar verður til sölu hannyrðir,
prjónles, heimatilbúið bakkelsi,
veitingar og fleira. Einnig happa-
drætti — brúða skrýdd íslenzk-
um búningi, ullarteppi og jóla-
kaka.
Salan byrjar kl. 8 að kvöld-
inu.
Allir velkomnir.
•
Minningarsjóður presta.
(Pioneer Pastor’s Memmorial
Fund).
Judge W. J. Lindal, Winnipeg,
í minningu séra Friðriks J.
Bergman $15.00- S. A. Sveinson,
Baldu'r, í minningu Dr. Jóns
Bjarnasonar$10.00.
Áður auglýst $555.47.
Alls $580.47.
Með þökkum.
S. O. Bjerring.
Leiðrétting: í síðasta blaði var
skýrt svo frá í sambandi við hér
nefndan sjóð, “að rentur af fé
því sem í hann rennur skulu
notast til styrktar námsmönn-
um” o.*s. frv.
Þetta ber að lagfæra með að
tilkynna að styrkur sá sem kann
að veitast úr þessum sjóð verð-
ur ekki bundinn eða takmark-
aður við rentur eða vexti.
Hugmyndin er sú að gjafir í
þennan sjóð verði áframhald-
andi og notist eins og kallað
verður eftir og tilgreind notkun
og skilyrði eiga sér stað.
S. O. Bjerring.
Embællismenn siúkunnar Skuld
eeiiir í embæiii 5. þ. m.:
Fyrv. Æ. T.: A. S. Bardal,
Æðsti Templar: Jón Halldórsson,
Vara-templ.: Mrs. G. JóhannssQn,
Gjaldkeri: Mrs. H. ísfeld,
Dróttseti: Margrét Sigurðsson,
Vara-drótts.: Mrs. Goodman,
Kapelán: Regina Sigurðsson,
Organisti: Mrs. A. S. Bardal
Vörður: Hringur ísfeld.
ENDURKJÓSIÐ
Victor B. Anderson
ENDURKJÓSIÐ
Séra Philip M. Péiursson
ENDURKJÓSIÐ
Jack St. John
FYLKIÐ LIÐI UM
Paul Bardal
Lehmann lýst ekki
á blikuna
Lehmann, forstjóri UNRRA
hjálparstofnunar hinna samein-
uðu þjóða, hefir nú áhyggjur
stórar út af ástandinu í vetur í
mörgumiþeim löndum, sem orð-
ið hafa hart úti í styrjöldinni,
bæði í Evrópu og Asíu. Telur
Gullbruðkaup
Á sunnudaginn þann 11. þ. m-,
áttu hin vinsælu og mætu hjón,
Jósef og Össuría Jóhannsson, sem
um langt skeið hafa búið í
grend við Gardar þorp í North
Dakota, gullbrúðkaupsafmæli;
var mannmargt á hinu vingjarn-
lega heimili þeirra þann dag, því
gullbrúðhjónin njóta mikilla vin
sælda í byggðarlagi sínu; marg-
ar vinagjafir og heillakveðjur
bárust gullbrúðhjónunum þá um
daginn, eigi aðeins úr nágrenn-
inu, heldur og frá Winnipeg, og
annarsstaðar frá.
Gullbrúðguminn er ættaður
hann að bandamenn verði að
leggja sig alla fram, til þess að
komið verði í veg fyrir hungurs-
neyð víða um heim. Hann segir,
að þegar hafi verið sendar 2
milj. smálesta af matvælum til
Evrópu, en auk þess, sem þang-
að þurfi í viðbót, verði að hjálpa
Manchuriumönnum, Kóreubú-
um og Kínverjum, og ennfremur
hafi Rússar beðið um hjálp.
úr Húnaþingi, en gullbrúðurin
af Önundarfirði; þau komu til
Vesturheims árið 1911, og hefir
heimili þeirra staðið í Garðar-
byggð jafnan síðan; þau njóta
enn góðrar heilsu og taka virk-
an þátt í málefnum bygðar sinn-
ar.
Þau Mr. og Mrs. Magnús
Magnússon frá St. Boniface, voru
við afmælisfagnað þenna; er
Mrs. Magnússon (Sigrún), dótt-
ir gullbrúðhjónanna.
Gullbrúðhjónin, ásamt sifjaliði
þeirra, biðja Lögberg að flytja
þeim öllum alúðarþakkir, er
með heimsókn, gjöfum og heilla-
skeytum, heiðruðu þau áminst-
an dag.
JÓSEPH OG ÖSSURlA JÓHANNSSON
(Gullbrúðkaupsvísur)
Þið sóttust aldrei eftir auð né völdum,
en urðuð rík af því, sem fegurst var,
að tendra ljós á löngum vetrarkvöldum
við lampa hinnar sönnu mannúðar.
Þó margir bygðu bæi sína stærri
varð býlið ykkar þjóðbraut hjartans nærri.
Þótt blikni lauf og blómin falli í dá,
er bjart um ykkar fimtíu ára veldi,
því hjörtun fyllir eilíf æskuþrá
þó alt sé breytt og liðið fram að kveldi.
Og enn skín ykkar hugarsól í heiði
við hálfrar aldar spor í bezta leiði.
. Einar P. Jónsson.
Furðuleg tíðindi
í lok fyrri viku, bárust hingað
til lands frá Washington þau
furðulegu tíðindi, að brezka
stjórnin hefði ákveðið að tak-
marka nú þegar, og á næstu ár-
um, vörukaup frá Canada, og
hefði jafnframt farið fram á, að
ýmsir verksmiðjueygendur hér,
flyttu verksmiðjur sínar til Bret-
lands; þetta sýnist því furðulegra
sem vitað er, að canadiskir
verksmiðjueigendur hafa geisi-
miklar birgðir fyrirliggjandi,
sem Bretar höfðu fyrir löngu
pantað, og höfðu jafnvel verið
fluttar til canadiskra hafna, en
eru nú, að sögn kyrsettar þar.
Slakað á klónni
Vegna víðtækra og áhrifamik-
illa mótmæla frá fjölda af þing-
mönnum úr Vesturlandinu, sá
sambandsstjórn þann kost vænst
an, að afturkalla ákvæðin um
hækkun tollverndar varðandi
pípugerðariðnaðinn, og haldast
því hinar fyrri reglugerðir þessu
viðvíkjandi óbreyttar fyrst um
sinn; þá hafa og ýmsir áhrifa-
menn sambandsþings beitt sér
fyrir um það, að diesilvélar
yrðu undanþegnar tollum, en
þær eru, eins og vitað er, harla
mikilvægar fyrir fiskframleiðslu
landsins, eða þá hlið hennar, sem
að flutningum snýr.
Kosningar í Búlgaríu
Síðastliðinn sunnudag fóru
fram þingkosningar í Búlgaríu,
er mjög hölluðust á sveif rót-
tækra vinstri manna, eða komm-
únista; kosningar þessar voru
háðar undir umsjón sameinuðu
þjóðanna; nú segja brezk og
amerísk stjófnarvöld að kosn-
ingarnar hafi verið ódemokratisk
ar, og þess vegna sjái þau sér
ekki fært, að viðurkenna stjórn,
sem með slíkum aðstæðum skap-
ist.
B3ÍÍSBÍÍ
Þakkarávarp:
Öllum þeim, er veittu okkur
aðstoð í tilefni af hinni sviplegu
burtför sonar okkar og bróður,
Normans Daníelssonar; öllum
þeim er glöddu okkur með blóma
gjöfum við útförina, og heiðruðu
minningu hans með nærvist
sinni, vottum við okkar hjartan-
legustu þakkir.
Guðjón Daníelsson,
Guðlaug Daníelsson
og systkini.
•
Gjafalisti í námssjóð
Miss Agnesar Sigurdsson:
Jón Sigurðssonar félagið,
I.O.D.E., $25.00; Mr. og Mrs. G.
Johannesson, $5.00; Mr. og Mrs.
G. Lambertsen, Glenboro, $10.00;
Þjóðræknisdeildin að Gimli,
$50.00; íslenzka kvenfélagið “Sól-
skin,” Foam Lake, $25.00; Mr.
Bardi G. Skulason, Portland,
Ore., $27.50; Mr. og Mrs. D.
Bjornsson, $10.00.
Samtals $152.50
Með þakklæti,
f. h. nefndarinnar,
G. L. Johannson, féh.
HEIMSÆKIR OTTAWA.
Rt. Hon. Clement Attlee, for-
sætisráðherra Breta, heimsótti
Ottawa í vikunni, sem leið, og
var gestur umboðsmanns brezku
stjórnarinnar í Canada, Hon.
Malcombs McDonald.
Frá sendiráði Íslands í
Washington, 6. nóv.
Herra ritstjóri:
Eg vil hér með skýra yður frá
því, að breytingar hafa nýlega
orðið á starfsliði íslenzka sendi-
ráðsins í Washington.
Þórhallur Ásgeirsson hefir ný-
lega látið af starfi sínu sem
sendiráðsritari og tekið við full-
trúastöðu í utanríkisráðuneytinu
í Reykjavík.
Þórhallur Ásgeirsson starfaði
við sendiráðið frá því í júlí 1942,
fyrst sem Attache, en síðar sem
sendiráðsritari. Þórhallur er far-
inn til íslands ásamt konu sinni
og barni.
Nýlega hefir verið skipaður
Attache við sendiráðið, Ólafur
Björnsson. Ólafur er sonur
Sveins Björnssonar forseta og frú
Georgiu Björnsson. Hann lauk
lagaprófi frá háskóla íslands
1943 og var aðstoðarmaður í utan
ríkisráðuneytinu frá ársbyrjun
1944 til júlíloka s. 1., er hann var
skipaður Attache við sendiráð
íslands í London. Því starfi hélt
hann þar til hann var skipaður
Attache við sendiráðið í Wash-
ington-
Virðingarfyllst,
Thor Thors.
ssæaii
Fær Nobelsverðlaun
Samkvæmt fregnum frá Oslo,
síðastliðinn laugardag, hefir
Cordell Hull, fyrrum utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, verið
sæmdur friðarverðlaunum
Nobles fyrir yfirstandandi ár.
Cordell Hull er einn hinn gagn-
merkasti stjórnmálamaður
Bandaríkjanna sinnar samtíðar,
og var, ef svo mætti að orði
kveða, hægri hönd Franklin
Roasevelts, megin hlutann af
hans löngu forsetatíð.
Flytur rœðu í
Washington
Mr. Clement Attlee, forsætis-
ráðherra Breta, flutti ræðu í
sameinuðu þingi Bandaríkjanna
síðastliðinn þriðjudag, er fjallaði
einkum um það, hver nauðsyn
bæri til, að eining sameinuðu
þjóðanna héldist framvegis engu
síður en viðgekkst meðan stríð-
ið stóð yfir; lagði hann jafn-
framt áherzlu á það, að varanleg-
an grundvöll að framtíðarfriði
yrði að leggja sem allra fyrst,
því óvíst væri hver eftirköst
dráttur í þeim efnum, kynni að
hafa í för með sér.
Alvarlegar viðsjár
Ástandið í Palestínu hefir
verið næsta viðsjárvert upp á
síðkastið; það er ekki einasta að
verkföll hafi geisað um landið
þvert og endilangt, heldur hafa
blóðugar orustur staðið yfir hér
og þar milli Gyðinga annarsveg-
ar og Araba hinsvegar; mann-
fall hefir orðið nokkuð á hlið
beggja aðilja, en þó nokkru
meira af hálfu hinna síðar-
nefndu; brezk stjórnarvöld hvað
ofan í annað hafa skorist í leik-
inn og reynt að miðla málum,
en slíkar tilraunir hafa fram að
þessu borið lítinn sem engan
árangur. Gyðingar þykjast eiga
fult tilkall til landsins, og hlið-
stæðri kröfu halda Arabar fram.
Og fari allar umleitanir til mála-
miðlunar út um þúfur, benda
flest eyktamörk til þess, að til
borgarastríðs dragi þá og þegar
í landinu.