Lögberg - 22.11.1945, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. NÓVEMBER, 1945
*-----------lögberg —■—?
Geflð öt hvern fímtudag' af
j THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
| 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanflskrift ritstjörans: i
EDITOR UÍGBERG, •
895 Sargent Ave., Winnipeg, Man,
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram j
The "Ixigberg" is printed and published by í
í The Columbia Press, Dimited, 695 Sargent Avenue j
Winnipeg, Manitoba ’
PHONE 21 804 ‘
(tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimia
Þögn, sem þarf að rjúfa
Niiiiiii!iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:i'iiiiiiitiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiii
miiiuiiniitninnmirniw
í einu hinna stórbrotnu ljóða sinna, “Skúta-
hraun”, farast Einari Benediktssyni þannig
orð: “Hundrað raddir þögnin klæðir.” — Þögn-
in klæðir fleiri raddir, en það.
Merkasta og mikilvægasta málið, sem komið
hefir á dagskrá með íslendingum vestan hafs,
og það málið, sem líklegast er til frambúðar-
áhrifa, varðandi vernd tungu vorrar og annara
dýrmætra menningarerfða í þessu landi, er það,
sem lýtur að stofnun kennslustóls í íslenzkri
tungu og íslenzkri bókvísi við Manitoba háskól-
ann; með því máli mælir alt, en ekkert á
móti.
Eins og þegar er vitað, lagði einn maður,
Ásmundur P. Jóhannsson, græsilegan grund-
völl að framgangi þessa mikilvæga menningar-
máls með hinni höfðinglegu gjöf sinni, sem
almenningi er þegar kunnugt um; að fleiriséu
einnig málinu hlyntir og tekið ákvarðanir því
til stuðnings, er einnig á almanna vitorði; en
frá þeim tíma, er Dr. P. H. T. Thorlakson birti
í báðum íslenzku blöðunum sína íturhugsuðu
og markvissu ritgerð um nauðsyn áminsts
kennslustóls, sem athygli hvarvetna vakti, hef-
ir verið furðu hljótt um málið, og fólk er að
eðlilegum ástæðum að spyrja, hverju slík fá-
dæma þagmælska sæti; hví þeir menn, sem lát-
ið hafa sér hugarhaldnast um framgang máls-
ins, hafi ekki þegar hlutast til um skipulagn-
ingu þess, þannig, að almenningur viti hvert
hann á að snúa sér varðandi fjárstuðning og
virkar framkvæmdir. Mörg nytjamál, sem dreg-
in hafa verið á langinn, hafa með öllu fjara^
út, eða beðið óvirðulegan þauðdaga; ekkert
slíkt má henda, er um það ræðir, að varðveita
tungu vora og sérkostina í íslenzkri þjóðar-
sál; vér verðum að skera upp herör íslenzkunni
til fulltingis, kenna hana með góðu hvar, sem
því verður viðkomið, þrýsta fólki til að nema
hana vegna þess menningarlega gildis, sem hún
býr yfir, herða á aðsókn að laugardagsskólun-
um hvar, sem þeir eru í sveit settir, en um-
fram alt, leggjast á eitt um framkvæmdir varð-
andi kenslustólinn í íslenzkum fræðum við þá
menntastofnunina í þessu landi, sem Islending-
ar eiga mest upp að unna, og mótað hefir mennta
feril margra þeirra á svo glæsilegan hátt.
Varanlegt landnám íslendinga vestan hafs,
skaut rótum í Manitoba; þar hafa þeir verið
fjölmennastir, og þar verða afkomendur þeirra
óefað fjölmennastir um ófyrirsjáanlega tíð, og
þar skal reistur verða sá minnisvarðinn um
landnámið vestræna, sem mest hefir og traust-
ast menningargildið, kenslustóllinn í íslenzkri
tungu og bókvísi við æðstu menntastofnun
þessa fylkis, Manitoba háskólann.
■MMMimiim«HI«MllffllllWmiIIUIIIIlllBIMllllllllUllltllllllllllllllillllllllllllHlllllllillllllllllllllllMIIIHIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIMlilH
Vinsamleg tilmæli
í undanfarna þrjá mánuði hefir Lögberg, svo
að segja reglubundið í hverri viku, flutt mynd-
ir og umsagnir um stríðshetjur vorar af ís-
lenzkum stofni, er líf sitt létu í nýlega afstað-
inni heimsstyrjöld vegna frelsismála mannkyns-
ins; um það hvernig tilraun þessi hafi tekist,
verður vitaskuld ekki dómur lagður í dálkum
þessa blaðs, þar sem ritstjórinn, með örfáum
undantekningum, hefir persónulega beitt sér
fyrir um söfnun upplýsinga, og fært í letur
minningabrotin sjálfur; það liggur í augum
uppi, hve hér sé um viðkvæmt vandamál að
ræða, með allar þær ógrónu undir, sem svo
mörgum af ættstofni vorum, og þá vitaskuld
fólki af öðrum þjóðflokkum líka, enn blæða;
þó væntum vér þess, að áminnst minningabrot
komi að einhverju gagni, og nái þeim tilgangi,
sem þeim var ætlað að ná.
Oss er kunnugt um -það, að enn vantar marga
í safn þetta, sem þarf að minnast, bæði úr
Canada, og eins úr Bandaríkjunum, og með
þetta fyrir augum, viljum vér vinsamlegast
ítreka það við ástmenni þeirra fallinna her-
manna, af íslenzkum uppruna, sem enn hefir
eigi verið minnst, að þau sendi oss myndir
þeirra og æviatriði við allra lyrstu hentug-
leika, svo umsagnir um þá geti orðið samferða
hinum minningabrotunum; full áherzla skal á
það lögð, að tilmæli í þessa áttt, gilda jafnt um
falla hermenn af íslenzkri ætt, beggja megin
landamæranna; holl fjölbreytni gæti verið í
því, að þeir, sem bezt þekkja til og kunnugast-
ir eru aðstæðum, semdu minningabrotin, og
sendu þau blaðinu fullbúin til prentunar.
'lilllllllllllll!l!lllllll!lllllllllllllllllll!ll!!llll!lllll!ll!llllllllllllll!Ulllllliliuuilllllillllllluiiii!lilll!ll!lllllllllllllllllll!ll!!llllllllllllllliUll:illlllll!!llil!ililil
Árétting
l!llllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllill!IIIIIIIIIIIIIIUIIllilllfllllllllllllllllllllllllllll!!l!lll!llllllllllliUIIÍ!llllillllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllliillill
I vikunni, sem leið, voru tekin til alvarlegr-
ar íhugunar hér í blaðinu flest þau megin-
mál, sem mest varða hagsmuni og menningu
Winnipegbúa, með hliðsjón af bæjarstjórnar-
kosningunum, sem fram fara á föstudaginn kem-
ur; og með því, að enn stendur í góðu gildi hið
forná máltæki, að sjaldan sé góð vísa of oft
kveðin, vill Lögberg brýna fyrir gjaldendum
bæjarfélagsins á ný, hver nauðsyn beri til, frá
mannúðar og menningarlegu sjónarmiði skoðað,
að fjáraukalögin tvenn, sem lögð verða undir
úrskurð gjaldenda nái fram að ganga; er hér
átt við hjúkrunarheimilið fyrir gamalt og ör-
vasa fólk, og lánsheimlidina til þess að reisa
nýja barnaskóla, ásamt endurbótum eldri skóla-
húsa í bænum, þar sem þörfin er mest að-
kallandi; þetta eru mál, sem þola enga bið, og
sem borgarbúar, manndóms síns og mentnaðar
vegna, standa sig ekki við að hrundið verði
fyrir ætternisstapa; en forustumenn bæjarins
hefðu auðveldlega mátt vera nokkru stórtækari,
en hér varð raun á. Því lögðu þeir ekki fyrir
gjaldendur bæjarfélagsins heimild fyrir, ségj-
um tveggja miljón dollara veðbréfasölu, til
stuðnings við hina fyrirhuguðu lækninga mið-
stöð (Medical Centre), sem bæjarfélagið svo
ábærilega þarfnast, og alt fylkið jafnframt
mundi njóta góðs af? Hvað var þessu til fyrir-
stöðu, áræðisskortur, skammsýni, eða hvað?
Atkvaéðaseðilinn um fjáraukalögin skal
merkja með krossi, en seðlarnir, sem notaðir
eru við kosningu bæjarfulltrúa og skólaráðs-
manna, skulu merktir með tölustöfum í þeirri
röð, er kjósendur æskja.
Vafalaust greiða flestir íslenzkir kjósendur,
sem búsettir eru í 2. kjördeild forgangsatkvæði
Paul Bardal til handa; hann á brýnt erindi í
bæjarstjórn; en þeir, sem greiða honum Nr. 1
ættu að greiða Jack St. John Nr. 2, og fylgi við
þá ætti að verða gagnkvæmt. Mr. St. John,
er hygginn maður, sem veit hvað hann vill.
Látið heldur ekki undir höfuð leggjast, að
tryggja þeim Victor B. Anderson og séra Philip
M. Pétursson endurkosningu; þeir hafa báðir
reynst vel, hvor í sínum verkahring.
Það er óvirðing við lýðræðisfyrirkomulagið,
að sitja heima, og neyta ekki kosningaréttar
síns. Greiðum atkvæði við föstudagskosningarn-
ar hér í borginni, allir, allir!
..................................................... .!illl!IIJ|||llll!IIRIiHI«lllllllll«UII|||llIlilllllllttlllllllUllllk
Saga íslendinga í Veálurheimi
Nú er þriðja bindi af Sögu íslendinga í Vest-
urheimi, eftir Þ. Þ- Þorsteinsson komið út, og
fjallar einungis um sögu Nýja íslands. Er þetta
stór bók, í sama broti og fyrri heftin, en á
fimta hundrað blaðsíður (407x12). Fylgir upp-
dráttur á einni blaðsíðu framan við söguna
sjálfa, sem sýnir legu eldri bygðanna nákvæm-
lega, vegalengdir, Township og Range. Mun
þetta vera hinn eini uppdráttur, sem þannig
hefir verið verður af hinu “forna” landnámi
íslendinga í Nýja íslandi. Einnig á sömu mynd,
er önnur lítil í horni, til að skýra leiðina úr
nýlendunni til Selkirk og Winnipeg, ásamt
Rauðá og Rauðárósum.
I þessu bindi birtist í íslenzkri þýðing gerðri
af höfundinum ræða sem Dufferin lávarður
hélt þegar hann heimsótti þessa íslenzku ný-
lendu. Einnig eru hér sett niður orðrétt bygða-
lögin, sem svo mikið lof hafa hlotið hvenær,
sem þeirra hefir verið minst. Munu þó -fáir af
fjöldanum hafa haft tækifæri að lesa þau og
yfirvega.
Um hálfs þriðja hundraðs nýlendubænda frá
1875—1890 er minst sérstaklega í stuttum þátt-
um.
Hér er sögu nýlendunnar hvað áhrærir
kirkjumálin, mentamálin, stjórnmálin, land-
búnaðinn, fiskiveiðar, félagslíf og umbætur í
nýlendunnni yfirleitt, lýst eins nákvæmlega og
auðið er, og algerlega hlutdrægnislaust. Vestur-
íslendingar munu kannast við margt fleira sem
minst er á í þessu bindi, hvort heldur menn
eða málefni, en þess sem skýrt verður frá í
öðrum bindum þessa samstæða verks; því til
Nýja íslands komu svo margir íslenzkir inn-
flytjendur og voru þar lengur eða skemur. Og
margir verða þeir einnig heima á íslandi, sem
hér sjá nöfn hinna og annara, sem þeir þekkja
eitthvað til.
Þ. Þ. Þorsteinsson gerir allt vel
sem hann tekur að sér að gera.
Hann hefir gert sitt hið ítrasta
til að afla sér ábyggilegra upp-
lýsinga þegar um efasemd hefir
verið að ræða; samt kunna hér
að vera villur.
Fyrst ekki er hægt í svona út-
gáfu að leiðrétta villur í sömu
bókinni og þær birtast, heldur
í næsta bindi, þá þykir bezt á
því fara að þær komi allar á
einum stað í seinasta bindinu;
eru þvi missagnir og prentvill-
ur í öðru bindi ekki leiðréttar í
þessari bók, en fólk sem verður
vart við meinlegar skekkjur, er
vinsamlega beðið að tilkynna
þær einhverjum úr framkvæmd-
arstjórn útgáfunnar.
I University of Toronto Quart-
erly, júlí 1944, minnist próf-
Watson Kirkconnell á Sögu Is-
lendinga í Vesturheimi. Segir
hann meðal annars: “Þetta þýð-
ingarmikla verk, sem herra Þor-
steinsson hefir tekið sér fyrir
hendur, er í miklu stærri stíl en
nokkuð (samskonar), sem önnur
þjóðfélög, nýlega sezt að hér í
Canada hafa ráðist í; stíllinn og
allur frágangur sómir höfundi,
sem er samtímis velþekktur sem
skáld og sagnfræðingur.”
Þessi bók er nú til sölu og er
verðið fimm dollarar. Þetta bindi
er um 70 blaðsíðum stærra en
annað bindi og verður því nefnd-
in að selja það hærra verði. Þetta
er bezta jólagjöfin sem þér get-
ið valið sjálfum yðar eða vin-
um og kunningjum.
Þeir, sem önnuðust útsölu á
öðru bindi, eru nú vinsamlega
beðnir að láta nefndina vita sem
fyrst, hvað mörg eintök þriðja
bindis þeir vilji láta senda sér
til útsölu. Þess má geta hér að
fyrsta og annað bindi eru al-
gerlega uppseld. Nefndin álítur
að þetta bindi seljist ekki síður
en hin — og helzt betur, og þess
vegna voru prentuð 2500 ein-
tök af þessu þriðja bindi.
Skylt er nefndinni, og ljúft, að
þakka þá miklu hjálp sem hún
hefir hlotið frá Menntamálaráði
íslands við útsölu sögunnar
heima á íslandi. Menntamála-
ráðið hefir nú þegar beðið að
senda heim 1300 eintök þriðja
bindis.
Útsölumenn sendi pantanir
sínar til J. J. Swanson, 308
Avenue Bldg-, Portage Ave.,
Winnipeg.
Aðrir sendi pantanir, eða snúi
sér til þessara útsölumanna eða
félaga. Sendið fimm dollara og
bókin verður send póstfrítt.
Columbia Press, Sargent og
Toronto, Winnipeg; Viking Press,
853 Sargent Ave., Winnipeg;
Björnsons Book Store, 702 Sarg-
ent Ave, Winnipeg; J. J. Swan-
son, 308 Avenue Bldg, Winnipeg.
J. G. Johannsson.
HITT OG ÞETTA
Lúðvík 14. þóttist flest geta öðr-
um betur. Einhverju sinni orti
hann kvæði og bar það undir
helzta skáld sitt. Skáldið las
kvæðið og fékk konungi það
með þessum orðum: “Yðar há-
tign! Þér hafið auðsjáanlega
ætlað að sýna okkur skáldun-
um hvernig ekki á að yrkja, og
svo sem allt er þér gerið, hefur
yður tekizt það snilldarlega vel.”
•
Málafærslumaður ræddi eitt
sinn við klerk nokkurn. Hugð-
ist hann sýna fyndni sína og
mælti:
“Ef kirkjan færi í mál við djöf-
ulinn, hvor haldið þér að ynni?”
“Sjálfsagt djöfullinn”, svaraði
klerkur, “hann hefði alla lög-
vitringana á sínu bandi.”
•
— Er maðurinn reglusamur?
— Reglusamur —, jú, reyndar
má komast svo að orði. Hann
drekkur sig fullan á hverjum
degi og víkur sjaldan eða aldrei
frá þeirri reglu.
Gárungi nokkur spurði ógifta
stúlku, hvers vegna allar jóm-
frúr yrðu guðhræddar, þegar
þær nálguðust fertugsaldurinn.
Stúlkan svaraði:
“Það er vegna þess, hvað þær
eru þakklátar guði fyrir það, að
hann hafi eigi látið þær falla í
hendur djöflinum í manns-
mynd.”
•
— Hefur þú heyrt hvers vegna
hann Jón bóndi var settur í
tugthúsið?
— Nei, hvað gerði hann af
sér?
— Ekki var það nú mikið.
Rann fann beisli á förnum vegi,
tók það upp og fór með heim til
sín.
— Og var dæmdur í fangelsi
fyrir þetta?
— Já, hvorki meira né minna
en þrjá mánuði. En satt að segja
var hestur bundinn við annan
endann á beislinu.
Kaupmaðurinn, við sveitapilt-
inn, sem er á heimleið úr kaup-
staðnum: “Og skilaðu nú til hans
Jóns á Gili að næst þegar hann
slátrar nauti, þá megi hann ekki
gleyma mér.”
Móðirin (við son sinn, sem
kemur heiin fullur klukkan sex
að morgni): “Þú mátt skamm-
ast þín, svínið þitt, fyrir honum
föður þínum. Það er fullkomlega
hálf klukkustund síðan hann
kom heim og þá gat hann geng-
ið hjálparlaust upp stigann!
•
Einar: “Eg hélt að þú værir
trúaður á málsháttinn gamla:
“Morgunstund gefur gull í
mund.”
Gunna: “Þáð er eg líka, enda
myiffii eg óefað haga mér sam-
kvæmt því, ef morguninn væri
ekki alltaf svona fjandi snemma
dags-
Eftirfarandi auglýsing birtist
nýlega í dagblaði einu í Reykja-
vík (götunafni og húsnúmeri
breytt):
Áðnamaðkar til sölu. Til við-
tals á Skólavörðustíg 99 kl. 4—6
síðdegis alla virka daga.
•
“Hvar er allt fólkið?” sagði
bóndi. — Hjákonan var ekki á
pallinum.
Veitingamaðurinn: Þykir yður
Rínarvínið mitt ekki gott á
bragðið?
Gesturinn: Ójú, það er fremur
ljúfengt. En þó væri það enn
betra ef sjálfrar Rínar gætti ögn
minna.
•
Það var í Ameriku!
Kaupsýslumaðurinn: Eg er i
vandræðum með að ná í vinnu-
konu.
Vinurinn: Hvað kemur til? Þú
ættir að vera fær um að greiða
henni sæmilegt kaup.
Kaupsýslumaðurinn: Það er
ekki vegna kaupsins. Gallinn er
sá, að bílskúrinn minn er alltof
lítill. Það er aðeins rúm fyrir
bílinn minn og bíl sonar míns,
en bíllinn vinnukonunnar kemst
þar ekki fyrir.
Kaupendur á íslandi
Þeir, sem eru eða vilja ger-
ast kaupendur Lögbergs á
fslandi snúi sér til hr. Björns
Guðmundssonar, Reynimel
52, Reykjavík. Hann er gjdld-
keri í Grœnmetisverzlun
ríkisins.
Greiðið Atkvæði með
CCF
t BÆJARKOSNINGUNUM
23. NÓVEMBER
I bæjarráðið:
VICT0R B. ANDERS0N
H0WARD V. McKELVEY
Greiðið 1 og 2 í þeirri röð,
sem yður þóknast.
I skólaráðið:
PHILIP M. PETURSS0N
HARRY A. CHAPPELL
Greiðið 1 og 2 í þeirri röð,
sem yður þóknast.
Fyrir jramtaksemi og fram-
sœkni greiðið atkvœði með
CCF
GUÐMUNDUR INGI:
BJARMALAND
Þeir létu í haf úr höfnum draums og kyrðar,
af hvítum skipum felldu leguband.
Þeir völdu skáld og hetjur sér til hirðar
að herja á Bjarmaland.
I fjarskans dulri, fagurskyggðri móðu
þeim frjálsir vindar bentu á Austurheim.
I fjöru hópar hversdagsbúnir stóðu
og horfðu á eftir þeim.
Þá gerði storm. Þeir stýrðu traustum greipum
og stefndu í rok og drif í Austurveg.
Um Hvítahaf, er særinn sauð á keipum,
var sigling frækileg.
Þeir vissu skil á veðrum, átt og degi,
því varð ei fár, þótt stormur reyndi band.
Þeir skyldu finna í fjarskans Austurvegi
sitt fyrirheitna land.
Þá bar að strönd. Þeir stigu fótum djörfum
til strandhöggs þar, og föngin urðu góð.
Með Gusisnautum, hæfnum ættarörvum,
þeir unnu land og þjóð.
Þeir sigldu heim á hvítum sigurskipum
með hlut og gleði viturs afreksmanns.
sem hleður skip sitt auði og úrvalsgripum
síns ævintýralands.
Er heimaþjóð leit segl af sigrum stafa
og silfurbjarmann leika um stafn og skut,
þá vildu miklu fleiri farið hafa
og fengið slíkan hlut.
Þá ortu skáldin óð með háttum dýrum
um undralandsins gull og töframögn.
Og frægðin hljómar enn í ævintýrum ■
og ódauðlegri sögn.
Sjómannablaðið.