Lögberg - 29.11.1945, Side 1

Lögberg - 29.11.1945, Side 1
PHONE 21374 ^ »*• A 4 líSSÍ A Complete Cleanin^ Institution ððbefð PHONE 21374 yu f I 0Underer ’ v A Complete Cleaning’ Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1945 NÚMER 48 Endurkosnir í bæjarstjórn Viclor B. Anderson Kosinn í skólaráð Séra Philip M. Pétursson Bæjarstjórnarkosningar Kosningar þær, er fram fóru til bæjarstjórnar og skólaráðs, í Winnipeg síðastliðinn föstudag, breyta litlu til um svip og sam- setningu þessara umboðsstjórna borgarbúa eftir áramótin að öðru leyti en því, að C.C.F.-liðar eiga einum bæjarfulltrúa færra á að skipa, því Mr. Mulligan beið lægra hlut í 1. kjördeild; þar voru kosin í bæjarráð, Miss Hilda Hessen, Mr. Graham og Mr. Simonite. I 2. kjörd. voru sömu fulltrúarnir endurkosnir í bæj- arráð; eða þeir Jack St. John, fékk langhæsta atkvæðatölu, Victor B. Anderson og James Black. En í skólaráð fyrir þessa deild voru og endurkosnir þeir Mr. Adam Beck, séra Philip Pét- ursson og Mr. Harry Chappel. Þriðja kjördeild endurkaus bæjarfulltrúa sína, þá Forkin, Blumberg og Stepnuk. Fjáraukalögin til skólaþarfa og byggingar heimilis fyrir gamalt og örvasa fólk, náðu bæði lög- boðnu samþykki kjósenda. BELGISKIR SVIKARAR DÆMDIR Nýlega voru nokkrir belgiskir svikarar dœmdir til dauða eða œfilangrar fangelsisvistar fyrir samvinnu við Þjóðverja. Tveir Belgir, de Lange og Zin- buit, fengu dauðadóma fyrir að ganga í stormsveitarlið nazista. Sá þriðji var dæmdur í æfilangt fangelsi. Ennfremur var kveðinn upp dauðadómur yfir nítján öðrum belgiskum svikurum, sem voru fjarverandi vegna þess, að ekki hafði náðst til þeirra ennþá, en voru samt sannir að sök. Jack St. John Matarskortur Svo mikill matarskortur er á ítalíu um þessar mundir, að hall- æri gengur næst. Að því er John Nixon fréttaritari í Róm skýrir frá, fá ítalir minna en helming þeirra matarbirgða, er þeir raun- verulega þarfnast, og svipað er um kol og annað eldsneyti að segja. Mr. Nixon skorar á sam- einuðu þjóðirnar að skerast í leikinn og bæta að einhverju úr brýnustu þörfinni, því hér sé um mannúðarmál að ræða, sem þoli enga bið. Aldarhnigið skáld Síðastliðinn þriðjudag átti Magnús Markússon skáld 87 ára afmæii; þegar tekið er tillit til hins háa aldurs hans, verður ekki annað sagt, en hann sé vel ern og njóti ágætrar heilsu; hann heldur enn stálminni sínu og yrkir ljóð á hverjum degi. Fá- einir vinir Magnúsar skálds heimsóttu hann á afmælisdaginn og óskuðu honum til heilla. HANN LÉT EKKI BLEKKJA SIG Fréttaritari á Boreno segir, að Jim Hodge, hermaður, hafi orð- ið hissa og nuddað augun, er hann■ sá um daginn tré reisa sig upp og ganga hægt áfram. Jim Hodge var skógarhöggs- maður, áður en hann gekk í ástralska herinn og gerðist vél- byssuskytta. Hann þóttist vita alt, sem vitað yrði um tré, háttu þeirra og siði, en hingað til hafði hann aldrei séð þau taka til fót- anna. Tréð stefndi á rennibraut flugvallar, sem var í nánd, en þangað hafa tré ekkert erindi. Hann skaut þess vegna á tréð einni dembu af kúlum úr byssu sinni. Tréð féll til jarðar, og með því japönsk leyniskytta, sem skýldi sér undir því. Ekki er búist við því að tréð né leyniskyttan gangi framar. VON BUSCH LÁTINN 1 FANGABÚÐUM Þýzki marksálkurinn von Busch, er látinn í fangabúðum í Bretlandi. Hann var 60 ára að aldri. Hann stjórnaði víða herj- um fyrir Þjóðverja í nýafstað- inni styrjöld, meðal annars var honum teflt á móti Montgomery á síðustu vikum stríðsins. — Von Busch var grafinn í brezka setu- liðsbænum Aldershot. FLUGMENN F.í. FÁ NÝJA EINKENNISBÚNINGA Flugfélag íslands hefir fyrir skömmu látið gera sérstaka ein- kennisbúninga fyrir flugmenn félagsins. Er búningur þessi grár að lit og mjög látlaus í alla staði. Það eru einungis flugmenn fé- lagsins sem nota þessa einkenn- isbúninga. Einu sérkennin á búningnum eru þau, að í húfunni er vængur. með stöfum félagsins, F.Í., greipt- um á og'ennfremur er vængur þvert yfir vinstri brjóstvasa. Meðal erlendra flugfélaga er al- gengt að flugmennirnir beri sér- staka einkennisbúninga, líkt og til dæmis skipstjórar og aðrir yfirmenn skipa. Er þessi nýi einkennisbúningur mjög smekk- legur og mun sóma sér vel hvar se mer. —Vísir 2. sept. RÉTTARHÖLDIN í NURENBERG Sakamál gegn tuttugu forustu- mönnum Nazistaflokksins þýzka, eru nú nýlega hafin í Nurenberg. Rannsóknardómarinn Robert H. Jackson, sem er einn af dómur- unum í hæztarétti Bandaríkjanna lét þannig ummælt, að allir þess- ir legátar væri táknræn mynd af þjóðflokkahatri, gorgeir, ofur- mensku sálsýki og óstjórnlegri grimd; allir lýstu sakborningarn- ir yfir því, að þeir væru saklausir með öllu af ákærunum, því þeir hefðu aðeins int af hendi þær skyldur, sem þýzka ríkið hefði krafist. Að því er nýjustu fregnir herma, kosta réttarhöld þessi á- litlegan skilding, eða eitthvað um miljón dollara á viku; alls eru það eitthvað um fjögur þúsund manns, sem á einn eða annan hátt eru viðriðin réttarhöldin. Tveir hinna ákærðu, Krupp hinn eldri, forseti Krupps vopna- framleiðslunnar, og Ernest Kalt- enbrunner, eru báðir við dauðans dyr, og koma þar af leiðandi ekki fyrir rétt. ^ NÝTT RÁÐUNEYTI Bráðabirgðaforseti Frakka, De Gaulle, hefir eftir langa mæðu, lánast að mynda samsteypuráðu- neyti, sem samsett er af fulltrú- um allra þingflokkanna, og var ráðuneytinu veitt traustsyfirlýs- ing í þinginu síðastliðinn föstu- dag; naumast mun þurfa að gera því 'skóna, að ráðuneyti þetta verði sérlega langlíft fremur en venja er til á Frakklandi. Komm- únistar eru óánægðir; þeir kröfð- ust þriggja, sæta í ráðuneytinu, en fengu aðeins einn ráðherra. RÓSTUR Á INDLANDI Á Indlandi, eins og reyndar svo víða annarsstaðar, er all róstu- samt um þessar mundir; hefir þó mest að þessu kveðið í borginni Calcutta, þar sem götubardagar hafa orsakað miklar blóðsúthell- ingar; eru það einkum stúdent- ar, sem ganga í fararbroddi, og mótmæla samamálsrannsókn á hendur þeirra þjóðbræðra sinna, er sagðir eru að hafa verið hlynt- ir Japönum meðan á stríðinu stóð. AUKAKOSNING Við aukakosningu til fylkis- þingsins í Saskatchewan, sem fram fór í Wadena kjördæminu í Saskatchewan þann 22. þ. m., gekk frambjóðandi C.C.F. flokks- ins, Fred Dewhurst, sigrandi af hólmi; hinn eini keppinautur hans var kommúnisti, William Beeching að nafni. Wadenakjördæmi varð þing- mannslaust við fráfall Mr. Wil- liams landbúnaðar ráðherra Douglas-st j órnarinnar. 0r borg og bygð NÝJAR FRAMLEIÐSLU- TEGUNDIR Birgðamálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Hon. C. D. Howe^ lýsti yfir því nýverið í sambands- þinginu, að á næsta ári yrðu framleiddar í Canada að minsta kosti 100 nýjar vörutegundir; í þremur borgum sagði Mr. Howe að verðgildið yrði með þessum hætti, — í Montreal $22,000,000, í Vancouver $4,100,000 og Win- nipeg $904,000. TILBÚNINGUR ATOM SPRENGJUNNAR AUÐVELDARI OG ÓDÝRARI EN ÁÐUR Þann 24. þ. m. segjir svo í frétt frá Los Angeles, að Dr. Leslie W. Bell, hafi lýst því yfir í ræðu er hann flutti nýlega, að þúsundir af Atom sprengjum sé nú hægt að búa til á styttri tíma en tók að búa til eina þeirra atom sprengja er beitt var gegn Japan. Dr. Bell vann.að tilbúningi þeirra sprengja í Hanford, Wash. Hann sagði að notkun plutonium komi í staðinn fyrir uranium, sem væri svo kostnaðarsamt. Þessi upp- götvan, sagði hann, að hefði ekki einungis flýtt svo mjög fyrir framleiðslunni, heldur og útrýmt framleiðslukostnaðinum að stór- um mun. GARÐYRKJUMAÐURINN Eflir Pálma. Hann rakar saman blöðum, sem fögur voru forðum, þau fallið höfðu niður á grasflötinn minn; en haustið fyllir storminn með þungum Urðar orðum og andar kaldri frost-rún á jarðargróðurinn. En Norðri lyftir brúnum og sest að búnum borðum við blik frá norðurljósum og stjörnu skarann sinn. Hann rakar saman blöðum, og les í þeirra línum, þau ljóð, sem vorið samdi, í lífsins helga rún um drauminn sem þau áttu, í himinsölum sínum, í svalanum frá blænum, við trjánna glæstu brún. En haustið fór um skóginn —þeim fleygði að fótum mínum - og fangamark sitt risti á akurlönd og tún. Hann rakar saman blöðum við harðan Heljar svala, er húmsins fyrirboði við skógarfaldinn bjó. — En var það fölvi haustsins, frá bleikum jarðar bala, sem beiskju-svip og kvíða á mannsins andlit sló? Eða var það hugboð, sem til hans var að tala á tungumáli lífsins um frost í eigin skó? iw£v/>w>wlvv'iW>• t k\ríWíivikY/k\'t STAKA Iðunn Bragabrúður fín, borð sín dekkar vistum; ætíð býður inn til sín öllum ljóðaþyrstum. C. O. L. C. Ársfundur deildarinnar “Frón” verður haldinn mánudagskveld- ið þann 3. des. n.k. kl. 8. Skýrslur embættismanna fyrir yfirstand- andi ár verða lesnar, og kosning- ar í stjórnarnefnd næsta árs fara fram. Að afloknum starfsfundi fer fram skemtiskrá eins og aug- lýst er í öðrum stað hér í blaðinu. Fjölmennið, og sýnið með því áhuga fyrir málum deildarinnar. —Nefndin. • Athygli allra íslenzkra for- eldra, og annara, sem eiga fyrir börnum að sjá, og 'stendur ekki á sama um menningarlegt upp- eldi þeirra, er hér með vakin á starfi laugardagsskólans, sem starfræktur er vikulega í neðri sal Fyrstu lútersku kirkju. Valdir og ágætir kennarar eru þar til staðar til að hjálpa börnunum til að nema tungu feðra sinna. Eru það þeir Ólafur Pálsson, kennari frá íslandi, Skúli Böð- varsson, skólastjóri, Mrs. Fred Bjarnason og Jón Butler- Einnig er börnunum veitt tilsögn í söng íslenzkra ljóða. Sendið börnin á skólann fyrir kl. 10 á hverjum laugardegi. • Mr. Jón Vigfússon frá River- ton, var staddur í borginni seinni part vikunnar, sem leið. • Mr. Th. Thordarson kaupmað- ur frá Gimli, dvaldi í borginni nokkra daga í fyrri viku. • Mikið úrval af fallegum jólakortum: íslenzk kort 15c og 20c. Ensk kort á 5c, lOc, 15c, 20c og 25c; einnig í kössum mjög ódýr. BJÖRNSSON’S BOOK STORE 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. • Gefið til að stofna íslenzkt Elliheimili í Vancouver, B.C.— Frá kvenfélagi Frelsis safnað- ar í Argyle, $25.00; Mr. og Mrs. S. Jónsson, Glenboro, $5.00; Mr. og Mrs. Jón Thorsteinsson, White Rock, B.C., $25.00. Með einlægu þakklæti, S. Eymundsson, féh. 1070 W. Pender St., Vancouver, B.C. • W A N T E D—General house- maid, for adult family; private room with radio; high wages paid. Phone 49 131. Mrs. Robinson, 334 Wellington Crescent, Winnipeg, Man. • 25 ÁRA GIFTINGARAFMÆLI Laugardaginn 24. nóv. s.l. var mannmargt á heimili þeirra Mr. og Mrs. J. Cuddie, 225 Cathedral Ave. hér í borg. Hafði hópur vina og vandamanna gert þeim skyndi heimsókn í tilefni af þess- um tímamótum í lífi þeirra. Eftir afhending vinagjafa, skemtu menn sér við söng og hljóðfæra- slátt fram eftir kvöldi. Því næst nutu menn góðra veitinga, áður en heim var snúið eftir ánægju- legt gleðimót. Gjafir í minningarsjóð Bandalags Lúterskra Kvenna Mr. og Mrs. J. B. Johnson, Gimli, $50.00, í minningu um ást- kæran son, Sgt. Pilot Júlíus Björn Johnson- Með innilegu þakklæti, Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. • The ameridment to the Mani- toba Highway Traffic Act, passed at the last session of the Legi- slature has been proclaimed and becomes law on December 1, 1945. A folder published by the Motor Vehicle Branch of the Government is a comprehensive explanation of the law, which will be widely distributed throughout the Province and can be obtained from any garage or service station. With respect to insurance, the Act requires all insured motorists, when involved in an accident resulting in bodily in- jury or property damage in ex- cess of Twenty Five Dollars to produce an “Insurance Card.” This card must contain particu- lars of the make and model of the automobile, the name of the Company writing the policy covering the Automobile Third Party Liability Insurance, and the number of the policy issúed and date of expiry. Failure to produce an insurance card to a police officer in the case of accident will involve the impounding of the automobile. Any further particulars will be gladly supplied by J. J. Swan- son & Company, Limited, 308 Avenue Building, Phone 97 538. • Frú Gyða Einarsson, kona Baldvins Einarssonar vélsetjara hjá Columbia Press Ltd., lagði af stað áleiðis til íslands síðastliðið þriðjudagskvöld og fer frá Hali- fax á laugardaginn. • Mr. Snæbjörn S. Johnson var endurkosinn oddviti í Bifröst- sveit í bæja- og héraðsstjórna- kosningunum, sem fram fóru á föstudaginn þann 23. þ. m. Hann hefir gegnt þessari sýslan í und- anfarin sex ár. • REIPTOG Vera má að vestanráð vekji nokkurn usla, — öllu verra ef ættþjóð mín yrði slafnesk drusla. Einar P. Jónsson. BJÖRGUÐU 5700 FLUGMÖNNUM Björgunarsveitir brezka flug- hersins björguðu samtals 5700 flugmönnum á stríðsárunum. Sveitir þessar voru stofnaðar, meðan orustan um Bretland stóð yfir, því að þá kom iðulega fyr- ir, að flugvélar hröpuðu í Erma- sund eða Norðursjó, og þurfti þá snör handtok til að bjarga þeim.^ En sveitirnar sáu einni'g um björgun flugmanna á landi. Meðal annars var mörgum flug- mönnum bjargað af auðnum Afríku, meðan þar var barist. Af þeim 5700 flugmönnum, sem bjargað var, voru 2000 ame- rískir. ÚTHÚÐAR STJÓRNINNI í þingræðu í gær, úthúðaði Winston Churchill verkamanna- stjórninni brezku, og bar henni algert stefnuleysi á brýn; kvað hann stjórnina láta reka á reið- anum án þess hún vissi til hægri né vinstri um áttir. Mr. Churchill bætti því við, að Bevin utanríkisráðherra væri óábyrgur orðhákur.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.