Lögberg - 29.11.1945, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1945
Heimssamband
UM NOTKUN ATÓM AFLSINS.
I
Áskorun jrá 22 vísindamönnum og þjóðfélagsfrœðingum
. í Bandaríkjunum.
Lausleg þýðing og útdráttur úr The Cristian Science Monitor.
Eftir JÓNBJÖRN GÍSLASON
Frú Margrét Þorbjörg Jensen
Minningarorð.
¥ TPPGÖTVUN Atóm sprengj-
unnar hefir veitt Ameríku,
Bretlandi og Canada augnabliks
tækifæri, samfara mikilvægri
ábyrgð á tryggingu einstaklings
frelsis og friði. En tækifærið er
skammvint, vegna þess að vér
getum ekki búist við að eiga
þetta leyndarmál einir, lengur en
fáein ár, en þungi ábyrgðarinnar
er óraskanlegur þrátt fyrir það.
Aðeins konunga og einvalds-
herra stjórnir, hafa afl til að
framleiða Atóm sprengjuna með
leynd. Aðeins slíkar þjóðir eru
líklegar til að hafa hvatningu til
slíkrar framleiðslu. Aðeins reip-
dráttur milli slíkra þjóða er lík-
legur til að skapa þá hvatningu.
Aðeins slíkar þjóðir þarfnast
Atóm sprengjunnar til að halda
öllu í röð og reglu.
Loforð, handsöl og samningar
slíkra þjóða um lögbann á notk-
unun þessa vopns í framtíðinni
er álíka tryggt og það, að eitruðu
fúafenin hætti að framleiða
mýflugur. Slíkar samþykktir
veita aðeins þeim sem líklegast-
ir eru til að rjúfa griðin dýr-
mætt tækifæri. Möguleikar fyrir
slíkum leyndum griðrofum eru
í réttu hlutfalli við frelsi ein-
staklinganna.
Því fyr sem vér byrjum að
viðurkenna alheimsbandalag
borgara, í stað þjóða, því nær er-
um vér því að útrýma einu á-
stæðunni fyrir tilbúningi á
Atóm sprengjum.
Vér eigum fimmþætt starf fvr-
ir höndum:
1. Vér verðum að leggja niður
konunga og einvaldsherra
stjórnir, sérstaklega þeirra
þjóða er nú þegar geyma þetta
mikilsvarðandi leyndarmál, og
stofna í þess stað stjórnarfyrir-
komulag, er gefur borgurunum
fult vald á meðferð þess máls.
2. Vér megum ekki gefast upp
við rannsóknir vorar á not-
hæfni þessa undraafls, né held-
ur gefa úrlausn þess í hendur
neinna þjóða eða stofnana, er
ekki geta né vilja ábyrgjast
slíkt einstaklingsfrelsi er gæti
fyrirbyggt að leyndarmálið
kæmist í hendur einræðis-
herra.
3. Vér meigum heldur ekki vera
of varfærnir, eða draga málið
of mjög á langinn og missa
þannig af dýrmætu tækifæri
til að sameina mannkynið um
þetta rpikla framtíðarmál.
4. Vér getum ekki þröngvað ein-
staklings frelsi á neinn, en
vérðum að leitast við að út-
breiða það eftir föngum og
sameina þannig alla frjálsa ein-
staklinga áður en alræðismenn
ná tökum á leyndarmálinu.
Vér verður ennfremur að
tryggja frelsi gegn innanlands
einræði, er risið gæti úr rúst-
um fjármálakreppu, sem lækn-
isdómur gegn atvinnuleysi.
* * *
Sameign Atóm leyndarmáls-
ins veitir þeim er hafa öðlast það,
þá sameiginlegu auðlegð, sem er
nauðsynleg til að tengja við-
komandi þjóðir í traust bræðra-
lag. Þær hafa nú náttúrufríð-
indi á valdi sínu, sem eru mikið
þýðingarmeiri en Norðvestur-
landið var, þegar sameiginleg
yfirráð sköpuðu kjarnann í vort
ameríska samband.
Til þess að temja afl Atómsins
í þarfir mannkynsins, þurfa við-
komandi þjóðir að reynast eins
jafnvígar og fjölhæfar á stjórn-
fræðileg, þjóðfélagsleg- og and-
leg málefni og þær voru í vís-
indalegum risaskrefum, vélfræði
og vopnasmíði, ef þeim á að
auðnast að frelsa sjálfa sig og
aðra frá hinni mögulegu dauð-
ans hættu, er heimskreppa No. 2,
og einræðisstjórn og heimsstríð
No. 3, gæti haft í för með sér.
Þær geta og verða að framkvæma
það nú þegar.
Atóm sprengjan hefir varpað
varanlegri og sameiginlegri á-
byrgð á herðar Bandaríkjanna,
Bretlapds og Canada, er út-
heimtir framsýni og hugrekki.
Það er hið síðasta viðfangsefnið
af mörgum, sem er sameign
þeirra; en þessir aðilar hafa enn
ekki öðlast sameiginlegan grund-
völl, ábyrgðarfullan og samsvar-
andi fyrir alla til að sameina
hugrekki þeirra og heilbrigt vit á
varanlega lýðræðislegum grund-
velli, um neitt ákveðið stefnu-
mark.
Hin fyrsta nauðsyn er að
kjörnum fulltrúum sé falið að
finna trausta samvinnu undir-
stöðu, þar í felst innsti kjarninn
fyrir meðferð á afli Atómsins í
frjálsri veröld framtíðarinnar.
Vonandi er að öðrum þjóðum,
sem þegar hafa öðlast persónu-
legt frelsi, sé einnig boðið að
kjósa og senda sína eigin full-
trúa- Flestar þjóðir — með ör-
fáum undantekningum — hafa
nú þegar um þrjátíu ára skeið,
haft fult einstaklingsfrelsi innan
sinna vébanda. Það virðist því
viturlegt að hagnýta þekkingu
allra þeirra er hafa slíka reynslu
í þessum efnum.
Vér, sem ritum nöfn vor hér
undir, gjörum þá tillögu að
Bandaríkin gjöri nú þegar ráð-
stafanir til fulltrúafundar, til að
ræða þetta aðkallandi vandamál
á frjálsum grundvelli og starfi
síðan sem miðstöð í framkvæmd-
um sambandsþjóðanna í fram-
tíðinni.
Vér álítum, að sá meginkjarni
eigi með áhrifum sínum og for-
dæmi að ábyrgðast persónulegt
frelsi, að minsta kosti í eins rík-
um mæli og bandarísk löggjöf nú
veitir þegnum sínum og sam-
bands grundvallarlög mæla fyr-
ir; einnig réttláta þátttöku, laga-
legt jafnræði, varnarstyrkleika,
áhrifamikið löggjafarvald, ó-
skorað sjálfstæði og vinsælt inn-
byrðis stjórnarform. Þátttaka
skyldi öllum þjóðum frjáls frá
byrjun, sem eru megnugar og
viljugar að standa í þessari á-
byrgð.
Oss virðist að vissasta og ör-
uggasta leiðin til fullkomins
frjálsræðis hvar sem er, vera sú,
að bjóða alþjóð vernd af hálfu
miðstjórnar Atóm-afls sambands
ins, með þeim kostum er full
meðlima þátttaka veitir.
Þessi stefna mundi auðvitað
gjöra virka hluttöku því áhrifa-
meiri sem samtökin yrðu víð-
tækari og vissir brennipunktar
tækju yfir stærra svæði.
Sköpunarkraftur Atóm-aflsins,-
samfara varnar og sóknar mögu-
leikum þess, mundi yfirstíga all-
ar vísindaáætlanir.
Fyrir fáum árum síðan hefði
samband í líku formi og hér er
áætlað, haft sínar ýmsu veiku
hliðar og ágalla, en nú í dag eru
ágallarnir þurkaðir út og mögu-
leikarnir margfaldaðir.
* * *
Það er mjög mikilsvert að þessi
insti og aðal félagskjarni sé
myndaður sem fyrsta spor til
tryggingar lífs og frelsi allra
einstaklinga, á þessari atóm öld
og á komandi alheimslýðveldi
alfrjálsra manna.
Vald mannsins er voldugra en
afl Atómsins, því hann er nú
herra þess og meistari. Mann-
inum veitist örðugra að stjórna
sjálfum sér á föstum jafnræðis-
grundvelli, en að temja þetta
vilta náttúrufyrirbrigði. En þeir,
sem hafa lengsta og dýpsta
Jón Friðriksson
1882 — 1945
Hann andaðist á St. Boniface
spitalanum 30. október s.l. eftir
margra ára þverrandi heilsu.
Hann dó eftir uppskurð.
Jón var fæddur í Saurbæ í
Kolbeinsdal- í Skagafirði, 20.
ágúst 1882. Voru foreldrar hans:
Friðrik Friðriksson Benjamíns-
sonar og Ingibjargar Þorsteins-
dóttur hreppstjóra á Sæmundar-
stöðum í Hallárdal og kona hans
Guðlaug Sesselja Pétursdóttir
Guðlaugssonar, Jónssonar prests
á Barði í Fljótum. Jón kom með
foreldrum sínum tli Vesturheims
1888, og kornungur kom hann
til Aryglebygðar, kyntist eg hon-
um fyrst sumarið 1897; vorum
við fermingarbræður og gengum
það surnar til prestsins séra Jóns
J. Clemens; er mér alt af í fersku
minni hvað Jón kunni vel kverið.
Trúi eg því, að við Jón höfum
báðir haft mikið gott af þeim
uppfræðslustundum, ® sem við
áttum með þeim ágæta manni,
séra Clemens- Eg þekti Jón ætíð
síðan, hann var þá prúðmenni
og góður drengur, og hann var
sama prúðmennið og drengur-
inn til daganna enda. Jón stund-
aði landbúnað upp á eigin reikn-
ing, með foreldrum sínum og
systkinum, alllengi í Argyle-
bygðinni. Þeir feðgarnir voru
einnig landnámsmenn í Victoria
sveitinni, í óbygðinni í Assini-
boia-ár dalnum, alllangt norð-
austur frá Cypress River. Voru
þar landkostir ágætir, en erfiður
vegur til kaupstaðar og langt að
fara. Á þeim slóðum hefir fjöl-
skyldan lengst verið fram á
þennan dag. Þar átti Jón all-
góða bújörð, en á síðari árum
hefir hann leigt hana, því heilsu
hafði hann ekki fyrir effiðis-
vinnu. Hann var ógiftur alla
æfi. Um tíma dvaldi Jón hjá
frændfólki sínu í Víðirnesbygð-
inni í Nýja Islandi. Var Elín
Þiðriksson á Steinsstöðum móð-
ursystir hans. Nú upp á síð-
kastið bjó hann með móður sinni
í Cypress River bænum, er hún
nú orðin háöldruð, hefir verið
skörungur mikill; ber hún mörg
sár úr hildarleik lífsins, en hún
hefir staðið í lífsbaráttunni sem
hetja, hefir mist eiginmann og
mörg mannvænleg börn, og nú
síðast þennan góða og trúverð-
uga son. Jón var iðjumaður og
reglusamur, trúverðugur í orði
og verki, við hvern sem var, og
vildi ekki vamm sitt vita í neinu.
Þessi systkini hans eru á lífi:
(1) Pétur, stundar algenga
vinnu hér í bygðnni, ekkjumað-
ur, (2) Jóhannes, Cypress River,
giftur hérlendri konu. (3) Snæ-
björn, San Francisco, Cal. er
síðast fréttist frá honum. (4)
Rósa (Mrs. McDonald) Winnipeg.
Jarðarförin fór fram frá íslenzku
kirkjunni að Brú í Argylebygð
2. nóvember. Séra F. Robert,
prestur Sameinuðu kirkjunnar í
Cypress River jarðsöng- Var
kistan skrýdd fögrum blómum.
' Farðu vel, vinur, til hinna f jar-
lægu furðustranda, með þakk-
læti fyrir samleiðina og vinsemd
alla. Meistari lífsins gefi móður-
inni þrek á þessari reynslu-
stundu, henni og systkinum tjá-
um vér samhygð vora af einlæg-
um huga.
G. J. Oleson.
reynslu í þeim efnum, hafa sýnt
og sannað að slíkt er einnig
mögulegt.
Það er athyglisvert, að þeir,
sem fyrstir stigu þetta vísinda-
lega risaskref, hafa um lengst
tímabil haft lýðræðishugmynd-
ina í heiðri. Þetta afrek er því
síðasti og bezti vitnisburður um
áhrif og afleiðingar frelsis og
samvinnu.
Með því trúartrausti og hug-
rekki er slíkt þrekvirki veitir,
látum oss nú þegar hagnýta tæki-
færin og sameina alt mannkyn.
(Tuttugu og tvö nöfn undirskrifuð)
ENDIR.
Frú Margrét Þorbjörg Jensen,
kona Thor Jensen, verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í dag.
Hún andaðist að heimili þeirra
hjóna, Lágafelli, sunnudaginn
14. þ. m. eftir nokkurra mánaða
vanheilsu. Hafði hún fótavist
fram til hins síðasta.
Frú Þorbjörg Jensen var fædd
að Hraunhöfða á Snæfellsnesi 6.
september 1867. Hún var því 78
ára er hún andaðist. Hún var
tólf ára, er fundum þeirra bar
saman. Thor Jensen og hennar,
norður á Borðeyri. I 66 ár áttu
þau samleið í lífinu, bundust
heitorði þegar hún var 15 ára að
hann 19. En 7 mánuði vantaði
til þess, að hún gæti haldið 60
ára hjúskaparafmæli sitt. I
löngu samlífi þeirra var ástríki,
sem aldrei fölnaði, gagnkvæmt
trúnaðartraust, er veitti þeim
styrk í öllum erfiðleikum lífs-
ins. Fegurri og farsælli sambúð
en þeirra er ekki hægt að hugsa
sér.
Það er hlutskifti margra
kvenna, og þeim að skapi, að
takmarka starf sitt og hug sinn
allan við líf og starf eiginmanna
sinna. Frú Þorbjörg Jensen var
ein þeirra- Þeir, sem hafa ekki
tækifæri til að svipast um innan
heimilsvébanda þessara kvenna,
eiga erfitt með að gera sér grein
fyrir, hvert er starfssvið þeirra
í lífinu, umfram hina daglegu
umsjón með heimilum og skyldu-
liði.
Eg hefi orðið fyrir því láni að
fá alveg sérstakt tækifæri til þess
að kynnast Thor Jensen og konu
hans á síðustu árum. Þeim mun
meir, sem kynni mín hafa orðið
af æfi þeirra og skapgerð allri,
þeim mun meiri hefir þáttur frú
Þorbjargar orðið, í mínum aug-
um, í öllum athöfnum og fyrir-
tækjum Thor Jensen, alt frá því
hann reisti hér bú, fyrir nálega
60 árum.
Löng röð atburða og tilvilj-
ana varð þess valdandi, að hin
unga bóndadóttir frá Hraunhöfn
fluttist til Borðeyrar með móður
sinni þau ár, sem Thor Jensen
var þar verzlunarmaður.
Þegar frú Þorbjörg var tveggja
ára mist^hún föður sinn, Kristján
Sigurðsson bónda í Hraunhöfn.
Hann druknaði í Búðaósi vorið
1870 frá sex börnum, öllum í
ómegð. Ekkjan Steinunn Jóns-
dóttir átti þá snoturt bú eftir
15 ára búskap. Var Kristján
bóndi atorkumaður hinn mesti,
eins og hann átti kyn til. Hann
var frá Elliða í Staðarsveit. —
Eftir að Steinunn í Hraunhöfn
hafði mist mann sinn, varð hún
fyrir hverju stórtjóni af öðru,
flutti af jörðinni eftir 1 ár og
brá búi nokkru síðar fyrir fullt
og allt. Hún hafði frá því hún
var 4 ára alist upp hjá föður-
systur sinni, Steinunni Jóns-
dóttur og manni hennar Guð-
mundi Guðmundssyni að Búð-
um, var því uppeldissystir Sveins
Guðmundssonar kaupmanns þar.
Þegar hér var komið sögu var
Sveinn fluttur frá Búðum, tek-
inn við verzlunarstjóm á Borð-
eyri. Og þess vegna Tlutti Stein-
unn þangað.
Er Thor Jensen hafði lokið
verklegu verzlunarnámi við
Brydesverzlunina á Borðeyri og
framlengt Islandsveru sína að
náminu loknu um eitt ár, fór
hann utan. Hugðist hann að leita
sér frekara verzlunarnáms. Hann
var þá févana með öllu. Hann
varð að hætta við mentaáform
sín, sakir féleysis, en bauðst þá
atvinna hér á landi og kom aft-
ur að heita má um hæl. Þá var
Þorbjörg með móður sinni á
Akranesh Og þrem árum seinna
hafði Thor Jensen, þá 22 ára,
fengið forstöðu verzlunarinnar
í Borgarnesi, er norskur kaup-
maður, Lange, stofnaði- Þar
settust þau að nýgift Þorbjörg
og maður hennar sumarið 1886.
Var heimili þeirra þá hið eina í
Nesinu.
Hin unga húsmóðir í Borgar-
nesi hafði verið þar skamma
stund er það kom greinilega í
ljós, að hún hafði til að bera
frábæran dugnað fyrirhyggju
og reglusemi, samfara óvenju-
legri ljúfmensku við heimilis-
fólk sem gesti. Nú mætti ætla
að hún, svo ung að árum, hefði
átt fult í fangi með að sinna
þeim heimilisstörfum, er hvíldu
fyrst og fremst á hennar herð-
um. En frá öndverðu fylgdist
hún með öllum þáttum í starfi
eiginmannsins, bæði í verzlunar-
stjórn hans og búskap- En bú-
skapur hans á tveimur jörðum
óx svo hröðum skrefum, að
hann varð á fóum árum fjárrík-
asti bóndi á landinu að því er
framtalsskýrslur herma.
Eftir 8 ár fóru þau frá Borg-
arnesi, elskuð og virt af hér-
aðsbúum, er höfðu notið gest-
risni þeirra, velvildar og vin-
áttu. Stóð hagur þeirra þá með
blóma.
Síðan steðja erfiðleikar að.
Thor Jensen stofnaði verzlxm á
Akranesi. Hann á þar í vök að
verjast. Hann þarf að vera á
ferðalögum fjarri heimili sínu
mánuðum saman, bæði sumar
og vetur. Húsmóðirin verður
því oft að taka ákvarðanir um
verzlunarreksturinn og önnur
veigamikil atriði. Henni fer alt
jafn vel úr hendi. Örugg og
hagsýn í hvívetna. Eftir 5 ára
þrotlausa baráttu við hin erfið-
ustu verzlunarskilyrði, reksturs
fjárskort, erfiðar samgöngur og
mér er óhætt að segja óbil-
gjarna umboðsmenn, kemst
hinn stórhuga og harðduglegi
maður hennar í fjárþröng. Hann
á erfitt með að sætta sig við, að
barátta hans var unnin fyrir
gíg. En konan hans lætur sér lítt
bregða, þó að svo sýnist í bili,
sem öll sund séu lokuð. Hún
treystir því, að alt muni lagast,
aftur muni birta til. Traust henn-
arar á hæfileikum og dugnaði
manns hennar gat aldrei bilað
augnablik. Hún telur mann sinn
á að hverfa ekki af landi burt,
en byrja á nýjan leik. Hann fer
að hennar ráðum. Þau stofna
verzlun hér í bænum, útgerð,
búskap og safna efnum á ótrú-
lega stuttum tíma.
Nú líður að því, að Thor Jensen
hafði verið 30 ár á íslandi. Hann
vildi halda það afmæli sitt hátíð-
legt og gerði svo, með því að
byggja handa bestu húsmóður
landsins í hans augum, glæsi-
legasta heimilið, sem þá hafði
verið bygt hér á landi- Hann
leggur offjár í byggingu íbúðar-
hússins við Fríkirkjuveg og
leiðir ‘ þangað konu sína og
fjölskyldu, þegar liðin eru 30
ár frá því hann kom hingað til
lands með tvær hendur tómar.
Það varð ekki séð á frú Þor-
björgu Jensen að velgengnin
stigi henni til höfuðs, er þau
hjón vorið 1908 voru komin með
hina stóru fjölskyldu sína í höll
þessa, er svo var nefnd. Börn
þeirra voru 11, og öll í heima-
húsum. Eina dóttur höfðu þau
mist unga, tveim árum áður.
Frú Þorbjörg stjórnaði heimili
sínu jafn yfirlætislaus og endra-
nær féll sjaldan verk úr hendi,
barst ekki á í klæðaburði, frek-
ar en þá hún var frumbýlingur
í Borgarnesi, og vann sjálf efnið
í peysufötin sín. Hún var sívinn-
andi, og þurfti þess með, til þess
að hvergi væri J^rugðið út af
þeirri stöku reglusemi, er
skyldi vera á öllu því, er kom
hennar verkahring við, mild óg
umhyggjusöm vði alla, sem hún
umgekst og hafði umsjón með,
hvort heldur voru börn hennar
eða aðrir. Er árin færðust yfir
fækkaði á heimili hennar, er
börn hennar reistu bú. En' með-
an hún átti heimili sitt við Frí-
kirkjuveg, söfnuðust börnin öll,
tengdabörn og barnabörn til
gömlu hjónanna um hverja helgi.
Svo allir gátu notið umhyggju
hennar og móðurlegrar mildi.
Fyrir nálega 10 árum fluttu
þau frú Þorbjörg og Thor Jen-
sen að Lágafelli í Mosfellssveit..
Þá hafði Thor Jensen í 12 ár
haft með höndum hinn stórfelda
ræktunarbúskap þar í sveit..
Stjórnaði hann nú búum sínum
þaðan.
Á þessu friðsæla sveitasetri
hafa þau dvalið síðan, horft yf-
ir liðna æfi, notið almennrar
virðingar og vinsælda og þeirrar
lífshamingju, sem mér oft hef-
ir fundist líkust tilhugalífi unga
fólksins, þegar hvorugt má af
öðru sjá og hver stund sam-
verunnar ber í sér sinn fögn-
uð, þangað til nú, að dauðinn
skildi þau að.
Hjá þeim hafa svo dásamlega
sannast orð skáldsins:
“Við æfinnar lok ber ást
■ og dygð
sinn ávöxtinn þúsundfalda”.
Ung var frú Þorbjörg með
afbrigðum fögur kona. Með
aldrinum fékk hún fyrirmann-
legra yfirbragð. Stillt í fram-
göngu alla tíð, hafði meðfædda
siðfágun í allri umgengni við
samferðafólk sitt. Þó hún væri
alúðleg jafnt við heimafólk sem
gesti, var hún að eðlisfari dul
í skapi, svo að það var stund-
um erfitt að gera sér grein fyrir
hvort henni líkaði betur eða verr.
Hún var stjórnsöm kona, kunni
jafnan að stilla svo til, að þeir,
sem hún hafði eftirlit með, fóru
að vilja hennar umyrðalaust.
Sem ráðhollur félagi manns
síns við margþætt og umsvifa-
mikil störf hans, var frú Þor-
björg framúrskarandi skarp-
skygn á menn og málefni- Á-
kaflega glöggur mannþekkjari.
Það var engu líkara en hún
gæti lesið hugsanir manna, er
hún vildi það við hafa, skygnst
í skapgerð þeirra og hugarfar.
Svo það sem kom öðrum á ó-
vart í fari manna, gat verið í
hennar augum eðlilegt og skilj-
anlegt. Hún var umburðarlynd
kona. En þegar einhver gerði
á hluta hennar eða sýndi henni
eða einhverjum af hennar fólki
verulegan ódrengskap, þá gat
hún, að gömlum íslenzkum sið,
verið minnug á misgerðir.
Hún hafði innilega ánægju af
þyí að geta rétt bágstöddum
hjálparhönd. Var hún í því,
sem öðru, samhent manni sín-
um. Hún hafði í uppvextinum
haft fullkomin kynni af því,
hvernig fátæktin er. Um nokk-
ur ár á miðri lífsleiðinni rifj-
aðist það upp að nýju. Þessi
kunnleiki, samfara meðfæddri
hófsemi og reglusemi, mun
hafa átt sinn þátt í því, hve
sýnt henni var um að fara vel
með efni sín, þegar hún sjálf
skyldi njóta þeirra og hve inni-
lega hún gladdist yfir því, að
geta greitt götu þeirra, sem áttu
við erfiðleika að stríða.
Einn var þáttur í fari hennar,
sem frá öndverðu var jafnstyrk-
ur. Þjóðræknin. Á uppvaxtarár-
um hennar sópaðist fólk héðan
sem hraðast vestur um haf, flýði
harðindi og bágindi allskonar..
Um það leyti, sem þau giftust,
frú Þorbjörg og Thor Jensen,
var það með köflum ofarlega
í huga hans að leita vestur á
bóginn. Fram að aldamótum'
hvarflaði það að honum oftar
en einu sinni. En konan hans
vildi ekki yfirgefa landið, jafnvel
ekki er þau mistu eigur sínar og
þurftu að byggja hqr upp efni
sín að nýju. Hún vildi fyrir hvern
mun, að börnin hennar yrðu ís-
lensk og hvergi annarsstaðar en
hér. Hún fékk því framgengt sem
svo mörgu öðru í lífinu. Þegar
paaður hennar flutti henni ræðu
á áttræðisafmæli hans fyrir rial.
tveim árum síðan og innilegar
þakkir fyrir langa lífshamingju,
(Frh. á bls. 3)