Lögberg - 27.12.1945, Síða 1

Lögberg - 27.12.1945, Síða 1
PHONE 21374 « i A * rA Lttu«^ ’ ‘ A Complete Cleanmg’ Institution 58. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER, 1945 NÚMER 52 Frábær námsferill Miss Vordís Friðfinnsson Þessi glæsilega og bráðgáfaða stúlka, Miss Vordís Friðfinns- son, lauk með ágætiseinkunn stúdentsprófi við Manitoba há- skólann í vor, sem leið; hún er fædd í Geysisbygðinni í Nýja íslandi, þann 18? maí 1923. For- eldrar hennar eru merkishjónin K. N. S. Friðfinnsson og frú Jakobínu Friðfinnsson. Að loknu alþýðuskóla námi, innritaðist Miss Friðfinnsson við Manitoba háskólann árið 1942. Svo mjög skaraði hún fram úr við nám sitt, að aðdáun hvarvetna vakti; hún vann ein námsverðlaunin eftir önnur, svo sem Manitoba Scholarship tvö ár í röð, sam- tals $650.00; einnig vann hún tvisvar Richar. .Isoii Scholarsliip, að upphæð $200.00, og loks Gamma Phi Beta Scholarship, $100.00. Miss Friðfinsson leggur nú stund á æðra nám við háskóla þessa fylkis, og þarf ekki að efa, að hún vinni sér þar mikið frægð- arorð. ORÐSENDING Frk. Halldóra Bjarnadóttir, rit- stjóri tímaritsins Hlín, sem gef- ið er út á íslandi og helgað mál- efnum kvenna, hefir beðið Mrs. J. B. Skaptason, að koma á fram- færi við Lögberg alúðarkveðju, frá sér til íslendinga vestan hafs, með þakklæti fyrir ógleymanleg- ar viðtökur, er hún varð aðnjót- andi við heimsókn sína hingað og ferðalög um íslendingabygð- irnar í þessari álfu. Frk. Halldóra hefir þráfaldlega í ræðu og riti, aukið á hróður Vestur-Islend- inga, og glöggvað heimaþjóðina á menningarlegum athöfnum þeirra, og skyldi slíkt að fullu metið. Lögbergi er það þess vegna ljúft, að flytja hátíða- kveðjur hennar íslenzka mann- félaginu á þessum slóðum. VIÐTAL VIÐ PRÓFESSOR SICURÐ NORDAL í SÆNSKU BLAÐI “ísland á vegamótum” nefnist grein, sem Dagens Nyheter í Stokkhólmi birti snemma í októ- ber og byggist á samtali við Sig- urð prófessor Nordal. í samtal- inu gerir hann grein fyrir því, að ísland sé norrænt land, en eigi skandinaviskt. Erfitt sé fyrir ís- lendinga að halda uppi sambandi við hin Norðurlöndin, og eigi fjarlægðin sinn þátt í því, en þó öllu meir munur á þjóðtungu. íslendingar eigi að vísu hægt með að skilja norsku, sænsku og dönsku, en Norðmenn, Svíar og Danir skilji ekki íslenzku. Þeir séu iteljandi, norrænir menta- menn, sem ráði við íslenzkt rit- mál, hvað þá að þeir skilji talað orð. Áður hafi íslenzkir stúdent- ar leitað náms á Norðurlöndum, en á stríðsárunum í Englandi eða Ameríku. Þar þyki íslendingum sem þeir séu álitnir jafnoka skandínava, en meðal norrænna frwnda finnist þeim þeir líkjast “litla bróður, sem togar í ermar hinna stærri til að minna á sig.” í Englandi og Ameríku sé lagt meira kapp á íslenzku, innan norðurlandamálanna, en gert sé í Skandínavíu. Engilsaxneskir kennarar í þeim fræðigreinum telji sér skylt að leita til íslands, en fyrsti sæjiski prófessorinn í norrænum fræðum kom eigi til Islands fyr en 1926. “Islendingar standa nú í ýms- um efnum á vegamótum,” segir Sigurður að lokum. “Að mörgu leyti væri oss eðlilegt að halda áfram hinum öru samskiftum vorum við Skandínavíu, en það er þó að miklu leyti undir þeim áhuga og skilningi komið, sem vér kunnum að eiga hjá öðrum norrænum þjóðum að mæta.” (Skv. fréttatilkynningu frá ríkisstjóminni). —(Mbl. 21. nóv). Patton hershöfðingi látinn Síðastliðinn fimtudag lézt í háskólabænum Alt Heidelberg á Þýzkalandi, ameríski hershöfð- inginn víðfrægi, George Patton, sextugur að aldri, vann hann sér mikinn orðstír meðan stríðsátök sameinuðu herjanna í Evrópu stóðu sem hæzt; hann hafði fyrir nokkrum dögum lent í bílslysi, er leiddi til mænubilunar; kona hans kom flugleiðis frá Wash- ington til Alt Heidelberg, og var við sjúkrabeð manns síns, er dauða hans bar að. “ÞEGAR HALLAR DEGI” Sólin fyrir gnúpinn gekk, geisli skaust úr runni. Eftir sit eg yzt á bekk einn, í forsælunni. Dimmir ytra — og innra í sál — óðum skuggar lengjast, andans kulnar arinbál, allir vegir þrengjast. Guðum þakka genginn dag og gnægð af sólar varma; blítt við drauma ljúflings lag læðist svefn á hvarma. Síðla sumars 1944. Jónbjörn. HOLLVINIR VESTUR-ISLENDINGA Dr. Ófeigur J. Ófeigsson Frú Ragnhildur Ófeigsson íslendingar vestan hafs, hafa á seinni árum átt því láni að fagna, að njóta sífjölgandi heim- sókna góðra gesta af íslandi, er með alúð sinni og drengilegri framgöngu, hafa aflað sér hér um slóðir fjölda trúnaðarvina, og aukið mjög á gagnkvæman skilning milli stofnþjóðar okkar og hins vestræna þjóðarbrots, og er þá vel. Framarlega í röð slíkra gesta, má telja þau Dr. Ófeig J. Ófeigs- son og frú hans Ragnhildi Ás- geirsdóttur Ófeigsson, er hér dvöldu tímakorn á öndverðu síðastliðnu hausti. Dr. Óíeigur var vinmargur hér um slóðir frá alllangri dvöl sinni við framhaldsnám í þessari borg, og hin gáfaða og glæsilega frú ‘TTans á-neldur ckki erfitt með H0i afla sér vina; þessi velmetnu læknishjón dvöldu alllengi í Minnesotaríkinu; dvaldi Dr. Ófeigsson um hríð við Mayo- stofnunina í Rochester, þar sem hann leitaði sér heilsubótar vegna örkumla, er hann sætti í bílslysi á íslandi; þar fékk hann fulla bót meina sinna, vinum hans öllum heima og erlendis til ósegjanlegrar ánægju. Nokkurn hluta þess tíma, er Dr. Ófeigur var undir læknis- hendi í Rochester, stundaði frú Ragnhildur nám við ríkisháskól- ann í Minnesota, og lauk þar með beztu einkunn prófi í skriftarkenslu við æðri skóla (verzlunar og kennaraskóla), auk þess sem hún lagði stund á uppeldismál og heimilisfegrun. Dr. Ófeigur hefir vasklega beitt sér fyrir um hagsmuna- og menningarmál Vestur-Islendinga á íslandi, og er um þessar mund- -w forseti ÞjóðræknL-S-.’ lags ís- lahds; nýtur hann á þeim vett- vangi, sem og í öðru því, sem hann tekur sér fyrir hendur, samstiltra krafta sinnar mikil- hæfu konu. LÖGBERG óskar Islend ingum hvar, sem þe ;ir eru í sveit settir, . gous Ug glCl komanda árs VERKFALLI LOKIÐ Hinu þriggja mánaða gamla verkfalli í bílaverksmiðjum Ford-félagsins að Windsor, Ont., er nú um það að vera lokið. Sjötíu og tveir af hundraði þeirra níu þúsund starfsmanna, er við áminstar verksmiðjur gerðu verkfall, greiddu atkvæði með því, að taka þegar upp vinnu á ný. Verkamenn höfðu farið fram á þrjátíu af hundraði kauphækk- un og nýja atvinnusamninga, er hefðu í för með sér bætt vinnu- skilyrði; að þessu neitaði Ford- félagið að ganga; nú hefir félagið lofað bót og betrun, og með hlið- sjón af því og miðlunartillögum verkamálaráðherra sambands- stjórnar, ákvað áðurnefndur meirihluti starfsmanna félagsins að ljúka verkfallinu; ágreinings- efnin hafa nú verið sett í gerð- ardóm. FRÁ KÍNA Nú hefir samist þannig um milli miðstjórnarinnar í Kína annars vegar og kommúnista hins vegar, að kvatt verði þeg- ar til fundar til þess að binda enda á innanlands styrjöldina. KVEÐJA frá DR. PILCHER Undirrituðum hefir borist bréf frá hinum ágæta Íslands.vini og snjalla þýðanda Passíusálmanna á enska tungu, dr. C. Venn Pilcher, en hann er nú, eins og kunnugt er, biskup í Sydney í Ástralíu. Ber bréfið því vitni, að hann heldur enn sömu trygðinni við íslenzkar bókmentir, því að hann segist nýlega hafa verið að end- urlesa “Fjalla-Eyvind” Jóhanns Sigurjónssonar, er mjög hrifinn af rpeðferð skáldsins á hinu þjóð- sögulega efni leikritsins, og vill fræðast meira um höfundinn. Endar bréfið á heillaóskum í tilefni af endurreisn lýðveldis á íslandi. Veit eg, að Vestur-íslendingar mundi hafa ánægju af því að frétta af þessum mikilsvirta vini vorum, enda er hann gamall Canadamaður. Richard Beck. Vinnur Verðlaun Miss Margaret H. MacKeen Stúlka sú, sem mynd þessi er af, er Margaret Helen MacKeen, dóttir þeirra Mr. og Mrs. R. W. MacKeen, 1012 Dominion Street hér í borginni. Miss MacKeen er fædd í Win- nipeg 29. desember 1928, og hóf nám í pianospili sjö ára að aldri, fyrst hjá Eleanor Henrickson, en svo hjá þeim Mrs. Violet B. ís- feld og Frank Thorolfson; nú stundar hún nám hjá Mrs. Evelyn Gregory, og leggur fyrir sig bæði píanó- og pípuorgelspil. I sumar sem leið^'hlaut Miss MacKeen Jóns Sigurðssonar- félags styrkinn við hljómlistar- deild Manitoba háskólans; móðir hennar er Kristín Thorvaldson- MacKeen, ættuð frá Brandon. Getur sér frægðarorð Sgt. Indriði Jónatanson Sá hinn gjörvulegi maður, sem mynd þessi er af, er sonur Jóns hárskera og skálds Jónatansson- ar, og Önnu konu hans, sem lát- in er fyrir nokkrum árum. Sgt. Indriði Jónatanson er fæddur á Gimli árið 1912, en fluttist á barnsaldri með fjöl- skyldu sinni til Winnipeg, og naut þar skólamentunar sinnar; hann innritaðist í canadiska fót- gönguliðið 1939, og fór eigi all- löngu síðar áleiðis til vígstöðva Norðurálfunnar, og hlaut Ser- geants-tign; háði hann við vax- andi orðstír marga harða hildi á norðvestur vígstöðvunum, og naut hvarvetna óskifts trausts yfirboðara sinna og annara sam- starfsmanna; nú hefir þessi hug- prúði og sr æðni ^x^p-islenzki sjálfboði, ‘þegið heiðursskírteini af Hans Hátign Georg Bretakon- ungi, vegna frækleika í mann- raunum. Tilkynningin um áminsta við- urkenningu, barst Sgt. Jónatan- son í bréfi frá Brig. . A. W. Ben- nett, dagsettu á skrifstofu her- málaráðuneytisins í Ottawa, þ. 17. október s.l. þar sem honum eru fluttar innilegar hamingju- óskir, og þökkuð djarfmannleg framganga í stríðinu; daginn eftir barst Mrs. Jónatanson bréf frá Col. C. L. Laurin, Director of Records í Ottawa, þar sem henni er jafnframt óskað til hamingju með þá sæmd, er manni hennar féll í skaut. Sgt. Jónatanson á tvö mannvænleg börn; hann hefir nú verið leyst- ur úr herþjónustu. Vel er það, er ungir .menn af íslenzkum stofni í þessu landi, sverja sig, fyrir hugprýði sakir, í ætt til hinna fornu, norrænu víkinga. llll!lllllllllllllllllll!lllllll!l!llllllllll!IUIIIII|lllllllil!ll!l!l!!llll!ili!llllllllllll!llíll!l!lllllíllllil!llllllllll!!!l!ll!ll!í!ll!l!lll!llll!!!l|ll!!!lllllllllll!l!ll!l|l|||||!|il!|||||||||II||||||||l!||||l||!|||||||||||||!!ll|||||!l||IHII||||KI||| l|||l!lli!llllll!llllll!llllllllll!!!llllllll!!llllll!II!l!!!!llll!!ll!!!!!l!!llllllll!ll!lllllll!!lll!llllllll!IIIUIIII!!l!ll!ll!!lll!!!lll!!!lllll!!l!ll!lll!!!l!!llll!!!!l!!lllin!!l!ll!!!!lll!!!ll!!!!!lll!!!l!!!!l!!!!!!!l!l!!!!!!!!llllllll!!llllllllllllllll!l KALLA EG i KLETTINN Eg lifi í líðandi stundu og læt niig ei skipta þar, hvað framtíðin kann að fela né fæst eg um það sem var; við því, sem í klettinn er kallað mun kletturinn gefa svar. Við hlátri mun jafnan hlegið í hamra þursans bæ; þeim són er þú lífinu sendir mun svarað í líkum blæ. Og aldrei er gulli andans að eilífu kastað á glæ. Þó sjáist hann ei, um sólir fer segullinn styrkri hönd; eins liggja frá sál til sálar í svefni og vöku bönd. Og andinn er altaf að leita og altaf að finna lönd. P. Guðmundsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.