Lögberg - 27.12.1945, Page 2

Lögberg - 27.12.1945, Page 2
2 LÖGBLRG, FIMTUDAGIMN 27. DESEMBER, 1945 JAMES RUSSEL LOWELL ALLIR ÍSLteNDlNGAR kannast við það nafn. Mig langar að- eins til þess að minnast á hann með fáeinum orðum í sam- bandi við þetta kvæði. Hann var fæddur 22. febrúar 1819 þar, sem heitir Elmwood, skamt frá Cambridge í Massachussett. Afi hans fekk því til vegar komið að þrælahald var afnumið úr stjórnarskrá ríkisins. Sem námsmaður við Harvard var Lowell í litlu áliti; sagði hann sjálfur svo frá að hann hefði lesið alí, sem hönd á festi nema það, sem skólinn ákvað að hann ætti að lesa. Kæruleysi við námið og óhlýðni við reglur skólans þóttu ganga svo fram úr hófi, að honum var vikið úr skóla um stundarsakir rétt fyrir skólauppsögn 1838. Síðar las hann lögfræði og útskrifaðist í henni, en stundaði lög aðeins um skamma stund. í janúar mánuði 1843 stofnaði hann ritið: “The Pioneer”. í það rituðu meðal annara: Hawthorn, Poe, Whittier og Longfellow. En það lognaðist út af um vorið í marz-mánuði. Lowell kyntist ágætri stúlku, systur bekkjarbróður síns; hún hét María White. í’aðir hennar aftók það með öllu að þau giftust; kvað hann Lowell vera ónytjung, sem ekki gæti séð fyrir heimili. Samt sem áður giftust þau 1844. Þessi kona var sjálf skáld og beztu gáfum gædd. Er sagt að hún hafi haft þau áhrif á Lowell að öll hans ljóð og rit hafi verið fágaðri og fegurri en áður. Sömu- leiðis er það talið fyrir áhrif hennar hversu hlífðarlaust hann barðist fyrir afnámi þrælahaldsins. Ljóðabók eftir hana var prentuð 1855 (aðeins 50 eintök). ^ Þau hjón eignuðust þrjár dætur og einn son; dóu þau öll korn- ung nema ein dóttir. Árið 1846 birtist eftir Lowell ritverkið “Biglow Papers” í Eoston Courier. Það verk er löngu orðið heimsfrægt. Hann var meðritstjóri blaðsins: “Anti-Slavery Standard.” Lowell misti konu sína 1853 og þá orti Longfellow kvæðið: “The Two Angels.” Hann varð prófessor við Harvard eftir Long- fellow og er skólinn upp með sér af honum eins og mörgum fleir- um skáldum og stórmennum, þar á meðal einum íslendingi: Vil- ’njálmi Stefánssyni. Lowell var um allangt skeið ritstjóri “Atlantic Monthly.” Árið 1857 kvæntist hann í annað sinn stúlku, sem Frances Dunlap hét og hafði alið upp dóttur hans. Hún var góð kona og mikilhæf. Lowell andaðist 12. ágúst árið 1891 eftir langvarandi veikindi; hann var grafinn skamt frá gröf Longfellows. Þegar hann dó sendi Tennyson lávarður samhygðarskeyti á þessa leið: “England og Ameríka harma fráfall Lowells; þau elskuðu hann og hann elskaði þau.” S. J. J. * * * NÚVERANDI TÍMAMÓT ' K/Vr JAMES RTJSSELL LOWELL » - (Ort í desember T845) ■ f í'. Sérhver frelsis athöfn unnin — öllum þó ei verði Ijóst — glæðir heita gleðistrauma gegnum heimsins særða brjóst, svo að þræll í fjötra færður finnur vöxt í eigin sál: innra finnur himinhreina hræring, eins og kveikt sé bál; heyrir tungur ótal alda — uppreist vekur þeirra mál. Gegnum veggi hreysa og halla heyrast drunur, falli spá, þegar tímans bylgjur bifa brotdæmd virkin til og frá; þegar heimi sterkar, stórar stefnur fæðast, kviknar bál, horfast þjóðir hvast í augu . hljóðar, eins og bresti mál. Framtíðin við frelsi getur fullkomnari’ og stærri sál. Eins er þegar ilskan hefir einhvern myrtan heillavörð, þá er eins og bylgjur berist böls og hels um alla jörð. Kvalinn þræll í fjötra færður finnur samhygð drotni hjá: grátnum heitu hrygðartárin hrynja stöðugt jörðu á . unz það lík, sem ei var grafið, endurrís með heiða brá. Allra manna’ er sálin sama, sama hvöt um alla jörð, meðvitund hins rétta’ og ranga ræður allri drottins hjörð. Hvort menn vita’ eða vita ekki vakir öllum sama þrá: smán og sómi, sorg og gleði sama er öllum jörðu á, hvernig sem þeim höfin deila, hvar sem drottinn skapar þá. Öllum mönnum, öllum þjóðum einhverntíma dæmist það milli ills og góðs að greina, ganga’ í lið á kjörnum stað. Yfir lífsins eyðimerkur ennþá drottinn leiðir mann: nýrra tíma nýjum stefnum aýja spámenn sendir hann. — Hver sem myrkra merkið valdi, myrkur sér sem eilífð vann. r Heyr mig, þjóð mín, hvoru megin hels eða lífs er stefna þín? veröur, þjóð mín, þér að treysta þegar stríðsins lúður hvín? þó að lýgi máttur magnist, meiri’ en styrkur sannleikans: einn í dag þó útlegð þoli, eykst í framtíð vegur hans; honum völd og vegsemd bjóða verndarenglar fólks og lands. Lítið yfir liðnar aldir, ljósberarnir sjást þar enn, minnið geymir ekkert annað — aöeins þessa fáu menn. Enginn heyrði orð í rétti, enginn skeytti’ um grát né kvein; valdsmenn fólkið fyrirlitu, fyrir brauð þeim gáfu stein. — Þá var seint að þykjast vakna þegar stríðsins lúður hvein. m Drottinn stundum sýnist sofa. — Sagan greinir stærsta morð þegar móti myrkravaldi máttugt glímdi lífsins orð. Sannleik altaf gálginn geymir, gistir lýgin valdastól. — Lýsir þó frá þessum gálga þjóðfrelsinu vonarsól. Drottinn birtir bak við skuggann börnum sínum vernd og skjól. Enn er tæpast unt að greina ávöxt þess, sem nú er sáð eða hvernig veikir vöðvar völdum geti’ og sigri náð. Þó á sálin opið eyra; yfir sölutorgsins gný véfrétt heyrir eilífs eðlis, — enginn getur varnað því—: “Hver, sem hygst við synd að semja, selur börnin þrældóm í.” Þrældómur — sá þursinn verstur þeirra allra, er myrkrið skóp, þjóðir heyra — af þeirra völdum — þúsund radda neyðaróp. Þrældómur, já, þeirra verstur, þar er sálin tinnu hörð; hann ’hefir úthelt banablóði bókstaflega’ um alla jörð, fagnandi til £Xár hann gerir frjálsa menritK þræiahjörð. Glæphugsandi glirnum rennir gleiður yfir höf og lönd, ef hann kynni að fjötra fleiri fanga í sín þrælabönd; viðurkennir ekkert annað — ekkert nema hnefarétt.— Eigum við að vísa honum veginn á þann helga blett þar sem blessuð börnin okkar broshýr þekkja enga stétt? Sá sem fylgir sannleikanum svívirtum með ekkert lið, sá er maður hinn er heygull hann sem aðeins kannast við þegar engar þrautir mæta, þegar alt á móti hlær. — Meðan stríðið stendur yfir standa allir heyglar fjær, þar til Krist þeir krossfest hafa — klökkna þá — með grímur tvær. Fáir spámenn fyltir eldi fæddust inn í þennan heim. Er þeir fyrir fólkið börðust, fólkið henti grjóti’ að þeim. En þeir sáu samt í framtíð sigurmerkin færast nær. — Jafnvel meðan aðeins einum ærlegt hjarta’ í brjósti slær, vaka’ á himni vonarstjörnur, valdi drottins lúta þær. Stöðugt lýsa brennubálin. — Blóðug sporin sé eg enn, þar sem Kristur kross á herðum kvalinn bar fyrir seka menn. Þokast áfram hærra’ og hærra — Hversu fár sem skilur það — Nálgast sérhver nýfædd kynslóð nýjan Höfuðskeljastað. Þó að verki finnist fáir, fullkomnun það stefnir að. Mannkynið þroskast, þokast áfram:— þar sem píslarvott í dag sjáum standa — sést á morgun sekur Júdas — breytt um hag. — Langt í fjarlægð fram sést krossinn; fljúga neistar, kulnar glóð. Þyrping — horfin gærdags grimdin — grætur nú og stendur hljóð. Hrifsar ösku hver, sem getur; helga minning sinni þjóð. Y ngstu lesendurnir NÁTTTRÖLLIÐ ári minn, Kári, og korriró. Það var á einum stað, að sá sem gaeta átti bæjarins á jóla- nóttina, meðan hitt fólkið var við aftansöng, fanst annaðhvort dauður að morgni, eða æðis- genginn. Þótti heimamönnum þetta ilt, og vildu fáir verða til að vera heima jólanóttina. Einu sinni býðst stúlka ein til að gæta bæjarins. Urðu hinir því fegnir, og fóru burtu. Stúlkan sat á palli í baðstofu, og kvað við barn, sem hún sat undir. Um nóttina er komið á gluggann, og sagt: Fögur þykir mér hönd þín, snör mín en snarpa. og dillidó. Þá segir hún: Hún hefir aldrei saur sópað. ári minn, Kári, og korriró. Þá er sagt á glugganum: Fagurt þykir mér auga þitt, Snör mín en snarpa, og dillidó. Þá segir hún: Aldrei hefir það ilt séð, Þá er sagt á glugganum: Fagur þykir mér fótur þinn, snör mín en snarpa, og dillidó. Þá segir hún: Aldrei hefir hann saur troðið ári minn, Kári, og korriró. Þá er sagt á glugganum: Dagur er í austri, snör mín en snarpa, og dillidó. Þá segir hún: Stattu og vertu að steini, en engum þó að meini, ári minn, Kári, og korriró. Hvarf þá vætturin af gluggan- um. En um morguninn, þegar fólkið kom heim, var kominn steinn mikill í bæjarsundið, og stóð hann þar æ síðan. Sagði þá stúlkan frá því sem hún hafði heyrt (en ekkert sá hún; því hún leit aldrei við), og hafði það verið nátttröll, sem á gluggann kom. . Hetja að reynast eins er auðvelt og að vera latur þræll feðra sinna frægðarsagna, flagga þeim og teljast sæll. Sumir ljós hins liðna tíma lofa og dýrka’ í allri mynd þó að vita vorra daga víti þeir og kalli synd. — Alt hið gamla að elska’ — hið nýja alt að hata, er fordild blind. Vegryðjendur vorra daga voru menn, sem áttu þot1; stefndu fram en ekki aftur, _ um það vitna þeirra spor. Fram og gegnum lýðsins leiðir liggur braut hins djarfa manns. Stefnuviss hann vörðum markar veginn til hins nýja lands. Hægt og seint þó verkið vinnist, vonir fylgja sporum hans. Tukthús, gálgar, eldur, öxi aldrei gátu sannfært hann um þá speki’ að greiðri götur gætu móðgað skaparann. — Feður okkar forðum sigldu fleyi yfir regin sjá, hrundu af stað með sterkum vilja stærstu von, sem jörðin á.— Eigum við að heita heyglar huglausir — og svíkja þá? Spámenn voru’ á báli brendir, breyting öll í fæðing svæfð. Aska þeirra nú er notuð: nýrri ljós með henni kæfð. Eigum við að una slíku? eigum við að taka þátt í þeim grimdar glæp að ræna grafir þeirra’ um miðja nátt? ljósi, sem þar lýsti að stela?— lauma svörtu ofan á grátt? Stelast svo með stolna ljósið, stinga því í bálköstinn, sem að blindir bræður hlóðu? brenna nýja spámanninn? Nei og aftur nei, við svörum; nú skal kveða annan brag; nýja siði, nýjar stefnur nýir tímar heimta’ í dag. Nú skal lífsins sálmur sunginn, settur undir fegra lag. Brautin liggur upp og áfram, ef þú leitar sannleikans; þeir, sem rétti og frelsi fylgja, fylkjast undir merki hans. Fylgjum dæmi feðra vorra fortíð þeim að baki stóð. Æstan vetrarsjóinn siglum sannleik kennum vorri þjóð.— Framtíð lykill enginn opnar ataður með ryðgað blóð. SIG. JÚL. JÓHANNESSON þýddi.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.