Lögberg


Lögberg - 27.12.1945, Qupperneq 3

Lögberg - 27.12.1945, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER, 1945 3 Merkasta tryggingarfélag heimsins: Lloyd’s í London London, sem í dag er í sárum eftir sprengjuorustur óvinanna, er þegar farin að íhuga félags- málalega og viðskiftalega endur- reisn sína eftir stríðið. Hún hef- ir orðið að gangast fyrir þess- konar endurreisn fyrr og farist það vel úr hendi. Fyrir hálfri þriðju öld var London að jafna sig eftir verstu áföllin, sem hún hefir nokkurn tíma orðið fyrir í tilveru sinni. Árið 1665 hafði Plágan mikla herjað á borgina og árið eftir varð bruninn mikli, sem lagði í ösku fjóra fimtu hluta borgar- innar, sem stóð innan múranna. En íbúar borgarinnar létu ekki hugfallast árið 1666 fremur en árið 1940. Chritopher Wren og Evelyn endurreistu byggingar borgarinnar, en á síðari árum Charles II. og á kreppuárunum undir hinni skammvinnu stjórn James II. féll það í hlut hinna marghrjáðu kaupmanna í Lon- don að reisa við velgengni við- skiftanna uppúr öskunni, sem þeim var eftir skilin. Ákveðnir borgarhlutar voru heimkynni ákveðinna viðskifta. þá eins og nú. Kaupmenn, sem ráku viðskifti við útlönd höfðu það fyrir sið að hittast á kaffi- húsunum í grend við Tower — en þetta var í þá daga ljótt hverfi, fullt af brunarústum og sóti, því að þarna hafði bruninn mikli byrjað. Það var eitt kaffi- húsið, sem þeir einkum hændust að og var þar gestgjafi maður sem hét Edward Lloyd, í Tower Street — duglegur náungi, sem hafði jafnan gott kaffi og vissi oft ýmsar fréttir af verslun og siglingum. Nú finst máske einhverjum skrítið samband milli kaffihúss og viðskiftamiðstöðvar, en þá er þess að minnast, að kaup- mennirnir_höfðu að jafnaði lít- ið að gera, en voru víða á ferli vegna þess að enginn var síminn og engin verslunarskeytin. Og ekki voru bankarnir, sem hægt var að ávaxta peningana sína í. Þessvegna tryggðu þeir oft farma fyrir aðra, sem um þessar mundir voru að kaupa vörur frá útlöndum, ef þeir voru sjálf- ir óvirkir þann tíma ársins. Þeir sem nú snúa sér til vátrygg- ingarskrifstofanna urðu í gamla daga að fara til víxlara eða kaupmanna, sem ráku trygging- arstarfsemi sem aukagetu. En þeim reyndist hægara að fara í kaffihúsin, eins og til Lloyd’s því að þar var oftast hægt að hitta menn, sem vildu taka að sér tryggingar og hægt að fá skírteini tryggjendanna undir- skrifað á sama staðnum í stað þess að rápa á marga staði. Svo gerðist það árið 1720 að þingið ákvað að tvö tiltekin vá- tryggingarfélög í London skyldu fá einkarétt til þess að reka þessa starfsem, eða nánar til- tekið, sjóvátryggingar. í fyrstu reyndu einkaábyrgðarmennirn- ir að fá þessi ákvæði afnumin, en brátt kom á daginn að hagur þeirra hækkaði og öllum varð ljóst, að einkastarfsemin beið engan hnekki við lögin og þessi tvö félög fengu mjög lítið af tryggingum. Meðan þessu fór fram jukust viðskiftin við Lloyd dag frá degi. Árið 1696 var ritið “Lloyd’s News” — prentað fyrir Edward Lloyd, Kaffisala” — stofnað; var það fjórar síður í arkarbroti og flutti almenínar fréttir og dálítið af siglingar- fréttum, en árið 1734 kom í stað þess “Lloyd’s List and Shipping Gazette,” sem flutti einkum siglingarfréttir handa gestum kaffihússins. “Lloyd’s List” hefir komið út jafnan síðan og er elsta blaðið í London þegar frá er skilið “London Gazette” — elsta blað Lundúna. Edward Lloyd dó 1713, en kaffihúsið, sem þá var flutt til Lombard Street, hélt áfram undir nafni hans. En árið 1774 var fyrirkomulagi þessu hætt og tryggingarstarfssemin flutt í kauphöllina og var alkunnur dugnaðarmaður, John Julius Angerstein, upphafsmaðurinn að því. Þó að samtryggjendur yrðu fyrir miklum skakkaföllum næstu árin vegna frönsku bylt- ingarinnar —eitt tjónið var 190,- 000 sterlingspund —• þá fór álit Lloyds sívaxandi. Stofnunin gaf t. d. flotamálaráðuneytinu upp- lýsingar um ferðir skipa, vá- tryggði gull- og silfursendingu frá Vera Cruz fyrir meira en hálfa miljón punda, gaf sigursæl- um aðmírálum heiðursgjafir og stofnaði árið 1803 “Patriotic Fund” sem enn er til. Næsta stóra skrefið steig stofn- unin árið 1811, þegar Marryat, faðir hins fræga söguskálds, kom því til leiðar að stofnaður var sjóður undir umsjá sérstakrar nefndar ti þess að ávaxta fé stofnunarinnar og var lögfest skipulagsskrá fyrir hann. En- fremur stofnaði hann víðsvagar umboð fyrir Lloyds. Og loks var félagið gert að hlutafélagi árið 1871 og fékk þá á sig það skipu- lag sem það hefir enn. Á þennan einkennilega hátt hefir Lloyds orðið einskonar verndarvættur alheimssigling- anna. En þess er vert að gæta, að nú á dögum er máske meiri hlutinn af tryggingum Lloyds ekki siglingum viðkomandi. Þó eru engin glögg takmörk sett milli þeirra trygginga, sem eru “siglinga-” eða “ekki siglinga- legs” eðlis; þetta tvennt hefir vaxið upp hlið við hlið og sjálf- krafa, vegna þess að menn kom- ust að raun um, að ábyrgðarskír- teinin frá Lloyds reyndust eins vel þó að sjóvátryggingar ættu ekki í hlut. Ef til vill hættir mörgum við að kenna Lloyds við sjóvátryggíngar eingöngu vegna ritsins “Lloyd’s Register of Shipping.” Á kaffihússdög- um Lloyds var “Lloyd’s Regis- ter” ekki annað en ofurlítill listi yfir skip, sem vátryggingar var óskað á, fyrst skrifaður, en 1760 var farið að prenta hann í litlu upplagi. En oft var deilt um hversu vel haffær skip væru, sem tryggja skyldi, og varð þetta til þess að skipaeigendur fóru áirð 1800, að gefa út aðra skipaskrá fyrir sig. Komu skrár þessar út hver fyrir sig til 1833, en þá varð “Lloyds Register of Shipping” sérstök stofnun og voru • þá ákveðnar reglur um flokkun skipa. Hið alkunna flokkunarmerki “A.l” sem sást fyrst í skránni fyrir 1775-76, og átti vitanlega við tréskip, er enn notað um þau. Þegar farið var að nota járn- og stálskip voru þau melkt “100 A.l,” en það táknaði að þau væru smíðuð samkvæmt reglum stofnunarinnar og hefðu við ná- kvæmna rannsókn reynst vera í “færu og fullkomnu standi.” Nú á dögum er meginið af skipum í heiminum smíðað sam- kvæmt ákvæðum Lloyds og eft- ir þeim farið allt frá því að teikningin er gerð og til þess að reynzluferðinni er lokið. — í hverri höfn, sem nokkru varðar og mörgum borgum inni í land um allan heim eru umboðsmenn frá Lloyds, sem safna upplýsing- um um skip og siglingar, að- stoða útgerðarmenn og skip- stjóra og meta skemmdir og sjó- tjón. Lloyds hefir um 30 stöðv- ar í Bretlandi og miklu fleiri er- lendis, sem sífellt aðstoða við siglingamál, en það starf er vandameira nú en nokkurntíma áður. Lloyds styður næmum fingri á slagæð heimssigling- anna. En þó að Lloyds sé stofnun í sífelldri framför, þá virðir hýin mikils allar erfðavenjur. Heið- urspeningar Lloyds fyrir. hetju- dáðir á sjó eru kunnar og í heiðri hafðar um allan heim. 1 hinni fögru byggingu Lloyds við Leadenhall Street er svonefnt Nelson-herbergi, þar sem geymd eru verðlaun frá Lloyd til enskra skipstjóra fyrir afrek í þágu ætt- jarðarinnar, sérstaklega í orust- unni við Trafalgar; þar er að- göngúmiði að útför Nelsons í St. Paulskirkjunni í London 8. janúar 1806, bréf frá lafði Nel- son, þar sem hún kvittar fyrir gjöf frá “Patriotic Fund,” skip- unarfélagi handa Collingwood vara-aðmírál til þess að vera yfirforingi á herskipinu “Royal Sovereign,” sem hann stýrði við Trafalgar; orðubandið er fylgdi Bath-orðunni, sem Nelson fékk, og dagbók skipsins “Euralus” bundin í segldúk, og blasir sú opna við, þar sem skráð er dag- skipan Nelsons: “England vænt- ir þess að hver maður geri skyldu sína.” Þarna eru líka toppveif- urnar af “Victory” og “Royal Sovereign” og meira að segja hluti af skutnum á “Victory.” 1 bókasafninu og gripasafninu eru merkilegar minjar um jarð- skjálftana í San Francisco og Tokío, en í sambandi við þá varð Lloyds að greiða miklar upp- hæðir. Þar er líkan af járnbraut- arvagni, sem smíðaður var til þess að hægra væri að dæma um skaðabótakröfu, sem kom fram í ákveðnu máli. 1 stóra salnum er hin fræga Lutine- klukka. Er hún úr frönsku frey- gátunni “La Lutine” og var vakt- arklukka þar. En “La Lutine” gafst upp fyrir Bretum í Toulon árið 1793. — Árið 1799 fórst skipið við Terschelling og hafði þá um hálfrar annarar miljón sterlings- punda virði innanborðs, í gulli og silfri. — Nú er klukkunni hringt í Lloyds-salnum þegar til- kynna skal mikil tíðindi. En Lloyds hefir eins og Horaz reist sér annað minnismerkí, sem “endist lengur en bronze,” með því að gæta hinnar ítrutustu varkárni í viðskiftum og sýna heiðarleik í hvívetna, eða “deal fairiy with all who fairíy deal.”' Lloyds hefir ekki aðeins orðið breskt stórfirma heldur bresk fyrirmynd. Fálkinn. Undrin á Elliheimiiinu Fyrir nokkru varð farlama maður, vistmaður á Elliheimil- inii, sem naumast gat hreyft sig án hjálpar, skyndilega heill lieilsu á meðan hann hlustaði á útvarpsmessu. Læknar hafa ekki getað skýrt þetta fyrirbrigði, en sjúklingur- inn sjálfur segir að þetta sé ráð- stöfun æðri máttarvalda til að bjarga við trúhneigð fólks. Maður sá, sem hér um ræðir heitir Gísli Gíslason, og kennir sig við Hjalla í Ölfusi, en þar bjó hann um nokkurra ára skeið eftir síðustu aldamót. Tíðindamaður Vísis heimsótti Gísla á Elliheimilið í gær. Gísli var að hnýta net. Það hefir verið hans helzta starf þær stundirnar sem hann hefir verið rólfær. Hann var eldfjörugur, lék við hvern sinn fingur og hoppaði aftur og aftur upp í loftið — hann sagði að það væri svo gaman að vera orðinn heil- brigður aftur. “Hvar eruð þér fæddir?” — —Eg er fæddur að Rauða- bergi í Fljótshverfi. Foreldrar mínir voru Gísli Magnússon póstur, og kona hans Raghildur Gísladóttir. Föður minn misti eg þegar eg var á 4. ári. Hann dó úr afleiðingum mislinga. Móð- ir mín giftist aftur, og eg átti við gott atlæti að búa í upp- vexti mínum. “Hvenær fluttust þér að heim- an?” —Þegar eg var 18 ára, Þá fluttist eg að Hlíðarenda í Ölf- usi, en árið 1906 reisti eg bú að Hjalla í sömu sveit og bjó þar um nokkurra ára skeið. Mig minnir að það hafi verið árið 1914 að eg fluttist til Reykj- avíkur og hefi verið hér síðan. Stundaði sjóinn eða vann al- genga daglaunavinnu í landi, og um skeið var eg ökumaður hjá þvottahúsinu Geysi. “Var farið að bera á sjúk- leika yðar þá?” — Nei, hann kom með spænsku veikinni 1918. Það haust var eg í fjárkaupum fyrir austan fjall. Svo var það einu sinni að eg var með stóran rekstur, um 400 fjár, og varð að véra einn með hann frá Kolviðarhóli. Eg hafði á- gætan hest og ágætan hund, en sjálfur var eg slappur og varð því slappari, sem eg nálgaðist bæinn meira. Líklega hefi eg ofreynt mig. Þegar eg kom í bæinn lagðist eg í spænsku veik- inni, og varð aldrei heill eftir það. Það kom máttleysi í vinstri hönd og hægri fót, sem ágerðist smám saman. “Hvenær komuð þér á Elli- heimilið?” — Haustið 1932. Þá var eg bor- inn hingað á börum úr Landa- kotsspítala. Var búinn að vera þar hálft annað ár rúmfastur eftir mjaðmarskurð, sem Mat- thías gerði á mér. Eftir það gekk eg við hækjur í 5 ár. En þar kom að eg varð að sleppa annarri hækjunni vegna þess hvað hönd- in var orðin máttlaus og öxlin aum. Eftir það staulaðist eg við staf, stundum tvo stafi, en öðrum þræði við staf og hækju. “Þetta hefir verið orðið erfitt líf.” — Að vissu leyti. Það sem hélt uppi var fyrst og fremst hvað fólkið var gott við mig, bæði hérna á Elliheimilinu og eins á Landakotsspítala. Allir gerðu fyrir mig það sem þeir gátu, og brast aldei þolinmæði hvað sem á dundi. Eg hefi legið á öllum karlmannastofnunum niðri á Landakotsspítalanum, og oft á sumum þeirra og alltaf mætt þar sömu velvild og alúð, bæði hjúk- runarfólks og lækna. Sama máli ‘^egnir hcr á Elliheimili^.a. Eg fæ að vinna inni á herberginu mínu og allt er gert fyrir mig sem hægt er. “Voruð þér mjög farlama áður en “undrið” skeði?” — Já, það er ekki hægt að segja annað. Önnur hendin var orðin máttlaus að heita mátti, og tveir fingurnir krepptir inn í lófann, en sá þriðji máttlaus að heita mátti. Mér var jafnan hjálpað í bað og þurfti venjulega tvo til þess, og svo stirður og máttlaus var eg orðinn í báðum fótum og vinstri hendinni að eg varð að fá hjálp til að klæða mig og hátta, og eins til þess að komast upp í rúmið. Nú er öldin orðin önnur, nú langhendist eg í baðið, einn og óstuddur, eg hoppa upp í loftið, eg klæði mig og hátta og geng um eins og á meðan eg var á bezta skéiði lífs míns. Mig lang- ar í eina bröndótta við hina strákana hérna, en læknirinn hefir bannað mér að glíma, hann heldur kannske að eg ofreyni mig og að dásemdin hverfi. “Hvernig bar þetta að?” — Daginn áður en þetta dá- samlega atvik skeði var eg hvað veikastur sem eg hefi orðið. Eg lá aftur á bak í rúminu mínu og ætlaði að sofna, en gat það ekki. Eg var svo þjáður. Eg hafði breitt yfir andlit mér og var að hugsa um hvað það væri gott að mega hverfa burt frá þessu öllu saman. Þá sá eg frelsarann allt í einu birtast hjá rúmstokknum mínum. Og þér megið ekki halda að þetta hafi verið draumur. Eg var glaðvakandi eins og núna og eg sá hann eins vel og eg sé yður. “Hvernig varð yður við?” — Eg hélt eg væri feigur, eg veit um ýmsa sem sjá frelsarann, og þeir eru feigir. En mér fanst þetta gott eins og komið var fyrir mér. “Hafið þér séð sýnir áður?” — Eg hefi einu sinni séð frels- arann áður. Við sáum hann sex (Frh. á bls. 7) Business and Professional Cards DR /Á V. JOHNSON Dcntist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 1 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœBingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Stofutími 4.30 — 6.30 Laugurdögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK Sérfrceðingur i augna. eyrna, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK, íslenzkur lyfsaU Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sú bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 27 324 Heimilis talsími 26 444 Haldor Haldorson bygginga m eistari Cor. Broadway and Edmonton Winnipeg, Canada Sími 93 055 INSURE your Property with HOME SECURITIES Limited 468 MAIN STREET Lco E. Johnson, A.I.I.A. Mgr. Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433 TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. II. TIIORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesale Distribulcrs of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í helldsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 55 462 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative Phone 97 291 DR. A. BLONDAL Physician and Surgcon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Sími 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREÉT (Beint suður af Banning) Talsími 30 877 Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offiee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG. Phone 97 329 Dr. Charles rv. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE, Winnipeg, Man. Legsteinar, sem skara fram úr. Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. Skrifið eftir verðskrá Gillis Quarries, Limited 1400 SPRUCE ST. SIMI 28 893 Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. Fasteignasalai-. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfræðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sfmi 98 291 Blðm stundvísiega afgreidd THE ROSERY, LTD. Stofnað 1905 427 PORTAGE AVE„ WINNIPEG Sími 97 466 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORTALDSON Your patronnge will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. II. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.