Lögberg - 27.12.1945, Side 5

Lögberg - 27.12.1945, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. DESEMBER, 1945 5 ÁH UGAMÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON TlMARITlÐ STlGANDl Undurfögur frásögn. Eitt með þeim skemtilegustu og fróðlegustu tímaritum, sem nú eru gefin út á íslandi er ársfjórðungsritið StígancLi; það er geíið út á Akureyri og ritstjóri þess er Bragi Sigurjónsson. Þessa rits mun verða ýtarlega getið seinna í Lögbergi. Meðal hinna mörgu þjóðkunnu rithöfunda, sem rita í Stígandi er hin merka skáldkona, Kristín Sigfúsdóttir; þættir þeir, er hún hefir samið um sérkenni- legt og merkisfólk í Eyjafirðinum, eru ríkir af samúð og djúpum skilningi. Kvennadálkur Lögbergs leyfir sér að endurprenta eina slíka ritgerð, “Frúin á Grund,” sem svo er þrungin af djúpu innsæi inn í skapgerð konunnar, sem verið er að lýsa og svo frábær að stílfegurð , að aðdáun hlýtur að vekja. Kristín Sigfúsdóttir: F R Ú I N Á Frá barnæsku hefi eg haft mikla ánægju af því að heyra gamalt fólk segja frá liðnum dög- um. Einkum sóttist eg eftir því að hlusta á sagnir um þá, er þóttu skara Tram úr öðrum á einhvern hátt. Eg var svo lánsöm, að á heimili foreldra minna voru altaf gamalmenni, meðan eg var í föð- urgarði. Voru þau fædd snemma á síðastliðinni öld og kunnu því frá mörgu að segja. Síðar á æfinni hefi eg kynzt nokkrum, sem bættu við þennan fróðleik, einkum var það ein há- öldruð kona, sem eg þekti fyrir rúmum 30 árum. Var hún minn- ug og margfróð, hafði verið vinnukona á ýmsum stórbýlum sveitarinnar, þar á meðal var Grund í Eyjafirði. Þessum sundurlausu sagna- molum er eg nú að reyna að safna í smáþætti. Eg sleppi að mestu ættfærslu og ártölum, sem finna má í annálum og árbókum frá þeim tímum, en reyni að láta frásögurnar halda þeim búningi, sem þær höfðu, þegar þær komu frá vörum gamla fólksins. Sú kona, er eg heyrði alla minnast með mestri aðdúun, var frúin á Grund. Þannig nefndi alþýða manna frú Valgerði Árna- dóttur Briem, konu Gunnlaugs Briem, sem um nokkurt skeið var sýslumaður Eyfirðinga og bjó rausnarbúi á höfuðbólinu Grund í Eyjafirði. Oft heyrði eg talað um gáfur hennar og glæsi- leik, en þó oftar um líknarhug hennar og lítillæti við hvern smælingja, sem leitaði hjálpar hennar og ásjár. Svo frábær þótti frúin á Grund á þeim tímum, þegar bilið var margfalt breið- ara en nú milli örbirgra kot- unga og umrenninga og þeirra, sem hæst voru settir í mannfé- laginu. Þess vegna entist sú minning mörgum til æfiloka, að frúin á Grund hafði talað víð þá eins og jafningja sína, glatt börn þeirra eða sent gjafir á heimili þeirra, þegar þörfin var mest. Að því er eg veit, hefir lítið verið skrifað um þessa merku og kyngöfgu konu. Aðeins tvisvar hefi eg lesið stuttar frásagnir, þar sem nafn hennar er nefnt. í fyrra skiftið skrifaði Tryggvi Gunnarsson, dóttursonur hennar, stutta grein í Almanak Þjóðvina- félagsins til þess að vara menn við því að vera of bráðir á sér að úrskurða þá látna, sem lífsmark sæist ekki með. Sagði hann í því sambandi sögu af frú Val- gerði Briem, ömmu sinni. Þegar hún var ung stúlka, veiktist hún skyndilega mikið, en féll svo í einhvern dvala, svo að allir við- staddir hugðu hana dána. Hún heyrði alt, sem gerðist, grát og kveinstafi ættingjanna og und- irbúninginn að sauma utan um •líkama hennar, eins og þá var siður. En hvernig sem hún G R U N D í :í'ií' reyndi, gat hún ekki hreyft legg eða lið né bært til augnalokin. Loksins, þegar stúlkan var að enda við að brjóta líkhjúpinn að fótum hennar, gat hún örlítið hreyft eina tá. Var þá farið að stumra yfir henni. Raknaði hún fljótt við og hresstist, náði fullri heilsu og var hraust alla æfi síðan. Hitt er frásaga, sem birtist fyr- ir nokkrum árum í þjóðsagna- safni. Er þar skýrt frá sýn, er bar fyrir merkan bónda í Eyja- firði, þar sem hann stóð að slætti, ásamt vinnumönnum sínum, daginn sem frú Valgerður dó. Virtist þeim bjartur geisli líða upp í loftið yfir Grundarbænum. Sýnir það vel, hvern hug Ey- firðingar báru til hennar, að þeim fanst það eðlilegt, að dauði hennar hefði verið dýrðlegri en flestra annaraýaf því að Tíf henn- ar var svo auðugt af góðum verkum. Frú Valgerður ólst að nokkru leyti upp hjá Jóni Jakobssyni móðurbróður sínum á Espihóli, sem þá var sýslumaður í Eyja- fjarðarsýslu. Var hann mjög vin- sæll af alþýðu, ljúfur í máli og gekk ekki hart eftir greiðsl- um hjá snauðum mönnum. Komu þeir oft á manntalsþing með hnappheldur, teyminga, gjarðir og reipi, og tók hann þetta upp í þinggjöldin. Kom mörgum það vel, því að peningar voru þá í fárra höndum. Sagt var, að hann hefði tekið svo nærri sér að geta ekki bætt úr vandræðum allra, sem til hans leituðu, að hann hefði oft tárast yfir því. Þó var hann karlmenni í sjón og að burðum, svo að kraftasögur af honum fóru víða um landið. Um Sigríði konu hans gengu aðrar sögur. Þótti hún naum til útláta, vinnuhörð og ekki góð við um- renninga. En ekki má gleyma því, að margir voru þá langþurfa- menn, og óvíst að heimilið hafi verið jafnauðugt af birgðum og menn hugðu, því að sýslumaður hafði mikið mannahald við byggingar og jarðabætur, svo að sumir mælitu, að Espihóll hefði verið reisulegasta stórbýli á Norðurlandi um daga hans. Lítið kvaðst frú Valgerður hafa notið frændsemi sinnar við sýslumanninn hjá konu hans. Gekk hún að útivinnu og gætti búfjár, oft berfætt í kulda og bleytu, svo að nágrönnum blöskr- aði. Gáfu þá einhverjar góð- hjartaðar konur henni sokka og skó. Sagðist hún þá hafa heitið því að launa þeim síðar, ef hún hefði efni til, og einning því, að hún skyldi aldrei bjóða nokkr- um unglingi slíka æfi, ef hún ætti húsum að ráða, og þau heit hefði guð hjálpað sér að efna. Ung giftist hún einum mikil- hæfasta lögfræðingi landsins, og skömmu síðar er hún orðin sýslumannsfrú í Eyjafjarðar- sýslu — frúin á Grund. Þá var heimilið á Grund mann- margt, eins og oft síðar og fyr. Þar var aðalsamkomustaður sveitarinnar, og þangað lágu leið- ir flestra, sem um héraðið fóru. Unga frúin hafði um margt að hugsa, því að börnin voru mörg og lítill aldursmunur. En henni fataðist ekki heimilisstjórnin, og umhyggja hennar náði til allra, stærri og smærri. Þeir, sem heimilisfastir höfðu verið á Grund, vitnuðu æ síðan í orð og athafnir frúarinnar, þótt fáir hafi líklega gengið eins langt í því eins og bóndinn, sem verið hafði vinnumaður þar, en giftist síðan og fór að búa. Þegar kona hans ól fyrsta barn þeirra hjóna, kallaði hann til hennar: “Hljóð- aðu hærra, Helga mín, hljóðaðu miklu hærra — hærra hljóðaði frúin á Grund.” Öllum kom saman um, að frú- in á Grund hefði verið mjög glæsileg kona, stór vexti og virðuleg í framkomu. Hárið var altaf mjög mikið. Hafði verið glóbjart framan af, en varð silf- urhvítt með aldrinum. Svipurinn var hreinn og tígulegur og aug- un óvenjulega gáfuleg og fögur. Var sem ljómaði úr þeim mann- úð og mildi við hvern, sem hún talaði. Ekki var hún skartklædd hversdagslega, því að hún gekk að heimilisstörfum sumar og vetur með dætrum sínum og vinnukonum, eftir því sem tími vannst til. Grannkonur hennar leituðu til hennar með vandamál sín. “Hún er eins og ein af okk- ur”, sögðu þær, en þær fundu, að hún var eitthvað miklu meira, því að hún gat hjálpað þeim og hughreyst þær, svo að þær fóru jafnan glaðari frá henni aftur. Sumir sögðu, að maður hennar væri á móti því, að hún hefði svo mikil afskifti af smælingj- um sveitarinnar. Ekki veit eg um sönnur á því. Eg heyrði lítið talað um Gunnlaug Briem sýslu- marm aimað en það, að hanji. hefði verið röggsamt yfirvald og fjölhæfur gáfumaður. Hann var kvaddur til margra starfa og var oft að heiman. Hefir því heim- ilisstjórn hvílt meira á herðum konu hans. Annars skildist mér, að kotbændur hefðu borið ótta- blandna virðingu fyrir honum, en átt örðugt með að leita til hans með vandkvæði sín. Má líka gera ráð fyrir, að sæti Jóns Jak- obssonar hafi verið vandfylt í hugum alþýðunnar. Gunnlaugur Briem varð ekki gamall maður. Hann dó 1834. Eftir það var frú- in á Grund hjá Ólafi Briem timb- urmeistara, syni sínum, sem bjó þar rausnarbúi um nokkurt skeið, og var talinn bændahöfð- ingi sveitarinnar, jafnvel Norð- urlands. Hann dó einnig á miðj- um aldri, ásamt konu sinni, en börn þeirra fóru að heiman, þau yngri í fóstur, en þau eldri til náms og frama. Þá var frúin á Grund orðin ein síns liðs á heim- ili vandalausra manna. Bjó hún þá í loftherbergi yfir Grundar- baðstofu, ásamt aldraðri þjón- ustustúlku, sem yfirgaf hana ekki, meðan hún lifði. Frú Valgerður lifði meira en tvo tugi ára eftir lát Ólafs sonar síns. Hún var orðin þungfær og holdug og dvaldi lengst af í her- bergi sínu og ræddi við ættingja og vini, sem heimsóttu hana. Það var venja, að mæður, sem komu með börn til Grundar- kirkju, fóru með þau upp á loft til frúarinnar. Var það eftir ósk hennar, því að hún var óvenju- lega barngóð. Gaf hún þeim af góðgæti því, er ættingjar hennar og vinir sendu henni til glaðn- ingar. Síðan bað hún fyrir börn- unum og blessaði yfir þau. Varð mörgu barni heimsókn þessi minnisstæð. Oft las hún í góðum bókum, meðan sjónin entist. Hún átti nokkuð af bókum, þar á meðal var fyrsita útgáfa af kvæðum Bjarna Thorarensen með áritun frá honum. Hafði hann komið í heimsókn að Grund, og þau tal- að mikið saman. Sagði hún síðar, að hann væri einn elskulegasti maðurinn, sem hún hefði kynst, og ljóðin hans einn bezti dýr- gripurinn, sem hún ætti. Þá dvaldi hugur hennar oft hjá börnum og bamabörnum, þessum glæsilega hópi, sem nú var víða dreifður um landið, sumir í tignarstöðum, aðrir við nám. Sjálfsagt hafa fáar íslenzk- ar konur borið gæfu til þess í lifanda lífi að sjá yfir jafnmann- vænlegan afkomendahóp eins og frúin á Grund. Minntist hún oft á Valdimar, sonarson sinn, hvað hann hefði verið elskulegt barn, hugrakkur og þroskaður, þegar hann fór að heiman í fóstur, 11 ára gamall, til frænda síns í Hruna. Sigurður á Jórunnar- stöðum, alkunnugur ferðagarpur og hraustmenni, var fenginn til þess að fara með drenginn Ey- firðingaveg suður yfir fjöllin. Þegar þeir komu að Hvítá á suð- urleið, leizt Sigurði hún ekki árennileg. Hann kvaðst því ætla að fara einn yfir fyrst og sjá, hversu tækist. “En hvað ætlar þú að gera, ef eg drukkna?” seg- ir hann við drenginn. “Ganga með ánni, þar til eg kem í bygð,” svarar hann hiklaus. Þetta þótti Sigurði gott svar. Þó að búast mætti við torfær- um á þeirri leið, þá virtist þetta eina úrræðið eins og á stóð. Og kjarkinn þurfti ekki að draga í efa. Síðar varð þessi drengur þjóð- kunni höfðinginn og skáldið Valdemar Briem. Sögðu gamlir Eyfirðingar, sem sáu myndir af honum síðar, að svipur hans og yfirbragð minnti mjög á ömmu hans, frúna á Grund. Að lokum ætla eg að birta hér frásögn, sem mér er minnisstæð- ust af öllu því, er eg heyrði tal- að um í sambandi við frúna á Grund. Það voru tvær gamlar konur, sem ræddu þann atburð með svo viðkvæmri lotningu, að jnér skildist, hver áhrif hann hefði haft á þá, sem viðstaddir voru. Séra Jón lærði var þá prestur Grundarsafnaðar. Hann var merkur lærdómsmaður , eins og nafnið bendir til, stundaði em- bætti sitt af miklum áhuga og samvizkusemi og vandaði um við þá, sem ekki komu til kirkju sinnar hvern messudag, ef engin forföll bönnuðu. Hann gekk ríkt eftir, að siðferði manna væri gott, einkum lét hann til sín taka um sambúð karla og kvenna. Ef orð lék á samdrætti einhverra á sama heimili, skipaði hann þeim að giftast undir eins, eða skilja ella. Varð svo að vera. En svo fór, að af dætrum prests varð barnshafandi í föðurgarði af völdum umkomulítils vinnu- drengs á heimilinu. Má nærri geta, hvernig honum hefir fallið slíkt framferði innan fjölskyld- unnar. Vmnumaðurinn var sam- stundis rekinn burt af heimilinu, með þungum átölum og senni- lega fjárútlátum, ef nokkuð hef- ir verið af honum að hafa. Gagn- vart dótturinn var sagt, að sr. Jón hefði tekið Brynjólf biskup sér til fyrirmyndar, þegar líkt stóð á, og hafði systir henna, sem heima var, snúist á sveif með föður sínum. Stúlkan ól barnið andvana fyrir tímann. Var þá fullyrt, að systir hennar hefði bent henni á líkið og sagt: “Það er höfðinglegt, þetta.” Þótti þá sumum nóg um, en enginn þorði að ganga í berhögg við klerk- inn og ættmenn hans. Þegar móðirin unga þótti ferðafær, átti hún að taka aflausn í Grundarkirkju. Var það hin síðasta athöfn af því tagi, er fram fór í Eyjafirði. Fólkið streymdi til kirkjunn- ar öllu meira en venjulega eins og vant er að vera, ef eitthvað nýstárlegt á að ske. Þá voru kirkjubekkirnir skipaðir eftir efnum og mannvirðingum. Hver gekk að sínu sæti. Innsta sætið að norðanverðu átti tignasta konan, en í krókbekknum sama ^HIIIIIIIII!III!ÍIIIII1IIIIIÍÍ!II!IIII!IIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIII[||IIIIIII1III1IIIHIIII1IIII Ullllllll Canada og Bandaríkja menn af íslenzkum álofni, er fórnuðu lífi í heimsátyrjöldinni frá 1939 ..... Lætur lífið fjarri föðurlandi Rfn. Morris Alexander Isfeld Löngu eftir að hinum risa- fengnu stríðsátökum lauk, og fjölmennur ástvinahópur beið með eftirvæntingu heimkomu elskaðs sonar og bróður, barst þeim Mr. og Mrs. O. P. Isfeld að Winnipeg Beach sú harmafregn, að sonur þeirra Rfn. Morris Alexander, hefði með sviplegum atburðum drukknað á Þýzka- landi þann 25. nóvember síðast- liðinn; þessi ungi maður var fæddur 1 Gimlibæ 2. maí 1921, og hafði frá þeim tíma, er hann komst á legg, aðstoðað föður sinn við fiskiveiðar á Winnipegvatni. Rfn. Isfeld hafði tekið þátt í orustum á ítalíu, í Belgíu, Hol- landi og á Þýzkalandi við hinn bezta orðstír; hann var í þjón- ustu Princess Patricia Canadian Light Infantry og Royal Cana- dian Rifles, en um þær mundir, er dauða hans bar að, var hann með canadiska setuliðinu á Þýzkalandi. Rfn. Isfeld naut skólamentunar sinnar á Winni- peg Beach, en innritaðist í her- inn 25. janúar 1943. Hann var við æfingar við Camp Debert í Nova Scotia og í St. John, New Brunswick, en fór austur um haf í ágústmánuði 1944. Auk foreldra sinna, lætur þessi ungi hermaður eftir sig fjóra bræður, John, sem enn er í her- þjónustu, Paul, Oliver, og Ed- ward 1 heimahúsum, og fimm systur, Auroru, Hildi, Violet og Önnu, sem eiga heima að 435 Stradbrooke Street í Winnipeg, og Lauru,. er dvelur með for- eldr um sínum. Minningarathöfn um þenna unga mann, er líf sitt lét á svo sorglegan hátt, og barist hafði frækilega í þágu lands og þjóð- ar, var haldin að viðstöddu margmenni, í United Church að Winnipeg Beach. megin sátu þær konur, sem at- hvarfslausar voru og einskis virtar. Þar átti seka konan að sitja þennan dag. Hún, sem áður hafði setið hjá systrum sínum í einu af innstu sætum kirkjunn- ar, sat nú þarna ein og útskúf- uð, þar til hún hefði feingið upp- reisn og fyrirgefningu safnaðar- ins, sem þó myndi aldrei þvo hana hreina í augum fjöldans. Það var auðséð, að mörgum var mikið í hug, meðan kirkjugest- irnir biðu eftir því, að athöfnin byrjaði. Sumir hvísluðust á, og aðrir litu um öxl til hennar, sem í kórbekknum sat. Margir hafa þeir sjálfsagt verið, sem vor- kendu henni í þessum sporum, en margir voru þeir einnig, sem höfðu dæmt hana fyrir það að vera alin upp í guðsótta og góð- um siðum og láta þó leiðast út á glapstigu. Einnig voru nokkrir, sem hlökkuðu í hjarta sínu yfir því, að presturinn, þessi strangi og siðavandi maður, varð nú að standa auðmjúkur frammi fyrir söfnuði sínum, vegna þess að dóttir hans hafði framið siðferð- isbrot á hans eigin heimili. Þá opnaðist kirkjan hægt og hljóðlega, og frúin á Grund stóð í dyrunum. Allra augu litu til hennar. Hún stóð þarna tíguleg og svipmikil og rendi djúpum alvöruaugum eftir bekkjarröð- unum. Svo námu þau staðar við krókbekkin, þar sem prestsdótt- irin hat hníp^in og skjálfandi. Þangað sveigði frúin, settist við hlið hennar og horfði á hana eins og ástrík móðir, sem er að hugga veikt barn. Það fór eins og sterkur straum- ur um kirkjuna, 7nargir lutu höfði og grétu eins og þeir ættu að taka aflausn þennan dag. Þessi sterka, skaphreina kona, sem aldrei hikaði að fylgja því, sem hún taldi rétt, hafði lyft söfnuðinum um stundarsakir yfir dómgirni, kulda og kæruleysi. Þess vegna var öllum, sem þarna voru, þessi atburður svo ógleym- anlegur. Hvað mun þá hafa ver- ið um prestsdótturina frá Möðru- felli? Frúin á Grund lifði langa æfi eftir þetta, en þegar hún fór í kirkjuna á Grund, sat hún jafn- an í krókbekknum, en ekki í tignarsæti því, er henni var ætl- að. Menn sögðu, að hún hefði gert það til að minna sjálfa sig á auðmýkt frammi fyrir guði. Frú Valgerður Briem andaðist 17. júlí 1872, 94 ára gömul. Var hún jarðsett að viðstöddu fjöl- menni í kirkjugarðinum á Grund. Hvílir hún þar við hlið eiginmanns síns og sonar, sem ásamt henni höfðu um hálfrar aldar skeið varpað frægðarljóma yfir hinn forna sögustað í Eyja- firði. Brezka flugvélamóðurskipið Hercules, sem nýlega var sett á flot; er það mikið og frítt skip. Lady Cripps, kona verzl- unarráðherrans, Sir Stafford Cripps, gaf skipinu nafn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.