Lögberg - 27.12.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.12.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER, 1945 7 Tvö merk rit um andleg efni Ejtir prófessor Richard Beck Björn Magnússon:Þér eruð Ijós heimsins. Bókaútgáfan Norðri, Akureyri, 1944. Kaj Munk: Við Babylons F l j ó t. Bókagerðin Lilja, Reykjavík, 1944. Hér verður getið tveggja rita, annars frumsamins og hins þýdds, eftir þá dósentana í guð- fræðisdeild Háskóla Islands, séra Björn Magnússon og séra Sigur- björn Einarsson, en þeir eru báðir gáfaðir menn og lærðir vel, er hafa þegar sýnt, að mikils má vænta af þeim í framtíðinni. I. Undirtitill ofannefndar bókar séra Björns Magnússonar er “Síð- ræn viðhorf í ljósi fjallræðunn- ar.” Höfundur leggur, með öðr- um orðum, kenningar hennar sem mælisnúru á breytni vor mann- anna barna, eða öllu heldur á viðhirf vort gagnvart lífinu, en vitanlega mótast allar athafnir vorar af lífsstefnu vorri. Þær standa í beinu sambandi og hlut- falli við siðferðislegan þroska vorn eða vanþroska. Hlutverki því, sem séra Björn hefir færst í fang með samningi þessarar bókar, er annars bezt lýst í e f t i r farandi inngangsorðum hans: “Það er tilgangur þessa rits, að gera tilraun til að opna fyrir samtíðinni eitthvað af þeim fjársjóðum, sem allt of mörgum eru lokaðir og gleymdir í fjall- ræðunni. Ýmsum nútíðarmönn- um finnst, að “guðsorðabækur,” og þar á meðal sjálf ritningin, sé fjarri hinu raunverulega lífi. Hér sé aðeins um að ræða forn- aldarrit, sem að vísu kunni að vera merkilegt, en sé þó utan og ofan við þarfir daglegs lífs, og í hæsta máta óraunhæft. En sá dómur mun oftast vera sprott- inn af vanþekkingu, eða þá af grunnfærni. Nokkurn þátt í honum mun eiga sú staðreynd, að túlkun ritninganna hefur ekki ætíð verið í því formi, að að- gengilegt sé miklum fjölda manna. En það munu hinir sömu menn sanna, að lesi þeir ritn- inguna fordómalaust, og láti orð Jesú verka á sig laust við allar fyrirfram mótaðar skoðanir, þá verður þeim ljóst, að þau eiga einmitt erindi til vor í dag. Fjallræðan er í tímabundnum búningi. Það var háttur Jesú, að laga orð sín eftir skilningi og hugsanaheimi áheyrenda sinna, svo að þeir gætu tileinkað sér orð hans. Sá hugsanaheimur, sem vér lifum í á 20. öldinni, er vitanlega allt annar en sá, sem fjallræðan er miðuð við. Víða verður því að leysa orðin úr hinum tímabundna búningi, og færa þau í það form, sem skilj- anlegt sé þessari samtíð, sem nú er uppi. I eftirfarandi máli verð- ur reynt að leggja fjallræðuna út á mál samtíðarinnar, og leiða fram þær niðurstöður, sem af henni leiðir í hinum ýmsu við- horfum nútímans. Sumum kann að virðast, að þær niðurstöður séu ýmsar á annan veg, en þeir hefðu búizt við. En reynt verður að fylgja þeirri aðferð, að láta stjórnast af anda kenningarinn- ar, hlutlaust og án þess að hirða um, hvort niðurstöðurnar eru í samræmi við hefðbundinn skiln- ing, ef þær aðeins eru rökrétt af- leiðing af orðum meistarans. Hvort það hefur tekizt, er annara að dæma um.” Frá mínu leikmanns-sjónar- miði um þau efni, sem hér er fjallað um, fæ eg eigi betur séð, en höfundi hafi prýðisvel tekizt að túlka kenningar fjallræðunn- ar í ljósi hugsanarháttar og vandamála samtíðar vorrar; vafalaust verður þó, eins og hann sjálfur getur til, skoðanamunur um ýmsar niðurstöður hans, enda er það eðlilegt, jafn víðtækt og djúptækt viðfangsefni og hér er um að ræða. Bók hans er bæði skipulega og fræðimannlega samin. Auk inn- gangs og niðurlags, er hún í fimm meginhlutum, og eru þeir þessir: I. “Fátækir í anda,” II. “Lögmál og frelsi,” III “Veldi sannleikans,” IV. “Eina bjarg- ráðið,” og V. “Gullna reglan.” Hverjum meginhluta er síðan skipt í smærri kafla, þar sem höfundur brýtur til mergjar og skýrir hin einstöku kenningaat- riði fjallræðunnar. Margt er hér skarplegra at- hugana, og tímabærra að sama skapi, því að höfundur missir aldrei sjónar á því aðaltakmarki sínu: — að sýna fram á það, að fjallræðan á eigi minna erindi til vor nútíðarmanna en til sam- tíðarmanna Krists sjálfs, nema fremur sé. Sem dæmi má nefna túlkun höfundar á kröfunni “Leitið fyrst guðsríkis,” og hefir hún, eins og hann tekur rétti- lega fram, löngum þótt erfið, ef ekki óframkvæmanleg. Þar horf- ist hann djarflega í augu við heimsástand vorra tíma, leiðir rök að veilum efnishyggjunnar og þörf breytts skipulags og bendir með þessum orðum á leið út úr villunni og vandkvæð- unum: “Eina skynsamiega úrlausnin á öllu þessu öngþveiti er að nema burt orsökina. Allt annað er kák og leiðir til nýrra vand- ræða. En sú róttæka aðgerð er örðug og seinvirk, því hún felur í sér breytingu á hugarstefnu alls þorra mannfólksins. Innan að, frú hugum einstaklinganna, verð- ur umbótin að koma, ef hún á að eiga sér þann grundvöll, að hún geti staðið til frambúðar. Þess vegna gagna lítið afvopnunar- ráðstefnur eða samninganefndir, meðan allt ólgar undir niðri af græðgi eftir efnum náungans, Þess vegna er eina leiðín sú, að breyta hugum fjöldans, prédika andlega veruleikann í tíma og ótíma, flytja boðskap guðsríkisins með eldmóði og óþreytandi krafti. Þess vegna er starfsemi kirkjunnar langt frá því að vera ótímabær nú, ef henni er haldið fast við upprunalegan tilgang sinn: að vera andlegt samfélag til að boða andlegan veruleika. . Hin þröngsýna efnishyggja er orðin úrelt á sviði vísindanna. En í viðskiftalífinu er hún enn ráðandi, þótt hún muni einnig þar falla úr veldisstóli. Smátt og smátt mun mönnum skiljast, að það er nú komið mál til að hegða sér, einnig í daglegu lífi og viðskiftum jafnt þjóða sem einstaklinga í samræmi við þá æðstu þekkingu, sem menn eiga kost á. Smám saman munu menn læra að taka alvarlega orð meist- arans Jesú, og fylgja þeim af innri þörf, af því að þeir finna, að sú lífsspeki er þeim drýgst til varanlegra heilla. Guðsríki er nálægt. Hinn andlegi veruleiki umlykur oss á alla vegu, og út- sýnin er að opnast inn í þá huldu heima. Tilveran er að stækka og um leið að birta til. Skugg- um efnisþröngsýninnar er að létta af. Hin víða útsýn er að opnast, er birtir oss hina ótæm- andi möguleika.” Og allur er málaflutningur séra Björns svipmerktur anda hins frjálslynda og víðsýna manns, sem lætur sér annara um kjarna en umbúðir, um orð meistarans sjálfs fremur en um þau kenningakerfi, sem hlaðist hafa utan um orð hans á liðn- um öldum. í samræmi við þá afstöðu höfundar til trúmál- anna er hin rökfasta og fagur- yrta lýsing hans á Kristi, mátt- arvaldi hans og áhrifum, í niður- lagsorðum bókarinnar, en sú lýs- ing nýtur sín því aðeins til fulls, að hún sé lesin í heilu lagi. Þó að þessi bók séra Björns sé hin læsilegasta, er efnið svo víð- feðmt og margþætt, að hún vex við það að endurlesast, en les- andinn græðir einnig við það, því að nýr lestur hennar opnar honum víðáttur, sem honum voru áður huldar eða lítt ljósar. II. í nokkrum formálsorðum er svohljóðandi grein gerð fyrir þeim ræðum Kaj Munk, sem birtar eru í ofannefndu þýðinga- safni, en sá víðkunni danski klerkur var alt í senn: afburða ritsnillingur, trúar- og frelsis- hetja: “Þessar ræður eru flestar flutt- ar árið 1941 og birtar í ræðu- safninu “Ved Babylons Floder.” Sú bók var gerð upptæk í Dan- mörku, en prentuð að nýju í Argentínu. Þrjár síðustu ræð- urnar í þessari bók eru fluttar og prentaðar síðar, voru gefnar út í kveri, er einnig var gert upptækt, en þær hafa síðar birtzt í blaðinu “Frit Danmark”. Þýðinguna gerði Sigurbjörn Einarsson, nema ræðuna “Með orðsins brandi” þýddi Þorsteinn Ö- Stephensen.” Dr. theol. séra Bjarni Jónsson vígslubiskup fylgir þýðingasafn- inu úr hlaði með skörulegri og samúðarríkri inngangsritgerð um Kaj Munk, þar sem ljós grein er gerð fyrir skaphöfn hans og trúarlífi, mentaferli hans, prests- og rithöfundarstarfi, áhrifum hans í lífi og dauða. Vel og fag- urlega lýsir greinarhöfundur skáldinu, ættjarðarvininum, hin- um- óttalausa málsvara sam- vizkufrelsis og annara mannrétt- inda í þessum orðum: “Það hefir áreiðanlega verið Kaj Munk ljúft að yrkja um land sitt og þjóð. Fram að síðasta degi æfi sinnar, starfaði hann að því að vekja þjóð sína. Með skarpskyggni og greind, með brennandi áhuga og fórn var hann vökumaður þjóðarinnar. Þar heyrðist rödd hrópandans, sem fer ekki í felur með það, sem honum. er hjartans mál. Kaj, Munk hefir talað hin ógleyman-’ legu vakningarorð og hvatt menn til að berjast með sverði andans og eiga um leið þá trú í hjarta, að aftur komi dagur, þó að nótt- in nú sé dimm. Með eldmóði sannfærðingar og trúar talaði hann til þjóðar sinnar, benti henni á að berjast góðu barátt- unni, og þá skyldu þeir fagnandi sjá morgunroðann.” Hina stórbrotnu og máttugu ræðu sína “Boðberar sannleik- ans” byrjar Kaj Munk með þess- um orðum: “Jóhannes skírari var óvarkár maður. Hann trúði á sannleikann.” Sjálfum verður Kaj Munk ekki betur eða réttar lýst heldur en einmitt með sömu orðum. Hann va alla tíð frá því að hann komst á þroska-aldur og hóf kenni- manns og rithöfundarstarfsemi sína eldheitur boðberi sannleiks og heilinda, og jafn svarinn ó- vinur fláttskapar og óheilinda. Réttlætiskend hans og frelsisást voru, svo sem vænta mátti um eins heilsteyptan mann og hann var, jafn djúpstæðar sannleiks- ást hans og samanofnar henni, enda gerðist hann ótrauður tals- maður þjóðar sinnar gegn hinum þýzku innrásarmönnum, sem svift höfðu hana frelsi sínu. Það þarf ekki lengi að blaða í þess- um ræðum hans til þess að kom- ast að raun um, hvert stefnt er hinum hárbeittu skeytum hans, enda sveið nazistana undan odd- um þeirra, því að þeir gerðu ræðurnar upptækar, eins og fyr er getið. Allar eru ræður þessar kröft- ugar mjög, þrungnar fágætum trúarhita og eldmóði, mælsku og myndagnótt. Höfundi eru nær- tæk dæmin úr hversdagslífinu umhverfis sig og úr sögu þjóðar sinnar, enda kunni hann manna bezt að meta hinn danska trúar- lega og menningarlega arf sinn. Auðsætt er alstaðar, að hann er “danskur, norrænn, kristinn,” eins og dr. Bjarni Jónsson segir réttilega í fyrnefndri inngangs- ritgerð sinni. En þó að þess verði hvarvetna vart í ræðum þessum, hvert Kaj Munk beinir skeytum bersögli sinnar og hugsjónaástar, sækir hann stöðugt í sig veðrið um hvassa og markvissa ádeilu á innrásarmennina þýzku og lífs- skoðun þeirra, eftir því sem fram í ræðurnar dregur, og hvergi fremur en í þrem síðustu ræð- unum, “Með orðsins brandi” “Boðberar sannleikans” og Krist- ur og Danmörk.” í hinni fyrst- nemndu af þessum ræðum standa þessi djörfu og ögrandi orð: “Oss kristnum mönnum er gjört að skyldu að gjalda keisar- anum það sem keisarans er og vér höfum hlýtt skipuninni; vér höfum verið hinir löghlýðnustu borgarar í ríkinu. En: krefðist keisarinn meira en þess, sem hans var, þá voru ekki til því- líkir uppreisnarmenn sem vér. Óhugsandi. Ár eftir ár. Áratug eftir áratug. Öld eftir öld. Þang- að til vér sigruðum. Mikið gat hann krafið oss um: peninga vora, starfskrafta vora, beztu ár æsku vorrar, heilsu vora, líf vort. En krefðist hann þess af oss, að vér kölluðum svart hvítt, harðstjórnina frelsi, lygina sann- leika, ofbeldið og grimmdina réttlæti, þá svöruðum vér hon- um: Skrifað stendur: Þú skalt eigi aðra guði hafa en mig. Og ef hann heimtaði það í annað sinn, svöruðum vér: Enn stendur skrifað: Þú skalt ekki misnota . nafn drottins, Guðs þíns. Látum hann svo koma með ljón sin og tígrisdýr, gálga sína og bál. Blóð hinna kristnu er útsæði, var sagt þegar í frum- kristninni. Vér sigrum með dauða vorum. Framar ber að hlýða Guði en mönnum. Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er og Guði það, sem Guðs er. Kristinn maður á heimkynni sín í báðum þessum rvoldugu ríkjum. En kðtni þaö 'fyrir, að ágreiningur rísi milli þeirra, þá veit hann strax, við hvort þeirra hann hefir meiri skyldur.” Ekki er bersöglin eða sann- leiksástin minni í slíkum orðum sem þessum úr ræðunni “Boð- berar sannleikans”: “Þeir menn eru til, sem halda, að hægt sé að pækilsalta sann- leikann. Menn geta súrsað hann, halda þeir, geymt hann í tunnu, og gripið síðan til hans eftir hentugleikum. Þeim skjátlast. Það er ekki hægt að leggja sannleikann í salt. Hann er ekki til öðruvísi en lif- andi. Og það á að nota hann á sömu stundu og hann segir til sín. Sé það ekki 'gert, deyr hann og rotnar og reynist skaðsam- legur innan skamms. Því hættu- legust allra lyga er dauður sann- leikur.” 1 ræðunni “Kristur og Dan- mörk,” sem flutt var á nýárs- dag 1943, ryðst frelsisást Kaj Munk og hetjuhugur hans fram eins og elfur í leysingu, og hann ■eggjar þjóð sína lögeggjan til dáða í þágu frelsisins með orð- um sem þessum: “Leið oss, kross í fána vorum, leið oss til samskonar baráttu og hinn hlekkjaði Noregur og hið blæðandi Finnland berst í hinu norræna stríði gegn þeirri hugs- un, sem er gagnstæð öllum huga vorum, leið gömlu Danmörku fram til hins nýja anda hennar. Dannebrog skal ekki verða frjáls fáni að nýju af annara dáð og annara heitum. Því að frelsi vort gefur enginn nema Guð, og hann gefur það engum nema þeim, sem veit, hver skuldbinding fylgir þeirri gjöf. Leið oss, kross í fána vorum, fram til einingar við hina krossfánana. Endur- heimtur heiður og endurheimt frelsi gömlu Danmerkur meðal yngdra, norrænna þjóða, — sú sýn skal ljóma iyrir oss á þess- um nýársdegi. Vér, sem eygjum þá sýn, vér viljum leggja sjálfa oss í veð fyrir hana. Vér heitum því, að vér ætlum það. Guð heyri þann eið vorn og segi sjálfur sitt amen.” Kaj Munk helgaði trú sinni, hugsjónum sínum og þjóð sinni krafta sína og æfistarf. Hann gerði enn meira: — hann fórnaði þeim lífinu sjálfu, því að eins og alkunnugt er, var hann myrtur af nazistum á svívirðilegan hátt 4. janúar 1944. En orð hans og andi lifa, eigi aðeins með þjóó hans og kirkju, heldur miklu víðar um lönd. Enn að nýju hefir það sannast, að blóð píslarvott- anna verður trúnni og hugsjón- um frelsis og réttlætis sterkasta aflið til aukinna áhrifa og út- breiðslu. íslenzkar bókmentir trúarlegs efnis hafa stórum auðgast við þýðinguna á þessum sögulegu og áhrifamiklu ræðum, sem er prýðilega af hendi leyst, og á séra Sigurbjörn Einarsson þar mestan hlut að máli, því að hann íslenzkaði þær allar að einni und- anskilinni, eins og fyr greinir. Nokkur orð frá Nýja íslandi 1 norðurhluta Nýja Islands eru fjögur kvenfélög, sem tilheyra Bandalagi Lúterskra Kvenna. Þann 7. nóv. mættust á fundi 1 Árborg fulltrúar frá þessum fé- lögum til að ræða um hinar fyr- irhuguðu sumarbúðir Bandalags- ins og hvern þátt þessi félög væru fús til að taka í peninga- legum kostnaði við þær bygg- ingar, sem þar yrði nauðsyniegt að hafa. Var þar minst þess að land- blettur sá, er Bandalagið hefir keypt fyrir sumarbúðir sínar, er hluti af bújörð þeirri, er nefnd hefir verið Kjalvík frá land-' námstíð og sem var fyrsta heim- ilisréttarland, sem tekið var af íslending í Nýja íslandi. í norðr austur frá þessum stað um lVz til 2 mílur er Willow-tanginn þar sem fyrsti íslenzki ’-sr.fly tjenda- hópurinn lenti. Með þetta í huga og eftir ítar- legar umræður var ákveðið að þessi fjögur kvenfélög með hjálp frá öðrum óháðum kvenfélögum og velviljuðum einstaklingum mynduðu peningasjóð, sem not- aður skyldi til að borga eina byggingu sumarbúðanna, yrði sú bygging tileinkuð minningu þeirra manna og kvenna, sem hér bygðu fyrst land. Sjóður þessi skyldi nefnast “Blómsveiga- sjóður íslenzka landnemans.” Það væri líkt og lagt væri blóm á leiði látins vinar að styrkja þennan sjóð. Við erum þess því fullvissar, að margur muni unna þessu málefni og leggja eitthvað í þennan sveig minninganna til verðugs heiðurs landnemum Nýja Islands. Kvittað verður fyrir allar gjafir í blöðunum og geymd verða í bók öll nöfn gefenda og þeirra, sem gefið er í minningu um. Konur þær, sem veita móttöku gjöfum í “blómsveigasjóðinn eru: Mrs. G. A. Erlendson og Mrs. M. M. Jónasson, Árborg; Mrs. H. Halldórsson og Mrs. S. Ólafsson, Riverton; Mr. K. Sig- urdson og Mrs. J. Skúlason, Geysir; Mrs. Anna Austman, Víðir. Nú þegar hefir verið farið á stað með all-myndarlegar gjafir og fylgja hér nöfn þeirra er gefið hafa: 1 minningu um Sigurð Frið- finnsson og Kristrúnu Péturs- dóttur, $100.00, gefið af sonum þeirra og tengdadætrum, Friðrik og Valgerði, Friðfinni, Kristjóni og Indíönu, Kristmundi og Jak- obínu, í Geysir. Guðrún Sveinsson, Víðir, $5.00 í minningu um eiginmann henn- ar Þorleif Sveinsson. United Farm Women of Fram- nes, $10.00. Kvenfélagið Freyja, Geysir, $40.00. Kvenfél,. ísafold, Víðir, $50.00. Alls nú meðtekið, $205.00. Anna Austman. Or ritdómum Prof. Watson Kirkconnell um bækur Þ. Þ. Þorsteinssonar, er fjalla um landnám íslendinga vestan hafs, verða hér tilfærðar nokkrar línur á frummálinu, sem standa í New-Canadian Letters, 1938 og 1943, — köflum, ^em Dr. Kirkconnell ritar í The University of Toronto Quarterly iLetters in Canada). í sambandi við Vestmenn og Æfintýrið standa þessar línur: “. . . the chief resent historian of this group is Th. Th. Thor- steinsson, with two stout vol- umes: Vestmenn, dealing with the record of the Icelanders in North America, and Æjintýrid frá íslandi til Brasilíu, tracing m detail the development of an . . . Icelandic colony in Brazil as the result of migrations in 1863 and 1873. Mr. Thorsteinsson bids fair to become the official nistorian of the Icelandic Dia- spora”. (Vol. VIII, No. 4, July, 1939, Page 490—491). Um Sögu Isl. í Vh. ritar Wat- son Kirkconnell: “Thorsteinn Th. Thorsteinsson, of Winnjpeg, has issued a further volume of his monumental Saga íslendinga í Vesturheimi, a large- scale history of the Icelandic migrations to the Americas and of their settlements there. The first volume, issued in 1940, was largely introductory in character. The second volume now deals with the pioneer experience of certain specific settlements, in Utah, Brazil, Rosseau (Ontario), Milwaukee, and Markland (Nova Scotia). This very important undertaking by Mr. Thorsteins- son is on a larger scale than any- thing yet attempted by any of the other New-Canadian com- munities; and its style and com- petence are worthy of its author, who is a prominent poet (“frá- bært skáld”) as ^vell as an historian . -*■ (Vol. XIII, No. 4, July, 1944. Page 460). Undrin á Eiliheimilinu (Frh. af bls. 3) saman hérna inni í borðstofunni á Elliheimilinu. Það var rétt fyrir stríðið og hann birtist okk- ur í skýi. “Urðuð þér svo einkis varir þar til þér urðuð heilir?” — Ekki beinlínis. En nóttina eftir að eg sá frelsarann við rúm- stokkinn, dreymdi mig að eg var á gangi á sléttum flötum í um- hverfi, er eg þekkti ekki. Eg fann og sá að eg" hélt á lampa í hendi, eg kveikti á lampanum og ljósið snéri fram og lýsti upp umhverfið. Draumurinn var svo skýr og svo undarlegur, að mér fannst hann hljóta að boða ein- hver tíðindi. “En hvernig skeði svo sjálfur atburðurinn þegar þér urðuð heilbrigður?” — Það var á sunnudegi, 7. okt. s.l. Um morguninn gekk eg til altaris í Elliheimilinu, en um daginn hlýddi eg á útvarpsmessu hjá síra Árna Sigurðsyni úr herberginu mínu, og á meðan eg hlýddi á messuna, þar sem m.a. var talað um kraftaverk Jesú á sjúkum og lömuðum, fékk eg allt í einu máttinn aftur og það rétt- ist samtímis úr fingrunum. Síð- an hefi eg verið heill, eg nýt svefns eins og barn og eg væri til í aflraunir og áflog ef lækn- arnir bönnuðu mér það ekki eins og stendur; En eg bíð nú átekta hvað það snertir. “Vitið þér nokkra skýringu á þessu fyrirbæri?” — Læknarnir vita hana ekki, en eg veit hana. Þetta er ráð- stöfun æðri máttarvalda til að viðhalda trúhneigð fólks. Fólkið er að missa trúna, og það trúir ekki nema kraftaverk gerist. Og nú hefir það gerzt. Vísir, 7. nóv.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.