Lögberg - 27.12.1945, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. DESEMBER, 1945
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Avenue, Mrs. F.
Thordarson, 996 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
*
Frú Sigríður Arnason, sem
dvalið hefir undanfarandi að
Oak Point, er nú flutt til borgar-
innar, og er heimili hennar að
676 Banning Street. Sími 73 309.
Þetta eru þeir beðnir að festa í
minni, er þurfa að heimsækja
hana eða eiga við hana bréfa-
skifti.
+
Miss Margaret Lifman, dóttir
. þeirra Mr. og Mrs. B. J. Lifman
í Arborg, lagði af stað á þriðju-
dagskvöldið í fyrri viku áleiðis
til St. Johns, Newfoundland, til
þess að giftast Mr. James A.
Miller, sem búsettur er í þeirri
borg.
+
Mr. Kristinn Eyjólfsson frá
Kandahar, er nýlega kominn til
veturvistar hér í borginni.
+
Mrs. Jóhanna Benson, 75 ára
að aldri, andaðist þann 14. þ. m.
að heimili Bjarna Árnasonar í
Selkirk, Man. Hún var skagfirzk
að ætt, merk kona og vel gefin.
Áður fyr átti hún um langa hríð
heimili í Calgary, Alta., en síðar
í Vancouver, B.C. Hér í bæ átti
hún heimili hátt á annað ár.
Hennar mun verða minst nánar
síðar. S. Ó.
*
Afmælisfagnaður stúknanna
Heklu og Skuldar, I.O.G.T. verð-
ur haldinn mánudagskvöldið 7.
janúar n.k. Allir G. T. og bind-
indisvinir velkomnir.
TEKJ$MFGÁ‘NGUR
HITAVEITUNNAR
í reikningum Reykjavíkur-
bæjar, sem lágu fyrir síðasta
bæjarstjórnarfundi til samþykt-
ar, er gerð grein fyrir fjárhags-
útkomu Hitaveitunnar fyrsta
rekstursár hennar. En Hiitaveit-
an var tekin til starfa að nokkru
leyti fyrir nýár 1944.
Ekki er hægt að segja með
fullri vissu, hver stofnkostnað-
ur hennar var orðinn 31. des.
1944, vegna þess að nokkrir
stofnkostnaðarliðir eru ekki
gerðir upp að fullu ennþá. Staf-
ar sá dráttur m. a. af þeim trufl-
unum, sem urðu á framkvæmd
verksins, er efnivörurnar tept-
ust í Danmörku, sem aldrei kom-
ust hingað.
Greiddur stofnkostnaður í árs-
lok 1944 var orðinn alls kr. 33,-
105,000. En þar frá dragast
heimæðagjöld, sem húseigendur
greiða, kr. 4,590,000. Svo að
stofnkostnaður var á reikning-
um kr. 28,515,000, en “verður
ekki yfir 29 milj. pr. 31. des.
1944,” segir í greinargerð borg-
arritara við Hitaveitureikning-
inn.
Samkvæmt rekstrarreikningi
hafa tekjur Hitaveitunnar árið
1944 orðið kr. 5,136,522. Rekstr-
arkostnaður var kr. 938,000, vext-
ir af lánum kr. 1,182,000; sam-
tals kr. 2,120,000. Svo tekjuaf-
gangurinn var kr. 3,016,000. Af
stofnkostnaðarlánum vegna
Reykjaveitunnar voru greiddar
afborganir kr. 1,547,000.
Á árinu 1945 bætist við stofn-
kostnaðurinn, byggingarkostn-
aður vatnsgeyma á öskjuhlíð.
En ef rekstrarútkoman verður
svipuð árið 1945 eins og árið
1944, þá ætti að vera hægt að
afskrifa stofnkostnað Hitaveit-
unnar þessi tvö fyrstu starfsár
hennar svo, að stofnkostnaður-
inn, sem standa þarf straum af
í árslok 1945, verði ekki yfir 24
miljónir króna.
—(Mbl. 3. nóv.).
Messuboð
^yrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur.
Nýárið í Fyrstu lútersku
kirkju
Sunnudaginn 30. des.:
Hátíðaguðsþjónusta á ensku
kl. 11. “Star of Hope”, Pageant
eldri deilda sunnudagaskólans
kl. 7 e. h.
Nýársdag, kl. 11:
Hátíðaguðsþjónusta á íslenzku
með aðstoð eldra söngflokks-
ins.
RÁÐHERRAFUNDURINN
Þótt fátt eitt sé sagt um utan-
ríkisráðherrafundinn í Moskva
fram að þessu, þá bendir þó eitt
og annað til þess, að samkomu-
lagið um öll meginmál megi
teljast sæmilegt. Stalin hafði
þrímenningana í boði.
GAMAN 0G
A L V A R A
Töframaður einn lék list sína
af mikilli snilli. Hann m. a. lét
stúlku hverfa á yfirnáttúrulegan
hátt, en í stað hennar koma tvær
kanínur. Hann bókstaflega
breytti stúíkunrii í kanínur að
eigin sögn.
Á meðal áhorfenda var Skoti
nokkur. Hann varð sérstaklega
hrifinn af þessu og kom að máli
við galdramanninn á eftir, hvort
hann gæti breytt hvaða kven-
manni sem væri í kanínur.
Töframaðurinn kvað engin tor-
merki á því.
—Kommni minni líka? spurði
Skotinn.
—Já, svaraði töframaðurinn, en
viljið þér endilega losna við kon-
una yðar?
— Nei, ekki beint, sagði Skot-
inn, en eg lánaði bróður hennar
einu sinni tvær kanínur. — 1
hvert skifti, sem eg rukka hann
um þær, segir hann að systir
sín eigi að borga þær, þar sem
hún skuldi sér andvirði þeirra
frá gamalli tíð. Og sko, mig
langar gjarnan itil þess að fara
að fá þessar kanínur borgaðar.”
* * *
Maður nokkur átti í skilnaðar-
máli við kellu sína. Úrskurður
dómarans var á þessa leið:
— Að ahuguðu máli hefi eg
ákveðið að dæma konu yðar 100
krónu lífeyri á viku.
Mynd þessi er af Sir Charles
Darwin, sem er mestur atóm-
sprengju sérfræðingur Breta;
hann á heima í hænum Ted-
dington á Englandi, og veitir
þar f o r u s t u heimsfrægri
efnavísindastofnun.
—Þér hafið altaf verið sérstak-
lega elskulegur í minn garð,
herra dómari, hrópaði maðurinn
himinlifandi, svo getur vel verið
að eg láti hana hafa nokkrar
krónur svona af og til.
* * *
Kennarinn: — Hvað er evði-
mörk, Tómas?
Tommi: — Eyðimörk er stað-
ur, þar sem enginn gróður vex.
Kennarinn: — Alveg rétt. —r
Geturðu nefnt mér dæmi?
Tommi (eftir nokkra umhugs-
un): — Höfuðið á honum pabba.
* * *
Frúin: — Eruð þér ekki mað-
urinn, sem var hér fyrir 10 mín-
útum síðan?
Betlarinn: — Jú, þér sögðuð
að þér mynduð gefa mér bita,
þegar eg kæmi næst.
ÍSLENDINGUR BYGGIR
FYRSTU “KLINIKINA”
í WINNIPEGBORG
(Framh. af bls. 4)
Dr. Brandson er fæddur hér
heima?
— Já, hann er ættaður úr Dala-
sýslu en fluttist vestur aðeins
þriggja ára með foreldrum sínum
og ólst upp hjá þeim í N.-Dakota.
Að loknu læknanámi fór hann
til Vínarborgar til framhalds-
náms í skurðlækningum og árið
1910 hóf hann læknisstörf í Win-
nipeg. Hann varð fljótlega pró-
fessor við háskólann og yfirmað
ur læknadeildarinnar um margra
ára skeið, enda var hann ágætur
kennari og margar sögur eru til
um afrek hans sem skurðlæknir.
Ennfremur tók hann mjög á-
kveðinn þátt í félagsmálum
Vestur-lslendinga, t. d. í hinu
lúterska kirkjufélagi og var for-
seti þess meðan hann lifði. Merki-
legasta starf hans í þágu félags-
mála Vestur-íslendinga mun þó
vera stofnun hvíldarheimilis fyr-
ir aldrað fólk að Gimli við Win-
nipegygtn, en hann var pðnL^,
forvígismaður þess og læknír
meðan hann lifði. Þar eiga um
60 “sólsetursbörn,” eins og dr.
Brandson nefndi aldraða fólkið,
ánægjulegt ævikvöld í æfintýra-
bjarma minninga frá gamla
landinu.
Var dr. Brandson orðinn gam-
all maður þegar hann dó?
— Hann var aðeins tæplega
sjötugur, en hafði ofboðið sér
með erfiðri vinnu í mörg undan-
farin ár. Stjórn íslands bauð
þeim hjónum heim á stríðsárun-
um og eg veit að hann vonaði
að geta komið heim að stríðinu
loknu. Síðast kom hann heim
1930 og var þá gerður heiðurs-
IT
doktor við Háskóla íslands.
íslendingar eru í góðu áliti 1
Kanada?
— Já, þeir eru vel virtir, enda
hefir íslenzki kynstofninn lagt
til marga hæfileikamenn á und-
anförnum áratugum. Til viðbót-
ar hinum tveim frægu læknum,
sem eg hefi getið, má nefna þá
ráðherrana Tómas Johnson,
fyrsta íslenzka ráðherrann vest-
an hafs, og Jósep Thorson ráð-
herra nú á stríðsárunum; Hjálm-
ar Bergmann forseta hæztaréttar
Manitoba og forseta háskóla-
ráðs, séra Röngvald Pétursson
mikinn fræðimann og lengi for-
seta Unitariska kirkjufélagsins
og Þjóðræknisfélagsins. Hann
lézt fyrir aðeins fáum árum.
Svona mætti l'engi telja, skáld,
rithöfunda og ýmsa atorkumenn,
en það yrði of langt mál. Mæt-
ur maður hefir látið svo mælt,
að íslenzki kynstofninn hafi lagt
til hlutfallslega fleiri atorku-
menn á sviði opinberra mála í
Kanada en nokkur annar.
Ferðuðust þið mikið um
Kanada og Bandaríkin?
— Já, við ferðuðumst bæði til
Austur- og Vestur-Kanada og
tvisvar til Bandaríkjanna. Á
þessum ferðalögum kom eg m. a.
The Swan Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER SXRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone ZZ 641
r Beauty Saien
Nijtízku
snyrtistofa
Allar tegrundir
af Permanents
tslenzka töluð á st.
257 Kennedy St.
sunnan Portage
Slmi 92 716
S. H. J0HNS0N, eiearid'
2 T0 3 DAY SERVICE
MOST
SUITS-COATS
DRESSES
“CELLOTONE” CLEANED
72c
CASH AND CARRY
FOR DRIVER PHONE 37 2*1
PERTH’S
til Rochester í Minnesota, en þar
er Mayo-stofnunin, ein stærsta
og fullkomnasta heilsuvemdun-
arstöð í heimi. Dvaldi eg þar um
tíma og kynti mér stofmmina.
Þar er nú starfandi m. a. læknir-
inn Kristján Jónasson, Kristjáns-
sonar læknis. Hefir hann dval-
ið þar alllengi ásamt konu sinni.
Ennfremur þeir Stefán Ólafsson
Þorsteinssonar læknis og Hannes
Þórarinsson Kristjánssonar
hafnarstjóra.
Síðasta tímann voruð þér í
New York?
— Já, við New York spítalann,
sem er geysistór stofnun og
kensluspítali Cornell háskólans
og rúmar hátt á annað þúsund
sjúklinga. Eg vann þar frá síð-
ustu áramótum og kynti mér
eingöngu nýrna- og þvagfæra-
sjúkdóma, en Bandaríkjamenn
standa mjög framarlega í þeim
greinum, segir Eggert að lokum.
—(Vísir 15. nóv.)
888 SARGENT AVE.,
Hjá EATON’S
ÞRJÁR DEILDIR SEM HRIFA
HUGI ÞEIRRA SEM KAUPA
GJAFIR
(1) Á öðru gólfi, gjafadeildin
Mismunandi gjafir á lágu verði.
Ein af vinsælustu söludeildum, um hátíðir.
(2) Á þriðjd gólfi, Jóla Bazaar
Þar er hægt að finna viðeigandi,
ódýrar hátíðagjafir handa vin-
um á ýmsum aldri. Mismun-
andi verð.
(3) Gjafadeildin, á þriðja gólfi
Þar er staðurinn sem þú getur valið úr hlutunum,
ef þér er ant um að gjöfin beri vott um smekkvísi
og persónuleika gefandans.
<T. EATON C<J-™
Utsala íslenzku blaðanna
Umboðsmaður okkar á íslandi er Bjöm Guðmundsson,
Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á
blöðunum og greiðslum fyrir þau.
LÖGBERG og HEIMSKRINGLA
THE IDEAL GIFT
ICELAND'S THOUSAND YEARS
A series of popular lectures on the History
and Literature of Iceland.
172 pages — 24 illustrations .Price $1.50
Send Orders to:
MRS. H. F. DANIELSON,
869 Garfield St., Winnipeg, Canada.
All Gift Orders Sent Promptly, With Gift Cards
No. 22 — CANADIAN WAR PENSIONS
The basic principle recognized by Parliament in awarding
disability pensions payable on account of a disability related to
service is that it is money owed by the state to ex-servicemen or
ex-service women because of their service disablement. A dis-
ability pension is not awarded for length of service or even for
wounds. It is awarded for the loss or lessening of normal abilities.
The amount of pension payable is not fixed by the Pension Com-
mission. It merely determines the percentage of disability that a
man or woman has suffered; the amount of pension payable is
governed by the provisions of the Pension Act. Disabilities for
pension purposes are assessed on a percentage scale and in accord-
ance with the degree of service disablement found on medical
examination.
With regard to the present war, pension may be paid for
disability or death resulting from injury or disease, or the
aggravation theréuf, which is attributed to or i/ieurred during
military service, except that, when such service has been wholly
rendered in Canada, pension may be awarded only if the injury
or disease, or aggravation thereof, resulting in disability or death
arose out of or was directly connected with military service.
This space contribuf ed by
THE DREWRYS LIMITED
MD 145
VERZLUNARMENNTUN
Hin mikla nýsköpun, sem viðreisnarstarfið út-
heimtír á vettvangi iðju og framitaks, krefst hinnar
fullkomnustu sérmenntunar sem völ er á; slíka mennt-
un veita verzliunarskólarnir.
Það getur orðið ungu fólki til verulegra hags-
muna, að spyrjast fyrir hjá oss, munnlega eða bréf-
lega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla
borgarinnar.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
TORONTO A N D SARGENT, WINNIPEG
The Fuel Situation
Owing to shortage of miners, strikes, etc., certain brands
of fuel are in short supply. We may not always be able
to give you iust the kind you want, but we have excellent
brands in slock such as Zenilh Coke, Berwind and Glen
Roger Briquetles made from Pocohontas and Anthracite
coal.
We suggest you order your requirements in advance.
McCurdy Supply Co. Ltd.
BUILDERS' SUPPLIES AND COAL
Phones 23 811 — 23 812 1034 Arlington St.