Lögberg - 03.01.1946, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGIJNN 3. JANÚAR, 1946
BERLÍN
Translation of a broadcast from Berlin by Matthew
Halton, CBC European correspondent, carried over
the Trans-Canada network of the Canadian Broad-
casting Corporation, Sunday, Nov. 4th, 1945.
JÓNBJÖRN GÍSLASON þýddi lauslega
IIERLÍN er hin undarlegasta og ógæfusamasta borg í veröldinni.
" Eitt sinn var hún hin ríka og mikilláta höfuðborg Hitlers og
sigursæls Þýzkalands. Nú er brunarúsitum hennar skift upp á
milli Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og Rússlands. Hver
sem sér Berlín nú, trúir ekki sínum eigin augum.
Eg hefi orðið fyrir svo marg
víslegum áhrifum, að mér vefst
tunga um tönn og veit naumast
hvar byrja skal. Eg kom síðast
til Berlínar 9. maí, til þess að
vera viðstaddur hina skilyrðis
lausu uppgjöf þýzku herjanna
Borgin var hræðileg og ógleym
anleg sjón. Eldar brunnu hér og
þar, sem leifar og eftirmáli þess
voðalega heljarleiks er að lok
um dvínaði og dó út yfir dauð
um líkama Adolf Hitlers. Slæða
ryks og reyks hvíldi eins og
mara yfir öllu dauðu og lifandi
Fjórða voldugasta borg heims
ins var jöfnuð við jörðu. Strætin
næstum ófær yfirferðar nema
þar sem vélar höfðu jafnað
verstu torfærurnar. Fá hundruð
manna voru sjáanlegir og voru
líkari fuglahræðum en mensk
um mönnum — vofur á reiki
ríki dauðans. Eg sneri mér und
an.
“Þessi borg mun aldrei rísa úr
rústum framar,” sögðum vér
Borgarrústir hins yzta svarta
myrkurs.
Nú í dag er mótsetningin mikil
Munið efitr að Berlín var eyði
lögð. Fjórar af hverjum fimm
byggingum í hjanta borgarinn
ar eru gjörsamlega horfnar fyr
ir eldi og sprengjum; þúsundir
annara hafa hlotið sömu afdrif.
svo óvíða standa nema naktir
veggir.
Tuttugu og fimm ferhyrnings-
mílur í höfuðpörtum borgarinn-
ar, eru dökkar rjúkandi bruna
rústir.
Munurinn er töluverður
Strætin hafa verið hreinsuð
neðanjarðarjárnbrautir og nokk-
uð af strætisvögnum eru starf-
andi. Rafmagn er til nota og
einnig vatn, þó það sé óhæft til
drykkjar. Það sem mestu varðar
er að borgin er að lifna að nýju;
fólkið er að koma úr neðanjarð-
ar híbýlunum, út og upp í dags
ljósið.
Þúsundir enskra, amerískra,
franskra og rússneskra her
manna blandast tugum þúsunda
Þjóðverja á strætunum. Búðir
eru opnar, þó hér um bil ekkert
sé til að selja. Skólar eru opnir,
þó börnin verði að fara þangað
matarlaus. Kirkjurnar eru einn-
ig opnar; það er jafnvel hægt að
fara í sönghöllina. Hér eru bjór-
kjallarar og næturklúbbar, þar
sem hermenn drekka og dansa
við þýzku stúlkurnar. Sumar
þeirra eru vel búnar.
Berlín, er var svo gjörsamlega
eyðilögð, er að lifna að nýju, og
fyrir þá einu ástæðu að maður-
inn er svo seig og þrálát skepna,
að hann getur farið gegnum
sjálft helvíti og gengið að sinni
vanalegu iðju að því loknu, eins
og ekkert hafi í skorist.
Berlín er lifnuð að nýju — en
hvílíkt líf. Að sumu leyfi er hún
enn myrkursins og næturinnar
borg.
Látum oss taka ökutúr gegn-
um Berlín. Eins og þér þegar
vitið, er borginni skift í fjórar
deildir: enska, ameríska, franska
og rússneska. Enska deildin er í
hinum fyrrum auðuga og fagra
vestur parti borgarinnar; þar
voru einhver hin fegurstu stræti
í víðri veröld.
Þegar vér höfum farið þetta
stræti til enda og sjáum Unter
den Linden, komum vér auga á
rússneska verkamenn, við bygg-
ingu minnisvarða. Þarna í hjarta
borgarinnar eru þeir að reisa
myndastyttu af Stalin, til virð-
ingar við hertöku borgarinnar af
hendi Rússa.
Nokkur hundruð rnetra þaðan
er annar minnisvarði er Þjóð
verjar bygðu forðum itil merkis
um sigurinn yfir Frökkum 1870
fáni blaktir frá toppi varðans, en
það er fáni Frakklands. Eg
stansaði augnablik og virti fyrir
mér þessi tvö minnismerki
Munu þjóðirnar aldrei þroskast
svo, að þær hætti að reisa vopn
uðum sigurvinningum heiðurs
merki og minnisvarða?
Hér erum vér á tímabili atóm
sprengjunnar, og veifum þó fán
um og byggjum enn minnisvarða
Litlu lengra er Brandenburg
Gate — hjarta Berlínar — þar
sjáum vér svohljóðandi áletr
anir, ætlaðar Þjóðverjum til
lesturs: “Styrkur rauða hersins
stafar af ókunnugleika hans
þjóðernishatri. Hann sigrar af
því hann hatar fascismann, en
ekki alþýðuna.” Á öðrum stað
er skrifað: “Vér hötum ekki
þýzku alþýðuna. Hitlerar koma
og fara, en alþýðan lifir, sagði
Stalin.”
Vér lesum þessar áletranir og
störum töfraðir á rússnesku her-
mennina; þessa menn, er háðu
hinar voðalegu og blóðugu orust
ur, alla leið frá Stalingrad, inn
hjarta Berlínar, þar sem átökin
enduðu á hinum tryltu og ham
römmu tónum Wagners. Hundr-
uð þeirra blandast saman við
þýzka borgara í Tiergarten
Tveir rússneskir foringjar eru
að taka myndir af vinstúlkum
sínum. Enskur hermaður geng
irr fram hjá og leiðir stúlku
Nokkrir Ameríkumenn eru einn
ig á ferð með sínar vinkonur
Frakkar eru og þar, með svaríar
húfur.
Rússar, Bretar og Bandaríkja-
menn eru eins og vinir á stræt-
um Berlínar; um það dreymdi
oss á hinum dimmu dögum
stríðsins, en það minnir mig
hluti sem gjöra mér órótt í sinni.
Eg vildi að eg gæti sagt eitt
hvað á þessö leið: Það er dá
samlegt að sjá sambandsher-
menn að austan og vestan, eins
og bræður á strætum Berlínar,
hlæjandi og talandi saman,
úyggjandi félagsskapinn í ný-
unnum sigurvinningum.” En ef
eg segðksvo, segði eg ekki sann-
leikann — því miður.
Bretar og Ameríkumenn ann
arsvegar og Rússar hinumegin,
hafa mjög lítið saman að sælda;
aðalástæðan er torveldleiki
tungumálanna, en þar kemur
fleira til greina. Hin sorglega
staðreynd er sú, að lítill félags-
skapur eða vinátta er ríkjandi
milli þessara miklu þjóða, er
unnu stríðið í félagi. En slíkt er
of umfangsmikið umræðuefni í
Detta sinn.
Látum oss halda áfram ferð-
mni gegnum Berlín. Á vinstri
iilið er ríkisdagsbyggingin
rústum. Goering lét kveikja þar
elda árið 1933 og veitti þar með
Hitler gerfiástæðu itil að afmá
commúnistana. Nú eru komm-
únistar sigurvegarar Berlínar.
Hinumegin strætisins er hús
Goerings, þar sem eg heimsótti
lann eitt sinn fyrir 12 árum síð-
an. Við það tækifæri sagði hann
við mig: “Með 20,000 flugvélum
skal eg vinna allan heiminn.”
Nú er hann í fangelsi sakaður um
samsæri gegn mannkyninu.
Sigurmerkið yfir Branden-
aorgar-hliðinu hefir verið
sprengt í burtu, þar er svohljóð-
andi auglýsing: “Hér eru landa-
mæri Breta og Rússa.” Vér
göngum gegnum hliðið og inn í
Unter den Linden og erum þá að
vissu leyti komnir inn í Rúss-
land. Rússar leyfa oss ekki inn
í þann part Þýzkalands, sem er
undir þeirra stjórn, en inni í
Berlín er öðru máli að gegna,
hér getum vér séð ofurlítið bak
við stáltjöldin.
Til vinstri handar er brezki
sendiherrabústaðurinn, þar
bjuggu stjórnmálamenn er neit-
uðu að sjá og viðurkenna þær
ógnir er Hitlerisminn boðaði.
Á hægri hlið er Adlon hótelið,
þar stóð eg á svölunum daginn
sem Hitler komst til valda og sá
hina ungu brúnklæddu stiga-
menn ganga niður strætið í blys-
farar skrúðfylkingu.
*Vér heyrum hófatak, lítum
upp og sjáum rússneska fylgd-
arsveit. Vér undrumst og stör-
um. Þarna eru tuittugu hest-
vagnar, hlaðnir af heyi og órök-
uðum hermönnum. Kýr eru
bundnar við hvern vagn. Vér
'erum sem steini lostnir — þetta
er rauði herinn í hestvögnum.
Rauði herinn kom alla leið frá
Stalingrad, yfir úthöf blóðs og
tára, gegnum hörmungar og
þjáningar sem vér getum aldrei
áttað oss á né skilið. Hvernig
gátu þeir fluitt 8,000,000 manna
her gegn hinum voðalega þýzka
her á þennan máta. Hvílíkt hug
rekki og einbeittni, hvílíkt
kraftaverk.
Ef vér snúum nú inn Wilhelm-
strasse, komum vér að rústum
kanslarabyggingar Hitlers. Þar
eru Rússar, Bretar og Ameríku-
menn alstaðar að sjá sig um og
taka ljósmyndir. Þessi skraut-
lega höll var skrifstofur hans og
lestrarsalir; hér er svefnher-
bergið, hér er einkaskemtigarð
ur og hér er sprengjuhæli. Vér
göngum niður í steinsteypuher
bergið, þar sem hann og Eva
Braun sátu saman og frömdu
sjálfsmorð 29. apríl. Hvílík
glæpasjónleiks endalykt! í sam
anburði við það er niðurlags-
þáttur Hamlets, saklaust barna-
æfintýri.
Hér í þessum ógeðslega stein-
steypukassa, undir steypiregni
rússneskra sprengikúlna, létu
Hitler og Goebbels lífið fyrir
eigin hendi.
Hinumegin götunnar er enska
utanríkis skrifstofan. Nazista-
konur eru þar að vinnu. Vér
sjáum þær grafa í rústunum og
tína upp heila múrsteina, er
ganga frá hendi til handar á sinn
stað. Þær stansa aðeins til að
borða1 bita af brauði. Þær vinna
tíu stundir á dag; sumar þeirra
eru á tréskóm. Áður voru þær
vanar að hrópa: “Foringi! leið
oss, vér fylgjum þér.” Þær
fylgdu honum vissulega og þetta
varð endalyktin — gröftur í hin
um víðáttumiklu rústum Berlín-
ar.
Vér ökum hægt ofan næsta
stræti og sjáum tylft kvenna,
nokkra gamla menn og börn,
umkringja tryllingslegan ungan
mann, sem er að halda ræðu.
Vér stönsum og hlustum.
Þetta er bænasamkoma. “Vér
verðum að finna veginn til
Guðs,” segir hann. “Heimurinn
er nú að borga fyrir afbrot sín.
Vér Þjóðverjar verðum að borga
sérstaklega fyrir vorar syndir.
Vér verðum að endurfinna guð-
spjöllin. Það er von fyrir alla í
Kristi.”
Sumir áheyrendur — andlega
og líkamlega úrvinda fólk — eru
grátandi og hundruð annara í
sama hugarástandi, ganga fram
hjá og drúpa höfði.
Menn safnast saman við bæj-
arráðsskrifstofuna og veita við-
töku hinum smáa matarskamti.
Níu eða tíu menn, konur og börn
safnast að bifreiðinni minni og
biðja um vindlinga. Þetta fólk
er hungrað, en það vantar vindl-
inga; það virðisit vera hrein og
bein vitfirring eftir þeirri vöru.
Hvar sem stansað er í Berlín, í
fimm mínútur eða svo, flokkast
fólk að og biður um vindlinga
til kaups og býður 50 cent fyrir
stykkið.
Allir virðast hafa næga pen-
inga, ástæðan fyrir því er sú, að
ekkert er hægt að kaupa.
íslendingafélagið
í New York
Aðalfundur var haldinn að
Hotel Shelton, þann 1. desember,
að viðstöddum um 160 manns.
Sendiherra Islands í Banda-
ríkjunum, Thor Thors og frú
voru heiðursgestir félagsins.
Sendiherrann flutti mjög
ítarlegt erindi um afstöðu ís-
lands til utanríkismála. Vakiti
ræðan mikla athygli og fékk sér-
staklega góðar undirtektir.
Hin þekta söngkona Islands
frú María Markan, söng einsöng
Var söng hennar fagnað mjög að
vanda og þurfti frúin að syngja
mörg aukalög.
Fröken Agnes Sigurðsson lék
einleik á slaghörpu við mikla
hrifningu hlustenda. Varð hún
einnig að leika mörg aukalög
Fröken Agnes Sigurðsson er af
íslenzkum ættum og talar ís-
lenzku reiprennandi. Hún er
ætituð frá Winnipeg, Canada og
dvelur í New York um stimdar-
sakir við hljómlistanám. Fröken
in hefir nú þegar getið sér frægð
fyrir hljómleika sína.
Kosin var ný stjórn. Fráfar-
andi formaður, Óttarr Möller
baðst undan endurkosningu.
Taldi hann óvíst hve lengi hann
myndi dvelja í New York. Lagði
• Þrjár miljónir manna lifa nú
í Berlín og flestir þeirra eru
hungraðir; margir lifa ekki af
næsta vetur. Matarskamtur fyr-
ir alla er aðeins 1500 calories,
sem er lítið meira en smábrauð
og nokkrar kartöflur.
Hin fjögur stórveldi gjöra
hvað hægt er, til að bæta úr
þessu ástandi, en vöntun flutn-
ingstækja veldur hér mestu um.
Eg spurði enskan fæðutegunda
sérfræðing, hvort útlitið væri
slíkt, að þúsundir mundu deyja
úr hungri næsta vetur. Hann
svaraði: “Ásitandið er ekki von
laust, en það er mjög slæmt.
Óhamingjan er sú, að hungrað
fólk verður auðveldara herfang
ýmsra sjúkdóma. Þeir, sem hafa
næga fæðu, þola vel kulda. Þeir
sem eru heitir þola betur hung-
ur. í Berlín verða flestir bæði
hungraðir og kaldir.
Alstaðar um borgina eru
gamlir menn, gamlar konur og
börn á ferð að safna eldsneyti,
sumir með vagna, í leit eftir
viðarbolum.
Hvar er heimili þessa fólks,
þegar Berlín er eyðilögð? mun
margur spyrja. Flest af því hef-
ir eitthvert skýli yfir höfuð sín.
Jafnvel í byggingum, sem hafa
verið sprengdar upp, er eitthvað
eftir; ef til vill kjallari, eða eitt
eða tvö herbergi sem hægt er að
laga til.
í byggingum, sem ekki hafa
orðið fyrir sprengjum, eru sum-
staðar 15 manns í einu herbergi.
Ástandið verður slæmt þegar
snjóar falla.
Hræðilegast af öllu er að sjá
landflóttafólkið að austan þyrp-
ast inn í borgina. Hér um bil
hálf miljón Þjóðverja hafa verið
reknir frá heimilum sínum í
Austur-Þýzkalandi og Austur-
Prússlandi. Konur, börn og
gamalmenni, streyma enn inn til
borgarinnar; klæðlaust, hungrað
og sjúkt fólk, sumt af því aðeins
hálflifandi; nokkrir falla dauðir
strætunum. Það er voðaleg
sjon.
Jafnvel enn verra er ástand
þýzkra fanga, sem koma að aust-
an í þúsunda tali. Sumir þeirra
hafa farið hundruð mílna með
tuskur einar á fótunum. Þeir
eru haldnir margvíslegum sjúk-
dómum og margir deyjandi; eg
iefi séð hundruð þeirra — óhrein
reköld á strandi mannlífsins,
fremur dýr en menn.
Ef þér sæuð þá, munduð þér
verða yfirkomnir af skelfingu og
meðaumkun.
Þetta eru sýnir, sem ómögulegt
er að lýsa á réttan máta.
Þetta er Matthew Halton að
tala yfir CBC frá Berlín.
Óttarr Möller til að þeir, sem
hér fara á eftir yrðu kosnir:
Formaður, Hannes Kjartansson,
Meðstj.:
Hjálmar Finnsson, Frú Guð-
rún Camp, Grettir Eggertsson,
Guðmundur Árnason.
Tillagan var samþykt með öll-
um greiddum atkvæðum.
Fyrverandi formaður gerði
grein fyrir starfsemi félagsins
undanfarið og fer hér á eftir út-
dráttur úr þeirri greinargerð.
Islendingafélagið var stofnað
árið 1939. Þá bjuggu í New York
um 40 Islendingar. Starfinu var
fyrst hagað þannig að 4-5 kvöld-
vökur voru haldnar árlega.
Fyrirlestrar fluttir og Islending-
ar fengnir til að skemta.
Er hin nýafstaðna heimsstyrj-
öld skall á og utanríkisviðskifti
Islands færðust mestmegnis til
Vesturheims, jókst Islendinga-
bygðin í New York, hröðum
skrefum. Borgin varð miðstöð
verzlunar og menta. Þó fluttist
margt skólafólk til mentastofn-
ana víðsvegar um Bandaríkin.
Telja má að flest íslendinga hafi
dvalið í New York fyrri helm-
ing ársins 1945: eftir beztu heim-
ildum um 500 manns, eru þá
börn talin með.
Þess skal getið að starfssvið
Íslendingafélagsins nær yfir
New York og útborgirnar Brook-
lyn, New Jersey, Bronx o. fl.
Einnig sóttu samkomur félagsins
landar frá fjarlægum borgum
t. d. Boston Philadelphia, New
Haven, Washington og Balti-
more.
I byrjun ársins 1945, tók stjórn
félagsins upp ýmsa nýbreytni í
starfsháttum.
Til að ná sem bezt til hinna
ýmsu dreifðu íslendingabygða
voru stofnaðar deildir innan fé-
lagsins er unnu að íþrótta og
kynningastarfsemi.
Deildir störfuðu í Forest Hills,
Manhattan, New Jersey og
Brooklyn. Milli sumra þessara
Islendingabygða eru 40—60 kíló-
metrar.
Þá starfaði sérstök deild að
kynningarstarfsemi meðal Is-
lendinga í New York er störf-
uðu að verzlun, framleiðslu, iðn-
aði, flutningum og öðrum grein-
um íslenzks viðskiftalífs. 35 til
40 manns mættu að meðaltali
einu sinni á mánuði í hádegis-
verð. Á þessum samkomum var
fluttur fyrirlestur og þeir er ný-
komnir voru frá Islandi fengnir
til að segja fréttir frá Fróni.
Leitast var við að ná í á þessi
borðhöld íslendinga, er gistu
New York um stundarsakir í við-
skiftaerindum. Starfsemi deild-
arinnar var að sjálfsögðu óháð
stjórnmálum og öðrum ágrein-
ingsmálum, enda eingöngu starf-
rækt itil að styðja að auknum
skilningi og kynningu meðal Is-
lendinga er við viðskifti fást.
Nefnd starfaði innan félags-
ins, skipuð sjö íslenzkum kon-
um, til að hlynna að íslenzkum
sjúklingum er kynnu að dvelja á
sjúkrahúsum í New York um
lengri eða skemmri tíma.
Ásamt öðru í viðleitni félagsins
til að kynna ísland var gengist
fyrir kvikmyndasýningu á móti
29. september. Sýnd var kvik-
mynd af íslandi. Einnig var
staðið í bréfaviðskiftum við Is-
lendingafélög víðsvegar um
heim.
Fimm Islendingamót voru
haldin á árinu, þar á meðal eitt
útimót, 17. júní. Á íslendinga-
mótunum mættu að staðaldri um
170 manns. Valdir ræðumenn
fluttu erindi. Islenzkir skemiti-
kraftar skemtu. íslenzkir söngv-
ar sungnir og dans stiginn. öll
>essi mót fóru sérstaklega vel
fram. Mikið félagslyndi ríkti
meðal Islendinga alment.
Gera má ráð fyrir, að fyrirsjá-
anleg gjaldeyrisvandræði og
endurreisn viðskifta við Evrópu
verði þess valdandi að íslend-
ingum fækki í New York. Þá
ekki hvað sízt ber nauðsyn til
að halda við og efla starfsemi
slendingafélagsins. Félagið get-
ur og á að vera þýðingarmikill
liður í tengslum milli voldugasta
og elsta lýðveldis heimsins og
yngsta lýðveldis veraldarinnar.
Ó. M.
TVÆR RÆÐUR
fluttar á aðalfundi íslendingafé-
lagsins í New York, 1. desember,
1945, af Thor Thors sendiherra.
Mr. President,
Ladies and Gentlemen:
Once again the Icelandic
Society in New York is as-
sembled on a festive occasion.
The first of December will al-
ways be a day of dear memories
to every Icelander, because on
that day twenty-seven years ago
Denmark finally and formally
recognized Iceland’s indepen-
dence and promised to proclaim
it to the world. After the founda-
tion of the Republic of Iceland
on June 17th, 1944, that date rose
to ithe unchallenged eminence
of our national day. However,
December lst will never be for-
gotten — and therefore we are
here tonight — remindful and
thankful for our country’s hard
earned sovereignty and freedom.
In Iceland this day is always
celebrated by the students, the
young men að women in whose
hands lies primarily the future
of our country, so far as it lies
in the hands of our own people.
We, in Iceland, never doubted
the outcome of the Great War
and we always believed in the
high ideals for which we were
told it was being fought. We
believed in the heartening and
encouraging promises of the
Atlantic Charter and of the De-
claration of the United Nations.
And ithe glowing vision of peace,
happiness and freedom for all
the nations of the world, large
and small, we shared with the
other nations of the world. Now
peace has come, but not the peace
we were all dreaming of. Today
war still rages in several parts of
the world and thick and threaten-
ing clouds darken the horizon.
But I am not going to dwell up-
on those aspects tonight. We are
here to enjoy ourselves and let
us not forget that there is still
hope for us all. That hope is in
the United Nations Organiza-
tion. We dare not think that it
can fail.
It is always very pleasing to
see so many friends of Iceland —
people who do not understand
Icelandic — but who evidently
understand the Icelanders — see
so many of them assembled as
are here with us tonight. You
make our gathering festive and
more enjoyable.
Iceland and the United States
have now been very closely re-
lated to each other for more than
four years, and our relations
have been most friendly. We
lent you our country to help to
win the war and you assisted us
generously in buying our re-
quirements and by making boats
available to move them to our
country. Let us hope our re-
lationship will always continue
to be sincerely friendly. And I
am convinced that such will our
relations develop if we on both
sides try to avoid such unneces-
sary mistakes as could only lead
to misunderstanding. In this
connection I come to think of
such strange proposals as have
been heard in the United States
Congress, although same is not
at all taken seriously by any
informed or important Congress-
man; that Iceland should re-
nounce its sovereignty and be-
come the 49th State in the United
States. This may sound like a
tempting and generous offer to
some one enitirely ignorant of
the Icelandic nation, her history
and traditions. But to us it is
somewhat similar to a nice strong
fellow’s coming along and pro-
posing a marriage to a lady, who
is already most happily married.
(Frh. á bls. 7)