Lögberg - 03.01.1946, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR, 1946
3
Björn Þorbergsson
1852 — 1945
(Æfiminning)
“Bautasteininn beztan allra
bjó hann sjálfur til.”
Fyrir mörgum árum síðan orti
hinn nýlátni öldungur erfiljóð
eftir einn af vinum sínum, og
samferðamönnum frá landnáms-
árunum; mann, sem hafði verið
Björn Þorbergsson
nágranni hans og vinur í nálega
fjórðung aldar, og sem hann
þekti víst flestum betur. Þar
eru að finna vísuorðin, sem
skráð eru hér að ofan. En það
mun verða dómur flestra kunn-
ugra, að þau ummæli eigi ekki
síður við um sjálfan hann látinn.
Þess er oft getið í æfiminning-
um og öðrum umsögnum um
landnemana íslenzltu, að þeir
hafi flutt lítinn fjárhlut af ætt-
jörðinni, og var Björn sál. víst
engin undantekning í því efni.
Þó verður naumast með sanni
sagt, að hann kæmi allslaus og
örsnauður rtil þessa lands, því
hann hafði þegið að erfðum frá
forfeðrum sínum og formæðrum,
verðmæti, sem sumir telja sér-
hverjum auðæfum dýrmætari.
Verðmæti, er reyndust honum
giftudrjúg í baráttunni við
þrengingar og örðugleika frum-
býlingsáranna. Þeim verðmæt-
nna lýsir skáldið örn Arnarson
fagurlega í kvæðinu ‘“Djúpir eru
íslandsálar.” Þar er svo að orði
komist meðal annars:
Og lengi mun lifa í þeim glæð-
um,
sem landarnir fluttu um sœ.
Þeim íslenzku eðlistkostum
skal aldrei kastað á glæ.”
Og Björn sál. “flutti um sæ”
ýmsa hina beztu íslenzku eðlis-
osti, og kastaði þeim alls ekki
a glæ.
Björn var fæddur á Dúki í Sæ-
-n«arhlíð í Skagafirði 28. marz
• í oreldrar hans voru Þor-
ergur Jónsson og Helga Jóns-
dottir. Bjuggu -þau á Dúki allan
sinn búskap — fuu 40 ár. Var
or ergur hreppstjóri «í sveit
smm í nálega 30 ár. Faðir Þor-
ergs v'ar Jón Oddsson hrepp-
s jori á Dúki, Sveinssonar bónda
a unguhálsi,- Pálssonar prests í
Goðdölum, Sveinssonar prests
p Barði í Fljótum. Kona séra
as í Goðdölum var Þorbjörg
rnadóttir Oddsonar, Eiríksson-
nr’ Oddssonar biskups í Skálholti
1630, Einarssonar prests í
> dölum Sigurðssonar. Móðir
Þorbergs var Þuríður Jónsdóttir
Prests að Hafsteinsstöðum, Jóns
LZ PrCStS hins halta Gunn
NorðSurárdalb°£ura ð^ K°tUm
t' Þuriður var svstir
Jons prests á c . „ "
ívr - Orenjaðarstað
foður Magnusar prests þar. Fað-
ir Helgu konu Þorbergs var Jón
Reykjalm prestur í Fagranesi og
Ríp í Skagafirði, Jónssonar pró-
fasts á Breiðabólstað í Vestur
hópi, Þorvarðarsonar.
Björn ólst upp með foreldrum
sínum til tvítugsaldurs. En árið
1872 dó faðir hans, en móðir hans
bjó áfram á Dúki með börnum
sínum.
Vorið 1881 giftist Björn, og
gekk að eiga frænku sína Helgu
Þorleifsdóittur frá Reykjum á
Reykjaströnd. Voru foreldrar
hennar dugnaðar og atkvæða
hjón. Var Þorleifur lengi hrepp-
stjóri, og í fremstu röð útvegs-
bænda við Skagafjörð. Reistu
þau Björn og Helga bú á Dúki,
en fluttu eftir tvö ár að Fagra-
nesi, og voru þar til 1887. Þá
bar þeim sá sári harmur að
höndum, að missa öll börn sín,
— þrjá efnilega sonu — úr
barnaveiki á tæpum mánaðar-
tíma. Eftir þá eldraun festu þau
ekki yndi í pagranesi og flutt-
ust þaðan til Reykja, til foreldra
Helgu, og ári síðar fluttust þau
með þeim til Sauðárkróks.
Eftir að Björn kom að Reykj-
um, mun hann mest hafa stund-
að sjóróðra, að minsita kosti haust
og vor. Voru þá stundum farnar
veiðifarir til Drangeyjar, sem
liggur undan landi frá Reykjum.
1 einni slíkri ferð komst Björn í
krappan dans. Náði hann og fé-
lagar hans nauðulega landi, eftir
langan barning, þjakaðir og að
fram komnir. Sá, sem þetta rit-
ar, heyrði Björn segja frá því, á
efri árum sínum, að eftir þá
hrakningsferð hefði sér fyrst
flogið vesturför í hug. Ekki svo
mjög vegna þess, að hann ótt-
aðist að glíma við Ægi á opnum
aát við Islands strendur, heldur
íefði sér orðið það áhyggjuefni,
hvað taka mundi við fyrir
skylduliði sínu, ef sín misti við.
Sennilega hefir það verið af
>essum ástæðum, samfara erfiðu
árferði, að árið 1891 flytja þeir
mágar, Þorleifur og Björn Þor-
aergsson, með sifjaliði sínu vest-
ur um haf til Canada. En minnis-
stætt varð þeim Birni einnig
upphaf landnámsins hér. Því á
fyrsta sólarhringnum, sem þau
dvöldu í Winnipeg, andaðist enn
eitt barn þeirra. Á hans löngu
æfi hafði dauðinn svift Björn
konu hans (d. 1925) og 6 börn-
um þeirra. Dóu fimm í æsku,
en ein dóttir, Guðrún að nafni,
fulltíða, í blóma lífsins. Var hún
yngst af börnum Björns og
Helgu. Hún var sett til menta,
og var nokkur ár skólakennari í
Churchbridge og þar í grend,
eða þar til hún giftist Jóhanni
Kristjánssyni. Fluttust þá ungu
hjónin til Winnipeg og þar dó
hún þremur árum seinna.
Af börnum björns eru á lífi:
Þorbergur, starfsmaður hjá
C.P.R. járnbrautarfélaginu í
Winnipeg, ókvæntur, og Sigríð-
ur kona Franklins Gíslasonar í
Bredenbury, Sask. Hjá þeim
dvaldi Björn síðustu æfinárin,
og þar andaðist hann 26. júlí
1945. Naut hann þar hins mesta
ástríkis og varð æfikvöldið bjart
og blítt. Einnig lifa hann tvö
barnabörn. Helga Kristjánsson
og Jón Franklin Björn Gíslason.
Til Þingvallanýlendunnar, sem
varð heimkynni hans í full 50
ár, kom Björn og fólk hans
snemma vors 1892. Settist hann
að nyrzt í nýlendunni; heitir það
Lögbergs-bygð. Þar bjó hann
sex ár, en færði sig þá sunnar,
og tók sér bústað rúmar tvær
mílur norður frá Churchbridge
þorpi. Þar bjó hann 30 ár. Hús
aði hann bæ sinn vel, og varð
heimilið alþekt að risnu og höfð
ingsskap, enda var Björn að
eðlisfari glaðlyndur, hreinskil-
inn og höfðingi heim að sækja.
En kona hans hinn mesti skör-
ungur og honum samhend í hvr
vetna.
Björn varð brátt áhrifamaður
í félagsmálum bygðarinnar. Tók
hann virkan og ákveðinn þátt í
ýmsum málum, sem þá voru efst
á baugi, svo sem kirkju og krist-
indómsmálum, skólamálum
stjórnmálum og samvinnumál-
um. Þó munu kristindómsmálin
jafnan hafa verið honum hjart-
fólgnust allra mála. Innti hann
af hendi margvísleg störf fyrir
söfnuð sinn og kirkjufélag.
Hann var einn af stofnendum
Konkordia safnaðar og skrifari
hans í mörg ár. Einnig var hann
sunnudagaskóla kennari, fulltrúi
safnaðarins á kirkjuþingum o. fl
Auk þess munu presitar og aðrir
forgöngumenn kirkjufélagsins
lúterska jafnan hafa átt vísan
verustað á heimili Björns, án
þess að gjald kæmi Jlyrir frá
prestum eða söfnuði. í skóla-
nefnd Lögbergs skóla átti hann
sæti í 25 ár, og var skrifari og
féhirðir skólans. Hann var um
langt skeið einn af forkólfum
“United Grain Growers” félags-
ins í sínu nágrenni og stjórnaði
verzlun þeirra í Churchbridge í
10 ár. Þá var hann í mörg ár um-
boðsmaður “Farmers’ Mutual
Fire Insurance”, sem er sam-
vinnufélag bænda í Saskatche-
wan.
Ekki mun Björn hafa fengið
mikla mentun í æsku, fremur en
títt var um íslenzka sveitapilta
á hans uppvaxtar árum. En hann
var góðum gáfum gæddur að
náttúrufari, og aflaði sér af eigin
kænleik haldgóðrar mentunar
og fylgdist vel með straumum og
stefnum sinnar tíðar. Enginn
veifiskati var hann í skoðunum,
en vildi jafnan hafa það er hann
áleit sannast og réttast. Björn
var vel hagmæltur og fékkst
talsvert við ljóðagjörð og ljóða-
þýðingar og birtust kvæði eftir
hann við og við bæði í Lögbergi
og Sameiningunni. En hitt mun
þó miklu fleira, sem aldrei hefir
komið fyrir almenningssjónir.
Björn var einn í hópi þeirra
mörgu atkvæðamanna íslenzkra,
sem fluttu vestur um haf á land-
námsárunum og settu svip sinn
og áhrif á nýbygðirnar og ís-
lenzkt mannlíf hér megin hafs-
ins. En það verður hlutverk
yngri kynslóðarinnar, að ákveða
hvort þeim áhrifum skuli hald
ið við lýði, eða fleygt í glatkist-
una.
E. S.
Vlrs. Ingibjörg Árnason
Þann 24. nóv. andaðist að
heimili sínu í Selkirk, Man., Mrs.
Ingibjörg Björnsdóttir Árnason,
eftir langvarandi sjúkdómsstríð
en stutta rúmlegu. Hún var fædd
22. maí 1867, í Selhólum í Fagra-
nessókn í Skagafjarðarsýslu.
Foreldrar hennar voru hjónin
Björn Jónsson og Hildur Guð-
mundsdóttir; ólst hún upp hjá
þeim til tvítugs aldurs, en fór þá
í visit til séra Hallgríms Thor-
laciusar að Ríp í Hegranesi. Þar
giftist húnn 22. maí 1890, Bjarna
Árnasyni frá Kárastöðum í
Hegranesi. Um tveggja ára bil
voru þau á Reynistað í sömu
sýslu, en fluttu þá að Illugastöð-
um í Laxárdal ytri, og bjuggu
þar í sjö ár. Þaðan fluttu þau
til Vesturheims aldamótaárið;
dvöldu þau á Gimli hinn fyrsta
vetur, en fluttu næsta vor til
Selkirk, dvöldu þar í tvö ár, og
voru til heimilis hjá Thorvaldi
Walterson; vann Bjarni maður
Ingibjargar í hans þjónustu að
nokkru leyti. Sumarið 1903 tóku
þau heimilisrétt á landi í Víði-
nesbygð í Nýja íslandi, nefndu
þau landnám sitt Skínanda. Þar
bjuggu þau til ársins 1922, er
þau seldu bújörð sína og fluttu
til Selkirk. Þá keyptu þau hús-
ið 352 á Robinson Ave., og bjuggu
þar ávalt þaðan af.
Þeim Ingibjörgu og Bjarna
varð fimm barna auðið, þriggja
dætra og tveggja sona. Eiitt
barna sinna mistu þau á íslandi,
annað dó á leiðlnni til Vestur-
heims, en þrjú dóu á fyrstu
þrem vikunum, sem þau dvöldu
á Gimli. Eftir að þau settust að
landnámi sínu, ólu þau upp tvær
kjördætur, er urðu þeim itil gleði
og ánægju; þær eru: Inghildur
Ósk, gift C. F. Goodman til heim-
ilis í Seattle, Washington, og
Ingibjörg Helga, gift Ó. P. ís-
feld, Winnipeg Beach.
Mrs. Árnason var rúmra 78 og
6 mánaða að aldri er hún lézt.
Höfðu þau Árnasons hjónin átt
samleið í hjónabandi í 55 ár og
6 mánuði, er það óvenju löng
samfylgd, og í þessu tilfelli á-
nægjuleg og gleðirík til hinztu
stunda fram.
Saga Árnasons hjónanna má
teljast lík sögu margra frum-
byggja, er félitlir komu að heim-
an í efnalegu tilliti. Sumir drætt-
ir í sögu þeirra mega þó ein-
stæðir teljast, svo sem hinn sári
og margítrekaði barnamissir, er
þau urðu að þola, en sú reynsla
mótaði þau bæði æfilangt. páir
munu að fullu skilja hversu slík
eldleg reynsla gengur nærri for-
eldra sálum. En hún, sem burtu
er farin og hinn aldraði eigin-
maður, sem eftir er skilinn, höfðu
mikið lífsþrek að arfi þegið, og
báru æfiraunir sínar eins og
sönnum Íslendingum hæfir. Með
dugnaði og hagsýni og ágætri
samvinnu tókst þeim að verða
efnalega sjálfstæð, jafnan veit-
andi en ekki þurfandi. Þau
studdu íslenzk félagsmál, og þá
sérstaklega kirkju sína, bæði í
Víðinessöfnuði, þar sem þau svo
lengi dvöldu, og einnig hér í
Selkirk, á 23 dvalarárum sínum
hér í bæ;.sýndu þau trygð sína
við málefni safnaðarins á marg-
an hátt: með fjárframlögum og
dygðugri kirkjusókn, þrátt fyrir
elli og þreytu, sem mörgum æfi-
árum og miklu starfi jafnan
fyigja-
Mrs. Árnason var að mínum
skilningi gædd góðum hæfileg-
leikum og óbilandi starfsþreki og
framsóknarhug. Auk þess var
hún kona ljóðelsk, lestrarhneigð
og fræðslugjörn. Manni sínum
var hún stoð og styrkur á allri
samfylgd þeirra, og bar jafnan
byrðar lífsins með honum af
fúsum og glöðum hug, og var
honum góð og sönn eiginkona.
Hún átti kærleiksríka lund, sem
vildi öðrum gott gera og rétti
mörgum hjálparhendi, án þess
að auglýsa það. Hún var kona
trygglynd. Kjördætrum sínum
reyndist hún góð móðir. Fyrir
nærfelt 6 árum síðan varð hún
fyrir miklu áfalli, þótt hún fengi
all-góðan bata eftir langa og
erfiða rúmlegu; mun hún þó vart
hafa á heilli sér tekið þaðan af;
því stuttu síðar tók hún að líða
af sjúkdómi þeim, er leiddi hana
til dauða. Sín löngu veikindi bar
hún með sannri hetjulund, fá-
gætu þreki og stillingu, sem vert
er á að minnast. Hinn aldraði
eiginmaður hennar annaðist um
hana með frábærri nákvæmni og
tærleika í sjúkdómi hennar, og
gerði sitt ítrasta til að létta henni
byrðina, með því að bera hana
með henni.
Business and Professional Cards
Útför Ingibjargar fór fram
þann 29. nóv. frá útfararstofu
Mr. Langrill og frá lútersku
kirkjunni og var fjölmenn. Hinn
aldraði eiginmaður mælti fram
vel valin kveðjuorð í lok at-
hafnarinnar í kirkjunni.
S. Ólafsson.
GAMAN 0G
ALVARA
Einhleypur: — Hvaða mánuði
er bezt að gifta sig í?
Gif tur: —Oktembrúar.
Einhleypur:—Enginn mánuð-
ur heitir það.
Giftur:—Nei, það er nú einmitt
það.
•
Lítill lögfræðingur stóð frammi
fyrir opinberum ákærenda í
rétti, sem vitni. — Ákærandinn
spurði hann að heiti og stöðu og
er hann hafði fengið svarið, sagði
hann:— “Þér lögfræðingur? Eg
gæti stungið yður í vasa minn!”
“Það er ekki ósennilegt,” svar-
aði hinn. En ef þér gerðuð það,
þá munduð þér hafa meiri lög-
fræði í vasanum en þér hafið í
kollinum.”
•
“Svo að þú ert viltur, dreng-
ur minn? Hvers vegna hekkst
þú ekki í pilsunum hennar
mömmu þinnar?”
“Eg núði ekki upp í þau,” sagði
sá litli.
•
Kennarinn: — Mér er ómögu-
legt að skilja, hvernig einn mað
ur getur gert svona margar vill-
ur í stuttum stíl.
Bjössi: — Það gerði hann alls
ekki einn maður. Eg hjálpaði
pabba með hann.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
DR. A. BLONDAL
Physician and Surgeon
602 MF.DICAL ARTS BLDG.
Síml 93 996
Heimili: 108 CHATAWAY
Sfmi 61 023
Talsimi 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfrœöingur i augna, eyrna, nef
og kverka sjúkdómum.
704 McARTHUR BUILDING
Cor. Portage & Main
Stofutími 4.30 — 6.30
Laugardögmn 2 — 4
Dr. S. J. Jóhannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talsimi 30 877
Viðtalstínii 3—5 eftir hádegi
DR. ROBERT BLACK
Scrfræðingur i aupna, eyrna,
nef og hálssjúkdómum.
416 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 93 851
Heimosími 42 154
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
EYOLFSON’S DRUG Office Phone Res Phone
PARK RIVER, N. DAK.t 94 762 72 409
íslcnzknr lyfsali Dr. L. A. Sigurdson
Fólk getur pantað meðul og 116 MEDICAL ARTS BLDG.
annað með pósti. Offiee Hours: 4 p.m.—6 p.m.
Fljót afgreiðsla. and bY appolntment
A. S. B A R D A L Drs. H. R. and H. W.
848 SHERBROOK STREET TWEED
Selur líkkistur og annast um út- Tannlœknar
farir. Allur útbúnaður sá bezti. ! Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og1 legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St.
Heimilis talsími 26 444 PHONE 96 952 WINNIPEG
Haldor Haldorson
b yggin gamcistari
Cor. Broadway and Edmonton
Winnipeg, Canada
Slmi 93 055
DR. J. A. HILLSMAN
Surgeon
308 MEDICAL ARTS BLDG.
Phone 97 329
INSURE your Property with
HOME SECURITIES
Limited
468 MAIN STREET
luco E. Johnson, A.I.I.A. Mgr.
Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone 94 908
Office Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDING
Winnipeg, Canada
Legsteinar, sem skara fram úr.
Úrvals blágrýti og Manitoba
marmari.
Skrifiö eftir veröskrá
Gillis Quarries, Limited
1400 SPRUCE ST. SlJvH 28 893
Winnipeg, Man.
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC LABS.
II. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST„ WINNIPEG
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
PHONE 97 538
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœöingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Slmi 98 291
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla I heildsölu með nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifst.slmi 25 355 Heima 55 462
Blóm stundvlslega afgreidd
THE ROSERY, LTD.
Stofnað 1905
427 PORTAGE AVE„ WINNIPEG
Slmi 97 466
Hhagborg II
F U E L C 0. n
Dial 21 331
(C.F.L.
No. 11)
21331
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
60 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreciated
Argue Brothers Ltd.
Real Estate, Financial, Insurance
LOMBARD BLDG., WINNIPEG
J. Davidson, Representative
Phone 97 291
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. II. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917