Lögberg - 07.02.1946, Side 2

Lögberg - 07.02.1946, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. FEBRÚAR, 1946 Frá Kvöldvöku féiaginu “Nemo” á Gimli Erindi flutt af Jóni Jónssyni í Skógarkoti í Kvöldvöku félaginu “Nemo” á Gimli. ♦ •♦ (Framh.) Nú tla eg að segja ykkur frá því eina æfintýri, sem eg hefi ratað í um æfina, og sem eg hugði að nægði til þess að Gunnhildur mín sannfærðist um takmarka- lausan kjark minn og snarræði, en svo er þó að heyra að sitji við sama og áður. Hvað mér við- kemur, þá sannaði það mér al- gerlega, að eg get borið öruggt traust til mín, þó eg komist í al- varlega mannraun. Sagan er svona: Við vorum fyrir skömmum tíma komin heiman að (frá ís- landi); það var áliðið sumars og seint um kvöld. Ljós logaði á lampa. Eg einn var háttaður og ætlaði að hvílast af mínu erfiði, hafði þá unnið svo um daginn, að samboðið var Ormi Stórólfs- syni. Eg ætlaði að fara að sofa og láta mig dreyma einhver afrek fornkappanna, þegar Gunna stelpan gellur upp og segir: “Hvað er þetta á sperrunni?’’— Mér gramdist að fá ekki næði og vera að festa svefninn út frá viðureign Hrólfs og Jolgeirs við bryggjusporðinn, þá heyri eg eitthvert kynlegt org, ekki ó- áþekkt því er heyrist í froskum, eður rellu í stormi. Eg brá opn- um augunum og sá einhverja klessu eða þúst neðarlega á sperruleggnum, svo sem 3 þuml. á lengd og breidd. Gerðist ýmist að heyrast þetta relluhljóð eður þagnaði um stund og byrjaði svo aftur. En nú brá undarlega við. Eg, sem aldrei á æfi minni hafði séð eða heyrt það er gerði mér geig, varð nú einhvernveginn ónotolega við, en þrátt fyrir það fór eg að tala kjark í Gunnhildi og krakkana, og sagði að þau mættu vera öldungis óhrædd, eg væri innanborðs, þetta væri ekk- ert. Svo fór eg að gefa einhverj- ar fyrirskipanir er mér virtust nauðsynlegar undir kringum- stæðunum. Jafnframt fór eg af öllum kröftum að rifja upp allt er eg hafði lesið um í riddara- sögunum og rímunum og ritn- ingunni. Eg rakst þar á alskon- ar skrímsl, Finngálk, flugdreka, sporðdreka, skorpíóna, lingorma, og nöðrur, og svo alskonar ó- argadýr og gamma, sem sögurn- ar geta um, og þetta kvigindi var mikið minna, en ljótt var það og ógeðslegt og jafnvel grimdarlegt, ekki vantaði það. Og stöðugt var eg að útbýta fólki mínu dýrmæt- um ráðum, sem þó .ekki virtust koma að nokkru haldi. Eg hafði gert ráð fyrir að ef að með ein- hverjum ráðum yrði hægt að fá kvikindi þetta til að hreifa sig eitthvað úr stað, væri hægra að gera sér grein fyrir hvernig það væri að lögun, og á henni ætlaði eg að byggja hvaða bardaga að- ferð myndi affarabezt. í upp- hafi sóknar væri farsælast að fara hægt en síga heldur á. Reyndist nú svo að hringlaði í kvikindi þessu þegar það hreifði sig, var auðráðið að á það bitu engin vopn, en þá fór að vandast mál- ið. Nei, skratti þessi hreifði sig ekki vitund. Ef eg fékk krakk- ana til að koma við það með einhverju, var því líkast sem það fitjaði upp trínið og urraði, enn þá grimdarlegar en áður, og var því viðbúið að það réðist á þá, og sjálfsagt var bitið banvænt. Krakkamir hættu nú einnig að koma nærri kvikindi þessu hvern ig sem eg herti þau upp. Mér fór því ekki að lítast á blikuna. Krakkarnir sögðu líka að eg yrði að koma þeim til bjargar, og muni eg rétt, þá latti Gunnhild- ur mín ekki heldur. Það er eins og hún sé útsetin með að ota mér út í allar hættur. Hún er ef til vill að sitja um að sjá mér bregða; en þar þurfa ærin efni til. Eg var nú kominn að þeirri niðurstöðu að svo búið mætti ekki standa, eg yrði fyr eður síðar neyddur til að taka málið í mínar hendur, tii mín væri stefnt vandræðunum, eg þyrfti að taka harðfengilega á móti, og skilja ekki við það fyr en að fengnum fullum sigri. Eg tók nú að tína á mig spjar- irnar, en enginn asi var á mér. í fyrsta lagi sá eg að með ráðum varð að fara, og svo gat skeð að ókind þessari þóknaðist að færa sig um set, og í þriðja lagi vildi eg sýna Gunnhildi minni að eg héldi hugrekki mínu, því ekki var trútt um að mig grunaði að hún héldi að ekki ætlaði að renn- a á mig berserks eðlið. Meðan eg var að klæða mig, var sem eg ekki gæti haft augun af þessum óvætti á sperrunni. Eg hafði heyrt það sagt að höggormum fylgdi svo sterk náttúra að færi maður að horfa á þá, gæti mað- ur ekki haft af þeim augun, og yrði svo loks magnlaus af hræðslu. Ekki varð þó Sigurði Fáfnisbana að því er hann fékkst við Fáfnir, en Sigurður fór að með ráðum og hafði sjálfur auk þess ægishjálm í augunum, en það hefir enginn haft nema hann. Eg gat því ekki verið ör- uggur ef kvikindi þetta var líkr- ar náttúru. En — gat það verið annað?—svo sem óhreinn andi. Hvað vissi eg nema þeir héldu sig allstaðar hér í óbygðunum. Þetta var ókannað land, og ekk- ert ólíklegt að þetta væri rusla- skrína fjandans. Gagn hefði nú verið að hafa bogann hans Örf- ar Odds og Guisnautana, en því var miður að enginn vissi hvað um þær varð í dánarbúinu, þá gátu og gömlu silfurhnapparnir komið til greina, þeir höfðu oft reynzt mæta vel ef skjóta þurfti andlegt illþýði; nú væru þeir ekki til, og ekki einu sinni byssa, og þó svo hefði verið, kunni eg ekki að fara með hana. Því lengur sem eg velti þessu fyrir mér, því óráðnari varð eg í því hvaða bardaga aðferð eg skildi hafa, eður hvað að vopni. Þó eg hefði alt eitt af þessum sögu- frægu vopnum fornaldanna : kilfuna hans Högna, Rimmugigi eður atgeirinn Gunnars á Hlíð- arenda, þá var alveg óvíst hvort eg hafði afl til að bera þessi vopn í orustu, því þau voru sum afar þung, einkurn kilfan, og eg get skotið því að ykkur, að mér getur orðið aflfátt. Þó eg hefði getað reitt vopnin, þá var öld- ungis óvíst hvort eg gat hitt með þeim, því eg var með öllu óvan- ur vopnaburði, en geygaði höggið var það sjálfsagður bani okkar allra, því ekki var á nokkurs mannsfæri að vita, hversu mikið af fjandakrafti, var komið sam- an í þessum hnút, er hélt sér urrandi á sperrunni. Eg var nú langt kominn að hervæðast, og óskaði eg mér að kominn væri Vefreyju nautur, því hér átti eg mér fyrir höndum hólmgöngu sem meinti dauða minn eða ó- freskjunnar, og óvænlega horfð- ist á fyrir mér, þar sem eg átti að ganga hlífðarlaus og vopn- laus móti þessum meinvætti. Eg hafði því farið mér hægt og þótti góður fresturinn. Fyrst hafði eg farið í tvenn- an klæðnað vel þæfðan, en yzt fata klæddist eg prjónabrók blárri, var hún heman af Is- landi og svo vel þæfð að hún stóð stuðningslaus. Hafði hún fylgt ætt minni lengi, því eng- inn fæddist sá í ættinni er fyllti hana út; var hún því afbragð annara bróka og mesta ættar gersemi; braut eg skálmarnar upp og voru þær því tvöfaldar upp fyrir kné. Um mittið lét eg hana víxlast og hneppti hald- hnappinum á bakinu. Að ofan steypti eg yfir mig treyju úr dýraskinnum, var hún alsett rósum úr dýrum steinum, höfðu veiðimenn fengið hana í útiset- um norður í Tröllabotnum, hún var dvergasmíði og líkur fyrir að hún stæðist eitur. Á höfuðið setti eg barðastórann og þykkan flókahatt með tvöföldum loðn- um eyma skjólum, batt eg þau föst undir kverkinni; áttu þau að draga úr óhljóðum er óvætt- urinn kynni að vilja reka upp til að æra mig; fannst mér hatt- urinn minna á hjálminn Hildi- grím Þiðriks konungs frá. Bern. Á fætur mér dróg eg 10 punda þunga skó úr Suður Afriku stríðinu, sem aldrei slitnuðu kæmu þeir ekki í vígða mold. Hjálmgrímu hafði eg enga og varð eigi við því séð. Mér þótti hyggilegra að klæðast vel, þó eg yrði nokkru ófimari í snúningun- um, eg þurfti hvort sem var ekki að stökkva öfugur yfir þre- faldann mannhring eins og for- feður mínir, en um leið líktist eg að nokkru brynjuriddurun- um. Hvaða vopn skildi eg hafa? Eg átti skógarexi háskepta, en þókti ekki ólíklegt, að þegar á mig væri kominn vígamóður og eg reiddi hana til höggs í ná- vígi, gæti svo farið að eg gleymdi að lágt var til rjáfurs, og exin því rekast upp í þekjuna og kæmi mér sjálfum í koll fyr en á illvættinum. Eg hvarf því frá þessu. Þá var lítil skarexi, er eg lét stöðugt tylgja mér; hafði hún verið gefin mér í tann- fé, og var lánsvopn hið mesta. Hún var að vísu ekki mikið vopn, en biturleg og hvatti sig sjálf í hvert sinn er heniM var til höggvið. Hún gat því komið í stað tapar axanna gömlu er höfðingjar riðu með stundum á söguöldinni. Var nú allt mitt ráð þar sem exi þessi var, og sendi eg því eftir henni. En hvað mér fanst eg vera breyttur frá því áður var, og sem eg ekki þekkti mig. Eg hafði lært margar bardaga vís- ur úr ýmsum rímum, er eg ætl- aði að hafa mér til hugstælingar þegar eg kæmist í hann krapp- ann, en þegar til hólms var kom- ið voru þær allar gleymdar. Mér fundust fæturnir þungir sem blý, og eg myndi reka þá í ef eg færði þá úr sporunum, einkum ef það var í áttina til ófreskj- unnar, jafnvel ekki jafn sólginn í orustu og eg hafði áður verið, eður í önnur hættultg æfintýri. Samt var eg þess fullviss að ekki léti eg mér bregða við sár eður bana, en það var alvarlegur geig- ur í mér við annað, líklega af því að enginn veit orsökina; það var herfjöturinn, og það voru eingöngu mestu fornkapparnir sem fengu að kenna á honum, þessvegna býzna líklegt að hann næði tökum á mér, en eg treysti exinni og ætlaði að höggva hann af mér eins og Hörður. Nú var þá exin komin. Eg dróg kútróna sjóvetlinga á hend- ur mér, þreif tveim höndum skaftið á exinni og reiddi hana til höggs. Þá mundi eg eftir því að eg átti eftir fornri venju að heita á einhvern mér til sigurs, en hvort átti eg heldur að heita á Þór eða Hvíta Krist mér til full- tingis? Helgi Magri hét á Þór til allra harðræða og fylgdi eg dæmi hans, en gaf Óðni allan val. Svo þokast eg af stað hægt og hljóðlega, en hef þó jafnframt vakandi auga á öllu, því ekki mátti vita hversu fjandi sá var magnaður, eða hverjum vopn- um hann beytti, ekki einu sinni auðið að sjá hvort hann hafði járn nef og járnklær. Hann gat líka spúið eitri þaðan sem hann húkti á sperrunni, hann gat og þanist allur út og orðið að ógur- legum flugdreka, og hremt mig í klær sínar, eður umsvifalaust gleypt mig, og hann gat smogið of an up gólfið eður breytt sér í önnur skaðræðis kvikindi, og líkara til að hann bitu engin járn. Hér var því eigi heiglum hent. Þegar eg var að týja mig, hafði eg veitt því eftertekt, ef mér varð litið af ófreskjunni augnablik, að Gunnhildur mín var svo einstaklega háðsleg á svipinn, en sagði ekki orð. Það var sem henni fyndist ekkert til um þessa væntanlegu fyrstu hólmgöngu mína, jafnvel hróð- ug ef eg biði ósigur. Nú var teningunum kastað. Eg fann glöggt til þess að hér var að gerast stórkostlegur at- burður, er lengi mundi lifa í minni manna, þar sem eg ætlaði að frelsa líf sjálfs mín, konu minnar og barna, og sóma allr- ar ættarinnar og afkomenda hennar í aldir fram. Þegar eg svo var kominn í það höggfæri er mér líkaði, skorðaði eg fastar fæturna, stóð gleitt eins og skip- stjórar í stórsjó, og lét höggið skjalla. Eg leit ófreskjuna falla í tveim hlutum á gólfið. —Það suðaði fyrir eyrum mér, allt snérist í kring og . . . Þegar eg vissi til mín næst, var eg í rúmi mínu. Gunnhildur mín stóð yfir mér með sama háö að hún hefir getað sofið meó það án þess að koma ólagi á það—og segir mér að nú séu tveir sólarhringar síðan kvöldið “góða,” eins og hún komst að orði. Hún sagði einnig að það tvent hefði borið að í einu, dýr- ið dottið í tveim hlutum á gólfið og eg oltið um eins og ólögulegur heypoki, og þessi ófögnuður sem olli þessu uppnámi hefði verið vesalings leðurblaka er hefði vilst inn í húskófann og ætlað að fá sér blund yfir lágnættið þarna á sperrunni. Sjálf kvaðst hún hafa þekkt hana frá upp- hafi, en haft gaman af að sjá hvernig eg tæki mig út, þegar eg sem hermikráka, ætlaði að stæla fornkappana. Og Gunn- hildur mín sagði meira, og er það varla hafandi eftir. Hún sagði það hefði verið ein sú háðs- legasta sjón að sjá mig, og verst að eiga enga mynd af mér frá þeirri stundu þegar eg var al- týjaður til rómunnar. Eg hefði verið hvítur í framan sem skjall, augun hálfsprungin út úr augna tóftunum, knén hefðu skolfið svo gólfið hefði gnötrað, og tönnurnar glamrað svo gríðar- lega að tekið hefði yfir snarl- hljóðið í leðurblökunni! Það hefði nú komið á daginn svo sem hún hefði alltaf vitað, að eg væri ekkert annað en huglaus gortari; héðan af gæti eg sparað mér ómak með að sækja fyrir- myndir mínar lengst framan úr forneskju, mér dygði að leita til Þórðar rímna, þar sem þeir væru Aumingi og Vesalingur, en þangað næði eg samt aldrei með tærnar er þeir hefðu hælana, það væri heldur ekki við góðu að bú- ast þar sem eg væri einn af þessu þokkalega slekti, og dragnastu úr bólinu. Þetta voru óbreytt orð Gunn- hildar, og þá loksins var allt bros af andlitinu. En það segi eg satt að sýzt vildi eg að þetta bærist út, því það yrði henni til þeirrar mestu vanvirðu, óg mundi spilla vinsældum hennar, þar sem eg er þekktur. Svona hefir þetta stöðugt gengið til. Hún hefir aldrei þókst sjá þessa miklu kosti mína, sem gengið hafa til mín í arf frá kon- ungum og mestu afarmennum fornaldarinnar, en fúslega kan- nost eg við það, að þetta kvöld sem eg á riddara öldunum hefði unnið fyrir gullnum sporum og notið sameiginlegrar aðdáunar hirðmeyja og konunga dætra, varð hár mitt og skegg hvítt, þótt það áður væri svart sem bik. Stafar það skiljanlega af eitri því, er óvættur þessi spúði á mig af fítóns anda sínum; Hafa fleiri en eg fengið að kenna á því. ílla var Tístram kominn þegar Serdíana fann hann í yfirliðinu í skóginum forðum, en báðir gengum við af eiturdrek- unum dauðum. Ekki var það heldur neitt ánáttúrlegt við það þó Gunn- hildur mín sæi hné,mín skjálfa, hefir það verið að sömu náttúru og glímuskjálfti, er eg beið eftir hentugu höggfæri, en er eitur hvikindið smaug ofanum gólfið, hefir húsið leikið sem á þræði, en jörðin gengið í bylgjum, en Gunnhildur mín, viti sínu fjær af skelfingu, og var það engin furða. í Andrarímum kemur líkt dæmi fyrir eins og lýst er í þessari vísu: Niður dauður síðan sé svartur kauði að Niflheimi, skekktist hauður, skulfu tré, skarkaði og sauð í jörðunni. Hvað því viðvíkur að eg sé ættingi Jóns heitins bónda á Strimpu, tel eg mér vegsauka en ekki vansemdar, er það eftir- tektarvert að Islendingar hér í Kanada, hafa átt þrjá Jóna, sem hafa skarað framúr öllum öðr- um Jónum frá sama landi, að stórfeldri náttúru og sterkum framkvæmdum, Jón í Winnipeg, Jón Bóndi á strympu, og mig, Jón bónda í Skógarkoti. Höfum við allin verið hrapalega mis- skildir, en svo er með öll mikil- menni þjóðanna. Hefi eg oft verið að hugsa um að skrifa riddarasögur af þeim nöfnum mínum. Mundu þar koma fram mörg undur og fáheyrð æfin- týri á herferðum þeirra, þegar þeir hleyptu hestum móðgum um hræfa grund á náum blóðg- um.” Viðvíkjandi Jóni sál. á Strympu sérstaklega, ætla eg að koma með nokkur orð tekin úr líkræðu þeirri er séra Jón hélt yfir honum og munu allir sann- gjarnir menn kannast við að þar er farið mjög óhlutdrægum orð- um um frænda minn. Þau hljóða á þessa leið: Það sem Baldvin Einarsson, Eggerts Ólafsson, Tómas Sæ- mundson og Jón Sigurðsson voru íslenzku þjóðinni, það sama var hinn nýlátni bróðir vor héraðs- sómi og þrekmikla göfugmenni, Jón bóndi Jónsson á Strympu, þessari Nýlendu, því svo má að orði kveða að hann berðist fyrir velferð hennar og hagsæld fram í andlátið, með þeirri ósér- plægni og sjálfsfórnun sem er svo sjaldgæf, já, svo dæmalaus vor á meðal. Það er því ekki ofsagt þó vér segjum að honum einum eigum vér að þakka að þetta pláss er nú ekki undir þeirri harðstjórn er hér drottn- aði þá hann flutti inní byggðina. Hann einn bar djörfung til að hefjast handa, snúast í móti og sækja fram til dýrðlegs sigurs fyrir bændur og búalýð, alda og óborna. Hann einn, segi eg yfir- bugaði sveitarráðið og rauf þann einræðis valdahring er var orð- inn sveitinni sá mesti vogestur. Það kom einnig brátt í ljós, að það hafði verið hið vinsælasta verk, því bændur fóru að bera óskorað traust til skörungsskap- ar hans, því litlu síðar var hann með öllum greiddum atkvæðum kosinn að fara sem sendinefnd austur til Ottawa, að herja þar út hjá stjórninni margskonar hlunnindi og réttar bætur, er við búum að enn í dag, engu þýð- ingarminni en stjórnarskrá Krist- jáns konungs IX. til handa Is- lendingum. Mér þykir því vel viðeigandi að taka mér í munn' orð Matthíasar, þegar hann kveður nafna minn Jón Sigurðs- son: ‘Full af frægð og stríði, fjöri, von og þraut; fyrir land og lýði lá hans grýtta braut’.” Svona farast séra Jóni orð um nafna minn, frænda og héraðs höfðingja, Jón bónda Jónsson frá Strympu, og eru þar ekki of- lofuð afrek hans, en þá höfuð- skömm ættu Ný-lslendingar ekki að láta um sig spyrjast að verpa ekki haug ramgerðum eft- ir hann, svo sem Örvar Oddur lét eftir sig í Sámsey forðum yfir berserkina,, og vörpuðu þeir svo þangað dýrum gripum. Fengi eg þau færi í fyrsta skipti að rjúfa hauginn og bera gersem- arnar út sem herfang, en þó fremur ef frændi sjálfur væri ófluttur þangað.—Ekki brestur mig hug eður harðfengi. Þökk! —E. G. VESTUR UM HAF (Framh.) Þing Hins Samein. Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Á 3. degi eftir lok afmælis- þingsins ætlar Hið Sameinaða kirkjuþing Islendinga í Vestur- heimi að hefja þing sitt í Árborg, við íslendingafljót í Nýja-ís- landi. Séra Philip Pétursson hafði beðið mig að flytja þar erindi, og kemur nú um nón þingsetningardaginn í bíl sínum til að taka mig með sér norður. Er hann ritari þingsins. Við erum sex saman í bílnum, vinir og kunningjar. Heldur er þung- fært, því að regn er og vegir mjög blautir. Kemur það sér því einkar vel, er húsráðendur á Gimli standa úti og laða gesti til kaffidrykkju. Þingið í Ár- borg hefst um kvöldið með guðs- þjónustu, og stígur séra Eyjólfur Melan, prestur í Rivertonþorpi, í stólinn. Hann er guðfræðingur frá háskólanum á íslandi, vel gefinn maður og skáldmæltur, enda bar prédikun hans þess vitni. Síðan setur forseti, Hannes Pétursson, bróðir dr. Rögnvalds, þingið þar í kirkjunni og flytur gagnhugsaða þingsetningarræðu. Þingstörf hefjast. Að lokum seg- ir Pétur Sigurgeirsson frá Há- skólanum heima, einkum guð- fræðideildinni. Þrátt fyrir ó- hagstætt veður og færð eru þeg- ar komnir um kvöldið 50—60 full- trúar og gestir. Þingið stendur nokkuð á 3. dag, eða fram til há- degis 2. júlí. Jafnframt heldur Samband íslenzkra frjálstrúar- kvenna í Norður-Ameríku árs- þing sitt, og haga bæði þingin svo störfum sínum, að þau geta hald- ið þingfundina til skiptis í kirkj- unni. Rætt er um störfin í söfn- uðunum og hvernig reynt skuli að bæta úr vaxandi prestaéklu, um útvarp og leikmannastarf. Megináherzla er lögð á mannúð- armál og líknarmál allskonar og að menn sýni kristindóm sinn í verki. Er mikil eining ríkjandi. Ávörp og erindi eru flutt, m. a. talar Sveinn Thorvaldsson, kaup- maður í Riverton. Og Kvenna- sambandið gengst fyrir góðri og fjölbreyttri skemtisamkomu. Á sunnudagskvöld 1. júlí er fjölsótt samkoma í kirkjunni, og flyt eg þar erindi um kirkjuna á íslandi. Á eftir heldur forseti ræðu. Síð- asta þingdaginn fara fram starfs- mannakoSningar. Er þá Hannes Pétursson 'kosinn útbreiðslu- málastjóri, en séra Eyjólfur Melan forseti í hans stað. Kona hans, frú Ólavía, er kosin forseti Bandalagsins. Hún er mikil gáfukona, hefir verið kennari um langt skeið og er ágætlega máli farin. Með þessu er þó ekki drepið nema á annan þátt þessa þings. Hinn er náið samlíf og persónu- leg kynni utan funda, sem Ár- borgarsöfnuður veitir aðstöðu til og heimili íslenzkra læknishjóna, Sveins E. Björnssonar og frú Marju, annálað fyrir gestrisni, fegurð og hverskonar myndar- skap. Að því safnast bílarnir utan funda. Þar er fulltrúum þing- < anna beggja veitt af hinni mestu rauns og með þeim hætti, að þeim finst hér vera heimili sitt. Læknirinn er hinn drengileg- asti maður, bjartur á svip og ástúðlegur, vel gáfaður og skáld gott. M. a. sé eg fallega sálma, sem hann hefir ort. Frúin er einnig ágætlega mentuð, var hún kennari áður en hún giftist. Hún hefir um 16 ára skeið verið for- seti Kvennasambandsins og stjórnað því giftusamlega. Meðal annars átti hún frumkvæði að því, að allstórt sumardvalar- heimili barna var reist að Hnaus- um við Winnipegvatn, og er það fullskipað á hverju sumri. Hún er glæsileg kona og sómir sér hið bezta í ræðustól. Er hún kosin á þinginu eftirlitsmaður sunnu- dagaskóla. Við njótum víðar (Frh. á bls, 3)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.