Lögberg - 07.02.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.02.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGIWiX 7. FEBRÚAR, 1946 3 VESTUR UM HAF (Frh. af bls. 2) mikillar gestrisni, meðal annars á heimili Mr. og Mrs. Renesse. Á heimleið frá Árborg skoðum við barnaheimilið að Hnausum, og hafa konur úr Árnesbygð bú- ið okkur þar ágæta veizlu. Að Gimli. Frá Hnausum eru aðeins nokk- urar mílur suður að Gimli, sem ýmsir telja hjarta Nýja íslands, enda er þar haldin aðalhátíð Is- lendinga vestan hafs í ágúst- byrjun ár hvert. íslendingar gáfu þessum stað “nafn fagurt” eins og Eiríkur rauði Grænlandi, °g þoldu þeir þar þó miklar nauðir. Þar er reistur varði til minningar um landnámið og landnemana, þennan hetjukyn- stofn, sem orð Matthíasar eiga við: “Eitt er mest, að ertu til, alt, sem þú hefir lifað.” Og fæsta grunar 'nú, sem ganga á sumardegi um þetta skógar- þorp við broshýrt Winnipegvatn- ið, hvílíku verði landið er keypt. Mér finst eins og hvíslað sé að mér við hvert fótmál: Drag skó þína af fótum þér, því að staður- inn, sem þú stendur á, er heilag- ur. Eg er nætursakir á prests- setrinu hjá séra Skúla Sigur- geirssyni og konu hans. Hann er mikill áhugamaður um endur- bætur í félagsmálum, og mun það einkum valda, að hann gerð- ist prestur. Kirkja stendur hjá prestshúsinu og flyt eg þar erindi um kvöldið, en séra Valdimar Eylands sýnir kvikmynd Vigfúss Sigurgeirssonar af ‘íslandi, er eg hafði með mér að heiman. Ann- ars líður kvöldið við söng og hljóðfæraslátt, prestshjónin og sonur þeirra eru mjög söng- hneigð öll, og svo eru þær stadd- ar hér Eylandsmæðgur, ágætar sÖngkonur. Morgunin eftir heim- sæki eg gamla fólkið á Betel, og höldum við þar morgunguðs- þjónustu, svo sem venja er dag- lega. Þátttaka er mjög almenn og söngur góður. Vel er fylgst með því, sem eg segi. Hér er Bet- El, Guðs-hús, hér er hlið himins, forgaður eilífðarinnar, eins og gáfukona nefndi eitt sinn ellina. Ytri kjör ellinnar eru oft þung, en þó dreymir marga ljúfa og fallega drauma með stein Undir höfðinu eins og Jakob forðum. Þetta aldraða fólk sér stigann Upp af jörðinni til himins. Og hann rís frá Islandi. “Þegar við orum dáin, ætlum við að skreppa fyrst til íslands,” hugsar það. Vísa Sigurðar Breiðfjörð til ætt- jarðarinnar á hér sannarlega við: “Ginnunga upp úr gapi’ óholla gráhærða réttu jökulkolla, svo vér frá Gimli getum sjá, hvar gamla Island forðum lá.” Já, hér er ísland, hið eilífa, sem stendur enn traustari rótum 1 ríki andans en fjöllin í skauti sjávarins. Og ást þess fólks til íslands er nátengd ástinni til Guðs og föður allra. Skömmu eftir guðsþjónustuna er sýnd íslandsmyndin, og það er nú þeg- ið. Oft er kallað, t. d. þegar ís- fenzkir hestar koma töltandi eða ^uenn þekkja æskustöðvar sín- ar- “Þarna rétt hjá stóð bærinn uiinn,” segir einhver. Fólkið Sfeymir stað og stund. Það þyrp- lst um mig og þakkar fyrri mynd- ina ákaflega vel. “Nú fer vel, að honan þín er hvergi nærri,” segir oin, og glettnin gægist úr augna- hrókunum. Betel er ágætlega sfjórnað, og mun svo hafa verið aha tíð. Þegar eg var hér fyrir fáeinum dögum með forseta Eyrsta lúterska safnaðar, Guð- mundi Jónassyni og dr. Fry, sagði doktorinn, að þetta heimili Va3ri í allra fremstu röð fyrir flestra hluta sakir, það væri heimili, en ekki stofnun aðeins. gengur seint að kveðja gamla fólkið. Allir biðja að heilsa einhverjum heima á ís- jandi og einkum landinu sjálfu. ndiraldan er alstaðar hin sama: “íslendingar viljum vér allir vera.” 1 Selkirk. Skömmu eftir hádegi kemur séra Sigurður Ólafsson frá Sel- kirk í bíl sínum að sækja mig. Eigum við eftir samstarf síðar í Vatnabygðum í Saskatchewan. Hann er maður mjög hógvær og yfirlætislaus, vel gáfaður og eykur stöðugt guðfræðimentun sína, frjálslyndur og trúmaður mikill. Hann er ritstjóri Sam- einingarinnar, sem á 60 ára af- mæli seint á þessu ári. Þykir mér góð samfylgd hans. Um 40 mílur eru suður til Selkirk, og sýnir séra Sigurður mér á þeirri leið ýmsar jarðir fyrstu landneman- na. Heimili séra Sigurður er unaðslegt, og á frú hans ekki minnstan þátt , því, hámenntuð og vitur kona. Um kvöldið skoð- um við íslenzku kirkjuna, sem er stór og falleg. Þar eru letruð nöfn þeirra, er farið hafa í stríð- ið og stjarna sett við nafn fallin- na . Svo mun víða í kirkjum hér. Á eftir göngum við í samkomu- hús. Þar eru sungin ættjarðar- ljóð, og eg segi frá íslandi, eink- um andlegu lífi þar. I samkomu- húsinu hitti eg gamlan sveitungá úr Reykholtsdal, Kristján Páls- son, greindan mann og skáld- mæltan vel. Sigvaldi Nordal, bróðir Jóhannesar föður Sigurð- ar, biður að heilsa frændum sín- um. Hann lítur út fyrir að vera um sextugt, hress og stæltur, en hefir þó 7 um áttrætt. Mikla ánægju hafði eg einnig af því að hitta dóttur Helga Stefánssonar, vinar míns í Wynyard, bróður- dóttur Þorgils Gjallanda og dótt- urdóttur Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum. Hún er kennari í Selkirk, bráðgáfuð. Vestur til Argyle. Fimtudaginn 4. júlí nokkuru eftir hádegi legg eg af stað vest- ur til Argyle. Góðir er samferða- maður minn þangað, séra Egill Fáfnis, sóknarprestur þar, og á hann einnig bílinn. Veður er mjög' hlýtt, svo að yfirhafnir, jakkar og höfuðföt lenda í aftur- sæti. Séra Egill ekur mjög hratt, og leikur svalartdi gustur um bíl- inn. Þykir mér Jpetta mjög þægi- legt ferðalag, enda veitir okkur ekki af tímanum, því að vega- lengdin til áfangastaðar okkar, Glenboro, er um 105 mílur. Bíl- stjórnin leikur einnig í höndun- «um' á séra Agli. Hann kom frum- vaxta vestur um haf úr Þingeyj- arþingi og stundaði smíðar um hríð, unz hann tók að nema guð- fræði í prestaskóla og gerðist prestur að námi loknu. Nú er hann senn á förum úr Argyle- prestakalli og ætlar að verða eftirmaður séra Haralds Sigmars í Norður-Dakóta. Hann er nú formaður prestafélags Evangel- isk-lúterska kirkjufélagsins, og töluðum við um það, að helzt ættu allir íslenzkir prestar vest- an hafs að vera í einu prestafé- lagi, og myndi mikið samstarf og blessunarríkt af því hljtifeaet. Sléttan breiðist fyrir framan okkur, marflöt, kornstangamóða á báðar hendur, en skógar litlir í fyrstu. Síðar hillir upp skógar- lundi, eins og eyjar í hafi, og loks sjáum við hálsa í fjarska, Tígrahæðir svonefndar, en fyrir vestan þær er Argylebygðin. Um miðaftan brunar bíllinn okkar inn í Glenboro nyrzt í bygðinni. Þorpið ber nafn með rentu, því að það stendur inni í skógar- lundi, og eru húsin yfirleitt hul- in í trjánum. Við komum að prestsseturshúsinu auðu, því að prestsfrúin og börn þeirra eru um þessar mundir í sumarleyfi að Gimli. En kvöldverður er okkur búinn á fallegu heimili ágætra hjóna, Friðriks Friðriks- sonar og konu hans. Seint um kvöldið er samkoma í kirkjunni. Ættjarðarljóð eru sungin, og séra Egill syngur einsöng. Eg flutti söfnuðinum kveðju séra Friðriks Hallgrímssonar dómsprófasts og vandamanna hans og erindi síð- an. Hvorutveggju var ágætlega tekið. ' Verður mér það ljóst af dvölinni, að séra Friðrik hefir unnið hér afbragðsgott starf, sem cnn á eftir að bera ávöxt um langan aldur. Hér hefir þrosk- ast náðargáfa hans að starfa fyrir börn og unglinga, og eru barnaguðsþjónustur hans nú beint framhald af því starfi. Og blómareiturinn hér sunnan undir kirkjunni minnir á það, hvernig frú Bentína Hallgríms- son vinnur seinna að plöntun blómjurta við dómkirkjuna í Reykjavík. Að loknu erindi mínu sýnir séra Egill íslands- myndina við mikinn fögnuð. En átakanlegt er þó að horfa á blindan mann á innsta bekk stara í áttina. Hvað hann sér, veit eg ekki, en svipur hans er mikilúð- legur og fagur. Síðast er sam- sæti í kjallara kirkjunnar. Við séra Egill tölum langt fram á nótt um starf kirkjunnar fyrir unga fólkið. Þykir okkur ein- sætt, að taka þurfi upp nýja starfshætti fyrir það, t. d. nota kvikmyndalistina í þjónustu kristindómsins. Eéra Egill á skuggamyndavél, sem hann hef- ir við fermingarundirbúning, og telur kensluna gefast ágætlega með þeim hætti. Fyrri hluta næsta dags ekur séra Egill með mér um Argyle- bygð, sem er víð og falleg, prýdd vötnum og hálsum og eikilund- um. M. a. sýnir hann mér kirkj- ur sínar, að Grund, Baldur og Brú, vegleg Guðs hús, einkum hin fyrst talda og elzta, I ferð- inni komum til snöggvast til blinda mannsins. Þorsteinn heit- ir hann Sveinsson af Norður- landi. Hann er stór vexti og kempulegur, nokkuð við aldur. Höfuðið mikið og gáfulegt, líkt því sem eg hugsa mér, að verið hafi á Agli Skallagrímssyni. Hann er ærið þungur á brún, er hann minnist á það, sem honum fellur ekki. Hann vill, að menn vandi betur íslenzkuna og að börnin læri að tala hana rétt. íslenzkan er vizkubrunnur- Hon. um þykir hart að heyra fólk segja séra Fáfnis eða séra Sig- mar eða séra Eylands. Nei, þar á skírnarnafnið altaf að vera næst: Séra Egill, séra Haraldur, séra Valdimar. Og svo geta menn ekki einu sinni haft íslenzku spakmælin rétt eftir. Þeir segja t. d.: Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Eins og feður okkar hefðu nokkru sinni getað sagt, að land skyldi eyða með ólögum. “Nei. Með lögum skal land byggja, en eigi með ó- lögum eyða.” Mér virðist mál- smekkur þessa manns hárviss og hann lifandi sönnun þess, hve vel megi varðveita feðratunguna vestan hafs. Síðasta heimilið, sem eg dvelst á í Argyle, er heim- ili Júlíusar Olesons í Glenboro og konu hans, mjög gáfulegra hjóna. Hann er góður ræðumað- ur og vel pennafær. Förin aftur til Winnipeg gengur vel, en þungt fellur mér, ef prestaeklan mikla hér vestra veldur því, að Islend- ingabygðin blómlega í Argyle verður prestlaus. Að Lundum. Lundar standa nokkuru vestar en Árborg á landspildunni milli Winnipegvatns og Manitoba- vatns. Þar boða eg messu sunnu- daginn 8. júlí og kem daginn fyrir. Séra Halldór E. Johnson, prestur og ritstjóri, ekur mér þangað í bíl sínum. Hann segir mér það eitt um ætt sína, að hann sé náfrændi Einars Bene diktssonar og Símonar Dala- skálds. Þarf eg því ekki að undr- ast, þótt hann sé “kvistur kyn legur.” Hann ræðir mikið um mannfélagsmál og endurbætur sem gera þurfi á því sviði. Vill hann um fram alt vera kristinn jafnaðarmaður. Á leiðinni heim- sækjum við okkur til mikillar ánægju frú Sigríði Ámason ekkju séra Guðmundar, sem var allmörg ár forseti Sameinaða kirkjufélagsins. Lundar er rétt- nefni, en bygðin umhverfis þorp- ið er Álftavatnsbygð. Ná Is- lendingabygðir hér langt norð- ur með Manitobavatni. Hér á konan mín frændfólk og eg borgfirzka vini. Dvelst eg lengst á heimili þeirra Hjartar Páls- sonar frá Norður-Reykjum og Kristínar Þorsteinsdóttur frá Húsafelli, sem hafa komið upp stórum og mjög mannvænlegum barnahóp. Hús þeirra stendur nyrzt í þorpinu, og langaði Hjört til að nefna Norður-Reyki. Hefði 3að verið vel til fallið, því að sar er gestrisni mikil og haldið heitu á katlinum allan daginn. En lakara er með framburðinn, er Canadamenn eiga í hlut. Skúli Sigfússon, þingmaður jessa kjördæmis og stórbóndi, er Darna staddur. Hefir hann verið aingmaður um nær aldarfjórð- ung og hyggst n'ú að láta af þing- mensku, enda er hann hálfátt- ræður. Eg hitti nöfnu og dóttur- dóttur Ljótunnar frá Hæli í Flókadal, fallega konu og gáfu- lega. Hún annast móður sína níræða, sem legið hefir rúmföst síðustu 18 árin. Séra Theódór, sonur séra Jónasar Sigurðssonar, stjórnar guðsþjónustunni á sunnudaginn, en eg prédika. Síð- ar um daginn flyt eg erindi um kirkjulífið á Islandi. Um kvöldið rum við allmörg á heimili Vig- fúss skálds Guttormssonar, bróð- ur Guttorms, og konu hans. Við tölum meðal annars um viðhald íslenzkucnar í Vesturheimi. Það á að vera örugt þar, sem foreldr- ar eru af ísle>zku bergi brotnir og vilji þeirra nógu sterkur. Allir bera þeir fyr ir brjósti menn- ingu barna sinna, og hví skyldu >eir þá láta ónotað þetta dá- samlega tækifæri til þess að láta börn sín læra af sjálfsdáðum auk enskunnar einhverja fegurstu tungu veraldarinnar? Til þess Durfa þeir ekki annað en að tala íslenzku saman og við börnin sín. En börnunum er auðvelt að nema í senn tvö og jafnvel þrjú tungu- mál. Ekkja séra Jónasar Sigurðs- sonar er með okkur þetta kvöld. Hún segir mér, að ljóð manns síns séu nú fullbúin til prentunar. Vigfús skáld fylgir mér heim og lætur mig heyra ljóð eftir sig. Þykja mér beztar ferskeytlur rans. —(Framh.). Business and Professional Cards illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllUllllllllllllllllllllllllllll Til Arinbjarnar S. Bardals Sú helgasta kend, sem í hjartanu býr, er hljómfagur lífssöngur manns, Því eilífur mannsandinn, aldinn og nýr, er auðlegðin dýrasta hans. 1 sönglist og óði er ánægjan hœst, og andans hið fegursta skraut, því hljómfagurt málbragð er himninum nœst, og ið helgasta á mannlífsins braut. , \ I mannlegu brjóstunum bjartast oss skín það blys, sem ið háleita sér; sem ávöxt þann gefur er aldregi dvín, ef ávalt þá brautina fer. Sem liggur til hæða, og leitar þess friðs, er lifir í kærleikans þrá; og bezt verður mannlegu láni til liðs og lífstrúna sterkasta á. Eg sé þig í anda, er sannleikans mál þú syngur of bindindis drótt. Þitt hjarta er einlægt og öflug þín sál, með íslenzkan karlmensku þrótt. Þú talar því máli. er mannúðin á í manndómsins gjallandi hljóm sem maður, er guðlegan sann leikann sá og samvizku byggir á dóm. Jan. 1946. S. B. Benedicksson DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSIOT BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 996 Helmili: 108 CHATAWAY Sími 61 023 Talsimi 95 826 Heimllis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Stofutfmi 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 -— 4 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsfmi 30 877 ViStalstími 3—5 eftir hádegi DR. ROBERT BLACK Scrfrœðingur i augna, eyrna, ncf og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 EYOLFSON’S DRUG Office Phone Res Phone PARK RIVER, N. DAK. 94 762 72 409 íslcnzkur lyfsali Dr. L. A. Sigurdson Fólk getur parftað meðul og 116 MEDICAL ARTS BLDG. annaS með pðsti. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Fljðt afgreiðsla. and by appointment A. S. B A R D A L Drs. H. R. and H. W. 848 SHERBROOK STREET TWEED Selur líkkistur og annast um út- Tannlœknar farir. Allpr útbúnaður sá bezti. ' Ennfremur selur hann allskonar 406 TORONTO GEN. TRUSTS minnisvarða og legsteina. BUILDING Skrifstofu talsími 27 324 Cor. Portage Ave. og Smith St. Heimilis talsími 26 444 PHONE 96 952 WINNIPEG Haldor Haldorson DR. J. A. HILLSMAN byggingameistari Surgeon Cor. Broadwav and Edmonton Winnipeg, Canada 308 MEDICAL ARTS BLDG Sími 93 055 Phone 97 329 . INSURE your Property with Dr. Charles R. Oke HOME SECURITIES Tannlœknir Limited For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 468 MAIN STREET 404 TORONTO GEN. TRUSTS Leo E. Johnson, A.I.I.A. Mgr. BUILDING Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433 283 PORTAGE AVE, Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 Legsteinar, sem skara fram úr. H. J. PALMASON Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. and Company Skrifið eftir verðskrá Chartered Accountants Gillis Quarries, Limited 1101 McARTHUR BUILDING 1400 SPRUCE ST. SIMI 28 893 Winnipeg, Canada Winnipeg, Man. Phone 49 469 J. J. SWANSON & CO. Radio Service Specialists LIMITED ELECTRONIC LABS. 308 AVENUE BLDG WPG. II. THORKELSÖN, Prop. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- The most up-to-date Sound vega peningalán og eldsábyrgð. Equipment System. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG PHONE 97 538 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Andrews, Andrews, Keystone Fisheries Thorvaldson and Limited Eggertson 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Lögfræðingar Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH . 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sfmi 98 291 Manitoba Fisheries Blðm stundvíslega afgreidd WINNIPEG, MAN. THE ROSERY, LTD. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla f heildsölu með nýjan og Stofnað 1905 frosinn fisk. 303 O'WENA STREET 427 PORTAGE AVE., WINNIPEG Skrifst.sími 25 355 Heima 55 462 Sími 97 466 11 HAGBORG U n FUEL CO. n GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting • 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Dial 21 331 noF11)' 21 331 Phone 98 211 Manager T. R. TIIORVALDSON Your patronage will be appreciated v Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financiai, Insurance CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. II. PAGE, Hanaging Director LOMBARD BLDG., WINNIPEG Wholesale Distributors of Fresh J. Davidson, Representative and Frozen Fish. Phone 97 291 311 CHAMBERS STREET t l Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 w

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.