Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21374 . r\ Complete Cleaning Institution 59. ÁRGANGUR PHONE 21374 St^0* d cf* FU A Complete Cleaninff Institution WINNIPEG, FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1946 NÚMER 9 Virðulegur sendifulltrúi íslenzku ríkis- stjórnarinnar á 27. ársþing Þjóðræknisfélagsins Herra Ingólfur Gíslason læknir, flytur kveðjur ráðuneytis og þjóðar, og tilkynnir að þrenn hjón verði boðin til íslands í sumar fyrir atbeina Þjóð- ræknisfélags íslands í samráði við ríkisstjórnina; heimboð fengu G. L. Jóhannsson ræðismaður íslands og Danmerkur, ásamt frú, Einar P. Jónsson ritstjóri Lögbergs og frú, og Stefán Einarsson rit- stjóri Heimskringlu og frú. ............................................................................................................................. lllllí!lllllllllílilllllll!llllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllílllllllllllllllllllllllllllllllillílllWllllllllllllllllllllllllll'l!í®I^IIIIII®®illll®®®lllll^®^^^®^^® HOSRÁÐ \ Ef draumværð þig sviptir hið daglega þras um Drew eða Kaldbak sem stár; og framkvæmdaleysis og frumkjarna mas þú fælist, svo rísa þín hár. Og takirðu af andlegri örbírgð að þjást þá opnaðu “Sólheima” Páls. Þar brosir á móti þér innileg ást til ættjarðar, þjóðar og máls. Um sérhverja mynd þótt ei fötin sé feld í f jöldans og tískunnar mót, þær geyma og sýna þó ylríkan eld og íslenzkan frjókraft og rót. * Að kynnast þeim, þekkja þær, andanum er það ánægja og siðabót full. Því lifandi tilfinning uppslagið er og ívafið silki og gull. Ef höndin um annara afkvæmi fer eru átökin varkár, en frjáls. Hver hugsun, hver lína, þar ljóst með sér ber þó lífsrétt hins íslenzka máls. Það heppnast ei öllum að tefla það tafl svo þar tapist ei leikur né mynd. En hér veitir skilningur andanum afl og athygli svölunarlind. í lágheiða forinni að liggja á kvið er léttfeta þeim ekki tamt. Þótt stundum sé klungrótt hann staldrar ei við, en stiklar á tindunum samt. Það hringir í eyru þér hófanna glam með hrynjandi kraptar og þors; á ljósgeislabárum hann lyptir þér fram í ljúfsvala háfjalla vors. Hallgr. J. Austmann. !llllllllllll>llllllll!l!llllMII!l!l!l!llllllllll!llllllllllllllllll!l!llllll!l!llllllllll!llllllllll!!il!l!lll!lllll! Illlllll!ll!lllllllllllllllllllllll!!lllll!llllllllllllllllllll!lllllllllll!llll1llllllllllllllllllll!!ll!llllllllll!llllllllllllllinillllllllll Viðsjár í Indlandi Tíðindi þessi vöktu mikinn fögnuð mðeal hinna mörgu þing- gesta; voru hinir prúðu og glæsi- legu sendifulltrúar, Ingólfur læknir og frú Oddný, hylt af þingheimi, sem vera bar; þau komu, sáu og sigruðu. Hér fara á eftir skjöl, varðandi skipun Ingólfs læknis sem sendi- fulltrúa Islands á þjóðræknis- þingið, ásamt þeim bréfum, er að áminstum heimboðum lúta: 12. febrúar, 1946. Herra læknir, Ingólfur Gíslason, p.t. Washington, D. C. Sendiráðið vill hérmeð stað- festa, að því hefir borist sím- skeyti frá forsætisráðherra ís- lands, herra Ólafi Thors, þar sem yður er falið að mæta fyrir hönd ríkisstjórnar íslands á þjóðrækn- isþingi íslendinga í Vesturheimi, sem haldið verður í Winnipeg dagana 25. og 26. þ.m. Jafnframt vill Ríkisstjórn ís- lands biðja yður að flytja þjóð- ræknisþinginu og öllum Vestur- fslendingum árnaðar- og heilla- óskir. Ríkisstjórnin lítur með ánægju og hrifningu hið farsæla starf, sem Vestur-íslendingar hafa innt af höndum í þeirra nýju föðurlöndum, og henni er það fullljóst, að hið mikla álit og vegur Vestur-íslendinga, renna sem styrkar stoðir undir sjálfstæði íslands og skapa ís- landi viðurkenningu sem menn- ingarþjóð meðal hinna tveggja öndvegisþjóða Norður-Ameríku. Ríkisstjórn íslands þakkar Vest- ur-Islendingum hina órjúfandi tryggð þeirra við Island og von- ar innilega, að samstarf íslend- inga vestan hafs og austan megi treystast og aukast á öllum ó- komnum itímum, Fjallkonunni til heiðurs og sjálfstæði íslands til varnar og eflingar. F.h. Ríkisstjórnar Islands, Thor Thors’, Sendiherra. Hér fer á eftir bréf til Ing- ólfs læknis í tilefni af heimboði Utstjóranna: 12. febrúar, 1946. Herra læknir, Ingólfur Gíslason, P-t. Washington, D. C. Sendiráðið vill hérmeð stað- festa, að því hefir borizt svo- hljóðandi skeyti frá utanríkis- ráðuneytinu í Reykjavík: „Frá Þjóðræknisfélaginu: Vin- samlega 'tilkynnið þjóðræknis- Þingi Islendinga í Vesturheimi að stjórn Þjóðræknisfélags ís- lendinga bjóði ritstjórum Lög- bergs og Heimskringlu, þeim Einari Páli Jónssyni og Sefáni Einarssyni ásamt konum þeirra til 4-6 vikna dvalar á íslandi á sumri komanda. Sigurgeir Sig- urðsson, ófeigur Ófeigsson, Hen- rik Sv. Björnsson, ívar Guð- nvundsson.” Samkvæmt þessu, er yður hér- með falið, herra læknir, að flytja þessi skilaboð á Þjóðrækn- isþingi Islandinga í Winnipeg hinn 25. þ.m. Virðingarfyllst, Thor Thors’. Boðsbréf til ritstjóra Lögbergs er á þessa leið, undirskrifað af (framkvæmdarnefnd Þjóðrækn- isfélags Islendinga: Reykjavík, 26. janúar, 1946. Herra ritstjóri Einar Páll Jónsson, Winnipeg. Stjórn Þjóðræknisfélags ís- lendinga vill sasnkvæmt fundar- samþykt og í samráði við ríkis- stjórnina, bjóða þér, kæri herra ritstjóri og frú þinni að koma í heimsókn til Islands á komandi sumri og dvelja hér sem gestur vor í 4-6 vikur. Teljum vér að hentugasti dvalartími hér yrði frá byrjun júnímánaðar. Oss er það mikil ánægja að bjóða þér í þessa för til ættlands þíns, sem þú á margan hátt hefir sýnt fagra sonarrækt og vonum, að ástæður þínar leyfi þér að þiggja boðið. Með kærum kveðjum. Sigurgeir Sigurðsson Ófeigur J. Ófeigsson Henrik Sv. Björnsson ívar Guðmundsson Hér fer á eftir bréf til Ingólfs læknis í tilefni af heimboði Grettis ræðismanns: 20. febrúar, 1946 Herra læknir Ingólfur Gíslason, c/o Icelandic Consulate 910 Palmerston Avenue Winnipeg, Manitoba Canada I framhaldi af fyrra bréfi vill sendiráðið hér með senda yður, herra læknir, bréf til herra ræð- ismanns Grettis L. Jóhannssonar frá Þjóðræknisfélagi Islands. Skv. þesu bréfi býður Þjóðrækn- isfélagið ræðismanninum að koma til íslands á komandi sumri og eruð þér beðnir að afhenda bréf þetta samtímis því sem bréf ritstjóra íslenzku blaðanna eru afhent. Virðingarfyllst, Thor Thors’. Boðsbréf til Grettis ræðis- manns er á þessa leið: Þjóðræknisfélarg Islendinga Reykjavík, 26. janúar, 1946. Herra ræðismaður Grettir Jóhannson Winnipæg. Stjórn Þjóðræknisfélags Is- lendinga leyfir sér hér með að bjóða 'þér og frú þinni í heim- sókn til íslands á komandi sumri, um sama leyti og ritstjórum ís- lenzku blaðanna tveggja í Win- nipeg, eða í júnímánuði, til dval- ar hér og kynningar um 4-6 vikna skeið. Er oss mikil ánægja, með boði þessu, að geta sýnt þér þakk- lætisvott vorn fyrir sérstaklega óeigingjarna þjónustu þína og vináttu í garð íslands og íslend- inga. Vonum vér, að þú sjáir- þér fært að þiggja boðið. Með kærum kveðjum Sigurgeir Sigurðsson Ófeigur J. Ófeigsson Henrik Sv. Björnsson ívar Guðmundsson F. Hallgrímsson Eftir að virðulegur sendifull- trúi hafði skilað erindi sínu varð- andi heimboðin, lét hann þannig um mælt: “Boðsbréfin skýra sig sjálf, og vil eg aðeins fáein- um orðum við þau bæta. Eg vona sterklega að þessir Drír herrar og konur þeirra sjái sér fært að þyggja boð þetta, senr er gert í virðingar og þakk- lætisskyni. Eg lít svo á að heima- Djóðin sé um leið að hylla þjóð- arbrotið hér, er hún býður nú heim nokkrum af forustumönn- um þess. Þetta ferðalag getur orðið boðsgestum til hvíldar og ánægju. Eg efast ekki um að þeir fá mörg hlý handtök og vingjarnleg bros. Veðráttan er dutlungasöm heima; eg er að óska þess að sólin verði nú gest- risin og örlát á geisla sína. Eg trúi því ekki að þið hittið ekki snotur rjóður eða grænar lautir sunnan í einhverri fjallahlíð- inni: þar sem þið getið hvílt ykkur og fundið ylminn úr jörð- unni; eða mosagróinn klett við foss, sem spilar undir fyrir ykk- ur þegar þið viljið semja eitt- hvað 't bundnu eða óbundnu máli, og svo er sjávarniðurinn þar, sem bárurnar nudda við fjörugrjótið á kvöldin; betri leið- sögn inn í ríki draumanna er ekki hægt að fá.—Eg óska ykk- ur góðrar ferðar heim—hittumst heilir á Fróni!” Þjóðræknisþingið Síðastliðinn mánudag, var þing þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi, hið 27. í röð, sett í Goodtemplarahúsinu með venjulegum hátíðarbrigðum, að viðstöddu fleira fólki en undan- farin ár; þingið setti forseti fél- agsins, Dr. Richard Beck, og flutti hann þá hina mergjuðu og íturhugsuðu ræðu, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu; þingsetning fór fram kl. 10 f.h., en að henni lokinni skipaði for- seti í fastar nefndir; viðstödd þingsetningu voru sendifulltrúar Islands, þau Ingólfur læknir Gíslason og frú Ocldný Vigfús- dóttir-Gíslason; fann þingheimur til innilegs fagnaðar yfir nær- veru þessara merku og ágætu hjóna, sem og til þakkarskuldar við íslenzku ríkisstjórnina fyrir þá sæmd, er þjóðræknisfélag- inu féll í skaut við komu þeirra á þing þess. Viðstaddur var einnig við þingsetningu, Hon. Niels John- son, dómsmálaráðherra North Dakota ríkis, er hingað var boð- inn af Icelandic Canadian Club til þess að flytja ræðu á sam- komu þess félags þá um kvöldið. Að loknu dögurðarhlé hófust þingstörf á ný, en um þrjúleytið las virðulegur sendifulltrúi Is- lands þær fögru og ástúðlegu kveðjur, sem skýrt er frá ann- ars staðar í blaðinu; jafnframt flutti hann við þetta tækifæri afburða snjalla og skemtilega ræðu, er brátt kom þingheimi öllum í gott skap; var ræðan krydduð þeirri fyndni sem höf- undur hennar er svo auðugur að; en kjarni ræðunnar var þrung- inn föðurlandsást og brennandi áhuga fyrir því, að sambandið milli íslendinga austan hafs og vestan mætti sem allra hald- bezt verða í framtíðinni; minnti andi ræðunnar á hinar ódauð- legu línur Einars Benediktssoiv ar: “Standa skal ístarfsemd andans stofninn einn með greinum tveim.” Var ræða sendifulltrúans fagn- að með dynjandi lófaklappi og þau læknishjónin mjög hyllt á ný. Þá flutti Hon. Niels Johnson kveðju fyrir hönd ríkisstjórnar- innar í North Dakota, er féllu í frjóva jörð; er Mr. Johnson gáfu- maður mikill og mælskur að sama skapi. Þá las forseti upp mikinn sæg kveðjuskeyta til þjóðræknisfélagsins bæði frá ís- landi, og félögum og einstakl- ingum í Canada og Bandaríkj- unum, er fagnað var hið bezta af því mikla fjölmenni, er nú var samankomið. Forseti skipaði Mrs. H. F. Danielson. Um kvöldið fór fram í fyrstu lútersku kirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni, skemtisam- koma Icelandic Canadian Club, er þótti takast með ágætum; var Niels dómsmálaráðherra þar að- alræðumaður, og þótti ræða hans tilkomumikil og fróðleg mjög; frá þessari samkomu verður nánar skýrt eins fljótt og tími vinst til. Á þriðjudaginn var þingstörf- um haldið áfram við mikla að- sókn og fjörugar umræður. Um kvöldið fór fram í Fyrstu lútersku kirkju árshátíð Fróns, að geisi fjölmenni viðstöddu; for- sæti skipaði forseti deildarinnar, G. Levy, en aðalræðuna flutti virðulegur sendifulltrúi Islands- stjórnar, Ingólfur læknir Gísla- son; var ræðan stórfróðleg og snildarlega flutt; væntir Lögberg þess, að geta birt báðar ræður sendifulltrúans í næstu viku. Frá áminstri Frónshátíð verð- ur einnig nánar skýrt er ástæð- ur leyfa. Tvær sendistöðvar finnast í bústað fyrrverandi ræðis- manns Þjóðverja. Hafa verið í töskum á lofthœð hússins síðan árið 1940 ! Þar með sannað, að dr. Gerlach hefur haft leynilegt útvarp héðan til Þýzkalands. Reykjavík, 8. febrúar, 1946.— Finnur Jónsson dómsmálaráð- herra upplýsti í viðtali við blaða- menn í gær, að fundizt hefðu trvær sendistöðvar í húsinu að Túngötu 18 hér í bæ, en það var bústaður þýzka ræðismannsins, dr. Gerlachs, fyrir stríð. Fundust sendistöðvarnar í herbergi á lofthæð hússins, og voru þær geymdar þar í töskum innan um ýmis konar farangur. Eru sendi- stöðvar þessar misstórar, önnur tveggja watta en hin tuttugu watta, og er talið, að önnur þeirra sé sendistöð sú, sem vart varð árið 1939 og vissa er fyrir að starfrækt hefur verið í bústað dr. Gerlachs. Bretar munu hafa gert ýtarlega leit að sendistöð í bústað þýzka ræðismannsins eftir að þeir her- námu landið, en virðast einskis hafa orðið vísari. Er það því fyrst nú, eftir að sendistöðvarn- ar tvær hafa fundizt, að upplýst er, að ræðismaður Þjóðverja hér fyrir stríð hefur haft samband við þýzkaland gegnum leynilega sendistöð og sennilega komið á framfæri við þýzku stjórnina fréttum njósnuðum annars stað- ar á Norðurlöndum, auk veður- frétta og annarra upplýsinga frá íslandi. —Alþbl., 8. febr. Það er síður en svo, að inn- byrðisástandið í Indlandi hafi farið batnandi, heldur miklu fremur hið gagnstæða; mest hef- ir þó að óeirðum kveðið í Bom- bay þar sem götubardagar hafa svo að segja daglega verið háðir; eru megin ástæður sagðar að vera þær, að Indverjar krefjist þess, að Bretar kveðji heim úr borginni alt setulið sitt, og láti borgarbúa eina um hituna, en slíkt hafa brezk hernaðarvöld ekki viljað taka í mál; í óeirðum þessum hafa 130 manns látið líf- ið, en um 2,000 liggja í sárum. NÁMUSLYS Fjögur hundruð tuttugu og fimm máumenn létu líf sitt í Ruhr-dalnum, er kolanáma ein hrundi saman á augnabliki. IIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIII!III!1IIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIII!!I!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1I!IIIIIIIIIIIII!II!III|I|II!!I|||||I||1|II|I||I||I1II||||||||||HIIIIIIII1III!IIIII|II||!III||III||!!!||III||||!||||I11I||||||||11I|||||||||||||||||I11I|||!I||| •STRÖN D I N Eftirfylgjandi kvœði var flutt af Ármanni Bjömsson, á stofnfundi þeim, sem haldinn var í Vancouver, þann 18. febrúar, þegar félögin lngólfur og ísafold voru sameinuð, og hið nýja félag “Ströndin” var stofnað. “Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga” Sú var tíð að»guðir giftu, guðum eftir líktu menn. Feður dætra festu réðu, fluttu bónorð sona. En ef að mannaforráð fylgdu festum, auður saman rann, kölluðu þeir, hið góða gjaforð giftinguna, kaupmálann. Glæsimenni gott til kvenna gerist enn, að fornum sið, — óðalborin — ísafold og Ingólf saman tengjum við. Sameinað er með þeim mægðum mannaval í beggja ætt. Forráðin sem fríðindunum fylgja, eru hundrað þætt. Takist með þeim ástir, eru allar líkur til þess, að félag þeirra í framtíð verði fyrirmynd. En eitt er það sem er að óttast: “Surtur fari sunnan,” Rætist Völuspá? Frumagnar á öld, við alheims eyðilegging búast má. A. B. lllllllll!lllllll>l!llllllllllll!lllllll!llllllllllllllllllllll!IIIlllll!!!lllll>ll!!lll!illl!!ll!!lilll!l!!llillll!l>!l!llillllll!!!!!!ll!llll!i!llllll|!!lii!!!!!l!!!!!ll|ir,!|||!!ll!!l!;i!!l!||t!||||!{|||||||!||||i||||j!|i||||||||{!|{||||||||||uy|||||m|M| IIIIIIIIIIIHIIIIIIII|||lillHlllllll[llllllinilllllll'l!lllllllimill|]lllllllllll!llllll|li!l|i|||lllllllllll'1|llllll||l|||||[|[il||l||!lll||||imill||ll|[|||||||||[|||||||||[[||||||!|!|i|||!||H|[||||iiH|||imi|l|ffllÍ|||Í!|[[|ll||l{||l|li||B

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.