Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. FEBRÚAR, 1946 5 AHWGAMAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON “HERRA FORSETI” Manstu eftir því, þegar þú, í fyrsta sinn stóðst upp, til þess að ávarpa fólk opinberlega og stundir upp skjálfandi rómi: “herra forseti”; Þú fékst skjálfta í hnén, andlitin fyrir framan þig runnu saman í eitt og þú gatst ekki greint eitt frá öðru, allar hugsanir voru flognar út í veður °g vind, höfuðið var tómt, loks komstu upp fáeinum setningum °g þér fanst röddin svo annarleg °g eiginlega ekki koma frá sj álfri þór, og svo þegar þú settist nið- Ur> þá mundir þú ekki orð af því sem þú hafðir sagt. Flestar okkar hafa reynt eitt- hvað þessu líkt, því fæstar til- heyra hinum útvöldu, konum, sem virðast hafa þegið ræðu- hæfileikann í vöggugjöf. Slíkar konur eru alveg heima hjá sér a ræðupallinum. Þær hafa full- komið vald yfir ræðuefninu og hlustendunum. Áheyrendur hræða þær ekki hót, hversu ttiargir, sem þeir eru, og jafnvel þótt þeir séu óvinveittir. Aðrar konur beinlínis elska áheyrendur °g ná hilli þeirra á stuttum tíma hara fyrir þá ástæðu. Og svo eru konur, sem hafa svo mikinn á- huga fyrir því máli, sem þær eru að ræða, að þær gleyma bæði sjálfum sér og áheyrendunum, þær eru líka áhrifamiklar ræðu- konur. En sem sagt, fæstar kon- Ur eru gæddar þessum hæfileik- um. Flestar þurfa að leggja uokkuð á sig til þess að geta kom- ^ sæmilega fram á ræðupalli. Þú segir nú, e. t. v. að það komi aldrei til mála að þú látir hafa þig í það að fara að flytja r®ðu, en hið ólíklegasta getur komið fyrir. Ef fólk veit um það, að þú hefir sterkan áhuga fyrir vissum málum, t. d. jafnrétti kvenna, hannyrðum, mataræði, hagheimilum barna o. s. frv., eða þú hefir farið í ferðalag eða skrifað bók, þá máttu vera viss um að fyr eða seinna verður búið að lokka þig, áður en þú veist af, iil þess að flytja ofurlítinn ræðu- stúf fyrir eitthvert félag eða klúbb. Hinn tilsetti dagur er e. t. v. langt framundan og þú segir við minni Þmu' 'Þetta Setur hent skrifaða ræðu þannig að hún verði áheyrileg. Þegar þú ert búin að semja erindið, skaltu lesa það upphátt og spyrja sjálfa þig hvort það líkist mæltu eða rituðu máli, og svo loks þegar þú ert orð- in ánægð með ræðuna, ættirðu að lesa hana nokkrum sinnum upphátt til þess að þú þurfir ekki altaf að grína í blöðin 'þegar þú ert kominn á ræðupallinn. Nú rennur dagurinn upp og þú ferð að hugsa um hvað þú eigir að klæðast í við þetta mikil- væga tækifæri. Varast skaltu að dubba þig upp með allskonar glingri §ins og værir þú jólatré; ef klæðnaður þinn er mjög skrautlegur eða frábrugðinn klæðnaði annara, þá dregur hann athygli áheyrendanna frá því sem þú ert að segja. Bezt er að vera í soyrtilegum búningi, sem ekki er of mikið borið í. Athug aðu sjálfa þig vandlega í speglin- um, frá öllum hliðum, áður en þú ferð að heiman, svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur út af því að e. t. v. séu sokkarnir snúnir, nærpilsið sjáist, hárið í ólagi o. s. frv. Nú er stundin komin, þú ert komin upp á pallinn; allra augu mæna á þig. Ekki skaltu láta það fá á þig; þú ert búin að undirbúa þig vandlega svo þú hefir ekkert að óttast. Ekki er ráðlegt að byrja strax á erindinu. Fundarstjóri hefir sennilega kynt þig áheyrendunum með vin- gjarnlegum orðum í þinn garð; þú þakkar honum fyrir, með nokkrum vel völdum orðum. Þá hafa margir ræðumenn það til siðs að byrja með því að segja eina eða tvær viðeigandi skrítlur; þetta kemur áheyrendum í gott skap, auk þess gefur það þeim tækifæri til þess að venjast eða átta sig á málrómi þínum og ræðuhætti. Nú byrjar þú á ræðunni og ein- beitir huganum að efninu, lifir það sem þú ert að segja; alt geng- ur eins og í sögu; þú ræðir eitt atriði af öðru en — alt í einu getur það komið fyrir að þú gleymir; að öllu virðist stolið úr sjálfa þig á hverjum degi: “Æ, eg þai-f ekki að hugsa um þetta nuua, það er svo langt þangað tlh” En gleymdu því ekki, að Senn dregur að deginum, og það Seru þú ert búin að lofa, verður Þú að efna. Ef þú undirbýrð þig ræðu þína vandlega, þarftu 1 raun og veru engu að kvíða. Varast skaltu að hugsa sem Sv°> að þú þurfir aðeins að standa upp og tala. Að tala við ^unningja sína og flytja ræðu upinberlega er tvennt ólíkt. 1 ^unningjahóp gerir lítið til þótt raeða þín sé slitrótt og samheng- jjítil. Ræða, sem flutt er opin- erlega verður að vera kjarn- §°ð; þú aflar þér því allra þeirra upplýsinga, sem þú getur, um ræðuefnið; þar næst skipulegg- Ur þú það þannig að það er í rokfraeðilegu samhengi. Áríðandi er að læra aðal punkt- ana utan að eða skrifa þá á lítið sPjald, sem þú geymir í lófa þín- Uln meðan þú flytur ræðuna. Ef PÚ gerir þetta, þá er þér alveg uorgið. Stundum er betra að skrifa alla ra&ðuna, sérstaklega ef í henni ^u skýrslur eða tilvitnanir, eða hún á að birtast á prenti, en verður þú að muna, að það U'ismrmaiidi hljómfall milli þagS Uiælta og skráða máls og að er vandi að semja og flytja togi þjóðar sinnar; hann flutti henni boðskap hatursins og eigin- girninnar og leiddi bölvun yfir hana og alt mannkynið. Winston Churchill tókst með mælsku sinni að tala kjark í þjóð sína á hinni mestu hættu stund, og sam- eina hana og brezka veldið til átaka gegn óvinunum og bjarg- aði þannig ekki einungis sinni eigin þjóð heldur öllu mannkyn- inu frá því að lenda í þrælaviðj- um nazismans. Aðeins fáeinir menn í veraldar- sögunni hafa verið gæddir slík- um hæfileika, eða haft tækifæri til að beita honum á svona áhrifa- ríkan hátt. Þótt þú verðir aldrei mælsk, getur þú, með nokkurri þjálfun, áreiðanlega staðið upp, sagt “herra forseti” og flutt ofurlitla ræðu, án þess að skjálfa á bein- unum. Það er þess vert að reyna það, því það kemur sér oft vel. alla ræðumenn. Láttu ekki ótt- ann ná yfirhöndinni; taktu vatns- glasið og drekktu úr því góðan sopa, hægt og rólega, farðu að engu óðslega; augnablikið mun líða hjá og þú munt ná þér á strykið aftur. Ekki er vert að reyna að leggja áherzlur á orðin með handa- slætti eða nokkru þvílíku; slíkt eykur sjaldan á áhrifamagn ræð- unnar. Sterkustu atriði ræðunn- ar eru oftast höfð í ræðulok; það er áhrifamest. Setjum nú svo að þér hafi tek- ist ræðan ljómandi vel og þú hafir fengið mikið lof fyrir hana,' þá er önnur hætta, sem maður verður að varast. Okkur verður það stundum á, að verða svo hrifnar af okkar eigin mælsku að við sprettum upp við öll mögu- leg og ómöguleg tækifæri til þess að halda ræðu, og orðaflóðið heldur svo áfram stanzlaust þar til allir eru orðnir dauðleiðir að hlusta á það. Raunveruleg mælska er gjöf, sem fáum er gefin. Sá, sem gædd- ur er þeim hæfileika í ríkum mæli, hefir mikið vald yfir sam- ferðamönnum sínum, en ekki hefir því Vvaldi ávalt verið beitt þeim til blessunar. Með mælsku sinni tókst Adolf Hitler að afla sér fylgjenda og gerast loks leið Frá hinni hliðinni Hr. ritstjóri Heimskringlu: Eg sannfærðist um það af sein- ustu grein þinni í Heimskr., að það er jafn þýðingarlaust að deila við þig og að slá höfðinu í stein; skal því fljótt yfir sögu fara, áður en eg gef þér seinasta orðið, því að eg veit að það verð- ur bara endurtekning á því, sem þú ert búinn að segja, og þess vegna ekki svara vert. Þegar eg var ungur, glímdi eg oft við jafnaldra mína. Aðalá- herzlan var lögð á að glíma fim- lega: bragð kæmi á móti bragði. Það var fegurð og gildi íslenzku glímunnar, sem áhuginn var fyr- ir, en ekki hvort maður stæði eða félli. Einu sinni glímdi eg við strák, sem bolaðist svo, að það var ómögulegt að koma á hann bragði. Þetta enti með því að eg lét hann fella mig, svo feginn varð eg að losna við hann. En eg varaðist að glíma við hann aftur. Svo að eg segi þér eins og er, ritstj. sæll, minnir þú mig á þennan strák.—Þú kant ekki að fara í deilu, svo að íþrótt sé í, nema að bolast.—Ekkert listræni. Engin einasta leiftrandi setning! En í þess stað klaufa- leg, smásálarleg launklípni, bor- in fram í þeim tilgangi að eyði- leggja andstæðing þinn í augum almennings. Þó er annað enn verra: Þú ert ekki máður til að mæta höfuðatriðum máls, nema með aukaatriðum. Þú hefir t.d. aldei mætt ástæðum mínum í undiskrifta máli íslendinga, nema tyggja upp aftur og aftur: —“að segja Þjóðverjum og Jöp- unum stríð á hendur og æða út í herdansinn.” Þú ert eins og kerlingarnar, sem stöguðust á: “Klippt var það; skorið var það” —þangað til þær urðu klumsa. Það var líka svo mikil hætta á að íslendingar þyrftu að “æða út í herdansinn” við þjóðir, sem sama sem búið var að sigra. Þegar,—eftir síðustu aldamót, eins og kunnugt er, vaknaði sterk hreyfing á Islandi, að slíta öllu sambandi við Dani. Sögðu marg- ir af vitrustu mönnum þjóðar- innar, að hættulegt væri fyrir ísland að standa eitt sér, án þess að vera í verndarsambandi við einhverja sér stærri þjóð, hvað sem á dagana drifi. Þessi skoð- un þeirra stendur óhögguð enn þann dag í dag. En þegar til leiðtoga íslendinga kom nú á tímum, þeirra sem leysa eiga vandamál þjóðarinnar, neita þeir að verða þátttakendur í alþjóða- verndarsambandi. Með allri virðing fyrir nútíðar formönnum íslendinga og tagl- hnýsting þeirra, ritstj. Hkr., ætla eg að láta þá skoðun í ljós, að í seinni hluta 19. aldar, voru svo miklir hæfileika menn á íslandi, að í fylkingar armi forystu manna íslenzkrar þjóðar, standa rúm þeirra enn óskipuð og bíða vitrari manna, þegar til ýtrustu átaka kemur, að beita heilbrigðu mannviti í samstilling við þreyti- þróuii aldarfarsins. Framtíðin, hvað hættu snertir, er ískyggilegri nú, en var um og eftir síðustu aldamót. Hvað væri líklegra en að eftirköst yrðu í framtíðinni af annari eins styrjöld og sú síðasta var, þegar mikill hluti hins siðaða heims, þrjár þjóðir (Þjóðverjar, Jap- anir og ítalir) slepptu allri sið- menning nú-tímans og æddu yfir jafnt hlutlaus lönd sem hin, ræn- andi og drepandi og myrðandi, eins og stiga- eða útilegumenn. Það væri ekkert meir þó af þessu leiddi að eftir nokkur ár eða áratug eða svo, gætu risið upp óaldarflokkar sem hefðu sama framferði, að svo miklu leyti, sem þeir næðu til og gætu, ekki sízt þegar þess er gætt, að hatrið sýður undir niðri hjá þeim vegna ósigursins. Hvað væri þá líklegra, ef slíkum mönn- um gæfist tækifæri — sem er engin trygging fyrir að ekki eigi sér stað á næstu- árum — steypi sér yfir lönd sem hafa eins þýð- ingarmikla hernaðarlega afstöðu og Island, þó að afskekt sé, en ekki getur varið sig, og yrði þar- afleiðandi þeirra fyrsta bráð. Slíkir menn mundu þar beita sinni blóðþyrstu grimdaraðferð, og reynzlan er búin að sýna að þeir höfðu í nýafstöðnu stríði. Og þá kemur sú spurning, sem íslenzk þjóð hlýtur að svara: Hvar er eg stödd ef eg nýt engr- ar verndar þeirra þjóða, sem unnu þetta stríð og vernduðu siðmenning þessarar veraldar frá hruni. Eftir síðustu heimsfregnum að dæma, á ekki setulið það, sem sigurvegararnir hafa í yfirunnu löndunum að vera þar lengur en næstu 10 ár, svo að það er næsta ólíklegt að setulið Bandaríkja- manna dvelji lengur en það á íslandi, og ef til vill ekki svo lengi; svo að ekki verður á vernd þeirra að treysta, þegar frá líð- ur. Þó að litið sé á málið frá þeirri hlið að íslendirrgar hefðu inn- ritast hjá stórþjóðunum, hefir þú, ristj. Hkr., enga sönnun fyrir því að þeir yrðu skyldaðir til að æða út í herdansinn þó að stríð kæmi. Meiri líkur eru til þess, að landið yrði höndlað líkt og'í síðasta stríði, eða haft fyrir bæki- stöð, en engin krafa gerð á hend- ur þjóðinni, sem engan herbún- að hefir að taka þátt í stríðinu sjálfu. — Eg ætla að leggja fyrir þig eina spurningu, rits. Hkr., og hún er þessi: Hefirðu athugað það, að með því að stara stirð- um augum á það eitt, að sigur- vegarar síðasta stríðs hafi að- eins meint það með undirskrifta beiðninni að “siga ísl. út í her- dansinn,” ertu að koma með van- trausts yfirlýsing á siðferðismátt þeirra þjóða, sem fómuðu blóði miljóna af sínum beztu sonum til þess að þessi jörð yrði í fram- tíð byggð af mönnum, en ekki blóðþyrstum villidýrum! Bæði af illvilja og skilnings- leysi, ruglarðu upp tilgangi mín- um um Baldur og Mistilteininn, þegar þú setur Loka og Höðar blihda sem höfuðatriði í forsögn goðafræðinnar. Það sem fyrir m/r vakti með því að tefla fram þessari goðasögn, var að líkja Baldur við heildarstærð heims- málanna, en Mistiltein við smædd þeirra, eftir hlutfalli, og sýna hve örlög minstu smæddar geta orðið mestu stærð að falli, ef hún bregst sínu hlutverki (Sbr. að ísl. eru taldir einir af fámenn- ustu þjóðum heimsins). Það ligg- ur mér í léttu rúmi, þó þú hlakk- ist yfir heimsku minni í saman- bArði við Jónas frá Hriflu og Is- lenzkt löggjafarvald. Eg biýst ekki við að þú hafir drenglund né vitsmuni til þess að taka tll íhugunar mannvit málsháttar- ins: Margt er það í koti karls, sem kongs er ekki í ranni—þó það sé mikið þyngra á metum en þitt vit. Þó að þú segir að eg skilji ekkert í eilífðarmálunum, læt ég mér í léttu rúmi liggja. Það minsta sem sá maður getur gert, sem fjandskapast í hugsun gagn vart þeim, eins og þú gjörir, er að halda sér saman á meðan hann er of sjálfbyrgingslega montinn, til þess að gera tilraun til þess að kynna sér alvarlega afstöðu þeirra manna, sem láta þau sig nokkru varða. Þó að til- gangur þinn sé annar,—er það rétt hjá þér “að eg hefi sett met, sem er enginn hversdagsviðburð- ur, þegar jeg orti heimssöng fyrir þjóðsöng—og gerði athuga- semd við, að það sé léleg rök- fræði að segja að það sé hægt að lifa og deyja í einu.”—En að nota vísuna sem eg gerði, sem keyri á mig, og segja að eg hafi ætlað að snúa skáldskap Matthí- asar til betri máls, er ekkert nema áróður, til þess að æsa upp á móti mér aðdáendur Matthas- ar. Tilgangur minn með vísunni var allur annar. Hann var sá, að draga upp mynd af framtíð hinn- ar nýju heimsþróunar—sem á- reiðanlega kemur þó að þú sért henni fjandsamlegur, og sýna hvernig þjóðernin -rynnu saman í eitt, og þá yrði enginn þjóð- söngur lengur, heldur heims- söngur. Og af því að Guð Vors Lands er þjóðsöngur ísl., datt mér í hug—til þess að gera mál mitt auðveldara til skilnings, að yrkja mína vísu undir sama lagi. En að eg hafi ætlað að gera mig góðan af Matthiasi eins og þú snýrð því, er fjandsamleg, en þó ráðaleysisleg illkvitni. Þér er ekki lítið niðri fyrir, þegar þú blæst því út, að eg hafi sagt að sumir hafi efast um að þú hafir skrifað ritdómirm. Um þetta er ekkert ákveðið sagt. Eg hefi ekki heyrt það fyr, að sak- næmt væri, þó að menn drægu eitthvað í efa.—En annað hefi eg heyrt; það er að saknæmt væri að segja án ástæðu um mann, “að hann bæri rýting í erminni og sæti á svikráðum við sína þjóð”—og hafa ekkert nema aukaatriði til að fóðra málstað sinn með. Hvar heldurðu að þú stæðir ef þú ættir að sanna þetta? Það er gott þín vegna að rit- dómurinn er þitt verk; hann sýn- ir að engum er alls varnað. Er þér áreiðanlega alvara að bera það á borð fyrir lesendur þína, að allar þínar athugasemdir í minn garð séu hógværar? “Dragðu bjálkann úr þínu eigin auga” svo að þú sjáir hlutina eins og þeir eru, en ekki öfuga! Þú ert montinn af “þessum Dremur ‘þefvísu’.” Þeir eru eru tákn þess tíma, þegar talið var hættulegt að opna glugga vegna þess, að dauða loftið að innan orsakaði ódaun, þegar það mætti hreina loftinu að utan.— Það var alveg rét't af þeim heils- unnar vegna, að loka gluggun- um. Þeir eru orðnir of vanir að lifa í sama lofti og þú, til þess að þola ferskt loft. Eg er þreyttur á að slíta járn- festar við þig. Þú mætir mér hvergi í beinni andstöðu. Eitt af þyngstu atriðum greinar minnar, var sönn sögn um það, að þú hefðir fyrir nokkru síðan álitið Kommúnismann einan getað grætt mannfélagsmeinin. Öllum, sem lesið hafa Heimskr. á síðari tímum er ljóst, að nú ertu á móti honum. Hví ferðu framhjá þessu? Eg lít svo á að farsælla hefði verið fyrir þig, manndóms þíns og stöðu-vegna, að mæta þessu eins og maður, en ekki ganga það á bug. öðru þunga atriði þorir þú ekki að mæta, sem sé greina upptíning þínum um Rússa, sem eg færði ástæður fyrir að væri varhuga- verður. Þú talar um beina löggjöf út í bláinn. Ástæðum mínum reyn- irðu ekki að mæta Þú getur ekki skilið það, að til þess að not verði að henni, þarf vestræn menning að ala upp nýja kyn- slóð, sem fái fyrsta grundvöll sinn í barnaskólum. Eg veit ekki um neina þjóð nema Rússa, sem eru á réttum vegi með að gera hana að líf- rænum, starfandi mætti í sínu þjóðlífi. Þér er mikið niðrifyrir út af því hvað grein mín kom seint, og segir að það leggi af henni ódaun fyrir það hvað hún sé gömul. Þotta á víst að skiljast svo, að verði handrit og bók- mentir eldri en tveggja mánaða, fari að leggja af þeim ódaun. Hvernig ætli að fari fyrir bók- mentum veraldarinnar, sem eru eldri en tveggja mánaða? Það verður víst að brenna þær allar, svo að þeir deyi ekk^ þarna í Winnipeg úr ólykt. Þeffæri þeirra eru svo viðkvæm. Jæja, rits.: Eg tek það enn fram, að framvegis hefirðu öll tækifæri að gera þínar “hóværu” athugasemdir við mig. Eg ætla ekki að slíta kröftum á að deila við mann, sem bolast eins og þú. Eg kannske sendi þér eina vísu ef þörf gerist, og hún á að lifa okkur báða, og þá er upptalið. J. S. frá Káldbak. Kerling nokkur, er mest ævi sinnar hafði dvalið í sveitum, fluttist út á Snæfellsnes. Hún undi þar illa hag sínum og sak- naði margs úr sveitinni. Einhver- ju sinni um kvöldtíma kemur hún út og sér tunglið. Það var þá fárra nátta og manabert. Verður henni þá að orðum “Allt er það eins hérna undir Jökli, tunglið sem annað. Það er þó munur að sjá sveitatunglið, hvað það er feitt og bústið, eða aumingjann þann arna, sem er skinhoraður. Það er líka náttúrlegt, þvi það er munur á að lifa á mjólkinni og kjötinu í sveitinni eða sjóslöpum hérna.” % % # %<y v EATON’S Lyfiadeildin Með öllum nýtízku útbúnaði EATON’S lyfjadeildin táknar óviðjafnanleg gæði, ábyggi- leik og fullkomna afgreiðslu — en slíkt er aðalatriðið þegar um ræðir nákvæma blöndun lyfja. Útskrifaðir lyfjafræðingar verja fullum tíma til nákvæmrar og vísindalegrar lyfjablöndunar. Hver forskrift er til tryggingar athuguð tvisvar. Verð forskrifta er táknrænt fyrir EATON’S afgreiðslu og gæði. — Prescription Counter, Main Floor, Donald *T. EATON C? MITSO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.