Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGI.N N 28. FEBRÚAR 1946 7 Velkomin heim Ræða jlutt af W. J. Lindal dómara, á heimboðinu fyrir ís- lenzka hermenn og konur, mánu- daginn, 19. febrúar. Lauslega þýdd af höfundinum. Kvæði nokkurt, sem margir kannast við, er nefnist: “Kröfur tímans,” byrjar þannis: ‘Drottinn gef oss menn til mann- dóms verka, mikilhæfa, t r ú a, göfga’ og sterka.” Þetta er hvatning skáldsins í kyrð og friði nítjándu aldar- innar. Morgúninn örlaga-þrungna, 1. september 1939, breyttist þessi hvatning í bæn — hjartafólgna úæn hvers einasta manns í víðri veröld, sem elskar frið og frelsi. Bænin var heyrð—henni var svarað. Miljónir manna gáfu sig fram til þess að verja þjóð- irnar sem á var ráðist. Ekki var það svo að skilja að þeir óskuðu eftir stríði. Vér getum með sanni sagt það sama um þá, og segja má um hvern einasta sann- an hermann: ‘Friðelskandi, framar stríði sér hann; Föðurland sitt gegn um helju ver hann.” Þess er ekki þörf að rekja sögu atburðanna í sex síðast liðin ár: I fyrsta lagi hin stórkostlegustu samtök, fyrirfram hugsuð í ill- u® tilgangi, sem sögur fara af— samtök til þess að gjöreyðileggja alla nútíðar menningu; þar næst hinar gífurlegu árásir fjand- ^aannanna, sem í fyrstu hlutu að heppnast, þar sem tæplega var u* nokkrar varnir að ræða; hina hveljandi óvissu meðan sigur og °sigur virtust jafnir á metaskál- unum; hinn mikla hugarlétti þegar viðhorfið breyttist til batn- aðar; eyðilegging drápsvéla og herafla óvinanna og að síðustu uPPgjöf þeirra alveg skilyrðis- laust. Stríðið er uúnið og canad- ^sku hermennirnir eru að koma heim. Þau sem fyrir fáum árum voru Ungir drengir og litlar s'túlkur, sem léku sér um slqttur vestur- fylkjanna eða innan um mann- fjöldann á götum austur borg- anna, eru nú orðin menn og kon- ur með æfilangri lífsreynzlu að haki sér. Engin þörf er að benda a einstök dæmi um hetjuskap þeirra og þrautseigju. Við er- Um öll sammála Dwight D. Eis- enhower, hershöfðingja, þar sem hann segir að engir hermenn, Sem undir hans forustu börðust, hafi tekið fram þeim canadisku. Nú eru þeir að koma heim og ^ið, góðu gestir, eruð á meðal Peirra. Fyrir hönd hins mikla ^Uannfjölda sem hér er saman- hominn í kvöld, og fyrir hönd hinna mörgu sem ekki gátu kom- Jð, bið eg ykkur velkomin. ■i’etta heimboð fer fram undir umsjón Jóns Sigurðssonar fél- agsins, með aðstoð canadiska ís- ienzka klúbbsins. Jóns Sigurðssonar félagið var stofnað meðan fyrra heimsstríð- ið stóð yfir. Að því stríði loknu gekst félagið fyrir samkomu Svipaðri þessari og í þessum Sama sal. Konum félagsins var fað mikið ánægjuefni að geta uþetta sinn boðið velkomin heim °nur og menn frá Winnipeg og Umhverfinu, sem af islenzku ergi eru brotin og þátt hafa iekið í seinna heimsstríðinu. í samvinnu með félaginu vi Petta tækifæri er canadiski í: er>zki klúbburinn, sem gefur i ri^_er annast um það að safn skýrslum um menn og konur anada og Bandaríkjunum, sei eru af íslenzkum ættum og tel 1 hafa þátt í þessu stríði, ásan tttyndum af þeim. Áfram ver< Ur haldið að safna»slíkum skýrs Pað safn eins fullkomið og mögv l1111 °S myndum og reynt að hai iegt er. ^annig á það að vera. að er ekki farið eftir nöfnum Pegar við, eins og aðrir þjóð- °hkar hér í landi, erum dæmd eða metin. Ekki heldur eftir því frá hvaða landi við fluttum hingað né eftir afreksverkum feðra vorra—jafnvel ekki eftir þeirri þjóðararfleifð, sem þeir eftirlétu okkur, þótt mikil sé og dýrðleg. Nei, ekkert af þessu er aðalatriðið; það er farið eftir því hvernig við erum og reyn- umst sjálf og hvað það er þjóð- inni til sæmdar sem við höfum komið til leiðar. Og einmitt af þessari ástæðu er okkur afar ant um það að geta mætt öllum þeim skyldum sem á okkur hvíla sem borgurum þessa lands. Og með þetta fyrir augum vei’ðum við að festa það í minni að: “Hin sanna frægð í frægðar- verkum lifir.” Ef okkur sem þjóðbroti heppn- ast að mæta öllum skyldum sem canadiskir borgarar þá eru það þið, gestir vorir, sem fyrst og fremst ber að þakka. “Að mæta öllum skyldum sem canadiskir borgarar,” sagði eg. Við erum stolt af því að vera canadiskir borgarar — stolt af Canada og þeim mikla þætti er hún sem þjóð átti í baráttunni sem nú er nýafstaðin, þar sem lífið sjálft var í veði. Framlag Canada í stríðinu hefir haft það í för með sér að þjóðin fer stöð- ugt vaxandi að áliti; hún skipar nú þegar heiðurssæti meðal bandaþjóðanna, sem er miklu virðulegri en mögulegt var að bú- ast við eftir fólksfjölda. En við megum ekki gleyma því að þjóðarhefð og frægð byggjast á því hve miklu einstak- lingurinn kemur í verk af því, staklingar koma í verk af því, sem miðar til þjóðþrifa og er sama hvort hann er hermaður eða vanalegur borgari. Þið, og allir hinir canadisku hermenn- irnir, sem svo drengilega afköst- uðu öllum verkum og skyldum sem að ykkur bar, þið eigið mestan heiðurinn skilinn fyrir það hefðarsæti sem Canada- þjóðin skipar nú. En við getum ekki látið hugann staðnæmast í Canada. Þegar við hugsum til baka og gætum þess hversu hættulega lítið vantaði á það að óvinurinn ynni stríðið, þá finnum við til þakklætis í hjörtum okkar til hvers einasta hermanns, karls eða konu, sem þátt tóku í stríðinu. Nú er því lokið og þið eruð komin heim til vina og vanda- manna. Eftir stutta hvíld, sem þið hafið sannarlega verðskuld- að, nálgast sá tími að þið takið ykkar þátt í störfum hins dag- lega lífs. Vera má að ykkur fyrst í stað finnist þau störf hvorki skemtileg né aðlaðandi, en þau hafa sinn tilgang og það er eitt sem er athugavert: þið fléttið inn í líf ykkar hér verð- mæta reynzlu, sem þið hafið öðl- ast, þótt hún hafi verið dýru verði keypt. Hinu mikla skyldustarfi er lokið; stríðið er unnið og heims- menningunni borgið. 1 gær horfðum við á ykkur í fjarska. Brjóst okkar þöndust út þegar við fréttum um hin miklu afreksverk ykkar. Nú sameinums't við ykkur og við göngum öll að nýjum störfum á nýjum brautum. Friðinn verð- ur að vinna. Nú erum við öll í baráttunni. Ennþá heyrist röddin hrópa: “Gef oss menn.” Þið, gestir góðir, takið leiðandi þátt í því skyldustarfi að byggja þannig að friði sé borgið. For- ustu ykkar í þeirri grein hefir verið kröftuglega lýst, en þó ýkjulaust, af canadiska skáld- inu E. J. Pratt, í hinu undur- fagra kvæði sem hann nefnir: “Þeir hverfa heim.” “Þeir hverfa heim . . . Þeir skapa efni’ og byggja fagr- ar friðarhallir sem féndur engir sigra né tím- ans sfraumar allir.” Hversvegna bendir skáldið á hermennina sem menn er muni taka leiðandi þátt í því að byggja þær friðarhallir sem ald- rei munu hrynja? Það er vegna þess að æfing þeirra og lífs-1 reynsla hafa klætt þá þeim and- lega búningi og þeim líkamlegu kostum sem gera þá sérstaklega hæfa til þess að vinna að því mikla ogyvandasama starfi sem fyrir hendi liggur. Því sérstaklega hæfa? Eg vil benda á dæmi sem útskýrir hvað eg meina. Árið 1802 orti enska skáldið, William Wordsworth, einkar á- hrifamikið kvæði, og mun í það hafa verið spunnar hugsanir hans er hann fann til hinnar miklu hættu sem hvíldi yfir Bretlands eyjum, og ekki leið frá fyr en eftir stór-sigurinn í Trafalgar sjóorustunni þremur árum síðar. Kvæðið heitir: “Það er óhugsandi.” “Það er óhugsandi.” Þetta eru orð sem minna mörg ykkar á orðin frægu hans Jóns Sigurðs- sonar, sem varði öllum sínum kröftum til að endurreisa hið forna lýðveldi: Aldrei að víkja. Þrjár Ijóðlínur í þessu þrótt- mikla kvæði Wordsworth’s lýsa aðalkjarnanum í anda brezku þjóðarinnar um allar þær aldir sem hún hefir barist fyrir frelsi sínu og lýðræðis stjómar-fyrir- komulaginu—lýsa honum alveg eins og meitlað væri í klett. Þær hljóða þannig: “Vér geymum, metum meira nokkrum auði, þau megin vopn er fornar hetj- ur beittu, því frelsi er líf en fjötrar verri en dauði.” Milton talar um “Himnesk vopnabúr, hjálmar, skildir og spjót.” “Líf er frelsi, fjötrar verri en dauði.” Þetta eru þau andlegu herklæði Breta, sem staðið hafa að baki hersveita þeirra og veitt þeim líf og þrótt frá dögum Alfreds til þessa dags. Þetta voru herklæðin sem að góðu haldi komu þegar spanski flotinn lagði af stað til Englands; það var andinn, sem vann á bak við og stýrði skipunum við Tra- falgar, fylli hermennina víga- móði í Waterloo bardaganum. Hér birtist sál Englands í sinni fegurstu mynd, þegar þjóðin varðist og barðist á eyvirki sínu og stóðst alein hinar grimmu- legu árásir—alein,nema að því leyti sem hinar brezku þjóðirnar gátu veitt henni lið. Sumir ykk- ar tóku þátt í þeim bardaga. En þið einnig eigið vopnabúr —vopnabúr sem þið fluttuð með ykkur frá vígvöllunum. Her- klæði ykkar, engu síður en Breta, eru ekki vængir flugdrek- anna í loftinu, ekki virki á klettum landanna, ekki fallbyss- ur á þilförum herskipanna; her- klæði ykkar eru ekki úr stáli, þ a u e r u ekki gjöreyðandi sprengikúlur; en þau eru þess eðlis að ef nauðsyn ber til þá grípið þið byssurnar einu sinni enn, fljúgið himinbláar loft- brautirnar og látið ennþá skipin skeiða og kljúfa öldur hafsins. Hvaða herklæði eru það sem þið eigið? í stríðinu unnuð þið saman, börðust móti óvinunum; hver um sig gerði það sem skyldan bauð; hver og einn hugsaði fyrir sjálf- an sig, en allir unnu saman. En samtökin voru miklu yfir- gripsmeiri og margþættari. All- ur heraflinn, á landi og sjó og í lofti, vann saman sem ein heild. Áhlaup og varnir voru nákvæm- lega ákveðin í samræmi við bardaga annarstaðar. Aldrei í sögu nokkurra styrjalda hafa samtök og samvinna verið eins nákvæm í alla staði og um leið á jafnstórum stíl. H. D. G. Crerar, hershöfðingi Canada hersins, hélt ræðu hér í Winnipeg mánuðinn sem leið; hann lagði mikla áherzlu á þá lexíu sem samtökin höfðu kent. Meðal annars fórust honum orð á þessa leið: “Samvinnu- og þjónustuandinn, sem canadisku hermennirnir sýndu í svo ríkurn mæli, er partur af þeim sjálfum. Eg er þess fullviss að framlag þeirra hér í Canada framvegis á friðartímum verðskuldi engu síður aðdáun allra og lof.” Þið, sem verið hafið á víg- völlunum, vitið hvað samvinna þýðir, og þið munið ekki gleyma því. Það er víða sem menn skortir skilning í þeim efnum. Stríð er harður og grimmur kennari. Það er í stríði sem menn læra til fullnustu að hlífa ekki sjálf- um sér. Allt í kring eru aug- ljós dæmi hetjuskapar og skyldu- rækni sem festast í meðvitund hermannsins og útiloka sjálfs- hyggju og persónulegan hagnað. Einstaklingurinn hverfur — hverfur inn í það málefni sem barist er fyrir. En einmitt í þessari lexíu, jafnvel þótt hún sé kend á grimdarskóla stríðsins — einmitt þar kemur í ljós frumlegur sann- leikur. Þessu til sönnunar þarf ekki annað en að minnast orða undirforingjans í flughernum, og er til þeirra oft vitnað. Þessi hermaður var í flugorustum bæði yfir Evrópu og Japan og eru orð hans á þessa leið: “Eg sá menn særast og það stóð á sama hverrar þjóðar lang- afar þeirra höfðu verið — litur- inn á blóði þeirra var altaf hinn sami; og hvaða kirkju þeir heyrðu til, voru kvalarhljóðin hin sömu.” Þessi undirforingi veit hvað orðin, “alþjóða bræðralag” þýða. Það var alt sama mannkynið að berjast fyrir frelsi allra manna. Einnig þið hafið séð rautt blóðið renna úr opnum sárum. Stríðið hefir leitt sannleika í ljós á þann hátt að þið gleymið því aldrei — sannleika þann sem við oft höfum á vörum en sjald- an í hjartanu: Aallir menn eru bræður. Það eru einmitt menn og konur eins og þið, sem líkleg eru til þess að takast á hendur forustu í því að opna hjörtu allra manna fyrir þessum sann- leika, hvar í heimi sem eru, hvernig sem þeir eru litir og hverju sem þeir trúa. Það er annað að finna í vopna- búri ykkar. Þið eruð komin heim særð á sál og líkama. Ör- kumlin verða sívekjandi vitnis- burður um störf ykkar og fórn- færslu. í baráttunni fyrir því að koma á ævarandi friði — bar- áttu sem verður löng og erfið, hvaða röksemdir eða mótbárur standast gegn slíkum vopnum? Engar. En umfram alt annað komið þið heim með minningu um þá meðbræður ykkar sem fórnuðu lífinu sjálfu. Það er heilög end- urminning; hvorki rás viðburð- anna né tákn tímanna afmá hana né útiloka. “Ef þið bregð- ist okkur,” bergmálar í eyrum ykkar og hvetur ykkur áfram, ef það skyldi koma fyrir að pið hikið eða látið hugfallast. Hver dirfist að ráðast gegn ykkur, sem hafið slíkum vopn- um að veifa? Þeir menn sem alvaldír vilja verða; þær þjóðir sem enn vilja hreykja sér yfir allar aðrar og alt undir sig bæla; þeir menn sem í sjálfsánægð sinni vilja einangra sig innan vissra heims- álfa en gleyma því að heims- höfin eru nú orðin eins og læk- ir og smávötn — allir þessir menn og allar þessar þjóðir munu á sínum tíma biðjast vægð- ar frammi fyrir þeim hersveitum manna og kvenna sem hátt bera höfuð sín og halda áfram með kristalls-skærar endurminning- ar á sinni beinu braut til full- komins sigurs í alheims friði. Þetta eru vopn og herklæði þeirra miljóna, sem heim eru að koma frá vígvöllunum og stríðinu sem háð var á sjó, landi og í lofti. Þetta eru herklæði ykkar. Þau eru ykkar “megin vopn” sem ekki bregðast ykkur fremur en Bretum, af því þau eru part- ur af ykkur sjálfum. Það eru “himnesk herklæði” og því and- leg. Þau eru herklæði sálar ykkar — þau eru þið sjálf. Y ngstu lesendurnir Þing Þjóðræknisfélagsins Þessa dagana hafa margir Is- lendingar komið til Winnipeg- borgar til þess að sækja þing Þjóðræknisfélagsins. Sumir hafa komið langt að — frá Bandaríkj- unum og Saskatchewan, en' flest- ir eru frá íslenzku bygðunum í Manitoba. Hvers vegna höldum við þetta þing og því leggur fólk á sig langar ferðir til að sækja það? Eins og þið vitið, þá hafa margar þúsundir manna frá ís- landi fluttst hingað á síðustu sjötíu árum. Amma þín og afi eða langamma þín og langafi komu frá íslandi. Þessir inn- flytjendur voru fátækir og urðu að vinna hart til þess að verða sjálfstæðir og menta börn sín, en frá því fyrsta hafa þeir stað- ið fyllilega jafnfætis öðrum þjóð- flokkum hér í álfu og eru taldir með hinum beztu borgururrt landsins. Þeim farnaðist vel í þessu landi vegna þess að þeir voru þess ávalt minnugir, að þeir voru komnir af merkilegri menningar- þjóð og afkomendur hennar hér, mættu ekki verða eftirbátar ann- ara. Þeir urðu að læra nýja tungu, enskuna, en þeim fanst samt engin ástæða til þess að gleyma hinni fögru tungu forfeðranna, íslenzkunni. Þeir máttu ekki gleyma henni, því þá gátu þeir ekki lesið íslenzku bókmentirnar, en fyrir þær hafa íslendingar verið viðurkendir sem mikil menningarþjóð. Þeir elskuðu sitt fagra ætt- land, ísland, og þeir vissu að ef þeir sýndu óræktarsemi gagn- vart landinu, sem hafði alið þá í þúsund ár, myndi þeir ekki kunna að vera ræktarlegir við sitt nýja land. Þeir vildu að afkomendur ís- lendinga hér í álfu lærðu ís- lenzku; þeir vildu halda sam- bandi við ættþjóð sína, Island; þeir vildu verða sem beztir borg- arar þessa lands. Þjóðræknisfé- lag Islendinga í Vesturheimi, sem stofnað var fyrir 27 árum, vinnur að þessu markmiði. Is- lendingar koma á þjóðræknis- þingið til þess að ræða um það hvernig bezt sé að vinna að þess- um málum. Eg vona að þið sækið þingið á komandi árum; þar hittir maður marga kunningja. Þingið situr í þrjá daga og á hverju kveldi eru haldnar skemtisamkomur. Já, það er ánægjulegt að sækja þing Þjóðræknisfélagsins. Orðasafn: þing — convention þjóðræknisfélag—national league bygð — settlement langamma— great grandmother innflytjendur — immigrants fátækir — poor sjálfstæðir — independent að menta — to educate að standa jafnfætis—to be equal þjóðflokkur — ethnic group borgari — citizen menningar þjóð — a nation af culture afkomendur — descendents eftirbátar — inferior to others tunga — language bókmentir — literature. Við bjóðum ykkur velkomin; við fögnum því að okkur gefst tækifæri til þess að opna hjörtu okkar og láta í ljósi þakklæti okkar fyrir starfið, sem þið haf- ið unnið — fyrir okkur, fyrir Canada, já, fyrir ísland, fyrir mannkynið í heild sinni. Nú þegar þið komið heim, sláumst við í hópinn með ykk- ur. Með nýjum kröftum og meiri áhuga helgum við sjálf okkur enn á ný því starfi að reisa varanlegar friðarhallir. Þið haldið flagginu hátt — fána þeim, sem táknar sigur og ævar- andi frið. Við komum rétt á eftir. DÁNARMINNING (Frh. af bls. 3) því sem var að gjörast á íslandi, hún elskaði gamla landið sitt og var sannur Islendingur; hún las töluvert mikið seinni árin, með- an sjónin var óbiluð, og aðrir þá fyrir hana, eftir það, en hún var vönd að bókum, henni féll ekki alt í geð af nútíma skáld- sagna ruslinu; hún var trúhneigð og tr^föst á sína barnatrú, sú trú var hennar leiðarljós og styrkur gegnum alt lífið; hún var með- limur íslenzka lúterska safnað- arins í Winnipegosis frá byrjun, einnig var hún í íslenzka kvenfé- laginu, í báðum þessum félögum vann hún eftir getu sinni, til orða og athafna, því kristindóm- ur og líknarstarf var henni kært að styrkja. Eins og áður er sagt andaðist hún á sunnudagsmorg- uninn 27. janúar; var jarðsett 29. s. m.; athöfnin fór fram frá ís- lenzku kirkjunni í Winnipegosis og hún lögð til síðustu hvíldar í Winnipegosis grafreit. Enskur kvenprestur, sem hér er starf- andi, hafði kveðjumál og ís- lenzkir sálmar sungnir. Það var mikið blómskrúð lagt á kistuna, frá vinum og vandamönnum, sumt langt aðsent. Margt fólk var viðstatt jarðarförina, var þó ill- fært veður, frostharka og vind- ur. Hér læt eg, sem þessar línur rita, staðar numið frásegn um lífsferil þessarar konu. Eg stóð svo nærri henni, að einhverjum gæti dottið í hug að eg ofsegði eitthvað, en það get eg sagt með sanni, að líf hennar var svo fag- urt, hreint og hákristilegt, að það væri óþarfi að reyna að fegra það með oflofi. Við ástvinirnir kveðjum okkar elskulegu konu, móður og ömmu með orðum okkar góða sálma- skálds séra Valdimars heitins Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Guð gefi okkur öllum að geta geymt minningu hennar í huga og hjarta eins og okkur ber. August Johnson. Húsbóndinn:—Þessir skór sem þú fæiýr mér eru báðir fyrir sama fótinn. Vinnukonan: Já, eg held svo sem eg viti það, og það sem meira er: skórnir, sem eru eftir í eld- húsinu, eiga líka báðir upp á sama fótinn. + Karl nokkur gamall er uppi var á dögum Kristjans konungs VI., heyrði sagt að fyrirskipað væri að kenna börnum kristin- fræði, og taka þau síðan til ferm- ingar. Þótti honum það helzt til mikil nýbreytni og óþarfi, og kvaðst hann ekki vita til hvers það ætti að vera. “Eg er nú svo gamall sem á grönum sér,” mælti karl, “og man eg föður minn og afa, að þeir dóu báðir í góðri elli, og er hvorugur þeirra afturgeng- inn enn, og líkt held eg að fara muni um mig, — og var þó ekki verið að þessum hégiljuskap við okkur.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.