Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1946 JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON Ef það er ekki gott að maðurinn lifi einlífi, þá er það engu síður satt, að kvenfólk batnar ekki við að búa eitt saman. Jackueline sá þetta brátt er hún kom til sjálfrar sín; og um leið sá hún að hún var ekki eins frjáls, eins og hún hafði ímyndað sér hún væri. Við borðiö mætti hún fríðri og ljóshærðri konu, á aldur við sig; hún fékk strax löngun til að tala við hana. Hún mætti þessari ungu konu tvis- var á dag, við máltíðir, á morgnana og kvöldin. Klefarnir þeirra voru hver við annars hlið, svo á nóttunum gat Jac- kueline heyrt í gegnum þunnan skil- vegginn, að hún var að gráta, sem var ljóst merki þess að hún var mjög van- sæl. Stundum mætti hún henni í garð- inum, er hún var að gefa nákvæmar gætur að múrgyrðingunni, þar sem hún hafði verið brotin, og áræðinn æfintýra- maður hafiði komist þar burt með Spanska hefðarkonu. Jackueline datt í hug að það mundi vera eitthvað æfin- týralegt í sambondi við þessa nýkomnu konu, og fékk sterka löngun til þess að fá að vita hvað það væri. Einn dag er þær mættust í bænahúsinu, bauð Jac- kueline þessari ungu konu vígt vatn, til þess að fá sér eitthvað til þess að geta byrjað samtal við hana. Þær hneigðu sig hvQr fyrir annari og brostu hvor til annarar, og rétt snertu fingur hvor annarar. Þær virtust strax vera vinir. Eftir þetta hugsaði Jackueline sér að skifta um sæti við borðið, og sitja næst við ókunnugu konuna, sem var svo vel búin, og hafði svo fallega uppsett hár; og þó hún væri sorgbitin í útliti, var bros hennar svo aðlaðandi. Hún var sú eina meðal allra sem þar voru, sem bar á sér ekta Parisar blæ; hinar voru þar til að bíða þess þær fengju stöðu sem félags meyjar ríkra kvenna, sumar voru utan af landabygðinni, og sumar gaml- ar piparkerlingar, sem einhverntíma höfðu séð betri daga. Nunnan sem sat í hefðarsætinu við borðið, veitti því brátt eftirtekt að Jackueline hafði skift um sæti, og leit óhýrum augum til henn- ar, sem gaf til kynna að ills væri von. Undir eins og máltíðinni var lokið, og báið að lesa borðbænina, var Jackue- line send til Abbadísinnar, sem sagði henni, þar sem hún væri svona ung, þá væri það sérstaklega óviðeigandi af henni, að velja sér sjálf sessunaut, og hér eftir yrði sæti hennar á milli Ma- dame de X—gamallrar heyrnarlausrar konu, og Mademoiselle J—fyrverandi kennara, sem var eins köld og ís, og feykilega drembin. Madame Saviile hafði verið tekin í klaustrið fyrir sér- stakar ástæður, sem stóðu í sambandi við stúlku sem hún gat ekki þolað að hafa í húsi sínu. Abbadísin efaði sig sem snöggvast, en sagði svo: “Maður- inn hennar beiddi okkur að sjá um hana,” í málróm sem Jackueline skildi vel að meinti að: hafa hana undir strangri gæzlu.” Það var njósnað um hana, hún var ofsótt—vafalaust án saka. Þetta jók áhuga Jackueline á því að kynnast nánar þessari ljóshærðu konu. Hún hneigði sig ofurlítið fyrir Abbadís- inni og fór án þess að segja neitt. Eftir þetta leitaðist Jackueline við með öllum brögðum, að ná fundi þessa nágranna síns. Þær skiftust á aðeins fáeinum orðum er þær mættust í stiganum, eða garðinum, þegar engin njósnara augu sáu þær; og í fyrsta sinn sem Jackue- line fór ein út, var Madame SaVille á verði, og án þess að segja neitt, stakk hún bréfi í hendina á henm. I fyrsta skifti er Jackueline fékk að fara út voru það tímaskifti í lífi hennar, eins og smá viðburðir eru stundum í sögu þjóðanna; það var dagur afokunar hennar; það samsvaraði því sem hún kallaði framtíðar val sitt. Hún var viss um að hafa góða kennara hæfileika, hún hafði talað um það við nokkrar vinstúlkur sínar sem komu til að fá hana fyrir kennara. Jackueline skildi að það var vel hugsuð tilraun til að hjálpa sér til að komast út. Þær Bell Roy og Áonne d’Etaples vildu fá hana til að kenna sér tvisvar í viku, að syngja tvísöngva, og lesa yfir með þeim nýja músik. Auk þess, bað Madame d’Av- rigny hana að koma og borða hjá sér, þegar engir gestir væru hjá sér, sem var á mánudögum, og æfa Dolly í söng, sem hafði engan annan tíma til æfinga. Því var lofað að hún yrði áreiðanlega send heim fyrir klukkan tíu, því það var föst regla í klaustrinu, að þá urðu allar að vera komnar inn. Jackueline þáði þessi tilboð þakksamlega. Eins og Giselle hafði ráðlagt henni, klæddi hún sig í víðan slopp til þess að hylja vaxtar- lag sitt og útlit, og á höfðinu hafði hún gamaldags hatt, með löngum böndum. Hún hló að sjálfri sér er hún var komin í þennan búning. Hún ímyndaði sér að hún væri að strjúka í burtu, en hún hugsaði, að gana á strætum borgarinn- ar svona dulbúin, mundi vera gaman, svo mikið gaman, að þegar hún steig útúr keyrslu vagninum, fann hún til þess að lífsgleðin var enn sterk í sér. Með músik bókina undir hendi sér, gekk hún hikandi, og dálítið hrædd, eins og fugl, sem er nýkominn útúr búri, þar sem honum hafði verið ungað út; hún ímyndaði sér að allir væru að horfa á sig, og tiifellið var, að roskinn maður, sem lét búning hennar villa sér sýn, fylgdi á eftir henni þar til hún komst inní strætisvagn. Þegar hún var sezt og búin að kasta mæðinni, mundi hún eftir bréfi Madame Saville’s, sem hún hafði stungið í vasa sinn. Það var lokað og frímerki á því; það var til herfor- ingja, í herbúðunum í Fontainebleau. Jackueline fór að láta sér detta í hug að maður Madame Seville gæti hafa haft einhverja ástæðu til aö koma henni til nunnanna, og að það gæti skeð að þær hefðu einhverja afsökun á því, að þær yrðu ekki nákunnugar. Jackueline var ekki ánægð með það, að hafa, sér svona alveg að óvöru orðið til þess að vera sendiboði fyrir hana, og hún ákvað, er hún lét bréfið í póstkassa á strætis- horni, að vera varkárari framvegis. Og um kvöldið er hún kom heim frá kennsl- unni, tók hún lítiö undir merki sem Madame Seville gaf henni. Það entist skamma stund, þessi kennsla. Þessar ungu stúlkur sem hún átti að kenna áttu allar kærasta, svo mæður þeirra höfðu það fyrir afsökun við Jackueline, að þar sem þær væru að búa sig undir að gifta sig, hefðu þær engan tíma til náms, en sannleikurinn var, að þær voru hræddar um að kær- ustum þeirra mundi lítast betur á Jaó- kueline, sem bar langt af þeim. Það voru og vonbfrigði fyrir Jackueline, að þessi mánudags heimboð hjá Madame d’Avrigny, þar sem ekki átti að vera neinir gestir nema Jackueline, voru fjölmenn. Hún mætti þar fólki sem þóttist hafa svo innilega og sárá til- finningu fyrir kjörum hennar, en á sama tíma hlóð á hana yfirdrifnu hrósi fyrir hæfileika hennar og áræði, sem oftast er ekki annað en dulbúin ósvífni, og á sama tíma heyrði hún Madame d’Avrig- ny vera að segja gestunum: “Hún er gamall vinur fjölskyldunnar; hún hefur verið að segja dætrum mínum til í mús- ik,” og svo tóku gestirnir undir og sögðu: “Vesalingurinn!” “Svo hug- rökk!” “Svo riddaralega, tilfinninga- næm!” Þetta tal var meir en ógeðfelt fyrir Jacéueline; auk þess hafði orðið uppistánd á heimili Madame d’Avrigny, sem þó var ekki vanalegt, en Jackue- line notaði það sem afsökun fyrir því að hætta kennslunni, bæði hjá Madame d’Avrigny og Madame d’Etaples. Um vorið, þegar Giselle var að búa sig undir að flytja úr borginni útá óðal- ið sitt, bað hún Jackueline, sem virtfet vera niðurbeygð og fjörlaus, að koma og vera hjá sér, sem Jackueline þáði með þökkum. Þeir sem hún hafði verið að kenna, fóru frá henni hver eftir ann- an, en hún gat ekki skilið hvers vegna, svo var hún orðin dauðleið í klaustrinu; hún var sett undir strangari reglur en áður, því nunnurnar voru nú farnar að skilja hana betur, og komast að því, hve hneigð hún var fyrir gjálífi. Og Jac- kueline var farið að finnast þessi grið- astaður, innan sinna helgu veggja., ekki vera nein paradís. Nunnurnar sögðu hver við aðra að Mademoiselle de Naill- es væri með allra handa ímyndanir og grillur í höfðinu, en það er sem sízt af öllu er liðið í klaustri, því ímyndanirnar geta brotið bolta, og búið sér til undan- komuleið undir múrvegg, hvaða aðferð- um sem beitt er til að klippa af þeim vængina. “Hún er ekki sú sama og hún var,” sagði ein nunnan, sem fyrst hafði dáðst svo mikið að hegðun hennar, en var nú orðin andagtug og tortryggin um hana. Orsök þess sem er, var nú komin aftur í sinn eðlilega farveg, í samræmi við það lögmál sem lætur tréð sem virð- ist dautt, skjóta nýjum frjóöngum með vorinu; og þá dýrðlegu endurspírun og endurblómgun, var fögur sjón að sjá í þessari ungu mannlegu plöntu. Það fór ekki framhjá M. de Talbrun, sem hún var nú hjá. Honum hafði í fyrstu mis- líkað að Giselle bauð Jackueline að vera hjá þeim, því það var venja hans að finna að öllu og láta sér mislíka allt sem hann hafði ekki sjálfur stungið uppá; honum fanst allt annað misbjóða sínu húsbóndalega valdi og virðingu, og svo vegna þess að hann sagðist ekki geta liðið í húsi sínu sorgmædda aum- ingja. En áður vika var liðin, var hann orðinn hæðst ánægður með að Jackue- line væri hjá þeim á búgaröinum allt sumarið. Giselle hafði aldrei séð hann gera sér eins mikið far um að veva við- feldinn og nú. Jackueline þótti hann miklu betur útlítandi heima en í Paris, því hún hafði oft sagt um hann, að það væri ekki verandi nálægt honum fyrir fjósalykt. Heima á búgarðinum hans var og miklu auðveldara að fyrirgefa hönum, að heyra hánn vera altaf að tala um stóðhrossin sín og hundana. Á hverjum degi stakk hann uppá ein- hverju nýju til skemtunar, svo sem að fara til að sjá fagurt og breytilegt lands- lag, skoða rústir gamalla halla frá fyrri tímum, eða heimsækja klaustrin Í ná- grenninu. M. de Talbrun var varfærin í að bjóða ekki mörgum úr nágrenninu í þessar skemtiferðir með sér; hann lét sem það mundi kannské hræða Jackue- line og koma í veg fyrir að hún næði aftur glaðværð sinni. Það gat líka ver- ið að þeir trufluðu hann frá að njóta samtals við gest konunnar sinnar. Gis- elle var alveg upptekin við að kenna syni sínum stafrófið. Hún var ófram- færin og gaf sig ekkert að skemtunum; liún hafði aldrei komið á hestbak, en útreiðar voru bezta skemtun frænku hennar. Jackueline lét sem hún heyrði ekki allar þær fjarstæður sem M. de Talbrun hafði að segja, er þau stönzuðu milli spretta. Hún hélt það væri venja hans að tala þannig—ruddaleg kátína —en meinti ekkert illt. Jackueline leit á æfi sína þar á búgarðinum, eins og hún hefði komið í veizlu eftir langt hungur. Henni líkaði allt svo vel, allt umhverfið og útlit hinnar voldugu hall- ar, sem var frá tímum Louis XIII., hin "fögru og vel hirtu tré í heima listigarð- inum, sem var sniðinn eftir a la Fran- caise, og skreyttur af mikilli list, og vel hirtur. Allt sem tilheyrði höfðingjasetri var þar að sjá, en sem Giselle hafði svo litla hneigö fyrir. Giselle geðjaðist bezt það sam var látlaust og yfirlætislaust, og gaf það manninum hennar stöðuga ástæðu til að ávíta hana fyrir það. En það þurfti ekki til, því það var viðtekin venja hans að finna að öllu við hana. Hann hlífðist ekki við að álasa henni og brígsla um alla skapaða hluti; hann var að þreyta hana allan daginn með að jagast um eitthvað smávegis sem honum kom ekkert við. Það ei1 rangt að hugsa, að maður geti ekki veriö dýrs- legur þó hann látist vera siðavandur. Það var einmitt það sem M. de Talbrun var. “Þú ert of þolinmóð við hann,” sagði Jackueline oft við Giselle. Þú ætt- ir að svara honum fullum hálsi—bera vörn fyrir þig. Jeg er viss um ef þú gerðir það, mundurðu smátt og smátt gera hann auðmjúkan og þægan.” “Ef til vill. Eg er viss um að þú hefðir meira vald yfir honum en eg,” svaraði Giselle, og brosti dapurlega. “Hann heldur svo mikið uppá þig. Hann hætti við að fara á kappreiðarnar í Deauville, sem voru háðar þar þessa viku, en hann hefur aldrei látið sig vanta þar, síðan við giftumst. Þú sérð að eg sækist ekki orðið eftir miklu; eg er ánægð bara ef hann lætur mig í friði.” Giselle lagði áherzlu á síðustu orðin, og svo bætti hún við: “Og lofar mér að ala upp son sinn, eins og eg vil. Það er það eina sem eg krefst.” Jackueline hugsaði með sjálfri sér að það væri rangt að krefjast, ekki meira, að vesalings Giselle vissi ekki hvernig hún ætti að hafa það skársta af honum, og hana langaði til að kom- ast að því hvað bezt ætti við til að auð- mýkja M. de Talbrun dálítið. Hún hugs- aði sér að reyna eitt og annað við hann, og leika við hann eins og barn leikur sér óhrætt við bolahund, sem er grimm- ur við alla aðra, eða fluga sem er að suða í kringum kongulóarvef, er kongu- lóin liggur í leyni. Hún ætlaði að stríða honum, lcoma honum í mótsagnir, neyða hann til að hlusta á vísindalega músik, er hún léki á pianóið, því hún vissi að hann hafði altaf haldið því fram að músik væri ekki annað en leiðinlegur hávaði; hún mundi hlæja að honum þegar hann vaknaði við síðasta hörpuslagið, sem hún gæfi sérstaka áherzlu; í stuttu máli, hún hafði gaman af að komast til fulls að því, hvort þessi ruddalegi mað- ur væri sér einni hættulaus. Það hefði verið betra að hún hefði óttast hann. Hún fékk reynslu fyrir þessu er þau riðu saman eftir einum fegursta vegin- um í fegursta hluta hins fagra Nor- mandy. M. de Talbrun byrjaði að tala með stöðugt vaxandi f jöri og áhuga, um það þegar þau sáust fyrst í Tréport, og minnast á þúsund smá-atvik, sem Jackueline hafði alveg gleymt, en það var auðheyrt að hann hafði haft ná- kvæmar gætur á henni og hverri henn- ar hreyfingu, þó hann væri rétt í þann veginn að gifta sig. Með ónauðsynleg- um hósta og stami, eins og hans var venja þegar hann var í einhverri æs- ingu, endurtók hann hvað eftir annað, að frá fyrsta augnabliki að hann hefði séð hana, hefði hann verið ástfanginn af hehni — fjandi skotinn í henni. — Einn daginn, er hann sem oftar, var að endurtaka þetta, svaraði hún, eins og til að látast sem sér þætti eitthvað til þessarar yfirlýsingar koma, að það gleddi sig mjög; hann hugsaði sér að láta ekki tækifærið sleppa úr hendi sér er hestarnir þeirra stönsuðu samsíðis, rétt fyrir sólarlagið, að leggja handlegg- inn alt í einu um mitti hennar og smella á hana kossi, svo óforvarað, svo rudda- lega og frekjulega, að hún hljóðaði upp. Hann losaði ekki takið, en dró hana nær sér, og þrýsti henni að sínu hrjúfa rauða andliti, sem var nú viðbjóðslegra og dýrslegra'en hún hafði séð það nokk- urntíma áður; ótti og skelfing greip huga hennar við þessa óvæntu árás. Hún reyndi af alefli að losa sig; hestur- inn, sem hún sat á fór að hreyfa sig aftur á bak, hún hljóðaði og hrópaði á hjálp, en ekkert svar kom neinstaðar írá, nema hennar eigin bergmál. Jackue- line var nú í vondum kringumstæðum. M. de Talbrun var hinn rólegasti, eins og þetta væri ekkert nýtt fyrir hann, að handsama kvenfólk á þennan hátt; Jackueline fann að hún var í hættu að detta af baki á hverju augnabliki og lenda undir fætur hestsins. Loksins gat hún komið sér svo fyrir að hún gat slegið Talbrun með svipunni sinni yfir þvert andlitið. Hann fékk höggið yfir augun, og varð sem snöggvast blindur og slepti henni, og hún notaöi tækifærið hið bráðasta og keyrði hestinn áfram eins hart og hann gat komist. Hann hleypti á sprett eftir henni, æstur og reiður; þetta var þögul og æðisleg kapp- reið, sem eigi endaði fyr en þau komu bæði jafn snemma að hliðin að Chateau de Fresne. Báðir hestarnir voru hvítir af svita-froðu. “Hverslags er að sjá, báða hestana löðrandi í svita og nærri því sprungna,” sagði Giselle sem kom út til að taka á móti þeim. Jackueline nötrandi og náföl, svar- aði engu. M. de Talbrun, er hann var að hjálpa Jackueline af baki, hvíslaði að henni í ógnandi róm: “Ekki eitt ein- asta orð um þetta!” Við kvöldverðinn sagði Giselle við manninn sinn, að trjágrein mundi hafa slegist á kinnina á honum, því að það væri rauð ráð þvert yfir andlitið. “Við vorum að ríða eftir þröngri skógarbraut,” svaraði hann önuglpga. Giselle fór nú að gruna eitthvað, og hafði orð á því, að enginn talaði orð alt kvöldið, og spurði hálf brosandi, hvort þau hefðu verið að rífast. “Okkur varð ofurlítið sundurorða,” sagði hann stuttaralega. “Ó,-það var sama sem ekkert,” sagði hann og kveikti sér í sígar; “við skulum vera vinir aftur, viltu það ekki?” sagði hann og rétti Jackueline hend- ina. Hún var neydd til að taka í hend- ina á honum, og sagði með sömu ó- skammfeilni og hann: “Ó, það var minna en ekkert. Eg sagði manninum þínum, Giselle, að eg hefði fengið slæmar fréttar, og verði að fara strax til Parísar, en hann vildi þvinga mig til þess að fara ekki.” “Eg bið þig að fara ekki.” sagði hann hrottalega. “Slæmar fréttir?” endurtók Gis- elle, “þú hefir ekki sagt mér neitt uffi það!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.