Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.02.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. FEBROAR 1946 ------------ Hogberg------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjóranfl: EDITOR LÖGBERG 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. PHONE 21 804 Ræða flutt við setningu 27. ársþings Þjóðræknisfélagsins. Eftir DR. RICHARD BECK Háttvirtu gestir og fulltrúar! Heiðraði þingheimur! Vér, sem nú erum uppi, lifum á dög- um mikilvægra tímamóta í sögu þjóð- anna. Árið, sem liðið er síðan vér kom- um hér saman á seinasta þjóðræknis- þing, var bæði hið atburðaríkasta og að sama skapi örlagaríkt fyrir framtíð allra þjóða, stórra og smárra, mannkyn- sins alls. Það var mikið fegins og fagnaðarár í þeim skilningi, að þá var bundinn endi á hina geigvænlegu heims- styrjöld, sem legið hafði eins og mara á mannkyninu í nálega sex ár. Hinar Sameinuðu þjóðir og málstaður þeirra, frelsis og mannréttindastefnan, höfðu sigrast á hersveitum harðstjóranna og kúgaranna; oki hernáms og ánauðar hafði verið létt af fjölda þjóða. Mikill var því fögnuður manna um gjörvallan heiminn yfir styrjaldarlokun- um, ekki sist hér í Canada og Bandarrík- junum, er átt höfðu svo mikinn og marg- háttaðan þátt í þeim sigri, sem nú hafði unninn verið. Vér íslendingar, sem ein- staklingar og þegnar umræddra landa, fögnuðum þeim úrslitum stríðsins af heitu hjarta og einlæglega þakklátum huga, því vafalaust hafa stríðsárin, með öllu, sem þeim fylgdi, látið oss skiljast betur en áður sannindin í orðum Stepháns G. ^tephánssonar: Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða, og kenna til í stormum sinna tíða. Þessvegna er eigi verið að seilast út fyrir svið áhugaefna vorra, þó vikið sé að miklum og örlagaþungum atburð- um nýliðins árs á þessum vettvangi, enda er þegnskuld vorri við þau lönd, sem vér búum í, og greiðslu hennar á sem drengilegastan og ávaxtaríkastan hátt, skipað öndvegi í stefnuskrá fé- lags vors. Vil eg því í félagsins nafni láta í ljósi samfögnuð vorn með öllum þeim félagssystkinum vorum, sem heimt hafa heila heim af vígvöllunum sína nánustu, en votta hinum, sem eiga á bak að sjá ástvinum sínum of vöídum styrjaldar- innar, djúpa og innilega samhyggð vora. í auðmjúkri þökk minnumst vér sér- sérstaklega þeirra allra úr hópi félags- fólks vors, sem færðu fórnina mestu, lögðu lífið í sölurnar, málstað þjóða vorra og samherja þeirra til sigurs. Hrópandi rödd þeirra hljómar sem brennandi eggjan til þjóða og einstakl- inga um að leysa hin mörgu vandamál viðreisnarinnar eftir styrjöldina með þeim hætti, að friðurinn verði sem bezt tryggður. Hið mikla hlutverk framund- an er að vinna friðinn, en það verður því aðeins gert, að almenningsálitið víðs vegar um lönd hallist sem eindregnast og ótrauðlegast á þá sveif. Hver og einn, hvar sem hann er í sveit settur, getur lagt sinn skerf til þeirrar- sigur- vinningar friðarins með jákvæðri og á- kveðinni afstöðu sinni til þeirra mála. Hversu kröpp, sem kjör vor kunna ann- ars að vera, getum vér öll kosið oss það hlutskifti, “að unna því göfuga og stóra.” Vikið var að því, sem aldrei verður of oft sagt né heldur of kröftuglega, að þegnskuldinni við kjörlönd vor, vöggu- stöð barna vorra, löndin, sem vinna vor er vígð, eins og skáldið sagði fagurlega, þeirri skuld, er skipað í æðsta sessinn í stefnuskrá þjóðræknisfélágsins. Hitl, er eigi minna grundvallaratriði, að stofnendur félagsins og þeir hinir mörgu, sem fylgt hafa þeim í spor og gera enn, telja varðveizlu tungu vorrar og annara menningarverðmæta, með öðrum orðum, heilbrigða þjóðernis vit- und og þjóðarmetnað, nauðsynlegar undirstöður þess, að vér verðum “sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.” En því aðeins blessast sú þjóðernis- og þjóðræktar-viðleitni vor til langframa, að sambandið við þjóðstofn vorn haldi áfram að vera sem traustast og fjöl- þættast, samúðin og samvinnan milli íslendinga beggja megin hafsins sem djúpstæðust og öflugust, enda er sú hlið málsins og hefir verið meginatriði í allri starfsemi félagsins. Umhugsunin um ættlandið, móður og minningaland vor allra, sem þar erum borin og áttum þar vor þroskaár, verður því ofarlega í hugum vorum, er vér kom- um saman á hin árlegu þjóðræknisþing vor. Svo fer oss einnig að þessu sinni, enda gerðust margir þeir atburðir á hinu nýliðna ári, sem draga hugann þangað. Það var söguríkt og örlagaríkt ár fyrir ísland eigi að síður en önnur lönd heimsins. Fögnuðurinn yfir styrjaldar- lokunum og sigri Sameinuðu Þjóðanna var þar í landi mikill og einlægur, eigi síður en annarsstaðar, og af góðum og gildum ástæðum, því að íslenzka þjóðin hafði á vígvelli hafsins fært mikl- ar fórnir, sér í lagi þegar tekið er til greina hve fámenn hún er, og átt sinn þátt í sigurvinningu hins góða málsstað- ar. Á þetta lagði forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, réttilega áherzlu í hinni athyglisverðu ræðu sinni við hina sögulegu athöfn 1. ágúst síðarstliðinn, er hann var settur inn í embætti sem fyrsti þjóðkjörni forseti íslands. íslenzka þjóðin hélt að sjálfsögðu hátíðlegt á síðastliðnu sumri fyrsta af- mæli hins endurreista lýðveldis síns, víðsvegar um landið, og var þess atburð- ar einnig minnst með hátíðahöldum á ýmsum stöðum hérna megin hafsins. Dró það afmæli að nýju athygli vora að merkilegri sögu ætt^jóðar vorrar, sigursælli sjálfstæðisbaráttu hennar, og þeim dýrmætu menningarverðmæt- um, sem vér höfum þaðan að erfðum hlotið, og búa yfir því frjómagni til dáða og þeim andlega þroskamætti, er oss ber að notfæra oss sem bezt og varð- veita sem allra lengst. Annar atburður hins liðna árs get- ur eigi síður verið oss til áminningar um auðlegð og lífsgildi hinnar íslenzku menningar-arfleifðar vorrar, en það var aldar-ártíð Jónasar Hallgrímssonar, sem minnst var fagurlega og virðulega á íslandi og einnig í ræðum og ljóðum vestan hafs. Jónas Hallgrímsson var hvorttveggja í senn, mes^i ljóðsnilling- ur hinnar íslenzku þjóðar og einn af allra áhrifamestu vökumönnum og menningarfrömuðum hennar. Hann kenndi þjóðinni að meta margbreytta og sérstæða fegurð lands síns, hreins- aði og fegraði tungu hennar, og glæddi henni í brjósti trú á sjálfa sig. framtíð sína og hlutverk. Hann var, eins og al- kunnugt er, einn þeirra eldheitu hug- sjóna- og framsóknarmanna, er stofn- uðu tímaritið “Fjölni” og bera síðan í sögu þjóðarinnar heiðursnafnið “Fjöln- ismenn.” Voru þar að verki vakandi og langsýnir þjóðræknis- og þjóðræktar- menn, sem enn geta verið oss öllum, sem þeim málum unna og vilja vinna, hin feg- ursta fyrirmynd. Þeir skildu það flestum betur, hversu djúpt sálarlegar rætur manna liggja í mold ættlands þeirra og menningarlegum jarðvegi þess, og þeim var það jafn ljóst, hve einstæð um margt og lærdómsrík saga hinnar íslenzku þjóðar er, sé hún rétt lesin og rétt skilin. En það eru eigi aðeins djúpskyggn- ir og langsýnir menn af vorum eigin stofni, sem séð hafá! og skilið varan- legt gildi vorrar sögulegu og menning- arlegu arfleifðar. Altaf öðruhvoru sjá- um vér merkileg dæmi þess, hversu miklar mætur gáfaðir og lærðir útlend- ingar fá á íslandi, íslenzkri tungu og bókmentum; er það eitt sér óræk sönn- un þess, hvern fjársjóð vér eigum þar sem þær eru, og ætti fyrirmynd þeirra erlendu ágætismanna, sem hér er um að ræða, að vera oss hin sterkasta á- minning um lífrænt gildi þeirrar arf- leifðar vorrar, og lögeggjan til dáða varðandi viðhald hennar og ávöxtun. Varð mér þetta á ný ríkt í huga, er eg fyrir nokkrum dögum síðan var að endurlesa í ritsafni dr. Sigurðar Nor- dals, Áföngun, hina prýðilegu minning- argrein hans um André Courmont, hinn skarpgáfaða frakkneska málfræðing, er tók slíku ástfóstri við ísland, að það varð, að rómi greinarhöfundar, “annað föðurland, ástríða hans, örlög hans.” Eigi var minni ást hans á íslenzkri tungu en hana kallar hann “yndislegasta garðinn,” sem hann hafi fundið, enda geymir hún minjar skarpskygni hans og skilnings á henni, því að honum hugkvæmdist fyrst að nota orðið “litróf” fyrir átlenda orðið “spectrum.” t grein sinni um þennan mikilhæfa ásthuga íslands, tungu vorrar og bók- mennta, farast dr. Nordal þann- ig orð, og mættu þau vel verða oss nokkurt umhugsunarefni og sjálfsprófunar: “Islendingum hættir við að líta smátt á sjálfa sig. Jafnvel versti þjóðarrembingurinn er ekki annað en grímubúin van- trú á þjóðina. Heilbrigð sjálfs- virðing kann sér betra hóf,skyn- samlegt sjálfsálit telur fram það, sem þjóðin á, en ekki það, sem hún ætti að eiga, eða gæti átt. Vér vitum hvorki nógu ljóst, Jivað vér eigum frá fornu og nýju fari né hvers virði það er í hlutfalli við auðlegð annara þjóða. Þess vegna erum vér of fljótir að elta skugga erlendra hugsana, siða og menningar,— grípa þar í tómt, um leið og vér gloprum úr hendinni eigu sjálfra vor.” Nú er því eigi að leyna, að þau orð hafa oftar en einu sinni verið látin falla við mig, að vér þjóðræknismenn og konur litum of mikið um öxl í félagsstarfi voru. Eitt er víst, að vér fáum eigi, svo farsællega gefist, lifað í fortíðinni, né heldur til lengd- ar lifað eingöngu á afrekum þeirra, sem á undan oss gengu og ruddu brautina, á hvaða sviði sem er. Eigi að síður er hitt jafnsatt, sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi segir í þessum ljóðlínum: Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja. En því aðeins erum vér verð- ugir arfþegar slíkra manna og kvenna, að vér höldum hátt á lofti merki þeirra hugsjóna, sem þeir helguðu starf sitt og berum það fram til nýrra og stærri sigra; gerum, með öðrum orðum sagt, að því er snertir þjóðrækn- isstarfsemi vora, þau menning- arverðmæti, sem vér höfum að erfðum fengið, lífrænt afl í sam- tíðinni, orkulind nýrra dáða, minnug eftirfarandi orða Einars Benediktssonar: Vér eigum sjálfir á eftir að dæmast, af oss skulu forfeður heiðrast og sæmast,— sem studdu á lífsins leið vorn fót, sem ljóðin við vöggurnar sungu. Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lypt upp í framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef frum- legt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt. Þá ætla eg, að viturlega sé að verki verið í félagsmálum vor- um, ef þeim leiðarmerkjum er fylgt í starfinu; aldrei misst sjónar á sígilldum menningar- verðmætum vorum frá liðinni tíð og fyrirdæmi þeirra, sem brautina ruddu, né heldur þeim kröfum, sem samtíðin gerir til vor, og skyldum vorum við fram- tíðina, afkomendur vora. Á liðnu starfsári höfum vér, sem að undanförnu, átt á bak að sjá mörgum ágætum félagssyst- kinum, sem stutt höfðu drengi- lega starfsemi vora og sýnt með því í verki ræktarsemi sína við arfinn íslenzka. I þeim hópi voru þau hjónin Jóhann Magnús Bjarnason, sagnaskáldið vinsæla og heiðursfélagi vor, og Guðrún kona hans. Er það alkunnugt, hve djúpstæð var ást Jóhanns Magnúsar á Islandi, tiginni tungu vorri og menningararfin- um íslenzka í heild sinni, og hvern hlýhug hann bar til félags vors; hann lagði einnig ólítinn skerf til tímarits þess með sög- um sínum og ritgerðum. Auk þeirra hjóna, hafa þessir félagsmenn og konur látist á árinu, eftir því, sem fjármála- ritari, Guðmann Levy,tjáir mér: Mrs. Oddfríður Johnson, Win- nipeg; Magnús Peterson bóksali, Norwood, Man.; Sigurður Sig- urðsson, Vancouver, B. C.; Jón J. Húnfjörð, Brown, Man.; Mrs. Svafa Líndal, Winnipeg; Mrs. Guðrún Sölvason, Winnipeg; fræðimaðurinn Magnús Sigurðs- son frá Storð, Gimli, Man.; Mrs. Katrín Egilsson, Wynyard, Sask.; Mrs. Guðrún E. Björnsson, Wyn- yard, Sask.; Björn M. Paulson lögfr æðingur, Árborg, Man.; Mrs. Guðrún Jóhannsson, Win- lögfræðingur, Árborg, Man. ; nipeg, og Mrs. Þóra Gíslason, Reykjavík, Man. Minnumst vér þeirra allra með söknuði og einlægu þakklæti fyrir samstarfið, og vottum ættmennum þeirra og vinum heilhuga samúð vora. Sýnum svo minningu þessara föllnu samherja vorra tilhlýðilega virð- ingu með því að rísa á fætur. Stjórnarnefndin hefir á árinu leitast við að leysa sem trúleg- ast ag heppilegast af hendi þau mál, sem síðasta þjóðræknis- þing fól henni til athugunar og framkvæmda, samhliða öðrum málum, sem henni hafa borist til meðferðar. Viking Club samkoma Hin árlega samkoma Viking Club (kveldverður og dans) verður haldin í Marlborough Hotel, föstudaginn 8 marz, kl. 7 e. h. Samkomustjóri verður Carl S. Simonson, formaður fé- lagsins. Undir borðum mælir J. G. Jó- hannsson, kennari, fyrir minni víkinganna, en Arthur A. Ander- son, umboðsmaður Swedish American Line, svarar í erindi er hann nefnir “Víkingsandi nú- tímans. Söngur (community singing) verður undir umsjón Paul Bar- dal; verður söngblöðum útbýtt meðal gesta. Átta manna hljómsveit (Jim- my Garson’s) spilar fyrir dansi er hefst kl. 9. Þetta er aðal samkoma Viking Club á árinu. Félagið býður öll- um af norrænum stofni — Dön- um Finnum, Islendingum, Norð- mönnum og Svíum, til kveld- skemtunar. Aðgöngumiðar að kveldverði og dansi $1.50; að dansi eingöngu 75 cents. Aðgöngumiðar til sölu hjá West Enjl Food Market, 680 Sar- gent Ave. RAUÐA KROSS STARFIÐ TEKUR Engan ENDA PEACE TIME PROGRAMME includes • Aid to Veterans • Free Blood Transfusion Sebvice • Jnior Red Cross • Home Nursing and First Aid • Disaster Relief 1 ár verða störf Rauðakrossins tvöföld að mikilvægi . . . þau lúta að líknarstarfsemi meðal þjakaðra þjóða af völdum stríðsins, bæði í Evrópu og Asíu — auk þess sem mjög þarf að útvíkka mannúðarstarfsemina meðal fólks vors í Canada. Þetta verður fyrsta söfnunin í sjóð Rauða- krossins í Manitoba síðan að stríðinu lauk, og fer stofnunin nú fram á það, að fólkið í Manitoba, sem svo örlátlega lét í té á hinum sex alvarlegu árum vinnu, blóð og peninga, haldi áfram stuðningi sínum, og geri alt, sem í valdi þess stendur til að Rauði Krossinn verði jafn áhrifamikill í friði sem stríði. The Manitoba Retl Cross needs 200,000 members

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.