Lögberg - 14.03.1946, Side 4

Lögberg - 14.03.1946, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. MARZ, 1946 ----------JLogberg------------------->, Gefið út hvern fimtudag af ' THE COLUMBIA PRESS, LIMITED j 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba j Utanáskrift ritstjórans: j EDITOR LÖGBERG É 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. , Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram 1 The “Lögberg” is printed and published by , The Columbia Press, Limited, 695 Sargent ' Aveiíue, Winnipeg, Manitoba, Canada. j PHONE 21 804 j ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON: Saga Islendinga í Veálurheimi Þriðja bindi. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi. The Columbia Press Limited. Win- nipeg, 1945. Það hefir dregist úr hömlu, að Lög- berg minntist þeirrar ágætu og gagn- merku bókar, sem hér um ræðir, híns þriðja bindis af Sögu íslendinga í Vest- urheimi, eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson ríthöfund og skáld; útgáfunefndin sýndi ritstjóra Lögbergs þá persónulegu góð- vild, að senda honum bókina um jóla- leytið, en vegna látlausra anna vanst honum ekki tími til að ljúka lestri henn- ar fyr en alveg nýverið; það les heldur enginn sér til gagns jafn mikla bók sem þessa í hendingskasti, því margt þarf að athuga og brjóta til mergjar, bæði varðandi heimildir, niðurröðun efnis, mannlýsingar, staðháttu, og þá ekki sízt samhengið og heildarsvip frásagn- arinnar; að þessu öllu athuguðu, er þess fyrst að vænta, að lánast megi að draga fram í dagsljósið nokkur þeirra kjarna- atriða, eða megin sérkenna, er mestu valda um gildi bókarinnar. Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson, sem er einn af snjöllustu rithöfundum íslendinga vestan hafs, þótt stundum sé helzti dómmildur, hefir í ýmsum veru- legum atriðum þegar ritdæmt áminsta bók, að minsta kosti varðandi ýmissar þær mannlýsingai, er hún hefir til brunns að bera; nægir í því efni að vitna til lýsinganna á Hnausabræðrum, þeim Stefáni og Jóhannesi Sigurðssonum, en þær lýsingar hefir Dr. Sigurður fléttað inn í greinar sínar í Lögbergi; þær mannlýsingar eru táknræknar upp á slík verkefni söguritarans, og gilda vit- anlega um fleiri en þessa tvo áminstu héraðshöfðingja; mannlífs- og persónu- lýsingar láta Þorsteini söguritara með ágætum, og festast lesendum skjótt og varanlega í minni. — Þessi mikla bók, sem er hvorki meira né minna en 407 .blaðsíður að stærð, fjallar um landnámið í Nýja ís- landi, og er í raun og veru sigursaga þess, eins og höfundur svo vel og mak- lega kemst að orði .í niðurlagi bókar- innar. Er menn hugleiða í alvöru þær eld- raunir, er íslenzkir frumbyggjar urðu að þola við strendur Winnipegvatns, getur ekki hjá því farið, að hugann grípi aðdáun og jafnvel lotning yfir því, að þessir því nær allslausu Birkibeinar skyldu lifa það af; vitaskuld urðu marg- ir drepsótt og harðæri að bráð; en þrátt fyrir það sigraði stofninn og hélt velli; nú er fagurt um að litast á fögrum sum- ardegi í frumbygðunum norður við Vatnið; þar sem áður voru foröð, blasa nú við auga blómlegir akrar og víðáttu- mikil, ræktuð engi; í stað kjálkakofa, eru komin glæsileg nýtízku heimili, sem hverju þjóðfélagi væri sæmd að; alt ber þetta fagurt vitni sigurmætti hins ís- lenzka kynstofns, sem jafnan hefir styrkst í rót við mótbyr og þungar á- gjafir; þessi saga varð að segjast, og til slíkrar frásagnar var enginn maður betur fallinn en Þorsteinn Þ. Þorsteins- son; hann hefir á þessum vettvangi verið vaskur maður og batnandi, eins og ljósast kemur fram í því, hve þessi síðasta bók hans ber af fyrri bindun- um tveim; hún er ritin af meiri samúð með viðfangsefnunum, og fær við það aukið áhrifagildi; höfundurinn hefir lagt í bók þessa óhemju verk, og viðað að sér með ærnum erfiðismunum miklum fjölda heimilda; en af þessu leiðir það, að bókin fær á sig raunverulega fræði- mannlegan blæ, því öllum heimildun- um er skynsamlega beitt, og samhengis yfir höfuð vandlega gætt; verður slíkt jafnan til höfuðkosta talið eigi sagnrit- un að verða ábyggileg; lýsing atburða- keðjunnar sýnist í flestum tilfellum nákvæm og ólituð af sérskoðunum höf- undarins; þetta er mannsaga og at- burðasaga, og á þess vegna í rauninni ekkert skylt við spásagnir; þessvegna var það öldungis óþarft af höfundi, að vera með heilabrot yfir því hvað ís- lenzkan kynni að verða langlíf í Nýja íslandi, og jafnvel miða það við ár, því í þeim efnum, þótt skýr sé, sér hann ekki lengra en aðrir menn; enda er þessi spásögn í hálfgerðu ósamræmi við sterkar hvatningar hans til verndar þjóðararfi vorum, eins og niðurlagsorð bókarin.nar bera svo glögg merki um, og því þykir hlýða, að þau sé endurbirt, en þau eru á þessa leið: “Samt er það bersýnilegt, að frá íslenzku sjónarmiði séð, er saga þessi ekki upprisusaga heldur minningarsaga um íslendinga. En þrátt fyrir þann dóm, sem enginn getur umflúið, er það heilög skylda hvers íslenzks manns og konu við uppruna sinn, að halda dauða- haldi í þjóðararf sinn, og í þeim skilningi að taka undir með Þyrna-skáldinu góða, er kvað: Enginn fær mig ofan í jörð áður en eg er dauður. Frá efnalegu sjónarmiði séð, munu Ný-íslendingar aldrei hafa betur verið á vegi staddir en nú á þessum tímum — jafnvel þótt veiðin í Winnipegvatni sé heldur að ganga til þurðar, þrátt fyrir umbætur stjórnarinnar í því tilliti. Enn er óeyddur mikill hluti frjómoldar Nýja íslands, sem ókomnum kynslóðum verð- ur nægtabrunnur engu síður en nútíð- inni. Standa nýlendumenn þar miklu betur að vígi en bændur akuryrkjubygð- anna gömlu, er flúið var til úr nýlend- unni fyrir tveimur mannsöldrum síðan, og sem allar voru tættar í sundur og hveitikorninu ausið upp úr þeim, þar til frjóefnin voru að mestu til þurðar geng- in. í því tilliti má um Ný-íslendinga með sanni segja, að þeir síðustu verði hinir fyrstu. Hrakföll þessa eina íslenzka smá- ríkis í Vesturheimi voru mikil, en fram- tíðarvonirnar voru einnig miklar á þeim árum, og þótt fæstar af þeim hafi ræzt, frá alíslenzku sjónarmiði séð. En þótt vonin sé oft einungis mýraljós — og stundum villuljós —, þá er hún mann- lífinu eins nauðsynleg þrátt fyrir það. Og vonirnar rættust líka seinna á marga vegu. Þannig varð Nýja ísland víðfrægt um og eftir aldamótin fyrir hina ágætu námsmenn þaðan, er sköruðu fram úr öðrum á hérlendum háskólum. Og nú er þessi nýlenda orðin ein allra forsælas'ta íslenzk bygð vestan hafs, þótt fæstum af fyrstu landnem- unum auðnaðist að njóta þeirrar hag- ^sældar að fullu. En til þess að bæta kjör sín og afkomenda sinna, frá því sem þá var á íslandi, var för flestra hinna fyrri vesturfara hafin, að dómi nálega allra eldri ritara vestan hafs, sem á það atriði minnast sérstaklega. Og frá því sjónarmiði almennrar vel- gengni, er þetta landnám sigursaga ís- lendinga í Nýja íslandi.” Útgáfa Sögu íslendinga í Vestur- heimi, er eitt hið þarfasta menninar- verk, sem íslendingar vestan hafs hafa tekið sér fyrir hendur að hrinda í fram- kvæmd. íslendingar í heild, hvar sem þeir eru í sveit settir, standa í djúpri þakkarskuld við söguritarann og þá ágætu framtaksmenn, er staðið hafa straum af útgáfunni, að ógleymdri rausnarlegri fjárveitingu Alþingis til söguritarans; það ætti í rauninni að vera óþarft að hvetja almenning til þess að kaup bók þessa svo ágæt, sem hún er; slíkt er í rauninni siðferðisleg rækt- arskylda við minningu feðra vorra og mæðra, er hingað komu með tvær hendur tómar, erjuðu jörðina og gerðu hana sér undirgefna; minningu, er fegr- ast því meir sem ár og aldir líða. Bók þessi er frábærlega vönduð að Öllum frágangi, og hún kostar í ágætu bandi $5.00. Pantanir sendist til J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Winni- peg, auk þess sem bókin fæst á skrif- stofum blaðanna, í Björnssons Book- store, og hjá útsölumönnum í hinum ýmsu bygðarlögum. ÞAKKLÆTI Jón Sigurðsson félagið og Ice- landic Canadian Club vilja þakka öllum þeim sem lögðu hönd að verki til þess að samkvæmið fyrir heimkomna hermenn, haldið þann 18. feb. s.l., í Royal Alex- anrda hótelinu, varð að öllu leyti hið virðulegasta og samboðið ís- lendingum hér í borg. Við þetta tækifæri voru heiðraðir um 500 gestir, en yfir 700 manns saman- komnir. Eins og gefur að skilja, var með þessu allmikið afreksverk unnið, en fyrir vinsamlega liðveizlu ís- lenzkra borgara hér, var það gert mögulegt; þeir skildu að sjálfsagt og tilhlýðilegt var að sýna hinu unga fólki sem þjón- að hafði landi og þjóð, alla alúð og virðingu, og tóku því boði nefndarinnar að vera “patrons” við þetta tækifæri, og eru nöfn þeirra sem fylgir: Peter Ander- son; V. B. Anderson; Justice H. A. Bergman; Dr. K. J. Backman; Dr. A. Blöndal; S. Benjaminson; A. S. Bardal, Mrs. Ruby Couch; H. F. Danielson; A. G Eggertson, K.C.; E. S. Feldsted; J. S. Gillies; E. A. ísfeld; G. F. Jonasson; A. P. Johannson; Judge W. J. Lin- dal; H. J. Lindal; John Olafson; Olafur Petursson; Mrs. Holm- fridur Petursson; H. J. Palma- son; Paul Reykdal; Dr. L. A. Sigurdson; Randver Sigurdson; J. B. Skaptason; Paul Sigurdson; E. F. Stephenson; Dr. P. H. T. Thorlakson; S. Thorkelson; G. S. Thorvaldson, K.C. Einnig lögðu þessir ríflegan skerf til veizlu- kostnaðarins : Fridrik Kristjan- son; Steindór Jakobsson; Miss Vala Jónasson, Miss Salome Hal- dorson; Mrs. B. S. Benson; Mrs. T. Hannesson; Mrs. Curry (Cal.). Sama daginn og veizlan fór fram sendu áminst félög fögur minningarblóm mæðrum þeim sem fnist höfðu núnustu ástvini í stríðinu; hafði Dr. P. H. T. Thorlakson lagt fram stóra fjár- upphæð í blómasjóðinn, og þakk- ar nefndin hans miklu hugul- semi og samúð, sem hann sýndi henni á allan hátt. Ennfremur þakkar nefndin þessum er tóku þátt í skemti- skránni: Judge W. J. Lindal; Rev. V. J. Eylands; Rev. P. M. Petursson; Miss M. Helgason; Mrs. J. Matthiasson; Mr. and Mrs. Kerr Wilson; Lt. Geo. John- son; Lt.-Col. E. Arnason. O.B.E.; og Sq.-Ldr. T. Johnson; og fyrir þátttöku í samsætinu þakkar nefndin, Hon. R. F. McWilliams, Mayor Garnet Coulter og G. S. Thorvaldson er mætti fyrir hönd Hon. Stuart S. Garson. Jón Sigurdsson félagið og Ice- landic Canadian Club finna sig vera í stórri þakklætisskuld við þær konur og þá menn sem störf- uðu í hinni sameiginlegu nefnd, og unnu. svo ötullega að því að gera þetta móttöku-samkvæmi glæsilegt og gleðiríkt; í nefnd- inni voru: Mrs. E. A. Isfeld, Mrs. J. B. Skaftason, og Miss V. Jon- asson, fyrir hönd Jón Sigurdsson félagsins, en Hólmfríður Daníel- son, Judge W. J. Lindal og L. A. Sigurdson, fyrir hönd Icelandic Canadian Club; eipnig var auka- nefnd skipuð, og í henni voru, Mrs. B. S. Benson, Mrs. J. S. Gil- lies, Mrs. H. G. Henrickson, og Mrs. J. F. Kristjanson. Öllu þessu fólki vilja félögin þakka vel unnið starf, og yfir höfuð öllum almenningi sem gaf þeim uppörfun og aðstoð, og sem hefir látið svo óspart í ljósi ánægju sína yfir hvað samkvæm- ið fór vel fram. ' Að endingu vottar nefndin þakklæti sitt íslenzku vikublöð- unum Heimskringlu og Lögbergi, og einnig Mr. J. T. Beck, for- manni Columbia Press, fy-rir til- lag í blómasjóðinn og persónu- lega greiðvikni. Fyrir hönd nefndarinnar, Hólmfríður Daníelson. — Hæ, Þorsteinn, vaknaðu til þess að taka in svefnmeðalið þitt. Maður fellur í 12 álna djúpa hraungjá og finnst þar lif- andi fimm dægrum síðar Laugardaginn 9. febrúar var Steingrímur Baldvinsson bóndi í Nesi í Aðaldal á heimleið frá Sílalæk í sömu sveit. Féll hann þá niður í 12 álna djúpa gjá í Aðaldalshrauni. Varð hann að hafast við í gjá þessari í fimm dægur, eða þar til leitarmenn komu honum til hjálpar. Var hann þá furðulega hress eftir atvikum. Tildrög þessa atburðar voru þau, að Steingrímur hafði um skeið verið á Sílalæk við barna- kennslu, og hugðist dvelja á heimili sínu, Nesi, yfir helgina. Hringdi hann Jón bónda á Lax- mýri upp í síma og pantaði hjá honum far með póstbílnum sem fara átti sama dag frá Húsavík, fram Aðaldal. Var svo ráð fyrir gert að póstbíllinn tæki Stein- grím upp við Laxárbrýrnar kl. 8. Bíllinn kom þó ekki þangað fyrr en kl. 11, var þá Steingrím- ur farinn. Bjuggust menn við að hann hefði haldið heim á leið fótgangandi er bílnum seinkaði, og væri því kominn heim í Nes. Er Steingrímur var ekki kom- inn til baka á mánudag, var farið að grennslast um ferðir hans. Hringdi þá Jón á Laxamýri fram í Ytra Fjall, og var sent þaðan í Nes til að fá vitneskju um hvað dveldi Steingrím. Kom þá í ljós að hann hafði ekki komið heim. Var nú safnað liði þar í dalnum til að leita að Steingrími. Fannst hann í 12 álna djúpri gjá í Aðal- dalshrauni og voru fimm dægur liðin frá því hann hafði fallið í gjána. Var hann ekki aðfram- komnari en svo að hann gat sjálfur bundið utan um sig kaðli sem rennt var niður í gjána til hans. —Þjóðv. 12. febr. Sunnudagaskólakennarinn er að útskýra Daníelsbók fyrir nemendunum: Nú, og hvað sögðu svo töframennirnir? Fyrsti nemandi: — Þeir sögðu: Ó, konungur, lif þú að eilífu! Kennarinn: — Já, og hvað svo? Annar nemandi: — Já og svo bara lifði konungurinn undir eins að eilífu. 4* — Hvenær er karlmaður orð inn gamall ? — Þegar ung stúlka stendur upp fyrir honum í strætisvagni og bíður honum sæti sitt. — En hvenær eru konur orn- ar gamlar ? — Þegar ungir menn hætta að standa upp fyrir þeim í strætisvagni og bjóða þeim sæti sitt. $2500000 PENINGA VERÐLAUN NATIONAL BYGG SAMKEPNI VEGNA ÚTSÆÐIS OG MALT-GÆÐA ENDURBÓTA Þetta ár framleiðið verðlaunabygg. Vinnið eitt eða fleiri peninga verðlaun. Takið þátt í alþjóðar byggsamkepni fyrir bændur í bygg- ræktunar héruðunum. MILLIFYLKJA OG FYLKISSVÆÐA VERÐLAUN Til þess að hvetja til umbóta við framleiðslu útsæðis og malt-byggs, hafa ölgerðar og malt-verksmiðjurnar i Canada heitið $25,000.00 verðlaunum til bænda yfir árið 1946, er framleiða bezt, viðurkent bygg. Stofnað hefir verið til millifylkja og fylkissvæða samkepni, er skipt verður niður milli Austur og Vestur Canada — vesturdeildin nær yfir Manitoba, Saskatchewan og Alberta, en sú eystri yfir Ontario og Quebec. pessi Alþjóðar byggsamkepni er gerð með það fyrir augum, að ráða bót á þeim vand- kvæðum, sem stafa frá þurð á byggi til útsæðis, sem og frá lakari tegundum. Með þvl að fá betri byggtegundir, getur Canada eigi aðeins mætt að- kallandi þörfum héima fyrir, heldur og tryggt framtíðar- markað fyrir þessa fram- leiðslu. VESTAN VERÐLAUN $18,750.00 AUSTAN VERÐLAUN $ 6,250.00 Prize Money distribution in the National Barley Contest (based on approximate past production of barley) wili be $18,750.00 in Western Canada and $6,250.00 in Eastern Canada. In each of the divisions •—- Interprovincial, Provincial and Regional prizes will be awarded as follow: VESTANDEILDIN Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Peace River hérað, B.C. 4 MILDIFYLKJA STÓRVERÐLAUN 1. verðlaun $1,000.00 Önnur verðl. J>riðju verðl. $500.00 $300.00 Fjórðu verðlaun ..$200.00 $1,000 fylkisverðlaun I hverju fylki. $4,583.33 fylkissvæða verðlaun fyrir hvert fylki. AUSTANDEILDIN (Ontario og Quebec) MILLIFYLKJA STÓRVERÐLAUN I alt $1,000.00 Fylkjaverðlaun í sérhverju fylki, I alt $700.00 Svæðaverðlaun I hverju fylki alls $1,675.00 Allir verðlaunavinnendur fá auk peningaverð- launa, tíu mæla að skrásettu útsæðisbyggi. Allir viðurkendir bændur, sem búa í viðurkendum byggræktar héruðum, geta tekið þátt í þessari alþjóðar byggsamkepni. Býli, sem starfrækt eru I verzlunarskyni eða af stjórnum, eru undan- þegin. Samkepnin er bundin við eftirgreindar byggtegundir til maltgerðar: O.A.C. 21, Mensury (Ottawa 60), Olli og Montcalm. Síðasti dagur til þátttöku er 15. júní. Eyðublöð og upplýsingar fást með þvl að skrifa til NATIONAL BARLEY CONTEST COMMITTEE MANITOBA Provincial Ohairman c-o Extension Service Dept. of Agriculture, Winnipeg SASKATCHEWAN: Provincial Chairman c-o Field Crop Commissioner, Regina ALBERTA: Provincial Chairman c-o Field Crop Commissioner Edmonton

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.