Lögberg - 21.03.1946, Blaðsíða 2
2
LOGBERG, FIMTUDAGINN 21. MARZ, 1946.
StoðirSéraHalldórs
Ekki gat eg gjört annað en
brosað, þegar ao eg ias síðan
hlutan at svari séra Halidórs H.
Jónssonar tii mín í Heims-
kringlu frá 6. marz, þar sem
hann snýr sér að íslenzkri al-
þýðu eins og prestur fyrir aitari,
og biður hana að dæma um það
hvort hann standi ekki föstum
fótum í viðureigninni við hann
Bíldfell — hvort að hann sé ekki
snillingur í því að færa rök fyrir
máli sínu — hvort að stoðirnar
undir þvi séu ekki stæðilegar
og sterkar. Eg veit ekki hverju
að íslenzk alþýða muni svara
þér, prestur góður, uppá spurn-
mgu þína, en sjálíum finst mér,
að stoðir þínar séu ekki svó
burðugar, eða ábyggilegar að
ástæða hafi verið til þess að
vekja athygli fólks sérstaklega
á þeim.
Þú vilt ekki kannast við, séra
Halldór, að til sé ákveðinn sagn-
ritara stíll, eða viðteknar sagn-
ritara reglur. Því miður hefi eg
ekki þessar ^eglur við hendina—
veit ekki einu sinni hvort þær
eru til é íslenzku. Eg las þær í
bók eftir Tolstoi greifa, sem
heitir War and Peace.” Hann
vissi auðsjáanlega um þær. Eitt
af því sém þar stendur er þetta:
“Sá sem sögu vill rita verður að
notfæra sér sögugögnin þannig
að sannsögulegir viðburðir njóti
sín að fullu, án þess að áhrifa
söguritarans á þá, gæti.”
Þú hefir tekið þér fyrir hend-
ur, séra Halldór, að skrifa drög
til kirkjusögu Vestur Islend-
inga. Við skulum þá leggja mæli-
kvarða Tolstoi á einn eða tvo
kafla sem þú hefir sent frá þér
í þessum drögum.
“Heilt ár höfðu þeir þarna
dvalið (landarnir í Kinmont)
sem útlagar við lítinn kost, en
margar raunir: Járnbrautar-
vinnu í sumarhita, ilt vatn og
óholt fæði; veggjalúsin varnaði
værðar um naétur en mývargur-
inn um daga. Verra en þessar
plágiu' voru þó _ verkstjórarnir
sem umgengust þá síbölvandi af
því ísfirzkir sjómenn og skag-
firskir fjármenn kunnu lítt til
verka við járnbrautar gerð vest-
ur í Ameríku.—”
1 staðinn fyrir að lýsa járn-
brautar vinnunni og járnbraut-
arlífinu eins og það var bæði í
Kinmont og hér í Manitoba, sem
þú getur ekki þekt eins og það
var á þeirri tíð, þá ferð þú að
ota og ýta að manni veggjalús,
mývargi, síbölvandi verkstjór-
um, vankunnandi og voluðum
ísfirzkum sjómönnum og skag-
firskum fjármönnum. Eg get
fullyrt að það var enginn aula-
bárður Islenzkur til hér fyrir
vestan haf sem gat ekki lært
þessa járnbrautar vinnu með því
að virða verkið fyrir sér, eða
taka þátt í því í fáeina klukku-
tíma. Islendingar voru aldrei
ráðalausar hengilmænur í hönd-
um innlendra yfirboðara, hvorki
ísfirzkir sjómenn, skagfirzkir
fjármenn, eða neinir aðiir.
Annað sýnishorn af sagnrit-
un þinni, séra Halldór, er þetta:
“Uppúr þessum fúafenum reis
bitvargurinn í miljóna mergð,
ærði fénaðinn og þjáði mennina.
Nytin hrapaði úr kúnum um há-
sumarið, af sauðkindunum voru
eyrun étin, en blóðrisa arðuxar
tóku af mönnum ráðin og leit-
uðu sér afdreps fyrir þessum
nagandi smádjöflum. En bónd-
inn varð að halda sig að hey-
skapnum og reita stráin uppúr
þessum forar dýkjum og eitur-
spúandi víti.” Þetta er Nýja ís-
land árið 1878.
Til fróðleiks set eg hér annan
vitnisburð um nýja ísland á
sama tíma og frá mönnum sem
voru á staðnum. Á síðasta sum-
ardag 1877: Engi eru víða fyrir-
taks góð og víðáttumikil og hefir
heyið á mörgum stöðum gefist
eins og bezta taða. Hagi er að
sama skapi góður. Flugur sem
nefndar eru Bolahundar (Bull-
dogs) hnekkja nokkuð gagns-
munum af kúm lítinn part árs-
ins. I sumar voru flugur þessar
aðeins í hálfan mánuð, eða fyrri
part júlí Jóhann Breim.
1878: Jarðargróður hefir
sprottið vel þessa daga og sum-
staðar farið að sj.á. Á góðum
engjum mun meðal maður slá um
kýrfóður á dag—50 vættir. Hall-
dór Breim.
Eg hefi ekki gjört þennar sam-
anburð til þess fyrst og fremst
að gera samanburð á lýsing-
um þessara þriggja manna á
sömu stöðvunum og á sama tíma-
bilinu, og ekki heldur til þess,
að benda á hinn feikilega mis-
mun 'sem hér á sér stað á stíls-
máta og sannsögulegri meðferð
lýsinganna, heldur til þess, eí
að hægt væri að átta sig á hvort
það er séra Halldór H. Jónsáon
eða þeir Breimarnir sem fara
með villandi vaðal og staðleysu.
Um sjálfan mig — sjálfs þótta
minn, einstrengishátt, listasmekk
og annað dót af því tagi sem mér
kann að fylgja, skal hér ekkert
um sagt. Ekki heldur aðfinslu
mína um ensku kunnáttu Snæ-
bjarnar Jónssonar, sem eg reynd-
ar man nú ekkert eftir, né heldur
um skáldskap St. G., annað en
það að eg hefi aldrei fundið
skálsdkap St. G. neitt til foráttu.
Ek skrifaði að vísu um Vígslóða
Stefáns, en ekki frá skáldskapar-
legu, eða listrænilegu sjónar-
miði, heldur sem óframbæri-
legu pródukt eins og þá stóð á,
eða á þeim tíma sem sá ljóðbálk-
ur var sendur út á meðal Islend-
inga.
Nokkru rúmi eyðir séra Hall-
dór í Heimskringlu til þess að
leitast við að sanna að orðið
“vitneskja” meini það sama og
orðið að “vita,” og færir til að-
stoðar orðabók Blöndals. En
orðabók sú, og engin önnur ís-
lenzk orðabók sannar, eða segir
að að orðin þessi tvö, meini það
sama. Annars er ekki mikið unn-
ið við að deila um meining orðs-
ins “vitneskja,” því eg á ekki
von á að það séu til margir læsir
og talfærir íslendingar sem ekki
vita hvað orðið meinar nú og
hefir ávalt meint.
Einkennilega mikla alúð legg-
ur þú, séra Halldór, við að troða
séra Jóni Bjarnasyni inná kirkju
höfðingjana þar suður frá. Þegar
þú komst ekki upp með að segja
að hann hefði komið beint frá
Missouri-synodunni þegar að
hann kom til Nýja íslands, þá
samt staðhæfir þú, að hann hafi
verið aðstoðarmaður Koren
prests í Decorah. Það sem verst
er við þessa staðhæfingu þína,
séra Halldór, er að í henni er
brot af sannleika, en brot af
sannleika er oft verra en heil
lygji. Sú eina aðstoð sem séra
Jón veitti Koren presti var að
hann sagði börnum hans til í
almennum fræðigreinum. Kirkju
legur aðstoðarmaður Korens var
hann aldrei.
Þú vilt gera lítið úr byggðar-
rofsumbrotimum í Nýja Islandi
forðum, séra Halldór, og gefur
helst í skyn að þau hafi ekki
komið andlegu deilumálunum
við. Þar skjátlast þér áreiðan-
lega. Engin tragidía hefir níst
byggðina eins árt og sú. Engar
öldur hafa risið eins hátt í Nýja
íslandi né heldur náð eins langt
eins og byggðarrofs öldurnar,
Þessi endurhljómur kom þá alla
ieið frá Kaupmannahöfn, frá
þjóðkunnum sæmdar manni:
“Að svíkjast frá að borga stjórn-
arlánið, sem lánað var í góðri
meiningu og óhætt að segja hefir
haldið lífinu í mönnum fyrsta
árið, þá er lífgjöfin illa launuð
og setur blett á Íslendinga bæði
þá er byggja hið nýja og hið
gamla ísland.” Meðan á byggðar
rofinu stóð voru heimamálin
hverfandi í samanburði við það,
og voru í öllum tilfellum afleið-
ing þess máls, en ekki orsök.
í drögum Þínum, séra Halldór,
hverfur öll þessi tragedía fyrir
æsandi umsögnum þínum út af
því sem á milli prestanna bar
og mér finnst það vera af yfir-
lögðu ráði gjört, með það fyrir
augum að sverta prestana sjálfa,
en eikum þó hin sögulegu trúar-
brögð vor. Frá þínu sjónarmiði
eins og því er nú farið er sú að-
staða skiljanleg, en frá sannsögu-
legu sjónarmiði óleyfileg — en eg
er langt frá því að vera sannfærð-
ur um, að það sé hin sanna og
rétta afstaða til þess máls, og þú
skalt vita að eg er ekki einn um
þá afstöðu. Maður, merkur og
lærður maður, sem var á staðnum
og fylgdist manna bezt með í
þessum meiningamun prestanna,
eða í því, sem þú, prestur minn,
nefnir prestarifrildi — séra Frið-
rik Bergmann hefir þetta að segja
um það: “Þau kirkjulegu um-
brot sem þar áttu sér stað meðal
manna og skifti fólki um tíma
í tvo andvíga flokka, liggja, ef
til vill, of nærri oss í tímanum
til þess menn geti skilið þau til
fiftlls og felt réttlátann dóm yfir
þeim. En eg, fyrir mitt leyti,
skoða þau ætíð sem eitt hið
merkilegasta atriði í kirkjusögu
vor Vestur-íslendinga. Þessi um-
brot hafa borið blessunarríka á-
vexti fyrir hið kirkjulega líf vOrt.
Menn vöknuðu upp til nýrrar
kirkjulegrar meðvitundar og
menn fengu betri skilning á því
eftir en áður, að það er lífsskil-
yrði fyrir söfnuðina að halda
fast við hina lútersku trúarjátn-
ing vora.”
Þér finst, séra Halldór, það
ganga goðgá næst, að eg nefni
umsögn þína í drögum um það,
hvað hafi verið sem ráðið hefði
því, að séra Páll Þorláksson valdi
sér prestsstöðuna til lífsstöðu,
glamrara ginning.
Eg skal fúslega viðurkenna,
að orðin sem þú viðhefur í því
sambandi eru ekki ljót. Eg skal
meira að segja viðurkenna að
þau séu falleg, en þau hljóða
öll uppá hina ytri og ávaxta-
minni hlið prestsembættisins —
þá hlið þess embættis sem sam-
kvæmt mínum skilningi var nær
allri skapgerð séra Páls Þorláks-
sonar en ginningar hliðin sem
þú heldur fram. Menn, eins
hreinhjartaðir og einlægir eins
og séra Páll var, geta ekki gjört
sig ánægða með hina ytri og á-
þreifanlegu hlið hlutanna. Aðal
Þrá þeirra — aðal kjarni lífs
þeirra er lífið í Guði, sem svo
aftur gefur þeim styrk til þess
að flytja lögmál hans, miskun
og kærleika til meðbræðra sinna.
Eg held fram að það hafi verið
neisti frá sál Guðs í brjósti séra
Páls, sem réð því, að hann valdi
sér preststöðuna, en ekki nein
glamrara ginning. Heldur þú
virkilega að sá neisti hafi verið
ljótur, séra Halldór? Séra Frið-
rik J. Bergmann sem þekkti séra
Pál manna bezt um það leyti að
hann gekk inní preststöðuna
segir þetta um andans heim séra
Páls á því tímabili: “Það var
heimur trúarinnar — hreinn og
heitur, þar sem sagt var við
hvern sem inn kom: Leystu skó
þína af fótum þér, því sá staður
sem þú stendur á er heilagur.
En kreddurnar og afturhaldið
spyr þú? Já, víst hefir séra Páll
litið öðruvísi á margt og líklega
flest, í sambandi við kristni og
kirkju heldur en þú, séra Hall-
dór, en manstu eftir eripdinu
gullfallega eftir hann Steingrím
Thorsteinsson:
“Sálin er gullþing í gleri,
geimist þó kerið sé veilt;
bagar ei brestur í keri,
bara ef gullið er heilt ”
Þú ert enn, prestur góður, að
reyna að styrkja fólk í þeirri
sannfæring, að þessi trú séra
Páus hafi verið ljót, og ferð í
því sambandi út í langt mál um
kreddur, kaþólíka fornaldar-
menn eins og Platón, Socrates
ogMarcus Aurelíus, en hvað það
allt á að þýða í sambandi við það
hvort trú séra Páls Þorlákssonar
var ófögur—ljflt eða ekki, það
þarf gleggri mann en mig til að
sjá. En um það vorum við að
tala, séra Halldór, en ekki um
Plató, Sócrates, eða Marcus
Aurelíus. Eg er undur hræddur
um, séra Halldór, að ef þér ann-
ars er alvara með að sverta minn-
ingu séra Páls Þorlákssonar, þá
þurfi sterkari stoðir til þess en
þér hefir enn tekist að smíða.
Langt mál skrifar séra Hall-
dór um athugasemdir þær er eg
gerði út af ummælum hans í
“drögum” úm séra Jón Bjarna-
son. Hann viðurkennir að hann
hafi máske gengið helst til langt
þegar hann sagði að “aliri sjón
séra Jóns hefði verið beint aftur
í tímann,” en í þessari nýju grein
sinni í Heimskringlu segir séra
Halldór, að hann samt hafi verið
fornaldar maður, og rekur svo
stoðir sínar undir þá staðhæf-
ingu, og þær eru í sannleika
meistarastykki. Takið eftir:
“Hann (séra Jón) er manna
glöggastur á bókmenta og menn-
inga verðgildi hinna öldnu rita,
svo fáir, að undanteknum nokkr-
um sérfræðingum í þeirri grein
standa honum þar að baki.”
Svo séra Jón á að vera forn-
eskjumaður sökum þess, að hann
ver vel að sér í fornbókmentun-
um. — Er það ekki meistaralegt
að tarna? Er ekki von að þú
breiðir faðminn á móti íslenzkri
alþýðu ag segjir, sjáið vizku
mína? Séra Jón var manna bezt
að sér í forbókmentum og þess
vegna var hann fornmaður!
Þú hefir ekki munað í svip-
inn, séra Halldór, hvað vinur
þinn Emerson sagði einmitt í
þessu sambandi. “Önnur þýðing-
armesta undirstaðan til þess að
vera sannmentaður maður, er að
þekkja fortíðina.”
Og til að sanna enn betur að
séra Jón hafi heyrt forneskjunni
til segir séra Halldór: Öðru máli
er að gegna um hinar nýrri bók-
mentir; um þær dæmir séra Jón
oft af meiri óbilgirni en sann-
sýni, og tilfærir ritdóma séra
séra Jóns um Ólöfu í Ási. Ekki
segir séra Halldór hvað sé að
dómi séra Jóns um þá bók.
Yfirleitt fékk hún harða
dóma og líka hjá séra Jóni þó
stuttur sé, og átti það skilið.
Þá var dómur séra Jóns um
ljóðÞorsteins Erlingssonar óbil-
gjarn eftir því sem séra Halldór
segir. Séra Jón gaf Þorsteini
fulla viðurkenningu fyrir list-
ræni hans og snild í ljóðagerð,
en andmælti harðlega öðru eins
og þessu:
“Ef þér ei ægir allra djöfla
upphlaup að sjá,
og hverri tign að velli velt,
sem veröldin á,
og höggna sundur hverja stoð,
sem himnana ber,
þá skal eg syngja sönginn minn
og sitja hjá þér.”
sem frá kirkjulegu sjónarmiði
er andstyggð. Þú, séra Halldór,
ætlast víst ekki til þess, að séra
Jón breiddi faðminn á móti
slíkum hugsunum, eða leggði
blessun sína yfir þær.
Kemur þá að ritdómi séra Jóns
um verk Jóns Trausta, er á að
sýna hina mestu óbilgirni. Sá
ritdómur er aðallega um Skaftár-
elda Jóns Trausta. Bendir séra
FAIRCRAFT
HUSIN
Smíðuð af Faircraft Industries Ltd.,
Longueuil, Que.
HÚS ÞESSI eru einlyft 25 x 30 fet að um-
máli. Þau eru vegg og þak stoppuð svo þau
eru örugg vörn gegn vetrarkuldum. Plumb-
ing og raflýsingar fullnægja hörðustu kröf-
um opinberra eftirlitsmanna. Hús þessi má
byggja á kjallara af fullri stærð, sements-
grunnsteypu og á stólpum.
STOFAN er nógu rúmmikil til þess að nú-
tíðar stofumunir svari sér þar prýðilega.
Veggir olíumálaðir að innan, svo það má
þvo þá nær sem vera vill.
ELDHÚSIÐ er sannkallað draumahús —
uppfylling allra vona húsmæðranna. Yfir-
fljótanlegt hyllu og skúffu rúm, og öllu þar
svo fyrir komið, að hver einasti hlutur, sem
til matreiðslu miðar er handhægur.
Ráðning á húsaskortinum —
fjögra herbergja hús, sem búin
eru til í verksmiðju — eins full-
komin og nokkur hús, sem völ
er á. Þau eru í nýtízku stíl með
öllum nýtízku tækjum og til-
búin að flytja inn í fáum dögum
eftir að menn fullgjöra kaupin.
Þessi Faircraft hús fullnægja
öllum kröfum húsabyggingar-
laga landsstjórnarinnar, svo
menn geta notið hlunninda
þeirra er þau lög heimila, ef
þeir vilja. Skrifið eftir upplýs-
ingum tafarlaust.
Umboðsmaður félagsins
kemur til viðtals við þá,
sem sinna vilja þessu
ágæta tækifæri. Skrifið
strax til RITEHOUSE,
403 Time Building, Win-
nipeg, eða símið 96179.
BAÐHERBERGIÐ er í alla staði full-
komið, með nýtízku baðkeri, handlaug
og öðru, sem slíkum herbergjum fylg-
ir. Það er rúmgott og öllu fyrir komið
sem haganlegast.
S3875
* Lán út á þessi hús er hægt að fá undir húsabygg-
ingarlögum stjórnarinnar í Ottawa, og geta þeir
sem vilja borgað fyrir þau á þann hátt þegar þau
eru bygð innan þess svæðis, sem þau lög tiltaka.
* F^O.B. Wínnipeg — Verð háS breytingum án aðvörunar.
SKRIFIÐ EFTIR FULLNAÐAR UPPLÝSINGUM TIL
RITEHOUSE
LIMITED
Phone 96179 403 Time Buiíding
WINNIPEG