Lögberg - 21.03.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.03.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. MARZ, 1946. 5 / \ ÁH14 AiiÁI ItVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON FAGURT HÁR Mikið og fagurt hár hefur á öllum tímum verið talið hin mesta prýði konunnar. Þegar fögrum konum er lýst í forn- sögum okkar, þá er oftast tekið fram að þær hafi verið einstak- lega hárprúðar. Þannig er sagt frá lokkum Helgu fögru, og Hall- gerður langbrók hafði hár, sem var fagurt sem silki, og svo mik- ið að hún mátti hylja sig í því. Fáar nútíma konur munu hafa svo mikið hár; það er ekki tízka, enda hlýtur það að hafa verið ónotalegt að burðast með svona feikilega mikið hár, og erfitt að hirða það og greiða. Þótt nútíma konur hafi ekki eins mikið hár eins og konur fornaldarinnar, þá getur hár þeirra verið alveg eins fallegt, ef það er vel hirt, hraustlegt, gljáandi og vel greitt. Háralit- urinn er smekksatriði, sumum þykir svart hár fallegast,, öðrum glóbjart hár, brúnt hár eða rautt hár. Hvítt hár getur líka verið ljómandi fallegt og fer mörgum konum einstaklega vel; það mildar svipinn og gerir konuna virðulegri ásýndum; þessvegna aettu konur að hugsa sig um tvisvar, áður en þær lita hár sitt, þegar þær hærast. En grátt eða hvítt hár þarf jafnvel meiri umhirðu heldur en annað hár. Hér fara á eftir nokkrar regl- ur um hirðingu hársins: 1. Haltu hárinu og hársverð- inurn hreinum. Ryk og óhreinka sezt í hárið og hársvörðinn eins °g annarstaðar á líkamann og eru jafnvel meiri brögð að því þar. Ekki myndi hálsinn og and- litið verða fallegt ef það væri ekki þvegið í lengri tíma, eins er með hárið, ef vanrækt er að þvo það. Höfuðatriði í hirðingu hársins er því hárþvotturinn. Yfirleitt er nægilegt að þvo hár- ið á viku eða tíu dága fresti, en ef það er mjög feitt, þarfnast það tíðari þvotta. Hinsvegar ^etti ekki að þvo þurt hár oftar en tvisvar í mánuði. Hárið er þvegið með vanalegri graensápu (liquid) eða þá sham- Poo blöndu. Varast ætti að nota sterka sápu eða nudda sápu- stykki á hárið. Ef grænsápa eða shampoo blanda er ekki við hendina, má skafa af sápustykk- mu og leysa sápuna upp í heitu vatni og þvo síðan hárið úr þess- ari sápublöndu. Afar nauðsyn- ^egt er að skola hárið úr mörg- mn vötnum eftir sápuþvottinn. Ágætt er að láta safa úr tveim lernons eða hálfan bolla af ed- 'ki í síðasta skolunarvatnið — lemon safa fyrir ljóst hár en edik fyrir dökkt hár. Ef mögu- ^egt er, ætti að þurka hárið í sólskini. Sjálfsagt er að þvo nft greið- Una og hárburstann og ekki má §^eyma að binda klút um höfuðið þegar verið er að sópa, dusta og hreinsa húsið. 2. Aukið blóðrásina í hár- sverðinum. Allar konur kannast við ráðið, sem mæður hafa lengi gefið dætrum sínum til þess að þær verði hárprúðar: að bursta , hundrað sinnum, bæði völds og morgna. Þetta er ag*tt ráð og hefir eins mikið ghdi í dag eins og það hefir altaf a t. Nota ætti grófann hár- bursta °g þar að auki nudda vandlega hársvörðinn með fingur gomunum. Þessi aðferð gerir þrent í senn: örvar blóðrásina í jmrsverðinum svo hann verður raustur og hárið líflegt og gljá- andi, hjálpar til að uppræta osu (dandruff); og hreinsar nokkuð af rykinu og óhreinind- unum úr hárinu. Það er álitið betra að bursta hárið frá vöng- unum upp að hvirflinum. 3. Vertu ekki harðleikin. Varastu að toga fast í hárið eða greiða það hranalega og slíta, þegar það er flókið; hætt er þá við að sum hárin slitni upp frá rótum og vaxi ekki aft- ur. Hársvörðurinn þolir heldur ekki of snöggar hitabreytingar, það er því ekki ráðlegt að taka kalt steypibað, þegar manni er heitt, en nota heldur fyrst volgt vatn og svo smámsaman kaldara vatn. Eins og fyrr var sagt, er ágætt að nudda hársvörðinn, og því oftar því betra, ef að hárið og hársvörðurinn þolir það. En varast ætti að byrja me5 snögg- um ákafa að nudda hársvörðinn. Farðu varlega með hárið, það getur orðið þín mesta prýði, ef þú hefur vilja og stöðuglyndi til að fylgja ofangreindum reglum. * * ÞÆR RAUÐHÆRÐU (Framhald) Elísabet rauða. Elísabet Englandsdrotning varð enn frægari en lafði Hamilton. Hún var dóttir Hinriks áttunda, sem stundum hefir verið kall- aður bláskeggur, þó að skeggið á honum væri ekki blátt heldur eldrautt. Og dóttir hans erfði háralitinn og varð frægasta rauðhærða konan í heimi. Hún fór sínar eigin götur og var ekki eins og fólk er flest — afar hé- gómagjörn og metorðagjörn, dutlungafull en hafði snilligáfu í stjórnmálum. Um hana hefir verið ritað meira en nokkra drottningu aðra, meðal annars af sálfræðingum og læknum, en eigi hefir ennþá fengist full skýr- ing á eðli þessarar undarlegu drotningar. Ýmsir hafa haldið því fram að hún hafi verið herfi- lega ljót, og að þetta sé skýringin á hégómagirnd hennar og hinum einkennilegu ástaræfintýrum hennar. “Jómfrúdrotningin,” sem alla sína ævi var að leita sér að manni, gerði sitt bezta til að líta vel út í augum karlmanna. Það verður víst aldrei skýrt hvernig samband hennar og jarisins af Essex í rauninni var. En þernur hennar sögðu, að hún hefði í þann veginn verið að fyrirfara sér daginn sem hún rak þennan elskhuga sinn frá sér og undir- skrifaði líflátsdóm hans. Hún varð að láta drepa hann — af stjórnmálaástæðum. Hún undirritaði líka dauðadóm Maríu Stúart, en jafn rólega og hún undirritaði lögin, sem juku vald Englendinga. Elísabet var harðgerðari en nokkur karlmað- ur og hégómagjarnari en flestar konur. Hún hafði nánar gætur á hirðmálurum, þegar þeir voru að mála hana, og gerði athuga- semdir við þá, þegar henni fund- ust myndirnar ekki nógu falleg- ar. Hún var rengluleg í vexti og gat varla staðið undir hinum þykku silkikjólum og öllu gull- inu, sem hún skreytti sig með. í æsku hafði hún haft mikið og þétt rautt hár, en svo fór það að þynnast — ein herbergisþernan ber það meira að segja út að drotningin nauðsköllótt — sýndi sig aldrei öðruvísi en með rauða hárkollu. Annars var þeim orðrómi aldrei hnekkt að fullu, að Elísa- bet væri dulbúinn karlmaður! Sú saga var sögð að Elísabet hefði dáið úr svartadauða í bernsku og að stráklingur einn hefði verið látinn ganga í hennar stað. En sagnfræðingar taka ekki mark á þessari sögu. Lýsingin, sem anieríski prófessorinn gefur á rauðhærðu konunum, á ágæt- lega við Elísabetu. Þar við bæt- ist að hún var undantekning að því leyti, að mannfélagsstaða hennar gaf henni tækifæri til að þroska hinu “rauðhærðu” eigin- leika sína úr hófi fram: takmark- alausa metorðagirnd, takmarka- lausa refjalöngun og snilligáfu í stjórnmálum. Tízian og Tízianrautt. Þegar nútímastúlka vill líkj- ast Greer Garson, biður hún um að láta lita hárið á sér “tizian- rautt.” — Þessvegna verður að minnast nokkrum orðum á stúlk- una, sem á sök á þessu litarheiti. Hún hét Lavinia og var dóttir hins mikla málara Tizians. Hann þreyttist aldrei á að mála myndir af dóttur sinni, en frægust þeirra varð “Lavinia með blómkörfuna.’ f fyrstu voru það aðeins list- þekkjendur, sem töluðu um tiz- ianrautt hár. Konur eiga með þessu heiti við koparrautt hár, en Lavinia hafði ekki þann hára- lit! Það var gullrauður blær á hári hennar, blær, sem aðeins tveir hársnyrtimenn í Hollywood hafa getað náð. En Tizian sjálf- ur málaði aldrei þann lit, sem' nú er kallaður “tizianrautt.” Tizian var ekki eini málarinn, sem hafði rauðhærðar fyrir- myndir. Hér hefir verið minnst á Romney, Englendinginn, sem málaði lafði Hamilton. Líka mætti nefna Rubens. Hann dáði rauðhærðar konur með hvítt hörund. Meðal þeirra var Helene Fourment fremst. Rubens var orðinn frægur listamaður þegar honum var bent á Helene sem fyrirmynd. Hún var fimtán ára þá og þótti mikið til um upphefðina. En meistarinn varð svo hrifinn af henni, að hann sagði öllum hinum fyrir- myndunum sínum upp vistinni. Þó að Helene væri ekki eldri en 15 ára virðast allar myndirnar af henni sýna fullþroska konu. Eftir eitt ár kvæntist Rubens henni. En hún varð ekki lang- líf, hún dó ung úr hjartasjúk- dómi. Er hún grafin við hlið Rubens í Antwerpen, undir alt- aristöflu eftir meistarann. Maríu- myndin á töflunni er með svip Helene Fourment. • Rauða hárið í Hollywood. Fyrst eftir aldamótin var rauða hárið látið liggja milli hluta. Það var litfilman og sjónvarpið, sem gerðu það dýrmætt. Þó að Ka- therine Hepburn væri rauðhærð varð hún samt ekki til þess að vinna rauða hárinu gengi, heldur var það ljóshærð leiltkona, Gin- ger Rogers. Hún sá hvað á spýt- unni hékk og litaði hárið á sér rautt. Og bezt klædda konan í Hollywood, Rita Hayworth, í- myndaði sér að hún hefði haft rautt hár alla æfi. Viðgangur Ann Sheridan er eigi sízt því að þakka að hún hafði ljómandi fallegt rautt hár, áður en það komst í tísku, og Paulette God- dard er öfunduð vegna þess að hún þarf ekki að lita hárið á sér rautt. Maureen O’Hara er rauð- hærð, enda er hún írsk. En fremst af öllum er Greer Garson. Hárið á henni er jafn ekta á litinn og leikur hennar er í “Frú Miniver.” En það var háraliturinn, sem olli því að hún komst að kvikmyndunum, þó að leikur hennar væri vitanlega ekki þakkaður rauða hármu. Greer Garson er komin af prestum og vísindamönnum. Þeg- ar hún sagðist vilja verða leik- kona urðu foreldrar hennar æf og sendu hana á kennaraskóla til þess að koma fyrir hana vit- inu. En Greer Garson vildi ekki láta “koma fyrir sig vitinu.” Hún lagðist veik og læknir sagði að henni mundi ekki batna nema hún fengi sínu framgengt. Þá létu foreldrarnir undan og Greer fór að nema leiklist. Kom fyrst á leiksvið í Birmingham og fór svo til London; hárið vakti at- lcelandic Canadian Evening School Séra V. J. Eylands flytur fyrir- lestur um Jón Vídalín 26. marz, í Fyrstu Lútersku kirkju, kl. 8 e. h. Dr. K. J. Austmann átti að flytja erindi það kvöld, en sök- um veikinda getur ekki orðið af því. Nefndin vonar að lækn- irinn verði aftur heill heilsu sem allra fyrst. Séra Valdimar, þó hann sé mjög önnum kafinn um þessar hygli og hún fór að koma fram í sjónvarpi. Jafnframt lék hún tólf stór hlutverk á þremur árum. En Hollywood freistaði. Fyrsta hlutverk hennar í filmu var í “Verið þér sælir, herra Chips,” en annað var “Frú Miniver.” Síð- an er hún dáð meira en nokkur önnur leikkona í Bandaríkjun- um og enda í heiminum. Rauða sólin með grænleitu augun yfir- gnæfir Gretu Qarbo. Loks má minnast á eina rauð- hærða konu síðari tíma. gyðing- inn madame Lupescu, fylgikonu Carols Rúmenakonungs á sinni tíð. Hún var bæði ófríð og frá- munalega illa vaxin — en hún var rauðhærð, og það hreif Carol svo, að hann kaus heldur að sjá af heilu konungsríki en henni. Að vísu var það ríki ekki eins stórt og það sem hertoginn af Windsor gaf fyrir frú Simpson, en þó er Rúmenia allsæmileg borgun fyrir eina rauðhærða gyðingsekkju. —Fálkinn. mundir tók góðfúslega að sér að undirbúa sitt erindi, sem átti að koma síðar í fyrirlestra röðinni, og flytja það áminst kvöld. Nefndin er honum sérstaklega þakklát fyrir hjálpsemi hans hvað þessu viðvíkur, og fyrir áhuga hans og aðstóð skólanum til handa frá því fyrsta. Lætur af embætti forsætisráðherrann í Canada, Mr. King, hefir formlega tilkynt, að Rt. Hon. Vincent Massey, sem verið hefir í síðastliðin ellefu ár yfirsendifulltrúi Canada í London, hafi beiðst lausnar frá embætti í maímánuði næstkom- andi. Mr. Massey verður sex- tugur í ár; hann er einn af eig- endum Massey-Harris búnaðar- verkfæra félagsins, og þykir lík- legt, að hann taki að sér for- stjórn þess á næstunni. Enn er eigi vitað hver verði eftirmaður Mr. Massey’s í Lon- don, þó sá orðrómur sé á svemi, að núverandi flugmálaráðherra sambandsstjórnar, Col. Gibson, sé líklegur til þess að verða skip- aður í embættið. Sæti Mr. Massey’s í London verður vandfylt, því hann er-um alt hinn merkasti áhrifamaður. Huindrað manna vegavinnu- flokkur var sendur út á land og tvær konur voru með í förinni til að annast matreiðslu. Formaðurinn, sem fjekk orð fyrir að vera stuttorður og gag- norður, sendi skömmu síðar eftirfarandi skeyti til bæjarins: “2% af karlmönnunum hafa kvænst 100% af konunum. + Dómarinn: — Þjer viðurkenn ið að hafa tekið kartöflur úr geymslunni. Hvað var það mik- ið? Ákærði: — Als 7 pokar, tveir á fimtudag og þrír í gær. Dómarinn: — Já, en það eru ekki nema fimm. Ákærðl: — En jteg hafði á- kveðið að taka tvo í kvöld. Sportsmen! We now have a good selection of fishing tackle: Plugs, spinners, daredevife, flatfish, rattlebugs, nylon and silk lines up to 35-lb. test, leaders, reels and rods. Get your supply early and avoid disappointment. MANITOBA SPORTING GOODS 293 Carllon St. Winnipeg T að vísinda^ Windsor.Ont’ iS8Wvöru.-svo Ve88i fW ar mámS flutt er ul * <æ6'°ga ' ginbvin ' ZeaiandB. u ægari e8t aí Vví f n°“ gengi® M* Sa netir,ve”6rundvadar ca«Btic io, f 1,868 weinsnnar ^rðat Taúða- I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.