Lögberg


Lögberg - 04.04.1946, Qupperneq 1

Lögberg - 04.04.1946, Qupperneq 1
PHUNE 21374 \ot& _a.d St A Stor»0e „s, ^ S0íS»* 10,UTuier ý\JP' b A Complete 1 Cleaniníf Institution 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 4. APRÍL, 1946 PHONE 21374 . rA \>*^5 O .ítulo^ g ^urvd^5' \r\3* A Complete Cleanlng: Institution NÚMER 14 ÁTTRÆÐUR Helgi Johnson Á þriðjudaginn þann 2. þ. m., átti Helgi Johnson frá Eskiholti í Borgarfjarðarsýslu áttræðis- afmæli; heimili hans er að 1023 Ingersoll stræti hér í borginni. Hejgi lætur lítt á sjá þótt árin færist yfir hann; keikur gengur hann og sporléttur, og oftast með spaugsyrði á vör. Helgi er gæfu- maður; hann á úrvals konu og mannkosta börn. Lögberg óskar Helga allra heilla í tilefni af þess- um merka áfanga í ævi hans. LÁTINN í VANCOUVER Björn Pétursson Sícfestliðinn föstudag lézt á heimili sínu í Vancouver, B.C., Björn Pétursson, fyrrum járn- vörukaupmaður hér í borg og um ^eitt skeið ritstjóri Heimskringlu; hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. BjÖrn var fæddur að Ytri Brekkum í Skaga firði 1871 og fluttist ungur hing- að til lands með foreldrum sín- um; hann var greindarmaður eins og hann átti kyn til, og alla jafna fús til hjálpar við þá, er til hans leituðu. Björn var bróðir Dr. Rögnvaldar heitins Péturssonar og þeirra ÓlafS og Hannesar, er reka mikil fésýslu fyrirtæki í þessari borg. Oscar Hördal og 'Jocelyn Frances Einarsson, bæði til heim- ilis að Lundar, Man., voru gefin saman á heimili bróð^ir brúðar- innar, Mr. og Mrs. Magnús Ein- Qrsson, 724 Ashburn Street, Win- nipeg, á föstudagskvöldið 29. niarz. Brúðguminn er sonur Jóns Hordal á Lundar, og látinnar konu hans, Kristjönu Sigfússon- en brúðurin er dóttir Snæ- bjarnar og Guðríðar Einarson á Lundar. Séra Valdimar J. Ey- iands framkvæmdi báðar þessar hjónavígslur. ÍSLENZKUR BÍLSTJÓRI MYRTUR Aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags gerðist það hermdarverk, að íslenzkur bílstjóri, • Jóhann Johnson, var laminn til dauðs.við Kenlaston Boulevard í þessari borg. Jóhann heitinn var fædd- ur í Reykjavík fyrir rúmlega 45 árum; móðir hans, Guðrún Guð- mundsdóttir Sólmundsson, býr á Langside Street, og er kona hnig- in að aldri; hann lætur einnig eftir sig ekkju sína og mörg syst- kini; enn hefir ekki lánast að hafa hendur í hári þess, eða þeirra, sem valdir voru að morðinu. Útför Jóhanns heitins fer fram í dag, fimtudag, kl. 2 e. h., frá Kerrs útfararstofu. Sérai Valdimar J. Eylands jarðsyngur. ÁSGEIR JÓNASSON LÁTINN í bréfi til hr. Guðmundar E. Eyford frá dóttur hans í Reykj- avík, meðteknu um síðustu heigi, er þess getið, að Ásgeir Jónas- son skipstjóri á Fjallfossi, hefði látist á sjúkrahúsi þar í borg- inni, þann 24. marz s.l. Ásgeir heitinn dvaldi hér tímakorn í fyrra, endurnýjaði vinskap við fornvini sína hér um slóðir, og eignaðist marga nýja vini. Ás- geir heitinn var ættaður frá Hrauntúni í Þingvallasveit, sæ- garpur hinn mesti og bókfróður sem þá er bezt getur um mann í alþýðustétt; hann var freklega hálf sjötugur að aldri. Icelandic Canadian Evening School W. J. Lindal, dómari flytur erindi um “Youth and Educa- tion in Iceland,” í neðri sal Lút- ersku kirkju, á þriðjudaginn, 9. apríl, kr. 8 e.h. Islenzku kneslan byrjar kl. 9. Þeir vitru sögðu— Sigurður Nordal: “Höfðingja- sleikjan kemur upp um sig með því að vera smeðjulegur við þá, sem hann vill koma sér í mjúk- inn við, en allur annar maður, drembilátur og jafnvel rudda- legur við menn, sem hann telur minni máttar. Lýðskrumarinn veit ekki af því, fyrr en hapn er farinn að sýna fórnarlömbunum sínum enn meiri fyrirlitningu en harðdrægur kúgari: gera ýmist ráð fyrir því, að þeir séu auðtrúa aular, sem gíni við hverri flugu, illa innrættir þorparar, sem meti það mest, að verstu hvötum þeirra sé dillað, eða viljalaus verkfæri, sem ógna megi með ofbeldi, ef annað bregst. Hræsnarinn er, áður en hann sjálfan varir, farinn að hugsa hátt á strætum og gatna- mótum. Sá, sem er dóni við sjálfan sig, kemst aldrei hjá því, að það móti svo svip hans og yfir- bragð, að hann geti hvergi farið án þess að halda sýningu á sín- um rétta manni.” Montaigne: “Ef einhver mað- ur finnur upp á því að lasta sjálfan sig, er honum að jafnaði trúað. Hins vegar er honum aldrei trúað, ef hann hrósar sér.” Kane O’Hara: “Munið það, að þegar dómgreindin er veik, eru hleypidómarnir voldugir.” Charles Lamb: “Eg er ekki annað en samsafn af hleypidóm- um, sem eru til orðnir ýmist fyrir samúð eða andúð.” Emerson: Skipulagningar- menn hata sannleikann.” —Samtíðin SIGURBJÖRN SIGURJÓNSSON LÁTINN Sigurbjörn Sigurjónsson Síðastliðinn föstudag lézt hér í borginni Sigurbjörn Sigurjóns- son prentari, austfirzkur að ætt, hniginn nokkuð að aldri; hann var í mörg ár vélsetjari hjá út- gáfufélagi Lögbergs, og vann einnig í nokkur ár við Heims- kringlu. Sigurbjörn heitinn var hinn mesti skýrleiksmaður vel að sér í íslenzkri tungu og íslenzk- um þjóðfræðum, og svo sam- vizkusamur í dagfari, að hann eigi mátti vamm sitt vita í neinu; hann var eindreginn stuðnings- maður kirkju og kristindóms, og veitti jafnan Fyrsta lúterska söfnuði dyggilega að málum. Sig- urbjörn lætur eftir sig ekkju, Hildi, og sjö mannvænleg börn, þrjá sonu og fjórar dætur. — Útför þessa mæta manns fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumálin. Gjafir í námssjóð Miss Agnes Sigurdson: Frá vini, Winnipeg -15; Mr. og Mrs. Ólafur Ólafson, Riverton -10; Miss Sophia Halldorson og Mrs. Paul J. Halldorson, Chicago, 111. -27.50; Mr. C. Indridason, Mountain, N.D. -5.50; Icelandic Canadian Club -100; Mrs. P. H. Hallgrimson, Wpg. $10; Dr. og Mrs. Richard Beck, Grand Forks $10; Mr. og Mrs. J. Gillies $25; Þjóðræknisdeildin “ísafold” ann- aðist eftirfarandi söfnun á Hnausum, Man.—Mr. Bjarni Bjarnason $1; Mr. and Mrs. S. S. Magnússon $3; Misses Elaine og Gladys Danielson $1; Mrs. H. K. Thordarson 50c; Mr. og Mrs. T. K. Snifeld $1; Miss Violet Sig- mundson $1; Miss Ástrós Gud- jonson $1; Miss P. H. Mastaway $1; Mr. og Mrs. Gísli Sigmund- son $2; Mr. og Mrs. S. S. Vidal $2; Steinun Valgardson 25c; Mrs. Clara Einarson $1; Jón Stefanson 50c; J. J. Einarson $1; Alex Varga $1; Mr. og Mrs. G. G. Martin $1; Albert Tuba 50c; Mrs. G. S. Ein- arson 50c; Einar ijíinarson 50c; Jón Einarson 50c; Harald Page $1; Mrs. Bill Kolenchuck 50c; Mr. og Mrs. Eddie Marteinson $2; Mrs. Helga Marteinson $3; Mr. og Mrs. Jón Baldvinson $1; Miss Guðrún Finnson 50c. Sam- tals $231.25. ,Áður kvittað fyrir $1,413.50. Með þakklæti f. h. nefndar- innar, G. L. Johannson, féhirðir. BJARGIÐ BÖRNUNUM Það er ómögulegt fyrir okkur að gera nokkuð þeesu viðvíkj- and; hvað ætli það muni um eitt einstaklings tillag; viðfangsefn- ið er alt of stórt; stjórnirnar eiga að líta eftir þessu! Svona tala einstaka menn er þeir heyra óm- inn af neýðarópum hinna nöktu, allslausu aumingja er eigra um rústir Evrópulandanna; og sem munu deyja úr hungri og alls- konar drepsóttum sem núverandi ástand þar mun leiða af sér. Nýlega er kominn hingað frá London, Capt. G. F. Gracey, skrifari sambandsins er nef»ist: w Save the Children Fund; og hef- ir hann skýrt frá starfi þess á mörgum opinberum fundum. Félagið var stofnað skömmu eftir fyrra heimsstríðið og er nú 26 ára gamalt. Það hefir starfað í 36 löndum og hefir því mikla reynzlu í því að leita að og lið- sinna hungurmorða fólki, sér- staklega börnum. Það var fyrsta sjálfboða-félagið sem sendi mat til Hollands og Pólands, og eitt af þeim allra fyrstu sem byrjaði líknarstarf í Czechoslovakíu, Grikklandi og Italíu. Um þessar mundir eru í Ev- rópu, segir Capt. Gracey, 40,000,000 börn yngri en 15 ára sem þurfa hjálp. 4,000,000 eru móður- og föðurlaus. Eftir 5 ára hörmungar eru flest af þessum börnum orðin aumingjar og geta ekkert viðnám veitt allskonar sjúkdómum er steðja að. Ef við bregðum ekki fljótt við til þess að bjarga þeim, segir hann, steypast hryllilegar drepsóttir von bráðar yfir alla Evrópu, og þar af leiðandi einnig yfir Eng- land; hundruð Þúsundir munu deyja! Hvað getum við þá gert? Það er eitt víst að það eru f áir íslend- ingar sem daufheyrast við neyð- arópum náungans. Og við getum mikið gert til þess að hjálpa; við getum gefið fatnað; við getum gefið peninga fyrir mat og með- ul; og við getum á ýmsan hátt aðstoðað þau félög hér sem gefa sig við þessu líknarstarfi. Það hefir verið ákveðið að halda “Silver Tea” og sölu á heimatilbúnum mat í T. Eaton Assembly Hall, fimtudaginn, 18. apríl, frá kl. 2.45 til 5 e. h. Ýms félög Skandinava og íslendinga hér hafa gert samtök með sér að hrinda þessu af stað. Arðurinn af sölunni gengur til “Save the Children Fund” og verður send- ur beint til Svíþjóðar til viður- væris börnum sem þar er verið að liðsinna. í Svíþjóð eru nú um 75,000 umkomulaus í)örn frá 11 löndum; og vona Svíar að þeim takist með utanaðkomandi hjálp að bjarga þessum hóp frá afleið- ingum 'íllrar meðferðar undan- farnra ára. Aðal umsjónakonur sölunnar eru: Mrs. A. S. Bardal og Mrs. C. E. Hoffsten, enn fjölda marg- ar konur eru að vinna að því að gera þetta fyrirtæki sem arðsam- ast. Íslendingar eru vinsamlega beðnir að taka þátt í þessari til- raun að styrkja hana með til- lögum og með því að koma á staðinn, og kaupa. sér kaffi, og eitthvað af því sem þar verður til sÖlu. Takið eftir auglýsingu í næstu viku-blöðum. Hólmfríður Daníelson. 0r borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Avenue, Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. + Þegar Lögberg var að fara í pressuna, barst því sú fregn, að frú Stefanía Helgason, kona Stefáns Helgasonar í Mikley, væri þá nýlátin í Almenha sjkra- húsinu; hún hafði átt við langa og þungbæra vanheilsu að stríða. Frú Stefanía var væn kona og vinsæl; auk eiginmanns síns lætur hún eftir sig mann- vænleg börn; meðal þeirra er söngkonan góðkunna, ungfrú Margrét Helgasop. Systir hinn- ar látnu er frú Sigþóra Tómas- son á Reynistað í Mikley. + George Frederick Morris og Lára Rósa Bjarnason voru gefin saman á heimili brúðarinnar, 245 Belvedere Street, Wpg., á fimtu- daginn 21. marz, að viðstöddum stórum hópi ættingja og vina. Brúðurin er dóttir þeirra Guð- mundar Bjarnasonar og Halldóru konu hans. * Gifting— Gefin voru saman í hjónaband 23. marz s.l., að 52 3rd Avenue., Gimli, Gunnlaugur Benedikt Benson og Jónína Lovísa Stef- anson. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. B. W. Ben- sonar, Hecla, og brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. G. Stefan- sonar, Vidir. Svaramenn voru Thor Stefanson, bróðir brúðar- innar og Ingibjörg Benson, systir brúðgumans. Framtíðar heimili brúðhjón- anna verður í Hecla. Séra Skúli Sigurgearson gifti. * Gjafir til Betel í marz 1946— Mrs. Soffía Thordarson, Betel, afmælisgjöf $1.00; Mr. Helgi S. Sigurdson, Betel, afmælisgjöf $5.00; Mr. og Mrs. J. K.'Ólafson, Gardar, N. Dakota, í minningu um Lieut. Thos. L. Brandson sem féll í sjó orustu undan strönd- um Frakklands 30^ apríl 1944 $5.00; Mrs. V. Blondahl, Winni- peg $5.00. Með beztu þökkum. J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg., Winnipeg. + Mrs. Chris. Oddstead, Sacra- meno, California. lézt 1. apríl s.l. af völdum slyss. Hún lætur eftir sig 2 dætur, 4 syni, ásamt eiginmanni. Þessi fregn var sím- uð Lögbergi á mánudaginn. + Gjafir í Minningarsjóð Banda- lags Lúterskra Kvenna Kvenfélag Bræðra safnaðar, Riverton, $15.00, í minningu um Pétur Hoffman Hallgrímsson. Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. + The Junior Ladies Aid of the Fir^t Lutheran church will hold their regular meeting in the church parlors on Tuesday, April 9th, at 2.30 p.m. TIL ÓLAFS THÓRS, FORSÆTISRÁÐHERRA, í tilefni af 20 ára þingskaparafmœli hans, 19. janúar 1946 Enn skeður að kotungur kveður sér hljóðs — sem kemur oft fyrir í sögum — því var eg stóðat ekki stillingu ljóðs þó sterkur sé ekki í bögum. Það kvað sundum leynast hjá karlnum heima sem kóngshöllin frægasta hafði ekki að geyma. En vart hef eg átt þennan gersemis grip né gróandi ljóðsins í anda. Þó minnist jeg ungur ég sá hann í svip, er eg sveif milli draumanna landa. En lággengi annara læstu mig inni, svo ljóðið er smærra frá hörpunni minni. U. Hörpustreng skal stilla stefna til þín ljóði, blómum fang þitt fylla — fyrirliðinn góði. Drenglund þín og dáðir dæmin mörgu sanna. Góðu sæði sáðir sól í hjörtu manna. Eins má á það minna engin gleymska máir, leituðu þín og þinna þeir, sem voru smáir. Oft varð af að taka eins að fornu og nýju. Báru þeir til baka bjarta von og hlýju. Við þig lánið leiki Ijós í ríku happi, Aldrei skálm þín skeiki skilminganna kappi. Þó að brotsjór bylji bátsins fyrir safni, stærri er sterkur vilji, stýri í drottns nafni. Hjálmar á Hofi. llllllllllilllinilWlllllllllNIIIIIIIIHIlllllllllllllllllllllllllll!llllllll!ll!lll!llll!llllllll!!lll!l!!lll!ll!ll!IJ||||||||||||l!l|||l||li{illllipi|lllll||||!|||!!!|||||!|||||||||!||||||!|||||!i|||||||i!|||||||{ii!||y|!||ii|||i|||||i|{|||||||j ........................................................................

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.