Lögberg - 04.04.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 4. APRÍL, 1946
7
Sonur landnámsmannsins
Eftir GUÐMUND DANlELSSON
G. F. Jónasson
♦ i
Hvar var það nú aftur, sem eg
heyrði Guðmundar Jónassonar
fyrst getið? — Já, nú man eg það,
— það var í Kaliforníu. — Eg
hafði verið á ferð alla nóttina og
kom þreyttur að morgni til Berk-
eley, háskólabæjarins í fjalls-
hlíðinni. Eg lagði leið mína inn
í hótel, sem þeir kölluðu Shat-
tuck, því þar hafði ræðismaður
okkar síra Oktavíus Thorláksson,
útvegað mér herbergi. Eg fékk
herbergi nr. 338. Það var á 3.
hæð, og það var þar, sem eg
heyrði G. F. Jónassonar fyrst
getið. Fyrst liðu reyndar tveir
dagar, en að morgni þess þriðja
vaknaði eg við það að síminn
hringdi.
Eg seidist eftir heyrnartólinu
og spurði syfjaðri röddu, þver
þar væri. “Tveir prestar,” var
svarið á Islenzku. “Farðu að
klæða þig. Við erum á leið til
þín og ætlum að taka þig til
bænar, Pétur biskupsson af ís-
landi og eg.” Það var Oktúvíus
Thorláksson, sem talaði. —
sagði eg, “þá skal eg vera sáttur
við ykkar 60 hótel, þó þau úthýsi
mér.” — Þetta þótti konsúlnum
einkennilegt svar og heimtaði
skýringu. “Eg hitti Pétur Sigur-
geirsson,” svaraði eg, og það var
nóg.
Hús G. F. Jónassonar er í þeim
hluta Winnipegborgar, þar sem
hvert stræti ber nafn vjpsrar trjá
tegundar. Stræti Guðmundar
er kennt við askinn, hinn mikla
lífsmeið, það heitir Ash street.
Kannske er það tilviljun, að hann
skyldi byggja hús'sitt þar, eg
veit það ekki, en frá mínu sjón-.
armiði er það gerhugsaður skáld-
skapur, táknrænn og sannur. —
Eg veit nefnilega núna, eftir að
hafa kynnzt Guðmundi F. Jón-
assyni, að hann er einn af hin-
um sígrænu, lífsþrungnu grein-
um á þjóðarstofni okkar vestra
og á fáa sína líka.
Fæddur vestra
Hann er fæddur 19. október
1895 í Vogarpósthúsi, Siglunes-
sveit við Manitobavatn, Mani-
tobafylki. Foreldrar hans voru
með fyrstu landnemum á þeim
slóðum. Þau voru bæði fædd
heima á Islandi. Þau hétu Jónas
Kristján Jónasson, ættaður úr
Skagafirði, og Guðrún Guðmunds
dóttir, ættuð af Austurlandi. —
G. F. Jónasson ólst upp hjá
foreldrum sínum og dvaldi hjá
þeim þangað til hann var 22 ára.
Hann naut í æsku almennrar
barnaskólamenntunar í Siglu-
nessveit, en þegar hann var 16
ára fór hann á verzlunarskóla í
Winnipeg \>g stundaði þar nám
um tveggja vetra skeið. Þar með
var lokið hans reglulega skóla-
lærdómi.
Við Pétur Sigurgeirsson höfð-
um ekki sézt áður, en við urðum
strax vinir og við vorum saman
næstum tvo heila daga, fyrst í
San Francisco, svo í Palo Alto.
Pétur var nýkominn frá Winni-
peg, en eg var á leið þangað, svo
að báðum þótti bera vel í veiði,
Pétri sem uppfræðara, mér sem
lærisveini.
Pétur var mjög hrifinn af
Vestur-íslendingum og nafn-
greindi marga þeirra og sagði
mér á þeim nokkur deili. —
Hann sagði mér, hverja mér væri
nauðsynlegt að hitta, til þess að
fá sem fjölbreyttasta og sann-
asta mynd af lífskjörum þeirra og
menningu. Einn Þeirra, sem
hann nefndi, var Guðmundur F.
Jónasson. Hann sagði, að það
væri meira að segja alveg sér-
stök ástæða fyrir mig að kynn-
ast honum, því að hann ætti
fimmtugs afmæli 19. október,
einmitt á þeim tíma, sem eg yrði
í Winnipeg.
Norður til Winnipeg.
Eg læt nú útrætt um Pétur að
sinni, ásamt okkar kalifornísku
æfintýrum, og sný mér til norð-
urs, þangað sem sumarið ver
ekki lengur í landi, lieldur bara
hið innra, í ríki andans.
Eg kom á járnbrautarstöðina
í Winnipeg klukkan 10 að kvöldi
hins 16. októbers. Þar var þá
niættur Grettir Jóhannsson ræð-
ismaður, til þess að taka á móti
mér. Hann sagði mér þá hrika-
legu sögu, að hann væri búinn
að hingja á feO hótel í Winnipeg,
en ekkert þeirra hefði laust her-
bergi í nótt, svo að hann yrði að
fara með mig til kunningjafólks
síns, sem hefði lofað að hýsa
niig. — Eg spurði, hvað húsráð-
endur hétu, en sagðist fara með
"ng til Guðmundar Jónassonar
°g Kristínar konu hans, það væru
niyndarleg hjón og gestrisin og
hefðu fyrr tekið á móti íslend-
lngum — eg skyldi engu kvíða.
‘Ef það er sá Guðmundur Jón-
^^n, sem á afmæli þann 19.,”
Eg bað hann að segja mér eitt-
hvað frá bernsku sinni og æsku
heima í Siglunessveit. Hann sagði
að það væri ekki margt til frá-
sagnar, en eg hélt áfram að suða
um sögu, og það endaði með því,
að hann sagði mér margar og
merkilegar sögur um lífsbaráttu
íslenzku landnemanna. Það voru
allt saman hetjusögur. Það voru
sögur um hvernig næstum ó-
yfirstíganlegir örðugleikar voru
sigraðir, en af því að þetta var
hið hversdagslega líf landnáms-
mannanna, þá finnst þeim það
ekki í frásögur færandi. Þeim
mun aldrei skiljast, að þeir séu
meiri hetjur en Geirmundur
heljarskinn og Eríkur rauði.
Faðir Guðmundar.
Jónas faðir Guðmundar rækt-
aði jörð undir bú og rak jöfnum
höndum smáútgerð á Manitoba-
vatni. Hann tók og að sér að sjá
sveitungum sínum fyrir þeim
nauðsynjum, sem þeir urðu að
fá aðkeyptar, og hafði því dálitla
verzlun. Þannig ólst Guðmun-
dur upp við hin margvíslegustu
störf. Íslenzka var töluð á heim-
ilinu, eins og á flestum heimili-
nu öðrum þar í sveitinni, en af
prestum og kirkjum hafði fólkið
lítið að segja 'framan af. Ein-
staka sinnum sendi þó evan-
gelisk- lútherska kirkjufélagið
í Winnipeg umferðarpresta norð-
ur í byggðírnar, eingum til þess
að skíra börn. Ekki voru þeir
þó oftar á ferðinni en svo, að
Guðmundur var orðinn 5 ára
gamall, þegar hann var skírður,
og voru sjö systkini hans skírð
um leið. — Guðmundur man vel
eftir þessum degi. Meðal annars
minnist hann þess, að móðir hans
færði hann þá í nýjar svartar
stuttbuxur. Hann kallaði þær
prestbuxurnar alla tíð síðan
meðan þær entust.
Ekki held eg að kristindómur-
inn hafi liðið neitt vegna prest-
leysisins hjá þessu afskekkta
fólki, að minnsta kosti sér það
ekki á G. F. Jónassyni. Móðir
hans var trúuð kona, og undir
handleiðslu hennar varð hann
fyrir þeim áhrifum, er hafa enzt
honum á síðan, enda má fullyrða,
að íslenzka kirkjan í Vestur-
heimi á engan betri stuðnings-
marm en hann. Þetta þýðir í
rauninni meira en fljótt á litið
virðist. Það þýðir, að G. F. Jón-
asson er emn helzti burðarás ís-
lenzk máls og menningar í Am-
eríku, því á þeim vettvangi hefir
starfsemi kirkjunnar alltaf verið
einn snarasti þátturinn, ásamt
vikublöðunum Heimskringlu og
Lögbergi, og Tímariti Þjóðræknis
félagsins.
Herþjónusta
Árið 1918 gekk G. F. Jónasson
í Kanadíska landherinn og var
sendur til Englands í Marzmán-
uði það ár. Þar gengdi hann her-
þjónustu í eitt ár, en þá var strið-
inu lokið, sem kunnugt er, svo
hann var fluttur heim með sinni
herdeild og afskráður. — Eftir
að hann kom heim tók hann sér
tveggja mánaða frí, en réð sig
því næst í vinnu við verzlun eina
í smábæmun Sperling. Hann
komst þó brátt að því, að verzl-
unarþjónsstarfið gaf ekki fyrir-
heit um þá framtíð, sem hann
gat sætt sig við, og tók sig því
upp frá Sperling og settist að í
bænum Winnipegosis og stofn-
aði þar verzlun í félagi við bróð-
ur sinn Egil. — Það kenndi
margra grasa í sölubúð þeirra.
Þeir verzluðu með allt. Þeir
verzluðu með matvörur og lyf,
áhöld og fatnað, — allar lífsnauð-
synjar, sem komið gátu til greina
á þeim slóðum. — Flestir við-
skiptavinimir voru fiskimenn en
þeirra atvinnu háttar þannig, að
þeir fá ekki }aun sín greidd nema
tvisvar á ári, þ.e. í lok hvorrar
vertíðar. Guðmundur varð því
að reka lánsverzlun og treyst því
í fyrsta lagi, að viskiptavinirnir
öfluðu, og í öðru lagi, að þeir
borguðu reikninga sína, þegar
þeir höfðu selt aflann. Vitanlega
gekk það svo í flestum tiífellum,
en hitt gat líka komið fyrir, jafn-
vel hjá þeim, sem vel höfðu afl-
að, að þeir væru orðnir peninga-
litlir á ný, er þeir komu til Guð-
mundar að gera upp. — Jæja, nú
var ekki um nema tvennt að
gera: tapa peningum eða kaupa
fisk. Hvort var betra?
Fiski-konungur
Guðmundur valdi hinn síðari
kostinn. Hann keypti fisk og
keypti fisk, meiri fisk. Það kaup-
ir enginn maður í Winnipeg eins
mikinn fisk og hann. Hann er
fiski-konungur Winnipegborgar.
Hann verzlaði í átta ár í Win-
nipegosis, eða til ársins 1928, en
flutti þá til Winnipeg og hefir
alltaf átt þar heima síðan. Eg er
ekki viss um að hann hafi komið
með ýkja marga dollara með sér
frá Winnipegosis, en hann kom
með annað, sem var betra; fall-
ega og gáfaða konu íslenzka og
þrjár elskulegar smátelpur. —
Ekki var Jónasson fyrr seztur
að í Winnipeg en hann var orð-
inn forstjóri “Fiskisamlags Man-
itobafylkis,” og hafði það starf
á höndum í tvö ár, þá (1930)
stofnaði hann, ásamt tveim
mönnum öðrum sem hluthöfum,
verzlunarfélagið “Keystone Fish-
eries Limited,” og hefir rekið
fyrirtækið einn síðan. Það er
nú stærsta fyrirtæki sinnar teg-
undar í Manitobafylki. 1934
stofnaði hann veiðarfæragerðina
“Perfection Net and Twine Co.”
og rekur hana enn. Hún er ein
af stærstu veiðarfæraverksmiðj-
um í Vestur-Canada og hafði
samband út um allan heim fyrir
stríðið. sérstaklega í Japan og
Hollandi. Viðskipti við Holland
voru nú aftur að hefjast. Árið
1941 keypti Guðmundur Jónas-
son 6 útgerðarstöðvar við Win-
nipegvatn ásamt flutningaskipi
og mörgum fiskibátum. Upp úr
þessu stofnaði hann nýtt útgerð-
arfyrirtæki, sem hann kallaði
“New Fish Company.” — Guð-
mundur gegnir mörgum opin-
berum trúnaðarstörfum, sem
snerta firkimál Canada. Meðal
annars er hann forseti fiski-
bandalags sléttufylkjanna, Man-
itoba, Alberta og Saskatchewan.
Þá er hann erindreki frá sléttu-
fylkjunum í stjórnarnefnd þeirri,
sem á ensku er kölluð “Dom-
inion Fisheries Council” og inni-
bindur öll fiskibandalög Canada-
ríkis frá hafi til hafs, en það er
akkúrat helmingi lengri leið en
frá Islandi til Canada, þar sem
stytzt er á milli landanna.
Síðan 1942 hefir G. F. Jónas-
son rekið loðdýrabú mikið í fél-
agi við annan mann í nágrenni
borgarinnar. Eru aldir þar silfur-
refir, platínurefir og minkar. Eg
spurði hann, hvernig stæði á því,
að hann hefði byrjað á þessu.
Hann kvað tilviljun hafa ráðið
því. Maður, sem skuldaði hon-
um fyrir fisk, bauð honum þrjá
eða fjóra minka upp í greiðsuna.
Hann tók kvikindin og kom þeim
í fóður hjá kunningja sínum, sem
hafði minka- og refabú. Þetta
varð upphafið. En það fór svo
með þetta fyrirtæki, eins og önn-
ur, sem hann hefir stofnað og
veitt forstöðu, — það hefir eflzt
— það hefir blessazt.
Flestum mundi nú sýnast, að
sá maður hefði ærið að starfa,
sem hefði á hendi allt það, sem
þegar er upp talið. En Guðmund-
ur Jónasson er enginn venjuleg-
ur maður. Hann virðist gæddur
allt að því ótakmörkuðu vinnu-
þreki og það hefir gert honum
fært að sinna fleiri og fjölbreytt-
ari áhugamálum en flestum
mönnum öðrum. Hann gefur
meðal annars út tvö tímarit.
Annað er einkum ætlað þeim,
sem annast afhendingu og sölu
matvæla, hitt miðar að framför-
um og aukinni menningu í flutn-
inga- og samgöngumálum lands-
ins. Rit þessi hafa náð útbreiðslu
um alt ríkið. — Þá er hann í for-
stjórn Columbia Prentsmiðju-
hlutafélagsins, sem gefur út viku-
blaðið Lögberg, og hefir komið
því menningarfyrirtæki á fjár-
hagslega fastan grundvöll. Hann
er forsseti Fyrsta lútherska
kirkjufélagsins (safnaðarins) í
Winnipeg, og hélt .kirkjuráðið
(safnaðarstjórnin) honum veg-
legt samsæti á fimmtugsafmæli
hans og afhenti honum við það
tækifæri skrautritað skjal, þar
sem honum eru tjáðar þakkir fyr
ir störf hans í þágu kirkjunnar.
Þá er hann forseti “íslenzka
sögufélagsins,” sem stendur með-
al annars að samningu og útgðfu
á Sögu fslendinga í Vesturheimi,
þeirri, sem Þorsteinn Þ. Þor-
steinsson er að rita. Harní er í
verzlunarráði Winnipegborgar,
framkvæmdarráði iðnaðarins, og
hann er einn af stofnendum og
styrktarmönnum læknavisinda-
félags Manitoba.
Eg gæti talið upp mörg fleiri
Þýðingarmikil störf, sem G. F.
Jónasson hefir á höndum, en hér
læt eg þó staðar numið. Að end-
ingu vil eg svo taka það fram,
að hvorki árin né annirnar hafa
beygt bak Guðmundar né heldur
rist rúnir í svip hans. Hann virð-
ist í hæsta lagi fertugur maður
að útliti, hár og fallega vaxinn,
bjartur og fríður á yfirbragð.
Mér fanst hann altaf stafa frá
sér æsku og leik, — eiginlega
bara vera drengur, — bara stór
—stór og góður drengur, sem
gaman væri að leika sér við. —
Eg vildi, að ísland ætti marga
drengi eins og hann, því þeir
eldast ekki, og leikir þeirra eru
í því fólgnir, að byggja land með
lögum og hefja líf á hærra stig.
Halifax, 25. nóv. 1945.
Vísir, 18. Janúar.
FUNDUR
ÖRYGGISRÁÐSINS
Síðastliðinn mánudag kom ör-
yggisráð sameinuðu þjóðanna til
fundar í New York, með það fyr-
ir augum, að jafna þau ágrein-
ingshiál, sem efst hafa verið á
baugi, og búa undir væntanlegt
friðarþing, sem ákveðið hefir
verið að haldið skuli á sínum
tíma í París; fyrsta málið, sem
fyrir fundinn kom, laut að deil-
unni, sem staðið hefir yfir milli
Bretlands og Bandaríkjanna ann-
ars vegar, og Rússlands hins veg-
ar, varðandi setulið Rússa í Iran;
nú er sagt að Rússar hafi byrj-
að á því að kveðja áminst setu-
lið heim, en þó eru fregnir þessu
viðvíkjandi ekki ábyggilegri en
það, að brezk stjórnarvöld hafa
sent þingnefnd til Iran, er kynna
skuli sér viðhorfið eins og það í
raun og veru sé. Stjórnin í Iran
hefir fyrir löngu krafist þess, að
rússneski herinn hypji sig hið
skjótasta burt úr landinu.
Club News
The Icelandic Canadian Club
held an open meeting on Wed-
nesday night, March 20, with the
new president, Mr. Carl Hallson,
in the chair. The meeting was
well attended and the members
displayed keen interest through-
out a lively discussion of the
club’s projects. The meeting re-1
sponded favorably to a plea pre-
sented by Mrs. Danielson on be-
half of the combined Scandina-
vian organization of the city for
assistance at a tea to be held on
April 18th, in aid of the “Save
the Children Fund,” for the
75,000 refugee children in Swe-
den. Several ladies offered their
services.
A short program followed the
business meeting. Mr. Jerry Bar-
dal entertained with a cornet
solo, accompanied by Mr. Gunn-
ar Erlendson. Capt Neil Bardal
was to have been the speaker of
the evening, but he was unable
to be present, a fact which was
regretted by everyone. As a sub-
stitute, a picture from the Na-
tional Film Board was shown,
entitled: “Iceland on the Prair-
ies,” a panoramic view of the
life and customs of the people
of Icelandic descent who inhabit
the prairies, showing scenes from
Argyle, Gimli and Winnipeg.
Familiar scenes and faces en-
hanced the interest created by
the running commentary. Fol-
lowing this a picture featuring
a musical selection was shown.
Refreshments brought to a close
a very profitable and interest-
ing evening.
L. Guttormsson, Secretary.
Þeir vitru sögðu:
La Guardia: “Mér er hjart-
anlega sama, þó að eg brjóti allar
brýr að baki mér, því að eg
hörfa aldei aftur á bak.”
Calvin Coolidge: “Við þörfn-
umst ekki meiri almennar fræð-
slu, en við þörfmnnst dýpri þekk-
ingar. Almennur lærdómur er
ekki það, sem mestu máli skiftir,
heldur heilbrigt og drengilegt
skapferli. Okkur vanhagar ekki
um meiri löggjöf, heldur um lif-
andi trúarbrögð.”
G. K. Chesterton: “Mjög fá-
um mönnum er sú gáfa léð að
kunna að sjá söguefni í atbprð-
um líðandi stundar.”
O. W. Holm: “Sífelldar af-
sakanir geta orðið að hvimleiðum
skaplestri, sem er hér um bil
ólæknandi. Slíkt er ekki annað
en ranghverfan á mannlegri
eigingirni. Ef manni misheppn-
ast eitthvað tíu sinnum, getum
við gengið að því vísu, að fregn-
irnar um 9 þessara ófara séu
frá honum sjálfum komnar.
Það er annars alveg fádæma ó-
skammfeilni, að menn skuli
ímynda sér, að klaufgefni þeirra
sé öðrum svo mikils virði, að
alltaf þurfi að vera að fræða þá
um hana.”
George Cohnan yngri: Hæ-
verskir menn mæla aldrei hrós-
yrði um sjálfa sig.”
Jakob de Geer: “Sá, sem græt-
ur, vorkennir sjálfúm sér. Grát-
ur er fyrsta merki þess, að menn
séu að leggja árar í bát og guggna
í viðureiígninni við örðugleik-
ana, sem þeir eiga við að stríða.
Grátum ekki.”
Landkönnuðurinn Ponce de
Leon fann Floridaskagann á
páskadag, 27. marz 1513.
Í-Íív
we CéteOtafáMl/ub
35$Anniversary
d/'CONTINUOUS
SERVICE YOU!
Since Quinton's Limited was established in 1911 by
members of the Quinton family, the standard of
unsurpassed quality and workmanship has beeji
consistently maintained thrbugh three and a half
decades of constant service.
QUINTON'S LIMITED is owned, operated and con-
trolled by the Quinton family and is in no way
associated or affiliated with any other firm or organ-
ization in the dry cleaning or dyeing business.
On this our 35th Anniversary we would like to again
re-assure our customers and friends of continued
unexcelled service in the future . . . and under the
same long established management.
Phone 42 361 - Everybody Does!