Lögberg - 04.04.1946, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. APRÍL, 1946
<ra ■ ■ . ■— - ----
I JACKUELINE
eftir
MADAME THERISE BENTZON
“Af því hann fór í burtu þegar stjúpa
þín hélt að hann ætlaði að biðja þín,
Það eru ekki allr menn ástfangnir þó
þeir gifti sig, góða mín. Það eru heldur
ekki allar konur sem gifta sig af ást; en
menn og konur verða ástfangin þegar
þau fara að vera saman.”
“Heldurðu þá að maður sem ekki
ætlar sér að giftast, eigi að leika elsk-
huga við unga stúlku? Eg held að eg
geti þá sagt þér að hann hafi látið svo
við mig, sem hann ætlaði sér að giftast
mér, og svo seinna — hvernig á eg að
segja það?—skildi mig eina eftir, á hinn
ódrengilegasta hátt.”
Madame Strahlberg hafði gaman af
því, í hve höstum róm Jackueline sagði
þetta.
“Hvaða stóryrði eru þetta, góða mín!
Nei, eg man ekki eftir að þú hafir sagt
neitt þess háttar við mig fyr en núna.
En þú hefir rangt fyrir þér. Eftir því
■sem við eldumst, hættum við að vera
strangar í dómum og brúka stóryrði.
Það leiðir ekkert gott af því. í þínum
sporum mundi það snerta hjarta mitt,
að svo indæll og elskulegur maður hefði
verið mér svo tryggur.”
“Tryggur!” sagði Jackueline höstum
rómi, og horfði einarðlega í hin lymsku-
legu augu Madame Strahlberg. Hún leit
' undan, og þóttist vera að festa belti sem
hún hafði um mittið.
“Altaf síðan við komum hingað, hef-
ur hann verið að tala um þig,” sagði hún.
‘Virkilega — hvað lengi?”
“Oh, ef þú vilt endilega fá að vita
það — að minsta kosti í tvær vikur.”
“Það eru rétar tvær vikur síðan
Þú skrifaðir mér og beiddir mig að koma
og vera hjá þér,” sagði Jackueline,
kuldalega og einarðlega.
“Oh, jæja — hvað var rangt við
það? Eg hefi kannské hugsað að yndis-
leiki þinn mundi auka aðsókn að Mon-
aco?”
“Því sagðirðu mér það ekki?”
“Af því að eg skrifa aldrei fram yfir
það sem er alveg nauðsynlegt; þú veist
hvað eg er löt. Og svo líka vegna þess,
eg skal viðurkenna það, að það hefði
kannské gert þig hrædda, þú ert svo
tilfinningarnæm.”
“Þú meintir þá að láta mig verða
fyrir óvæntri árás?!’ sagði Jackueline
í sama harða og kalda málróm.
“Oh! góða mín, því ertu að reyna að
rífast við mig?” svaraði Madame
Strahlberg, og þagnaði um stund, en
sagði svo: “Það er eins gott að við
skiljum hvað þú meinar með frjálsu og
óháðu lífi.”
Svo hélt Madame Strahlberg áfram
að tala, og Jackueline hlustaði, án þess
að segja neitt. Hún hallaði sér upp að
gyrðingunni við garðshliðið, meðan rödd
höggormsins, eins og hún hélt, hringdi
í eyrum sér. Hún var óstyrk og öll henn-
ar hugsun á reyki. Með tali sínu eyði-
lagði Madame Strahlberg alla von henn-
ar um, að geta orðið leikhús söngmær.
Hún sagði henni að í hennar kringum-
stæðum hefði hún ætlað að vera of var-
kár og samvizkusöm, til þess að geta
haldið því áformi hefði hún átt að vera
í klaustrinu. Jackueline vissi ekki hvað
hún átti að segja, allt virtist hringsnú-
ast fyrir augum hennar. Nætur skugg-
arnir féllu yfir þær og birtan þvarr,
landslagið, eins og líf hennar, hafði mist
Ijómann. Hún fór að fara með bænir,
eins og sér til varnar og hjálpar, bænir
sem hún hafði lært og farið með þegar
hún var barn. Hún tautaði þær fyrir
munni sér, eins og neyðar ákall í bráðri
lífshættu. Hún var í sjálfu sér hrædd-
ari við hin ljótu orð Madame Strahlberg
en hún hafði verið við M. de Talbrun,
eða M. de Cymier. Hún hætti að taka
eftir hvað Madame Strahlberg var að
segja þar til síðustu orðanna, “Þú ert
greind, og þú hugsar um þetta.”
Jackueline svaraði því engu.
Madame Strahlberg tók í hendi
hennar og leiddi hana systurlega við
hlið sér. “Þú mátt vera alveg viss um,
að eg er einungis að hugsa um velferð
þína,” sagði hún blíðlega. “Komdu!
Viltu koma inn í Casino og sjá myndirn-
ar? Nei, þú ert of þreytt núna? Þú get-
ur séð þær eitthvert kvöldið. Það geta
þúsund manns dansað í einu í dans saln-
um. Já, ef þú vilt heldur skulum við
fara heim. Þú getur tekið þér dúr fram
til kvöldverðar tíma. Við borðum kvöld-
verð klukkan átta.”
Þessi ræða entist þar til þær voru
komnar heim að höllinni. Þrátt fyrir að
Jackueline reyndi allt sem hún gat, að
vera sem hún ætti að sér, þá samt sem
áður fanst henni að sinn eigin málróm-
ur hringdi í eyrum sér sem annarlegur;
hún hlá stundum upphátt án þess að
nokkurt tilefni væri til þess, og sem
nærri því varð að ofsa kæti. En hún
hafði þó nægilegt vald yfir taugakerfi
sínu, til þess að líta í kring yfir umhverf-
ið, er hún fór inn í húsið. Við dyrnar á
herbergi því sem hún átti að sofa í, og
sem var á öðru lofti, kysti Madame
Strahlberg hana og brosti mildilega einu
þessu tvíræða brosi, sem henni var svo
eiginlegt.
“Til klukkan átta, þá.”
“Já, til klukkan átta,” endurtók Jac-
kueline með hægð. En þegar klukkan
var átta, sagðist hún hafa svo slæman
höfuðverk að hún gæti ekki komið til
kvöldverðar, og ætlaði að reyna að sofa
það úr sér.
Kannské að hún hafi haldið að M.
de Cymier hafi veriö boðið til kvöld-
verðar þangað, og kannské hún yrði sett
næst honum við borðið? Það var ekk-
ert óhugsanlegt í húsinu því. Henni var
fært te. Langt fram á nótt heyrði hún
samhljóm af hlátrum og músik. Hún
reyndi ekki til að sofa. Allur líkami
hennar var í Æsingu, eins og fanga sem
er að hugsa um að brjótast út og
strjúka. Hún vissl á hvaða tíma járn-
brautarlestin færi þaðan, og með því
að skilja eftir ferða kistuna sína, og
allt annað sem hún hafði með sér, leynd-
ist hún — en þó reiðubúin, ef þörf gerð-
ist, að berjast fyrir frelsi sínu ’
örvæntingarinnar — ofan hinn breiða
stiga sem var þakinn þykkum og mjúk-
um dúk, og opnaði litla glerhurð. Ha -;.
ingjunni sé lof! Fólkið kom inn og fór
út í bendum, eins og því væri snúið með
mylnuhjóli. Enginn var var við flótta
hennar fyr en morguninn eftir, þegar
hún var komin langleiðis til Paris með
hraðlestinni.
Modest gamla var með öllu óviðbúin
að taka á móti sinni ungu húsmóðir, og
var meir en hissa að sjá hana koma
svona óvænt, æsta og úttaugaða, eins
og vesalings dýr sem flýr un'dan veiði-
manni. Jackueline fleygði sér í faðm-
inn á henni, eins og hún var vön að gera
þegar hún var lítið barn, þegar hún hélt
hún væri í einhverjum vandræðum, og
sagði: “Ó, lofaðu mér inn — taktu mig
inn! Verndaðu mig! Feldu mig!” svo
sagði hún Modest alla söguna, og bar
ótt á, og sundurslitið, þakklát fyrir að
hafa einhvern sem hún gat opnað hjarta
sitt fyrir. Ef hún hefði ekki getað sagt
Modest hvað þyngst lá á hjarta hennar,
hefði hún sagt það við stein.
“Og hvað ætlarðu að gera nú, vesa-
lings elskan mín?” spurði Modest gamla
hana, undir eins og hún skildi í hvaða
vandræðum hún var, “Með þreytta fæt-
ur og brotna vængi,” úr þeirri ferð sem
hún hafði verið svo viss um að yrði sér
til svo mikils frama og skemtunar.
“Oh, eg veit ekki,” svaraði Jackue-
line, í algjörlega vonlausum róm; “Eg
er svo af mér gengin að eg get ékki
hugsað eða gert neitt. Lofaðu mér að
hvíla mig; það er það eina.”
“Því ferðu ekki að sjá stjúpu þína?”
“Stjúpu mína? Ó, nei! Hún er or-
sökin til alls þess sem fyrir mig hefur
komið frá byrjun.”
“Eða Madame d’Argy? Eða Madame
de Talbrun? Madame de Talbrun er
sú eina sem mundi gefa þér góð ráð.”
Jackueline hrist höfuðið, og brosti
sorgarbrosi.
“Lofaðu mér að vera hér. Manstu
ekki — fyrir mörgum árum síðan — en
það er eins og það hafi verið í gær — alt
sem á milli er, er eins og nætur martröð
— hverning eg faldi mig undir pilsinu
þínu, og þú mundir segja, og halda á-
fram að prjóna: “Þú sérð hún er ekki
hér; eg veit ekki hvar hún er.” ‘Feldu
mig nú eins og þú gerðir þá, kæra gamla
Modest, Bara feldu mig.”
Og Modest gamla, full af hjartan-
legri meðaumkun, lofaðíst til að fela
hana, “elsku barnið,” fyrir öllum; lof-
orð sem samt sem áður kom ekkí í veg
fyrir það sem hún ætlaði að gera, án
vitundar Jackueline, sem var það að
fara og sjá Madame de Talbrun, og
segja henni allt sem fyrir Jackueline
hafði komið. Hún varð bæði sár og
hissa á því hvaða undirtektir hún fékk
hjá Giselle, og heyra hana segja, án þess
að bjóða Jackueline nokkra hjálp, eða
samhygð, “Hún hefur bara uppskorið
það sem hún hefur sáð.” Giselle hefði
verið meir en kona, hefði ekki Fred, og
minningin um það ranglæti sem hann
varð að líða sökum Jackueline, nú stað-
ið á milli þeirra. Svo mánuðum skifti
hafði hann verið aðal augnamiðið í lífi
hennar; hjúkrunarstarf hennar hafði
fært hana nær meiri sælu en hún hafði
áður þekkt. Hún reyndi til að fá hann
til að snúa hug sínum að einhverju al-
varlegu lífsstarfi; hún vildi að hann
væri heima, vegna móðir sinnar, að hún
hélt; hún ímyndaði sér að hún hefði
vakið í honum þrá til að vera heima. Ef
hún hefði prófað sjálfa sig, þá hefði
hún kannské komist að því, að hún
sýndi þessum unga manni umhyggju og
góðvild, var ekki að öllu leyti hans
vegna, en að nokkru leyti hennar vegna.
Hún vildi helzt sjá hann á hverjum degi,
og eignast stöðugt meiri hlutdeild í lífi
hans. En um tíma hafði samvizka Gis-
elle vanrækt þá skyldu að rannsaka
huga sinn eins og vera bar. Hún var
þakklát fyrir að vera sæl — og þó Fred
væri ekki gefinn fyrir skjall, í sambandi
sínu við kvenfólk, þá -gat hann samt
sem áður ekki annað en látið sér þykja
vænt um þá breytinguv sem umgengni
við hana hafði á huga hans. En þar
sem Fred og Giselle skoðuðu sig sem
tvo vini sem vildu hughreysta hvor ann-
an, hafði fólk byrjað að tala um þau.
Jafnvel Madame d’Argy ver farin að
spurja sjálfa sig þeirrar spurningar,
hvort sonur sinn hefði sloppið úr klónum
á ungri móðins daðurrófu, til þess að
lenda í enn verra æfintýri við gifta konu.
Hún var að gera sér í hugarlund hvað
gæti skeð, ef villisvínið Oscar de Tal-
brun, yrði hræddur um konuna sína;
það var miklu hættulegra, miklu hræði-
legra, en hættar útá sjónum, sem gæti
biðið sonar hennar, sem hún háíði liðið
svo mikið fyrir og lagt svo mikið á sig
fyrir. “Ó, móðir! Ó, móðir!” sagði hún
oft við sjálfa sig, “hvað kostar það. Þau
eru blind. Ef Fred verður að setja sig í
hættu fyrir nokkra konu, ætti það sízt
að vera fyrir Giselle de Talbrun.
XVIII. Kafli
1
Drengileg framkoma
“í gær var háð einvígi í bænum Ves-
inet, milli þeirra, M. de Cymier greifa,
sendiherra skrifara í Vínarborg, og M.
Frederic d’Argy, merkis manns í sjó-
hernum. Þeir börðust með sverðum.
Einvígis vottar M. de Cymiers voru,
prins de Moelk og M. d’Etaples mar-
skálkur í Hussars herdeildinni; en. ein-
vígisvottar M. d’Argy voru. M. Edmond
Lavour úr sjóhernum og Hubert Ma-
rian málari. M. d’Argy særðist á hægri
handlegg, og sökum þess var einvíginu
frestað um stundar sakir, en það er
sagt að það verði endurtekið þegar M.
d’Argy er gróinn sára sinna, þrátt fyrir
að það virðist ekki líklegt, vegna þess
hve lítil ástæðan var til einvígisins.”
Svo hljóðandi fréttagrein var í dag-
blaði sem barst til Jáckueline. þar sem
hún dvaldi í skjóli og vernd Modest
gömlu, eins og hindarkálfur í filsni sínu,
sem hlustar svo að segja með augum og
eyrum eftir hverri minstu hreifingu og
hljóði, nötrandi af ótta. Hún bjóst við
einhverju, en hún vissi ekki hvað það
var; hún fann það á sér,'að hið ógeðs-
lega ævintýri sitt í Monaco mundi hafa
einhverjar slæmar afleiðingar; en þetta
var það sem hún allra sízt hafði látið
sér til hugar koma.
“Modest, fáðu mér hattinn minn,
útvegaðu mér keyrslu vagn! Fljótt! Ó,
Guð minn, það er mér að kenna. — Eg
hef drepið hann!”
Þessi sundurlausu orð, sögð í ótta
og skelfingu, komu yfir varir hennar,
meðan Modest, óttaslegin, tók dagblað-
ið upp, og hagræddi gleraugunum á nef-
inu á sér til þess að lesa frétta greinina.
“Monsieur Fred særður! Heilaga María!
Vesalings móðir hans! Þetta eru ný
vandræði fyrir hana, vesalingin! En
þessi deila er þér alveg óviðkomandi,
lambið mitt; það er sagt að það hafi
orsakast útaf spilum.”
Modest gamla braut blaðið saman
með rólegheitum, meðah Jackueline var
að láta skýlu á höfuðið á sérí mesta
flaustri. Modest sagði, til þess að sefa
óttann og æsinguna í Jackueline: “Það
deyr enginn af svrðstungu í handlegg-
inn.”
“En þú sérð að blaðið segir að þeir
ætli að halda áfram einvíginu — skil-
urðu það ekki ? Þú ert svo heimsk! Hvað
annað hefðu þeir átt að rífast um, nema
mig? Ó, Guð! þú ert réttlátur! Þetta
er sannarlega straff — of hart straff
fyrir mig!” Og án frekari svifa þaut hún
eins og stormbylur ofan alla stigana
sem lágu upp að þakherberginu sem
Modest bjó í, hún snerti varla tröpp-
urnar í stiganum er hún hljóp ofan, en
Modest gamla fylgdi á eftir henni, eins
hart og hún gat komist, kallandi :
“Bíddu eftir mér! Bíddu eftir mér, Ma-
demoiselle!”
Þegar vagninn kom ýtti Jackueline
Modest gömlu harkalega inní hann, og
gaf keyrslumanninum heimilisfang Ma-
dame d’Argy. Hún hafði fyrst í æsing-
unni, gefið honum númerið á gamla hús-
inu í Parc Monceau, því hugur hennar
var svo bundinn við hinn hræðilega dag,
þegar hún fór með Modest eins og núna
til þess að mæta hinum óbætanlega
missi. Henni fanst sem hún sæi sinn
dána föður fyrir augum sér — hann leit
út eins og Fred, og nú eins og áður, átti
Marien sinn þátt í þessum sorgarleik.
Gat hann ekki komið í veg fyrir ein-
vígið? Gat hann ekki gert eitthvað til
að koma í veg fyrir að Fred legði sig í
slíka hættu? Það getur skeð að sárið
sé ekki verra en sagt var í dagblaðinu
— en þeir ætla að berjast aftur.—Nei!
—það skal ekki ské; hún skyldi koma
í veg fyrir það, hvað sem það kostaði!
Er vagninn kom nærri Rue de Var-
enne, þar sem Madame d’Argy hafði
vetrar aðsetu, varð Jackueline ofurlítið
rólegri. Hún fór að hugsa um að sér
væri ómögulegt að fara þar inn, þar
sem hún, líklega, væri bæði hötuð og
forsmáð. Hún ætlaði að bíða í vagnin-
um, og draga blæjuna fyrir gluggana,
en Modest skyldi fara inn og vita um
hvernig liði. Svo liðu fimm mínútur —
tíu mínútur liðu, sem henni fanst einn
tími. Hvað sein Modest var.
sein og skjaldbaka! Hvernig gat hún
látið hana bíða þarna, þegar hún vissi
hve kvíðafull hún var? Hvað gat hún
verið að gera? Allt sem hún þurfti að
gera var bara að spurja með tveimur
orðum, hvernig Fred liði!
Loksins gat Jackueline ekki þolað
þessa bið lengur. Hún opnaði vagnhurð-
ina o ghljóp út á strætið. Rétt í því kom
Modest, og vingsaði regnhlífinni sem
hún hafði í hendinni eins og barefli, á
þann hátt að það mundi boða eitthvað.
Það gæti boðað slæmar fréttir; hún
fengi bráðlega að vita það; allt var betra
en efinn. Hún hljóp á móti henni, og
spurði: “Hvað sagði það, Modest! —
Hví hefurðu verið svona lengi?”
“Vegna þess að þjónninn hafði ann-
að að gera, en að sinna mér. Eg var
ekki sú eina manneskja sem þurfti að
sinna, gestunum var veitt viðtal í réttri
röð, eftir því sem þeir höfðu komið.
Farðu inní vagninn, Mademoiselle, svo
engin sjái þig; það er margt fólk þar
sem þekkir þig — Monsieur og Madame
d’Etaples—”
“Hvað varðar mig um það? Sann-
leikann! Segðu mér eins og er—”
“Já, en skildirðu ekki merkið sem eg
gaf þér? Honum líður vel. Það var bara
skráma — Ah! dame! Það er eins og eg
er vön að segja. Hann verður í rúminu
í hálfan mánuð. Læknirinn var þar —
Það er dálítill hiti í honum, en hann er
ekki í neinni hættu.”
“Oh! hvílík blessun! Kystu mig,
Modest. Við höfum þá hálfsmánaðar
tíma fil að koma í veg fyrir að þeir end-
urnýji einvígið — En hvernig — Oh,
hvernig? Æ, Giselle! við skulum fara
strax til hennar!”
Svo beiddi hún ökumanninn að keyra
eins hart og hestarhir gætu komist til
Rue Barbet.
“Madame la Comtess er ekki heima,
sagði þjónninn er Jackueline kom þar.
“Hún er aldei úti á þessum tíma,”
sagði Jackueline, “Þarf að sjá hana, eg
hef brýnt erindi við hana.”
En þjónninn svaraði henni því aftur
að Madame la Comtess væri ekki heima
til að taka á móti neinum.
“Mér, hún veitir mér viðtal. Farðu
og segðu henni að það sé Mademoiselle
de Nailles.”
Þjónninn lét undan þrábeiðni henn-
ar, og fór inn til húsmóður sinnar, en
kom strax aftur með það svar: “Ma-
dame la Comtesse getur ekki tekið á
móti Mademoiselle.”
“Ah!” hugsaði Jackueline, “hún líka
búin að snúa við mér bakinu: það er
eðlilegt. Eg á nú enga vini. Enginn vill
segja mér neitt! — Eg held það geri niig
vitlausa!”