Lögberg - 25.04.1946, Síða 2
LÖGBKBG, FIMTUDAGUNN 25. APRIL, 1946
Islenzkukenslan í Oxford
Merkilegt starf G. Turville-Petre *
P'
Eftir Sigurð Bjamason, alþm.
Oxford og dvaldi þar 1 nokkra
daga á heimili Eiríks Benediktz,
sendisveitaritara við sendiráð ís-
lands í London og frú Margrétar
konu hans. Heima hjá þeim
hjónum hitti eg G. Turville-
Petre, sem eitt sinn var sendi-
kennari hér við háskólann.
Mr. Turville-Petre er nú kenn-
ari í íslezkum fræðum við Ox-
ford háskóla og hefir verið það
um skeið. Hann er 'Englending-
ur í húð og hár en talar íslenzku
svo vel og rétt að erlends hreims
verður trauðla vart í tali hans.
Mér þótti áhugi þessa Englend-
ings fyrir íslenzkum fræðum svo
mikill og sérstæður að vert sé
að greina nokkuð gerr frá störf-
um hans og högum öllum.
Turville-Petre kom til Islands
í fyrsta skipti árið 1828. Hann
hafði þá lært dálítið íslenzku af
sjálfum sér. En hann kom hing-
að til þess að læra til hlítar mál
þeirra Snorra og Brennu-Njáls.
Dvaldi hann þá í Reykjavík og
á Laugarvatni. Árið eftir kom
hann aftur til íslands og stund-
aði nú íslenzku námið hjá Þor-
bergi Þórðarsyni.
Síðan fór hann aftur til Eng-
lands og lauk B.A. prófi í ensku.
Eftir það kom hann árlega til ís-
lands fram til ársins 1936, er
hann settinst hér að sem sendi-
kennari í ensku við háskóla is-
lands. Dvaldist síðan hér til
haustsins 1938, er hann fór til
Finnlands, þar sem hann var
lektor í ensku við háskólann í
Helsingfors í eitt ár.
Hann hefir nú verið í 4 ár aðal-
kennarinn i íslenzkum fræðum
við háskólann í Oxford.
Eg spurði hann, hversu marga
nemendur hann hefði þar nú í
íslenzku. Hann hefði átta nem-
endur, sagði hann. Þar af voru
7 stúlkur. Nú, hefir kvenfólk
meiri áhuga fyrir íslenzkunni
en karlmenn? Nei, því var ekki
þannig varið. Karlmennirnir eru
flestir í stríðinu og hafa ekki
tíma til þess að stunda norrænu-
nám á meðan. Hann hvað áhuga
fyrir íslenzkum fræðum í veru-
legum vexti. Nú er það einnig
þannig, að hver sá, sem lærir
ensku með málfræðinám sér-
staklega í huga verður að leggja
all-mikla stund á íslenzku. Það
er bókstaflega óumflýjanleg
nauðsyn. Fjöldi fólks verður að
kynna sér íslenzku af þessum
sökum. Aðallega eru lesnar forn-
íslenzkar bókmentir. Mér kem-
ur í þessu sambandi í hug kunn-
ingi minn, sem eg kyntist í Cam-
bridge, prófessor Williams. Hann
bað mig einu sinni að lofa sér
að sjá blað eða bók á nútíma
íslenzku. Hann langaði til þess
að vita hvort hann skildi nú-
tímamál Íslendinga. Islendinga-
sögurnar hafði hann allar lesið
á íslenzku og skilið sér til gagns.
Og svo sýndi eg honum íslenzkt
blað. Mikið varð gamli prófess-
orinn glaður þegár hann sá
blaðið.
Nei, sjáið þið nú bara, þetta
er svo að segja algjörlega sama
málið, sagði hann, þegar hann
hafði lesið nokkrar línur. Hann
skildi þetta nærri allt. Þetta var
dásamlegt fanst honum. Og mér
fanst engin ástæða til þess að
fara að minnast á Wimmers staf-
setningima og annað því um líkt,
sem undanfarið hefir borið tölú-
vert á góma hér heima í sam-
bandi við stafsetningu fornbók-
menta okkar.
Turville-Petre sagði mér að nú
væri verið að auka íslenzku
kensluna við Oxford háskóla
að mun. Gerði hann ráð fyrir
að nemendum sínum mundi
fjölga verulega er stríðinu væri
lokið og jafnvægi komið á.
Turville-Petre var um skeið
iektor í íslenzkum fræðum við
náskóiann í Leeds. Þar er nú
stærsta íslenzka bókasafnið í
Englandi. Eru þar bæði islenzk-
ar nútíma bókmentir og fornbók-
mentir. Kjarni þessa bókasafns
er bókasafn Boga Th. Melsted,
sagnfræðings. En það hefir ver-
iö aukið meira en um helming
og er í stöðugum vexti.
Aðaláhugamaður um íslenzk
i’ræði við Leeds háskóla er pró-
fessor Bruce Dickins. Hann hef-
ir m.a. skrifað bækur um rúnir.
Kona Turville-Petre, Joan, er
lektor í fornensku við Oxford
háskóla. Hún skrifar einnig og
talar íslenzku og hefir komiö
hingað til lands. Eiga þau hjón
einn son, er ber nafnið Thorlac,
heitir hann í höfuð Þorláks helga
Skáiholtsbiskups.
Turville-Petre leggur alla
krafta sína fram í þágu íslenzkra
vísindastarfa. Hann hefir einnig
flutt fyrirlestra um Island, til
kynningar landi og þjóð. Áhugi
hans á norrænum- og íslenzkum
fræðum er einlægur. Hann hefir
þýtt Guðmundar sögu Góða á
ensku. Ennfremur hefir hann
skrifað ítarlega ritgerð um Víga-
Glúmssögu og var sagan síðan
gefin út á ensku í Oxford.
Hann tilheyrir sama College í
Oxford og Guðbrandur Vigfús-
son. Er bókasafn Guðbrandar
geyrnt þar.
Turville-Petre á töluvert safn
íslenzkra bóka og reynir að auka
það eftir föngum. Nú fyrir
skömmu hefir hann skrifað rit-
gerð um Gísla-sögu Súrssonar.
Hann sagði mér að við flesta
enska háskóla væru nú einhverj-
ir fræðimenn, sem hefðu áhuga
fyrir íslenzkum fræðum. Sú
skoðun ryddi sér nú æ meira til
rúms meðal enskra fræðimanna
að Islendingar væru öndvegis-
þjóðin á sviði norrænna forn-
bókmenta. Hann er nú forseti
The Viking Society, sem er út-
gáfufélag norrænna bókmenta.
Var Eiríkur Magnússon, sem
lengi dvaldi í Cambridge meðai
stofnenda þess félags.
Eg er þess fullviss, eftir að hafa
kynst Turville-Petre lítillega, að
hann er maður, sem við íslend-
ingar eigum þegar mikið að
þakka. En hann er nú kornung-
ur maður og á lífið fyrir sér.
Allar líkur benda til þess að
hann eigi eftir mikið starf á
þeim vettvangi, sem hann hefir
valið sér, en það er kensla, kynn-
ing og rannsóknir á sögu. íslandi
er mikill fengur að starfi slíkra
manna sem Turville-Petre. Með
kyrlátu starfi sínu og fræðslu-
iðkunum fá þeir miklu orkað
til kynningar og viðurkenningar
á þeim verðmætum, sem framar
öllu öðru hafa skipað Islending-
um í sveit menningarþjóða. Þess-
ir menn mega gjaman vita það
að Islendingar meta starf þeirra
að verðleikum. Þess vegna
fylgja hinar beztu óskir okkar
hér heima, því merkilega starfi,
sem Turville-Petre er nú að
vinna í Oxford.
Lesbók Mbl.
Óbreyttur hermaður og lið-
þjálfi voru leiddir fyrir herrétt
og sakaðir um uppreist gegn yfir-
mönnunum.
Hversvegna sparkaðir þú í
yfirforingjann? spurði dómarinn.
Af því að hann steig ofan á lík-
þornið á tánni á mér, svaraði lið-
þjálfinn.
Og hversvegna sparkaðir þú í
yfirforingjann? spurði dómarinn
óbreytta hermanninn.
Þegar eg sá hvað liðþjálfinn
gerði, hélt eg að stríðinu væri
lokið, svo að eg gerði hið sama
og hann, svaraði hermaðurinn.
Þeir voru báðir sýknaðir.
FEGURÐ
•
Orðið fegurð lætur alltaf un-
aðslega í eyrum mínum, því feg-
urðin, það er iífið sjálft. Það er
hið innsta samræmi sköpunar-
verksins hins almáttuga höf-
undar veraldar. Hvar sem við
sjáum fegurð, sjáum við neista
guðdómsins. Hvort sú fegurð
er í litum, tónum, orðum eða
hverju öðru undir sólunni, sjá-
um við sjálfan guðdóminn birt-
ast þar.
En sjáum við alltaf fegurð-
ina? Er ekki hitt sönnu nær, að
vér gefum oss ekki tíma til að
leita þess fagra og góða, sem þó
er hinn raunverulegi kjarni allra
hluta. Og þetta er ein meginá-
stæðan fyrir því, að dómar okk-
ar verða því oft rangir um
menn, málefni, og annað, sem
máli skiptir.
T. d. eru margir þannig gerð-
ir, að þeir taka ekki eftir dá-
semdum fegurðarinnar, sem líf-
ið hversdagslega hefir að bjóða.
Eg skal nefna dæmi. Eg þekki
marga, sem varla nenna að
leggja það á sig að horfa á hin
fögru sólarlög, sem oft má sjá
hér á landi, og þá ekki sízt við
Faxaflóann. Einhverjar hinar un-
aðslegustu stundSr finnst mér
þegar eg horfi á fagurt sólar-
lag hér við Flóann. Það þarf
meira en að horfa á það, það
þarf að finna það fagra út úr því.
Fyrst þegar eg fór að athuga
með gaumgæfni sólarlagið, þá
opnaðist fyrir mér nýr heimur,
og alltaf síðan hefir mér þótt
þessi sjón fegurri eftir því sem
eg horfi á hana oftar. Eða að
horfa á norðurljósin. Það er dá-
samlegt, og eftir því sem maður
sér þau oftar, eftir því verða
þau stórfenglegri og fegurri.
Slíkar sýnir opna manni nýan
heim, alltaf fegurri og fegurjri.
Eða horfa á fagurt landslag, er
það ekki dásamlegt að njóta fag-
urra lita og forma í náttúru
lands okkar. Okkur þykir fagurt,
þegar sólin hellir ylríkum geisl-
um yfir haf og hauður, en hvað
finnst okkur um, þegar óveðrin
geysa? Sjáum við nokkuð fag-
urt við óveðrin? Það eigum við
að gera. Við nána athugun
hljótum við að sjá líka þar feg-
urð, við verðum aðeins að skygn-
ast dýpra og leita að kjarnanum.
Ef við gerðum það, þá drægi
óveðrið okkur ekki eins oft nið-
ur eins og það gerir.
En hvað er svo um það sem
býr með okkur sjálfum og hinn
alvaldi hefir gefið þessu mesta
dásemdarverki sínu, sem við
þekkjum og köllum mann?
Hvernig gengur okkur allajafna
að finna þar út fegurð? Mér
finnst, að það gangi nú svona
upp og niður. Við lítum of oft
á gallana í fari hvers annars, en
lokum frekar augunum fyrir
hinu bezta, sem leynist í fari
náungans. En það út af fyrir
sig er engin synd að sjá bjálkann
í auga bróður síns, aðeins að
sjá þann rétta bjálka, en um-
fram allt að skoða hann ekki
í stækkunargleri eða beinlínis
búa hann til. En það gerum við
of oft. Við eigum að hjálpa ná-
unganum að ná flísinni út, en
ekki hrópa á gatnamótum, í
blöðum eða á mannfundum um
bresti náungans. Með aðstoð
bróðurlegs kærleika eigum við
að má burtu meinsemdir í fari
náungans, um leið og við hreins-
um sorann og slæmar hugsanir
úr okkar eigin hug. Ef við
mannanna börn hefðum þennan
sið, myndi minni mannvonska
flæða yfir heiminn en nú er. Það
á það sama við manninn hér og
eg sagði áðan um fegurð fjall-
anna um sólarlagið. Við þurfum
að leita eftir því góða í fari
hvers annars, en ekki þess vonda.
Og ef við eigum óvin, að okkur
finnst, þá eigum við ekki að
eitra hug okkar með hatri og
hefndarhug. Við eigum að venja
okkutr á að sendia frá okkur
kærleiksríkar hugsanir til alls
og allra. Slíkt gerir umhverfið
betra, bjartara og fegurra. Eg
hefi þá bjargföstu trú, sem
sprottin er af reynzlu, að haturs-
fullar hugsanir spilla þeim er
sendir þær frá sér og verka líka
illa á þann, sem þeim er stefnt
til. En kærleiksríkar hugsanir,
þær brúa djúpið og bæta sam-
búðina milli manna. Hugsunin
er afl, sem menn skyldu ekki
leika sér að. Menn skyldu venja
sig á að hugsa alltaf gott og
fagurt. Bægja soralegum hugs-
unum burtu. Hugsa aðeins fall-
egt og gott. Það er fullyrt, að
nú hafi vísindunum tekizt að
mæla á hárnákvæm tæki hugs-
unaröldurnar. Þegar' er vitað,
að hugsunin er máttugt afl. En er
þá ekki hægt að temja hugsu-
nina. Því miður verður oft mis-
brestur á því. En að temja
hugsun sína kostar erfiði. En það
er erfiði sem gefur arð, og lík-
lega gefur ekkert jafnmikihn og
góðan arð, eins og það erfiði, sem
fil þes fer. Sú er reynsla mín.
“Guð á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu”, var
sagt einu sinni. En eigum við
ekki heldur að fjarlægja sorann
og leita eftir gimsteinunum ?
Við kynnumst mörgum. Sum-
ir finnast okkur leiðinlegir, að-
rir skemmtilegir, aðlaðandi, að-
rir svona upp og niður, Við drög-
um okkur frá þeim, sem okkur
finnst leiðinlegir, en ef við vilj-
um vera mannbætandi, þá eig-
um við að umgangast eins þá sem
okkur finnast leiðinlegir, og
veita þeim, ef við getum, og við
getum það í mörgum tilfellum,
styrk og þjónustu til að verða
meira aðlaðandi og reyna að
hjálpa þeim til að fjarlægja það,
sem okkur fannst að myndi
valda því, að við vildum fjarlæg-
jast þá. Sjálfir búa þessir menn
yfir einhverri fegurð í einhverri
mynd, án þess jafnvel að vita
það sjálfir, og með annara oft
tiltölulega auðveldri hjálp, er
hægt að koma þessum mönnum
fil að trúa meira á sjálfa sig og
fá þá til að verða batnandi menn.
Menn gleyma svo oft sjálfum sér
og hinum innra manni. Alt snýst
um hið ytra og það. sem trúar-
brögðin kalla hið fallvalta, sem
eg vil nú ekki að öllu leyti und-
irstrika. En nú er sannarlega
kominn tími til að hugsa meira
en gert hefir verið hingað til,
um það, sem er hverjum einasta
manni dýrmætast, en það er hinn
innri maður, guðdómseðlið, sem
leynist í öllu og allstaðar. Við
eigum að leita og finna hinn
innri mann, og þegar okkur hef-
ir tekist það, þá höfum við fengið
þann förunaut, sem leiðir okkur
að leyndardómum þess fegursta
og bezta með okkur sjálfum og
verðum þá líka færir um að sjá
allstaðar allt, sem er fagurt og
gott.
En leiðimar til þess eru marg-
ar. Sumar liggja beint að marki,
aðrar eru bugðóttar og erfiðar
og líklega förum við flest þær
leiðirnar. En þó um margar
slíkar leiðir sé að velja, þá er
það ábyggilegt, að þær liggja
allar að einu marki mannlegrar
fullkomnunar, inn í musteri guð-
dómsins sjálfs.
Leitum því jafnan þess fagra
hvar sem það er að finna, hvort
sem það er ytra í náttúrunni,
innra með okkur sjálfum, í fari
annara, í listum, hverjar sem
þær eru. Lærum að meta gildi
þess fagra, það styttir okkur
leiðina að framtíðarmarkinu,
sem okkur er öllum ætlað að ná
til, hvort sem það nú tekur okk-
ur lengri eða skemmri tíma.
Ú tgeröarmaður.
—Kirkjublaðið.
Gríski stafurinn “delta” var
brendur á enni þræla Grikkja
til forna.
+
Hestar geta drepið sig á því að
drekka kalt vatn. þegar þeir eru
heitir og sveittir, en asnar snerta
ekki við vatni, þegar þeir eru
sveittir.
Paradísin í Kyrrahafinu
Eftir MÍCHAEL GOLD
(úr ensku)
eftir Jónbjörn Gíslason.
1 Wa^hmgton situr Bandaríkja
þing nefnd nýkomm frá Japan.
Hlutverk hennar var að rann-
saka áhrif og afrek “atóm”
sprengjunnar þar fyrir handan.
Nefnd þessi hefir enn ekki
opinberað niðurstöður sínar að
fullu í málinu, nema í örfáum
atriðum, en þau eru nægileg til
að stöðva hjartaslög hverrar
manhlegrar veru.
Vegsummerki og vitnisburðir
leiddu í ljós svofeldar upplýs-
ingar: Þegar sprengjan, sem féll
á japönsku borgimar tvær, var
í 18,000 feta hæð frá jörðu,
breyttist hún skyndilega í blá-
hvítan vígahnött, hlaðinn vold-
ugustu orku efnisheimsins, bjart-
ari þúsundum sólna', með miljón-
um stiga hitamagns.
Hálfa mílu vegar frá þeim stað
er sending þessi hitti fast land,
brann fatnaður manna og fólkið
sjálft upp til agna. Hálfa aðra
mílu í burtu brunnu klæði manna
og andlit og skógareldar kvikn-
uðu.
Þá kom hin voðalega loftalda,
þegar gas sprengjunnar losnaði
úr viðjum; líkamir manna kreist-
ust saman og lungun sprungu, en
afturkastið þandi líkamina út
aftur með þeim eldingarhraða og
krafti að kviður, taugar og vöðva-
bönd rifnuðu.
Loftbylgjan fór alt að 1,000
mílum á klukkustund og þeytti
iíkömum fórnardýranna — dauð-
um og deyjandi — í allar áttir,
blönduðum brennandi húsum,
grjóti og mold.
Sumir álíta að áhrifin hafi orð-
ið svo voðaleg, af því húsakynni
íbúanna voru svo lauslega bygð,
en þeir, sem hafa rannsakað stað-
hætti, fullyrða að jafnvel%>ó yztu
veggir ramgjörra járnbundinna
steinsteypu bygginga standi enn,
þá sé það aðeins tómt skum; alt
annað er horfið af yfirborði jarð-
ar.
Aðeins örfáir menn í þessum
tveimur borgum voru neðanjarð-
ar og lifðu af bruna bylgjuna, en
dóu síðar af áhrifum ósýnilegra
geisla er sprengjan framleiddi og
smugu gegnum steinveggina og
inn í blóð mannanna og orsökuðu
ofsalega sýking, er æddi gegnum
líkamann á svipstundu.
Rannsóknarnefndin er nú önn-
um kafin að athuga hverja mót-
stöðu amerískar borgir kynnu að
veita, ef slíkri sendingu væri
stefnt að þeim. Niðurstaðan er
sú, að útlitið í þeim efnum sé
alt annað en glæsilegt. Nefndin
á'lítur að allar timbur og múr-
steinsbyggingar muni brenna og
myljast mjölinu smærra, en vold-
ugustu skýjakljúfar New York
borgar mundu ef til vill stand-
ast höggið, en aðeins ystu veggir,
alt annað færi veg allrar verald-
ar, svo alt sem uppi stæði væri
jötunvaxin “beinagrind” úr stáli.
1 hjarta borgarinnar mundi
aðeins ein sprengja drepa miljón
manna. Sumir mundu ef til vill
ekki deyja á svipstundu, en eftir
skamman tíma. Mjög fáar Banda-
ríkjaborgir mundu veita ósýni-
■legu geislunum nokkra mótstöðu.
Hér er þá hið dýrðlega fram-
tíðar útsýni er auðvald Banda-
ríkjanna og Bretlands hygst að
vinna fylgi vort og aðdáun fyrir
— atóm sprengju alsherjar styrj-
öld.
Ibúar Bikini Atoll eyjarinnar
í Kyrrahafinu, bera gæfu til að
verða aðnjótandi einkasýningar
og áþreifanlegra sannana fyrir
ágæti og fegurð auðvaldsmenn-
ingar vorrar, snemma á næsta
sumri.
Fólk þetta er heiðið og hefir
ekki haft andleg né menningar-
leg tækifæri til jafns við stjórn-
málagæðinga vora, en nú erum
vér alveg ráðnir í að upplýsa þá
og manna.
Menn þessir veiða fisk með
spjótum, eta banana, plöntusyk-
ur og kókóshnetur. Þeir eru ekki
tímabundnir; þeir synda og taka
sólböð. Þeir vefa blómsveiga og
tilbiðja velvöxnu fallegu stúlk-
urnar. Þeir eiga fjölda af hraust-
um bömum og elska þau. Þeir
halda veislur og dansa og syngja,
stundum dag og nótt. Stöku
sinnum búa þeir til heilagt kókos-
nnetu brennivín og drekka sig
xulla og fljúgast á; í því eina eiga
peir sammerkt við oss, en þeir
nafa þó hvorki drykkjusali eða
næturknæpur.
Þeir eru ósiðaðir — það er satt
— en hafi nokkur mannleg vera
nokkru sinni búið í jarðneskri
paradís, þá eru það þessir eir-
rauðu Kyrrahafseyjabúar; en vér
xristnir og siðaðir menn, gáfum
peim brennivín, samræðissjúk-
^oma og okurkaupskap. Þannig
voru þessi dýrðlegu draumalönd
reyðilögð.
Næstum hálf íbúatala Kyrra-
hafseyjanna hefir horfið úr sög-
unni, vegna vestrænna sjúkdóma
og kaupmenskulegrar undirok-
unar, síðan Cook og Bougainville
xóru fyrstu sjóferðir þangað fyrir
150 árum síðan.
íbúar Bikini Atoll eiga að fá
að verða sjónarvottar að hástigi
xristilegrar menningar og þeirri
andans göfgi er freistar að nálg-
ast skapara sinn sem innilegast.
Vér ætlum að flytja þá alla burt
úr þessari þeirra töpuðu paradís
og sprengja hana síðan á loft upp
með einni eða fleirum lýðveldis-
sprengjum. Aldingarðurinn þar
sem kynslóðir dvöldu og
dreymdu, verður upprættur og
afmáður af þessari jörð að eilífu.
Ní'Utíu og átta herskip, er kost-
uðu 400,000,000 dollara verða
einnig sprengd upp til fjölbreytni
í sömu ferðinni.
Engum framandi vafamönn-
um verður leyfður aðgangur;
engum Frakka, Júgóslava, bolse-
vika, svertingja eða Gyðing
verður leyft að sjá prófraun
hinnar nýjustu kristilegu
sprengju.
Þetta verður stranglega enskt-
amerískt fyrirtæki, alveg eins og
Churchill og Dorothy Thompson
lögðu ráðin á.
Congressmaðurinn Thomason
frá Texas var svo ósmekkvís í
síðustu viku, að mótmæla á
þessa leið:
“Hversvegna er þessi hraði á
ferðum? Aðeins 10 mánuðum
eftir sigurdaginn í Evrópu, fórn-
urri vér öllum þessum skipastól,
þegar veröldin öll er í einu log-
andi báli og aliir halda að vér
séum að hervæðast gegn vissu
stórveldi.”
Ef til vill er litla Kyrrahafs-
eyjan ekki hið raunverulega aðal
skotmark. Ef til vill er þetta próf,
aðeins grímuklædd byrjun hins
síðasta heilaga stríðs, sem á að
gjöra veröldina eins frjálsa og
hún var forðum undir föðurleg-
um verndarvæng rannsóknarrétt-
arins á Spáni.
ENDIR
Tveir menn voru að skoða
fornminjasafn. Þeir námu staðar
fyrir framan múmíu er 1187 f.
Kr. stóð letrað á.
Báðir mennirnir urðu undr-
andi yfir þessari áletrun. Hvað
heldur þú að þetta eigi að
merkja? spurði annar þeirra.
Eg veit ekki, en eg held að það
sé númerið á bílnum, sem ók
yfir þennan mann.