Lögberg


Lögberg - 25.04.1946, Qupperneq 4

Lögberg - 25.04.1946, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. APRÍL, 1946 »---------ILogberg-------------------<1 GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED ] 695 ,5 'argent Ave., Winnipeg, Manirtoba Utanáskrift ritstjórans: j EDITOR LÖGBERG >95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. PHONE 21 804 Sumri fagnað í dag er fyrsti sumardagur að ís- lenzku tímatali; sá dagur var annað og meira en almennur tyllidagur á íslandi; hann var einn af hátíðisdögum þjóðar- innar og við hann voru tengdar margar vonir um fagra og farsæla árstíð, er gæfi starfsglöðu fólki gull í mund, bæði til lands og sjávar. Svo sem títt er um norðlæg lönd, var oft mikið vetrar ríki á íslandi, og oft voraði seint; það var síður en svo, að minsta kosti í innheiðabyggðum íslands, að sól og sumar gengi ávalt í garð með sumardeginum fyrsta; allvíða hagaði þá svo til, að naumast sá á dökkan díl, en fénaður allur var á gjöf; þó var sumar- dagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur eins fyrir því; fólk bjóst sparifötum sínum að loknum hinum nauðsynlegustu störf- um; allir buðu gleðilegt sumar, daga- munur var gerður á viðurgerningi og sumargjafir gefnar; það skipti minstu máli hve verðmætar slíkar gjafir voru; þeim var fagnað vegna þess anda, sem þær voru gefnar í, og þess hjartalags, sem til grundvallar lá; hverri slíkri gjöf fylgdi góðspá um giptusamt og gleði- legt sumar; og þótt jörð væri enn snævi þakin, var sumarið að ná yfir- hönd í maunssálinni, og það reið bagga- muninn. Það er ósegjanlega fagur siður og vænlegur til farsældar, að fagna sumri; í því er fólgin raunveruleg hjartastyrk- ing, sem hvetur til framtaks og styrkir baráttulundina; á sumardaginn fyrsta stigu djarfhuga menn á stokk og strendu þess heit, að einbeita kröftum sínum yfir sumartímann til nokkurra þeirra nytja-verka í þágu lands og þjóð- ar, er koma mættu heildinni að varan- legum framtíðarnotum; þannig skyldi þetta jafnan vera, eigi aðeins á Fróni, heldur einnig hér með oss, afkvistum íslands, því eigi má oss það henda að afmannast, eða sætta oss við lítínn og óverulegan hlut. Við aðkomu sumars er oss hollt, að taka undir með Jónasi Hallgrímssyni og spyrja oss sjálfa í fullri alvöru þessarar spurningar: Höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg? Sumar það, sem nú hefir nýhafið göngu sína, verður vafalaust, og hlýtur að verða, næsta örlagaríkt fyrir mann- kynsheildina; það verður meðal ann- ars vitni að því, að kvatt verði til friðar- þings þar sem lagður skuli grundvöllur að nýju þjóðabandalagi; hvernig þar , ræðst fram úr málum, varðar vitaskuld allar þjóðir heims, engu síður smáþjóð- irnar en hinar, sem máttarmeiri eru; fyrir þeim lögum, sem friðarþingið setur, verða allir að vera jafnir án tillits til litarháttar, þjóðernislegra sérkenna eða mismunandi trúarskoðana; hélusálir eiga ekkert erindi á slíkt friðarþing; þangað verða að koma vitrustu gróðrar- og sumarsálir þjóðanna, er finna sig samstiga við kröfur nútímans og horfa ókvíðnar fram á veginn; að leysa þetta mesta mál málanna, málið um friðsam- lega sambúð mannanna, sem byggja þessa fögru jörð, er óumræðilega fagurt hlutverk sem allir verða að vinna að í heimilum, kirkjum og skólum; það kem- ur að litlu haldi þótt forráðamenn þjóð- anna séu ásakaðir um alla skapaða hluti milli himins og jarðar, ef vér, einstakl- ingarnir mörgu, finnum eigi til þeirrar ábyrgðar, er á oss sjálfum hvílir; það er í voru valdi, að skapa samstilt al- menningsálit til fulltingis þeim hug- sjónum, er vér vitum líklegastar til þess, að hinu langþráða hamingjumarki var- anlegs friðar verði náð; hreinrækt al- þjóða hjartalagsins, er ein þess umkom- in, að gróðursetja tryggan frið í mann- heimi, þar sem öllum mannanna börn- um sé gert jafn hátt undir höfði; þá skapast nýr himinn og ný jörð, þar sem “sólbjarmans fang vefst um alt og alla.” Að svo mæltu árnar Lögberg öllum íslendingum, hvar sem þeir eru í sveit settir, góðs og gleðilegs sumars! MJÖG SAMANDREGIN SAGA ÍÞRÓTTANNA Á ÍSLANDI SÍÐUSTU 150 ÁRIN Þorst. Einarsson tók saman + Hingað kom til borgarinnar á mánudags- morguninn, hr. Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi frá íslandi, er dvalið hefir í Bandaríkjun- um síðan laust fyrir lok s.l. marzmánaðar; kom hann þangað þeirra erinda, að kynna sér bygg- ingar sundlauga og starfrækslu þeirra; er hann mikill að vallarsýn og um alt hinn gjörfulegasti maður. Þorsteinn brá sér norður til Steep Rock í kynnisför til móðursystur sinnar, frú Sigríðar Hjartarson, er lengi hefir dvalið þar um slóðir; Hann sýndi Lögbergi þá góðvild, að fá því til birtingar hið fróðlega yfirlit yfir íþróttalíf á Is- landi síðustu 150 árin, er hann hafði tekið saman og kann blaðið honum alúðarþakkir fyrir. —Ritstj. + Fram á seinustu öld eru við líði ýmsar íþróttir, sem landnámsmenn komu með út til íslands—t. d. sundið—,ásamt íþróttum og leikum sem verða til meðal þjóðarinnar (t. d. glíma, vikivakar), en aðrar eru horfnar — t. d. knattleikur- inn og hernaðar íþróttir. Árið 1801 eru 5 prestlærðir menn taldir sundfærastir hér á landi og tekið fram að einn þeirra hafi lært ytra, svo að af því má draga ályktun um að sund- menntin hefur lifað meðal þjóðarinnar. Meðal latínuskólapilta í Bessastaða- skóla verða til og dafna íþróttaiðkanir. Sund í sjó, glímur í forstofu skólans, stökk á túni. Námssveinar bera svo áhrif frá þessu íþróttastarfi út til þjóð- arinnar. Glímuiðkanir eflast meðal al- mennings og skipuleg sundkemlsla hefst 1820. Fyrsta kenslubókin í íþróttum (sundbók) er gefin út 1836. Ungirmenn byrja að fara um landið og kenna sund og glímur. Þessi starfsemi er í beinni samtengingu við þá frelsisbaráttu sem hefst fyrri þriðjung 19. aldar. Árið 1857 er fyrsti fimleikasalur land- sins reistur við Latínuskólann í Reykja- vík og samtímis skipaður að skólanum kennari í fimleikum. Sund : Sund er kennt með hverju ári, sem líður á öldina, víðar á landinu, en víða er kennslan slitrótt. 1874 er í fyrsta sinn reistur skáli við sundstað. Á tveim- ur stöðum á landinu hefst 1891 sund- kennsla, sem síðan hefur verið rekin árlega til þessa. Á öðrum staðnum, við sundlaugar Reykjavíkur, hefur sund verið kennt allt árið um kring frá 1909. Sundlaugarnar voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Sumar þessara hlöðnu lauga eru enn í notkun. 1907—8 er gerð fyrsta laugin úr hlöðnu sementslímdu grjóti. Árið 1926 eru samin lög þar sem sveita- og bæjarfélögum er heimilt að skylda unglinga til sundnáms. Með tilkomu héraðsskólanna er sund- , ið gert almennara en áður. Sundið er námsgrein og gefið fyrir. Um 1930 er heimilað að greiða úr ríkissjóði allt að hálfum kostnaði sundlaugabygginga. Þá eru reistar 3 yfirbyggðar laugar og 1937 er lokið við byggingu nýtízku Sund- hallar í Reykjavík. Árið 1940 eru samin íþróttalög og samkvæmt þeim eru öll skólabörn á ís- landi skylduð til þess að læra sund og ljúka prófi til þess að þau teljist hafa lokið barnalærdómi sínum. Eins er um nemendur, sem útskrifast úr æðri skól- um og sérskólum. Færni nemenda í sundi er flokkað í 4 stig. Árið 1944 var árangur sundskyldunn- ar þessi: Sund kennt á 56 sundstöðum. Skóla- hverfi landsins eru 225 og sund iðkuðu börn úr 196 skólahverfum. 63% af fullnaðarprófsbörnum luku tilskildu sundprófi. (4% dvöldu við sundnám en luku ekki prófi; 5% voru vanhéil; eða 72 prósent af öllum fullnaðarprófsbörn- um landsins 1944 komu til sundnáms). Fyrir 1945 er búist við að talan nái 70%. Framhaldsskólar landsins eru 42, en nemendur iðkuðu sund og tóku próf í 35 skólum. Sundstaðir landsins eru 81 talsins. Vatnið í laugunum er víðast hvar frá hverum eða laugum, upphitað með rafmagni eða kolum og kælivatn frá aflvélum. Fimleikar Með byrjun 20. aldarinnar er víða tek- ið að iðka fimleika. Karlar og konur fara utan og ljúka fimleikakennaraprófi og barnakennarar kynna sér fimleika erlendis. Með fræðslulögunum frá 1907 er fim- leikar einkunnarskyld námsgrein í skól- anna, en í þeim er ekki prófað. í héraðs- skólunum eru fimleikarnir námsgrein sem metin er til einkunnar. Með íþróttalögunum 1940 verða fim- leikar einkunnarskyld námsgrein ískól- unum. Á landinu eru nú 28 fimleikasalir en 6 í smíðum. 52 kennarar kenna fim- leika eða íþróttir eingöngu eða að mestu leyti sem aðalstarf. Árið 1944 voru fimleikar stundaðir í 180 skólahverfum barnafræðslunnar (af 225) og í 34 framhaldsskólum af 42. íslenzkir fimleikakennarar eru orðnir sjálfstæðir í æfingavali og framsetn- ingu, en flestir hafa þeir lært í Dan- mörku eða Svíþjóð. íþróttaskólar eru starfræktir: íþróttaskóli Jóns Þorsts- sonar, Reykjavík 1925, J. P Mullersæf- ingar og leikfimi. íþróttaskóli Sig- urðar Greipssonar í Haukadal 1928, þjálfkunarskóli fyrir meðlimi U.M.F.Í. íþróttakennaraskóli Björns Jakobsson- ar að Laugarvatni 1921, býr nemendur undir kennarapróf í íþróttum. 1. jan. 1943 verður hann með lögum íþrótta- kennaraskóli íslands. Skólaíþróttir: Aðrar íþróttir í skólum er glíma, knattspyrna, handknattleikur, skíðagöngur og skautahlaup. Sérstakt skólaíþróttasamband er ekki stofnað. Störf áhugamanna : Fyrir aldamótin 1900 voru þegar mynduð nokkur íþróttafélög utan um sund og glímu, síðan bætast við knatt- spyrna, fimleikar, grísk-rómversk fang- brögð og frjálsar íþróttir. Á fyrsta tug aldarinnar stofnast mörg íþróttafélög og ungmennafélög. 1907 mynda ung- mennafélögin með sér landssamband (U.M.F.Í.) og aðaltengiliður félagsskap- arins eru íþróttir. 1908 fara glímumenn til Olympiuleijí- ann í London, til þess að sýna glímu og eins til þess að keppa í grísk-rómversk- um fangbrögðum. 1911 er fyrsta kappmótið í frjálsum íþróttum haldlð. Skíðaiðkanir hefjast í bæjum, en að ganga á skíðum var allt frá fornöld mjög tíðkað í snjóþungum byggðum og á 18. öld fór fram formleg skíðakennsla í einni byggð með styrk frá Danakon- ungi. Á skautum hefur allt af verið farið í einstökum byggðum og með vakandi íþróttaáhuga myndast Skautafélög. Árið 1912 mynda íþróttafélög með sér íþróttasamband fyrir allt landið (I. S. í.). 1912 sýna íslendingar glímu á Olymp- íuleikunum í Stokkhólmi og taka þátt í grísk-rómverskum fangbrögðum og hlaupi. Frá 1912-1946 hafa margir íþrótta- flokkar farið til meginlandsins til þess að sýna fimleika og glímu, keppa í sundi, frjálsíþróttum og knattspyrnu (Bretlandseyjar, Þýzkaland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Færeyjar og Frakk- land). Á Olympíuleikunum í Berlin 1936 kepptu íslendingar í vatnsknattleik og frjálsum íþróttum. Á síðustu árum hafa bætzt við af íþróttum: golf, tennis, badminton, róð- ur og hnefaleikar, meðan allar hinar eldri íþróttir hafa orðið almennari. Á landinu er 1 löglegur íþróttavöllur, en margir eru í byggingu, og á 11 stöð- um löglegir knattspyrnuvellir, fáeinir tennisvellir og 3 golfvellir, og 23 skíða- skálar. Nokkrir fjallaskálar (eignFerða félags íslands), 3 skíðastökkbrautir. Landinu er skift í 27 íþróttahéröð. I- þrótta- og ungmennafélög innan hvers héraðs mynda bandalag og eru banda- lögin ýmist í U.M.F.Í. eða Í.S.Í., en flest eru nú í báðum. Félög innan Í.S.Í. eru nú 205 tals- ins, en fjöldi meðlima 21,000. Félög inn- an U.M.F.Í. eru 182 talsins með 10,000 meðlimi. Félögin efna til kappmóta árlega og í sumum íþróttagreinum oft á ári. Félögin ferðast um landið til keppni og sýninga. Kennarar ferðast um landið og kenna ýmsar greinar íþrót ta. Æðsti aðili út á við er fyrir hönd áhugamanna Í.S.Í., stjórn þess semur einnig lög fyrir keppni. Ríkið hefir sérstaga íþróttanefnd og íþróttafulltrúa, sem tilheyra fræðslu- málastjórninni. Alþingi veitir árlega fé í sjóð (íþrótta- sjóð), sem íþróttanefnd ríkisins úthlut- ar til félaganna og stofnana bæja- og sveitafélaga. Fyrir árið 1946 er styrkur þessi ein miljón. Baðstofur og almenningsböð: Fyrir nokkrum áru var aðeins hægt að veita skólabörnum í 38% af kennslu- stöðum landsins baö. Margar sveitir og kauptún voru án almenningsbaða. Síð- ustu ár hefur þetta lagast mikið, t.d. eiga íslendingar 19 baðstofur, sem ým- ist eru hitaðar með vatni frá hverum, rafhitaðar eða kolahitaðar. í leirböð sækir fólkið til nágrenna hveranna. Baðlaugar frá því fyrir árið 1000 eru enn til á nokkrum stöðum á landinu (t. d. laug Snorra Sturlusonar). Frá Sigurði bónda Guðmundssyni á Heiði Þátt þann af Sigurði Guð- mundssyni á Heiði, afa Stef- áns skólameistara, sem hér fer á eftir, skráði sr. Þorkéll Bjarn- ason, og birtist hann í Fjall- konunni árið 1890. — Sr. Þor- kell gerði svofelda grein fyrir þætti sínum: “Þegar eg í sum- ar (þ. e. 1889), eftir 25 ár, kom á ættstöðvar mínar, saknaði eg margra æskuvina, en þó var það sér í lagi einn maður, er eg sem imglingur hafði elskað og virt, er eg minntist með sár- um söknuði sem látins; og vil eg biðja yður um rúm í yðar heiðraða blaði til að minnast hans með fáeinum orðum. Þessi maður er Sigurður Guð- mundsson frá Heiði.” Sigurður Guðmundsson er fæddur 17. desember 1795. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum, sem þá bjuggu á Syðrahóli á Skagaströnd, fram að fermingu. Þá fór hann sem smalapiltur að Heiði í Gönguskörðum til Jóns bónda Dagssonar og konu hans, Ingunnar, og var hann síðan á Heiði til dauðadags. Hjónin tóku ástfóstri við þennan umkomu- lausa smalapilt, því að það lýsti sér snemma, að hann mimdi verða afbragð an'nara manna, bæði að gáfum og mannkostum. Þegar hann var vaxinn maður, vann hann ást helztu stúlkunnar í Sauðárhreppi, en það var Helga Magnúsdóttir, prests að Fagra- nesi, Árnasonar prests sama staðar. Setti hann síðan bú á Heiði og bjó þar lengi rausnar- búi, mest virtur allra bænda í sinni sveit. Á seinustu árum sínum var hann hjá syni sínum, Guðmundi, og eftir lát hans hjá tengdasyni sínum, Stefáni, unz hann andaðist að Heiði 15. marz 1869. Sigurður heitinn var búhöldur góður og hinn bezti fjármaður, enda þótti honum mikið undir því komið, að fjármenn væru merkir -menn og greindir, því að svo segir hann í Varabálki: * “Fjárstofn valinn vel upp al, vænan, þvalan, sterkan, vandaðan smalann velja skal, vitran hal og meikan.” Seinast í sama kvæði talar hann um sjálfan sig á þessa leið: “Úr sem kvalið allt er fjör, við ævi-hala tefur, gamall smali kominn í kör kvæðið alið hefur.” » Á fyrri árum sínum var hann framkvæmdarmaður hinn mesti, enda var hugurinn og fjörið mik- ið. Hann var gestrisinn og gjöf- ull; ól hann upp þrjú vandalaus börn. Fagranes kirkju, sem var fátæk, gaf hann klukku, sem kostaði 120 krónur. Fjórtán ár var hann hreppstjóri og fór hið bezta með þeim starfa. Sigurður heitinn var maður afbragsvel gáfaður, og þó hann væri uppalinn í afskekktri sveit < og yrði sífellt að stunda vinnu, þá aflaði hann sér sjálfur þeirrar menntunar, er frábær var hjá alþýðufólki á uppvaxtarárum (Frh. á bls. 5) * Varabálkur, kveðinn af Sig- urði Guðmundssyni, var prent- aður á Akureyri 1872, og svo aftur árið 1900.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.