Lögberg - 25.04.1946, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. APRÍL, 1946
5
ÍMJ6AH/ÍL
■WENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
TVÍTUGSAFMÆLI
Elizabeth prinsessa tvítug
Þann 21. apríl varð Elizabeth
prinsessa tvítug. Það er langt
frá því að þessi unga stúlka eigi
eins náðuga daga og prinsess-
urnar í æfintýrunum, sem höfðu
Htið annað að gera en að skemta
sér.
Eftir langan og strangan lær-
dóm er nú Elizabeth prinsessa
farin að taka á eigin ábyrgð
uiargvíslegan þátt í opinberu
Hfi; hennar fyrsta ferðalag sem
drottningarefnis Bretlands hins
uiikla skeði fyrir rúmu ári er
hún heimsótti South Wales á-
samt foreldrum sínum, skoðaði
þar tvær skipakvíar, heimsótti
verksmiðjur og horfði á skrúð-
göngu borgarlegra varðmanna
landsins; hún hefir ferðast víðs-
vegar um Bretland, heimsótt
herbúðir og flugvelli, og alstaðar
verið fagnað með mikilli hrifn-
ingu hvar sem leið hennar hefir
iegið. Svo miklum þroska hefir
Elizabeth prinsessa náð í hátt-
vísi og félagslegu samneyti, að á
herðar henni hafa fallið marg-
háttaðar skyldur, sem móðir
hennar fram að þessu inti af
hendi.
í síðastliðnum Nóvember mán-
uði skráði prinsessan nafn sitt
sJalf í sögu þjóðar sinnar með
því að leggja sveig við fótstall
^únnismerkisins yfir fallna her-
nienn í Whitehall í London; hún
hefir tekið mikinn þátt í Veizlu-
höldum í Buckingham palace og
var ein slík veizla haldin með það
fyrir augum að gefa blaða-
mönnum og ritstjórum kost á
að kynnast persónulega drottn-
’ngarefninu; þessir menn dáðust
hinni óbrotnu og vingjamlegu
úamkomu prinsessunnar, og
°niust skjótt að raun um, hvað
enni svipaði um margt til móð-
Ur sinnar í fasi og tígulegri fram-
göngu.
Eins og gefur að skilja er El-
lzabeth prinsessa, vegna aldurs
enn eigi bundin að öllu við
sifHfið; hún rækir enn nám
1 1 hinum ýmsu greinum, svo
®em tungumálum, reglubundið
ag hvern, eða réttara sagt nokk-
^rn hiluta hvers dags; hún stund-
ekki lengur nám í félagi við
Ur sina Margaret prinsessu.
, Ss ^rawford, er var um langt
ei einkakennari Elizabethu
prinsessu hefir nú að mestu látið
af því starfi; í þess stað er á-
kveðið að prinsessan njóti um
hlríð fræðslu hjá nafnkendum
prófessor. Hún nýtur sinnar
eigin dagstofu í Buckingham
Palace og notar sér jöfnum hönd-
um bókasafnið þár, jafnhliða
safninu í Windsor höllinni.
Elizabeth prinsessa er mikið
gefin fyrir tungumálanám; hún
er ágætlega að sér í frönsku og
les og skrifar þá tungu engu
síður en sitt eigið móðurmál;
hún hefir mikinn áhuga á listum
og nýtur ósegjanlegrar ánægju
af forngripum hvar sem hún
kemur auga á þá.
í'viðbót við áminst nám verður
prinsessan að leggja sérstaka á-
herzlu á þau grundvallar atriði,
er lúta að stjórnarfarsskipun, því
þess er krafist af henni að hún sé
vel heima í innanríkis málum og
utan ríkis pólitik. Með þetta
fyrir augurn er prinsessunm
færður á hverjum morgni búnki
af blöðum viðsvegar að, er llytja
aliavega mismunandi pólitískar
skoðanir. öllu þessu á hún pers-
ónulega að kynnast til þess að
víkka sjóndeildarhring sinn og
búa sig undir það fjölþætta á-
byrgðarstarf er væntanlega bíð-
ur hennar sem drotningar Bret-
lands hins mikla; og í fjarveru
föður síns hefir hún oftar en
einu sinni farið með völd, sem
varakonungur.
Foreldrar prinsessunnar og
kennarar hafa brýnt fyrir henni
hve afar áríðandi það væri að
hún öðlaðist sem gleggstan skiln-
ing á sögu brezku þjóðarinnar
og lífsvenjum hennar, með því
að þetta hvorttveggja væri yfir-
stjórnanda þjóðar bráðnauðsyn-
legt.
Elizabeth prinsessa er mikið
hneigð fyrir iþróttir og útilíf og
sjálf er hún ágætur bílstjóri.
Tveir af merkustu ríkisstjóm-
endum Bretlands voru konur,
þær Elizabeth drottning og Vic-
toria drottning. Þótt konungs-
valdið sé nú ekki eins þýðingar-
mikið eins og það áður var, mun
hin glæsilega prinsessa, Eliza-
beth, e.t.v. svipmerkja sögu þjóð-
ar sinnar á einhvern hátt eins og
fyrirrennarar hennar gerðu, þeg-
ar að til þess kemur, að hún tek-
ur við konungsvöldum.
HUNGURSNEYÐIN
Nú hefir verið svo mikið ritað
um hina hræðilegu hungursneyð
í Evrópu og Asíu að hverri ein-
ustu húsmóði# í Vesturheimi
hlýtur að vera skiljanlegt að all-
ur matur, sem sendur er héðan
til þessara landa bjargar manns-
lífurn. Ef við ekki sendum þann
mat, sem við getum án verið, höf-
um við það á samvizkunni að
hafa ekki rétt brauðsneið að
hungruðu barni og ekki látið
okkur það skilrta þótt þúsimdir
manna deyi sökum matarskorts.
Stjórn landsins okkar, þessa
mikla hveitilands, sendir nú eins
mikið af hveiti eins og mögulegt
er til hins bágstadda fólks; fram
leiðsla hveitimjöls til innan-
lands neyzlu hefir verið minkuð
um 10 prósent, í því augnamiði
að senda sem mest af hveiti yfir
hafið. Þetta er gott, en það er
ekki nóg; fólkið verður að styðja
stjórnarvöldin í þessum málum
til þess að þessi viðleitni beri
árangur. Hver einasta húsmóðir
í Canada getur hjálpað til að
bjarga hinu deyandi fólki með
því að spara hveiti á heimili
sínu; því meira hveiti, sem spar-
að er á heimilunum, því meira
verður aflögu í landinu til þess
að senda hinu hungraða fólki.
Kaupið það brauð sem þið
þurfið, en látið ekki einn einasta
brauðmola fara til spillis; geym-
ið það í umbúðurium og í brauð-
kassa, svo það harðni ekki, en ef
það harðnar þá notið það í
pudding, o.s.frv.
Þegar kartöflur eru framreidd-
ar með máltíðinni er engin þörf
á því að borða brauð.
Húsmæður ættu að baka sem
minst af sætu brauði, kökum,
cakes, o.s.frv. í stað þess má
neyta. ávexta sem eftirmats; þeir
eru líka miklu hollari.
Margar húsmæður reyna að
spara meira kjöt og smér, held-
ur en skömtunar reglurnar fara
fram á; þær senda skömtunar-
miðana, sem þær ekki brúka, til
Wartime Prices and Trade
Board. Þannig auka þær ofur-
lítið þann matarskerf sem send-
ur er til hins hungraða fólks.
Það er í raun og veru synd-
samlegt að fleigja mat eða láta
nokkurn mat fara til spillis.
Munum það að líf hálfrar bilj-
ónar manna veltur á því hvort
sérhver þeirra fær ofurlítinn
meiri mat þetta ár.
Frá Sigurði bónda Guð-
mundssyni á Heiði
(Framh. af bls. 4)
hans. Hann kunni ve'l að skrifa
og reikna, og skildi dönsku vel,
enda las hann allar þær bækur,
íslenzkar og danskar, sem hann
komst yfir og voru guðfræðilegs,
sögulegs eða náttúrufræðilegs
efnis. Fróðleikslöngun hans var
framúrskarandi. Þegar þeir gistu
hjá honum, sem honum þótti
skemmtun og fróðleikur að tala
við, vakti hann jafnan langt
fram á nótt við samræðu, en það,
sem hann einkum lagði stund
á, var þó guðfræðin Að hugsa
og taM um sHk efni var hans
mesta yndi.
Hann vár trúmaður hinn mesti,
en hneigðist þó meir að skyn-
samlegri rannsókn en kreddum,
enda hafði hann mestar mætur
á Árna postillu. Hann gleymdi
því aldrei, að “ótti Drottins er
upphaf vizkunnar,” og skal hér
sagt frá litlum atburði þessu við-
víkjandi.
Einhverju sinni voru þeir báð-
ir í Bakkakotsrétt í Laxárdal,
hann og Gunnar bóndi á Skíða-
stöðum, báðir dálítið við öl, eins
og þá var títt við slík tækifæri;
voru þeir hinir mestu alúðarvin-
ir, Sigurður og Gunnar. Gunnar
bóndi var mikilmenni til sálar
og líkama. Hann átti sem hrepp-
stjóri að stjórna í réttinni, en
hafði komizt í skærur við ein-
hvern, sem ekki vildi hlýða, og
borið, eins og hann var vanur,
hærri hlut úr býtum. Gekk hann
þá um réttarvegginn og kvað
vísu þessa: “Eg hræðist engan
hjörvagrér o. s. frv.” Sigurður,
sem var allskammt frá og heyrði
vísuna, mælti: “Hræðstu engan
nema Guð, Gunnar.” “Þakka
þér fyrir heilræðið, Sigurður.”
Sigurður var skáldmæltur vel
og unni mjög skáldskap, enda
hefur hann ort töluverf sjálfur,
en margt er af því án efa glatað.
Það, sem til er eftir hann, er: 1.
sálmasafn allstórt, (um 120 sálm-
ar); 2. ljóðabréf allmörg; 3. Vara-
bálkur.
Kveðskapur Sigurðar er allur
einkar liðugur og hugsunin ljós
og greinileg. Og allur miðar
hann að þvi að gera mennina
betri, lýsa ástandi og háttum
manna, eða segja frá nýungum,
svo sem Ijóðabréfin, eða þá gefa
mönnum heilræði í andlegum
eða líkamlegum efnum, og skulu
hér tilfærðar þrjár vísur úr Vara-
bálki, er ljóslega sýna þetta, og
hollt væri að breyta eftir:
SkuldUm svara skalt þú brátt,
skynsemd þar til hvetur;
í þær fara ekki mátt,
ef þeim varizt getur.
En ef hjá því ekki kemst,
um þín sjái hyggja,
að þær þá sem allra skemmst
á þér nái að liggja.
Ber oft æði þimga þrá,
þankar mæða huldir,
er frjálsæði sviptur sá,
sem á hlaðast skuldir.
í ljóðabréfum Sigurðar lýsir
sér heit og lifandi ættjarðarást.
Honum sárnar stjórnar ófrelsi
og ýmis konar kúgun við lands-
menn, og mun þetta helzt koma
í ljós í ljóðabréfum þeim, sem
ort eru eftir þjóðfundinn. Þá
gremst honum og mjög dáðleysi
landa sinna, sem sjá má t. d. af
vísu þessari, er standa mun í
ljóðabréfi til Elínar systur hans:
Hvar er hugur, hreysti, trú?
Hvar er dugur seggja?
Eru flugur einar nú
orðnar í smugum veggja?
Hann þráir að þjóðin fái sLjórn-
frelsi, og taki sönnum framför-
um í dáð og dugnaði, dyggð og
drengskap.
Sigurður heitinn og kona hans
áttu sex börn, en fjögur urðu
fullorðin, tveir synir og tvær
dætur. Synir þeirra hétu Guð-
mundur og Magnús.
Guðmvmdur kvæntist Ingi-
björgu Einarsdóttúr frá Hóla-
koti á Reykjaströnd og voru þau
systkynabörn. Hann dó á undan
foreldrum sínum á sóttarsæng og
átti ekki barn. Magnús var
gáfumaður mikill og svo snjall
hagyrðingur, að hann gat mælt
vísu af munni fram, hýenær sem
hann vildi, nálega eins fljótt og
hann talaði. Hann kvæntist
aldrei, og átti ekkert barn á lífi,
er hann drukknaði, ásamt fleir-
um, á Húnaflóa 1862. Skömmu
áðirr en hann druknaði kvað
hann:
“Mér eg fyrir sjónir set,
samt vill margt á skyggja,
nokkur mín ófarin fet
fyrir mér sem liggja.
“Þótt eg sökkvi í saltan mar,
sú er eina vörnin,
ekki grætur ekkjan par,
eða kveina börnin.”
Dætur Sigurðar lifa enn; Sig-
ríður, ógift; og Guðrún gift merk-
um bónda, Stefáni Stefánsyni
frá Keflavík, er lengi bjó á Heiði.
Börn þeirra eru: Þorbjörg, gift
Birni Jónssyni frá Háagerði á
Skagaströnd; þau eiga margt
barna; Sigurður prestur í ögur-
þingum, kvæntur Þórunni Bjarn-
(Framh. á bls. 8)
LÆRÐU
Photography
Lærðu með því að vinna
að myndasmiði.
Allar greinar myndasmíðar-
innar, blaðamanna, nýtízku-
fatnaðar, auglýsinga, lyfja
og blaðamenska með mynd-
um. Sérstök nákvæmni sýnd
byrjendum. Nám er nú að
hefjast. Kveldkensla á
mánudags- og föstudags-
kveldum frá kl. 7.45 til kl.
10.30. — Þrettán kenslu-
stundir á þrettán vikum.
Látið innritast nú þegar.
í kenslugjaldinu er innifalið
alt efni, og öll verkfæri, sem
nemendur þurfa á að halda,
svo ekki þarf að hugsa sér
fyrir myndavél.
Reglubundin kensla hefst í
þessari viku. Skrifið, símið
eða komið til viðtals að
kveldinu til.
CANADIAN SCHOOL
OF PHOTOGRAPHY
2nd Flr. 290 Portage Ave.
Næst við Lyceum leikhúsið.
Sími 97 107
EnGINN veitti honum upplýsingar um nýja
gerfigarnið, sem gæti stofnað markað hans í
voða. Nú fara nýjar leiðir og ný efni fram hjá honum.
Nylon . . . framleitt vísindalega úr kolum, lofti og
og vatni, eftir tíu ára stöðugar tilraunir . . ., er sláandi
dæmi. Þetta undragarn er nú notað í stórum stíl til
sokkaframleiðslu, og verður senn notar í nær-
föt og margskonar vefnaðarvöru, er skapar atvinnu
í Canada og eykur á fyrirmyndir fegurðar og gæða.
M* IN
MMITtO