Lögberg


Lögberg - 25.04.1946, Qupperneq 6

Lögberg - 25.04.1946, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRÍL, 1946 s ’=■■■:- ..?r" ■ .. z-z'—r, JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON “Jæja, hvað vill hann! Er hann að biðja mig til að hjálpa til með ejtthvert gott verk — eða takast á hendur að safna peningum, sem eg hata —” Eg samþykki það, hvað svo sem fyrir kemur!” Rétt í þessu var hurðin opnuð í hálfa gátt, og þjónn tilkynti að Mon- sieur l’Abbé Bardin væri kominn. Madame d’Argy setti á sig svip sem var allt annað en vingjarnlegur. “Jæja, hvað vill hann? Er hann að biðja mig til að hjálpa til með eitthvert gott verk — eða takast á hendur að safna peningum, sem eg hata — ” “Um fram alt, móðir mín,” sagði Fred, “láttu hann ekki koma inn til mín, farðu og sjáðu hann sjálf. Giselle gætir sjúkl- ingsins þíns meðan þú ert í burtu. Viltu gera það’ Giselle?” Hann talaði í mildum og aðlaðandi róm. Hann var, auðheyrt ekki reiður útaf því sem hún hafði sagt, og það var eins og stunga í hjarta hennar. “Eg treysti þér ekki almennlega fyrir að vera hjá honum,” sagði Madame d’Argy, og brosti biturlega. Hún fór samt, af því Fred endurtók það að hún sæi prestinn. Hún var varla komin út úr dyrunum, þegar Fred stóð upp, og færði sig nær Giselle, í hrifningar ástríðu. “Ertu viss um að mig sé ekki að dreyma?” spurði hann. “Er það virkilega þú sjálf sem ráðleggur mér að giftast Jackueline?” “Hver annar ætti það að vera?” svar- aði hún eins og hún væri róleg. “Hverj- um getur það verið kunnugra en mér? En fyrst verðurðu að leggjast upp í legu- bekkinn, annars segi eg þér ekki eitt einasta orð, meira. Það er rétt. Ligðu nú alveg kyr. Móðir þín er afar reið við mig — mér þykir fjarska mikið fyr- ir því. Eg veit að Jackueline verður þér góð kona — miklu betri en sú Jackue- line sem þú vildir giftast áður. Hún hefur keypt lífsreynzlu sína dýru verði, og hefur grætt mikið á þeirri reynzlu, svo nú er hún þín verð, og hún hefur nú af einlægum hug iðrast allra sinna bernsku breka.” “Giselle,” sagði Fred, “horfðu fram- an í mig — já, horfðu einarðlega í aug- un á mér og dyldu mig enkis. Augun þín segja aldrei nema sannleikann. Því líturðu undan? Er það þinn einlægur og ákveðinn vilji að eg giftist Jackue- line?” Hún horfði rólega á hann eins lengi og hann vildi, og lét hann halda í hend- ina á sér, sem var sem brennandi inn- an í hanskanum, og sem hún af ýtrasta megni reyndi að verja frá því að titra. Loksins var sem taugastýrkur hennar bilaði undir hans langvarandi þögn, sem virtist eins og hann væri að halda rann- sókn yfir henni, svo hún hló, og hlátur- inn hljómaði fyrir eyrum hennar sefn óeðlilegur. “Kæri, vesalings vinur minn,” sagði hún, “hve auðvelt er að leika á ykkur, karlmennina! Þú ert að reyna að kom- ast að, uppgötva, hvort þú átt að velja þér hið heiðarlega hlutskiftið, fara hina skynsömu leið, sem þér er svo einlæg- lega í huga — segðu mér ekki að þú sért ekki að hugsa um það — hvort þú átt að giftast Jackueline. Það skal í sannleika vera mín stærsta gleði. En hefurðu ekki gert þér grein fyrir því, að hverju eg hef ávalt stefnt? Heldurðu að eg hafi ekki vitað frá því fyrsta, hvað það var sem kom þér til að leita mín? Eg var ekki rósin, en eg hafði búið nærri rósinni; eg minnti þig stöðugt á hana. Við elskuðum hana bæði; við vor- um okkur bæði þess meðvitandi. Jafn- vel þegar þú sagðir ónotaorð um hana, vissi eg, að það var einungis af þrá til að nefna nafnið hennar, og endurminna þig um yfirburði hennar. Eg hló, já, eg hló að sjálfri mér, en eg var varfærin um hvernig eg umgekst þig. Eg reyndi að geyma þig fyrir hana, koma í veg fyrir að þú leitaðir annað, og kæmist í samband sem gæti orðið til þess, að þú gleymdir henni. Eg gerði mitt bezta til að — ef til vill, hef eg stundum stigið feti framar en skyldi — í hennar þágu, í þágu móður þinnar, en í þína þágu meir en allra annara. Guð veit, eg gerði alt sem eg gat fyrir þig,” sagði Giselle með ósjálfráðum ákafa. “Já, er öll þín, sem vmur, trúfastur vinur,” endurtók hún, nærri því hrædd við hljóminn í máirómi sínum, “en hin minsta ástar tilfinning milli okkar, ást, hið andleg- asta, hið fýsnalausa — já, eg býst við að allir menn hafi lítið af þeirri tegund sjálfsafneitunar. Kæri Fred, ímyndaðu þér það ekki. — Enguerrand hefði aldr- ei leyft það.” Hún var brosandi, hálf hlæjandi, og liann horfði undrandi á hana, hugsandi hvort hann gæti trúað því sem hún var að segja, þegar hann minntist svo margs sem benti í aðra átt. En það var enginn efi í orðum hennar, engin hálfvelgja, ekkert hik. Sjálfsvirðing, göfug sjálfs- virðing, var þátturinn sem hélt henni uppi, þetta fyrsta skifti á æfi hennar, er nún fór með ósannindi. “Giselle!” sagði hann loksins, og vissi ekki hvað hann átti að hugsa. “Eg dýrka þig! Eg heiðra þig!” “Já,” svaraði hún, með sorgblqndnu brosi á vörum sér. “Eg veit að þú gerir það. En þú elskar hana!” Hefði það ekki verið ljúft fyrir hana, hefði hann sagt: “Nei, eg elskaði hana einusinni, og mundu það, að sú gamla ást var nóg til þess að eg lagði líí mitt í hættu hennar vegna, en í sannleika sagt elska eg þig eina — og það meir einmitt nú, er eg sé að þú elskar mig meir en sjálfa þig.” En í þess stað aö segja þetta, þá sagði hann bara: “Held- urðu að Jackueline elski mig?” Útlit hans og ákafi, glampinn í augum hans og litbrigði, sagði meira en hægt var að segja með orðum. Ef Giselle hefði áður verið í efa um að hann elskaði Jackueline, þá var hún nú full viss um það; og sú fullvissa stakk hana í hjartað. Dauðinn er ekki sá einasti svefn, sem veikir og örmagnar alla hæfileika vora. Það eru þau vonbrigði, sem gjöreyða vorum hærri og göfugri hugsjónum og skilja oss eftir villuráfandi í köldum og hluttekningarlausum heimi. Þó fólk deyji þessum dauða, þá samt talar það og brosir — það er bara annar svipur sem bætist við í leikinn sem leikinn er á leiksviði lífsins; en hinn sanni og upp- haflegi er dauður. Giselle, þó englum lík, var of kvenn- lega sinnuð til þess að hafa þrek til að segja: “Já, eg veit hún elskar þig.” Hún sagði í staðinn fyrir það í lágum róm: “Það er spurning sem þú verður að spyrja hana.” Meðan þessu samtali fór fram, heyrðu þau í næsta herbergi, Madame d’Argy, endurtaka með ákefð: “Aldrei! Nei, eg samþykki það aldrei! Er það svika sam- særi millum ykkar?” Þau heyrðu einn- ig skjálfraddað tal á undan hverri ákefð- ar neitun. Abbé Bárdin var að benda henni á að, ef sonur hennar ætti að vera ógiftur færi hann viðstöðulaust aftur í sjóherinn, og að Lizerolles legðist í eyði, heimili hennar yrði niðurnítt og öll þess fegurð horfin án tengdadóttur og barna- barna; og er hann leiddi henni þetta fyrir sjónir, kom hann hvað eftir annað að umræðuefninu: “Eg skal ábyrgjast að þau verða hamingjusöm; eg þori að ábyrgjast framtíð þeirra.” Hans prestlegi myndugleiki var stór trygging fyrir því að staðhæfingar hans væru á rökum bygðar, og að síðustu i'anst Madame d’Argy að hann hefði rétt fyrir sér. Hún hélt áfram að segja “aldrei,” en smátt og smátt með minni ákafa, og loksins hætti hún að segja það, því þremur mánuðum síðar fengu d’Etaples, de Rays, d’Avrignys, og aðrir gamlir vinir, tvö giftingar tilkynningar spjöld, sem hljóðuðu á þessa leið: “Madame d’Argy hefur þann heiður að tilkynna ykkur giftingu sonar síns, M. Frederic d’Argy, riddara heiðurs- fylkingarinnar, og Mademoiselle de Nailles.” Hitt spjaldið hljóðaði á þessa leið: “Baronessa de Nailles, hefur þann heiður að tilkynna ykkur giftingu Ma- demoiselle Jackueline de Nailles, stjúp- dóttur sinnar, og M. Frederic d’Argy.” Nú rigndi hamingju óskunum yfir þær Madame d’Argy og Baronessuna. Giftingar sem eru grundvallaðar á einlægri ást, eru svo fátíðar nú á dögum! Nú var eins og allir hefðu alltaf óskað ungu Madame d’Argy, allrar blessunar og hamingju, og allir virtust taka inni- legan þátt í þeim fögnuði sem var lát- inn í ljósi við þetta tækifæri, jafnvel Dolly, sem sagt var, að hefði í laumi hugsað sér að ná í Fred fyrir sig; jafn- vel Nora Sparks, sem nú var komin til New York, og hafði ekki getað lokið erindi sínu í Evrópu eins og hún hafði ætlaði sér sendi dýra brúðargjöf til Jac- kueline. M^dame de Nailles sýndi við giftinguna alla hrifningu og fögnuð sem sannri móðir bar. • Rósirnar á Lizerolles sprungu út það vor með óvanalegri fegurð og sætum ylm, eins og þær væru að fagna ungu hjónunum. Modest var í sjöunda himni af fögnuði og söng með miklum fögnuði Nunce Dimittis. Sú sem minstan þátt tók í fögnuðinum var englum líka Giselle. — Endir — Margrét Werner I. KAFLI “Afleiðingarnar af óheilla spori ná oft lengra en til þess sem stígur það; sagði Lávaröur Cummg við son smn. “Þu mátt vera alveg viss um það, Ralph, að ef þú gerir það sem þú nú ætlar þér, þá er það óhjákvæmileg ólukka fyrir þig, og okkur öll. Þú verður að gæta hvað þú gerir.” “Það er engin heilbrigð skynsemi í fordómum,” svaraði ungi maðunnn. “Þú getur ekki gert neina skynsamlega grein fyrir því, að eg skuli ekki giftast Margréti nnnni.” Faðir hans var ergilegur, en gat þó ekki varist að brosa að ódælsku sonar síns. “Ef það kæmi til þess, þá gæti eg til- fært tiu þúsund ástæður,” sagði íaöir hanjs.” Eg viðurkenni allt það sem þú telur lienni til gildis. Margrét er mjóg fríð; en þú mátt ekki gleyma því — já, eg er í vafa um hvort hún er sæmilega lesandi og skrifandi. Hún er siðprúð og góð stúlka, það viðurkenni eg, og eg hef aldrei heyrt sagt neitt nema gott um hana, en, sonur minn, eg vil benda því til þinnar eigin dómgreindar, er það nóg til þess að verða konan þín, að hún sé sérstaklega fríð og siðprúð? sem á að setjast í sæti móður þinnar?” “Hinir góðu kostir Margrétar minnar eru allt sem eg óska mér,” sagðí ungi maðurinn. “En þú verður einnig að taka tillit til annara,” sagði faðir hans, í bjóðandi málróm. “En eg elska hana,” greip sonur hans framí, og faðir hans gat ekki varist að brosa. “Já, við vitum hvað það meinar,”sagði faðir hans, “þegar drengur á nítjánda árinu verður skotinn í stúlku. Trúðu mér, Ralph, ef eg ætti að gefa samþykki mitt til þess, sem þú biður mig um, þá yrðir þú sá fyrsti, síðar meir, til að á- saka mig fyrir að hafa látið undan þess- ari heimsku beiðni þinni.” “Þú mundir ekki kalla það heimsku ef Margrét mín væri rík, eða væri dóttir einhvers—” “Þú verður að hætta þessu, Ralph,” sagði lávarðurinn. “Þú hefir fullan rétt, ef þessi unga stúlka, sem þú talar um, væri jafn háttstandandi sem við, eða eitthvað nálægt því;.þá væri það eins og það á að vera. Eg hef ekkert á móti því að þú verðir ástfanginn í stúlku og vilj^- ir giftast, eins ungur og þú ert — tæpra tuttugu ára; en það sem kvelur mig er, að þú skulir vera svona hrifinn af dóttir hliðgæzlumannsíns míns, Verners; hún er fríð, það er satt; en hugsaðu um það að þú ert lávarðs sonur, og hún er ekki annað en sveitastúlka. Mér virðist það blátt áfram hlægilegt; eg get ekki talað um þetta áform þitt í fullri alvöru.” “En það er full alvara á mína hlið,” svaraði Ralph, og dróg þungt andann. “Ef eg fæ ekki að giftast MargréthVer- ner, þá skal eg aldrei gifta mig.” “Það væri betra en gifta sig útúr sinni stétt,” sagði faðir hans, þurlega. “Hún er góð og vel gefin stúlka,” sagði sonurinn; “hún er siðprúð og frjálsmannleg. Hún hefur sérstaklega gott innræti. Því þarf þá stéttamunur að koma hér til greina? Eg trúi ekki á það sem kallað er stéttamunur; að einn sé af auðvirðilegri stétt en annar; eg trúi því að innrætið sé ágætara en titillinn. Er það ekki aðall innrætisins, hinn sanni aðall?” “Eg skal ekki skifta mér af þínum sósíalisku skoðunum,” sagði lávarður- inn; “en áður en þú verður 21 árs gam- all, færðu að verða þess var til hvers það leiðir. Á æsku árunum eru menn svo frjálst hugsandi; eftir því sem árin líða, verða þeir íhaldssamari. Gleymdu því ekki. Kennisetningar geta verið góðar í sjálfu sér, en í framkvæmdinni reynast þær ónógar.” “Eg vildi óska aö eg væri slík hetja,” sagði Ralph, “að eg gæti orðið sá fyrsti til að brjóta niður slíkan hugsunarhátt, sem gamlar venjur og fordómar hafa skapað. og í þess stað byggt upp sjálf- stæðan og sannan hugsunarhátt.” “Þú yrðir ekki sá fyrsti,” sagði faðir hans; “það hafa svo margir á undan þér, gifst, eins og við segjum, niður fyrir sig, og margir munu gera það hér eftir; en svo mikið held eg, og veit, eftir af- spurnum, að flestir þeirra hafa orðið óhamingjusamir, því þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum.” “Það verður ekki mitt hlutskifti,” sagði Ralph með ákafa, “og án Margrét- ar Werner get eg ekki lifað, og verið , hamingjusamur.” Lávarðurinn horfði sorgmæddur á son sinn. “Fæstir feður,” sagði hann, “mundu geta hlustað á svona vesældar- legt tal; en eg hlusta á þig og reyni með skynsamlegu móti að fá þig til að gera þér ljóst,-að það sporg sem þú ætlar að stíga leiðir til hörmulegra endaloka. Eg hef ekki sagt eitt einasta illt orð við þig- og eg ætla ekki að gera það; en það segji eg: Þú mátt ekki giftast henni. Margrét, dóttir dyravarðarins, er ekki sú rétta kona fyrir son sinn, erfingjann að Elm- wood herragarðinum. Komdu með mér Ralph, og eg skal sýna þér hvað eg meina.” Þeir gengu saman út feðgarnir; þeir voru svo nauða líkir ásýndum að þeirra var enginn munur í sjón, en hugsun þeirra, að minsta kosti þessa stundina, var mjög ólík. Þeir gengu fram og aftur á steinlagningunni, sem var fyrir fram- an höllina. Hringinn í kring var fagur listigarður; þetta var einn hinn indæl- asta sumardag sem hægt var að hugsa sér. Fuglarnir sungu í trjá lundunum, og vatnið frá gosbrunnunum skvettist yfir blóma runnana, og það var eins og blómin gleddu sig yfir að senda út sína indælu angan. En hvaða fögnuð gat öll þessi dýrð vakið? Feðgarnir gengu fram og til baka alvarlegir á svip. Eftir nokkra stund gegu þeir inn í höllina, eftir hinum breiða og skraut- lega gangi, og í gegnum stóra og fágaða sali, þar til þeir komu inn í málverka salinn, sem var einhver ríkmannlegasti á öllu Englandi. Þar voru brjóstmyndir og málverk af öllum helztu listamönn- um heimsins. Allir eigendur Elmwood, kynslóð eftir kynslóð, höfðu verið list hneigðir og keypt hin dýrmætustu lista- verk, frá fyrri og síðari tímum. Á einum veggnum voru myndir af forfeðrum fjölskyldunnar. Þar mátti sjá, gamla hörkulega hermenn, við hlið hinna fríðustu kvenna. Það var eitt- hvað einkennilegt við þá síðustu; andlit þeirra báru öll sama, tigna, ættarein- kennið. ( “Sjáðu til hérna, Ralph,” sagði lávarð- urinn, og lagði hendina á öxl sonar síns, “sjáðu, hér stendur þú frammi fyrir for- feðrum þínum; við erum afkomendur einnar elstu aðalsættar á Englandi, og það er öllum kunnugt. Horfðu á þessar konur, sem hinir dánu forfeður okkai’ völdu sér fyrir konur; flestar þeirra, eða að minsta kosti margar þeirra, hafa unnið sér frægðar nafn. Margar þeirra unnu sér frægð á sviði bókmentanna', þær tilheyrðu, og það með réttu, hinum hæðsta aðal þessa lands. Þú hefur áreiðanlega heyrt um þessar nafnfrægu konur. Ralph, hefurðu ekki?” “Jú,” svaraði sonurinn rólega, “þær voru áreiðanlega gáfaðar og ágætar konur, um það efast eg ekki . . .” “Og sjáðu hérna,” sagði lávarðurinp, og benti syni sínum á eina mynd, sem var svo sett að meir bar á henni; “horfðu á þessa konu! Það er móðir þín, Ralph, og eg er viss um að það hef- ur aldrei verið til fríðari og göfugri kqna en hún er. Lofaðu mér nú að regyna aö opna augu þín. Meinarðu virkilega að setja myndina af dóttir dyravarðar- ins við hliðina á móður þinni? En þó hún sé fríð og góð stúlka, gæti eg ekki séð né þolað, að myndin af henni verði hengd upp í okkar stolta aðals mynda- safn.”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.