Lögberg - 16.05.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.05.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN, 16. MAÍ, 1946 --------Hogberg-------------------- GefiO út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 f '.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG >95 Ssirgent Ave., Winnipeg, Man. Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada. PHONE 21 804 Lækningamiðálöðin í Manitoba $ Eftir P. H. T. Thorlakson, M.D. íNiðurlag) Eðlilegt er að eftirgreindar spurning- ar verði bornar fram: 1. Fullnægir lækningamiðstöðin nauðsynlegustu kröfum byggðarlags- ins? Sem svar við þeirri spurningu vil eg leiða athygli að því, að eins og nú horfir við, er þörf fyrir þúsund læknis- aðgerða og afturbatarúm í þesu um- hverfi; margar ástæður liggja til grund- vallar fyrir þessum auknu kröfum. Fólkið er orðið sannfært um, að örugg- asti staðurinn fyrir sjúklinga sé sjúkra- húsið; þetta er í ábærilegri mótsögn við hugsunarhátt almennings fyrir þremur áratugum, er sjúklingar skoð- uðu sjúkrahúsið einungis sem síðasta úrræðið; nú má staðhæfa að óttinn við sjúkrahúsið hafi vikið úr vegi fyrir trausti og von. Skýrslur yfir sængur- kvenna þjónustu bera þessu Ijóslega vitni. Fyrir tuttugu árum voru áttatíu af hundraði fæðinga bundin við heim- ilin, en nú njóta yfir áttatíu af hundraði slíkra tilfella spítala aðhlynningar. Annað atriði, sem flýtt hefir fyrir þessari breytingu, liggur í auknum sam- göngubótum; nú eru sjúklingar fluttir til lækningastöðva með járnbrautar- lestum, sjúkravögnum og þrásinnis með flugvélum. í þriðja lagi ber að nefna sjúkrasam- lögin í Manitoba, sem tryggja fyrir- framgreidda sjúkrahúsvist sífjölgandi borgurum þessa fylkis. Fjórða atriðið má telja þau risavöxnu skref, sem læknavísindin hafa tekið þrjá síðustu áratugina, er sannfært hafa læknana um það, að sjúkdómarann- sókn í heimahúsum sé öldungis ófull- nægjandi, sem og aðbúð sjúklinga sem þungt eru haldnir. Eg er sannfærður um það, að aðgerðir sjúkdóma í heimahúsum, ásamt þeim óþægindum og ófullkomleika, sem slíku er samfara, sé með öllu úr sög- uríni; þau grundvallaratriði sem miðað hafa að að aðgreiningu sjúklinga í sjúkrahúsum, eru varanlegs eðlis. Hvaða tegund alþjóðar-heilsutrygging- ar sem væri, myndi auka að mun á þunga þeirra fjárhagsbyrða, er þrengt hafa þegar mjög að kosti almennings Fyrir ári nam talan á biðlistanum vjð Almenna sjúkrahúsið í Winnipeg hundr- aði, en nú er hún komin upp í þrjú hundruð. Önnur spurningin sem svara verður varðandi lækningamiðstöð Manitoba- fylkis, er þessi: Nýtur stofnunin hag- sýnnar framkvæmdarstjórnar? Að svo miklu leyti, sem þróun stofn- unarinnar hvílir á skipulagningu og samvinnu hverrar einingar um sig,— og sérhver þeirra eininga hefir á að skipa í framkvæmdarnefnd hagsýnum og hæfum viðskiptafrömuðum, hygg eg að þjónusta áminstra stofnana mæli bezt með sér sjálf. Þriðja spurningin er þessi: Munu þær skuldir, sem sem stofnað verður til hrúgast saman og aukast, eða verða jafnaðar með reksturshagnaði? Svar- ið hvílir á því, hvort fylkisstjórnin og sveitarfélögin séu fús á að greiða sjúkrahúsaþjónustu á grundvelli hins raunverulega kostnaðar — og allar aðr- ar ráðstafanir sýnast í rauninni óhugs- anlegar. Fylkisstjórnin er skuldbundin til þess að fylgja fram áminstri stefnu, þótt hún hafi eigi, enn sem komið er, hrund- ið henni í framkvæmd. Þá kemur fjórða spurningin: Leggur lækningamiðstöðin fram menningar- legt tillag fylkisbúum til handa, er leitt gæti til endurbættrar sjúkraþjónustu fyrir þá sjálfa og börn þeirra, og aukið á öryggi þeirra á tímum alvarlegra sjúk- dóma, jafnframt því, sem þeir finni til metnaðar yfir stuðningi við stofnun, er látið geti í té þá fullkomnustu sér- fræði-þjónustu og aðbúð, er læknavís- indi nútímans framast fá veitt. Þeir menn og þær konur, sem unnið hafa í meira en fjögur ár að skipulagn- ingu lækningamiðstöðvarinnar í Mani- toba, eru sannfærð um að þetta almenn- ingsfyrirtæki fullnægi áminstum þörf- um og þoli ströngustu gagnrýni. Þegar mér bárust tilmælin um það, að skýra frá þróun lækningamiðstöðvar- innar á fundi hins yngra viðskipta félagskapar, varð eg við þeim með fögn- uði. Og í því falli, að þér sæuð yður nú þegar fært, að lýsa opinberlega yfir fylgi y.ðar við lækningamiðstöðina og ljá henni ailt hugsanlegt lið, myndi slíkt að sjálfsögðu hraða fyrir framkvæmd- um og hvetja framkvæmdarnefndina til enn ákveðnari átaka. Samtök viðskiptaráðanna í Manitoba, voru á meðal þeirra fyrstu, er léðu hug- myndinni um lækningamiðstöðina fylgi, og brýndu fyrir fylkisstjórninni hina brýnu þörf á fjárhagslegum stuðningi. Eg vil leggja áherzlu á það, að hin fyrirhugaða lækningamiðstöð í Mani- toba, er að engu leyti í mótsögn við þær uppástungur, er Mr. Garson forsætis- ráðherra og heilbrigðismálaráðherrann, Mr. Schultz, lögðu fyrir íbúa fylkisins í janúarmánuði 1945. Stjórnin í Manitoba hefir gert lýðum ljósa ákvörðun sína í þá átt, að veita sveitafólki endurbætta sjúkrahúsa- og sjúkraskoðunar-þjónustu; hún hefir einnig gert tillögur um það, að koma á fót helbrigðis umdæmum, er njóti þjón- ustu æfðra lækna, er það sérstaka hlut- verk hafi með höndum, að hrinda í framkvæmd varnarráðstöfunum gegn útbreiðslu sóttnæmra sjúkdóma, kom- ast fyrir og einangra tæringartilfelli á byrjunarstigi, svo og varðandi lækn- ingu kynsjúkdóma, og annast um að heilbrigðisreglum hlutaðeigandi byggð- arlaga sé dyggilega framfylgt. Sérhver skipulagning varðandi lækn- ishjálp handa íbúum fylkisins, verður fyrst og fremst að grundvallast á bætt- um skilyrðum fyrir læknafræðslu, hjúkr- unarkennslu og fræðslu aðstoðar-sér- fræðinga, ásamt auknum samtökum varðandi sjúkdómarannsóknir og lækn- isaðgerðir Tillögur stjórnarinnar leggja áherzlu á síðari liðinn, en hafa afrækt að miklu þann fyrri; það liggur þessvegna í augum uppi, að stofnun og þróun spítala — og kenslumiðstöðvar í námunda við læknaskólann, sé óað- skiljanlegur og óumflýjanlegur hluti sér- hverrar skipulagningar á vettvangi heilbrigðismálanna fyrir fylkið í heild. Árið 1944 komst yfirumsjónarnefnd velferðarmála þannig að orði í skýrslu sinni um sjúkrahús í Manitoba: “Nýtízku lækningamiðstöð. skipu- lögð sem fræðslueining Manitoba há- skólans, læknadeildin, ásamt fræðslu og æfingu annara aðstoðar-sérfræðinga á sviði heilbrigðismálanna, ætti að vera grundvölluð og skipulögð með hliðsjón af framtíðinni, og engar frekari sjúkra- húsabyggingar í Winnipeg hinni meiri, ættu að vera heimilaðar fyr en sérstak- ar rannsóknir í þessum efnum hefðu verið gerðar og framtíðarskipulaginu 'hrundið í framkvæmd.” Nýlega hafa menn verið að spyrja á þessa leið: “Verður lækningamiðstöð- inni komið á fót?” Eg svara því þannig, að við þegar .höfum lækningamiðstöð í námunda við læknaskólann í Manitoba, sem dálítill hópur lækna stofnaði fyrir liðugum sextíu árum og gaf háskólan- um og fylkinu árið 1917. Þetta er frum- herja stofnun á vettvangi læknisfræði- legrar mentunar í Vestur Canada. í nágrenni við læknaskólann er Almenna sjúkrahúsið í Winnipeg, er telur 620 sjúkrarúm; af þessari tölu eru því nær 200 sjúkrarúm ætluð sjúklingum sem hvorki geta greitt fyrir sjúkrahúsvist, meðalalæknirrgu né uppskurði. Sér- fræðileg umönnun þessara sjúklinga, er kærleiksþjónusta, sem læknar og skurðlæknar sjúkrahússins láta í té. Samkvæmt lagafyrirmælum um legu kostnað, fær sjúkrahúsið greiddan ein- ungis helming af kostnaðinum við þessa sjúklinga, eða því sem næst, af hlutað- eigandi sveitarfélögum. í grend við áminst lækningahverfi, er stofnunin, sem gefur sig að rann- sóknum tæringarsjúkdóma; hún er starfrækt af heilsuhæla samlaginu í Manitoba; ennfremur sú stofnun er vinnur að rannsóknum og lækningum krabbameins; svo og sú deild, sem hefir með hönd- um gæzlu og athugun þeirra, sem sálsjúkir eru á byrjunar stigi, að viðbætt- um efnarannsóknarstofum heilbrigðismálaráðuneytis- ins. Almenni spítalinn í Winnipeg er nú að ljúka við skipulagn- ingu að fæðingarspítala í þessu umhverfi með 150 rúmum fyrir sængurkonur; það var lækninga- miðstöðin, eða forráðamenn ihennar, er frumkvæði áttu að hugmyndinni um þessa nýju byggingu; voru læknar á eitt sáttir um það, að vegna velferð- ar mæðra og barna, væri fæðing- arspítalinn með öllu óumflýjan- legur. Forráðamenn Almenna spít- alans hafa ákveðið að helga þenna nýja spítala “mæðrum í Manitoba.” Áætlað er að kostn- aðurinn við þessa nýju byggingu nemi $750,000. Frá upphafi vega hefir lækn- ingamiðstöðin notið örvunar og samúðarrrks skilnings af hálfu borgarstjórans og bæjarstjórn- arinnar í Winnipeg; þeim er það ljóst hve mikilvægt mál þetta í eðli sínu er, eigi aðeins fyrir í- búa borgarinnar, heldur og fyrir Manitobaháskólann sem miðstöð læknavísinda-kenslunnar. Almenni spítalinn fer ekki fram á neina gjöf af hálfu borg- arinnar, heldur einungis það, að hún ábyrgist skuldabréf hans, sem endurgreidd verða á all- löngum tíma; spítalinn hefir á- valt greitt lán í réttan gjarddaga, og má það að miklu þakka höfð- inglegum stuðningi af hálfu borgaranna. Þegar um hægist og aðstæður batna, verður Almenni spítal- inn til þess knúður, að rífa til grunna elztu parta byggingar- innar og koma á fót nýjum og fullkomnum byggingaálmum í staðinn, er séu eldtryggar og rúmi allar hinar nauðsynlegustu æfinga- og kenslustofur; frek- ari útvíkkun en þessa, hafa for- ráðamenn Almenna spítalans eigi í hyggju að sinni. Eg er sannfærður um að þið, sem borgarar þessa fylkis, og menn, sem teljast til iþess fél- agsskapar, er vakir yfir velferð almennings, fylgist með því af áhuga, hverju einn spítali hefir áorkað þessu fyrirhugaða al- mennings fyrirtæki til þróunar. Stofnun nýtízku barnaspítala í námunda við hinn nýja fæð- ingarspítala, veitir, aukinn húsa- kost fyrir sjúk börn. Þá er þess og vænst, að St. Joseph’s spítal- inn komi sér upp nýrri bygg- ingu í áminstu lækningahverfi í náinni framtíð. Framkvæmdarnefnd lækn- ingamiðstöðvarinnar, og þær stofnanir, sem nú starfa innan vébanda hennar, leita stuðnings almennings málinu til fulltingis, vegna þessara tveggja stofnana og þeirra annara kenslustofnana, er eiga munu mikilvægan þátt í stofnun og starfrækslu full- komins nýtízku spítala og traust- um samtökum kennslu- og vís- indalegra rannsókna. Lækningamiðstöðin skorar á fylkisstjórn og íbúa þessa fylkis, að bregðast vel við, og ljá mál- inu allan hugsanlegan fjárhags- stuðning. Kona kom til sóknarprests síns og bað hann um skírnarvott- orð yngsta barnsins síns. Presturinn (sezt og býr sig undir að fara að skrifa : “Látum okkur nú sjá Það er víst sá átjándi.” Konan (grípur fljótt fram í): “Nei, nei! Blessaður verið þér, prestur minn. Það er ekki nema fjórði krakkinn.” x Hún: “Að þú skulir ekki skammast þín, að koma heim undir morgun. Mér hefir ekki komið dúr á auga í alla nótt.” Hann: “Heldurðu kannske að mér hafi gert það, heldur?” Baráttan gegn engisprettunum Eftir Martin Thornhill höfuðsmann Innrásir feiknastórra engi- sprettahópa háfa stundum ógn- að efnahagslegu öryggi hálfs heimsins. Tólfta hvert ár eru þær langhættulegastar. Árið 1944 var eitt af þessum ár- um, og var því gerð stórfelld árás á heimkynni engisprettanna í Arabíu til að koma í veg fyrir, að þær legðu af stað <í hina venju- legu herferð sína um Litlu-Asiu til að éta þar allan gróður. Engispretturnar eru næstum ótrúlega stórvirkar við að eyði- leggja. Þær geta étið allan gróð- ur í stórum héruðum á nokkrum klukkustundum. Öldum saman hafa menn barizt við þessa plágu og alltaf beðið ósigur. Og það er ekki furða, því að einn hópur af engisprett- um getur dreift sér yfir a. m. k. 2000 fermílna svæði. Þar sem þær setjast éta þær allan gróður, hvert strá og hvert laufblað. Svo hefja þær sig til flugs aftur og setjast niður á nýjum stað. Einu sinni vildi svo heppilega til, að stormur feykti heilum hóp í sjóinn úti fyrir strönd Suður- Afriku. Hræjum kvikindanna skolaði að landi, og mynduðu þau fjögurra feta háan garð á átta kílómetra löngu svæði. — Á eynni Kýprus voru á einu ári um 60 miljónir engisprettna veiddar <í gryfjum og drepnar. Þar var Mka einu sinni eytt um 300 smálestum af engisprettum á sama ári. Árið 1915 varð Egyptaland fyr- ir verstu engisprettuinnrás, sem 'sögur fara af þar. Feiknalega miklar gryfjur voru grafnar, og veiddust í þær um 7866 milljónir af kvikindunum, og voru þau 13,500 smálestir að þyngd. Og þetta veiddist ekki á öllum inn- rásartímanum, en aðeins á ein- um kafla hans. Einstakir bændur beita oft frumlegum aðferðum í viður- eigninni við þennan sameigin- lega óvin. — Eg hef séð arabiska smábændur rífa sundur slétt og gljáandi myndablöð og leggja þau á jörðina fyrir framan akra sína til að koma í veg fyrir skríð- andi hópa engisprettna. Kvik- indin gátu ekki komizt yfir hál- ar síður myndablaðanna og sveigðu framhjá ökrunum, en eigendurnir krupu á kné og þökkuðu Allah. Á seinni árum hefur nýtízku- legri og öflugri aðferðum verið beitt í baráttunni gegn innrásar- seggjunum. Og vísindin voru næstum búin að sigra í þessari viðureign, þegar stríðið skall á. Snemma á árinu 1943 nálgaðist engisprettnatorfa, sem var um 80 km. að lengd, Qattarra í Egyptalandi og umhverfi. Tveggja þúsunda manna her réðst á kvikindin með eldspraut- ur að vopni og hrakti þau út í eyðimörkina. Þar dreifðu flug- vélar yfir þau eiturdufti. Vorið eftir var fyrsta stóra sóknin haf- in gegn engisprettunum. Skipa- kostur Bandamanna var naumur, og var því mjög áríðandi að herir þeirra í Norður-Afriku og Litlu- Asíu gætu sem mest búið að 'landbúnaðarframleiðslu þessara /landa að því er neyzluvörum við vék. En þá þurfti líka að tryggja, að engisprettur gerðu sem minnst tjón um sumarið. — Skordýrafræðingar höfðu fund- ið nýja engisprettnagróðrarstíu í afskekktum hluta Arabíu. Þangað voru fluttar afar miklar birgðir af eitruðu hveitihýði, og var því dreift um allt þetta land- svæði á meðan engispretturnar voru ófleygar. Kostnaðinn af þessari herferð greiddu stjórnir Bretlands, Sovétríkjanna, Afr- íku og Indlands í samvinnu við Litlu-Asíu ríkin. Það hefur löngum verið skoð- un manna, að tvær tegundir væru til af engisprettum, — önnur tegundin færi einförum, en hin í hópum. En nú er komið í ljós, að tegundin er aðeins ein, og að hópferðirnar stafa af Mfs- skilyrðunum. Þessi suðræna plága er mjög lík enskum engi- sprettum (grasshopper, en er miklu stærri. Þær suðrænu verpa eggjum sínum í sand, og eftir 4;--5 vi'kur koma ungarnir úr eggjunum. Þær eru Skaðlegar á öllum skeiðum ævi sinnar, — strax sem lirfur og svo á meðan þær eru ófleygir “unglingar” og ekki sízt þegar þær eru orðnar fullvaxta og fleygar. Á öðru ævi- skeiðinu, sem varir 4—6 vikur, fara þær á vergang í geysistórum hópum, oft margir kílómetrar að ummáli, og éta allt sem ætt er á vegi þeirra. Það var á þessu tímabili, að eitrað hveitihýði var lagt á veg fyrir þær. Eta þær það vegna vatnsins, sem það er bleytt í. Það er því áríðandi að útrýma engisprettunum á meðan þær eru að þroskast, og fyrstu frétt- irnar af góðum árangri nýtízku aðferða komu frá Austur-Afríku. Þar eyddi ein herdeild 526 hóp- um engisprettna með nýju eitri, sem nefnist D.N.O.C. Hóparnir komu frá Turkana í Kenía, og þúsundir smálesta af matvælum voru í hættu í Austur-Afríku. í herdeildinni, sem bægði þessum voða frá Austur-Afríku, voru 60 brezkir liðsforingjar, 2000 afrískir aðstoðarmenn og sjö sér- fræðingar. Herdeildin hafði 200 bíla. Tvær herdeildir voru sendar til Arabíu sumarið 1943. Báðar lögðu af stað frá Egyptalandi. 1 öðrum leiðangrinum voru 250 bílar. Honum stjórnaði Picka- vance majór frá Liverpool. Þessi herdeild ferðaðist um Palestínu, Sýrland og írak til Persaflóa og þaðan suður Arabíu. Hin herdeildin var undir stjórn Horsfalls majórs frá Wetherby. Fór hún yfir Sínaí-eyðimörkina til Araba og svo niður vestur- strönd Arabíu. í fararbroddi aka sérstakir leiðsagnarbílar til að stjórna fylkingum engisprettu- veiðimannanna um 8000 km. langa vegleysu öræfanna. H eimilisblaðið. Úr skólastíl: “Menn ættu ekki að reyna að gera allt, en ættu að gera einn hlut vel.— Kýr geta t. d. alltaf gefið mjólk en hænur geta það ekki. Þær kjósa heldur að verpa.” AGG0RDI0NS RENTED With Lessons New and Used Accordions for Sale TEACHERS OF SWING MUSIC • Piano Accordion—Piano • Guitars — Violin—Voice t Recordings made of your Voice or Playing Repairs, Cases, Music, etc. Gibson Guilars, Clarinets, Violins LOWE’S Accordion School 318 Kennedy St. Ph. 96 021

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.