Lögberg - 16.05.1946, Page 5

Lögberg - 16.05.1946, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. MAÍ, 1946 5 ÁHUGAMAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON VIÐTAL VIÐ MRS. ROOSEVELT Útdráttur úr “Can America Be Prosperous in a Sea of Human Misery” (Framh.) Fyrri kafli þessarar greinar er lýsing Mrs. Roosevelt á neyðar ástandinu í Evrópu. Hún ferð- aðist um og kynti sér aðstæður þar eftir föngum; Hún safnaði nöfnum fjölskyldna, sem þarfn- ast hjálpar, með það fyrir aug- um að koma þeim í samband við fjölskyldur í Bandaríkjunum, sem myndu vilja rétta þeim hjálparhendi. Hugmynd hennar er sú5 að koma sem flestum Am- erískum einstaklingum í persónu- legt samband við hjálparþurfa einstaklinga í Evrópu, þannig muni þeir gera sér ljósari grein fyrir því, hve hjálparþörfin er átakanleg og aðkallandi, og leggja sig fram til að bæta úr henni. Annað íhygglisvert atriði í þessari grein er afstaða Mrs. Roosevelt gagnvart Rússum. Þar, sem annarstaðar, kemur fram vúðsýni hennar, raunsæi og heil- 'brigð skynsemi. Hjá henni er ekki að finna hinar öfgakendu skoðanir og æstu tilfinningar, sem gera vart við sig hjá mörg- um, sem ræða eða rita um þessa slafnesku þjóð; hún hvorki hatar þá eða trúir á þá í blindni. “Hin eyðilögðu lönd verða að endurbyggjast,” sagði Mrs. Roose velt, “og eg held að okkur sé fyrir beztu að horfast í augu við þann sannleika, að ef við tökumst ekki á hendur forustuna við að endurbyggja og endur- reisa þessi lönd, mun Rússland gera það. Bretland getur áreið- anlega ekki gert það; það mun geta orkað sinni eigin viðreisn, °g gert það vel, en mun ekki hafa neitt aflögu til aðstoðar hinum löndunum. Ef við hjálp- um ekki þessum þjóðum, hver gerir það þá ef ekki Rússar?” “Ameríku þjóðin getur ekki vænst þess að fá að lifa á lítilli auðsældar eyju, mitt í hafi mann- legra hörmunga. Ef við reynum það, mun eitthvað hræðilegt henda okkur og við munum kaf- færast líka. Okkar stjórnarfyrirkomulag^og °kkar lífsspeki mun ekki virðast aðlaðandi fyrir annað fólk, ef við synjum því um vinsamlega hjálp; hvað fæðu snertir. Slíkt ftiyndi áreiðanlega gera það fólk að óvinum okkar og það myndi snúa sér til Rússlands, sem virð- ^st hafa meiri samúð með því í raunum þess.” “En takið eftir því, sagði Mrs. Roosevelt, “eg er ekki að segja neitt illt um Rffissland; nema iyrir stríðssókn þess, væri e.t.v. ekkert eftir af Evrópu í dag. Við verðum að muna það. Og ef til vhl—” hún hugsaði sig um dá- iitla stund, “ef til vill yrði það i^ússlandi til góðs, að taka að sér endurreisnar starfið. En ef við viljum ekki að þeir geri það, og við teljum okkur hafa eitt- hvað betra til að bjóða heimin- Uln, nú, þá er okkur betra að Vera viss um að leggja það fram, °g á þann hátt að við sýnum ^eyuiega vinsemd í garð annara PJoða, þegar þær eru í erfiðum ringumstæðum. ^ Enginn skyldi efast um það að einiurinn er nú í miklu öng- seiti; Evrópa er í molum; allar °ðir félagslegra samtaka og aglegs lífs eru farnar; þegar fólk horfist í augu við slíkt vonleysis ástand, er ekki líklegt að póli- tískar skoðanir þess haldist ó- breyttar. Munið það, að kjarni mótstöðuhreyfingarinnar gegn Nazistum í Evrópu voru pftast kommúnistar; þeir voru æfðir og vel agaðir. Rússar hafa, í raun og veru nóg á sinni könnu nú, að reyna að öðlast öryggi og betri lífskjör fyrir sitt eigið fólk; en ef við neitum að hjálpa hin- um, þá getur farið svo að Ev- rópa gangi kommúnismanum á hönd, sökum vanrækslu okkar.” 1 lok viðtalsins sagði Mrs. Roosevelt, “Eg vil leggja áherzlu á það við ykkur, að við höfum einnig skyldur að rækja gagn- vart Rússlandi. Þeir verða að endurreisa eyðilögð svæði í sínu eigin landi. Rússland hefir aldr- ei á þetta minst, en við megum ekki gleyma þjáningum fólks- ins þar, bara sökum þess að það kvartar ekki. Bak við margt af því, sem erfitt er að skilja í utanríkismála stefnu Rúlslands, hygg eg vera, hinir hræðilegu erfiðleikar fólksins þar. Eg tel það ekki tilhliðrunarsemi, að gera það sem réttlátt er, eða að viðurkenna lögmæta framsókn nokkurrar þjóðar. En — eg tel jafn þýðingarmikla, okkar eigin skyldu, að verja það sem okkur finst vera mannleg réttindi og verja þá lífsstefnu, sem við trú- um að menning og framþróun grundvallist á.” • Mitt fyrsta sumar í Ameríku Eftir Kristínu frá Watertown + (í síðasta kafla þessarar rit- gerðar lýsir höfundur uppskeru önnunum á Forbs heimilinu, en þar vann hún fyrsta árið eftir að hún kom til Ameríku; fanst henni mikið til um hvað þarna var björgulegt.) “Ó, eg vildi að eg gæti flutt litlu eyjuna í norður hafinu inn í hlýrra lofslag, svo fólkið gæti haft hveitilúku á haustin eins og aðrar þjóðir, en alt þetta hlýt- ur að breytast með tímanum,” hugsaði eg, “hið hlýja loftslag mun bráðum ná þangað; hinir síðustu verða kannské hinir fyrstu.” “Þessi verklega útsjón eru hyggindin, sem í hag koma(” var eg að hugsa, “eg vildi að ungir og efnilegir menn á Islandi kæmu til þessa lands til að læra jarð- yrkju og búfræði í stað þess að fara til Evrópu að læra þetta.” Því oft var það á gamla landinu, að efnilegir bændasynir voru sendir til útlanda að læra jarð- yrkju og búfræði; svo komu þeir til baka með verkfæri til jarðyrkju en þá varð ekkert úr lærdómnum. Þeir höfðu keypt sér frakkaföt utanlands, svo þeim fanst þeir vera orðnir höfð- ingjar, sem ekki þyrftu að vinna; vildu láta þéra sig og svo fram- vegis; en að vera þarfir menn, sem sýndu sjálfsafneitun til að hjálpa þjóðinni upp úr gamal- dags búskapar baslinu—'það vildu þeir ekki á sig leggja. En hvern- ig stóð á þessum heimsku hroka; því gat eg ekki svarað í það sinn. íslenzkir piltar eru þó eins efnilegir og Jói, Vill, Davi og Sam.” Þetta hugsaði eg þegar eg var að steikja og baka fyrir þreskjarana hjá Forbs. En seinna sá eg orsökina. Svona gekk það stundum til í kónga- löndunum. Sumir létu blindast af fölsku yfirlæti; það var angi af kóngadýrkun. Skáldið segir: Vesturheimur, veruleikans álfa, vonarland hins unga sterka manns. Fegursti frakki ameríska bónd- ans er kápa dugnaðarins, fóðruð með verkhyggni, skreytt með hagsýni. Það gerir bóndanum ekkert til þó að olíu blettur eða ryk af akrinum sjáist á gráu vinnufötunum, ef pyngjan í vas- anum er þétt, svo hann geti borgað skuldir sínar og skatta, aukið þægindin á heimilinu og búskapinn, og lagt til síðu fáein cent fyrir rigningar dagana, sem þeir kalla. Enda er bændastétt- in blómastétt landsins( þegar alt gengur skaplega. Líka hefir alt breytzt til batn- aðar á gamla landinu löngu síð- an. Menn hafa vaknað til hins verulega. Fyrirmyndar bú og búfræðingar eru nú í mörgum sveitum landsins, menn með dugnaði og hagsýni, sannri ætt- jarðarást, sem er sjálfsfórn. Og þeir menn, sem leggja fram krafta sína og hæfileika til að hjálpa þjóð sinni, meðtaka trúrra þjóna verðlaun, hér og síðar. Göfuglyndi, sjálfsfórn, réttvísi og manndáð eru fagrir steinar í forgarð guðsríkis á jörðunni, og eiga þar hlut að máli ekki síður konur en karlmenn, því Island á fjölda af dáðríkum konum sem eru að lifta þjóðinni verklega og siðferðislega. Þessi valkvendi bera í hjarta göfuga ættjarðar- ást, sem ekki hugsar um sjálfa sig, heldur fórnar sér fyrir ann- ara velferð. Þetta veglyndi safn- ar fjársjóð á himnum því “dyggð er lífsins brú(” segir skáldið. Það sem stundum vantar í þjóðrækni og ættjarðarást ein- stakra manna þar heima, er óaf- vitandi sjálfselska, sem eins og bindur land og þjóð í böggul við brjóst sér, en lítur köldu horn- auga til annara þjóða. Þetta kaldlyndi þarf að útrýmast svo ekki skemmist hið góða mál- efni, sem allir hugsandi menn eru nú að vinna fyrir — alheims- friðurihn. Menn hljóta að skilja að smá- þjóðir drekka menningu sína og menntun frá stærri þjóðum, og allar stórþjóðir líta hýru auga til eylandanna og meta þau, sem gimstein í tölu þjóðanna. Ferða- mönnum til Islands finst þeir vera komnir í friðsælt heimkynni með skáldlegum unaði, og ís- land á marga vini meðal ferða- manna. Islenzkir Ameríkumenn sem ferðast til íslands, bera landi og þpóð ljómandi sögu; framfarir sýnilegar á öllum svið- um; torfbæir umbreyttir í timb- urhús; ógreiðir vegir að sléttum brautum; blómleg tún gróin upp úr móum og holtum; allskonar ræktun af skógi, blómum og garðjurtum eru að breiðast út um landið. En það bezta er það að fólkið, sjálft hefir losast úr þröngsýnis fjötrum; hugsana lífið komið á hærra stig; straumur af sannri siðmenning hefir þvegið burt ryk af gamaldags ófrelsi og fölsku yfirlæti; fólkið á stórbæunum hefir lært lítillæti og sanna kurt- eisi, sem sýnir öllum jafnt, vin- samlegt viðmót, en á smábæun- um hafa menn lært einurð og sjálfstæði ásamt hinni góðu gömlu gestrisni og hjartahlýju, sem alstaðar kemur fram og ein- kennir íslenzku þjóðina. Allt þetta er innilegt gleðiefni öllum ættjarðarvinum. (Framh.) Dómari: “Hvernig stóð á því, að þér skiptuð yður ekkert af því og skárust ekki í leikinn, þegar maðurinn réðst á tengda- móður yðar.” Kærði: “Mér fannst það ekki viðeigandi, að tveir karlmenn færu að ráðast á eina konu.” ER BOLINN í KAUPHALL- AR RÚGNUM DAUÐUR? Lesandinn mun ef til vill minnast drauma-greinar minn- ar hér í blaðinu laust eftir s. 1. áramót, þar sem eg spáði því samkvæmt draumi, að rúgurinn myndi fara upp í $2.30 mælir- inn, og ekki liðu margar vikur þangað til að hann náði þessu marki, og þegar eg sá í blöðun- um að maí-mánaðar rúgur var kominn upp í $2.30 áleit eg að hámarkinu væri náð, en þá dreymir mig enn, kunningja, sem fæst talsvert við kaupsýslu. Mér þótti að hann klappa á koll- inn á mér og segja, “Jæja, Stef- án minn, nú ætla eg að leggja alla mína peninga í rúg-kaup, því að enn fer verðið hækkandi.” Eg átti erfitt með að trúa þessu þá í bili, en ekki leið á löngu að verðið fór enn hækkandi og langt yfir $2.30. Það má vera að draumgjafinn hafi ekki viljað hafa . töluna hærri en $2.30 þegar mig dreymdi drauminn í fyrra sumar, hefir ef til vill á- litið að eg myndi ekki leggja trúnað á drauminn ef að talan væri mikið hærri. Eg vil geta þess að síðustu mánuði og miss- iri efir mig oft dreymt stór naut, venjulega eitt í sinn( en nautið er á kauphallar-máli, tákn styrk- leikans, eða verðhækkunar. Það var um miðjan apríl s. 1. að mig dreymir enn naut, en það var fjörminna en þau sem mig hafði áður dreymt um, og eftir nokkra stund sé eg djúpa gjá rétt fyrir neðan hól, sem það stóð á; þyk- ist eg þá vita að það eigi að verða forlög þess að falla í gjóna, og fyrirtýna lífinu. Svo liður og bíður, þangað til aðfaranóttina hinn 3. maí, þá dreymir mig að eg er að berja á nauti með sleggju svo að það fellur til jarðar. Næstu nótt sé eg að nautið er steindautt; gengur þá einhver að því, og sker það á kviðinn, tekur úr því innýflin og sýnir mér, til merkis um að nú sé nautið áreiðanlega stein- dautt og úr sögunni. — Eg geng nú ekki lengur úr skugga um það að nautið sé dautt, og eg ræð þessa tvo síðustu drauma fyrir allmiklu verðfalli á kaup- hallar-rúgnum, og það virðist í sjálfu sér ékkert óeðlilegt, þar sem rúgverðið er langtum hærra en hveitiverðið. Það er öfugt við það sem átti sér stað fyrir stríðið; þá var rúgverðið all- mikið fyrir neðan hveitiverðið, eða rúmlega 60 cents mælirinn, en nú er rúg-mælirinn hátt á þriðja dal,—það er geysi 'hátt verð, og sannarlega verður nautið að rísa upp frá dauðum( ef að rúgverðið á að fara hærra en það sem nú á sér stað. Vancouver, B.C., 7. maí 1946. Frú Vimmel er að tala um nýjan hatt. Vimmel segir ekki annað en þetta eina orð: “Aft- ur?” En samt eykst þetta orð af orði, þangað til frúin segir þyrkingslega: “Svona hefði hann Jónas aldrei farið með mig!” “Má eg vera laus við það,” segir Vimmel, gramur, “að alltaf sé verið að minna mig á fyrir- rennara minn í hjónabandinu?” “Hm!” segir frúin neyðarlega um leið og hún kveikir sér í vindlingi: “Viltu helciur að eg tali um eftirmanninn?” FISHERMEN! GRAYMARINE DISTRIBUTORS At Your Service • GRAYMARINE ENGINES • MARINE HARDWARE • MICHIGAN PROPELLERS • PUMPS - SHAFTING And all other things marine • DEFFERRED PAYMENTS IF DESIRED Call, Write, or Wire PRATT MARINE & ManuSacturíng Itd. 290 Fort St. Ph. 98 626 Stefán B. Kristjávjson. ÞESSAR COMBINES SPARA PENINGA FYRIR YÐUR! The COCKSHUTT SP-112 Harvester Combine Einn maður - - - ein bifvél - - - auðveld í meðförum Hin sjálfknúna SP-112 Cockshutt Harvester Combine, sparar meiri vinnu og peninga en nokkur önnur vél, sem þið getið keypt; hún reyn- ist fullnægjandi við uppskeruna án utanað komandi hjálpar . . . hún er fljótvirkari, betri og ódýrari. Þessi sterka vél, með öllum sínum mörgu sérkostum, styttir uppskerutímann ... og kemur korninu fljótar í kornhlöðu, en Iþekt er með öðrum aðferðum. The COCKSHUTT No. 7 Harvester Combine Nýtur forustu meðal þeirra combine, sem ganga fyrir dráttarvélum. The Cockshutt No. 7 Combine hefir ó- viðjafnanlega kosti til þreskingar vegna “Straight Line” gerðar með 30" cylindra og aðgrefnara. Þetta er afar sterk combine, bygð til þess að afkasta meiri vinnu en aðrar vélar svipaðrar tegundar. Fáið alt hugsanlegt gagn út úr dráttarvélastyrk yðar með að nota Cockshutt No. 7 Harvester Com- bine. See Your AUTHORIZED COCKSHUTT DEALER Today! COCKSHUTT PLOW COMPANY LIMITED 8MITH FALL8 RP AIMTPORn WINNIPEQ RECINA CALQARY MONTREAL TRURO Dr»#^lNÍ « ■ •» L/ SASKATOON EDMONTON

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.