Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 1
PHUINIÍ 21374 iT<U»e . w\ V>^Ve. 0« «S&6* I,a>lTl<i<'rer íftS*’ S A Complete Cleaning Institution PHONE 21374 .ers *& " I,a«n<ler A Cob plete Cleajiing’ Institution 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 6. JNÚÍ, 1946 NÚMER 23 Ræðumenn íslendingadagsins á Mountain 17. júní Dr. Richard Beck BRÝN OG BRENNANDI ÞÖRF Að því er nýlegar fregnir frá Aþenuborg herma, þarf gríska þjóðin að fá sextíu og tvær þús- undir mánaðarlega af aðfluttu korni til þess að koma í veg fyrir hallæri; þær þjóðir sem teljast mega aflögufærastar varðandi út- flutning korns, eru Canada og Bandaríkin, og hefir sú fyrnefnda sent Grikkjum all mikið af korn- vöru án þess að krefjast endur- gjalds; þó er það nú sýnt, að bet- ur má ef duga skal; gríska þjóð- in er samt sem áður engin und- antekning, að því er viðkemur matvælaskortinum, því núkvæm- lega er eins ástatt um margar aðrar Norðurálfuþjóðir og þjóð- irnar, sem byggja Asíu. Sérhver sú þjóð, sem einhverju hefir að miðla, verður að rétta fram örláta hjálparhönd, því líknarþörfin er brýn og brenn- andi. FUNDIN BÖRN Á síðastliðnum fimm mánuð- um hafa komið í leitirnar á Þýzkalandi 10,000 börn, sem Nazistar höfðu hernumið og kom- ið á kné; barnaleitin fór fram undir umsjá líknar- og viðreisn- ar nefndar hinna Sameinuðu þjóða. NÝTT VERKFALL HAFIÐ Naumast hafði deiían í lin- kolanámum Bandaríkjanna fyr verið leyst, en verkfall við harð- kolanámurnar var hafið; er það að mestu bundið við Pennsylvan- íuríkið, og nær til 75,000 manna; er þetta verkfall, eins og hið fyr- fyrnefnda, grundvallað á kröfu um nokkura kauphækkun, en þó eigi síður varðandi bætt vinnu- skilyrði og félagslegt öryggi. LANDSKJÁLFTI Um þúsund manns hafa látið lífið af völdum nýlegra lands- skjálfta á Tyrklandi; eignatjón hefir orðið geisimikið. Mest varð um tjónið af völdum landskjálft- ans í hinum eystri fylkjum lands- ins. Rauði Krossinn hefir þegar sent til landsskjálftasvæðanna lækna, hjúkrunarkonur og ó- grynni af sjúkrabirgðum. Hon. Niels Johnson ÓÁNÆGJA VIÐ BEVIN Utanríkisráðherra Breta, Ern- est Bevin, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir; stafar þetta af afstöðu hans til Franco- stjórn- arinnar á Spáni; hinn vinstri fylkingararmur verkamanna- flokksins krefst þess að stjórnin rjúfi þegar fulltrúasambönd við einræðisstjórn Francos, en slíku tjáist Bevin mótfallinn og segist vera þeirrar skoðunar, að slík að- ferð myndi leiða til þess að styrkja Franco fremur en veikja í pólitískum skilningi; verður afstaða Bevins því furðulegri sem vitað er, að sérstök nefnd úr öryggisráði hinna sameinuðu þjóða telur stjórn Francos skað- lega heimsfriði, og mælir með því að allar sameinuðu þjóðirnar rjúfi við hana fulltrúasambönd fyrir lok næstkomandi septem- ber mánaðar. All öflug fylking úr þingflokki verkamanna krefst þess, að Bev- in leggi niður embætti hið bráð- asta. KOSNINGAR Á FRAKKLANDI Síðastliðinn sunnudag fóru fram almennar þingkosningar í Frakklandi, og lauk þeim á þann veg, að enginn stjórnmálaflokk- ur fékk nægilegt þingfylgi til þess að mynda stjórn upp á eig- in ábyrgð, og verður því ekki um annað að ræða en myndun samsteypuráðuneytis; flokkur hinna svonefndu lýðveldissinna hlaut flest þingsæti, eða 160 þing- menn; næst kom flokkur Komm- únista og svo jafnaðarmanna- flokkurinn; kosningar þessar voru sóttar af miklu kappi, og urðu nokkrar róstur í ýmsum hinna stærri borga; allir foringj- ar meginflokkanna náðu kosn- ingu. Við oktoberkosningarnar í fyrra varð Kommúnistaflokkur- inn liðsterkastur. Talsvert er talað um það, að svo geti farið að deGaulle verði falin myndun nýs ráðuneytis. KCSNINGAR Á ÍTALÍU Á sunnudaginn fóru fram þing- kosningar á ítalíu, er snerust að mestu um það hvort stofna skyldi lýðveldi, eða halda áfram kon- ungsættinni við; úrslit eru enn eigi að fullu kunn, en benda til þess, að þjóðin muni vera hlynt lýðveldisstofnun. Séra E. H. Fáfnis VERKFÖLLIN í CANADA Verkfallið við timburfram- leiðsluna í British Columbia stendur enn yfir og er enn ófyrirsjáanlegt hvenær því muni ljúka. Dómsforsetinn í yfirrétti fylkisins, sem stjórnin fól málamiðlun á hendur, hefir lagt til að kaup verkfallsmanna verði hækkað um 15 cents á klukkustund, og þykir líklegt að vinnuveitendur muni ganga að þeirri uppástungu; verkfalls- menn hafa enn eigi haldið fund til þe&s að íhuga tillögu dómsfor- setans. Fátt nýtt hefir gerst í háseta- verkfallinu í Austur Canadá þessa síðustu daga. En nú er í ráði að verkamálaráðherra sam- bandstjórnar kveðji báða aðilja til fundar við sig í Ottawa á mánudaginn með það fynr aug- um, að koma á málamiðlun. Nokkrir verkfallsmenn hafa verið teknir fastir, og hefir það að vonurn reitt stéttarbræður þeirra til reiði. VINNUDEILA LEYST Á miðvikudaginn í fyrri viku lauk hinu mikla og langvinna verkfalli þeirra manna, er störf- uðu við námugröft linkola 1 Bandaríkjunum; fengu nárnu* menn all miklar kjara- og rétt- arbætur; kaup þeirra var hækk- að um $1.85 á dag, og samtökum þeirra tryggt það öryggi, sem fram á var farið. • Foringi námu- manna samtakanna, John L. Leæis, barðist eins og víkingur fyrir áminstum kjarabótum, enda fylgdu námumenn honum óskift- ir og einhuga að málum. RÓSTUSAMT Undanfarna daga hefir verið næsta róstusamt í Jugoslavíu; hefir það nú kornið upp úr kaf- inu að leynilegur Fasistaflokkur hafi verið að verki í landinu, og hafa margar handtökur þegar farið fram. Bretar eru ekki sem ánægðastir við stjórn Titos hers- höfðingja og saka hana um and- úð í þeirra garð. Tito mótmælir þessu og segir að Bretum komi það ekki lifandis vitund við hvernig Jugoslavía hagi stjórn- arháttum sínum. Bretar hafa lánað Jugoslavíu stórfé og sent henni mikið af matgjöfum; það sýnist því ekki nema eðlilegt, að þeir vilji að þjóðin sýni þeim fulla vinsemd. Vilhjálmur Stefánsson: Framtíð Norður- heimskauts- iandanna Grein sú, sem hér fgr á eftir, er þýdd úr “World Digest.” Fjallar hún um tilraunir sovét- vísindamanna ag verkfræöinga til hagnýtingar á hinum norð- lægu landssvæðum og Norðurís- hafinu. Höfundur greinar þess- arar er hinn heimsfrægi Vestur- íslendingur, landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson. Hið nýja bjartsýnistímabil varðandi möguleika til hagnýt- ingar á Norðuríshafinu, er hefur verið að renna upp undanfarin fjörutíu ár, hefur mótazt eink- um af tvennu, — öðru mjög al- heimslegu fyrirbæri, hinu nokk- uð staðbundnu, — þ. e. a. s.: framþróun þeirri, sem leitt hefur til þess, að flugtækni hefur nú náð fram úr siglingatækni, — og af stefnu Sovétsambandsins varðandi norðlæg lönd þess og sjóinn umhverfis þau. Áætlanir um flugferðir yfir Norðuríshafssvæðin eru nú svo alkunnar, að hægt er að segja þær í stuttu máli og án þess að það þurfi að kosta deilur. Bæk- ur, tímarit, dagblöð, útvarp og samtöl manna á meðal koma jafnan inn á umræðurnar um “hina stóru hringleið,” og alkunn ugt er, að stytzta leiðin frá Egyptalandi til Kaliforníu ligg- ur loftleiðis um ísland. Það er nú á hvers manns vörum, að taka verður örlítinn krók til suð- urs en ekki til norðurs, ef koma á við í Alaska í beinni flugferð frá New York til Chunking, — og að nokkurra mílna flug til vinstri á beinni flugleið frá Chi- cago til Calcutta gerir ferða- mönnum mögulegt að fljúga beint yfir Norðurplinn skömmu áður en þeir eru hálfnaðir á leið- inni. Nú er rétt að taka nokkrar aðrar stacjreyndir til viðbótar með í reikninginn: að flugerf- iðleikar yfir Norðuríshafinu eru að jafnaði ekki meiri en á ýmsum flugleiðum, sem nú eru farnar reglulega á tempraða beltinu,— að 90% af öllum íbúum jarðar býr norðan við miðjárðarbaug,— og að flestar helztu borgir ver- aldar eru nær Norðurheims- skautsbaug heldur en miðjarðar- baug. Með þetta í huga getur hverjum verið ljóst, að hægt er að koma á þéttriðnu neti af flug- leiðum um eða í nánd við Norð- uríshafssvæðið í framtíðinni, jafnframt því sem öll viðskipti eru samhæfð á norðurhluta tempraða beltisins, og sambandi komið á milli hinna fjölmennu og dreifðu byggða norðurhjarans. Allt þetta hlýtur að grípa hvern þann, sem hugleiðir mögu- leika flugsamgangnanna. Annað stórt atriði er stefna Sovétríkj- anna varðandi Norðuríshafs- löndin. Stefna þessi var mörkuð í þeim fyrstu fimm ára áætlun- um, og þá einkum í þeim hluta, er fjallar um yfirstjórn Norður- íshafsleiðarinnar. Sú stjórn hafði ekki einungis á árunum fyrir stríð yfirumsjón með siglingum um þetta svæði, heldur einnig landnámi og verklegum fram- kvæmdum, svo sem námu- vinnslu, jarðrækt, skógarhöggi, vegagerðum, virkjunum og sam- göngumálum á öllu svæði norð- (Frh. á hls. 8) Mynd þessi er átakanlegur vottur um hina hrýnu þörf, sem á þvi er, að senda munaðarleysingjum í Norður- álfunni allan þann fatnað, sem frekast er kostur á. SÖNGUR MIRIAM Tekinn úr “The Robe,” hls. 306—321. Eg þolinmóð beið þín, minn lífsins Herra hár. Þú heyrðir mín andvörp og sást mín æskutár. Þú söngljóðið blést mér í sálu mína inn, mitt svar var : “Eg kem til þín örugg, Herra minn!” Til mín er í Bók þinni margvíslegt skráð, sem mér boðar vilja þinn, kærleik og náð. Mig gleður af hjarta að gjöra vilja þinn, og geyma mér í sálu þitt lögmál, Drottinn minn ! Ó, send öllum ljós, þeim er sitja myrkrum í .— í svörtum dauðans skugga — gef vonarljós á ný, sem lýsa sérhvers fótmál, er leitar ljóss um svið að lífsins sönnu farsæld — í Kærleik og Frið. S. B. BENEDICTSSON. Til hjónanna, Hjálmars og Thóru Jósephson, í tilefni af gullbrúðkaupsdegi þeirra, þ. 16. maí 1946. Dagur er enn um ykkar lönd þótt æfinni taki að halla — Þið sjáið gullna sólskins rönd Signa gróður valla. Þið hafið leiðst um æfiár að þeim geisla bjarma, við sælubros og sorgar tár, og sigrað lífsins harma. Slík er ykkar auðnu sól með ylinn minninganna — Það sem aldrei úti kól undir sköflum fanna. — Þið hafið haldið hljóðlátt skeið. ei hirt um fagurgala — með samhug starfað lagða leið og látið verkin tala. Mála sannast, svo er bezt, sæmd og gleði, og friður — að vera svona, í sátt við flest, sinnar gæfu smiður. • Með kærri þökk fyrir allar þær ánægju stundir sem við höfum með ykkur notið. Sigbjörn og Anna Sigbjörnsson. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.