Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINM 6. JNÚÍ, 1946 8 “Hvergi ánægjulegra að vera náttúruskoðari en á íslandi” Dr. Sigurður Þórarinsson segir frá ferðum sínum og öskulagarannsóknum I sumar er leið mátti sjá grann- vaxinn mann með rauða prjóna- húfu á höfði, sveitast við að grafa holur niður í jörðina á hinum ótrúlegustu stöðum úti um land. Það hefði í fyrstu get- að hvarflað að kunnugum, er sáu til ferða þessa manns, hvort þar myndi kominn einn þeirra álfa er þjóðsögurnar segja að ,gengið hafi ljósum logum héx* * fyrr á öldum. Svo var þó eigi. Þessi^ maður var Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur í ákafri leit að gömlum öskulögum. Eins og kunnugt er hóf hann ösku- lagarannsóknir sínar á árunum fyrir stríð. Skrifaði doktorsrit- gerð um þær í Svíþjóð á stríðs- árunum og tók svo til óspilltra málanna þar sem fyrr var frá horfið þegar hann kom heim til fslands í stríðslok. Þjóðviljinn hefur beðið hann að segja frá rannsóknum sínum sl. sumar og fer frásögn hans hér á eftir: — Aðaltilgangurinn með ferð- um mínum í sumar um landið var að halda áfram þeim rann- sóknum á öskulögum í íslenzkum jarðvegi sem við Hákon Bjarna- son höfðum unnið að sumurin fyrir stríðið og byggja upp ösku- lagatímatal (tefrokranologi) fyr- ir ísland. Doktorsritgerð mín er eg varði við háskólann í Stokk- hólmi vorið 1944 var byggð á þesum rannsóknum og var aðal- efni hennar að reyna að sanna að byggðin í Þjórsárdal hefði eyðst af gosi úr Heklu eða Hekl- usvæðinu sumarið 1300. Öskulag það, sem þá myndað- ist er Ijóst að lit, þ. e. líparítaska, og teljum við Hákon að það sé sama lag og finna má í jarðvegi víðast um norðurland. Má telja fullsannað, að um vesturhluta Norðurlands er um sama öskulag að ræða, í Þingeyjarsýslum þarf nákvæmari rannsókn en hingað til hefur verið gerð til þess að úr því verði skorið með vissu, hvort efsta ljósa lagið er hið sama og í vestursýslunum. Byggðin á Hrunamannafrétti eyddist af sama gosi og Þjórsdalur. — Þar er ráða má af útbreiðslu öskulagsins sem eytt hafði Þjórs- árdal að það hefði lagst þykkt yfir Hrunamannaafrétt lék mér hugur á að athuga hvort byggð sú er þar var til forna hefði sætt sömu örlögum og Þjórsárdalur. Eftir að hafa skroppið upp í Þjórsárdal seint í júní, og athug- að öskulögin þar að nýju, fór eg upp á Hrunamannaafrétt og hafði til fylgdar Guðna bónda á Jaðri. Við athuguðum m. a. rúst- irnar á Laugum og Þórarins- stöðum og sýndi það sig, að bær- inn á Þórarinsstöðum var hul- inn sama vikurlagi og huldi bæ- inn á Stöng og að rústirnar voru álíka vel varðveittar. Fræddi eg Kristján Eldjárn frænda minn á þessu er eg kom til Reykjavík- ur> og fór hann ásamt nokkrum sjálfboðaliðum og éróf upp bæj- arrústirnar síðar um sumarið, naeð ágætum árangri. Má nú telja nær fullsannað, að þessi bær og að líkindum fleiri bæir þarna hafi farið í eyði samtímis og Þjórsdalur, eða árið 1300, ef tímatal mitt er rétt. Um miðjan júlí fór eg snögga ferð til Norðurlands í öskulaga- rannsóknir. Eg komst ekki aust- ar en í Fnjóskadal og á því eftir að fyigja ljósa laginu um mest- 311 hluta Þingeyjarsýslna. Gosið árið 1300 kom úr Heklu- toppi eða Sauðafellsvatni. — Eins og eg áður nefndi, er vitað að ljósa öskulagið sem eyddi Þjórsárdal er frá Heklu- svæðinu, en eftir var að athuga hvort það væri úr toppgígum Heklu eða öðrum gígum. Á Heklusvæðinu er, sem eðlilegt er, fjöldi öskulaga, bæði ljósra og dökkra, og létt að rugla þeim saman ef ekki er vel að gáð. Eg fór í sumar hringferð kringum Heklu, frá Landi upp í Land- mannahelli, þaðan yfir Laugar og Torfajökul niður á Þórsmörk og svo upp um Rangárvelli. Á þessari ferð sannfærðist eg um að ljósa öskulagið sem eyddi Þjórsárdal er ekki komið austan frá Torfajökulssvæðinu, eins og sumir hafa getið sér til. Upptök þess eru annaðhvort í Heklu- toppi eða Sauðafellsvatni, sem liggur um 7 km. norður—norð- austur af Heklutindi. I kring- um Sauðfellsvatn eru tvö ljós lög ofarlega í jörðu, eru þau geysiþykk. 1 Ófærugili eru þau tveggja til þriggja metra þykk og í því efsta finnast vikur- kögglar sem eru um hálfur metri í þvermál. Geta því gosstöðv- arnar ekki verið þar langt frá, en austur af Bjöllum, nær miðja vegu milli Heklutinds og Sauða- fellsvatns, hafa fallið ennþá stærri vikurstykki og getur því alveg eins verið að gosið hafi komið úr Heklutoppi. Verður ekki fyllilega úr þessu skorið nema með nánari rannsókn. Rannsókn á afbrotum öræfajökuls. — Fórstu ekki fleiri rannsókn- arferðir í sumar? — Þann 10. ágúst flaug eg til Hornafjarðar og fór síðan land- veginn vestur yfir Skaftafells- sýslur. — Hver var tilgangur þeirrar farar? — Sú ferð var farin bæði til að athuga breytingar þær sem orðið hafa á jöklunum síðan eg dvaldist austur þar 1936-- 1938, og svo til að athuga ösku- lög, einkum öskulög frá Öræfa- jökli. — í fylgd með mér var Þórhallur Þorgeirsson banka- maður og var hann mér góð hjálp við öskulagarannsókninn- ar. — Hvað hefurðu svo um Ör- æfajökul að segja? — Öræfajökull hefur gosið tvisvar í stórum stíl síðan sögur hófust. Hið fyrra gosið var um miðja 14 öld og er talið að þá hafi Litla-hérað og Ingólfshöfða- hverfi lagzt að mestu í eyði. Síð- ara gosið var 1727 og olli mikl- um skaða í Öræfum. Um alla Skaftafellssýslu má ofarlega í jarðvegi sjá ljóst vikurlag. Við Hákon höfðum talið sennilegt að það væri frá gosinu 1727, en at- huganir mínar í sumar sýndu að svo er ekki. Þetta ljósa lag er frá gosinu um miðja 14. öld. Eru margra metra þykkir skaflar af þessum vikri sums staðar í Öræf- um, og er gosið áreiðanlega eitt hið allra mesta öskugos sem orð- ið hefur hér síðan sögur hófust. Óvœnt athugun. Árið 1727 hefur öræfajökull gosið svörtum vikri, þ. e. basalt- vikri. Hefur það talverða vís- indalega þýðingu að geta fært sönnur á þetta, því að það var áður álit jarðfræðinga að sama eldfjall gysi ekki bæði ljósum og dökkum vikri. Er nú engin ástæða til að efa að Hekla hafi einnig getað gosið bæði ljósum og dökkum vikri og að ljósa lag- ið frá árinu 1300 geti verið úr Heklu-toppi, enda þótt. fjallið síðan hafi aðeins gosið dökkum vikri. 1 Öræfum er fjöldi öskulaga og munu flest stafa frá Vatna- jökuls gosum, en mest ber, auk ljósa lagsins, á tveimur dökkum lögum ofarlega í jarðvegi. Eru þau grófari en önnur lög þar. Hið efra er frá Skaftáreldum 1783, hið neðra frá gosinu 1727. Hef eg fylgf þeim báðum vestur á Síðu og þynnist neðra lagið eft- ir því sem vestar dregur og fjær öræfajökli. Gildi öskulagarannsóknanna til skilnings á sögu þjóðarinnar. — Hvaða þýðingu hafa slíkar öskulagarannsóknir ? — Jú, þar er því til að svara, að þær hafa margskonar þýðingu, bæði jarðfræðilega, sögulega og fornfræðilega. Fyrir eldfjallafræðing er þýð- ingarmikið að geta rakið gosferil hinna einstöku eldfjalla sem lengst aftur í tímann. Með hjálp öskulagarannsóknanna er t. d. hægt að ganga úr skugga um ’hvort útsloknað eldfjall eins og Snæfell, hefur gosið eftir Jökul- tímann eða eigi. Einn af meginþáttum í sögu okkar þjóðar er barátta hennar við náttúruöflin, við eld og ís og óblíða veðráttu. öskulögin eru mjög þýðingarmikil “doku- ment” um þessa baráttusögu. Af þeim getum við ráðið nokkuð um stærð hinna einstöku gosa og um það hverjum skaða þau muni hafa valdið byggðum lands- ins. Við getum fundið gos sem hvergi er getið í skrifuðum heim- ildum, o. s. frv. Því fleiri öskulög sem hægt er að aldursákvarða því betri möguleika höfum við til aldurs- ákvörðunar á bæjarrústum og hverskonar öðrum fornleifum sem íslenzk mold geymir. Finn- ist t. d. í Austur-Skaftafellssýslu ljósa vikurlagið úr Öræfajökli ofan á bæjarrúst, þá er þar með vitað að sú bæjarrúst er frá því fyrir miðja 14 öld. Aldursákvarðanir á öskulög- um skapa og möguleika til að rekja sögu jarðvegsmyndunar og uppblásturs, þ. e. sögu barátt- unnar um gróðurmoldina, síðan land vort byggðist. Það er þeg- ar komið í ljós að jarðvegsmynd- un var víða um land mörgum sinnum hægari framan af þjóð- veldistímanum en nú, og að hún hefur aldrei verið hraðari en síðustu öldina. Þetta þýðir að landið var til forna jarðvegi og gróðri hulið að miklum meiri hluta en nú er og að uppblástur var þá mjög lítill, en jókst svo smátt og smátt og hefur aldrei verið meiri en síðustu öldina. Þess má og geta að aldurs- ákvarðan íslenzkra öskulaga gæti haft þýðingu fyrir rann- sókn á jarðvegsmyndunum á Færeyjum, Bretlandseyjum og Skandinavíu. Vitað er um átta íslenzk gos síðan sögur hófust, þar sem askan hefur borizt til einhverra áður greindra lands- svæða. Árið 1783 féll svo mikið af Skaftáreldaösku í Skotlandi að hún spillti uppskeru. Væri hægt að finna það öskulag þar í jarðvegi gæfi það góða hug- mynd um hraða jarðvegsmynd- unar þar um slóðir. Öskulagarannsóknirnar og rannsóknir á botnlögum hafanna. — Þess skal að lokum getið að særiski haffræðingurinn, pró- fessor Hans Petterson, hefur bent á það í ritdómi um ösku- lagaritgerð mína, að öskulaga- tímatalið muni geta haft mikla Þýðingu við rannsókn á botnlög- um úthafanna. Nýlega hefur hann, ásamt sænskum verkfræð- ingi, búið til tæki sem getur tekið upp allt að 20 metra langa kjarna úr botnlögum djúphaf- anna. Er það geysimikil fram- för frá því sem áður var, því allt fram yfir 1930 var ekki hægt að ná nema nokkurra desimetra löngum kjörnum. Með sérstakri tegund grunnsökku, sem amer- íski jarðeðlisfræðingurinn Pig- got konstrúeraði í kringum 1930, náðust 2—3 m. langir kjarn- ar úr botni Norður-Atlantshafs- ins, og í þeim voru greinileg öskulög. Eru líkur til að sum þeirra a. m. k. séu úr íslenzkum eldfjöllum, og væri hægt að á- kvarða aldur einhverra þeirra fengjust þýðingarmiklar upp- lýsingar um hraða jarðlagamynd- unar á botni Norður-Atlanzhafs. Tíminn og tækin af skomum skammti. — Hvað viltu segja fleira um rannsóknarferðir þínar og úr- vinnslu efnisins. Náttúrufræðirannsóknir verða ekki framkvæmdar eingöngu með því að viða að sér efni sum- armánuðina. Meginhluti jarð- fræðirannsóknanna, sem og ann- ara náttúrufræðirannsókna, er úrvinnsla, sem þarf að fara fram að vetrinum. En til þess þarf bæði tíma og tæki. — Og hvernig er með tímann? — Tíminn fer mest í að vinna fyrir daglegu brauði og okur- leigu. — Og tækin? —Ekki til. Varla nokkur tæki til jarfræðirannsókna eru fyrir hendi í landinu eins og stendur. Vonandi er að í sambandi við byggingu náttúrugripasafns verði eitthvað bætt úr þessari þörf. Hvergi ánœgjulegra að vera náttúruskoðari en á Islandi. — Hvernig er viðhorf fólksins úti um landið til “náttúruskoð- ana” eins o gþín? — Fólkið lítur mann góðu auga — nema þegar spáð er gosi. Hér er t. d. miklu meiri áhugi á slíkum málum en í Skandinavíu þar sem eg hef ferðazt á sumrin. íslenzk alþýða er miklu forvitn- ari og áhugasamari um náttúru- fræði en alþýða annara Norður- landa. Einnig er hún miklu fróðari um þau mál. — Hverjar telur þú ástæður til þess? — Hér á landi hafa menn orðið að berjast við óblíða náttúru, og íslenzk náttúra er miklu áhrifa- ríkari skóli en í veðurblíðari löndum. Að öllu samanlögðu hygg eg að hvergi sé ánægju- legra að vera “náttúruskoðari” en einmitt hér á íslandi. Sunnudagur, febr. 1946 GAMAN 0G ALVARA Ölvaður maður stoppaði leigu- bíl, steig upp í hann, féll út um hinar dyrnar, sneri sér að bíl- stjóranum og sagði: “Og hvað verður þetta mikið?” * Síðustu orð merkra manna eru ósjaldan skráð og geymd í bókum og blöðum. Hér fylgja síðustu orð óþektra náunga úr ýmsum löndum: “Réttu mér eldspýtu, eg held að benzíndúnkurinn sé tómur.” “Mikið eru þessar kökur harð- ar, ástin mín.” “Við skulum sjá, hvort hún sé hlaðin.” “Þér 'liggur ekkert á, járn- brautarlestin fer lúshægt.” “Heyrðu, tengdamamma, — heldurðu ekki að tími sé kom- inn >til að fara að fara heim til þín.” “Réttu mér flöskuna, eg skal gá hvað það er.” “Auðvitað var eg úti með kon- unni þinni, þér kemur það ekk- ert við.” “Sjáðu þegar eg steypi mér af brúnni.” “Líttu út um gluggann. Ef þú hallar þér örlítið lengra, hlýturðu að sjá hana.” Business and Professional Cards DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslml 95 826 Heimills 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœ/Hngur i ausrna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUIL.DINQ Cor. Portag-e & Main Stofutlmi 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur ( augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 93 851 Heimaslmi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK* íslenzkur lyfsali Fólk getur panta(5 meCul og annað með póstl. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsimi 26 444 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Slmi 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30.877 Viðtalstlmi 3—5 efUr hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offiee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Phone 31 400 DR. J. A. HILLSMAN Electrical Appliances and Surgeon Radio Service Furniture and Repairs Morrison Electric 308 MEDICAL ARTS BLDG 674 SARGENT AVE. Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknlr For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Ledgja hús. Ot- vega peningalán og elds4byrgð. bifreiða4byrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sími ”98 291 ------------------------1 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG * Phone 98 211 Manager T. R. TIIORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Phone 49 469 Radio Service SpeciaUsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 helldsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 365 Heima 55 462 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative Phone 97 291 Legsteinar, sem skara fram úr. Úrvals blúgrý'ti og Manitoba marmari. Skrifiö eftir veröskrá Gillis Quarries, Limited 1400 SPRUCE ST. SlMI 28 893 Winnipeg, Man. PRINCEÍÍ MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.