Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JNÚÍ, 1946 Úr borg og bygð Mrs. Helga Goodman, ekkja Jóns Goodmans málara, lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni á fimtudaginn þann 23. maí s. 1. Útför hennar fór fram frá Bardals, laugardaginn þann 25. maí. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. Fimm böm hinnar látnu eru á lífi, Mrs. Margrét DesBrisay, Mrs. H. T. Decatur, Walter, Matt- hías og Victor. x A. T. Kristjánsson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Friðrik Kristjánsson, lauk við nýafstaðin háskóla- próf þriðja bekkkjar prófi í lög- um; er hann frábær námsmaður og hlaut í ár tvenn námsverð- laun. + Þar sem eg í dag verð húsnæð- islaus, verður áritun mín fyrst um sinn c/o Lögberg, 695 Sar- gent Ave., Winnipeg. Winnipeg, 1. júní 1946. Þ. Þ. Þorsteinsson. + Leikfélag frá Lundar sýnir leikinn “The Second Wife” i samkomusal Sambandskirkjunn- ar í Winnipeg, 14. júní n. k. Leikurinn hefur nú verið sýndur að Ashern og Woodlands og tvisvar á Lundar, alstaðar við ágæta aðsókn. Til dæmis voru rúm 400 við síðari leiksýning- una á Lundar. Leikurinn verður sýndur und- ir umsjón Leikfélags Sambands- safnaðarins í Winnipeg. Aðgangur 50c fyrir fullorðna. 4* Gefið í “Save the ChilcLren Fund’’ — Mr. og Mrs. C. Paulson, Ger- ald, Sask., $10. Eg hefi sent þessa upphæð til Canatjian Com- mittee, Save the Children Fund, 113 Maitland St., Toronto.l, Ont. Eg vil hérmeð þakka af alúð öllum þeim vinum sem ótil- kvaddir hafa sent tillag í þenn- an ofangreinda sjóð. Einnig vil eg nota þetta tækifæri til þess að þakka S. B. Benedictssyni fyrir hið gull-fagra kvæði sem hann orti í tilefni af þessari líknar- starfsemi, og sem birtist í “Lög- bergi.” Eg er þess viss að kvæð- ið hefir átt stóran þátt í því að draga athygli fólks að þessu nauðsynja fyrirtæki og verið því hvatning til þess að styrkja það eftir megni.. Með innilegu þakklæti, Hólmfríður Daníelson. + Gefið í Byggingarsjóð Bandalags Lúterskra kvenna— Senior Ladies’ Aid, Fýrst Luth- eran church, Wpg. $50; Junior Ladies’ Aid, First Lutheran church, Wpg., $50; Mrs. Bertha Laxdal Curry, Calif., $50; Mr. and Mrs. A. S. Bardal, Wpg., $25; samskot á samkomu Bandalags- ins í Argylebygð, $101; Mr. J. Ragnar Johnson, Toronto, $25; Ladies’ Aid “Björk,” Lundar, Man., $15; Ladies’ Aid “Undina,” Hecla, Man., $15 í minningu um látna félagssystur, Mrs. Stefaníu Helgason. Safnað í minningar- sjóð Víðinesbygðar (Húsavík), $225 sem verja á til þess að leiða ljósin inn í sumarbústaðinn, og er frá þeim sem hér greinir: Mr. og Mrs. Th. Sveinson, $20 í minningu um Albert og Elínu Thiðrikson; Bjarni Árnason, Sel- kirk, $10 í minningu um Ingi- björgu Árnason; Mr. og Mrs. K. Sigurdson, $20 í minningu um Albert og Elínu Thiðrikson, og Svein og Signýu Sigurdson.; Mr. og Mrs. S. A. Albertson, $10 í minn. um Albert og Elínu Thiðr- ikson; Mrs. J. J. Johnson, $1; Mr. og Mrs. S. Anderson, $5 í minn. um Albert og Elínu Thiðrikson og Bjarna og önnu Pálmason; Mr. og Mrs. G. Borgfjorð, Wpg. Beach, $2; S. Borgfjörð, Wpg. Beach, $1; Mrs. H. Anderson, Wpg. Beach, $10 í minn. um Har- ry Anderson; Mrs. C. P. Albert- MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja 1 Séra Valdimar J. Eylands, prestur. Hvítasunnan í Fyrstu Lútersku Kirkju Winnipeg Árdegisguðsþjónustunni á hvítasunnudaginn, 9. júní, verður útvarpað frá fyrstu lútersku kirkju. Um þrjátíu ungmenni verða fermd, og að þeirri athöfn lokinni fer fram altarisganga. Guðsþjónustan hefst kl. 11 (D.S.T.) og fer fram á ensku.— Kl. 7 e. h. fer fram hátíðar- guðsþjónusta á íslenzku, með að- stoð eldri söngflokksins. + Árborg-Riverton prestakall— 9. júní — Arborg, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. 16. júní—Geysir, messa kl. 8.30 eftir hádegi. B. A. Bjarnason. + Gimii Prestakall — Sunnudaginn, 9. júní — Gimli, ferming og altarisganga, kl. 2 e. h. (fl. t.). Bæði málin verða brúkuð. Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. . + Guðsþjónusta, ferming og alt- arisganga í Lútersku kirkjunni á Lundar, kl. 2. e. h. á hvítasunnu. R. Marteinsson. * Lúterska kirkjan í Selkirk— Hvítasunnudag, 9. júní: Ensk messa og ferming ung- menna, kl. 11 árdegis. íslenzk messa og altarisganga kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir! S. ólafsson. son, $10 í minn. um Carl P. Al- bertson; Mr. og Mrs. S. Arason, $10; Mr. og Mrs. E. Bessason $2; Willi og Keli Palmason, $5; Mrs. V. Sveinson, Camp Morton, $5 í minn. um Elínu Thiðrikson; Mr. og Mrs. S. Martin, $5 í minn. um Elínu Thiðrikson; Mr. og Mrs. E. Thorsteinson, $10; Mr. og Mrs. A. Thorsteináon, $10; Mr. og Mrs. S. J. Albertson, $5 í minn. um Carl P. Albertson; Guðrún Hannesson $5; Mr. og Mrs. J. Holm, $5; Mr. og Mrs. A. V. Holm, $5; Mrs. Johnson og Mrs. T. B. Arason, $20 í minn. um Ingibjörgu Mjófjörð; Mr. og Mrs. P. Sveinson, $5; Mrs. H. Kernested $5; Mr. og Mrs. K. V. Kernested, $3; Mr. og Mrs. J. Sigurdson, $10 í minn. um Svein og Signýu Sigurdson; Mr. og Mrs. J. Hjörleifson, $1; Alexander Anderson, Wpg. Beach, $5; Kven- félagið “Sigurvon,” $50. Meðtekið með kæru þakklæti. Hólmfríður Daníelson. 86‘ Garfield St., Winnipeg. + Þeir Halldór M. Swan, Guð- mundur Johnson, Steindór Jak- obson og Benedikt Ólafsson, lögðu af stað á sunnudaginn var í mánaðarferðalag suður um Bandaríki. . + Mrs. D. S. Curry frá San Diego, Califomia, dvelur í borginni um þessar mundir. Frú Valborg Aylwin frá Ot- tawa, er nýlega komin til borg- arinnar ásamt tveimur börnum sínum, hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Charles Nielsen. + Mr. Halldór M. Swan verk- smiðjueigandi, hefir verið kjör- inn lífstíðar heiðursforseti Win- nipeg Archery klúbbsins. “RIT OG RÆÐUR” Svo heitir bók sem er nýút- komin á kostnað Lúterska kirkju félagsins. Er hér um að ræða úrval úr ritverkum séra Jóns Bjarnasonar; er bókin um 300 blaðsíður að stærð, og hin prýði legasta að öllum frágangi. Er bókin gefin út með tilliti til þess að nú eru hundrað ár liðin frá fæðingu séra Jóns. Verð bókar innar er $3.50 og fæst hún hjá féhirði kirkjufélagsins og Davíð Björnson, bóksala. + Látinn er nýlega hér í borg- inni Þóroddur Halldórsson kaup- sýslumaður. Útför hans fór fram frá Sambandskirkjunni á mánudaginn. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. * Til meðlima St. Heklu, I.Q.G.T.: Næsti fundur stúkunnar verð- ur haldinn á venjulegum stað og tima næsta þriðjudag, 11. þ. m. St. Skuld og allir G. T. boðnir og velkomnir. Framtíð Norðurheim- skautalandanna (Frh. af bls. 1) anvert við 60° norðl. br., en þar var um að ræða land, sem að flatarmáli er svo að segja jafn- stórt Bandaríkjum Norður-Am- eríku. Finnum nú líkingar og and- stæður í stefnu Sovétsambands- ins annars vegar og Bandaríkj- anna og Kanada hins' vegar, varðandi þetta mál. Árið 1938, aíðasta árið fyrir stríð, flugu innan við tuttugu flugvélar alls úr Alaska eða Canada norður yfir Norðurheimskautsbaug, — samtals ekki meira en 10,000 mílur í loft^ norðan við bauginn. Flestar voru þetta einhreifla flugvélar, engin meira en tveggja hreyfla. Þetta sama ár flugu hátt á annað þúsund vélar í Sov- étríkjunum norður fyrir baug- inn, sumar fjögurra hreyfla. Gizkað er á, að hver þeirra hafi að meðaltali flogið 5,000 mílur norðan við bauginn, og þar með að minsta kosti 5,000,000 mílur alls á móti 10,000 mílna flugi Bandaríkj amanna. Fyrir norðan bauginn höfðu Sovétríkin fyrir stríð ca. 60 “ís- hafs-stöðvar,” þar sem fram fóru mjög nákvæmar og vísinda- legar rannsóknir. Á þessu svæði geta Bandaríkin einungis sýnt það, að presbyterianska kirkjan hafði einu sinni lækningastöð og nokkrar lærðar ihjúkrunar- konur á Point Barrow, og sam- band kanadiskra kirkna hélt uppi tveim eða þrem læknum og ekki meira en tólf æfðum hjákrunarkonum á svæðinu norðan við bauginn. Þetta getur Ameríka komið með á móti Sovj- etríkjunum, er á sínu íshafssvæði hafa skipulagðar sveitir frægra lækna, landfræðinga, segulfræð- inga, veðurfræðinga, dýrafræð- inga, jurtafræðinga, sérfræðinga í lífi neðansjávar, og fjölda mannfræðinga. Að öllum þeim meðtöldum, sem Bandaríkin og Kanada sendu til herþjónustu norður fyrir bauginn á árunum fyrir stríð, voru þeir ekki nema nokkur hundruð að sumrinu og örfáar tylftir að vetrinum. Frásögn fréttaritara, er Times í London sendi til Sovétríkjanna árið 1936, var á nokkuð annan veg, eins og nafn bókar hans ber með sér, en hún hét “Fjörutíu þúsundir við íshafið.” Með stríðinu hefur sú tala áreiðanlega margfaldast. Sovétríkin hafa gefið tvær höfuðskýringar á stefnu sinni varðandi norðrið. í fyrsta lagi er það skoðun íbúa Sovétsam- bandsins, að hagnýting íshafs- landanna geti orðið sambærileg við landnám Ameríku. í öðru lagi er afstaðan hernaðarlegs eðlis. Á tímabili fyrstu þriggja fimm ára áætlananna bjuggust Sovétríkin jafnan við árás frá Japönum í austri og fannst þeir þurfa að eiga aðra samgönguleið til áusturs en þá, sem lá nærri Japan. Auk járnbrautarinpar, sem gekk allt árið eftir endi- langri Síberíu, vildu Sovétríkin koma á samgöngum að sumrinu milli Atlantshafsins og Kyrra- hafsin á gufuskipum, — norð- austur-sjóleiðin, er þeir kölluðu jafnan íshafsleiðina. Vert er að geta þess, hvernig íshafsleiðin hefur heppnazt. Það orð, sem lýsir bezt öllum tækni- legum framförum er ekki bar- átta, heldur hagnýting. í stað þess að hugsa eingöngu um það, hvernig forðast megi óþægindi hins langa vetrar, reyna braut- ryðjendurnir nyrzt í Sovétríkj- unum að finna út, á hvern hátt sé beinlínis hægt að hagnast á vetrarkuldanum. 1 stað þess að fárast yfir jöklunum, reyna sovj- et-flugmenn að gera sér grein fyrir því, hversu hamingjusam- ir þeir eru að hafa þá sem lend- ingarstaði á klettóttum og illum lendingarsvæðum eins og til dæmis Franz Josef-eyjunum. 1 stað þess að kveina yfir því, þótt árnar séu ísi lagðar marga mán- uði á ári, telja sovétverkfræð- ingar það einmitt mjög heppi- legt, vegna þess að þá séu þær fyrirtaks þjóðvegir, þar sem sleðar og járnbrautarvagnar, sem dregnir eru af traktorum, halda uppi föstum áætlunar- ferðum hálft árið á milli hafn- anna við norðurströndina og innanlandsins. Þessar flutning- aleiðir eru venjulega ca. 2000^ mílna langar á fljótum eins og Ob, Lena og Yenesei, en ca. 1000 mílna langar á smærri ám. í stað þess að hafa hugann bundinn við það, þótt iarðveg- urinn sé gaddfreðinn allt að hundruðum feta í jörð niður, eru vegagerðarmennirnir þat harð- The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 SPARIÐ/ PERTH’S Geymsluklefar loðföt yðar og klæðis- yfirhafnir PHONE 37 261 Eftir trygðum ökumanni PERTH’S 888 SAHGENT AVE. FIRE SALE OF SHERWIN WILLIAMS AND MARTIN SENOUR PAINTS and SIMS’ BRUSHES We still have a considerable stock of interior and exterior paints, enamels, varnishes, shingle paints, decotint and flint from the Saskatoon salvage stock. A Wonderful Opportunily to save on High Grade Paints We are a 1 s o offering Barrett’s Roofing Paper, plastic cement and Ever- jet black shingle paint at • great bargain prices, from their St. Boniface fire of last fall. Come — Take Advanlage WtSíERN SALVAGE CO. 87 KING ST. PH. 29 009 (2 Iíoors North Cor. McDermot and King.) ánægðir yfir þessari ágætu und- irstöðu undir vegi, flugvelli, járnbrautir o. fl., þar sem litlu þarf við að bæta til þess að allt þetta sé komið upp. Sovétsambandið hefur sett sér hagnýtinguna að marki og miði hvað snertir norðlægu héruðin, og endirinn verður sá, að á hin- um norðlægu sléttum getur hafzt við fjöldi manns, a. m. k. sam- bærilegur á við þann fjölda, sem nú byggir Tadzhik-lýðveldið í Sovétsambandinu, en það er á- líka fjölmennt og Utah-fylki í Bandaríkjunum. Ef að hægt verður að byggja norðnð og haldast þar við, veldur það þátt- askiptum í sögunni. Fyrir for- göngu Sovétríkjanna myndi nást sams konar árangur í Am- eríku, og þar með nást lengra í áttina til þess, að jörðin verði hagnýtt af manninum. Bandaríki Norður-Ameríku og Kanda verða að hafa forustu í því að athuga, hvort lífsskilyrði norðursins geta fallið Engilsöx- um. Ef að reinzlan sýnir, að þeir geta hafizt handa um sams konar og Sovétríkin hafa gert, geta þessi þrjú ríki gregið fram í dagsljósið notagildi Alaska, tveggja þriðju-hluta hins norð- læga Kanada, og norðurherming allra Sovétríkjanna en þar með myndi vera numinn nýr heimur, — tvisvar sinnum á stærð við Bandaríkin. Alþýðubl., 4. maí. NEWELL’S FAMOUS PILE SALVE Full Treatment ............... Herb Tea for LiVer, Kidneys and Bowels ...................... Newell’s Arthritis and Rheumatism Liniment ...................... $5.00 $2.00 $2.00 Sold at All Stores or Direct at NEWELL’S HEALTH CLINIC 505 KENSINGTON BLOCK WINNIPEG SAIR’S selja GOODYEAR HJÓLBARÐA GEGN AFBORGUNUM ! Skilmálar að fyrirmælum Verðlagsnefndar SAIR'S TIRE EXCHANGE GRAHAM AT GARRY ORÐSENDING TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI: Munið að senda mér áskriftargjöld að blöðunum fyrir j júnílok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 25.00 árangur- inn. Æskilegast er að gjaldið sé sent í póstávísun. BJÖRN OUÐMUNDSSON, Reynimel 52, Reykjavík. Saga VESTUR ISLENDINGA Þriðja bindið af Sögu íslendinga í Vestur- heimi eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, er nú nýlega komið út, mikil bók og merk, 407 blaðsíður að stærð, og í fallegu bandi. Þetta er bók, sem verðskuldar það að komast inn á hvert einasta og eitt íslenzkt heimili í þessari álfu; bókin kostar póstfrítt $5.00. Bókin fæst á skrifstof- um Lögbergs og Heimskringlu, og einnig í Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Win- nipeg; svo og hjá útsölumönnum í hinum ýmsu bygðarlögum. SUNRISE CAMP HUSAVIK, MANITOBA CAMP SCHEDULE— July lst and 2nd—B.L.K. members and friends. July 3rd, 4th and 5th—Ministers’ retreat. July 5th and 6th—Sunday School Teachers’ Rally. July 7th—Dedication of Camp. July 9th to 19th—Leadership training for young peo- ple over confirmation age. July 14th—Öpen Camp. July 20th to 28th—Mothers with children under 8 years of age. July 29th to Aug. lOth—Girls 8 to 14 years. Aug. llth to 21st—Boys 8 to 14 years. Aug. 21st to 30th—Adults. FEES— Teachers: $3.00 for 3 days. Ministers $3.00 for 3 days. Seniors over 14 years—$8.00 for 10 days and $7.00 if more than 1 from family. Adults $8.00 for 10 days. Juniors, 8 to 14 years, $7.00 for 10 days (and $6.00 if more than one from family). Mothers including children — under 8 years, $1.00 per day. Applications to be sent to MRS. A. H. GRAY 1125 Valour Road, Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.