Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 6
u LÖGBERG, FIMTUDAGDíN 6. JNÚÍ, 1946 Margrét Werner Morgundagurinn, stm þau bæði höfðu þráð svo mjög, rann upp, skær og fag- ur. Sólin skein í öllum sínum ljóma, og angan blómanna fyllti loftið, og him- ininn svo heiður og fagur-blár. Lafði Newton fór ekki ofan til morg- unverðar, og Ethel var uppi hjá móður sinni. Eftir morgunverðinn, beið Ralph, ó- þolinmóður eftir að mæta henni, en það var ekki lengi þar til hann sá hana koma; hún var í hvítum kjól, með blátt band um mittið. Hann mætti henni í samkvæmis salnum. “Viltu koma út í blómagarðinn, Miss Newton?” spurði hann. “Þessi morg- un er svo fagur, og þú lofaðir mér hálf- tíma samtali. Taktu ekki bók með þér til að lesa. Þú verður að beita allri eft- irtekt þinni að því sem eg ætla að segja, því eg hef sögu að segja þér.” Hann gekk við hlið hennar í gegn um lystiskóginn þangað sem sást útá stöðuvatnið, og vatnaliljurnar vögguðu sér á sólgylltum vatnsfletinum. “Við skulum fara inn í listigarðinn,” sagði Ethel, “það er of heitt hér í brenn- andi sólargeislunum.” “Eg veit af fögrum stað, hérna niður við lækinn; við skulum koma þangað. Eg get betur sagt þér sögu mína þar.” Þau gengu í gegnum listigarðinn og niður á árbakkann, þar sem Margrét, fyrir ekki löngu síðan, hafði setið hjá Ralph, og fagnað yfir hamingju sinni. Skuggar trjánna lágu yfir þessum stað, og vatnið í ánni söng sitt skvampandi lag. “Þetta er indæll staður,” sagði Ethel Newton. Grös og jurtir sveigðust hægt fyrir hlýrri golunni, og Ralph bar hátt yífir sefgrasið, eins og konungur í há- sæti. “Þú skalt vera drottning,” sagði hann, “og eg að koma með bón mína fram fyrir þig. Þú lofaðir að hlusta á sögu mína; og nú skal eg stgja þér hana.” Þau sátu nokkrar mínútur þegjandi. Ef hugur og hjarta Ralphs hefði ekki verið eins heillað af annari mynd, hefði hann veitt meiri eftirtekt hve fríð og falleg Ethel var. Sólargeislarnir skinu á hana milli laufanna á trjánum, og köstuðu yndisljóma á andlit hennar, hið fagra, flaxandi hár og tignarlega vöxt, en Ralph veitti því enga eftirtekt. Hann sá ekki hina hvítu nettu fingur, sem fitluðu, eins og í hugsunarleysi við blómin sem voru hjá henni; hann sá ekki hennar titrandi varir, ekki heldur þann ástar blossa, sem var í augum hennar. Hann bara sá og hugsaði um Margréti. “Eg sagði þér í gærkveldi, Miss New- ton að eg væri engin mælskumaður. Þegar mér liggur eitthvað þungt á hjarta, á eg erfitt með að koma orðum að því” byrjaði hann að segja. “Allar djúpar tilfinningar láta lítið á sér bera,” sagði Ethel. “Mælska er ekki ávalt merki alvarlegs lundarlags.” “Bara ef eg gæti verið þess viss, að þú viljir skilja mig, Miss Newton — að þú viljir sjá og skilja ástæðuna. sem eg get varla gert grein fyrir sjálfur! Þar sem eg nú sit hér í þessu dýrðlegasta sólskini, er mér erfitt að gera mér ljóst, hversu svart það ský er, sem hangir yfir mér.” Hún sat þegjandi og sleit blöð af blómunum, og fleigði þeim út í ár- strauminn. “Fyrir þrem mánuðum,” sagði Ralph, “kom eg heim til Elmwood. Foreldrar mínir voru í heimboði á Pine Hall. Eg var þreyttur eftir langa og erfiða skóla- veru og var ekki eins og eg átti að mér; svo eg kaus að vera einn heima í ró og nwði. Einn morgun var eg að ganga í lystigarðinum; eg vissi ekki hvað eg átti að taka mér fyrir htndur. Þar sá eg — nú vantar mig orð, Miss Newton — þá fríðustu stúlku, sem eg hafði nokkurntíma séð, eða gat hugsað mér.” Hann sá að Ethel misti blómin sem hún hélt á og bar hendina upp að enninu, eins og hún vildi skýla fyrir andlit sér. “Er þetta of frekt?” spurði hann. “Nei,” svaraði hún rólega, “haltu sög- unni áfram.” “Mælskumaður gæti betur en eg, lýst hennar aðdáanlega sakleysis blæ og andlits fegurð fyrir þér, hinum bros- hýru spékoppum í kinnum hennar, hinu dökka,mjúka og glansandi hári sem lá ofan á hennar snjóhvíta enni, hennar fögru og mildu augum. Eg get einungis sagt þér að eftir að eg hafði séð hana nokkrum sinnum, varð eg ástfanginn af henni, og hún sömuleiðis af mér; hún heitir Mrgrét Werner.” Ethel hreifði sig eki og sagði ekkert. Ralph sá að roðinn hvarf úr kinnum hennar, og varirnar titruðu. “Eg verð að hraða mér með að segja þér það sem eftir er,” sagði Ralph. “Hún er ekki það sem maður kallar hefðar kona, né af háum stigum. Faðir hennar býr í dyravarðanstofunni hérna, og er þjónustumaður föður míns. Hún er alveg ókunnug öllum heldrimanna- siðum. Hún hefur enga mentun, aldrei fengið neina upplýsingu í einu né neinu; en málrómur hennar er sem indælasta músík, og hlátur hennar sem hljómur frá silfur klukkum. Hún er sem bjart- ur, heiðskýr apríl mánaðar dagur, bros og tár, sólskin og regn — þið eruð svo líkar; eg veit ekki hvort eg elska hana meira, þegar hún brosir eða grætur.” Hann þagnaði, en Ethel sagði ekki eitt einasta orð; en hún hélt annari hendinni fyrir andlit sér. “Mér leizt svo fjarska vel á hana, og eg sagði henni það. Eg bað hana að verða konan mín, og hún lofaði því. Þegar faðir minn kom heim frá Pine Hall, bað eg um samþykki hans, en hann bara hló að mér. Hann vildi ekki trúa því að það væri alvara mín. Eg þarf ekki að segja þér meira af sam- tali okkar. Foreldrar mínir komu því svo fyrir, að Margrét mín var send í burtu. Ungur bóndi, sem elskaði hana og vildi giftast henni kom, og vildi troða illsakir við mig út af henni. Hann sór að Margrét skyldi verða konan sín. í deilunni við mig, opinberaði hann það leyndarmál, hvar Margrét væri niður komin; og það vissi eg auðvitað ekki áður; svo tg fór þangað til að finna hana.” Ethel hreifði sig ekki, og sagði ekki eitt einasta or. “Eg fór strax á stað tii að sjá hana, og er eg kom þangað sem hún var, leið henni svo illa, en svo fögur í sorg sinni og ást, og svo trúföst, og svo fegin að sjá mig, svo eg gleymdi öllu sem eg hefði átt að muna og hugsa um, og eg giftist henni.” Ethel stóð upp og gaf frá sér lága og sársaukakenda stunu. “Þú tekur þetta nærri þér.” sagði hann, “en Miss Newton, hugsaðu um hana, svo unga og svo göfuga! Vildir þú hafa neytt hana til að giftast bónd- anum, sem hún gat ekki felt sig við né elskað. Hvað annað gat eg gert til að frelsa hana?” í sinni bitru sorg og vonbrigðum, gat Ethel ekki annað en dáðst að hugrekki Ralphs, og hreinskilni. “Eg giftist henni, og það er minn ó- hagganlegur ásetningur að vera henni trúr,” sagði hann. “Eg hélt að faðir minn mundi samþykkja giftinguna og fyrirgefa mér; en eg er hræddur um að sú von sé ekki til neins. Síðan að eg giftist, hefur hann sagt mér, að ef eg yfirgæfi ekki Margréti, vilji hann aldrei framar sjá mig fyrir augum sér. Eg hef á hverjum degi síðan, ætlað að segja honum hvað eg hef gert, en það hefur altaf komið eitthvað fyrir, svo eg hef ekki getað gert það. Eg hef ekki séð konuna mína síðan daginn sem við vor- um gift; hún er í Litde Valley. Miss Newton, vertu nú vinur minn, og hjálp- aðu mér!” Ethel var nógu huguð og stilt til að haldá harmi sínum í skefjum, að því sinni. Síðar gat hún gefið sorg sinni lausan tauminn. Nú sem stóð varð hún að snúa öllum huga sínum til hans. “Eg vil g^ra allt sem er í mínu valdi til að hjálpa þér,” sagði hún í mildum róm. “Hvað get eg gert?” “Móðir mín heldur svo mikið uppá þig,” sagði hann, “hún hlustar á það sem þú segir. Þegar eg segi henni frá giftingunni, viltu þá leggja gott orð til með Margréti? Móðir mín tekur það til greina, se mþú segir.” Við þessa beiðni hans, komu titrandi sársauka-drættir á hið rólega andlit Ethel. “Ef þú heldur að það sé hyggilegt, að óviðkomandi manneskja blandi sér inn í svo viðkvæmt málefni, þá skal eg gera það; en lofaðu mér að leggja þér eitt ráð. Segðu báðum foreldrum þín- um frá því á sama tíma, en dragðu það ekki, því hvert augnablik er þýðingar mikið í þessu máli.” “Hvað heldurðu um það sem eg hef gert, Miss Newton; hef eg gert rétt eða rangt?” “Spurðu mig ekki að því,” svaraði hún. “Jú, eg ætla að spurja þig að því sem vin minn. Segðu mér, hef eg gert rétt eða rangt?” “Eg get ekki sagt annað en það sem mér finst,” svaraði Etheí, “og eg held að þú hafir gert rangt, en reiðstu mér ekki. Á undan öllu öðru er sæmd og heiður, sem verður að sitja í fyrirrúmi fyrir ást og kærleika. Á vissan hátt hef- urðu fellt skugga á þig með þinni heimulegu giftingu; það var á móti vilja og vitund foreldra þfnna að þú giftist stúlkunni, sem þau höfðu forboðið þér að giftast, og þó giftist þú henni, og það á leynilegan hátt.” Ralph brá litum við að heyra það sem hún sagði svo hægt og rólega en svo ákveðið. “Eg hélt að eg væri að gera mann- legt verk með því að giftast Margréti. Hún átti engan annan að í erfiðleikum sínum, nema mig.” “Frá vissu sjónarmiði séð, getur það hafa verið mannlega gert af þér,” sagði Ethel. “Þú hefur sýnt göfgi í því, og ekki tekið tillit til þín sjálfs. Gefi Guð að þú verðir hamingjusamur í þessu hjónabandi!” “Hún er ung og móttækileg fyrir á- hrifum,” sagði hann; “mér er svo auð- velt að fá hana til að hugsa eins og eg. Þú lítur fjarska alvarlega út, Miss New- ton.” “Eg er að hugsa um þig,” sagði hún í mildum róm; þetta lítur mjög alvar- lega út. Fyrirgefðu mér — varstu fylli- lega sannfærður um, að öll lífs ham- ingja þín stæði á því, að þú giftist henni? Ef svo er, þá þarf eg ekki að segja meira. Þetta er ólíkt hjónaband, nokkuð sem er andstætt öllum almenn- um venjum.” Þetta var það sama sem faðir hans hafði sagt. “Segðu föður þínum strax frá því,” sagði Ethel. “Þú getur aldrei stigið það spor til baka, sem þú hefur nú stigið, og óskar þess kannske heldur aldrei, en faðir þinn verður að fá að vita eins fljótt og mögulegt er, hvað þú hefir gert á bak við hann.” “Viltu reyna að fá móðir mína til að láta sér þykja vænt um Margréti?” sagði hann. “Já, eg vil reyna það,” svaraði Ethel. “Þú hefur gefið mér góða lýsingu af henni; mér finst sem eg sjái hana, eftir því sem þú hefur lýst henni. Eg skal tala um fríðleik hennar, yndisleik, blíðu og kurteisi.” “Þú er sannur vinur,” sagði hann þakklátlega. “Gerðu þér ekki miklar vonir um þau áhrif sem eg get haft á foreldra þína í þessu máli,” sagði Ethel. “Þú veröur að búa þig undir að taka afleiðingunum með ró og stillingu. Hreinskilnislega skal eg segja þeim, að þú hafir gert rangt, því þú hefir táldregið þig með fölskum riddaralegum ímyndunum. Maður getur verið hraustur og hugaður, en það er kannske erfiðast af öllu að læra, að bera afleiðingarnar af sjálfs manns yfirsjónum, án þess að kveinka sér. Það verðurðu að gera. Þú mátt ekki hopa til baka; þú verður, sem mað- ur og hetja, að taka afleiðingunum, hverjar sem þær verða.” “Eg er reiðubúinn að gera það,” sagði Ralph, og horfði á hana; hann óskaði með sjálfum sér að Margrét gæti talað við sig, eins og þessi göfuga stúlka, slík orð sem hún sagði gátu gert hvern mann að hétju. Svo hugsaði hann um hvernig Margrét æfinlega brast í grát, er eitthvað hrygði hana, og lagði hand- leggina um hálsinn á sér. “Við skulum ávalt vera vinir, Miss Newton,” sagði hann, “hvað svo sem fyrir kann að koma, vona eg að þú bregðist mér ekki.” “Eg skal vera vinur þinn, meðan eg lifi,” sagði Ethel, í einörðum og mildum róm, og rétti honum hendina. “Þú hefir borið svo mikið traust til mín — eg gleymi því aldrei. Eg er vinur þinn og Margrétar.” Hún sagði þetta svo mildilega, að Ralph gat ekki varist brosi. “Margrét yrði hrædd við þig, hún er svo óframfærin og feimin.” Nú sagði hann Miss Newton frá hin- um, saklausa einfaldleik í framkomu hennar, og hve hún elskaði allt í nátt- úrunni, en sagan kom altaf að því, að hún elskaði hann umfram allt annað. Hann hafði enga hugmynd um hversu mikið Ethel leið, við að heyra hann tala um elskulegu konuna sína, sem hann var svo hrifinn af, og svo, að hugsa um þau vonbrigði sem hún hafði orðið fyr- ir, og hvaða framtíð biði sín, hinn fagri draumur hennar um að giftast Ralph, sjáanlega gat ekki rætzt. En þrátt fyrir það fannst henni meira til hans koma, en nokkurntíma áður, sökum hans riddaralegu framkomu og göfugu ást- ar. Hendin sem hún var að fitla við blómin með, var nú hætt að titra, og nú var kominn eðlilegur roði aftur á varir hennar; hún stóð upp og bjóst til að ganga út með lafði Cuming. En nú kom henni í hug: hvað átti hún að segja móður sinni; því þegar hún myntist þtirra fáu orða sem þær töluðu saman kvöldið áður, steig blóðið henni til höfuðs og hún roðnaði í andliti. “Eg get aldrei nógsamlega þakkað þér fyrir þolinmæði þína og vinsemd,” sagði Ralph, er þau gengu heim í gegn- um hinn skuggsæla lystigarð, og hinn skrautlega blómagarð. Ethel brosti og leit upp í himininn; hún hugsaði um þá von, sem hún hafði alið í huga sínum, rétt fyrir fáum klukku stundum. Þegar þau skildu, sagði hún við Ralph: “Eg vona að þú farir nú strax til föður þíns, og segir honum allt eins og tr.” “Já, eg fer strax,” svaraði hann, en rétt í því augnabliki kom lafði Cuming til hans. “Ralph, komdu inn í mitt prívat her- bergi, faðir þinn er þar; hann vill sjá þig og tala við þig, áður en hann fer til Sir Tottenham.” Ethel gekk líka til prívat herbergis móður sinnar. Lafði Newton beið eftir henni, og eyddi tímanum við að lesa. Hún brosti íbyggilega er dóttir hennar kom inn. “Eg vona að þú hafir notið yndis og ánægju á skemtigöngunni,” sagði hún, en bæði brosið á andliti hennar, og orð- in dóu út, er hún sá í andlit dóRur sinn- ar, er hún laut ofan að móðir sinni til að kyssa hana. “Mamma,” sagði Ethel í miidum róm, “allt sem eg sagði við þig í gærkvöld um Elmwood, var eintómur misskiln- ingur — Elmwood verður aldrei mitt heimili. Það var mín barnslega ímynd- un sem vakti þá von.” ‘Hefurðu lent í þrætu við Mr. Cum- ing?” spurði móðir hennar. “Nei,” svaraði hún rólega, “við erum góðir vinir, en, mamma, eg misskildi hann. Hann óskaði eftir að segja mér nokkuð; en það var um ást hans á ann- ari stúlku — ekki mér.” “Hann hefur hagað sér skammar- lega við þig!” sagði lafði Newton. “Sussu, sussu, mamma,” sagði Ethel “þú gleymir því, hve svona orð særir mig. Eg hef vísað á bug hærra settum manni en Ralph Cuming. Láttu engan nokkurntíma ímynda sér að eg hafi misskilið tilgang hans og augnamið.” “Nei, auðAdtað ekki,” sagði móðir hennar. “Eg segi það bara við þig, Ethel. Það leit út eins og hann gæti hvergi annarsstaðar verið, en þar sem þú varst — hann var allan daginn við liliðina á þér.” “Hans augnamið var að vinna sér vináttu mína,” svaraði Ethel. “Já, hann er sjálfselskur, eins og all- ir karlmenn eru!” sagði lafði Newton. “Hver er það sem hann er skotinn í?” Spurðu mig ekki um það, mamma. Hann er í slæmum kringumstæðum. Spurðu mig ekki um það. Eg varð fyrir hræðilegum misskilningi og vonbrigð- um, og mig langar ekki til að vera mynt á það aftur” Lafði Newton veitti því eftirtekt, hverssu mikill sársanki var í málróm dóttur sinnar og dró strax sínar álykt- anir af því. “Jeg var að hugsa um að fara heim í fyrramálið,” sagði lafði Newton.” Faðir þinn vill endilega að við séum heima hjá sjer, því hann getur ekki komið sjálfur til Elmwood.Þú segir, að Mr. Cuming sje í erfiðum krigumstæðum. Eg vona að það komi þá ekki upp, neitt obinbert

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.