Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.06.1946, Blaðsíða 2
) LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JNÚÍ, 1946 Breski flugh erinn á förum frá Islandi ÍSLENDINGAR TAKA VIÐ REYKJAVÍKUR-FLUGVELL- INUM Á NÆSTUNNI B RESKI FLUGHERINN, sem l‘----------------------- verið hefir hér á landi er á markinu var ekki náð án mann- förum einhvern næstu daga og taka Islendingar þá við stjórn og rekstri Reykjavíkurflugvall- arins. Ennfremur taka Islend- ingar við gistihúsinu á flugvell- inum, sem Bretar hafa nefnt “Winston Hotel.” Þar er rúm fyrir 142 gesti og salarkynni all- mikil. Var gistihús þetta ekki fullgert fyr en í fyrrahaust og er því alveg nýtt. Yfirmaður flughersins hér, Group-Captain Edwards og frú hans héldu kveðjusamsæti í Win- ston-gistihúsinu í gærdag og voru þar meðal gesta forsætisráðherra Ólafur Thors, atvinnumálaráð- herra Áki Jakobsson, sendiherr- ar erlendra ríkja og allmargir íslenzkir embættismenn og kunn- ingjar breskra flugliðsforingja. 60 Bretar verða eftir. Samkvæmt beiðni íslenzkra yfirvalda og samkvæmt samn- ingum Islendinga og Breta verða j hér eftir 60 breskir sérfræðing- ar fyrst um sinn til aðstoðar við rekstur flngvallarins. Verða þeir í einkennisbúningum breska flughersins. tjóns og með trega skiljum við hér eftir í ykkar góðu umsjá 197 Breta í Fossvogskirkjugarði. Styrjöldinni er lokið á sigur- sælan hátt og við höfum lokið okkar starfi og erum að kveðja. En ísland verður ávalt skemti- leg endurminning fyrir þá, sem hér hafa starfað í þessu fallega landi. Eg vil opinberlega þakka fyrir þá sérstöku vinsemd* og velvild, sem okkur öllum hefir verið hér sýnd. Sagan mun sýna að með fram- komu sinni -í styrjöldinni hafa íslendingar bætt við blaði í sína gömlu menningarsögu. Er eg kveð ykkur bið eg að Guð blessi verk ykkar í framtíðinni og hjálpi ykkur á framfarabraut- Ræða Edwards flugliðsforingja. Yfirmaður brezka flughersins hér á landi, H. R. A. Edwards flugliðsforingi flutti ræðu í sam- sætinu í gær og mælti á þessa leið: “Er við erum í þann veg að fara frá íslandi finst mér við eiga, að eg sem flugliðsforingi segi nokkur orð við þetta tæki færi, er við kveðjum vini okkar hér. Þegar við komum hingað maí 1940, þá var sambúð okkar ekki góð. Það er ekki nema eðli- legt. Við hernámum opinberar bygg ingar, við þrengdum að ykkur í ykkar eigin höfuðborg og við settum höft á blöðin. Mér er á- nægja að lýsa því yfir að slíkt á sér ekki lengur stað. Það getur verið að þið hafið ekki öll skilið hversvegna við komum hingað óboðnir. Til þess lágu tvær á stæður. Ef við hefðum ekki kom ið þá hefðu aðrir orðið til þess, og, til þess við gætum varið rétt- indi þjóðanna, urðum við að hafa þessa stöð til þess að halda opnum siglingaleiðum um At- lantshafið. Lík ástæða var til þess að við fórum ekki er Banda- ríkjamenn komu hingað að ykk- ar boði til að verja landið. Eng- ar tölur hafa nokkru sinni verið birtar til að sýna hvað gert var héma, en til þess að gefa ykkuj nokkra hugmynd um þýðingu þessarar herstöðvar fyrir okkur, verð eg að skýra frá því, að þrátt fyrir að við börðumst stöðugt á ýmsum vígstöðvum, þá var bar- áttan við kafbátana okkur þýð- ingarmest í fjögur ár, því aðeins með því að sigrast á kafbátun- um gátum við lifað og starfað. 1 maí-mánuði 1943, stuttu eftir að langfleygar flugvélar okkar komu hingað, voru gerðar 39 árásir á kafbáta frá þessari her- stöð. Það var á þessu tímabili að Mr. Winston Churchill skýrði frá því að við réðum niðurlögum fleiri kafbáta, en Þjóðverjar bygðu, og að hlutfallið milli ný- bygginga okkar og skipatjóns- ins væri 3 á móti 1. Þetta voru tímamót í styrjöldinni, sem ekki hefði verið hægt að ná án þess- arar herstöðvar né án aðstoðar og velvilja sem þið hafið ávalt sýnt okkur frá því fyrsta. Tak- Ræða forsœtisráðherra. Er Edwards flugforingi hafði lokið ræðu sinni tók Ólafur Thors forsætisráðherra til máls og mælti á þessa leið: “Eg þakka hin fögru orð, sem Group-Captain Edwards mælti í garð íslands og íslendinga. Nú þegar breski herinn er að yfirgefa ísland er mér mikið gleðiefni að minnast alls er far- ið hefir milli Breta og íslendinga á styrjaldarárunum og get gert það af talsverðum kunnugleika. Eg get meira að segja leyft mér að segja Group-Captain Edwards að það er á misskilningi bygt þegar hann segir: “Þegar við komum hingað fyrst, í maí 1940, þá var sambúð okkar ekki góð . . . við hernámum opinberar byggingar, við þrengdum að ykkur í ykkar höfuðborg og við settum höft á blöðin.” Eg man fyrsta hernámsdaginn, eins og hann hefði skeð í gær. Eg átti þá sæti í stjórn landsins. Mér mun aldrei úr minni líða sú stund þegar fyrsti sendiherra Bretlands, í fyrsta skifti, að morgni hernáms dagsins, 10. maí 1940, gekk á fund ríkisstjórn- ar íslands, ásamt samstarfs- mönnum sínum. Við vorum frjáls þjóð. Við vorum hlutlaus- ir. Við höfðum verið herteknir. Við mótmæltum að sjálfsögðu. En okkur skorti þá innri gremju, sem sjálfsvirðingin þó eiginlega krefst. Eg held að við höfum strax á fyrsta fundi komið upp um okkur. Og áður en varði tókst víðtækt og vinsamlegt sam- starf, sem æ síðan hefir haldist. Sannleikurinn er sá, að í raun- mni vorum við ekki hertekin þjóð heldur bandamenn. Þess vegna munum við ekki eftir því að Bretar hafi “hertekið opin- berar byggingar,” eða “þrengt að okkur í okkar eigin höfuðstað,” eða “sett höft á blöðin.” Við vissum að þetta var nauðsyn í jágu baráttunnar fyrir þeim hug- sjónum, sem íslandingar tigna og eiga líf sitt og þjóðfrelsi undir að séu í heiðri höfð í veröldinni, og sættum okkur því fúslega við jað, og margt annað, sem nauð- synlegt var talið. Það er okkur íslendingum mikið gleðiefni að vita að land okkar. hefir haft mikla þýðingu styrjöldinni. Hitt . fáum- við aldrei fullþakkað, að geta nú, að styrjaldarlokum með sanni sagt, að aldrei hafi nokkur her- setin þjóð átt jafn góðar endur- minningar um fjölment setulið, sem íslendingar nú eiga, bæði um Breta og Bandaríkjamenn. Þess vegna kveðjum við breska Á FRÍVAKTINNI En var það einbverju sinni að Árni var staddur í kaupstað og hafði komið sjóveg. Gisti hann ásamt félögum sínum á bæjum kringum kaupstaðinn- og höfðu ,poka sína geymda í búð hjá bey- kinum. Þar í báðinni var mikið af svokölluðum pípustöfum. Þeir þóttu hentugir ,til smíða. Þegar þeir félagar komu í bátinn, þá tók einn til máls, og sagði, að gaman hefði nú verið að eiga fáeina pípusetafi. Árni spurði, hvort þeir hefðu tóman poka. Þeir fengu honum poka. Hann stakk honum undir buru sína og fór upp í búð til beykisins og sagði, að þar hefði orðið eftir poki. Beykirinn sagði að hann skyldi 'leita d stöfunum. Árni gerði það, henti þeim og skellti saman og milli þess lót hann í pokann, þrífur hann svo upp og kastar á bak sér og segir um leið: “Hérna kemur djöfullinn;” kvaddi síðan beykinn og fór í bátinn til félaga sinna, og svo slapp hann með það. + Einu sinni ikom Ámi á bæ og stal nærpilsi af konunni, spretti því í sundur og bað síðan kon una um að sníða sér brók úr því Hún gerði það og grunaði ekkert + í annað skipti var Árni í kaup stað og bað um hatt til kaups Búðarmaður fcom með marga hatta, suma stóra og aðra minni en seint gekk að fá mátulegan hattinn. Um síðir tekur hann einn, setur hann upp og segist vilja kaupa. Var þetta prettur Árna. Hann setti upp tvo hatt- ana, þann stærri utan yfir þann minni, og hafði þar með tvo fyrir einn. 4- Það var eitt sinn að Árni kom í kaupstað. Þá stal hann kram- vörupoka og setti hann ofan í tóman poka sem hann átti, og biður síðan kaupmann að geyma hann þangað til hann fengi út- tekt, því margt fólk var í kaup- staðnum. Nú var pokans saknað og farið að 'leita. Ekki fannst pokinn, og svo var þess kraifizt, að leitað væri hjá öllum og því játuðu allir. Ámi segir það guð- velkomið að leita í sínum poka. hann sé geymdur hjá kaupmanni. Kaupmaður tekur undir og segir: “Ekki þarf þess, Ámi minn. Þinn poki er geymdur hjá mér fyrir innan borð, því þú fékkst mér hann strax þegar þú komst.” Var aldrei leitað í poka Áma. + Eitt sinn var Árni staddur Eskifjarðarkaupstað. Þá var staddur á Eskifirði bóndi einn, sem hafði tekið út nokkuð af korni, og var þar hjá pokum sínum. Ámi kemur og heilsar bonum. Hinn tekur því. Árni segir: “Vara þú þig, maður minn, hér í kaupstaðnum er maður einn sem Árni heitir. Hann er rumm- ungs þjófur og stelur öllu, sem fingur á festir.” Hinn biður hann þá að gæta fyrir sig pokanna meðan hann gangi burtu ofan í menn búð. Árni segir það velkomið. Svo fer maðurinn sína leið. En á meðan stelur Ámi einni' korn- hálftunnunni og var allur burtu þegar hinn kom. Hverri mús þykir verst í sinni holu “Láti guð haldast,” sagði karlinn, hann krækti í stökkul- inn. Fyr er bati en albati. HákarJinn er ekki hörundsár. Hlífir hangandi tötur. Betri eru tíu ær aldar en tutt- ugu kvaldar. herinn sem vini og óskum hon- um alls hins bezta. Við dáum afrek bresku þjóðarinnar í styrj- öldinni og óskum þess að hún komist sem fyrst út úr þreng- ingum styrjaldarinnar og til þess öndvegis meðal stórvelda heimsins, sem Bretar hafa lengi með heiðri skipað. Morgunbl., 24. apríl Enginn er fæddur með for- mennskunni. Smíðaðu ekki fyrr negluna en bátinn. Það sem hallast er fallinu næst. Enginn veit, hver ósoðna krás hlýtur. Þar er annars von, sem einn er dreginn. Ör er óhófsmaður á annars fé. 4* Danir og Norðmenn sögðu marga skrítluna á hemámsárun- um á kostnað þjóðverja. Voru sumar þeirra naprar mjög og komu óþægilega við kaun “herra- þjóðarinnar.” Verður það seint metið til fulls, hversu mikinn þátt skopsögurnar og skrítlurnar hafa átt í því að halda uppi við- námsþrótti og jafnaðargeði fólks með hernumdu þjóðunum. — Hér koma nokkrar skopsögur frá þessum árum, flestar dansk- ar: Stór þýzkur hermaður stóð einhverju sinni við dymar á strætisvagni, og komst enginn fram hjá honum. Skrifstofu- stúlka nokkur ætlaði út úr vagn- inum og ýtti lítið eitt við öxl hermannsins. Það kom að engu haldi. Þjóðverjinn stóð í sömu sporum. Þá sagði stúlkan: — Ekki mætti biðja yður að hörfa svo sem hálfan meter sam- kvæmt áætlun? + Blað nokkurt í smábæ í Dan- mörku hafði sagt frá enskri loft- árás, sem gert hafði ógurlegan usla í herbúðum þjóðverja þar nálægt. Þýzki herstjórinn ákvað að hegna blaðinu fyrir að flytja slíkar lygafréttir, og bannaði út- kornu þess í tvo daga. Jafnframt gat hann þess, að allar sprengj- urnar hefðu fallið á auð svæði og ekki gert annan usla en þann, að drepa eina kú. Þegar danska blaðið hóf göngu sína aftur eftir tveggja daga hvíld, stóð frétt á áberandi stað: — “Kýrin brennur ennþá.” OPIÐ BRÉF I Libyustyrjöldinni hét Mont- gomery einhverju sinni einum shilling fyrir hvern Itala, sem hermenn hans tækju til fanga. Skoti nokkur, sem heyrði þessa ti'lkyningu, stóð þegar á fætur og ítiélt burt úr herbúðunum. í heila klukkustund var hans saknað, en þá kom hann 'loksins aftur. Hann rak á undan sér 500 ítali. — Hér með hef ég unnið fyrir laglegri upphæð, sagði Skotinn við Montgomery. Hvar í ósköpunum náðirðu þeim ? spurði hershöfinginn steinhissa. - Ég keypti þá af Þjóðverjum tvö pence stykkið, svaraði Skotinn. Árið 1942 voru tveir Svíar tek- nir höndum í Japan. Þeir bentu á það, að land þeirra væri hlut- laust í ófriðunm, en það kom ebki að neinu haldi. Jajanirnir svör- uðu: — Já, þið eruð hlutlausir óvin- ir. Englendingar og Ameríku menn eru hemaðarlegir fjand- vorir, en Þjóðverjar og ttalir vinsamlegir fjandmenn. + Þegar ítalir tóku að æfa fall- ílífarhermenn urðu þeir að hafa srettán manna áhöfn í hverri flugvél. Tveir menn stjórnuðu vélinni en táu höfðu þann starfa að henda fallhlífarhermanninum út. Mörg háðsyrði voru sögð um hinar rómversku hetjur Músso- linis, er Grikkir fóru sem hrak- 'egast með þær áður en Þjóð- verjar sendu 'lið á vettvang. Segir sagan, að Frakkar hafi sett upp áletruð spjöld víða á landa- mærum íealíu og Frakklands, 3ar sem stóð á grásku: — Nemið staðar. Hér eru frönsku landamærin. Einhverju sinni skoðuðu nokk- rir þýzkir liðsforingjar sjóminja- safn Danmörku. Þar var meðal annars stórt líkan af fornu vík- ingaskipi. Einn þjóðverjinn horfir á það Eg var nökkuð lengi að velta því fyrir mér hvaða yfirskrift eg skyldi brúka og fann ekkert sem mér líkaði, svo eg kalla þetta bara “bréf.” Það er líka svo þægilegt og manni er > eins og léttara um vik en skrifa blaða- grein. I sendibréfi getur maður rabbað um allan fjandann og þarf ekki nauðsynlega að hirða svo mjög um stafsetningu eða setninga skipun. Það tekur eng- inn hart á því þó kunningjabréf sé ekki alveg “up-to-date” frá öllum sjónarmiðum, og svo er annað í sambandi við þetta enn- þá veigameira, sem sé að bréf eru æfinlega lesin með gaum- gæfni, en blaða greinar kannske lauslega og kann ske alls ekki. Þegar eg t. d. fæ “MacLean’s” með póstinum byrja eg æfinlega að lesa bréfið frá honum Bever- ley Baxter og þó er hann nú ramasti “Konsi” en eg óháður eða er að reyna það. Já, og ein- mitt þess vegna get eg lesið Baxter. En þá er nú bezt að byrja á aðal efni þessa bréfs, og það er sem sé að láta ykkur vita að einusinni enn að minsta kosti, verður haldinn íslendingadagur, sem nú gengur undir nafninu Lýðveldis dagur, á Hnausum í Nýja Islandi. I þetta skipti verður hátíðahaldið 22. júní, sem ber upp á laugardag. Skipu- lagning hátíðahaldsins verður í líku formi og að undanförnu. Þessi árlega útiskemtun okkar á Hnausum hefur verið sérstak- lega vel rómuð, eins og þið vit- ið, og hefur nefndin/ekki séð ástæðu til þess að breyta til að miklum mun, nema með skáld og ræðumenn, sem oftast eru að- eins eitt í röð. Eins og þið mun- ið höfðum við Stefán Einarsson í fyrra, með minni íslands. I ár verður það Ragnar H. Ragnar. Mun hann kunna frá mörgu að greina um veru sína á íslandi á stríðsárunum. I fyrra höfð- um við Líndal dómara með Can- ada minni;; í ár verður það einn af okkar yngri mönnum, sem gat sér orðstýr í stríðinu, Col. Einar Árnason, sonur séra Guð- mundar heitins Árnasonar. Einar hefur því ekki langt að sækja það þó hann geti komist snið- uglega að orði. Ekki veit eg hversu mörg ykk- ar hafið tekið eftir kvæði sem birtist í Lögbergi í vetur. Kvæð- ið heitir “Sigríður Þarmar” og er eftirmæli ungrar stúlku, sem fórst á leið frá Ameríku til Is- lands. Kvæði þetta er perla, segir Guttormur skáld Guttorms- son. Og Guttormur ætti að vita deili á þeim hlutum. Við skul- um lesa saman fyrstu vísuna í kvæðinu: “Öllum var það ljóst, er þig sáu, Sigga mín: Þar sakleysi og æska voru í blóma; björt eins og stjörnur voru bláu augun þín; þau blikuðu af tryggð og vona ljóma.” Að eg minnist á þetta kvæði er ekki út í hött, því höfundur þess, Ása frá Ásum, verður með okkur á Hnausum í sumar og flytur kvæði fyrir minni Islands. Ekki get eg sagt að eg viti mikil deili á þessari nýju skáld- konu, en nokkur þó, og skal hér sagt það eg veit. Ása frá Ásum er Austur Islendingur og er við nám suður í Bandaríkjum. Mér er sagt að hún stundi sálarfræði og þykir mér það all einkenni- leg fræðigrein, því eg hef altaf um stund og segir síðan: — Ekki get eg séð neitt merki- legt við þetta skip. — Það getur vel verið, svar- aði safnvörðurinn^ — en við höf- um nú sigrað England tvisvar með svona skipum. Sjómannablaðið Vikingur verið í rrtiklum vafa um það að nokkur sál sé til, en svo naggar það hlutunum afar lítið hvernig eg lít á þá. Þessi fræðigrein er til, og stundar Ása frá Ásum hana af miklu kappi, og má það heita nýlunda meðal vestur Is- lendinga nú á dögum að nokkur fræðigrein sé stunduð af kappi. Þar við má bæta því að þessi unga stúlka ryður sér braut upp á eigin spítur, á bak við hana er enginn togara gróði. Ungu fólki vetra mætti gjarnan verða starsýnt á Ásu. I fyrsta lagi á- ræði hennar að brjóta sér braut í framandi landi. og kunna ekki málið. I öðru lagi að vera skáld, og í þriðja lagi að vera fyrsta kona er flytur frumsamið kvæði á Islendingadags hátíð í Nýja íslandi. Þó ekki væri neitt ann- að um að vera á Hnausum 22. júní mundi eg keyra langa leið til að sjá og heyra Ásu frá Ás- um. En eins og eg hefi þegar sagt ykkur, er þar fleira girni- legt á boðstólum. Um kvæði fyrir minni Canada er enn ekki full ráðið. Yfirleitt má segja að góð sam- vinna hafi verið í íslendinga- dags nefndinni. Þó hefir þar orðið ágreiningur nokkur um sönginn. Við vitum það öll að söngur nýtur sín ekki til fulls undir berum himni, þó útvarp- að sé. Hafa því sumir mælt með hornleikaraflokk, sem kæmist upp á “Q.” En hærra kemst eng- inn með horn.” En þeir ann- markar eru á því, að hér í Nýja ísl. er enginn með horn, en kostnaður afar mikill að fá flokk frá Winnipeg. Það var samt gert í hitt eð fyrra, en svo fóru leikar, að tilfinninganæmt fólk grét af sársauka þegar flokkur- inn misti “Guð vors lands” út um þúfur, og kom ekki á mótið aftur. Við höfðum góðan söng- flokk í fyrra, um 30 manns undir stjórn Jóhannesar Pálssonar. I ár verður sami flokkurinn undir annari stjórn. Var því miður ekki hægt að komast að samn- ingum við Joe. En einn kemur þá annar fer, og höfum við í ár fyrir söngstjóra, Thor. Fjeldsted, mað aðstoð frú Florence Brodley. Það er í ráði að hafa íþróttir all mikið umfangsmeiri en und- an farið. Nú eru flest allir dreng- irnir okkar komnir heim aftur og fer vel á því að þeir fái að reyna sig á íþrótta vellinum. Forseti dagsins verður Gutt- ormur skáld Guttormsson. I von um að við sjáumst á Hnausum 22. Júní, er eg ykkar með vinsemd og virðing. Valdi Jöhannesson, frá Víðir. Þeir sem eru stöðugt áhyggju- fullir, þegar að því kemur, að telja verði fram til skatts, geta tekið sér ameríska drykkjumann- inn til ,fyrirmyndar. Sem s'kyldulið taldi hann ljós- hærða eiginkonu, bifreið, þrjá gullfiska og tvö börn. Því næst margfaldaði hann aldur afa síns með sex og þremur áttundu og dró símanúmer sitt frá útkom- unni. Næst bætti hann við núm- erinu á hattinum sínum og marg- faldaði með númerinu á bifreið- inni sinni. Það^ sem eftir var, var barnaleikur. Eftir að hafa dregið 1,000 doll- ara frá fyrir að halda konu sinni ljóshærðri árið í kring, deildi 'hann í afganginn með fjöldanum á félögum þeim, sem hann var meðlimur í, margfaldaði með rafmagnsperufjöldanum í hús- inu og deildi í útkomuna með flibbanúmerinu sínu. Þetta gaf honum heildartekj- ur hans, en eftir að hafa deilt í þetta með brjóstvídd sinni og dregið blóðþrýsting sinn frá, vissi hann upp á cent, hversu mi'kið útsvar hann skuldaði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.