Lögberg - 04.07.1946, Page 4

Lögberg - 04.07.1946, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1946 --------Hogbers--------------------- GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 f 'argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utan&skrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG >95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lög'berg’” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Aver ue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Hví að una ranglætinu ? í tímaritinu “Straumar”, sem nokk- urir prestar og óvígðir guðfræðingar gáfu út um hríð, og helgað var trúmál- um og umbótum á vettvangi þjóðfélags- málanna, birtist meðal annars greina- flokkur eftir Sigurð Einarsson, fyrrum dósent við guðfræðadeildina í háskóla íslands, er á sínum tíma vakti geisilegt umtal og athygli; er þar rösklega vegið að ýmissum þeim meinsemdum, er þjá mannkynið vegna ranglátrar skipt- ingar auðs og iðju; lýkur höfundur fjórða kafla áminst greinaflokks, er gengur undir nafninu “Hamar og sigð,” með svofelldum orðum: Vansæmandi lífshagir eru því að- eins til, að til eru menn, sem gera sér þá að góðu. Félagslegt ranglæti er því aðeins til, að til eru menn, sem una ranglætinu.” Það er álíka ranglátt að vanþakka alt, eins og það er skaðlegt. að sætta sig við alt; vanþökk við það, sem vel er unnið og til almenningsheilla horfir, er ódyggð, sem kveða verður hlífðarlaust niður; slíkt hið sama gildir um afskipta- leysið, er sættir sig við lítinn og óveru- legan hlut. Óróinn í mannssálinni knýr til framtaks og dáða, en jórturværðin og undirlægjuhátturinn stinga svefn- þorn þeirri siðvitund, er gera á manninn að frjálsum herra jarðarinnar. 1 lýðræðislöndunum er hver mynd- ugur og ábyrgur þjóðfélagsþegn í raun- inni fullvalda smáríki út af fyrir sig; hann finnur bezt hvar skórinn kreppir að, og sé hann trúr sjálfum sér, og viti hvað hann vill, hefir hann í hendi sér hárbeitt umbótavopn þar sem kjörseð- illinn er; en sætti hann sig við ranglæt- ið og uni því, er það honum sjálfum að kenna; hann verður þá þrándur í götu samferðamanna sinna og afmannar þjóðfélag sitt í stað þess að hefja það í hærra veldi- Allsstaðar er eitthvað að þótt með misjöfnum hætti sé, allsstaðar þörf fyrir róttækar umbætur, sem þola enga bið; miljónir manna, barna og kvenna, sem orðið hafa vitfirring herneskjunnar að bráð, horfa fram á þá ömurlegu stað- reynd að verða hungurmorða, og öll stafar þessi geigvænlega eymd í raun og veru frá ágirndinni, sem frá alda öðli hefir verið rót alls ills, og villandi mati á verðmætum lífsins. Náttúran er alveg eins og áður var hún, sama móður svipinn ber hún, sannarlega fögur er hún. — Enn grætur himinn gróðartárum yfir þessa fögru jörð, er knýja fram úr skauti hennar hvers konar fríðindi mannkyninu til viðhalds og blessunar; hverjum er það að kenna, ekki er það Guði að kenna, þó mikil landflæmi liggi í auðn og gefi ekki af sér arð? Það er mönnunum sjálfum að kenna, er mist hafa sjónar á hinu eina nauðsynlega, fullveldi mannssálarinnar og eilífðar- gildi hennar. Mesta bardagahetjan, sem stigið hefir fæti á þessa jörð var Kristur; hann elskaði réttlætið en hataði ranglætið, og fórnaði lífi fyrir skoðanir sínar, fyrir réttlætið og sannleikann.--- Meðal hinna mörgu blaða, sem gefin eru út á íslandi um þessar mundir er blað, sem heitir “Eining.” Að útgáfu þess standa Stórstúka íslands, íþrótta- samband Islands og Ungmennafélögin; blaðið er stofnað, að því er útgefend- um segist frá, “til sóknar gegn áfengis- bölinu og eflingar bindindi og fögrum siðum.” Ritstjórnina hefir með hönd- um Pétur Sigurðsson kennimaður, er um allmörg ár dvaldi vestan hafs og stundaði prédikunarstarfsemi, en vinn- ur af kappi að siðgæðismálum íslenzku þjóðarinnar; hann er bersögull maður, sem hatast við hræsni og yfirdrepsskap. í maíhefti áminsts blaðs, er grein, sem heitir “Kristur og nafnkristnin”; hún á engu að síður erindi til íslendinga vestan hafs en stofnþjóðarinnar heima, sem hún vitaskuld fyrst og fremst er ætluð; grein þessi er svipmerkt af hrein- skilni hins djarfhuga umbótamanns, er hatast við ranglæti og hræsni, og þorir að hef ja baráttu gegn hvorri meinsemd- inni um sig; greinin er á þessa leið: “Sagt er um Krist að hann hafi elsk- að réttlæti og hatað ranglæti. Nafnkristnin elskar hvorki né hatar. Þar er ekki dugur til neins. Hálfir og hálfvolgir eru hinir nafnkristnu menn, giga enga ákveðna lífsreglu, eru engu trúir, ánetjast mörgu, en svíkja flest eða allt; þykjast dygðugir en þjóna ódygð- inni opinberlega eða á laun, blekkja sig og sína og fara í felur með afbrot sín.— Ekki eru þeir líkir Kristi. Hann elskaði réttlæti og hataði ranglæti. Hann boð- aði hrekklausum sælu, en hrópaði, vei, vei, yfir hræsni, hálfvelgju og óheilindi. Hann tók skýra afstöðu. hann var tal- inn “ofstækismaður” og hann lét líf sitt fyrir hinn góða málstað- Nafnkristnir menn elska hvorki né hata. Þeir sjá engar guðlegar sýnir, enginn vandlætingareldur brennur í brjóstum þeirra, þeir “svíða vængi hjá vítishirð,” verma sig við elda spillingar- innar meðan sannleikurinn er dæmdur, smánaður og krossfestur.” í hverju lýðfrjálsu landi, er hverj- um andlega fullveðja einstaklingi í sjálfs vald sett, að velja og hafna; hafna ó- jöfnuðinum í þjóðfélaginu, hvernig sem sjálfselskir undirhyggjumenn leitast við að gylla hann; hafna ranglætinu, og skipa sér í brjóstfylking þeirra, er rétt- læti unna og hika ekki við að berjast til þrautar fyrir hugsjónum almennra mannréttinda í þessari fögru veröld.— Þegar frelsisdraumar rætaál í öðrum stað í þessu blaði er endur- prentuð úr Lesbók Morgunblaðsins eft- irtektarverð grein um “Ástand og horf- ur í Noregi í dag,” eftir Bue Brun, ritara norska sendiráðsins í Reykjavík, er ætla má, að lesendum þessa blaðs þyki harla fróðlegur lestur, því að vafalaust viljum vér íslendingar í landi hér fræð- ast um það, hvernig frændþjóðin norska þoldi þrengingar stríðsáranna og hverj- um tökum hún hefir tekið hið mikilvæga og margþætta endurreisnarstarf, sem hún á við að glíma að þeim loknum. í því sambandi skyldi það í minni borið, að þann 8. þ. m. var einmitt rétt ár liðið síðan sá mikli fagnaðardagur rann upp, er Noregur varð frjáls að nýju, losnaði undan járnhæl hinna er- lendu árásarmanna, og Norðmenn urðu aftur húsbændur á þjóðarheimili sínu. Rifjuðust þeir söguríku atburðir upp fyrir þeim, er þetta ritar, þegar hann sá kvikmynd af þeim fyrir fáum dögum í heimaborg sinni. Gat þar fyrst að líta mynd frá sjálfum lausnardeginum, 8. maí 1945, er báru lifandi vott um hina fniklu hrifningu, fögnuð og þakklæti, sem fann sér framrás úr hugum og hjörtum hinnar norsku þjóðar þann ó- gleymanlega dag. Draumur hennar um endurfengið frelsi hafði rætst, og gleðin yfir þeim sigri var rituð á hvert andlit í hinum mikla mannfjölda, sem safnast hafði saman í höfuðborg lands- ins og annarsstaðar til þess að fagna og þakka. Sú gleði var af sömu rótum runnin eins og fagnaðarkendin djúp- stæða, sem lét þúsundir íslendinga gleymba óhagstæðu hátíðaveðri á Þing- völlum 17- júní 1944. Á slíkum stundum “fer hitamagn um önd” þjóðarinnar. Hún finnur nýjan þrótt í sjálfri sér, heyrir lúður hugsjónarinnar, sem orð- in er að veruleika, gjalla sér í eyrum og hvetja sig til dáða. En það voru eigi aðeins myndirnar frá sjálfum frelsisdeginum í Noregi, sem gripu hugann föstum tökum og hituðu hverjum frelsisunnandi manni og konu um hjartarætur. Sérstaklega áhrifa- mikil og minnistæð var myndin af lausn hinna mörgu norsku ættjarðarvina, manna og kvenna, úr Gríni-fangelsi, en í þeim fjölda voru ýmsir ágætustu menn þjóðarinnar, og heimtaði hún þá að vonum með óblöndnum fögnuði úr fangabúðum og óvinahöndum. Eligi var fögnuðurinn minni, er hún bauð vel- kominn úr fangelsi í þýzkalandi hinn mikilhæfa rektor Noregsháskóla og hundruð norskra háskólastxidenta. Hátt reis alda hrifningarinnar, þá er Ólafur ríkiserfingi kom aftur heim úr útlegð sinni, og ríkisstjórnin norska, stórþings forsetinn og krónprinsessan litlu síðar. ÁSTAND OG HORFUR i NOREGI I DAG Eftir Bue Brun, stud. philol., sendisveitarritara. Hin mikla styrjöld er um garð gengin. Menn hafa nú fastari jörð undir fótum. Öll gæði nátt- úrunnar streyma nú mönnum í skaut, og þeir taka á móti opn- um örmum. í>eir rétta sig við, líkt og liljur vallarins, er fá vökvun, eftir brennandi þurk. Það er morgunroði yfir jörð vorri. En lágsól, hvort heldur er á morgni eða kvöldi, varpar löngum skuggum. Við, sem lif- um í ljósinu, sjáum skuggádrög heimsins og skelfumst. En okkar eigin skugga sjáum við ekki, því að við snúum okkur í áttina til hinnar upprennandi sólar. Nú er dögun yfir alla jörð, eftir hið hlræðilega syndaflóð. Fólkið gengur út úr örkinni, og þjóð- irnar hverfa heim .til bústaða sinna, til þess að endurreisa í friði fallin heimili sín. Norðmenn eru meðal þeirra þjóða, er byrjað hafa endurreisn- ar starfið. Þeir þurfa ekki að vinna það verk með þeim vopn- um í höndum, er þeir notuðu við frelsun landsins. Vopnin fá að hvíla sig meðfram landamær unum. í dag er dagur vinnunn- ar. Þær dáðir sem voru drýgðar eru ekki gleymdar, þótt eig’ séu þær gerðar að umtalsefni. Aldrei skyldu menn miklast af eigin verkum. Þau geymast í huga þjóðarinnar, og bera þar ávexti, á nýju sumri í sögu Noregs. Hvernig er hinn innri þróttur norsku þjóðarinnar eftir marg- þætta baráttu styrjaldaráranna? Hefir kjarkurinn bilað við á reynzluna? Er þjóðin veikari fyrir nú, en hún var, eða er hún sterkari eftir en áður? Hefir taugaáreynzlan borið hana ofur- liði? Svörin við þessum spurning- um verða því aðeins fundin, að athuga með gaumgæfni þau á- hrif, sem einstakir menn hafa orðið fyrir og þjóðin í heild. Þjóðin þoldi þrengingamar. Áreynzlan var mest fyrir þá, sem voru heima í Noregi meðan á styrjöldinni stóð. Eg hef setið á nálum svo nálgast hefir ör- vinglan og beðið, beðið og hlust- að, hvort heyrðist til bifreiða Gestapo eða þýskra járnhæla á götum eða í húsgöngum, og eg þekki hina nístandi ángist yfir óvissunni. Þetta sama hafa þús- undir manna lifað, eins og eg. En í dag er það gleymt. Flestir sluppu með óskemdar taugar, þegar plebeijarnir lögðu upp frá Róm til að byggja sína eigin borg, af því að patricíarnir vildu ekki gefa þeim þau réttindi, sem þeir óskuðu. Þá sagði einn vitur maður söguna um limina og kroppinn. Mergurinn málsihs var þetta: Ef limirnir lifa ekki í sátt og samlyndi við höfuð sitt, og magirín gerir uppreisn og verður afundinn, þá bitnar þetta á öllum manninum, dagar hans eru brátt taldir. Sama máli gegn- ir um þjóðírnar. Plebeijarnir sneru við, og Róm efldist að auð og áliti. En lærdómi þessum hefir heimurinn gleymt í dag. Norska þjóðin stendur óneit- anlega sameinuð. Það er ekki frá. Noregi, sem heyrist í dag hin undarlegu tíðindi um innan- landsófrið. Þjóðin hefir gengið í harðan skóla í fimm ár. Hún hefir staðizt prófið og ekki gleymt að læra skal af reynzl- unni. Hinir gömlu norsku kon- ungar höfðu hirð um sig, bæði í styrjöld og á friðartímum. I dag stendur öll norska þjóðin, hver maður á sínum vettvarigi kringum konunginn og ætt hans. Ekki fyrst og fremst af skyldu- rækni, en af kærleika. Þessi af- þótt stöku menn þyldu ekki á- reynzluna. Þjóðin er hughraust, Istaða þjóðarinnar hefir ómetan- Engum fagnaði norska þjóðin þó með jafn tak- 'markarlausri hrifningu eins og hinum aldurhnigna og ástsæla konungi sínum, sem frá því, að hann var kjörinn í þann tignarsess árið 1905 hafði átt vaxandi vinsældum að fagna af hennar hálfu, og orðið hafði henni á stríðsárunum tákn sameiningar og sjálfstæðis, stoð og styrkur í barátt- unni gegn ofureflinu. Þeg- ar hann steig aftur fæti á norska grund, var norska þjóðin að fullu og öllu komin heim. Frelsisdraumur hennar hafði rætzt, draumurinn, sem verið hafði henni orku- gjafinn í þungum þreng- ingum hernámsáranna og sameinað hana um varð- veizlu andlegs sjálfstæðis síns, þjóðarsálar sinnar. Þessvegna gekk hún sigr- andi af hólmi, kom ríkari að ándlegri orku og samheldni út úr eldraunum stríðsár- anna, eins og þegar lýsir sér í endurreisnarstarfi hennar. En þún gengur að því starfi minnug þeirra manua og kvenna, sem fórnuðu öllu, lífinu sjálfu, fyrir endurheimt frelsi hennar, og segir með hinu snjalla og ótrauða frelsis- skáldi sínu, Nordahl Grieg, er var einn af þeim sem féllu í stríðinu: Hér blessum vér minning hvers bróður, er blóð fyrir frið vorn gaf, hvers hermanns, er blæddi á hjarnið, hvers háseta, er barst í kaf. lega þýðingu, því að verk það, sem unnið er af góðum hug er varanlegt. Ef þjóð á að geta lifað þá verður hún að hafa lífs- ylinn í huga sér. Þessi eining þjóðarinnar hefir komið fram í innanlandsmálunum. Stjórnmál landsins eru í fastari rás en þau voru fyrir styrjöld- ina. Flokkarnir háðu sína kosn- ingabaráttu. En hún varð aldrei eins hvatskeytleg eins og hún hafði áður verið, því að tak- Norska þjóðin leið I mörkin, sem þeir höfðu sett sér og þróttmeiri en hún var fyrir styrjöldina. Viljaþrótturinn hélt þjóðinni uppi og hann bilaði aldrei. Hann er ákveðnari og ó- sveigjanlegri en nokkru sinni fyrr. Svo er sagt, að menn þurfi sterk bein, til að þola góða daga. En þau þurfa ekki síður að vera sterk til að þola hörmungar. Þetta vita Islendingar manna bezt frá reynzlu sinni frá fyrri öldum, enda þótt þeir í dag lifi góðu lífi. sult í styrjöldinni. En eg hef aldrei séð, að feitt holdafar væri vottur um fegurð eða þrótt. Ein- stöku menn, einkum gamalt fólk, þoldi ekki þrengingarnar, en viljamáttur og meðfædd nægju- semi hélt uppi baráttuhug þjóð- arinnar. Skorturinn er úti og heilbrigð þjóð rís upp, vel vinnu fær til að ryðja því burtu sem hrundi og byggja það upp, sem brann á styrjaldarárunum. En hvað um lyndiseinkunnir þjóðarinnar? Eg man til þess, að oft staldraði eg við í huganum, á kyrlátum stundum og furðaði mig á hve undarlegt það væri, að alt andrúmsloftið í kring um mann var sem þrungið af alls' konar kænskubrögðum. Allir vorum við altaf með það á bak við eyrað, hvaða ráð væri bezt, til þess að koma hinu eða þessu í framkvæmd. Og altaf var bezta aðferðin sú, að nota hin slungn ustu brögð. Allir fengu kænsk una í blóðið, urðu hinir útsmogn- ustu bragðarefir. Þúsund frá- Dærar sögur eru sagðar um það, hvernig leikið var á fjandmenn ina. í dag er þetta ekki að öllu leyti til góðs. Samt er rétt að taka eftir því, að samhliða þessu, sem styrjöldin gróðursetti í hug manna varð festa í áformum öllum, sérkenni þjóðarinnar. Bjargfastur vilji til þess að láta ekki bugast. Vér erum svo alltof fáir, að engum rná gleyma af þeim: Þeir fylgja oss til dáða, þeir dauðu, þann dag, er vér komum heim! (Magnús Ásgeirsson þýddi) RICHARD BECK. Sameinuð þjóð meðal sundraðra. Þetta mundi ekki vera annað en faguryrði sem í -Æizluræðu, ef staðreyndir kæmu ekki í ljós, er menn virða þjóðina fyrir sér. Af ávöxtunum skal tréð þekkja. Hvað blasir við, er menn virða fyrir sér ýmsar þjóðir í dag? Geta þær ekki þolað friðinn, eins vel og stríðið? Fljótt á litið getur það verið svo Við nána aðgæzlu hljóta menn að reka augun í ýmislegt ískyggi- legt í fréttunum sem berast úr öllum áttum utan úr heimi. Það er engu líkara en friðurinn hafi tvístrað því, sem styrjöldm sam- einaði. Það er skiljanlegt, að með friðinum hafi mörkin orðið grein- ilegri milli þjóðanna. En hinar daglegu fréttir um innbyrðis ó- frið meðal margra þjóða eru ískyggilegar. Ósjálfrátt renna menn huganum til þeirra tíma, í sögu hinna fornu Rómverja, voru mjög svipuð og aðferðirn- ar, sem þeir ætluðu að viðhafa til þess að ná þeim, voru áþekk- ar hjá stærstu stjórnmálaflakk- unum. Verkamannaflokkurinn fékk meirihlutann í Stórþingskosn- ingunum. Er hér komið að aðal atriðinu í starfi þjóðarinnar eftir styrjöldina. í þessu liggur aðal- mismunurinn á aðstöðu Norð- manna og flestra annara sam- einuðu þjóðanna. Ósamlyndið innbyrðis tefur fyrir og gerir erfiðara hið geysimikla starf, sem leggja þarf fram, til þess að koma þjóðunum aftur á réttan kjöl. Það sem fréttist frá mörg- um þjóðum í dag ber vott um ískyggilegt ástand. Útlimirnir gera verkfall allir í einu, og vilja rífa sig lausa frá líkamanum, rétt eins og þeir ætli að fara sína leið upp á eigin spýtur. Stund- um er höfuðið ósanngjamt, enda þótt það skilji oftast nær, að það komist aldrei langt áleiðis út af fyrir sig. Þetta er hin dapur- lega mynd af heimsþjóðum: höfuðlausir kroppar og kropp- laus höfuð. Hin lýðræðislega meirihlutastjórn í Noregi hefir hingað til komið í veg fyrir slíka andstyggilega limlesting. Útlit er fyrir, að núverandi stjórn fari stjórn landsins vel úr hendi. Hún hefir almenning sér hliðhollan og stjórnin treystir þjóðinni til styrkrar framgöngu í endur- reisnarstarfinu, er virðist miða vel áfram. Fjárhagsgrundvöllurinn. Hin fjárhagslega endurreisn verður erfiðasti hjallinn. Hag- stofa Noregs hefir reiknað út, að þjóðarauðurinn hafi á stríðsár- unum minkað úr 31,4 miljörðum í 25,8 miljarða króna, sé reiknað með sama krónugengi og var 1939. Þetta samsvarar einum árs- tekjum þjóðarinnar fyrir stríð. En nú verður þjóðin að leggja grundvöllinn að endurreisnar- starfinu með mikið minni tekj-1 um en hún áður hafði. Takmark nýsköpunarinnar er að auka þjóðartekjurnar og þá um leið eignir þjóðarinnar. Ef þetta á að takast, er nauðsynlegt að alt vinnuafl landsins komi að fullum notum. Atvinnuvegir þjóðarinnar hafa notfært sér vinnuaflið betur en búizt var (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.